Tíminn - 03.03.1928, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.03.1928, Blaðsíða 4
4a TIMINN H.f. Jón Sigmundsson & Co. Hin heims- frægxi Corteberts úr og aðrar: ágætar tegundir selur Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 388 — Laugaveg 8. PFá útlöndum. Sameiginlegt fyrir flest ummœli blaðanna í Kaupmannahöfn, út af yfirlýsingunum á Alþingi er, að ís- landi sé heimilt að segja upp stini- bandssamningnum, en margt geti breyst fyrir 1940. Danir hafi ekki mis- brúkaö borgararéttindin. Politiken birtir viðtal við Arup, sem segir að núverandi fyrirkomulag utanríkis- mála, strandvama og borgararéttar sé til mikils hagnaðar fyrir fslend- inga; hvort ísland vilji takast á hend- ur utanríkismál verði sennilega kom- ið undir kostnaðinum. Berlingske Tidende birta viðtal við Hálfdan Hen- riksen. Segir hann, að íslendingar geti breytt um skoðun fyrir 1940, eipnig sé hugsanlegt, að Danir óski þá uppsagnar. Zahle (segir að) upp- sögn sambandssamningsins mundi veikja norrœna samheldni. Social- Demokraten segir, að uppsögn sam- bandslaganna þurfi ekki að þýða at- nám laganna. Köbenhavn segir að Danir (hafi) búist við uppsögn, að minsta kosti í þeim tilgangi að koma á breytingum, sem reynslan kunni að sýna nauðsynlegar. Óhugsanlegt, að Danir vilji halda fast við fyrirkomu- lag, sem meiri hluti íslendinga séu mótfallnir, slíkt vœri skaðlegt nor- rœnni samheldni. Nationaltidende segja, að ef íslendingar vilji segja upp sambandslagasamningnum, vilji Danir ekki hindra það. ísland mundi tapa fjárhagslega við sambandsslit. Málið ennfr. „intemationalt", hugs- anlegt, að ísland njóti „formelt" minna sjálfstœðis 1940 en nú. — Af smœrri blöðum Dana má nefna Öst- sjællands Folkeblad. Telur það stim- bandið siðan 1918 hafa verið Dan- mörku útgjaldasamt og óhagstætt og Dönum í því engin eftirsjá. Telur blaðið að Danir hafi eigi minstu ástæðu, til þess að taka uppsögn frá hálfu íslendinga óvinsamlega en hafi hinsvegar enga ástæðu til þess að halda í sambandið. — Aar- hus Stiftstidende segir að ef til vill muni mörgum Dana þykja miður ef til sambandsslita dragi en að slíkt verði þó að vera komið algerlega undir óskum íslendinga. Bendir blað- ið ennfremur á að meiru varði að a milli landanna takist andlegt- og við- skiftasamband og muni slíkt band geta orðið haldbetra og heillavæn- legra en lög sem ef til vill valdi óánægju. — Yfirleitt má telja, að Danir líti á þessi mál með víðsýni og samúð í garð íslendinga. — Deila er risin milli ítala og Austurríkismanna. Hafa blöðin i Austurríki ámælt ítölum harðlega vegna kúgunartilrauna þeirra gagn- vart austurrísku þjóðerni í Suður- Týról. Taka ítalir upp mikla þykkju yfir afskiftum blaðanna, hafa kallað heim sendiherra sinn í Vínarborg, til þess að skýra frá umræðunum og hafa í heitingum um að slíta stjóm- málasambandi við Austurríkismenn. — Utanríkisráðherra Breta virðist friðsamlega sinnaður, svo að eftir sé tekið. Nýlega hefir hann látið þan orð falla, að stríð mihi Englands og Bandaríkjanna væri óhugsanlegt. Merk blöð í Bretlandi telja þetta of- mæli og fremur óvarlega mœlt, því að ófriðarhættan