Tíminn - 24.03.1928, Qupperneq 3

Tíminn - 24.03.1928, Qupperneq 3
. TlMINK Fréttir. Konungshjónin hafa gefið 1200 kr. til fyrirhugaðrar útgáfu íslenskra fornrita og jafnframt tjáð sig fús til að vera verndara fyrirtœkisins. Eins og fyr liefir verið getið, er próf. dr. Sig. Nordal útgáfustjórinn. Verður safnað 25 þús. kr. stofnfé. 8 þús. hafa þegar safnast. Mannskaðar. Mjög gerist nú slysa- samt á sjó og gjalda íslendingar mikið afhroð í mannfalli, þrátt fyrir tijtölulega mikla veðurmild. þann 17. þ. m. fórst bátur í Vogum með 6 mönnum. Var það róðrarbátur með hjálpgrvél. Er œtlan manna að bát- urinn hafi fest sig í dufli og hvolft á' siglingunni. Mennimir, sem fórust voru: Bjarni Guðmundsson formaður irá Bræðraparti í Vogum, nýkvæntur, Kristján Finnsson frá Hábæ í Vogum, ókvæntur, Ingimundur Ingimundar- són frá Reykjavöllum í Biskupstung- um frá konu og 5 bömum, Einar Gíslason frá Torfastöðum í Grafningi, ókvæntur, Ólafur B. J. Gíslason frá Eyjarhólum í Mýrdal ókvæntur. — Á þriðjudaginn var tók Jón Hansson skipstjóra út af enska togaranum Lord Devenport. Varð slysið hér við land. Jón Hansson hafði lengi verið skipstjóri á breskum togurum og bú- settur i Hull. Hann var vel látinn og liinn mesti atorkumaður. Geiorétting. í ræðukafla þeim eftir Ingólf Bjarnai'son alþm., er birtist í síðasta blaði Timans, misprentaðist ein tala, þar sem tekjuafgangurinn 1924 var talinn 2þ^ miljón í stað iy2 milj. kr. Amgrimur Bjamason. í siðasta biaði var þess getið, að póstaf- greiðslumaðurinn í Bolungavík hefði verið settur í gæsluvarðhald, grun- aður um óreiðu í sambandi við toll- stimplun. Síðari fregnir herma, að manninum hafi verið slept lausum og hafi sakir reynst litlar eða engar. Tvær bækur eru nýkomnar út í Bókavefslun þorst. M. Jónssonar á Akureyri. „Líf og blóð“, skáldsaga eftir Theódór Friðriksson og „Orá- skinna L“, safn af þjóðsögum skráð- um af Sigurði Nordal og þorbergi þórðarsyni. „Annáll nítjándu aldar“. Hallgrímur Pétui'sson bókbindari á Akureyri hef- ir undanfarin ár gefið út merkilegt ritverk eftir föður sinn, séra Pétur Guðmundsson er prestur var i Grims- ey. Er hefti nýútkomið og annállinn þar með rúmlega hálfnaður. Póstþjófnaður. þegar Esja kom hingað til Reykjavíkur úr hringferð í þessum mánuði, kom það í ljós, að brotið hafði verið innsigli á tveimur póstpokum, fi*á Blönduósi og Sauð- árkróki og stolið verðpósti úr öðrum en miklu af almennum bréfum (sennilega í misgripum) úr hinum. í verðpóstinum voru meðal annars um 4000 kr. í peningum. — Pokar * þessir voru ásamt öðrum póstflutn- ingi geymdir í svonefndum póstklefa á Esju. Má ætla að eftirliti með póst- inum hafi verið ábótavant. þjófurinn or ófundinn. Spellvirki. Einhverjir þorparar hafa nýlega fengið sér það til skemtunar uð ráðast á sumarbústaði fólks i grend við Reykjavík, brjóta þá upp, molbrjóta innanstokksmuni og spilla öiiu sem hönd - á festi, húsum og munum. Eru slikir óþokkar til skammar þjóð sinni og landi og þó sjálfum sér verstir. Landhelgisbrot. Óðinn kom hingað með þýskan togara „Frida“ að nafni, á þriðjudaginn var, tekinn við Eld- eyjar. Fékk hann 12.725 kr. sekt. Sjóslys enn. Heita