Tíminn - 21.07.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1928, Blaðsíða 2
128 TlMINN Fyrirspurnir. Vegria ummæla Morgunblaðsins 11. þ. m. skal beint til þess eftir- farandi spurningum: 1. Hvaða ný embætti eru það, sem núverandi stjóm „stofnaði handa spökustu pólitísku fylgis- mönnum og hirðir ekkert um, hvort þessir menn hafi minstu þekkingu á starfinu"? 2. Hvaða þingmenn „afsökuðu sig með því, að stjómarmyndun- in hefði borið svo brátt að, og þess vegna hefði hún farið í handaskolum"? Tíminn skorar á ritstjóra Morgunblaðsins að svara fyrir- spumum þessum tafarlaust. Síðustu uppgötvanir Ihaldsins eru þær, að alt sem gert hefir verið fyrir landbúnað- inn á síðustu þingum sé verk Ihaldsmanna. Ræktunarsjóðurinn, Jarðræktarlögin, kæliskipsmálið, smjörbúastyrkurinn, áburðarmál- ið og Byggingar- og landnáms- sjóðurinn, alt eru þetta Ihaldsaf- rek! Eru þetta svo merkilegar niðurstöður að maður býst við því á hverri stundu að Valtýr og aðrir andans-íhaldsmenn fari að fræða menn um það, að Jón Þor- láksson hafi ort ó, guð vors lands, Ólafur Thors samið Fjalla- Eyvind og Magnús Guðmundsson gert líkneski Ingólfs Arnarsonar! * Mentaskólinn. Reiði Reykjavíkurblaðanna er heldur pólitísk núna út af því að mentaskólinn skuli ekki vera of- fyltur. Fyrr meir, þegar heima- vistir voru, var það talið sjálf- sagt að þurfa að sækja um skóla eftir að hafa staðist inntökupróf, en oft gat orðið dráttur á að fá skóla, eins og það var kallað. Þá var miðað við húsrúmið og stærð skólans. — Er heimavistir hættu þurfti ekki að takmarka nem- endafjöldann, það sóttu ekki svo margir um upptöku að þess þyrfti, fyr en sumarið 1910, að piltar voru feldir þess vegna. Hver bekkur tók 25 nemendur, en svo margir kærðu sig ekki um inntöku, fyr en sumarið 1914. Þá voru 20 unglingar teknir inn, en fimm voru fyrir, sem ekki höfðu komist upp úr 1. bekk. 1 októberbyrjun var sjö unglingum hleypt upp í viðbót, en sjö af þeim sem tekið höfðu próf um vorið urðu að víkja. Var þetta mjög bagalegt fyrir suma þeirra, því þeir fengu ekki að vita um þetta, fyr en þeir komu til Reyk- javíkur og haustprófið var af- staðið, en höfðu búist við skóla- vist alt sumarið. Síðan hefir ver- Stofnun mjólkurbúa Eftir Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálast j óra. Um aldamótin siðustu er fyrst verulega farið að athuga um betri verslun og meðferð á búsaf- urðum vorum (ull, kjöti og mjólk), svo þær yrðu útgengi- legri og hæfari fyrir erlendan markað. I þessum efnum hefir mikið á- ' unnist. Ullai-matið mun hafa bætt 1 ullarverkunina og hækkað verð hennar. Sláturhúsin hafa breytt ! allri meðferð á kjöti, og með j stofnun frystihúsa og útvegun i kæliskipa má segja að stórt spor ; sé stigið til þess að meðferð ' kjötsins geti orðið sem best og það náð sem hæstu verði á út- lendum og innlendum markaði. Um mjólkina hefir minst verið hugsað, enda þótt að verðmæti hennar sé meira en það kjöt, mör ; og slátur, er vér fáum af sauðfé. ' Nú mun mega áætla, að vér framleiðum árlega um 42 milj. lítra af kúamjólk. Sé einn líter reiknaður á 20 aura, er verðmæti j mjólkurinnar 8,4 milj. króna. Vitanlega er mikið af þessari 1 mjólk notað á heimilunum, enda