sé hvarvetna í heim inum. Hítt sé viturlegra að vera vel á verði gegn öllu því, er valdið geti ágreiningi milli þjóðanna og gera að bæði fljótt og vel. — Sami maður, Austin Chamber- lain, hefir nýlega bannað að sýna í Bretlandi kvikmynd eina frá stríð- inu, en hún er af hjúlcrunarkonunni Cavell, er þjóðverjar sökuðu um njósnir og tóku af lifi. Sýnir myndin þá atburði, er á sínum tima vöktu hinar mestu æsingar og hatur gegn þjóðverjum. Telur ráðherrann hættu- legt fyrir heimsfriðin að sýna þvílík- ar kvikmyndir. -— Nýlega eru látnir tveir af höfuð skörungum Breta. Eru það þeir As- quith lávarður og Haig lávarður. Mæla Bretar mikið og vel eftir þessa menn. Asquith var, eins og kunnugt er, einn af merkustu stjórnmála- mönnum Breta og um skeið for- R i t v é 1 a r og Corona (í kössum) Nýkomnar verðid uojög lágt Samband ísl. samvinnufólaga L. C. Smith Tóuski n n kaupir hæsta verði „1*1. refaræktarf j elagið “ h.f. K. Stefánsson, Laugav. 10. Sími 1221. sætisráðherra þeirra. Hann þykir hafa verið maður höfðinglyndur og óeigin- gjarn í hvívetna og því hin mesta þjóðarprýði. — Haig lávarður var yfirhershöfðingi Bandamannahers á vesturvígstöðvunum og þótti takast herstjórnin mjög giftusamlega. — Uppgötvanir á sviði þráðlauss fii'ðtals og firðsjónar eru stórkost- legar. jiráðlnus talssambönd eru nú opnuð milli fjarlægra landa, næstum yfir hálfan hnöttinn og myndir send- ar heimsálfa milli. Er því spáð, að áður langir tímar líða, muni slíkar firðsjár verða teknar til aimennrar notkunar. x -----0----- Málverkasýnlngln íslenska í Dýskalandi Islenska málverkasýningin vek- ur mikla eftirtekt í Þýskalandi og hlýtur lofsamleg ummæli í blöðum þar. Birtast hér á eftir nokkur ummæli þeirra, tekin ár neðanmálsgrein í „Politiken“ 26. jan., eftir Georg Gretor ritstjóra og umsjónarmann sýningarinnar. „Málverkasýningin íslenska hef- ir vakið mjög mikla eftirtekt í öllum þýskum blöðum. Og hve réttmætt það er að mæla hina ís- lensku listmálara eftir ströngum alþjóðarmælikvarða sýndu dóm- amir þýsku. „Liibecker Volks- bote“ ritar: „Borið saman við hina altof fyrirferðarmiklu sænsku listasýn- ingu í Liibeck í fyrra, vekur ís- lenska sýningin svo miklu meiri aðdáun, enda þótt hún sé miklu minni að fyrirferð". í „Hamburger Fremdenblatt“ segir svo: „Hin unga íslenska málaralist er ekki síður eftirtektarverð en málaralist meginlandsins. Hún þarf ekki á velvilja að halda, þegar um hana er dæmt, en sýn- ir hinn sama þjóðlega listræna blæ og skapandi þrótt, eins og skáldskapurinn íslenski". Listdómari „Hamburger Nach- richtens“ kemst svo að orði, um leið og hann gefur í skyn að hin einstöku verk muni verða tekin til nákvæmrar gagnrýningar und- ir eins og sýningin komi til Ham- borgar, í mars: „En eitt skal tekið fram nú Drjúgur menningarauki er það fyrir Is- lendinga, að taka í sínar hendur framleiðslu þeirra nauðsynjavara, sem að þessu hafa verið sóttar al- gerlega til útlanda. Það er og gamalt mál, að „hollur er heima fenginn baggi“. Meðal slíkrar nýmyndunar í landinu má telja Mjólkurfélagið Mjöll í Borg- arfirði, sem framleiðir ágæta dósamjólk, Mun það vera einróma