má að daglega berist fregnir um hin hörmulegustu slys á sjó. Á þriðjudaginn varð slys með undarlegum hætti. Færeysk skúta, „Acorn" að nafni, var á veið um á Selvogsgrunni. Kom þá stór sjór á skipið, sem fleygði því hálf flötu og féll sjór inn í íbúðarklefa háseta. þar hafði „carbid“-baukur fallið af hillu og laskast. Komst vatn i baukinn. Myndaðist þá samstundis gas, sem síðan kviknaði í frá lamp- anum, svo klefinn stóð i björtu báli. Voru niu menn í klefanum. Lést einn maðurinn þegar en hinir rudd- ust út alir skaðbrendir. Létust 5 af sárum, áður en skútan kæmist hingað, en þrír voru fluttir í sjúkra- hús og er þeim hugað lif. Skútan er frá Klaksvík. „Fálkinn“ heitir nýtt vikublað, sem byrjar að koma út hér í bænum um næstu helgi. Verður það allstórt, 12— l(i síður í fjögra dálka broti, og er ætlað almenningi til fróðieiks og skemtunar, en stjórnmál lætur það sig engu skifta. Blaðið flytur einkum fræðandi greinar og sögur ásamt miklu af útlendum og innlendum myndum, gamandrild handa börnum, deild fyrir húsmæður, fróðleiksmola um nýjungar í verklegum efnum o. fl., o. fl. Ritstjórar verða Vilh. Fin sen og Skúli Skúlason, en afgreiðslu annast Svavar Hjaltested. ----o---- Frá útiöndum. Nokkrir sjóliðsforingjar á breska Miðjarðarhafsflotanum neituðu ný- lega að hlýða fyrirskipunum yfir- manna sinna. Vakti þessi atburður nokkra atliygli. Tilkynti flotamála- stjórn Breta að nokkrum undirfor- ingjum hefði verið vikið frá starfi en lætur, að öðru leyti lítið yfir málinu, enda er það talið risið eingöngu af persónulegum ágreiningi. — Eins og frá var skýrt hér í blað- inu síðastl. haust höfðu Facistar með höndum breytingar á þinginu í Ítalíu. Samkv. þeim eru einuiyjis Facistar kjörgengir og atvinnurekendur einir atkvæðisbærir. Nú hafa þeir komið þessari skipun í kring. Hefir fyrv. stjómarforseti, Gislitti, lýst yfir þvi að kosning stjómarandstæðings sé með þessu gerð óhugsanleg. Er með þessu þingræðið lagt niður þar í landi og má þingið teljast i hæsta lagi ráðgefandi samkunda, sem er algerlega í hendi stórráðs Facista og einvaldsherrans Mussolinis. — Afvopnunarmálin eru mikiö rædd um þessar mundir. Hafa farið orðsendingar milli Frakklands og Bandaríkjanna um þau efni eins og fyr var getið. — Afvopnunamefnd þjóðabandalagsins hefir með höndum og til álita víðtækar afvopnunartil- lögur Rússa. — þá hefir þjóðþing Bandaríkjanna mælst til þess við Coolidge forseta að hann gengist fyrir alþjóðaráðstefnu til að ræða og taka ákvarðanir um takmörkun vígbúnað- ar á siþ. Hefir þingið leyft að fresta byggingu flotaaukans þar til slík ráð- stefna væri um garð gengin. — Tvær aukakosningar fóru fram í Englandi snemma 1 þessum mánuði í St. Ives- og Middlesbrough-kjör- dænlum og vann Frjálslyndi flokkur- inn báðar. Annað kjöidæmið vann hann frá íhaldsflokknum, hinu hélt hann þrátt t'yrir þriskifta kosningu, þar sem verkamenn voru á einu leiti. — Aukakosningar hafa gengið mjög á móti Baldwin stjórnarherra og flokki lians og er því spáð að íhaldsflokkn- um verði hrundið við næstu kosning- ar, en Frjálslyndi flokkurinn vinna mikið á og Jafnaðarmenn þó enn mcira. — Eins og viðast hvar