Tíminn - 02.06.1928, Page 2
98
TlMINN
trt er komið:
íslandskortið nýja,
landsuppdráttur með 7 hæðalitum og 4 hafdýpislitum. Mæli-
kvarði: 1:500000; stærð 1.20X8.87 m. Þetta er skólakort, með
nöfnum.
Verð: 25 kr., fullbáið á stöngum, fyrir skóla með rammbyggi-
legri, einfaldari gerð, fyrir skrifstofur og heimili með fegurra
frágangi.
Pantanir aendist Sambandi ísl. bamakennara, Pósthólf 616,
Reykjavík (í síma: Kennarasambandið, Reykjavík).
hann dróttar að honum embættis-
afglöpum og sviksamlegri van-
rækslu í slíku máli. Má segja um
G. Sv. að honum er launað mjög
að málsefnum, er hann hlýtur
svívirðingu af þeim moðkálfi
íhaldsins, sem hann hefir hlaupið
af sér tæmar fyrir við atkvæða-
smölun í V.-Skaftafellssýslu.
J. Þ.
---o---
Á víðavangí.
Samgöngubætur Valtýs.
Valtýr tekur sig nýskeð til og
fer að athuga ferðakostnað á sjó
og landi og kemst að þeirri kát-
legu niðurstöðu að strandferða-
skipa sé ekki þörf hér á landi, því
að komast megi frá Reykjavík
til Húsavíkur á 22 tímum yfir
sumarmánuðina, þegar bílvegur sé
kominn alla leið norður. — Og
svo fer hann að reikna. Haxm
reiknar út hve nýja strandferða-
skipið muni kosta mikið, og hve
reksturshalli þess muni verða og
hve miklu ódýrara sé að sendast
í bílum um landið, heldur en að
veltast í strandferðaskipum, mið-
að við bílagjöldin syðra. — En
honum gleymist ýmislegt í þeim
útreikningi. Hann gleymir því að
nú er verið að leita tilboða um
smíði hins nýja skips, svo að
hyggilegra hefði verið að geyma
alla útreikninga um verðið á því
þar til tilboðin eru fengin. Hann
gleymir því líka, að tekjuhalli
Esju stafar að mestu af því að
hún verður ein að eltast við nær
alla viðkomustaði landsins og
missir þar af leiðandi megnið af
fólksflutningnum, sem heldur kýs
hraðferðaskipin með fáu við-
komustöðunum, og að nýja skip-
inu er einmitt ætlað að bæta úr
þessu, svo að Esja nái fólks-
straumnum með strönduniun frá
útlendu keppinautunum. Hann
gleymir því líka, að þá er fleira
sem þarf að flytja út um landið
en fólk. Fólkið, sem býr í land-
inu, þarf að ná að sér nauðsynj-
um sínum og koma frá sér sölu-
vörunum. Og þar af leiðandi
gleymir hann því, -að reikna út
kostnaðinn við vöruflutningana
eftir áður nefndum taksta. En
þeir yrðu sem hér segir: Undir
hestburðinn mundi kosta frá
Reykjavík á norðurlandsveg f
Borgarfirði (gama sem í Borgar-
nes) 5 kr., til Bólstaðahlíðar 15
kr., til Akureyrar 20 kr. og til
Húsavíkur 26 kr. Nú getur Val-
týr leikið sér að því, að bera
þessi flutningsgjöld saman við
flutningsgjöldin með skipunum
og birt svo útkomuna í Morgun-
blaðinu. En lakast er þó hitt, að
Valtýr gleymir alveg að til eru
vetur hér á landi og þá þjóta
engir bílar til Húsavíkur á 22
tímum. Og að á þessari umræddu
leið eru fjallvegir sem geta verið
ófærir bílum 7—8 mánuði ársins
— og hugleiðir þar af leiðandi
ekkert hvemig þá á að flytja
fólk og farangur út í og kringum
landið. — Hið eina, sem hann
man, er það, að hann getur notað
sumarfríið sitt til að fara skemti-
ferðir um landið og að þá er
þægilegt að hafa mjúkan bíl til
að þjóta með sig í sumarblíðunni
um bygðir og óbygðir þann
stutta tíma, sem íslensk veðrátta
leyfir slík farartæki.
