Tíminn - 09.06.1928, Qupperneq 1

Tíminn - 09.06.1928, Qupperneq 1
©faíbfcti og afgtei&slumaður Cimans er Sannoeig }> o r s t e i n st>6 ttir, Sdifnban&sljfeinu, SeYfjaDÍf. J2^fgcci5sía timans er i Sambanfesljöstnu. 0pin öaglega 9—12 f. 4. Slnti ^9®* Xn. ár. Reykjavík, 9. júni 1928. Þó að Framsóknarflokkurinn sé fyrst og fremst flokkur bænd- anna í landinu og telji landbúnað- inn þann atvinnuveg er þjóðixmi muni farsælastur, hefir hann jafnan verið fús til að taka kröf- ur aimara atvinnuvega til greina og fullnægja þeim eftir mætti. Er flokknum það fullkomlega Ijóst, að best fer á því að samvinna geti haldist milli allra þeirra stétta, sem þarflega atvinnu stunda og starfa að aukinni framleiðslu og heill þjóðfélagsins. — 1 eftirfar- andi grein verður skýrt frá því helsta, sem síðasta þing gerði sjávarútveginum til hagsbóta. Nýtt strandvarnaskip. Snemma á síðastliðnum vetri barst núver- andi dómsmálaráðherra, J. J., bréf frá skipstjóranum á Þór, þar sem hann kvartar um, að Þór sé orð- inn mjög lélegt skip og fullnægi hvergi nærri hlutverki sínu, sem strandvarnaskip. Ráðh. sendi er- indi um þetta efni til Alþingis og mæltist tii, að það tæki strand- vamirnar til rækilegrar íhugunar. Varð það til þess að þingmaður úr sjávarútvegsnefnd annarar deildarinnar tók að sér að flytja fi-umvarp um byggingu strand- vamaskips. Studdi stjómin frv. þetta, og gekk það greiðlega gegnum þingið. Stuttu eftir þing- lok fór J. J. ráðherra utan til þess að semja um byggingu skipsins. Hugsar hann sér, að það verði hvorttveggja í einu, varðsldp og björgunarskip. Mundi það þá hafa tvennskonar hlutverk, að verja landhelgina fyrir innlendum og erlendum ránsmönnum og draga nokkuð úr liinu mikla mannfaUi við strendur landsins. Mörgum er áhyggjuefni sá sterki grunur, sem liggur á því, að íslenskir togarar, sem brjóta landhelgislögin, fái bendingar úr landi, í loftskeytum, og komist þannig hjá hegningu. Frumvarp, sem fór fram á að hindra slíkar bendingar með því að hafa eftir- lit með skeytunum, varð eigi út- rætt að þessu sinni. Mætti það mikilli mótstöðu frá fulltrúum stórútgerðarinnar. Jafnframt því sem ákveðið var að byggja nýtt skip til strand- vamanna, samþykti þingið nokkr- ar breytingar á varðskipalögun- um frá 1927. Fyrv. stjóra hafði samið við skipstjórana um 12 þús. kr. laun og samkv. gömlu lögun- um voru þeir ráðnir æfilangt. Nú eru þeir, ásamt öðrum yfirmönn- um skipanna aðeins ráðnir til 6 ára í senn. Annars hefir stjóra- in gert ýmsar ráðstafanir til að spara rekstursfé til varðskipanna. Bókhald skipanna hefir verið flutt í stjórnan’áðið og sparast á því 7 þús. kr. árlega. Ennfrem- ur hefir stjórain látið leita til- boða um verð á kolum til skip- anna. Benti árangur fyrstu til- raunarinnar á, að sparast mundu með þessu móti 20—25 þús kr. árlega. Dragnótaveiöi. Síðasta þing samþykti lög, sem eiga að koma í veg fyrir, að stundaðar séu kolaveiðar með dragnótum innan landhelgi. Er það þörf ráðstöfun, því að veiði þessi er til mikils tjóns fyrir dýralíf í sjávarbotn- inum með ströndum fram og dregur því úr fiskgöngu á grunn- mið. Hafa og hingað til útlend- ingar haft mest not kolaveið- innar. Hvíld togarasjómanna. Hvar- vetna erlendis, þar sem stóriðja í á sér stað, hefir reynst nauðsyn- ! legt að takmarka með lögum ! vinnutíma verkafólks. Sú sama ; nauðsyn er nú að koma fram hér I á landi. Árið 1921 var ákveðinn. | lágmarkshvíldartími háseta á ís~ lenskum botnvörpuskipum. Skyldi hann vera 6 stundir í sólarhring. í vetur bárust Alþingi áskoranir frá fjölda sjómanna um að lengja 1 hvíldartímann upp í 8 