ið slakað svo til á inntökuprófinu, að hvaða sauður úr bamaskóla Reykjavíkur, hefir komist hindr- unarlaust inn 1 Mentaskólann, án þess að hafa þurft að bæta nokkru á sig. Gat það verið gott meðan enginn unglingaskóli var hér, að fá að nota landsskólann, en nú þegar unglingaskóli er kom- inn í Reykjavík, er skólinn færð- ur í sitt fyrra horf. Gamall stúdent. j Lilti „Moggi“. Tímanum hafa borist nokkur tbl. af Norðlingi, hinu síðasta blaðamenskuafkvæmi íhaldsins, á Akureyri. Sýnist þessi afspringur Morgunblaðsins fremur illa úr i garði gerður og mun þurfa meir í en litla meðgjöf frá sifjaliði sínu hér í Rvík. Stefnuskrá sína orðar blaðið svo, að það muni „ekki : leggjast syndsamlega*) þungt á ; sveifina með þeim ráðleysuflokk- | um, er nú fara með völdin í land- I inu“. Minnir þetta orðalag óneit- anlega mjög á „Hinn bersynd- uga“. — Að öllu leyti er blaðið híð ómerkilegasta. Skapvargar íhaldsins. Jón í Firði sagði á Egilsstöðum, að í Framsóknarflokknum væri enginn hugsandi maður. Maður nokkur, sem um skeið hafði á hendi prófarkarlestur Varðar sagði að það að fylla Framsókn- arflokkinn væri „vitsmunaskort- ur, skammsýni, heimska". Vits- munaástand Jóns í Firði og nefndrar íhaldspersónu í Verði, er bersýnilega á svipuðu stigi og ekki algengt hjá þeim sem skifta sér af opinberum málum. íhaid og siðferði. Maður er nefndur Jón Jónsson úr Firði. Haxrn er verslunarmaður hjá Stefáni Jónssyni á Seyðisfirði og eirrn af aðalmönnum íhaldsins á Austurlandi. Á leiðarþingi, sem þingmenn Múlasýslna hjeldu á Egilstöðum sunnudaginn 24. júní, taldi Jón þessi að það væri sið- ferðisleg skylda hvers þingmanns að greiða atkvæði með öllu því, sem veitti fé inn í kjördæmi hans. Tilefnið var framkoma Páls Her- mannssonar í svokölluðu Fjarðar- heiðarvegsmáli, en hann var sem kunnugt er móti 25 þúsund kr. fjárveitingu til að leggja akbraut yfir Fjarðarheiði. Skoðun þessarar íhaldskempu er m. ö. o. sú, að menn eigi að „meta peningana inn í hjeraðið" meira en sam- visku og réttlæti, meira er sann- girni og sannfæringu. Enginn íhaldsmaður andmælti þessu. Árni Auðkent hér. frá Múla talaði tvisvar eftir ræðu Jóns, en sá ekki ástæðu til að leiðrétta þann skilning áheyrenda, að Jón hefði talað fyrir munn íhaldsmanna og mun því mega líta svo á sem hann hafi verið þessu samþykkur. Sama var um ritstjóra Hænis og aðra sem þama töluðu. En af hálfu Fram- sóknarflokksins var bent á það, að peningamir, þó góðir væra, ættu ekki að ráða yfir sannfær- ingu manna, og að hver kjörinn alþm. hefði skyldur við þjóðina alla, en ekki eingöngu sína kjós- endur. En hafi Jón úr Firði lýst rétt hugmyndum íhaldsmanna um siðferðilegar skyldur löggjafanna, þarf engan að furða þó að verk þeirra hafi orðið illa þokkuð með- al bændanna í þessu landi. N. Skólastjórinn í fjósdyranum. Ihaldsmönnum er orðið meir en lítið órótt síðan á þá var sönn- uð hin geysilega vanræksla gagn- vart mentaskólanum í Rvík. Hafa þeir notað Jóhannes frá Kvenna- brekku og annan mann liðléttan til að vitna um sakleysi sitt, en málið gengið í móti þeim sem við mátti búast. Nú hafa þeir fengið hinn burtflæmda skólastjóra Borgfirðinga, Gustav A. Sveins- son, til að dytta í