Liðhlaupinn, sem hvarf frá
samherjum sínum, af því að hann
mat sjálfs sín hagsmuni meir en
íslenska bændur, er ennþá sjálfum
sér næstur. *
Marðar-hlutverk MbL
Mbl. er auðsýnilega gramt í
geði yfir því, að Suimlendingum
takist að stofna alþýðuskóla,
Flytur það nú hverja árásar-
greinina á fætur anari, auðsjáan-
lega til þess að ala á óvild og
reipdrætti milli einstakra hreppa
eystra. Er það ilt starf og óvirðu-
legt, og engum samboðið nema
málaliði Mbl. Nú gefur blaðið í
skyn, að stjómin ætli að bægja
sr. Kjartani í Hruna frá forstöðu
Laugavatnsskólans. Er kynleg sú
aðdróttun. Á Alþingi 1926 var
samþykt, að sr. Kjartan skyldi
halda prestslaunum sínum óskert-
um, ef hann tæki við forstöðu
væntanlegs Suðurlandsskóla. Jón-
as Jónsson núv. dómsmálaráð-
herra var einn af ákveðnustu
stuðningsmönnum tillögunnar. En
sumir íhaldsmenn, t. d. Jóh. Jós-
efsson og Eggert heit. Pálsson
voru henni andvígir og töldu mis-
ráðið að fela sr. Kjartani skóla-
stjórn fyrir aldurs sakir. — Þeg-
ar þessi tillaga var samþykt,
voru horfur á að Suðurlands-
skólinn yrði reistur á næsta
sumri. — En afstaða Mbl. til
skólamálsins er slík, að það ætti
aldrei á hann að mixmast og síst
í sambandi við sr. Kjartan. Hann
er nú maður á sjötugs aldri og
mátti hverjum vera ljóst, að því
lengur sem dróst stofnun skólans,
því minni líkur voni til þess, að
hans nyti þar við. Þrátt fyrir það
hefir Mbl. unnið að því með allri
sinni fádæma nagdýrselju að
tefja málið og spilla því, og gera
þá menn tortryggilega, sem vilj-
að hafa skólanum vel. Hafi nokk-
ur reynt til að hindra það, að
sr. Kjartan gæti starfað við skól-
ann, þá er það Mbl. — Sunnlend-
ingar verða að gera sér það ljóst,
að Mbl. hefir aldrei mælt orð af
heilum huga í garð skólans, frem-
ur en nokkurs annars, sem bænd-
um má að gagni verða. I hvert
sinn, sem tekst að vekja deilur í
sveitum landsins, glotta Mbl.-
mennimir í Rvík, því að þeir eiga
sitt pólitíska líf undir sundrungu
bændastéttarixmar.
Slettirekuháttur Mbl.
Mbl. gerði sig fyrir nokkru
digurt út af frystihússbyggingu
Norður-Þingeyinga á Kópaskeri.
Svo er að sjá sem blaðið haldi,
að því sé ætlað að velja staði
fyrir frystihús þau, sem kaupfé-
lögin láta reisa víðsvegar um land.
Mikið má það heita, ef Valtýr
þykist hafa skilist svo sómasam-
lega við málstað bænda, að hann
geti vænst þess, að þeir spyrji
hann ráða. Og óhætt er að full-
yrða, að Norður-Þingeyingar muni
aldrei þurfa á aðstoð Mbl. að
halda og blaðinu komi fram-
kvæmdir þeirra innan héraðs ekk-
ert við.
Mbl. fær áminningu.
Ingvar Guðjónsson útgerðar-
maður frá Akureyri, sem verið
hefir á ferðalagi um Svíþjóð í
erindum síldareinkasölunnar, hef-
ir í viðtali við eitt bæjarblaðaxma
hér, skýrt frá söluhorfum þar og
undirtektum sænskra síldarkaup-
Þýska aðaikonsulatið
er fiutt
í Sólvallargötu 12, neðri hæð.
