Tíminn - 31.03.1928, Side 3
TÍMINN
63
unda.af fé fátækrar þjóðar. Um
leið og það gerist málsvari slíkrar
óhæfu ber það stjómina brigslum
um „bruðlunarsemi" og starfs-
mannafjölgun. — Nægir að sinni
að benda á það, er síðar verður
rökstutt hér í blaðinu, að allar
þær ráðstafanir stjómarinnar,
sem Ihaldsblöðin átelja, hafa mið-
að að því þrennu að ganga eftir
því að lögum .sé hlýtt, að líta
eftir opinberri starfrækslu og að
afla ríkissjóði tekna er ranglega
hafa verið af honum hafðar í
skjóli vaxandi hirðuleysis og
svefnsækni Ihaldsstjómarinnar.
Árangurinn er þegar mikill, ekki
einungis um aukna löghlýðni,
betri tollinnheimtu, aukna ár-
vekni í opinberri starfrækslu,
heldur í beinum fjársparnaði og
auknum ríkistekjum, er nema
mun mörgum tugum þúsunda
króna, Verður bráðlega vikið nán-
ar að þessum málum hér í blað-
inu.
Frá útlöndum.
Eins og fyrr var getið hefir full-
trúadeild þjóðþings Bandaríkjanna
látið þá ósk uppi, að Coolidge for-
seti beitti sér fyrir alþjóðaráðstefnu
til þess að rœða um takmarkanir
yígbúnaðar á sjó og jafnframt heim-
ilnð honum frest á framkvæmdum
ráðstafanna til aukningar flotanum.
Bretar taka dauflega í þetta mál óg
telja það fyrirslátt Bandaríkjanna
sprottinn af kosningamálum innan-
lands, enda sé ekki tími til þess að
koma slíkri ráðstefnu áður kosningar
fari fram.
— Afvopnunamefnd þjóðabanda
lagsins ræðir afvopnunartillögur
Rússa og er þar hver höndin upp á
móti annari. Er almælt að ráðstefnur
bandalagsins séu í flestum efnum
þýðingarlausai’ vegna þess að undir-
hvggja ráði athöfnum fremur en ein-
lægur friðarvilji.
— Fyrir nokkru sagði Spánn sig
úr þjóðabandalaginu, Við nýjar
samningaumleitanir hafa mál jafnast
svo að Spánn æskir upptöku að nýju.
— Kosningar standa fyrir dyrum í
Frakklandi og er kosningahrynan
hafin.Hefir Poincaré flutt ræðu mikla
og skorað á kjósendur að styðja fjár-
málastefnu stjórnarinnar. Kveður
hann stjórninni hafa orðið mikið
gengt í því að reisa við fjárhag ríkis-
ins. — Sömuleiðis eiga að fara fram
kosningar í þýskalandi 20. maí næst-
komandi.
— Bretastjórn hefir sent stóiveld-
unum tillögur um að minka skuli há-
marksstærð en hækka aldurstakmark
stóm herskipanna. Tillögunum er
tekið dauflega í Bandaríkjunum og
.Tapan. Ætla menn þar að þær muni
auka yfirburði breska flotans.
— Óeirðir hafa orðið í pólska þing-
inu og hefir Pilsudski fengið hvass-
an andblástur. þegar þingið var
ábyrgðum til Samvinnufélags Is-
firðinga? I raun og veru enginn.
Þetta lán eins og öll hin er tekið
til þess að rétta við og styðja
atvinnulíf það, sem fólkið, sem
að því stendur, á líf sitt og vel-
ferð undir.