vitnisburðina. Auðvitað tekst þessum uppgjafa skólamanni ekki að hreinsa I- haldsmenn af ábyrgðinni, nema með fölskum málaflutningi. Það er staðreynd, sem aldrei verður hrakin með sönnum framburði, að Ihaldsflokkurinn núverandi og pólitískir forfeður hans eiga alla sök á ástandi mentaskólans. Yfir- menn skólans síðan 1914 hafa verið: Sigurður Eggerz, Einar Amórsson, Jón Magnússon og Magnús Guðmundsson. Alt era þetta íhaldsmenn, Allir þessir menn höfðu tækifæri til að koma íram umbótum á skólanum. En afrek þessara 4 mentamálaráð- herra eru m. a. þau, að þeir létu gera fjós að kenslustofu og ætl- uðu 250 maxms að komast af með 3 salerni. Getur Tíminn og frætt höf. um það, að stjómin muni innan skamms gefa blaðamönnum þessa bæjar kost á að kynnast aðbúnaði nemenda í mentaskólan- um og verður þá sjón sögu ríkari. Gustav A. Sveinsson getur heldur ekki hreinsað Ihaldsmenn af þeim þunga grun, sem á þeim hvílir um það, að þeir hafi flutt heimavistafrumvarp sitt fyrst og fremst til að drepa mentaskóla á Akureyri. Hvað annað ætti að valda því, að það kom þá fyrst fram, er búið var að bera fram frv. um norðlenska skólann? Augnlækningaferðalag 1928 Dvöl á Isafirði 20. júlí til 2. ágúst. Dvöl á Patreksfirði 2.—8. ágúst. Dvöl í Búðardal 9.—12. ágúst. Dvöl í Stykkishólmi 12.—14. ágúst. iartas Ólafsson Undirhyggjan er of auðsæ til að verða dulin. Meðan Rvík er ein um mentaskóla kæra íhaldsmenn sig ekki um heimavist. En þegar þeir sjá, að Norðlendingar muni fá kröfu sinni fullnægt, bjóða þeir heimavistina heldur en að láta Rvík missa einokun á mentaskóla- náminu. — Þá vill greinarhöf. gera lítið úr aldurstakmarkinu og segir, að foreldrar geti engu síð- ur kostað börn sín í skóla þó að þau eigi að koma þangað innan 15 ára aldurs. En veit ekki þessi maður, sem sjálfur segist vera bóndasonur, að fjölda námsmanna utan af landi eiga enga foreldra, sem geta kostað þá í skóla, en verða að klífa hamarinn af eigin ramleik, þegar þeir hafa fengið þróttinn til að vinna fyrir sér. En ! þá eru þeir löngum orðnir of gamlir til að fá inngöngu í gagn- j fræðadeildina hér. En skoðun höf. á þessum efnum hefir auðsjáan- lega nærst af fákænsku þeirra manna, sem vildu gera afkomend- ur sína að nokkurskonar embætt- , ismannaaðli, en héldu þó að þeim . nægði uppeldið í fjósi mentaskól- . ans. — Núverandi mentaskóla- . stjór ætlar sér að svifta Ihalds- menn ráðsmenskunni í fjósinu, hversu vel sem G. A. S. og Jó- hann frá Kvennabrekku verja dymar. -----o---- Prestskosningin í Húsavík fór svo, aö Kiiútur Arngrímsson var löglega kjörinn sóknarprestur með 257 af 480 greiddum atkv. þórarinn þórar- ' insson cand. theol. tók umsókn sína 1 ai'tur fyrir kjördag. j Skosku stúdentamlr, sem skýrt var , frá í siðasta blaði, lögðu af stað heim- ; leiðis með Gullfossi í gær. Keptu þeir 1 við reykvísku knattspyrnufélögin 4 og auk þess 2 úrvalsflokka (A og B). ' Mjög fóru íslendingar halloka í leik- ■ um þessum. Aðeins einn flokkur ís- ; ienskur, úr félaginu „Víkingur" gerði 1 jafnan leik (2:2). Til samans skoruðu Skotar 23 mörk, en íslendingar að- eins ö í öllum sjö leikjunum. Yfir- burðir Skota virtust liggja i því, að ! þeir eru kvikari i hreyfingum