Skrifstofutími 11—12
Sími 2375.
manna. Ber ummælum hans lítt
saman við slúður það, sem und-
anfarið hefir fylt dálka Mbl. Þar
hefir verið reynt að telja mönn-
um trú um, að Svíar væru mjög
óvinveittir einkasölunni. Um þetta
atriði farast Ingvari svo orð:
„Nú er óhætt að fullyrða, að
innflytjendur yfirleitt í Svíþjóð
vilja að öðru jöfnu fremur*)
meiri trygging sé fyrir því, að
hún standi við gerða samninga*)
og vandi til vörunnar en Pétur
eða Páll“. „En engan hefi eg
heyrt“, bætir hann við, „hallmæla
okkur fyrir, að við reynum að
bæta úr því ófremdar ástandi,
sem síldarVerslunin hefir verið í
til þessa, nema nokkra landa
mína, einkum þá, sem verið hafa
leppar norslaa og sænskra síldar-
kaupmanna.*) Er ilt til þess að
vita, að íslenskir menn skuli ger-
ast til þess að ófrægja einkasöl-
una, að óreyndu, og reyna að
spilla fyrir henni og gera hana
tortryggilega, ekki einasta hér
innanlands, heldur og meðal við-
skiftamanna hennar í útlöndum“.
— Ingvar Guðjónsson er einn
þeirra manna, er sjálfir hafa rek-
ið síldarútgerð og síldarsölu. En
hann á þó drengskap til að viður-
kenna, hve gerómögulegt það
skipulag hefir reynst, sem ríkt
hefir um þau efni hingað til. Nú
*) Leturbr. Tímans.
ofbýður honum svo athæfi og
þvermóðska andstæðinga einka-
sölunnar, að hann segist ekkert
„kurteislegt orð“ þekkja, er lýsi
því réttilega. Er þar þungur og
maklegur dómur uppkveðinn yfir
hinum ósæmilegu tilraunum Mbl.
og þess liða til að vinna einkasöl-
unni tjón.
Ólíkir menn.
1 síðasta blaði Varðar veitist
Ámi frá Múla að Tr. Þ. forsætis-
ráðherra, og gefur í skyn, að
hann efni ekki loforð sín, Á. J.
ætti aldrei að hætta sér út í per-
sónulegar árásir, því að það má
honum ljóst vera, að sjálfur
stenst hann ekki samanburð við
nokkum annan stjórnmálamann
íslenskan (nema ef vera skyldi V.
St.) Tr. Þ. hefir hlotið alþjóðar-
viðurkenningu og æðstu völd í
landinu vegna mikils og farsæls
starfs í þágu opinberra mála. En
þau litlu afskifti sem Á. J. hefir
haft af landsmálum, em bæði
honum sjálfum og þjóðinni til
raunar.
Stauparéttardómur.
íhaldið setti stauparétt um síð-
ustu helgi og dæmdi alla þá menn,
sem vilja verja áfengissektum til
menningarbóta, „móralska idi-
ota“. Væri ekki úr vegi að at-
huga í því sambandi, hvað
Norðmenn hafa t. d. ákveðið að
öllum tekjum af áfengisverslun
ríkisins skuli ráðstafa sórstaklega
og verja til almenningsheilla. Er
í ráði, að tekjur síðasta árs renni
til berklavama. Með þessum hætti
á vínnautn þjóðarinnar, sem í
sjálfu sér veldur siðspillingu,
óbeinlínis þátt í því að bjarga
þúsundum norskra æskumanna úr
klóm „hvíta dauðans“. Fær landið
með því nokkrar „bölva bætur“.
— En Norðmenn eru „móraiskir
idiotar“ eftir stauparóttardómi.
-------------o—
Frá útiöndam.
Hinn 20. f. m. vildi til óvenjuiegt
slys i Hamborg. í í verksmiðju nokk-
urri, sem framleiddi eitraðar loftteg-
undir á ófriðarárunum, var geymir
með eiturgasi þvi, er „phosgen"
nefnist. Sprakk ge.ymirinn, og vita
menn eigi með vissu, hverjar orsakir
hafa valdið. Gas þetta er þyngra en
venjulegt loft og breiddist út frá
geyminum, með jörðu, og án þess að
skifta við einkasöluna en einstaka
útgerðarmenn. Þeir telja, að : aðrar þjóðir segja um slík mál.
Landsbankinn
og Ihaldsflokkurinn.
