Tíminn - 04.08.1928, Qupperneq 2

Tíminn - 04.08.1928, Qupperneq 2
140 T2MINN fóður sparist á einhverri jörð, og þá er spumingin hvort heldur eigi að fækka ánum eða fá fóður- bæti. Þetta fer náttúrlega nokkuð eftir verðlagi á sauðfjárafurðum í haust og verðlagi fóðurbætisins hinsvegar. Hvorugt er fastákveð- ið enn, en miklar likur eru til að það verði svo, að betur borgi sig að gefa fóðurbæti, en fækka sauð- fjárstofninum. Búnaðarfélag Islands ætlar sér að láta rannsaka töðu, svo mynda megi sér skoðun um hvemig hún er, mun þá verða reynt að hlut- ast til um að bændur geti fengið sem besta og ódýrasta fóður- blöndu, til að gefa kúm með töð- unni, og verður reynt að skrifa ítarlega um það eins fljótt og hægt er. Þá verður líka fengin vissa um kjötverð, og þó verðlag fóðurbæt- is breytist nokkuð, þá verður þá komið svo nærri haustinu að hæg- ara verður að ræða um það þá en nú. En nú vildi eg segja þetta: Bændur, fóðríð ekki óþarfa hross — tamin eða ótamin — á þeim litlu heyjum, sem þið fáið. Reynið að losa ykkur við þau. Fóðrið ekki stritlur, sem aldrei komast nema í 8—10—12 merkur eftir burð, hvernig sem dekrað er við þær, og athugið hvort þið ekki getið sparað töðu með því að gefa færri kúm en þið nú gerið, en gefa þeim betur. Eg er sannfærður um, að mikið hey má fá aflögu til fjárins með þessu tvennu, og til þess að fá ykkur til að hugsa um það yfir orfunum það sem eftir er sláttar- ins hefi eg skrifað þessa grein, í þeirri von að einhverjir komist að sömu niðurstöðu og hafi þessa not. 28. júlí 1928. Páll Zóphóníasson. ----o---- Á víðavanáí Tryggingarstofnun ríkisins. Síðasta þing samþykti, að sam- eina Brunabótafélagið, Slysa- trygginguna og Samábyrgð fiski- skipa undir einni stjórn. Nefnast þessar stofnanir í einu lagi Tryggingarstofnun ríkisins. For- stjóri hennar á að hafa 4 þús. kr. að byrjunarlaunum auk dýr- tíðaruppbótar, en á 9 árum hækka þau upp í 5 þús. kr. Nú er rekst- ur þessara stofnana ákaflega dýr. 1926 kostaði stjóm þeirra sem hér segir: Forstj. Brunabótafél. .. 6038,50 Forstj. Samábyrgðar .. 9500,00 Stjórn Slysatryggingar .. 6000,00 Samtals 21588,50 Tölumar tala. HVer er ástæðan? Mbl. hefir látið sér mjög ant um að reikna út dagkaup ríkis- gjaldanefndarinnar og telja al- menningi trú um, að hún hafi orðið óhæfilega dýr. Sannleikurinn er sá, að nefndarmenn í ríkis- gjaldanefndinni hafa fengið háð- ungarborgun samanborið við það, sem venja var að greiða fyrir nefndarstörf á stjómartíma 1- haldsmanna. Og annað hafa þeir gert, sem furðulegt hefði þótt í nefndum Ihaldsins: Þeir hafa ein- ungis tekið kaup fyrir þann tínaa, sem þeir hafa unnið. En meðal annara orða: Hvar var Mbl. og Jón Þorláksson með reikningslist sína árið 1926, þegar einum skrif- stofustjóranum í stjómarráðinu voru greiddar kr. 56,25 til jafn- aðar á dag alt árið fyrir störf í þágu hins opinbera og banka- stjóra í Islandsbanka kr. 109,59 á dag? Því þegir Mbl. um dagkaup þeirra Guðm. Sveinbjömssonar og E. Claessen, en ætlar af göflum að ganga, þó að Bjöm Bjamar- son, Hannes Jónsson og Haraldur Guðmundsson fái aðeins lítið brot af hinum ríflegu daglaunum 1- haldsáranna? Skýringin