og bet- ! ur samtaka en íslendingar. En ekki ; mun islensku knattspymumennina skorta þrótt á við þá. Á hjólhestum fóru 3 menn nýlega frá Akureyii til Borgarness, en það- an sjóveg til Rvikur. Voru þeir 5 daga á leiðinni. Pétur og Jón Þeir skrifa báðir um landnáms- sjóðslögin í Vörð síðast. Pétur Jakobsson málaflutningsmaður frá Skollatungu og Jón Þorláksson verkfræðingur og er sá einn mun- ur þessara ritverka, að grein Pét- urs er stutt og leiðinleg, en grein Jóns löng og leiðinleg. Af því grein Péturs er styttri, verður hún tekiri til athugunar. Mun líka frekar ástæða til að ræða við Pétur en Jón, um áhuga- mál Ihaldsflokksins, þar sem svo lítur út sem hann, Guðm. Jóhanns- son frá Brautarholti og ýmsir aðr- ir framtíðar stólpagripir íhaldsins séu að ryðja sér til rúms í flokkn- um og reka þá eldri flokksfor- ingja af stalli. Jónas Jónssen ráðherra á, sem öllum landslýð er kunnugt, hug- myndina um byggingar- og land- námssjóðinn. Átti hugmynd þessi mjög örðugt uppdráttar fyrst framan af og beittu Ihaldsmenn sér harðlega gegn henni. Bændur áttuðu sig þó fljótlega á því, að hér var um að ræða merkilegt mál og gagnlegt. Snerust æ fleiri til fylgis við það sem lengra leið, og þegar Ihaldsmenn sáu, að mál- ið hlaut fram að ganga á síðasta þingi, hvort sem þeim var ljúft eða leitt, greiddu þeir því atkvæði yfirleitt, og hafa síðan stært sig af því, að þetta sé sitt mál! Er það gamla sagan, sem altaf end- urtekur sig hjá Ihaldsflokknum: að hnupla málunum frá Fram- sóknarfloknum, þegar augljóst er, að þorri almennings er orðinn þeim fylgjandi. — „Bestu „prísar" Ihaldsflokksins eru Framsóknar- „prísarnir" eins og greindur bóndi orðaði það nýlega. Líklega er einhver efi hjá Pétri frá Skollatungu og Jóni Þorláks- syni um það, að almenningur fá- ist til að trúa því að Ihaldsflokk- urinn, en ekki J. J. eigi upptökin að lögunum um byggingar- og landnámssjóðinn. Þess vegna játa þeir, að ein grein laganna sé runn- in frá J. J. og reyna að sýna fram á skaðræði þessarar lagagreinar. Svo sem kunnugt er, lánar er mjólkin eitt hið hollasta og besta fæðuefni, sem vér höfum, og með því verði sem vér höfum reiknað hana er hún mjög ódýr, ' samanborið við önnur fæðuefni. Því er ástæða til að framleiðend- ur noti hana sem mest, í stað 1 ' þess að selja hana og kaupa öim- 1 ur dýrari og lélegri fæðuefni. Víða er mjólkurskortur hér á landi, einkum í bæjum og þorp- um, en margar sveitir hafa tölu- vert aflögu. Til þess að komast að raun um þetta hefir það verið reiknað út fyrir Suðurlandsundir- lendið, hve mikla mjólk menn þar gætu selt sér að skaðlausu. Þessi útreikningur er bygður á því, að hver kýmyt er reiknuð 2200 lítrar, en svo era hverjum í- búa reiknaðir 400 1. til heimilis- notkunar á ári. Þetta er dregið frá öllu mjólkurmagninu og það sem eftir er má ætla að bóndinn gæti selt. Eftir þessari áætlun hefðu þá bændur í Ámess- og Rangárvallasýslu átt að geta selt mjólk sem hér segir árið 1926: lítra Gaulverjabæjarhreppur .. 378800 Stokkseyrarhreppur .. .. 50400 Eyrarbakkahreppur .. .. 158600 Sandvíkurhreppur......... 281600 Hraungerðishreppur .. .. 323800 Villingaholtshreppur . .. 304200 Skeiðahreppur............ 