Tíminn - 06.07.1928, Síða 1

Tíminn - 06.07.1928, Síða 1
©faíbfeti og aforciðsluma&ur C t m a n s cr Sijnnpcig þ o r s 1 e i n s 6ó t !t r, 6amban6sl?úsinu/ Keyfjapíf. ^fgteibsía (C i m a n s er i Sambantsljúsinu. ®pin baglega 9—12 f. I}. ' íBími ^96. m ftr. Reykjavík, 6. júlí 1928. 32. blað. Þýfið Ihaldsmanna. Fyrir stuttu síðan hófu for- ingjar Ihaldsmanna yfirreið um Borgarfjörð, Húnaþing og Skaga- fjörð. Sjálf miðstjórn flokksins tókst þá för á hendur. Jón Þor- láksson varð eftir í Borgarfirði. sem nokkurskonar bakvörður. ! Magnús Guðmundsson og Ólafur 'j Thors héldu áfram norður yfir | heiði. I Fá eru dæmi þess, að íslenskir stjórnmálamenn hafi farið huld- ara höfði til landsmálafunda en þeir félagar, Magnús og Ólafur. Alt gerðu þeir sem unt var til að tefja eftirreið andstæðinganna. Með leynd var fundur ákveðinn norður í Húnavatnssýslu, og stjórn Framsóknarflokksins dulin þeirrar ákvörðunar. Það er rótgróin venja og nærri skylda talin, að stjórnmálamenn, sem til slíkra leiðangra stofna, bjóði andstæðingum sínum til varnar. Margur undraðist, að vik- ið skyldi frá þeirri reglu. En lausnin er fengin. Fregnir hafa borist af fundum Ihalds- manna. Nú er skiljanlegt, hvers vegna þeir vildu hafa hljótt um för sína. Það er af því að þeir eru að segja bændum landsins ósannar sögur um meðferð þjóðmálanna. Það er af því að þeir eru að skrökva um aðstöðu þingflokk- anna til landbúnaðarmálanna. Þeir eru að eigna sér málin sem Framsóknarflokkurinn hefir bar- ist fyrir, og nú loks komið fram, eftir að fhaldsmönnum var hrund- ið frá stjóm. Þeir eru að segja bændunum frá því að sín stefna — stefna íhaldsflokksins — hafi sigrað í landbúnaðarmálunum á síðasta þingi. íhaldsmennirnir eru að hnupla. — Engin furða er, þó að þeir kjósi að fara huldu höfði. Magnús Guðmundsson og ólaf- ur Thors hraða sér með þýfið sveit úr sveit. Það er von að þeir vilji vera einir í för. Lánsstofnanir bænda eru okkur að þakka segja íhaldsmenn. „Eg bar fram frumvarpið um Rækt- unarsjóð", segir Jón Þorláksson. Og stefna okkar íhaldsmanna sigraði í lögunum um Byggingar- og landnámssjóð. „Við útgerðar- menn erum aflaklærnar", segir ólafur Thors. Með glöðu geði leggjum við fram peningana í ræktun landsins. — Og Eggert Levy, trúarhetjan mikla, segir á Hvammstanga, að fhaldsmenn hafi mest og best unnið að heppi- . legri úrlausn kjöttollsmálsins og þeim hafi það verið að þakka fyrst og fremst, að tollurinn var lækkaður í Noregi. Það er að vísu rétt, að meir skiftir um, að góð mál nái fram að ganga en hitt, hverjir flytja þau fram til sigurs. En íhaldsmenn segja ósatt frá. Jón Þorláksson og samherjar hans hafa undantekningarlítið verið tómlátir um hagsmunamál bænda. Það er Framsóknarflokk- urinn, sem borið hefir hita og þunga landbúnaðarmálanna öll hin síðari ár. Sjaldan hafa íhalds- menn þorað að sýna þeim beinan fjandskap. En með kæruleysi og seinlæti hafa þeir svæft þau. Sú aðferðin leiðir síður til óvinsælda, og gerir hægara um vik að segja rangt frá um afstöðu sína eftir á. Og þó eru undantekningar _ — þegar ihaldsmöimum hefir gleymst vaiúðin — og kjósenda- fundir í bændakjördæmunum. Á þingi 1924 bar Tryggvi Þór- í hallsson núv. forsætisráðherra | fram frv. um Búnaðaiiánadeild- ina. Það var samþykt. En Jón ' Þorláksson gxeiddi atkv. gegn því | í neðri deild. Hann var þá þing- : maður Reykvíkinga. Nú er hann 1 iandskjörinn og á nokkuð undir ! bændatkvæðum. Sama gerði Sig- \ urjón Jónsson þingmaður ísfirð- j inga. Iiann þurfti