er þessi: Mbl. er illa við ríkisgjaldanefnd- ina. Kaupmenn og kinnroði. Jón Þorláksson og Sig. Eggerz héldu nokkurskonar pólitískan fund með búðarþjónum úr Rvík á Álafossi í fyrradag. Þá sagði J. Þ. meðal annars, að kaupmanna- stéttin hefði sömu þýðingu fyrir þjóðfélagið eins og blóðið fyrir líkamann. Síðan talaði Jón mjög fagurlega um hinn töfrandi roða, þegar blóðið hlypi fram í kynnar unga fólksins. En hann hefði gjarnan mátt halda líkingunni á- fram og vekja athygli á því, að íslenska þjóðin hefir oft haft á- stæðu til þess að roðna fyrir kaupsýslumenn sína. Pétur dugir betur! Eesendum Varðar má vera í fersku minni, að þeir Pétur Jar kobsson frá Skollatungu og Jón Þorláksson hófu báðir í einu árás á 9. gr. laganna um Byggingar- og landnámssjóð. Ritsmíðar beggja voru þunnmeti, en þó meira vatnsgrautarbragð að grein Jóns. Var sýnt í upphafi, að Pét- ur mundi lengur þrauka. Nú er og raunin á, að Jón gafst upp eftir að hafa fengið áminningu í Tím- anum, en Pétur heldur uppi vöm- inni fyrir báða í síðasta tbl. Varð- ar. Má vel óska Ihaldinu til ham- ingju með að eiga í fylkingar- brjósti þvílíkt pólitískt skart- menni sem málafærslumanninn frá Skollatungu. ----o---- Frá útlöndum. — Enskir kristniboðar hafa fundið upp það snjallrœði að reka trúboð með auglýsingum. Gefa þeir til kynna ýmiskonar fróðleik um kristindóminn og bjóðast til að útvega bækur um hann. Japanar eru fróðleiksgjamir og lestrarfúsir og þykir þessi aðferð bera góðan árangur. — Englendingar nokkrir fóru í vor í bifreiðum yfir Kalaharieyðimörkina i Suður-Afriku, 400 enskar mílur á 12 dögum. Sú leið, sem þeir fóru hefir aldrei áður verið farin af hvíturn manni. — Eitt elsta skip heimsins er enska herskipið „Victory", sem sjóhetjan íræga Nelson barðist á við Trafalgar. það er nú 169 ára gamalt. Vitanlega er það ekki iengur notað í sjóorust- um, en Englendingar líta á það, sem helgan grip. Hefir nýlega verið gert, við það, og þvi breytt svo, að það líti út sem líkast og það var um það ieyti, sem hin mikla sjóorusta stóð við Traíalgar. þó að „Victory" só að- allega þekt sem „skip Nelsons" hefir það borið fjölda af frægustu sjófor- ingjum Breta og tekið þátt i mörgum stórorustum og jafnan reynst sigur- sælt. Síðan 1912 hefir það legið á höfninni í Portsmouth, en þar er ann- að aðalherskipalægi Englendinga. — Dauðaliafið, s.em allir þekkja úr sögunni um Sódóma og Gomorra, hefir á síðustu árum dregið mjög að sér athygli hinna hagsýnni Evrópu- manna, sem nú hafa forráð landsins helga. Vatn þetta liggur 400 metrum neðar en yíirborð sjávar og á sér þvi ekkert afrensli. En Jordan hefir nú óldum saman borið út i það allskon- ar föst efni og efnasambönd úr fjöll- unum íyrir norðan og þau hafa sest að í vatnsbotninum. Er vatnið fyrii' löngu svo salt orðið, að þar má ekk- ert venjulegt vatnadýr lifi halda, og af því hefir það nafn sitt. En nú hafa menn uppgötvað, að í framburði Jordan séu fólgin ómetanleg auðæfi. Eru það ýmiskonar „sölt“, sem hægt er að nota til áburðar. Mundi hag- nýting þeirra auka stórkostlega áburðarframleiðsluna i heiminum. Ýms félög hafa sótt um sérleyfi til að vinna