367600 Gnúpverjahreppur .. .. 209600 Hrunamannahreppur . .. 395000 Biskupstungnahreppur. .. 295200 Laugardalshreppur . . . . 85000 j Grímsneshreppur.......... 255000 Þingvallahreppur........... 8800 j Grafningshreppur.......... 78000 Ölfushreppur............. 572000 Selvogshreppur............ 14600 Samtals í Ámessýslu 3461000 lítra Austur-Eyjafjallahr. . .. 215800 Vestur-Eyjafjallahr. . .. 291600 , Austur-Landeyjahr...... 279600 ' Vestur-Landeyjahr...... 290600 Fljótshlíðarhreppur .. .. 415200 Hvolhreppur............ 184000 j Rangárvallahreppur . . . . 260800 i Landmannahreppur .. .. 155400 Holtahreppur........... 208800 Ásahreppur ................ 504000 Samt. í Rangárvallasýslu 2805800 Ámessýsla............ 3461000 L Rangárvallasýsla . .. 2805800 1. 6266800 1. Aðalútkoman sýnir að á Suð- urlandsundirlendinu er aflögu 6,2 milj. lítra af mjólk, og ef meðer talin kúafjölgunin 1927, sem var 165 kýr, þá er aflögu 6,5 milj. lítra. Sé nú lítrinn reiknaður á 20 aura, er verðmæti mjólkurinn- ar 1,3 milj. kr. Nokkuð af þessari mjólk er nú selt til Reykjavíkur, og rjómi, smjör og skyr er búið til úr henni, og það fer sömu leiðina. Með söluna gengur misjafnlega og eigi er hægt að segja að bændur hafi fastan markað fyrir mjólk sína og mjólkurafurðir. En brýna þörf ber til að ráða bót á þessu, hér sem víðar. Lítum á hvað gert hefir verið í þessum^efnum: Um aldamótin byrjaði starf- semi rjómabúanna. Hún gekk vel til að byrja með og búunum fjölg- aði óðfluga, urðu jafnvel 30 að tölu á tímabili. Mest varð starf- semi rjómabúanna 1912. Þá vora flutt út 192000 kg. af smjöri og verðmæti þess var 342000 kr. En úr þessu fór að halla undan fæti. Búunum fækkaði og á stríðsár- unum fór alt út um þúfur. Flest þeirra hættu að starfa, aðeins 6 héldu áfram. Nú starfa 9. Rjóma- búin voru á sínum tíma þörf fyrirtæki, miðað við ástæður vor- ar og samgöngur, enda gerðu þau mikið gagn. En alt er breyting- um undirorpið, ekkert getur stað- ið í stað. Annað tveggja verður afturför eða framför. Hið fyrramiði að stefna að, o. fl., o. fl. varð hlutskifti rjómabúanna. Rjómabúunum var ætlað að starfa aðeins sumarmánuðina, þeg ar mjólkurframleiðsan var mest. Þetta var gott til að byrja með. Hin eðlilega framþróun hefði ver- ið að með aukinni ræktun og mjólkurframleiðslu hefði verið hægt að lengja starfstíma búanna og þau starfað alt árið, því bú- endum er það hentast að þurfa eigi að vera bundnir við sína mjólkurframleiðslu vissan tíma árs. En með rjómabúin gekk það sem svo margt hjá oss. Það er auðvelt að stofna og koma ýmsu á stað, en að halda því við og auka það er erfiðara. Rjómabúun- um hefir verið illa við haldið og lítið endurbætt. Samtímis hefir mjólkuriðnaður hjá nágrönnum vorum tekið stórfeldum fram- föram. Eigi er að undra þótt vér höfum dregist aftur úr. Hinsveg- ar verður það sagt rjómabús- stýrum vorum til hróss, að undra gott smjör hafa þær búið til, mið- að við húsakynni og áhöld, er þær hafa haft til umráða. Svo er þessi saga. Hin eðlilega framþróun eða vöxtur rjómabú- anna hefir eigi hepnast. Má þar um kenna ýmsum ástæðum, vönt- un á félagsþroska og föstu mark-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.