ekki að óttast | bændurna. Og tveir fhaldsmenn ! fyigdu dæmi þeirra í efri deud. B. Kr. var annar þeirra. Á næsta þingi, 1925, voru sam- þykt lögin um Ræktunarsjóð. Tvö frv. komu íram. Tr. Þ. flutti annað. Það var samið af nefnd i Búnaðarfélaginu, en stjórnin fékst ekki til að flytja það. liún fiutti svo annað frumvarp, mikiu oíuiikomnara. Tr. Þ. sigraði. Að formi til var frv. stjómarinnar að vísu samþykt, af því að fylgis- meiin hennar vildu forða henni frá því að hafa vansa af málinu. En þingið tók upp úr frv. Tr. Þ. ákvæðið um 1 miíj. kr. framlag úr ríkissjóði. „1 þessari breyting- ariillögu liggur allur aðalmismun- urinn milli frumvorpanna“, sagði framsögum. landbúnaðarnefndar í neðri deild. Jón Þorláksson var óánægður. Hann gat eigi orða ! bundist um það, að nefndin hefði ! „gengið fulllangt í kröfum fyrir ! sjóðsins hönd“ En stjórnin varð r að láta í minni pokann — nauðug. ! En nú telja Ihaldsmenn Rækt- unarsjóðinn til sinna mestu af- 1 reka. Heyr á endemi! Jón Þorláksson þrætir fyrir andstöðu gegn Byggingar- og landnámssjóði. „Svona vildum við einmitt hafa hann“, segja íhalds- menn á yfirreiðum sínum. En það er margsannað skjallega, að J. Þ. I kallaði lán úr sjóðnum „sveitar- ! styrk“ og „ölmusugjafir". En hreyfingin, sem Framsóknarmenn höfðu komið af stað, óx honum yfir höfuð. Hann varð að láta undan. Jón Þorláksson, hinn hag- sýni stjómmálamaður! sá að þýð- ingarlaust var að berjast gegn þessari umbót — hún mundi ganga fram þrátt fyrir andstöðu. Miklu hyggilegra var að láta hana hlutlausa og eigna sér hana síðan á þingmálafundum meðal i bænda. Kjöttollsmálið hefir lítið verið rætt síðustu ár,' eða síðan því var ráðið til lykta haustið 1924. En þangað ná gripdeildir Ihalds- manna nú. Úrlausn kjöttollsmáls- ! ins varð fyrir okkar atbeina segja þeir. öll er hún okkur að þakka. Mikil er óskammfeilni slíkra manna. Foringjar íhaldsmanna vita vel, að það var Tryggvi ÞórhaUsson sem jafnan hélt því máli vakandi, sem fyrstur hóf opinberar um- ræður um það, og átti þær tillög- ur um lausn málsins, sem að lokum sigruðu. Það var Tíminn sem þegar í stað hélt fram skilyrðislausum rétti bændanna til þess að fá tap- skulu birt hér ummæli Tímans 22. júlí 1922: „Og því er hér haldið fram al- veg skilmálalaust, að þessi mikli skattur eigi ekki að neinu leyti að skella á bak íslensku bændanna". Tíminn birti greinar um málið viku eftir viku, sýndi fram á það með talandi tölum, hvílíkur voði vofði yfir íslenskum landbúnaði og eggjaði stjóm og þing lög- eggjan til aðgerða. En Ihaldsmenn létu sér fátt um finnast — eins og ekkert væri um að vera. Mörgum dögum eftir að til- kynningin um hækkun kjöttolls- ins barst út frá atvinnumálaráðu- neytinu, birti aðalmálgagn I- haldsmanna, Morgunblaðið, hana — steinþegjandi. Tæpri viku síðar birtist í þessu sama blaði algerlega þýðingar- laus grein um málið, ómerkileg upptalning á ýmsum tolllaga- breytingum í Noregi, Og 27. júlí er það auðsjáanlega sárreitt við Tímann fyrir að hafa brotið svefnfrið þeirra íhaldsmanna. „Greinin (í Tímanum) er van- hugsuð fjarstæða, fjas og mas“, segir Mbl. Og þó var hér verið að ræða um, hver ráð væru nauð- synleg til að firra íslenska bændur 600 þús. kr. tapi á aðal- framleiðsluvöru sinni. Tíminn hamraði á því af öllum mætti, að menn yrðu sendir til Noregs til samninga. Og þegar Norðmenn reyndust tregir til samkomulags vildi Tr. Þ. láta hart mæta hörðu. En hið ný- stofnaða íhaldsblað, Vörður, hafði málið í flimtingum einum: „hafði