álit þeirra manna, sem reynt hafa Mjallar mjólk, að hún standist fyllilega samanburð við bestu erlenda vöru, sömu tegundar. Auk þess er hún innlend framleiðsla og nýtur þess, að öðru jöfnu, hjá þjóðræknum mönnum. Mun það reynast, að drjúgur er Mjallar dropinn. Umboð fyrir félagið hefir: H.f. F. H. Kjartansson & Co. Reykjavík. Símar 1520 & 2013. þegar: Að hér er um listrænan viðburð að ræða, sem er svo miklu merkilegri en venjulegar sýningar framandi þjóða“. I hinum þýsku ummælum um hina einstöku málara er einkum hælt Jóni Stefánssyni og Jóhann- esi Kjarval, en einnig hinir yngri, ! sérstaklega Gunnlaugur Blöndal, i Jón Þorleifsson og Guðmundur ; Einarsson (frá Miðdal) vekja meiri eftirtekt í Þýskalandi held- ur en í Danmörku". R. Á. ---o--- Fjólur. Morgunblaðið lætur lítið yfir frammistöðu Magnúsar dócents í umræðunum um aukastörf ráð- herranna. „Annars var vont að henda á lofti hrafl ræðunnar“, segir blaðið. Má þessi ummæli vafalaust til sanns vegar færa, þó að þau hinsvegar komi úr hörð- ustu átt. Þá segir blaðið, að Magn- ús hafi komist að þessari niður- stöðu um ráðherrana: „Þeir geta ekki fært rök fyrir því að bæði ráðherrastörfin og aukastörfin geta beðið tjón af árekstri þeim, er verður, þegar þau eru í hönd- Áburður og sáðvörur Á komandi vori seljum vér tilbúinn áburð og sáfðvörur s. ».: Þýskan saltpétur með 15*4% köfnunarefni. Superfosfat með 18% foaforsýru. Kalíáburð með 37% kalí. Nitrophoska með 16^/4% fosforsýru, 1614 köfnunarefni og 20% kalí. Sóðhafra, bestu grænfóðurtegund. Grasfræ af norrænum uppruna, b*eðí btand«ð og Óbkmdað, eftir óskum. ATH. Grasfræblandanir verða sniðnar eftir óskum manna og þörf- um, og eftir því sem best hentar í samrsemi tið jarðveg og veðurfar. Áríðandi að pantanir komi sem fyrst. Samband ísl. samvinnufél. . VelefíixikeBi- * útva.B?pstæki hafa reynst betur en nokkur önn- ur móttökuáhöld. Telefunken býr til viðtæki af mörgum stærðum og gerðum og allar nýjar endur- bætur á útvarpstækjum koma fyrst frá Telefunken. Bændur og aðrir, sem' hafa hug á að eignast viðtæki, ættu að leita tilboða hjá 4 lampa viðtæki Tf. 4. oss. BCjalti Björnsson Oo. Reykjavík Sími 720. snqnn SniBRLIKI !KZa.Tj.pféla.gsstj órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlikí Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. Radioverslun íslands. Pósthólf 233 Símar 1317 og 1957. Reykjavík. Radiotæki frá bestu verksmiðjum í Ameríku, Englandi, Belgiu, Þýskalandi og Czeckoslovakiu. Ódýrari en þekst hefir áður. — Leitið tilboða hjá okkur, áður en þér kaupið annarsstaðar. — Verðskrá gegn 20 aura frímerki. — heflr hlotlð einróma lof allra neytenda, fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum w wL ||§|PÍ| m \\\\\\\^^4^ um sömu manna“. Ósvikin fjóla! Tíminn lætur ósagt, hvort blómið muni vera úr urtagarði Magnúsar eða Morgunblaðsins, X. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson, Lokastíg 19. Sími 2219. Prentsimðjan Acta. Ríkissjóðshjátendan Vattarnes í Fáskrúðsfjarðarhreppi er laus til ábúðar í komandi far- dögum. Uni8Óknir sendist umboðsmanni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.