annars- staðar, þar sem baráttan er háð gegn íhaldsvaldinu, skoða hinir framsækn ari fiokkar það sameiginlegt verkefni sitt að brjóta það á bak aftur. ---o---- Alþingi Engin ný frumvörp hafa komið fram nú síðustu daga, enda orðið á- liðið þingtímann. En tvær þál.till. liafa fyrir skömmu verið fluttar í sameinuðu þingi. Sú fyrri er frá Halldóri Stefánssyni og Ingvari Pálmasyni, um gildi islenskra pen- inga, og hljóðar svo: „Sameinað Alþingi ályktar að fela rikisstjóminni að láta fram fara fyr- ir næsta þing rannsókn og undirbún- ing til endanlegrar skipunar á gildi íslenskra peninga, enda telur örugt, að þangað til verði gildi þeirra hald- ið óbreyttu". ÍHina tillöguna flytja Jón þorláks son og 4 íhaldsmenn aðrir (M. G„ Jóh. Jós., M. J. og P. O.) með hon- um: „Sameinað Alþingi ályktar að víta brot núverandi dómsmálaráðherra á löggjöf þeirri, sem sett var á síðasta þingi, um varðskip ríkisins". þessa till. mun bera að skoða sem tilraun íhaldsmanna til að fram- kvæma iiótanir sínar um að kleklcja á J. J. dómsmálaráðh. fyrir ráðstaf- anir hans í varðskipsmálinu. Mun nú brátt á það reyna, hvort Alþingi telur þær áfellisverðar eða éigi. Eins og frá er skýrt áður hér í blaðinu, hefir stjórnin borið fram frv. um breyting á varðskipalögunum, og eru fullar horfur á, að þær verði sam- þyktar. Jón þorláksson beitti sér mjög gegn þessum brtt. í Ed., og vildi láta feila þær, fyrst og fremst til að áminna stjórnina. En eigi hefir hann getað fengið þá deild á sitt mál. Frv. um strandferðaskipið er komið gegnum 2. umr. i Nd. Urðu um það langar umræður. íhaldsflokkur deild- arinnar legst allur í móti frv. og íylgja þeir G. Sig. og Sig. Eggerz honum þar að málum, en Framsókn- arm. og Jafnaðarm. eru með málinu. En meirihlutinn hallast að því að byggja fremur hraðskreitt fólksflutn helveg fram á gangi og spurði þá sem um gengu hvort Jónas væri ekki búinn, svo að óhætt væri að koma inn. Var frv. síðan eytt í deildinni með atbeina allra íhaldsmanna. En út á landsbygðinni voru vaxtar- skilyrðin betri fyrir hugmyndina um byggingar- og landnámssjóð, heldur en hjá íhaldinu á þingi. Unga kyn- slóðin í landinu fann, að þetta var hennar mál, og nálega allir hugs- andi og vel mentir bændur fylgdu Iiugmyndinni frá því málið var fram borið. Fylgi þess fór dagvaxandi ár frá ári, og íhaldsmenn sáu í fyrra, að þeir urðu að draga úr mótstöð- unni fyrir kosningar. Um einn þing- mann flokksins, Jón Ólafsson, mun mega fullyrða, að hann hafi verið hugmyndinni fylgjandi bæði í vetur og fyrra af sönnum áhuga. En flokksbræður hans aðrir hafa ein- göngu fylgt þvi vegna þess hve áhug- inn er mikill fyrir lausn þess hjá bændum landsins, og sérílagi af þvi íhaldsmenn eru í minnihluta í báð- um deildum þingsins. Málið myndi nú hafa gengið fram hvað sem þeir sögðu. Mótstaða eins og sú sem í- haldið hafði í frammi í máli þessu 1925 og 1926 var nú orðin þýðingar- laus viðvíkjandi framgangi þess. Af því stafar uppgjöfin. Ef íhaldið hefði ekki beðið svo rœkilegan ósigur 9. júlí í sumar, ef flokkurinn hefði t. d. haft stöðvunarvald í Ed., myndi Jón þorl. hafa sýnt í verki, að hann vildi standa við orð sin frá 