Tíminn mestu ógnanir í frammi við Norðmenn út af kjöt- tollsmálinu og var ekki annað séð en að Tryggvi mundi bann- færa Noreg“! Af slíkri alvöru ræddu íhaldsmenn kjöttollsmálið. Á lokuðum þingfundi, sem haldinn var til að taka endanlega ákvörðun um málið, kallaði Jón A. Jónsson, að því er hann sjálf- ur játar, Tr. Þ. landráðamann, af því að hann lét á sér skilja, að til mála kæmi að slaka eitt- hvað til um síldveiðilöggjöfina til þess að firra bændur yfirvof- anda stórtjóni. — En þó varð þingið að fara þá leið — að lok- um. Utan úr heimi. ið endurgreitt. Því til sönnunar Skáldi einu í fomöld varð það á að yrkja kvæði „stolinstefja", þ. e. a. s. hann hafði ekki sjálfur ort stefið í kvæðinu heldur tek- ið það frá öðrum manni. Af því var hann „illskælda“ nefndur, og bar það heiti alla sína æfi. íhaldsflokkurinn hyggst að vinna sér kjörfylgi með því að eigna sér verk annars stjóm- málaflokks. Hvaða dóm fella bændur landsins um slíka fram- komu? íhaldsmenn hafa hingað til ver- ið þrándur í götu landbúnaðar- málanna. Það getur verið, að þeir iðrist þess nú, þegar þjóðin hefir lagt þá til hhðar. En heiðarlegir menn viðurkenna yfirsjónir sínar. Og eigi Ihaldsflokkurinn sjálfur engar hugsjónir, má hann lesa sinn dauðadóm. En nú hefir hann það ráð upp tekið, að sníkja sjálfum sér hrós fyrir það, sem aðrir hafa vel gert. Lítilmannlegar eru slíkar að- farir. Þeir em „illskældur“, Ihalds- menn. Tékko-Slovakia. Tékko-Slovakia er eitt hinna nýju ríkja, sem upp risu á rúst- um hinna sigruðu landa í stríðs- lokin. Hún nær yfir norðurhluta Austurríkis hins forna. Stærðin er um 200 þús. km.2 og íbúatalan 14 milj. Ekki em þeir allir sama • þjóðernis. Tékkar em fjölmenn- astir, þá Þjóðverjar, Slovakar og Ruthenar. Af Tékkum og Slovök- | um hefir iandið nafn sitt. Tékkar eru sakir margra hiuta merkiiegur þjóðíiokkur. Þeir eru i Slavar aö ætt, en best mentir , aiira þjóöa þess kynþáttar. A íyrri öldum héldu þeir upp harð- j snumni baráttu gegn keisurunum i í vvien. Ur landi þeirra, Bæheimi, var siöbótamaðurinn Jóhann Huss, sem brendur var fyrir viilukenn- ingar nokkru áður en Luther hóf staif sitt. 1 Bæheimi urðu upptök 30 ára stríðsins mikla, er foringj- ar Tékka vörpuðu hinum keisara- legu embættismönnum út um giugga ráðhússins í Prag. Vom að sögn mykjuhaugar fyrir utan og varð það hinum tignu mönnum til hfs. En Tékkar guldu grimmi- lega dirfsku sinnar, og stefna Huss og Luthers var svo að segja upprætt úr landinu. Árið 1918 fengu Tékkar loks hið langþráða sjálfstæði ásamt frændum sínum Slovökum. Þessar tvær þjóöir tala mjög svipað mál, svo aö ekki er meiri munur á en oft gerist um mállýskur 1 einu og sama landi. Þó hafa Slovakar vilj- að lita á sig sem sérstaka þjóð og mikla iægni hefir þurft til að halda uppi góðri sambúð í landinu Sökum mentunar eru Tékkar bet- ur til forystu fallnir. 1 Slovakiu var alþýðumentunin svo bág, fyrir stríðið, að ekki var nema áttundi hver maður læs og skrifandi. En eftir að hið nýja ríki var stofnað, hefir verið komið á fót skólum, svo að þúsundum skiftir. Þjóðverjamir eru sá kynþáttur sem heslt má segja að lúti í lægra haldi. Áður voru þeir ráðandi í landinu og veitir því að sjálf- sögðu erfitt að sætta sig við yfir- ráð Tékka. Hefir og stjóm lands- ins talið hyggilegast að taka fult tillit til óska þeirra. Til þess að veita hverjum þjóðflokki nokkuð var landinu fyrir stuttu síðan skift í fjórðunga eftir þjóðemum. Ræður hver landsfjórðungur nokkru um sín eigin mál. Tékko-Slovakia