Sumstaðar voru til framleiðslu-
tæki, en fólkið gat ekki haft
þeirra full not, sökum erfiðrar að-
stöðu, s. s. hafnleysis, bryggju-
leysis og lendingaleysis. Fólkið
tekur lán til hafna- eða lendinga-
bóta eða bryggjugerða, og ríkis-
sjóður ábyrgist. Á Isafirði er
höfn, bryggja og hafnarmann-
yirki, alt í fullkomnu lagi, en
fyrir áðurgreindar orsakir vant-
ar framleiðslutækin til að bera
alt uppi. Nú taka Isfirðingar
höndum saman til að eignast þessi
tæki, sem ein geta orðið þess
Valdandi, að aðrar eignir þorpsins
geti haldið áfram að vera einhvers
virði og þá rísa upp menn, og það
jafnvel mennimir frá 1921, sem
vcittu ríkissjóði fulla heimild til
,að ganga í miljónaábyrgð fyrir
togaraeigendur í Rvík, og tala
hátt um nýja yfirvofandi hættu
fyrir ríkissjóðinn. Hvaða sam-
ræmi er í slíku? Ýmsir halda því
fram, að öðru sé að gegna um
lántöku til fasteigna, til dæmis
bryggjugerða, hafnarmannvirkja,
yafstöðva o. þ. h. heldur en til
sett, tóku Kommúnistar og Ukrainar,,
er sæti eiga á þinginu á móti hon-
um með hæðnisópum. Lét hann
handtaka 5 af þingmönnunum. Eigi
að síður féll forsetaefni hans og var
Jafnaðarmaður að nafni Daszynski
kosinn þingforseti. Gengu þá ráð-
herrarnir af fundi i mótmælaskyni.
- Viðskifti Breta og Egyptalands
manna eru um þessar mundir ekki
ósvipuð viðskiftum Dana við íslend-
inga eftir 1874. Er það gamla sagan
þar sem voldug þjóð vill troða meiru
af „vernd" og valdi sínu upp á þá
er minna megnar heldur en henni
gott þykir. Bretar vilja hafa se.tuher
í iandinu. Egyftai' segja slíkt ósam-
rýmanlegt sjálfstæði landsins. Bretar
vilja koma Egyftum í skilning um
að þjóðirnar séu ákvarðaðar til þess
að standa saman en Egyftar munu
telja að landið hafi til forna staðið
óstutt af bresku vaidi. Snemma í
þessum mánuði sendu Bretar orð-
sendingu á þá leið, að „breska stjóm
in áskildi sér rétt til þess að grípa
til liverra þeirra ráða, sem ástæðurn-
ar gerðu nauðsvnlegar". Eigi að sið-
ur munu Egyftar sitja fast við sinu
keip og vera ósannfærðir um nauð-
syn þess, að Bretar ráði einir öllti
um samband þjóðanna.
Enskir samvinnumenn hafa ný-
lega fengið iöggjafarumbætur sem
tryggir rétt og vernd samvinnuskipu
lagsins umfram það sem verið hefir.
á, þvi hefir ■ bólað í Englandi, að
kaupsýslufélög, sem hafa ekki bygt
A grundvelli samvinnunnar, hafa
kallað sig samvinnufélög og öðlast
skrásetningu undir því yfirskyni.
Hafa félögin gert þetta, til þess að
fegra sig í augum fólksins og vinna
liylli þess. — Nú hafa samvinnu-
menn risið gegn þessu og fengið þau
Akvæði tekin upp í lög, að skrá-
setning samvinnufélaga geti því að-
eins farið fram, að verslunarráðið
liafi sannfærst um að þau starfi sam-
kvæmt viðurkendum reglum skipu-
lagsins.
Fréttir.
GuSm. Björuson landlæknir hefir
nýlega verið kosinn heiðursfélagi
íþróttasambands íslands. Landlæknir
hefir verið einhver hinn ötulasti liðs-
maður íþróttalifs í landinu. Var
sjálfur íþróttamaður í æsku og hefir
verið óþreytandi í því að hvetja og
styðja íþróttamenn til dáða. þá hefir
hann og gert manna mest að því
að leggja nýyrði í íþróttamáli á
tungu þjóðarinnar. Var þess ærin
þörf með upptöku íþrótta af erlend-
um uppruna. En landlæknir er mað-
ur orðhagur og fús til umbóta á því
sviði sem öðrum.
