Tíminn - 31.03.1928, Side 2
62
TlMINN
fékk engu til leiðar komið í þá átt.
Kosningar til Lögþingsins fóru
fram árið eftir, 1924. Notuðu
Sambandsmenn atburði þessa að
kosningavopni og kváðu einsætt
að þeir, sem fylgdu Patursson,
vildu samband við Noreg! Eigi að
síður urðu hlutföll milli flokkanna
hin sömu og verið höfðu.
En er Lögþing Færeyinga var
sett 1924 hlaut það fágæta heim-
sókn og virðulega. Kom þá til
Þórshafnar Molkte utanríkisráð-
herra á herskipi með tvo kaf-
nökkva að fylgd. Flutti hann þann
boðskap frá Danastjóm, þingi
Dana, þingflokkum og þjóð að
Færeyingar skuli danskir vera og
danska þjóðtunga í Færeyjum.
Þegar utanríkisráðherrann hafði
lokið máli sínu mælti Patursson
nokkur orð og kvað svörum myndi
frestað til næsta dags. Síðan
gengu Sjálfstæðismenn á ráð-
stefnu og bættu við stefnuskrá
sína þeim lið, að í Færeyjum skuli
Færeyingar einir ráða. — Hlaut
Molkte slíkt svar og eigi annað.
Næsta skref Dana í viðskiftum
við Færeyinga var að ákveða það
árið 1926, að málefni þeirra, sem
áður höfðu öll heyrt undir dóms-
málaráðuneytið, skyldu skiftast
milli hinna ýmsu stjómardeilda
eins og málefni hinna dönsku
amta. Með þeirri ráðstöfun hafa
Danir viljað þurka út alla sér-
stöðu Færeyinga.
Atburðir þessir hafa gefið
sjálfstæðismáli Færeyinga aukinn
byr og stælt hugi þeirra til sókn-
ar. Votta það kosningamar síðast-
liðið ár, þar sem sjálfstæðismenn
urðu í greinilegum meirihluta og
hafa um 13 af 23 fulltrúum á
Lögþinginu.
Hefir nú hér verið litið um
helstu viðburði í sjálfstæðisbar-
áttu Færeyinga. Saga þessi kem-
ur Islendingum ekki ókunnuglega
fyrir sjónir. Má telja að hún sé
öllum efnum hliðstæð okkar eigin
sjálfstæðisbaráttu. Færeyingaj-
eru aðeins skamt á veg komnir.
Árið 1662 vorum við heimsóttir
af dönsku hervaldi, en Færeyingar
árið 1924. Þó mun verða talið að
Danir beiti Færeyinga meira ger-
ræði en Tslendingar, þar sem þeir
freista þess að kúga af þeim
móðurmálið og veita þeim litla
eða enga áheym mála þeirra.
Danir hafa tvöfalda reynslu í
sjálfstæðismálum smáþjóða Eftir
langstæða baráttu hafa þeir orðið
að viðurkenna jafnrétti Tslend-
inga. Sjálfir hafa þeir verið kúg-
aðir af gerræðisvaldi Þjóðverja í
Suður-Jótlandi, fengið aftur frelsi
sitt og orðið harla fegnir. Við-
skifti þeirra við Færeyinga
stríða því beint gegn reysnlu
þeirra í þessháttar málum og án
efa gegn réttlætismeðvitund mik-
ils þorra dönsku þjóðarinnar.
Mun því verða aðeins um stundar-
bið að ræða uns Danir unna
Færeyingum samskonar málaloka
og Islendingum. Hafa þeir um
tvent að velja: Annars vegar
vaxandi ámæli og fjandskap lít-
illar þjóðar en vel ættaðar og þó
ósigur að lokum. Hinsvegar aukna
virðingu og vináttuþel hinna nor-
rænu þjóða.
---ó---
r
A víðavangi.
Réttarvemd samvinnufélaga.
I greininni „Dómur almenn-
ings“ í Verði 17. mars síðastl. er
leitast við að hnekkja rökunum
fyrir nauðsyn þeirrar lagasetn-
ingar um þessi efni, sem þingið
hefir nú með höndum. Eru birt í
greininni nokkur ummæli úr for-
sendum hinna gagnstríðandi
dóma, þar sem mælt er, að ekki
hafi verið „gert sennilegt“ að
níðrit B. Kr. um S. I. S. og kaup-
íélögin hafi bakað þeim tjón!