1925. Og sú staðreynd að allir fhaldsmenn í Ed. nema B. Kr. greiddu nú atkvæði með málinu, sýnir ástæður til þess- arar stefnubreytingar. B. Kr. mun tæplega hugsa til að leita aítur til kjósenda um fylgi. Sjálfur þarf hann ekki að „filma" vegna atkvæðaveiða við næstu kosningar. þess vegna lof- ar hann þjóðinni að sjá hvað hann liugsar um iangstærsta umbótamálið, sem þetta þing semur löggjöf um. Sparnaðarírumvörpin viðvíkjandi hinum dýru embættum í Reykjavík þokast nú áíram. Forstaða áfengis- verelunar verður að líkindum færð úr 18 þús. á ári niður í hér um bil 8 þús. Frv. um breytingar á launa- kjörum bæjarfógeta í Rvík og lög- reglustjóra eru komin til Nd. Jón þorl. viðurkendi að bæjaríógeti myndi hafa sum árin 25 þús. kr. og lögreglustjóri mun meira, enda hlýt- ur svo að vera, því að fyrir skömmu galt hann 9500 kr. í útsvar og kærði ekki. Einn af ritstjórum íhaldsins bergmálaði síðastiiðið sumar hina almennu skoðun um launakjör þess- ara tveggja starfsmanna, er hann gerði ráð fyrir að þeir hefðu til samans um 120 þús. kr. af almanna- fé sum árin fyrir vinnu sína. Jón þorl. og samherjar hans reyndu í Ed. að eyða frv. um að færa launin við þessi embætti í skaplegt horf. Má vænta hins sama í Nd. — Frv. geng- ur þó sennilega fram, því aö fylgis- menn íhaldsins í bænum, einkum hinir mörgu launalágu embættis- menn, sem eiga í vök að verjast, leggja Mbl.-stefnunni í þessu máli ekki til neinn stuðning í baráttunni við að halda uppi þeirri ógnar fjár- eyðslu við þessi embætti, sem Jón Magnússon kom á og M. G. og Jón þorl. hafa haldið við. Samsteypa tryggingarstotnananna er enn í nefnd í Ed. Er þar gert ráð fyrir að brunatryggingin, slysatrygg- ingin og samábyrgðin verði rekin undir einni yfirstjóm og með sama fólkshaldi. Síðan eiga að bætast þar við aðrar tryggingarstofnanir, sem landið kann að efna til, svo sem bú- fjártrygging og ellitrygging, sem er eitt hið mesta nauðsynjamál. Einar á Eyrarlandi lét fylgja frv. skýrslur fra ríkisgjaldanefnd um hin miklu og margvíslegu útgjöld, sem fylgja slik- um skrifstofum ’í Rvik, og mun sú vitneskja gefa samsteypunni byr undir vœngi. Má vænta þess, að þegar skýrslur nefndarinnar koma í vor, bæði um embættiseyðsluna, og bitlingana, þá muni mörgum þykja sem þeir fái nýjan og glöggan skiin- ing á hvemig iandssjóði er eytt. Sameining á sima og pósti er einn- ig í nefnd í Ed. Er það hið mesta nauðsynja- og spamaðarmál. í full- veldisvímunni bjó Jón Magnússon til embætti aðalpóstmeistara, ofan á póstmeistara í Rvik. Ofan á hæstu laun Sig. Briem lagði Jón M. svo 4000 kr. launauppbót handa þessum félagsbróður sínum, án þess að fá til þess leyfi þingsins, og hefir það hald- ist síðan. Mestur spamaður yrði þó að því út á landi, að sími og póstur væri rekipn sameiginlega, og undir sömu yfirstjórn. Má þá komast af með færra fólk við starfræksluna en gera lífvænlegra fyrir þá sem sýsla við þessi störf. Umbót þessi stendur í sambandi við væntanlega gerbreytingu á póst- málunum, sem nú hafa sofið værum svefni í mannsaldur, nema þegar að- alpóstmeistari hefir vegna Mbl- manna þurft að leggja niður bréf- hirðingu eð a færa póstinn í óhag