Haraldur Bjömsson leikari las upp
í Nýja Bíó á sunnudaginn var. Að-
sókn var minni en skyldi, enda mun
borgarbúum ekki ljóst, að hér er um
list að ræða, sem Haraldur hefir
stundað af mikilli kostgæfni á und-
anförnum árum. — Haraldur las for-
leikinn að Lyga-Merði eftir Jóhann
Sigurjónsson, kafla úr óprentuðu
leikriti, S k y g g e n, eftir sama höf-
und og auk þess kvæði eftir Matthías
skipakaupa. — En fyrir útgerðar-
stöðvar er þetta alt aðeins mis-
munandi hliðar á sama hlut —
alt nausynlegir liðir í framkvæmd-
inni og er engan mun á slíku
unt að gera.
Og tryggingin á bak við þetta
alt ein og sú sama, — öflugt,
blómlegt atvinnulíf.
Án þess eru hafnarmannvirki
og bryggjur einkis virði. Hið
eina sem gefur öllu slíku gildi er
það að atvinnulífið sé þannig að
fólkið óski að búa þar og starfa
þar. Þess vegna er það undir-
staðan.
Sé þvi nokkurntíma réttlætan-
iegt af ríkisvaldinu að veita bygð-
um og bæjum stuðning með
ábyrgðum og lánum, þá er það
hér. Og í annan stað, hvað mætti
búast við að hér skeði, ef hjálp
væri ekki veitt? Blátt áfram hall-
æri. Á að bíða eftir því. Fyrir
nokkrum árum var einum hreppi
með ca. 300 ib. á Suðumesjum
veitt 40 þús. króna hallærislán,
sökum þess að þar var alt komið
í kaldakol. Það hafa verið gefnir
eftir vextir af þessu láni og
vonir löggjafans um að fá lánið
greitt eru mjög litlar. Samt hefir
á þessi þingi verið samþykt, að
veita hreppnum ríflegan styrk til
lendingabóta, í von um að halda
bygðinni a. m. k. við, og allur
og Gest. — Haraldur e.r mjög þjálf-
aður í list þessari, bæði um radd-
brigði og svipbrigði. Ættu bæjarbúar
að kynnast list hans, þótt hann sé
íslendingur.
Hálfdán Guðjónsson prófastur á
Sauðárkróki hefir fengið konungs-
veitingu fyrir vígslubiskupsembætt-
inu norðan lands. Verður hann vígð-
ur í Hóladómkirkju 8. júlí í sumar.
— Kirkjumálastjórnin hefir látið
gera biskupakápu í svipuðum stíl og
gerð er hin fræga kápa Jóns Ara-
sonar. Er þetta gert til þess að þurfa
ekki að hreyfa úr ge.ymslu og leggja
undir skemdir þennan merkilega
grip.
Haraldur Níelsson. Jarðarför hans
var mjög fjölmenn, enda er söfnuður
hans, félagsbræður og margir lands-
manna miklum hanni lostnir við
fráfall hans. -— Hefir hann hlotið
mjög vegleg eftirmæli. — Sálarrann-
sóknarfélagið hélt í fyrrakvöld hjart-
næma minningarhátíð vegna frá-
falls varaforacta síns.
Aldarafmælis Ibsens var hátíðlega
minst hér í Reykjavík. Voru flögg
dregin á stöng og samkoma haldin
í Iðnó, þar sem fram fór lestur
kvæða eftir skáldið, hljóðfærasláttur,
söngur og leikur á úrvalskafla úr
„Pétri Gaut“.
Njáls saga pumalings heitir nýút-
komin bók eftir Selmu Lagerlöf en
í þýðingu eftir Aðalstein Sigmunds-
son skólastjóra á Eyrarbakka. Er
þetta barnasaga, upphaflega ætluð
sem lestrarbók í gænskum bamaskól-
um. Er þetta að eins fyrri hluti bók-
arinnar, prýdd nokkrum myndum
eftir Tryggva Magnússon listmálara.
Bók þessi mun verða mjög eftirsótt
og vinsæl barnabók hér á landi.
Póstþjófnaðurinn. Pósturinn, sem
stolið var, úr Esju, fanst niðri í fjöru
hér í Rvik og var kirfilega um hann
búið og fylgdi skrá yfir þau peninga-
bréf, sem þjófurinn hafði stolið. Voru
þó eftir um 150 kr. af peningunum.