Um aldamótin síðustu var stofn-
aður hér erlendur hlutabanki.
Þessi banki fékk seðlaútgáfurétt-
inn í sínar hendur um 30 ára
skeið og flest þau fríðindi, sem
þroskaðri þjóðir í peningamálum
veita aðeins þjóðbönkum sínum.
Fyrir sérstaka hepni var þó kom-
ið í veg fyrir, að hinn raunveru-
legi þjóðbanki landsins — Lands-
bankinn — legðist niður, og
skorti þó ekki viðleitni erlendra
fjárplógsmanna og skósveina
þeirra hérlendra til að koma
Landsbankanum fyrir kattamef.
Margir þjóðræknir Islendingar
voru óánægðir með úrslit banka-
málsins 1908. Hófust brátt deilur
um bankamálin, því alt af átti
Landsbankinn marga formælend-
ur, og þreifst furðanlega, þrátt
fyrir mjög örðuga aðstöðu.
Deilumar um það, hvort yfir-
ráðin yfir peningamálum landsins
skyldu framvegis vera í höndum
Landsbankans, eða Islandsbanka,
hörðnuðu ekki að marki fyr en
með stofnun Framsóknarflokks-
ins. Á síðari hluta stríðsáranna
og einkum eftir 1919, þegar fjár-
kreppan byrjaði, urðu deiluraar
um bankamálin eitt af helstu á-
greiningsatriðum hinna pólitísku
flokka. Fjárbrallsmenn í bæjum
og sjóþorpum, og aðrir íhalds-
menn, slógu skjaldborg um hags-
muni Islandsbanka, hvenær sem
gerð var tilraun til að ná ein-
hverju af fríðindum þeim, sem
honum höfðu verið veitt, til
handa Landsbankanum. Þétta
sama fólk er ívaf og uppistaða I-
haldsflokksins nú, og mun því
engan furða þó frá þeim flokki
andi kalt til Landsbankans, eftir
að hann hefir öðlast þau réttindi,
sem framsæknir menn jafnan
hafa óskað honum.
Þessi andúð gegn Landsbankan-
um kemur Ijóslega fram í grein-
arbálki miklum 1 „Verði“, sem
heitir: „Landsbankalögin“. Höf.
greinarinar þykist reyndar vera
að verja Landsbankann gegn
Lokaráðum Framsóknarmanna,
en slíkur yfirdrepsskapur er svo
gagnsær, að hugsandi menn láta
ekki af honum blekkjast, enda
er í sama blaði beinlínis ráðist á
bankann með dylgjum, sem síst
bera vott um velvild til hans' og
skal síðar að þeim vikið.
Það sem blaðið leggur aðalá-
áherslu á í áðumefndum grein-
um, er að sverta Framsóknar-
flokkinn fyrir breytingar þær,
sem gerðar voru á Landsbanka-
lögunum á síðasta þingi og skulu
þær því athugaðar í sambandi
við önnur. ummæli blaðsins og
undangengna atburði í bankamál-
inu.
Blaðinu farast é einum stað orð
á þessa leið: „Það er á almæli að
Landsbankalögin, er samþykt
vom á þinginu 1927, hafi verið
með einsdæmum vel undirbúin".
Mestan og bestan undirbúning
fengu Landsbankalögin í höndum
milliþinganefndarinnar, sem skip-
uð var a Alþingi 1925. Nefndin
viðaði að sér miklu efni og fékk
álit fjölda sérfræðinga í bankar
málum. Skilaði hún mjög ítarlegu
áliti og gerði frumvarp til banka-
laga, sem lagt var fyrir þingið
1926. Á því þingi varð málið ekki
útrætt, en á þingi 1927 tókst I-
haldsflokknum að berja fram
stórbreytingar á frumvarpi milli-
þiuganefndarinnar. Þessar breyt-
ingar mættu megnri mótstöðu
Framsóknarmanna bæði á þingi
og í blöðum flokksins, og ekki
síst í kosningabaráttunni síðast-
liðið vor.