stundir. Varð þingið við þeirri ósk. Helsta mótbáran gegn þessari breytingu var sú, að lenging hvíldartímans væri útgerðarmönnum of mikill kostnaðarauki. En reynslan sýnir, að því að eins geta menn að fullu neytt krafta sinna, að þeim gef- ist kostur á að njóta sæmilegrar hvíldar. Vinnan á togurunum er erfið og sjómennimir leggja löng- um líf sitt í hættu. Er hér um að ræða sjálfsagða viðurkenningu löggjafarvaldsins á þeirra hættu- lega starfi. Hinsvegar má ætla, að ótti útgerðarmanna við aukinn kostnað reynist ástæðulítill. Vestmannaeyjahöfn. Þingið í veitti stjórninni heimild til að ' leggja fram 70 þús. kr. til við- ! gerðar á hafnargörðunum í Vest- | manriaeyjum. Eyjabúar eiga að ! leggja helmingi meira fé á móti ; en ríkisstjórnin hefir yfirumsjón verksins. 17500 krónum verður varið til brimbrjóts í Bolungar- j vík vestra. Hvorttveggja þetta fé er veitt til kjördæma, sem kosið ! hafa Ihaldsmenn á þing, og nægir til að sýna, að núv. þingmein- hluti lætur ekki hlutdrægni ráða í fjárveitingum, þó að andstæð- ingar stjómarinnar láti það stundum í veðri vaka. Síldareinkasala. Síldarútgerðin er sá atvinnuvegur hér á landi, lengsta hrakfarasögu á sér um undanfarin ár. Algert skipulags- leysi og taumlaus samkepni valda þar mestu um. Virðist sem þar hafi verið snúið við öllu eðlilegu sambandi orsaka og afleiðinga, því að sum árin, þegar mest sfld hefir á land borist, hafa verkk- mennimir gengið slyppir frá starfi að hausti og útgerðarmenn oltið á höfuðið hver um annan þveran. Fram til síðasta þings hefir löggjöfin tekið vetlingatök- um einum á misfellum síldar- útgerðarinnar, og hver höndin verið uppi móti annari meðal út- gerðarmannanna sjálfra. En nú hefir Alþingi gert myndarlega tilraun til að taka í taumana, með þeim hætti að setja á stofn einkasölu á síld. Eftir þeim fregnum, sem berast frá erind- rekum hinnar nýju einkasölu er- lendis, er þessum gerðum Alþing- is tekið vel i útlöndum og sölu- horfur allgóðar. — Stjóm einka- sölunnar á að koma í veg fyrir, að framleitt sé meira af saltaðri síld en markaður er fyrir, en undanfarin ár hefir alt of mikið framboð oft valdið verðhruninu. Jafnframt stofnun einkasöl- unnar heimilaði þingið stjóminni að stofna eða leigja sfldar- bræðslustöðvar norðanlands, eina eða fleiri, eftir ástæðum. Má taka lán í þessu skyni, alt að 1 milj. kr. Magnús Kristjánsson núv. fjármálaráðherra bar á þingi í fyrra fram þingsályktunartillögu um að rannsaka möguleika til að reisa slíka verksmiðju og gjöra áætlun um kostnað við það. Verk þetta fal núv. stjórn Jóni Þor- lákssyni alþm. Var kostnaðará- ætlun hans að vísu nokkuð á- bótavant, en Alþingi félst þó á, að veita heimildina og fela stjóra- inni frekari framkvæmdir. Verð- ur raunar ekkert með vissu um það sagt, hvort úr þeim geti orðið, að svo stöddu. En vitanlega er þess mikil þörf, að séð sé um hagnýtingu þeirrar síldar, sem eigi verður verkuð á venjulegan hátt. 28. blað. Með grein þessari er lokið yfir- liti því yfir störf þingsins, er heitið hafði verið hér í blaðinu. Tíminn hyggur, að alþýðu manna sé meiri þökk í að rétt sé frá tíðindum skýrt heldur en að ,,öllu sé snúið öfugt“, eins og I- haldsblöðin hafa gert í frásögn- um sínum. Blaðið Vörður hefir síðan þingi sleit, eytt mestu rúmi í það, að deila á stjómina út af máli, sem fæstir hafa að- stöðu til að kynna sér og skilja til hlítar. Var í síðasta blaði Tímans sýnt fram á það, að í Landsbankamálinu hefir síðasta þing aðeins farið að ráðum ýmsra bestu fjármálamanna landsins. Af yfirhti því, sem nú hefir verið birt, má þjóðinni verða ljóst, að þingið hefir