Virðist hafa verið hér að verki
óvenjulega reglusamur þjófur.
Predlkanir Har. Níelssonar. Har.
Nielsson hafði áformað að gefa út
nýtt prédikanasafn um þær mundir
að hann yrði sextugur. — Nú hafa
ýmsir merkir menn í Reykjavík
bundist samtökum um að styrkja
ekkju hans til þessa verks og hafa
þeir birt áskorun til velunnara Har-
alds og áhugamanna um þessi efni
að leggja af mörkum nokkuð til
þessa fyrirtækis. Dagblöðin í Rvík
eru meðal þeirra, er veita samskot-
unum móttöku.
Finnur Jónsson prófessor í Khöfn
hefir beðið um lausn frá embætti.
Hefir hann verið háskólakennari I
43 ár og verður sjötugur 29. maí n. k.
Er talið sennilegt að eftirmaður hans
verði Jón Helgason doktor og for-
stjóri Áma Magnússonar safnsins. Er
harm tæplega þrítugur að aldri og
því mjög ungur til slíks embættis.
'þó er honum ekki æskan að meini,
þvi hann er hinn mesti lærdómsmað-
ur í norrænum málvísindum.
Dánardægur. Látin er á Gríms-
stöðum á Hólsfjöllum ekkjan Re-
bekka Jónsdóttir, 103 ára gömul. —
Á Akureyri er látin Soffía þorvalds-
dóttir, eltkja Sigurðar smiðs, er and-
aðist' á öndverðum vetri.
-----O-----
Ihaldsflokkurinn greiddi atkvæði
með því. — Á nú að bíða eftir
hinu sama með Isafjörð. I hlut-
falli við fólksfjölda, mætti búast
við að hann þyrfti 320 þús. kr.
hallærislán, þegar til kæmi í
samanburði við áðumefndan
hrepp. Og þá gæti hagur hans
verið orðinn svo bágborinn, að
engar líkur væru til að fá féð aft-
ur goldið, í stað þess að reisa at-
vinnuveginn við nú, þegar ekki
er meiri hætta á tjóni fyrir ríkis-
sjóð af ábyrgðinni, heldur en
hverri annari ábyrgð, sem ríkið
hefir gengið í, vegna atvinnu og
framfaramála annara kaupastaða
eða héraða landsins. Og í sam-
bandi við þetta má geta hins, að''
eftir meðalafla ísfirskra báta, af
þessari gerð, er ekki óvarlegt að
áætla það, að þeir skattar og toll-
ar er til ríkissjóðs fljóta árlega
fyrir þessa starfsemi verða sem
næst 32 þús. króna á ári eða m.
ö. o. að ef þetta fyrirtæki gæti
starfað hindrunarlaust í 10 ár,
þá hefði ríkissjöður fengið sína
ábyrgð fullborgaða og yrði eiim-
ig á þann hátt skaðlaus af fyrir-
tækinu, enda þótt hann yrði að
greiða fé það er hann þannig
ábyrgist, að einhverju eða öllu
leyti. Niðurl. b.
----o-----
Gr i i? d i xa. g a. n. e t i ii
góðu, ineð slöng’uhnútunum (patenthnútum)
Samband ísl. samvinnufél.
ÞAR EÐ eg hefi í hyggju að ferðast út um land í sumar, til
þess að gera við og stilla hljóðfæri, vil eg mælast til þess við þá,
er kynnu að vilja hafa not af ferðum mínum, að gera mér aðvart
sem fyrst, annaðhvort í símtali eða hrjeflega, mun eg svara um
hæl og haga svo ferðum sem heppilegast má verða.
Sími 214. PÁLMAR ÍSÓLFSSON. Box 876.
Frakkastíg 25. Reykjavík.
Alþíngi
Eftirfarandi frv. og þingsályktanir í
hafa verið samþ. og afgr. frá þinginu: |
Frumvörp:
1. Frv. um viðauka við lög nr. 79, j
14. nóv. 1917 um samþyktir um lok
unartíma sölubúða í kaupstöðum. (J.
Bald.). Er þetta „rakarafrumvarpið"
svonefnda.