Hinsvegar er kröfu Garðars
Gíslasonar um skaðabætur vegna
taps á hrossaverslun af völdum
óréttmætra ummæla, hrundið en
þó talið „gert sennilegt“ að haxm
hafi biðið tjón vegna ummælanna
og honum því dæmdar skaðabæt-
ur. — Verður enginn fróðari né
sannfærðari um réttaröryggið í
þessum efnum við það að velta
fyrir sér þessum niðurstöðum
dómsstólanna. Hitt vita allir
landsmenn að níðrit, sem ræðst á
tryggingar verslunarfyrirtækis,
ræðst um leið á lánstraust þess
og að þegar starfshættir og
grundvallarskipulag slíks fyrir-
tækis er nítt og tortrygt, þá er
það um leið gert fráfælandi. Virð-
ist efalaust, að hæstiréttur hefði
dæmt S. 1. S. skaðabætur, ef
hann hefði litið svo á, að sam-
vinnufélög nytu að lögum sömu
réttarverndar eins og fyrirtæki
einstakra manna. — Löggjöf sú,
sem hér um ræðir fer ekki fram
á sérvernd, heldur aðeins sömu
vernd. Mótstaða Ihaldsmanna og
Sig. Eggerz gegn slíku getur ekki
bygst á öðru en því að þeir vilji
ekki að félögin njóti sömu vernd-
ar. Áður um getnar niðurstöður
dómstólanna benda og ótvírætt á,
að óhyggilegt muni vera að láta
ákvæðin um réttarfarslegan
grundvöll fyrir skaðabótadómum
vera svo óákveðinn og of háðan á-
liti dómaranna á hverjum tíma.
Réttarbót þessi miðar því til að
tryggja dómstólana gegn efa-
semdum og „kritik“ eigi síður en
til hins, að treysta réttaröryggið
í landinu.
Leikfélag Reykjavíkur.
Telja má að það hafi látið
fremur lítið að sér kveða í vetur
um val viðfangsefna. Mest hefir
orðið aðsókn að tveimur gaman-
leikjum þess síðustu. Hafa þeir
að vísu verið innihaldslausir en
í ýmsum greinum prýðilega vel
sýndir. — Nú færist félagið meira
í fang, er það tekur til meðferðar
eitt af frægustu skáldverkum
Ibsens „V i 1 d a n d e n‘e. Er leik-
urinn skörp ádeila á falshátt
manna og sjálfsblekkingu. Har-
aldur Björnsson leikari, sem
hefir haldið uppi leikment norðan-
lands í vetur við mikla aðsókn og
mikinn orðstýr, stendur fjrrir æf-
' ingum og sýningu þessa stór-
merka verks. Er það fyrsta sinn
að hann stendur fyrir leiksýningu
í höfuðstaðnum, eftir að hafa
stundað nám kappsamlega er-
lendis.
Dr. Helgi Péturss.
Ánægjulegt er að sjá þann
vott umhyggjusemi fyrir sæmd
þjóðarinnar, er kemur fram í
nefndaráliti fjárveitinganefndar
Ed., er nefndin vill hækka laun
dr. Helga Péturss. — Um trúar-
skoðanir og heimspekiskerfi verð-
ur ágreiningur enn um stund.
Um hitt verður ekki ágreiningur
að dr. Helgi telst meðal þeirra
íslendinga er glæsilegastir hafa
verið að vitsmunum á síðari öld-
um. Hefir hann og unnið mikið
verk í frumlegum rannsóknum i
jarðfræði og heimspekilegum efn-
um. Mætti ætla að hann væri
réttborinn til meiri andlegrar
sæmdar, en að búa við meðal-
kjör íslenskra rithöfunda.
Landsbankinn og sparisjóðimir.
Meginrök J. Þorl. gegn því að
ábyrgð ríkisins á Landsbankan-
um verði ákveðin með lögum er
sú, að með því sé sparisjóðum
landsins brugguð banaráð, með
því að sparifjáreigendur muni
hvergi vilja ávaxta fé sitt ann-
arsstaðar en í sparisjóðsdeild
bankans. — .Er því fyrst til að
svara, að þjóðin hefir nú um 40
ára skeið litið svo á, að henni
bæri að ábyrgjast fjárreiður þess-
arar peningastofnunar sinnar og
hafa sparisjóðir þrifist eigi að
síður. 1 öðru lagi hefir reynslan
orðið sú, að þeir sparisjóðir, sem
starfað hafa fjarri höfuðfésýslu-
Staðarfellsskólinn
tekur til starfa 15. september og stendur yfir til júníloka ár hvert
kent er þar: Hússtjórn, fatasaumur, haunyrðir margskonar, vefnaður,
smjör-, skyr- og ostagerð. Auk þess ýmsar bóklegar námsgreinar.