Framsóknarmanna út á landsbvgð- ina. *** ----o----- P r j ónavélar “SrfLr 25 ára ±mrl©n.c5L ro^rrrsla. hefir sýnt og sannað, að „BRITANNIAU prjónavélarnar frá Dresdner Strichma8chinenfabrick eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri Vélarnar eru með viðauka og öllum nýtisku útbúnaði. „Britannia“ prjónavélar eru ódýrastar Samband ísl. samvinnufél. Herfi Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rálluherfi, Rúðólfsherfi og Ávinsluherfi. Samband ísl. samvinnufél. ingaskip — með kælirúmi — en vöru- j flutningaskip eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Andstæðingar frv. hafa haldið því fram — og leggur G. S. séi-staka áherslu á það —, að strand- ferðir séu komnar í svo gott horf, að við megi una fyrst um sinn, en hinsvegar hafi lítið verið gert fyrir samgöngur á landi, enda séu þær hvergi með tískusniði. Eigi því að snúa sér að því að bæta þær áður en frekar er að hafst í strandferöa- málunum. — Jón A. Jónsson, sem hafði orð fyrir íhaldsmönnum, mælti bót lestaflutningi farþega, og þótti örvænt um, að íslendingar gætu fyrst um sinn séð öllum almenningi fyrir betra farkosti, enda mundi lesta- ílutningur tíðkast með öðrum þjóð- um. Gaf Sigurjón Ólafsson þá þær upplýsingar, að í Noregi væri með lögum bannað að flytja fólk í lest- um. pá hélt J. A. J. o. fl. því fram, að ódýrara yrði að ferðast með bíl- um en skipum, og væri þó reksturs- halli strandferðaskipanna eigi reikn- aður með í ferðakostnaði, en svo ætti að vera að réttu lagi. Sveinn Ólafs- son benti á, að þá yrði líka að reikna það fé, sem varið væri til vega, með ferðakostnaði á landi. pá varð ágrein- ingur um væntanlegan reksturshalla skipsins. Telja stuðningsmenn frv., að halli sá sem nú er á rekstri Esju mundi ekki aukast þó að skipin yrðu tvö, því að þá gengju ferðirnar greið- 1 ar en áður og margir þeir, sem nú nota hraðferðir hinna erlendu skipa, mundu fremur ferðast með ísl. skip um, er þau færu eigi hægar yfir en erlendu skipin. Breytingarnar á Landsbankalögun um hafa verið afgr. til 3. umr. í Ed. En þær voru þar fram bomar og hafa því enn eigi komið til Nd. Frv. var flutt af meirihl. fjárhagsnefndar og fór fram á að fella niður ýms ákvæði : úr lögunum frá í fyrra, t.d. ýmislegt, | sem lýtur að aukinni bókfærslu í í bankanum. En aðalbreytingarnar eru j tvær. Sú fyrri er um að rfkið taki ! ábyrgð á öllum skuldbindingum i bankans innanlands. Aftur á móti er j gert ráð fyrir sérstöku samþykki þingsins til að taka lán erlendis önn- ur en þau, sem bankinn tekur gegn veði í sjálfs sín eign. Hin aðalbreyt- ingin er um stofnun 15 manna bankanefndar, sem Aiþingi velji með hlutfallskosningu til 6 ára og kjósi hún svo 4 menn í bankaráð, en ráð- herrn skipi formann. Er þetta fyrir- komulag samkv. till. milliþinganefnd- arinnar í bankamálum, en var felt í fyrra með styrk íhaldsmanna og mest fyrir forgöngu Björns Kristjáns- sonar. En í Sviþjóð hefir það tíðkast um alllangt skeið og þótt vel gefast. B. Kr. og Jón porláksson stóðu mjög fast gegn breytingum þessum og lögðu ffam langt nefndarálit Gal það tilefni til allsnarprar sennu milli þeirra annars vegar og fjármálaráðh. og