2. Frv. um meðferð skóga og kjarrs ;
og friðun á lyngi o. fl. (stj.frv.).
3. Frv. um lífeyri fastra starfs-
manna Búnaðarfélags íslands (stj.- |
írv.).
4. Frv. um breyting á lögum nr.
16, 13. júní 1925, um breyting á 33.
gr. laga nr. 71, 28. nóv. 1919, um laun
embættismanna (stj.frv.). Er þetta
frv. um framlenging dýrtíðaruppbót-
arinnar.
5. Frv. um sölu á landi Garða-
kirkju í Hafnarfirði (Ól. Th.).
6. Frv. um fræðslumálanefndir
(stj.frv,).
7. Frv. um aukna landhelgisgæslu
(H, Steinss.) ' — um byggingu nýs
strandvarnaskips.
8. Frv. um löggilding verslunar-
staða.
9. Frv. um skifting Gullbringu- og
Kjósarsýslu í tvö kjördæmi (Hj. V.,
H. G„ S. A. Ó.).
10. Frv. um sölu prestssetursjarðar-
innar Garða á Akranesi (allshn. Ed.).
11. Frv. til hjúalaga (stj.frs’.).
12. Frv. um eftirlit með verksmiðj-
um og vélum (stj.frv.).
13. Frv. um viðauka við lög nr.
48, 10. nóv. 1905, um bændaskóla
(stj.frv.).
14. Frv. um nauðungaruppboð á
fasteignum og skipum (M. G.).
15. Frv. um breyting á lögum um
þingsköp Alþingis (H. V.).
16. Frv. um heimild fyrir lands-
stjómina að reisa betrunarhús og
vinnuhæli (stj.frv.).
17. Frv. um kynbætur nautgripa
(stj.frv.).
18. Frv. um búfjártryggingar (stj.-
frv.).
pingsályktanir:
1. pál. um rannsókn vegarstæðis
milli Siglufjarðar og Haganesvíkur
(Nd. — B. St., M. G.).
2. þál. um þýðing og gildi þing-
lýsinga (Nd. — Allshn. Nd.).
3. þál. um að skora á ríkisstjórnina
að endurskoða siglingalöggjöfina (Nd.
— S. Á. Ó„ H. G.).
Frv. um vernd atvinnufýrirtækja
gegn óréttmætum prentuðum ummæl-
um hefir verið afgr. frá Ed. og er
komið gegnum 2. umr. í Nd.
Tekjuaukafrumvörpin um verðtoll
og vörutoll hafa veriö samþykt í
báðum deildum, en eru afgr. til
einnar umr. í Ed., vegna breytinga,
er Nd. gerði á þeim.
Frv. um tilbúinn áburð hefir sömu-
leiðis verið endursent Ed. Samþykti
Nd. það með 16:9 atkv. Fylgdu þvi
Framsóknarmenn og* Gunnar Sig-
urðsson, en í móti stóðu íhaldsmenn
og Sigurður Eggerz. Einar Jónsson,
Ilaraldur Guðmundsson og Jón Ólafs-
son voru fjarstaddir, er atkvgr. fór
fram.
Fr\-. um bæjarstjóm á Norðíirði er
komið gegnum Ed. og til 3. umr. í
Nd. Samþ. var við 2. umr. brtt. frá j
Tr. þórhallssyni forsætisráðherra um !
að heiti kaupstaðarins skyldi lögfest i
Neskaupstaður í Norðfirði, en eigi |
Norðfjörður eins og hann hefir verið \
nefndur undanfarið. En það heiti er j
upp tekið af Dönum á síðari öldum j
eins og t. d. ísafjörður fyrir Eyri við ■
Skutulsfjörð og Fáskrúðsfjörður fyrir i
Búðir við Fáskrúðsfjörð, o. fl.
Frv. um nýja veðdeildarflokka við
Landsbankann er komið til nefndar
í Ed. Samþykti Nd. viðaukaákv. um
að heimila stjórninni að taka lán til
veðdeildarinnar, en fyrir því var eigi
ráð gert í frv. stjómarinnar.