Eiginhandar umsóku sé komin til undirritaðrar fyrir maílok.
Dvalarkostnaður og skólagjald er 60 kr. á máuuði. Nánari upplýsingar
veitir undirrituð.
Sig'urfoorg' Kristjánsdóttir
Staðarfelli Dalasýslu
stöðvum landsins, hefir víðast
hvar verið vel stjómað og gæti-
lega og myndu því halda trausti
sínu og viðskiftum óskertum. 1
þriðja lagi má gera ráð fyrir því,
að ef þjóðinni tekst að byggja
j upp peningastofnanir sínar heil-
| brigðar og traustar, þá muni upp
• rísa útibú mjög víða um land.
j Má vænta að enn sé margt ó-
; unnið það, er framkvæmt verði á
næstu árum í þá átt, að koma
peningamálum þjóðarinnar í við-
j unanlegt horf. — Grunnfæmisleg
j eru þau rök, að vegna dreifðra
j sparisjóða eigi þjóðin að afneita
, ábyrgð á peningastofnun sinni.
j Má segja, að hér tylli á tæpu
| vaði dulbúin mótstaða J. Þorl. og
j Ihaldsmanna gegn eiginlegum
i þjóðbanka, sem brýtur bág við i
i þá sjálfsögðu stefnu einstaklings- j
hyggjunnar, að eirtstakir „fram- j
taks“-menn eigi öll helstu verð- !
mæti þjóðarinnar og þá eigi síst !
peningastofnanir hennar. — Ef |
j unt væri að skygnast undir höf- ;
j uðskeljar J. Þorl. og lesa hugs-
! anir hans, mundi það sjást, að
j þar sem hann hefir talað um
j sparisjóði landsmanna, hefir
j hann hugsað um erlenda og inn-
lenda bankafjárhluthafa.
Málþóf íhaldsmanna.
Fyrir löngu er það bert orðið,
að íhaldsmenn béita málþófi, eft-
ir því sem þeir mega við koma.
Veldur það tiltæki þeirra gífur-
lega miklum þingtöfum og orkar
því að lengja þingið og hindra
framgang sumra mála að þessu
j sinni. Mestir þófarar í deildinni
era þeir ólafur Thórs og Magn-
ús Jónsson. Eru þeir manna hæf-
astir til þess að tala langt um j
| lítið efni. Einna ljósust varð mál-
j þófshneigð Ihaldsmanna þegar
| Landsbankalögin komu úr Ed. til
! Nd. — Forsætisráðherra benti á
i að málið væri áður þrautrætt á
! fyrri þingum og taldi vel mega
láta málið fara umræðulaust til
2. umræðu eins og þráfaldlega
! gerist um þingmálin. En Ihalds-
menn raku upp til handa og fóta
og tóku að ræða málið sín á
milli, því enginn Framsóknar- eða !
Jafnaðarmaður tók til máls.
Þvældu þeir um málið aftur og
fram í 3 klst. og um lítið efni
1 með því að þeir virtust sammála.
Út af lítilsháttar innskoti frá ein-
um Framsóknarmanna héldu þeir
5 ræður! — Munu þingtíðindin
bera það með sér hverja við-
leitni Ihaldsmenn hafa sýnt að
þreyta málþóf og tefja á þann
hátt fyrir framgangi nytjamála,
sem þeir geta ekki hindrað með
atkvæðavaldi. Fer saman þessi
ógöfuglega viðleitni þeirra og ó-
venjulega mikil og brýn störf, er
fyrir þinginu liggja. Er því mikil
j hætta á, að eigi takist, þrátt fyr-
ir fulla viðleitni meirihlutans, að
stytta þinghaldið að þessu sinni.
En málþóf íhaldsmanna orsakar
óþarfan þingauka og tilsvarandi
kostnað.
„Landsbanka“-heitið.
Fyrir nokkru var hér í blaðinu
bent á „misnotkun Islands-heitis".