a. m. k. verið óvenju mikilvirkt. Gæfa þjóðarinnar og manndómur ræð- ur nokkru um árangur. En við- ’.eitni og framfarahugur þeirra stjómmálamanna, sem kjósendur landsins fálu völd við síðustu kosningar, stingur * mjög í stúf við athafnaleysi undanfarandi ára. Utan árheimi Kfna. Eftir þvi sem síðustu fregnir herma, er borgarastyrjöldinni í Kína nú í þann veginn að ljúka með sigri Suðurhersins. En að baki þeim her stendur hinn svo- nefndi þjóðernisflokkur Kínverja. Undanfarin ár hefir landið • alt iogað í ófriði. Tvær stjórnir hafa setið að völdum samtímis, önnur í Nanking, sem er hafnarborg í sunnanverðu landinu og hin í Peking, höfuðborginni gömlu. Það er Nanking-stjómiri, sem nú hefir borið hærra hlut. Foringi Norð- anmanna, Chang Tso-lin er flúinn til Mansjúriu, sem er frjósamt og þéttbýlt hérað í norðaustur- homi Kínaveldis. Hersending Japana til Kína í vor vakti um tíma mikla athygli um allan heim og afarmikla gremju meðal Kínverja sjálfra. Hófu Japanar stórskotaliðsárás á borgina Tsinanfu. Er sú borg ó- víggirt, og halda Kínverjar því fram, að Japanar hafi með at- ferli sínu brotið alþjóðareglur. Hafa Kínverjar skotið máli sínu til þjóðabandalagsins. Japanar halda því hinsvegar fram, að af- skifti hafi verið nauðsynleg vegna ofbeldis Kínverja gagnvart japönskum borgurum, búsettum í Tsinanfu. Víst er, að fjöldi Jap- ana hefir verið myrtur þar, en ó- víst, hvar upptökin eru til þeirra hryðjuverka. Ber Kínverjum og Japönum þar eigi saman. En Jap- anar hafa farið fram á samþykki stórveldanna til að mega taka borgina og nágrenni hennar her- skildi og halda í sínum höndum til frekari varúðar, uns fullkomið { öryggi sé í ^andinu. I fyrstu leit út fyrir, að inn- ! rás Japana mundi verða til þess j að læ gja baráttuna milli flokk- | anna innanlands, og jafnvel, að j þeir mundu sameinast gegn hin- um erlendu óvinum. Foringi Norðurhersins gaf liði sínu skip- un um að stöðva hernað 1 bili. En Sunnanmenn munu hafa þótst því vaxnir að heyja í einu bar- áttu við innlenda og ,erlenda óvini. Skömmu síðar stóð síðasta orustan, í grend við Peking, og lauk með ósigri Norðanmanna. Féllu þá af liði þeirra um 4 þús. manna. Getur það að vísu eigi talist mikið, borið saman við mannfall í einstökum orustum í heimsstyrjöldinni. En bardagaað- ferðir Kínverja eru aðrar en Norðurálfumanna og seinvirkari. Norðurálfumönnum hefir alt að þessu reynst erfitt- að vita, hvað vekti í raun og veru fyrir þjóð- emisflokknum kínverska. Hafa af honum farið ýmsar sögur, sem varlega má treysta. Hafa sumir eignað hreyfinguna eingöngu á- hrifum rússneskra kommúnista. Einn af ráðherrum Nanking- stjómarinnar, Wang að nafni, var á ferð í Englandi um það leyti, sem japanska deilan hófst. Var hann sendur af hálfu hennar til þess að leita samkomulags við ensku stjómina. í viðtölum við blaðamenn segir hann, að stefna þjóðernisflokksins kínverska sé mjög misskilin. „Borgarastyrj- öldin sem nú stendur yfir er ólík öllum innanlandsóeirðum, öðrum, sem átt hafa sér stað í Kína síð- an keisaraveldið var afnumið, því að stjóra þjóðemisflokksins veit vel, fyrir hverju hún er að berj- ast“. Hann segir að jafnskjótt og sigur sé unninn muni verða kallað saman fulltrúaþing í Pek- ing og þar gert út um stjóraar- hætti landsins framvegis.