er lýðveldi. For- setinn heitir Masaryk, gamall og æruverður prófessor, og hefir gegnt starfinu öll þau 10 ár, sem liðinu eru frá stofnun ríkisins. Miklar framfarir hafa orðið í landinu á þeim árum. I stríðslok- in var það herjað og hrjáð og at- vinnuvegir í kalda koli. Hið unga ríki hlaut í vöggugjöf eymd og hungur og æskumenn sína lemstr- aða úr baráttu fyrir hagsmunum annarar þjóðar. Matvælaskortur var í landinu, og þó hafði það ver- ið með auðugustu héruðum keis- aradæmisins. Fyrsta verk stjóm- arinnar var að sjá hinni sveltandi alþýðu fyrir komi vestan úr Am- eríku og austan úr Svartahafs- löndum. Opinber rekstur og eftir- lit var í megnasta ólagi. Svo lítið var öryggið, að ekki þótti hættu- laust að senda peningabréf í pósti, því að þeim var oft stolið. Jámbrautarlestir höfðu engar áætlanir. Og kaupmenn, sem sendu með þeim vörufarma, máttu eiga á hættu að þær yrðu teknar hers höndum á leiðinni, einkum ef um matvæli eða klæðnað var að ræða. Svo aumt var ástand al- mennings. En endurreisnin virðist hafa orðið furðu fljótt. Á 10 árum hef- ir þjóðinni tekist að koma fjár- málum sínum í sæmilegt horf. Hún hefir fest gengi peninga sinna, greitt ríkisskuldir að fullu og býr nú við tekjuhallalaus fjár- lög. Mikið er þetta að þakka góðu samstarfi og frjálslyndi yfir- þjóðarinnar. Til dæmis um það er að Þjóðverjar, hinn framandi þjóðflokkur í landinu, eiga tvo fulltrúa í ráðuneytinu. Tékko-Slovakia er meðlimur í Litla bandalaginu svonefnda og hefir verið í náinni samvinnu við Frakka. Til beggja handa. ih. „V arðveislustef nan‘. Guðni Jónsson, sem í fjarveru Áma frá Múla hefir með höndum ritstjórn Varðar, er um stjóm- málaskoðanir sýnilega uppeldis- barn þröngsýnustu Ihaldsmanna. En um sannan hug þeirra 1 garð bændanna hefir hann gerst opin- skárri, en holt mun talið þeim megin. Þegar fulltrúar samvinnu- bænda héldu nýlega fund sinn hér í Reykjavík taldi hann að um þá samkomu myndi nú sem fyrri mega taka sér í munn orð Ólafs Pá: að því ver myndu duga heimskra manna ráð, sem þau kæmu fleiri saman. — Með öðr- um orðum: Úrval samvinnu- bænda, sem að jafnaði hafa sótt og sækja fundi þessa, eru einu nafni stimplaðir heimskingjar, í aðalmálgagni íhaldsflokksins. — Áður en foringjunum tókst að draga grímu bændasmjaðursins og hræsninnar á andlit þessum unglingi, hafði hann þegar ausið yfir bændur hrakyrðunum, sem honum höfðu orðið tömust í götu- sambúðinni við Jón Þorláksson og aðra slíka „bændavini“. En annað hefir Guðni þessi unnið sér til ágætis. Haxm hefir gert tilraun að ráða fram úr vandkvæði íhaldsmanna um að finna ísmeygilegt falsheiti á stjómmálaflokk sinn. Aðvörunar- rödd Gísla Sveinssonar er við kosningaósigurinn orðin að vax- andi geig í hugskoti forráða- manna flokksins. Nú vill Guðni láta kalla stefnu Ihaldsmaima „varðveislustefnu“. Orðið er ekki tiltakanlega mjúkt í munni né ís- lenskulegt, en mun eiga að tákna „verndun“. Er þetta ófimleg til- raun að koma orði að ímyndaðri dygð, sem íhaldsmenn reyna að skrökva upp á sjálfa sig. Þeir þykjast vera einskonar vemdun- armenn í þjóðlífinu! Ekki er með því sagt hvað þeir telji sig vernda. Sú hhð málsins hggur því opin til rannsóknar og umræðu. Það er brosleg gletni örlaganna, að nafn þetta er komið fram um leið og bændur landsins em hrak- yrtir. Dálítill samanburður á fjárhagslegri framkomu sam- vinnumanna gagnvart þjóðinni annarsvegar og samkepnismanna hinsvegar snýr orðinu þegar upp

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.