Einhver lökustu mistök í því efni
voru þau, er erlendur hluthafa-
banki hlaut öndvegisaðstöðu að
nafninu til bókstaflega talað. 1
enskumælandi löndum kallast
bankarnir „Iceland’s Bank“ og
„Iceland’s Landsbank“. Verður
hið fyrra nafn fremur einkenn-
andi sem nafn hins eiginlega
banka þjóðarinnar, sbr. Englands-
banki (Bank of England). Reynt
hefir verið að bæta úr þessu með
því að kynna bankann erlendis
eins og þjóðbanka (Islands
national Bank, The national Bank
of Icelartd o. s. frv.). Að sögn
kunnugra manna kemur það ekki
að fullu liði. Eigi einungis er
þetta óviðunandi í sjálfu sér,
heldur bakar það Landsbankanum
tjón. — Er það eitt rétt, að hver
banki hljóti viðskifti að sönnum
verðleikum, en ekki vegna skreyti
nafna eða sakir misskilnings
viðskiftamanna.
Stjórnin og ríkisgjöldin.
Mbl. gerir nú mikið veður út
af fyrirhuguðum embættabreyt-
ingum í Reykjavík. Vill það verja
þá skipun að einstakir embættis-
menn hafi að launum tugi þús-
Abyrgð ríkissjóðs
fyrír Samvinnufélag Isfirðinga.
Eitt höfuðhneykslunarefni I-
haldsins vegna ráðstafana núver-
andi þingmeirihluti, er heimild
sú er ríkisstjórninni var veitt til
að ganga í ábyrgð fyrir Sam-
vinnufélag Isfirðinga og þykir
því hlýða að gera nokkra grein
fyrir því máli, •svo að unt verði
fyrir almenning að átta sig á því.
Sjávarútvegur er hin eina at-
vinnugrein kaupstaðarins og
byggist afkoma hans því öll á
honum. Enda er staðurinn fyrir
flestra hluta sakir vel til útgerð-
ar fallinn. Þó hefir nú atvikast
þannig á undanförnum árum að
atvinna bæjarbúa hefir fallið svo
í rústir, að til hallæris horfir, ef
ekki er undinn bráður bugur að
því að bæta úr ástandinu. Orsak-
imar eru þær að útvegur bæjar-
ins, sem að mestu er stundaður
með stórum mótorbátum, var
kominn á hendur örfárra eigenda
sem öll alþýða manna átti alt sitt
undir. En vegna ýmsra verslunar-
óhappa undangenginna byltinga-
ára — einkum þó síldarsölumis-
takanna árið 1919 — voru eigend-
ur bátanna komnir í botnlausar
skuldir við bankana, svo að þeir
sáu sér ekki fært að halda rekstri
þessara manna lengur fljótandi.
Var þá gengið að eignunum og
bátamir seldir allflestir burt úr
kaupstaðnum.
Nú hefir sjálf sjómannastéttin
á Isafirði hafist handa um að
reisa atvinnulífið úr rústum með
almennings samtökum. Hefir hún
myndað með sér fjölmennan fé-
lagsskap, er hefir í hyggju að
kaupa 8—10 skip, ca. 40 smálest-
ir að stærð hvert og reka þau á
eigin ábyrgð á fullkomnum sam-
vinnugrandvelli. Fyrirkomulag út-
gerðarinnar verður þannig, að
hver bátur verður sameign skips-
hafnarinnar með skipstjóra í
broddi og þannig sérstakt fyrir-
tæki útaf fyrir sig. Verkun fiskj-
arins og sala verður sameiginleg
með fullkomnu samvinnusniði.
Verkalaun og arður fara eftir
afla og verði fiskjarins og skift-
ast eftir ákveðnum reglum á milli
eigenda og verkamanna. Ákveð-
inn hluti umsetningar og arðs
legst í sjóði félagsins til bygging-
ar fyrirtækinu og er mjög vel
frá þeim ákvæðum gengið.
En vitanlega er hér bjarg á
vegi þessara samtaka, sem skilj-
anlegt er, eftir því sem í pottinn
er búið — en það er féleysið. —
Nú hefir félag þetta farið fram
á það við Alþingi, að það heimili
stjóminni að ábyrgjast 4/B hluta
kaupverðs 8 skipa og nemur sú
upphæð aUs 320 þús. kr. V5
hluta leggja félagsmenn til sjálf-
ir, auk þess öll veiðarfæri og
rekstrarfé fyrirtækisins. Til
tryggingar ábyrgð þessari sé:
1. Veð í skipunum.
2. Sameiginleg ábyrgð eigend-
anna.