Þá segir hann, að Nankingstjómin ætli að gangast fyrir verklegum umbót- um í stórum stfl, láta leggja járnbrautir og bflvegi um landið og grafa skurði milli stórfljót- anna, færa landbúnað og námu- gröft í nýtískuhorf 0. s. frv. „Nokkuð af þessu er hægt að framkvæma", segir dr. Wang, „með því að hækka skatta á þjóðinni 0g nota það fé sem nú fer til hemaðar, í þarfir nyt- samra fyrirtækja. En til allra meiriháttar framkvæmda verða Kínverjar að fá lán frá útlönd- um“. Nú mun á það reyna innan skamms, hver alvara fylgir máli hjá Wang og samherjum hans. Hvarvetna bíða menn þess með óþreyju, að ráðin verði örlög stærstu þjóðar heimsins. Nú fór illal í langri og lélegri forystugrein sem birtist í síðasta tbl. Varðar, er reynt að sanna, að stjómin og flokkur hennar hafi verið alger- lega háð vilja Jafnaðarmanna í þinginu. Jafnframt er því haldið fram, að Jafnaðarmenn hafi orð- ið að hegða sér eftir „skipun stjómarinnar“. Sannast hér hið fornkveðna: „Og eigi bar aaman falsvitnum þeirra". „Er rfkisgjaldþrot yfirvofandi“ Þessi fyrirsögn er gott sýnis- horn af því hvernig Mbl. reynir með öllum meðulum að vinna á móti framsóknarstjóminni. Maður skyldi halda, að slíkar feitletrað- ar fyrirsagnir í aðalblöðum vektu óhug og ótta hjá þjóðinni. En það er ekki að sjá, að neinum ó- hug hafi slegið ó þjóðina. Reyk- víkingar ganga jafn rólegir um götumar og tala um daginn og veginn eins og ekkert hafi í skorist. Þeir eru vanir því, að þó feitt sé letrað, þá sé tilefnið mag- urt. Og tilefni þessarar feitletr- unar var líka það eitt, að for- sætisráðherra hefir lýst yfir því í viðtali við erlenda blaðamenn, að stefna núverandi stjórnar og flokks hennar í gengismálinu sé verðfesting krónunnar í því gull- verði, sem hún nú hefir. öllu má nú gefa gjaldþrotanafnið, þegar slík öryggisráðstöfun fyrir hönd þjóðfélagsins fær slíkt heiti. Ekki völdu erlendu blaðamenn- imir viðtalsgreinum sínum þessa veglegu fyrirsögn. Það er ís- lenskt blað sem er svona ósárt um að lýsa yfír gjaldþroti hins íslenska rflris. Og mega þó inn- lendir blaðamenn vita það eins vel og erlendir, að verðfesting er ekkert gjaldþrot. Ekki birti Mbl. neina feitletursfrétt um gjald- þrot Belgíu, þegar Belgir verð- festu sinn gjaldeyri, og ekki er minst á gjaldþrot, þegar sagt er frá, að stjóm Frakklands muni hafa í hyggju að verðfesta frank- ann. Nei, það er bara Island, sem er að verða gjaldþrota — í „agitatorisku" augnamiði. Það er kunnara en svo, að það þurfi að skýra, að verðfesting er ekki gjaldþrot. Verðfesting er ekki gjaldþrot ríkisins, því rfldð stendur eins við sínar skuldbind- ingar eftir sem áður, og jafnvel fremur en annars kynni að vera hætta á, með því að verðfesta gjaldeyrinn. Ekki er það heldur gjaldþrot þegnanna, því fjöldi þeirra, sem fullan rétt hafa á sér og sínum atvinnurekstri, sleppur því aðeins við gjaldþrot, að gjaldeyririnn sé verðfestur. Verð- festing er öryggisráðstöfun fyrir þjóðarbúið, jafnt fyrir þegna sem ríkisheild. Verðfesting er réttlætiskrafa atvinnu- 0g við- skiftalífsins í landinu. öllu má nú nafn gefa, að kalla slíkt gjaldþrot! Aðalrök Mbl. eru þau, að vextir af erlendum lánum verði 1—% hærri en ella, ef krónan verði verðfest. Byggingar- og landnámssjóður 0. fl. þurfi að gefa mönnum kost á hagfeldum lánum, en til þess þurfi erlendar lántökur, og því megi ekki verð- festa krónuna, heldur beri að hækka hana upp í hið gamla gull- verð. Það er ekki talið eftir lán- takendum að greiða yfir 20% upp í tilgangslausa gengishækk- un. Nei, þeir verða að greiða hverja 80 gullaura krónu, sem þeir taka að láni, með 100 gull- aura krónum til þess að fá hag- feld lán! Ekki vantar umhyggju fyrir bændum og búalýð! En hvað sem því líður, þó er það rangt, að erlend lán verði dýrari við verðfestingu. Á hvað er litið þeg- ar ákveða skal vexti af láni? Eft- irspumin eftir fjármagninu veld-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.