Jóns Baldvinssonar. pótti fjár- málaráðherra B. Kr. treysta fullmikið þekkingu sinni í bankamálum, en hans vegna hefðu flest hin óþörfu ákvæði komist inn í bankalögin í fyrra. Jón Baldvinsson vítti harðlega nál. þeirra B. Kr. og J. p. og ásak- anir er þar voru fram bomar á liendur flm. frv. M. a. höfðu B. Kr. og J. p. ymprað á því, að bankinn starfaði eingöngu „með fé einstakra manna, sem gætu þreyst á að láta Landsbankann ávaxta fé sitt“, ef um- rœddar breytingar yrðu gerðar á lög- unum. Taldi J. Baldv. þessi ummæli hótun um, að íhaldsmenn ætluðu að taka fé sitt út úr bankanum, ef þeir yrðu að lúta í lægra haldi í þessu máli og væri óverjandi að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi létu sér slíkt um munn fara. En það væri í sam- ræmi við annað skapstillingarleysi íhaidsmanna, er þeir gengju svo langt að hafa í hótunum við meira- hluta þingsins. Efri deild hefir samþykt frv. um Gagnfræðaskóla Reykjavíkur með þeirri breytingu, að fastir kennarar skuli vera tveir og laun þeirra greidd úr ríkissjóði. Liggur frv. nú fyrir Nd. Frv. um byggingar- og landnáms- sjóð er komið gegnum Nd. og heíir verið endursent Ed., lítið breytt. (Stjórnin lagði frv. fyrir Ed.). Annar eldhúsdagur varð í Nd. á miðvikud., þegar landsreikningurinn fyrir árið 1926 kom þar til 2. umræðu. Var það fyrv. stjóm, sem þar hafði hendur sínar að verja. Hóf Haraldur Guðmundsson itarlega gagnrýni á reikningnum. En H. G. er svo sem kunnugt er einn þeirra þriggja, sem núv. stjóm skipaði til að rannsaka og liða sundur útgjöld ríkisins síö- ustu ár. pótti honum meira en lítið bogið við ýmsar greiðslur úr rikis- sjóði í tíð fyrv. stjórnar, og lítil grein fyrir þvi gerð í landsreikningnum, liversu fé rikisins væri varið. Benti hann t. d. á það, að greiðslur til starfsmanna ríkisins væru árið 1926 helmlngl melri en fastákveðið væri í iögurn. Væri sá óvani kominn á að embættismenn ríkisins, sem fengju ákveðin laun gegndu margskonar aukastöríum, og væri jafnv.el greidd hærri upphæð fyrir þau en hin föstu embættislaun. Væri þessu ra. a. svo farið með skriístofustjóra í stjómar- ráðinu er veittu ýmsum sjóðum for- stöðu fyrir séi’staka borgun, og kenn- ara við ríkisskólana, er stunduðu mikla aukakenslu og tækju sérstakt kaup fyrir. pá þótti honum hastar- leg meðferð landhelgissjóðs, þar sem enginn reikningur væri til um hann hin síðari ár, en fé hefði verið varið úr honum til margs, sem honum væri alveg óviðkomandi, svo sem veislu- fagnaðar og hestahalds í stjómarráð- inu. Væri ekki annað sýnna en sú aðferð hefði verið notuð til að dylja þessar greiðslur fyrir almenningi. pá átaldi hann skaðabótagreiðsluna til Vestmannaeyinga fyrir tjón það, er þcir biðu á veiðarfæmm, vegna fjar- vistar varðskipsins, og sagði að fyrv. stjóm hefði a. m. k. átt að leita heimildar þingsins, en M. G. varði sig með því, að landið hefði grætt á þessari ráðstöfun, vegna sektarfjár þess, er pór hefði aflað í för sinni. — Ýmislegt fleira olli ágreiníngi við þessa umr., t .d. hvort borðfé kon- ungs ætti að greiðast í islenskum eða dönskum krónum. -----o-----

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.