8. Ábyrgð ísafjarðarkaupstað-
ar.
Ábyrgð þessi hefir nú verið
heimiluð í neðri deild Alþingis
og má ganga út frá því að svo
verði og í efri deild.
Því hefir verið haldið fram af
andstæðingum þessa máls, að
hér sé um nýja áður óþekta á-
hættu að ræða fyrir ríkissjóð, ef
gengið er í þessa ábyrgð. En sú
fullyrðing hljómar nokkuð ein-
kennilega í munni þeirra manna,
sem setið hafa á undanfömum
þingum og ausið út með gjöful-
um höndum ábyrgðar- og láns-
heimildum svo miljónum skiftir,
til allra hugsanlegra fyrirtækja á
landi og sjó, auk allra beinna,
styrkja og framlaga úr ríkissjóði.
Þannig eru komin í brimbrjótinn
í Bolungarvík full 100 þús. í bein-
um framlögum. Við að blaða i
gegnum fjárlögin frá 1919—27,
sýnir það sig að lánsheimildir úr
viðlagasjóði hafa verið veittar
fyrir 1,5 milj., en ábyrgðarheim-
ildir til ríkisstjómarinnar hafa
á sama tíma numið ca. 4,5 milj.
•Að vísu hafa ekki aJlar þessar
heimildir verið notaðar, en gerð
þingsins er hin sama fyrir því.
Af ábyrgðar- og lánsheimildum
má nefna þessar: Til Akureyrar-
bæjar 1 milj., til Hólshr. í ísa-
fjarðarsýslu 300 þús., til ullar-
verksmiðja 200 þús., 100 þús. og
50 þús., til Seyðisfjarðar-
kaupstaðar 120 þús. (rafveitan)
og síðast en ekki síst heimild
veitt á Alþingi 1921 til að ganga
í ábyrgð fyrir skuldum, er eig-
endur íslenskra togara höfðu
komist í í Englandi vegna skipa-
kaupanna, alt að 200 þús. kr. fyr-
ir hvert skip. Um ábyrgð þessa
sóttu eigendur 12 skipa og hvíldu
á þeim ca. 4 milj. kr. skuldir. Hér
var ekki krafist 1. veðréttar í
skipunum, ekki sjálfsskuldar-
ábyrgðar eigenda, ekki ábyrgðar
Reykjavíkurbæjar, ekki sett nein
skilyrði um íhlutunarrétt um val
forstjóra.
Á fjárlagafrumvarpi því sem nú
liggur fyrir þinginu hefir verið
samþykt af flestum þingmönnum
ábyrgðarheimild vegna Siglu-
fjarðarkaupstaðar að upphæð 240
þús. En í rauninni var hvoru-
tveggja þetta samþykt áður, bæði
í hafnarlögunum og fjárlögunum,
svo að það var ekki annað en til-
færsla á gildandi heimildum, því
að auk heimilda þeirra og lána,
sem á fjárlög komast, er fjöldi
lána veittur með sérstökum lög-
um, t. d. hafnarlögum og má í því
sambandi benda á eitt dæmi:
Vestmannaeyjar.Með breytingu á
hafnarlögum Vestmannaeyja á
þinginu 1919 var landsstjórninni
falið að ábyrgjast fyrir hönd
ríkissjóðs 1 milj. og 50 þús. kr.
lán fyrir kaupstaðinn og samþykt
þar að auki að veita 350 þús. kr.
sem beinan styrk til fyrirtækisins
og hefir síðan verið bætt við þann
styrk 70 þús. og nú liggur fyrir
þinginu frumvarp um 70 þús. kr.
viðbótarveitingu. Þannig eru flest-
ir eða allir stærri kaupstaðir
landsins meira og minna háðir
skuldum, sem ríkissjóður stendur
i í ábyrgð fyrir, eða fyrir láhum
beint úr ríkissjóði, nema Isa-
fjarðarkaupstað, sem þar má
heita skuldlaus. Flestum eða öll-
um lánum hefir verið varið til
framkvæmda, ,sem engan beinan
arð gefa, heldur á einn eða ann-
an hátt er ætlað að styðja at-
vinnulíf þess bygðarlags sem
lánið tók.
Hvaða höfuðmunur er á lán-
veitingum þeim og ábyrgðum,
sem hér hefir verið drepið á og