Frv. um heimild fyrir stjómina til
að innheimta tekju- og eignaskatt
ineð 25% gengisviðauka er afgreitt
til Ed.
Frv. um stofnun síldarbræðslu-
stöðva hefir verið samþvkt af báð-
um deildum, en afgreitt til einnar
umr. f Ed„ vegna breytinga í Nd.
Frv. um einkasölu á síld hefir ver-
ið samþ. í Ed. og við 2. umr. í Nd.
þingsályktunartillagan um aukið
lán til frystihúsa og undirbúnings
til bvggingar kæliskips hefir veriö
afgr. til stjórnarinnar. Forsætisráð-
herra lýsti yfir þvi við umræðumar,
að stjómin hefði þegar ákveðið að
lána til frystihúsa á þessu ári a. m.
k. eins mikla upþhæð og till. færi
fram á og gat þess um leið, að fjár-
\eitinganefnd Ed. hefir í brtt. sínum
við fjárlagafrv. lagt til að hækka
lánsheimildina fvrir árið 1929 úr 100
þús. upp i 250 þús. — Hannes Jóns-
son taldi eigi þörf á nýju kæliskipi.
Gerði hann ráð fyrir að útflutning-
ur frystikjöts gæti ekki í náinni
iramtíð numið meira en 120 þús.
skrokkum árlega af öllu landinu, en
Brúarfoss gæti tekið 30—40 þús. í
hverri ferð. Mundi og heppilegt að
geyma nokkurn hluta kjötsins til
síðari hluta vetrar, til þess að njóta
bestu kjara á markaðinum. — Síð-
astl. haust voru fluttir út rúml. 25
þús. skrokkar alls af frosnu kjöti.
Eftirfarandi þingsályktunartillögur
eru fram komnar:
1. þáltill. um endurskoðun laga um
vátryggingu sveitabæja. (Frá Bjarna
Asgeirssyni).
2. þáltill. um endurskoðun berkla-
vamalaganna. (Frá Jömndi Bryn-
jólfssyni og Jóni Ólafssyni).
3. þáltill. um vamir gegn ránskap
og yfirgangi erlendra ílskimanna hér
við land. (Frá Magnúsi Torfasyni).
4. þáltill. út af ránum erlendra
fisklmanna i varplðndum og selver-
um við strendur landsins. (Frá þor-
leifi Jónssyni).
5. þáltill. um rannsókn leigumála
búsnæðis i Reykjavík. (Frá Halldóri
Stefánssyni og Jör. Brynjólfssyni).
Slcal stjórain fela þriggja manna
nefnd rannsókn þessa, og nota síðan,
ef henni þykir ástæða til, niðurstöð-
ur nefndarinnar sem grundvöll laga-
frv. um húsaleigu í Reykjavík, er
lagt verði fyrir næsta Alþingi.
6. þáltill. um að skora á stjórnina
að leggja fyrir næsta þing till. um
breyting á lögum, er heimili mönn-
um: ^
„a. að stunda nám við háskólann
og taka þar embættispróf, ef þeir
hafa til þess nægan þroska og þekk-
ingu, þótt ekki hafi þeir tekið stúd-
entspróf,
b. að taka meistara- og doktorspróf
við háskólann, ef þeir hafa samið og
afhent háskólaráðinu vísindalegar
ritgerðir, er fullnægja þeim skilyrð-
um, sem gera verður til slikra rit-
gerða, þótt þetr engin próf hafl tekið
óður“. (Frá Haraldi Guðmundssyni,
Héðni Valdimarssvni og Gunnari
Sigurðssýni).
7. þáltill. um, að skipa með hlut-
fnllskosningu í Sameinuðu Alþingi
þriggja manna milliþinganefnd, til
þess að rannsaka tolla- og skattalðg-
gjöf landsins og gera UU. um nauð-
synl. breytingar á henni. (Frá meiri
hluta fjárhagsneíndar í Ed.).
-----o-----
Bréfkafli.
Um skuldir bænda skrifar „Bangsi“
meðal annars á þessa leið:
„Eitt af mestu alvörumálum þjóð-
arinnar eru skuldir bæn^a. Hvar sem