Framsóknarflokkurinn hafði
tjáð sig fylgjandi tillögum milli-
þinganefndarinnar í bankamálinu,
í öllum meginatriðum, en fékk
ekki við neitt ráðið á þingi 1927
fyrir yfirgangi Ihaldsmanna. Á
síðasta þingi hafði svo Framsókn-
arflokkurinn aðstöðu til þess að
breyta bankalögunum í það horf,
sem milliþinganefndin hafði lagt
til og flokkurinn jafnan verið
fylgjandi. Og breytingamar voru
samþyktar. Alt annað hefði verið
svik við eigin málstað.
íhaldsblöðin æpa hátt út af
þessum breytingum á bankalög-
unum og bera Framsóknarflokk-
inn allskonar brigslum út af úr-
slitum málsins. Em það einkum
þrjú atriði, sem um er deilt, og
skulu þau því athuguð hvert fyr-
ir sig.
1. Ríkisábyrgðin. 1 frumvarpi
milliþinganefndarinnar er kveðið
svo að orði í 1. gr.: „Landsbanki
íslands er sjálfstæð stofnun, sem
er eign ríkisins". Og 5. gr. frum-
varpsins hljóðar svo: „Stofnfé
bankans er 3 miljónir króna, sem
ríkissjóður leggur honum til“.
Auk þess skal bankinn safna
varasjóði, samkvæmt 48. gr.
Stofnfé bankans má aldrei vera
minna en 3 miljónir króna. Ef
bankinn einhvemtíma verður fyr-
ir svo miklu tapi, að auk vara-
sjóðs tapist eitthvað af stofn-
fénu, leggur ríkissjóður þegar til
það, sem á vantar að stofnféð sé
fullar 3 miljónir króna.*)
Með þessum tveimur greinum í
frumvarpinu er því ótvírætt lýst
yfir, að ríkið beri fulla ábyrgð á
Landsbankanum.
En hvað gerir svo Ihaldsflokk-
ur á þingi 1927?
1 frumvarpi því, sem Ihalds-
stjórnin lagði fyrir þingið, er
bætt inn í 1. gr. frumvarps milli-
þinganefndarinnar: - „Ríkissjóöur
ber ekki ábyrgð á skuldbinding-
um bankans umfram stofnfé
það*) o. s. frv.
Þessi breyting er svo þvinguð
gegnum þingið af forystumönn-
um Ihaldsflokksins, gegn eindreg-
inni mótstöðu Framsóknarmanna.
Á þinginu í vetxu- gerist svo
það, að Framsóknarflokkurinn
tekur upp í bankalögin ákvæði
um ríkisábyrgðina samkvæmt til-
*) Leturbr. hér.
lögum milliþinganefndarinnar og í
samræmi við það, sem flokkurinn
hafið stöðugt lýst yfir að hann
teldi rétt vera.
Höfundur Landsbankagrein-
anna talar digurbarklega um dóm
almennings yfir Framsóknar-
flokknum út af ríkisábyrgðinni.
En hvaðan kemur honum mynd-
ugleiki til slíks? Umræður í blöð-
um benda ekki neitt í þá átt og
ekki hefir heyrst getið um nein
fundahöld almennings til að and-
mæla aðgerðum Framsóknar. I-
haldsmenn eru gramir, það fer
ekki dult, en alt sem þeir hafa
gert í málinu síðan þingi sleit,
er að láta skrifa nokkrar illyrtar
blaðagreinar, fullar af mótsögn-
um og blekkingum. Slík skrif
verða ekki skoðuð sem „dómur
þjóðarinnar“, en Ihaldsforkólfun-
um ætti að fara að skiljast, að
ráðleysi þeirra og bmðl í fjármál-
um hefir fengið sinn þunga dóm
hjá þjóðinni.
Höf. Landsbankagreinarinnar
þvælir mikið um það, hver áhrif
ríkissjóðsábyrgðin hafi á hag
sparisjóðanna, ríkissjóðs og bank-
ans sjálfs.
Mest er þetta meinlaust glam-
ur út í loftið og flest af því
marghrakið áður. Höf. segir að á-
byrgð ríkissjóðs á skuldbinding-
um bankans, hafi þær afleiðing-
ar, að landsmenn flytji sparifé
sitt í Landsbankann „smátt og
smátt, hart eða hægt“, og sé því
sparisjóðnum bani búinn af þessu
ákvæði.