þessi efni úr Dauðahafinu. Hafa sérleyfisbeiðnir þeirra verið til umræðu i parlamentinu enska, því að Englendingar ráða mestu i Gyðinga- landi, þó að það heiti sjálfstætt ríki. Baunar er það undir vemd þjóða- bandalagsins og sömuleiðis hin svo- nefnda Transjordania, landið íyrir austan Jórdan. Er hagnýting verð- mætanna í Dauðahafinu því alþjóða- mál og má búast við reipdrætti um hana. Auk þess verður hún vegna erfiðra náttúruskilyrða allmiklum erfiðleikum bundin. þarf að leggja járnbraut yfir torfærur miklar .frá Miðjarðarhafi austur. þá er það al- varlegt atriði að loftslagið niðri við Dauðahafið er mjög óholt, svo að eng- in tiltök væru að hafa þar verka- mannabústaði. Ef eigi fyndust ráð til að draga úr óheilnæmi þess, yrðu verkamennimir að búa uppi í fjöll- unum fyrir vestan og mættu eigi haf- ast við niðri i dalnum, nema þann hluta dagsins, sem þeir vœm við vinnu. Og sennilega verða einhverjir, sem óttast, að á þá muni rigna eldi og brennisteini eins og hina óguð- legu, sem þennan stað bygðu á dög- um Abrahams. — Fiskimenn i Manitobafylkinu i Canada eru nú 1 þann veginn að stofna með sér sölusamlag. Hin stóru vötn Canada eru mjög fiskauðug, og er allmikið flutt út úr landinu af veiðinni. En fiskverslun hefir undan- farið verið svo að segja eingöngu í höndum nokkurra manna í New York. Hefir það fyrirkomulag reynst fiskimönnum harla óheppilegt, því að hinir erlendu milliliðir hafa hirt hróðurpartinn af andvirðinu. Er nokkuð síðan samlagshugmyndinni var hreyft á sambandsþingi Canada, og má nú vænta henni eindregins stuðnings írá hálfu löggjafarvalds- ins. Fréttir. Hrossasýningar voru haldnar í vor í Eyjafjarðar-, Skagafjarðar og Húna- vatnssýslum. í Eyjafirði voru haldn- ar 2 héraðssýningar, fyrir innri hluta sýslunnar í Reykárrétt, en fyrir ytri hluta sýslunnar á Reistará. í Skaga- firði voru haldnar 2 héraðssýningar, önnur i Garði, hin í Stokkhólma í Vallhólminum. I Austur-Húnavatns- sýslu var haldin héraðssýning á Kag- aðarhóli. í Vestur-Húnavatnssýslu voru haldnar 2 héraðssýningar, önn- ur að Tjörn á Vatnsnesi, hin á Stað- arbakka í Miðfirði. Auk þess voru 3 afkvæmasýningar í Skagafirði. (Af- kvæmin borin saman við mæðurnar til þess að sjá hvaða áhrifum stóð- hesturinn hefir valdið). Af saman- burði á sýningunum fyrr og nú virð- ist augljóst, að stóðhestum fækki, an batni, og má sennilega þakka það hrossarœktunarfélögunum. þau eru nú 23 alls og starfa nokkur þeirra með fleiri en einum stóðhesti. Á sýn- ingunum í vor voru sýndir 49 stóð- hestar fullorðnir og 17 þriggja vetra. Fimtán hlutu fyrstu verðlaun, en átján önnur verðlaun. Tilhögun 1. verðlauna er nú sú, að 50 kr. eru veittar úr Sýningarsjóði, en auk þess leggur Búnaðarfélag íslands til verð- launanna 50 kr. á hvern hest, er fær 1. verðlaun. Eru því 1. verðlaun ii hest alls 100 kr. Svipaðar reglur gilda um önnur verðlaun og afkvæmasýn- ingar. Jóhannesi Reykdal á Setbergi hefir verið veittur styrkur til þess að kaupa heyþurkunarvél. Upphaflega stóð til að fá heyþurkarvélina írá Englandi, en al þvi varð ekki, heldur er hún smíðuð i Hvammi, eftir enskri fyrir- mynd, en teikningar að vélinni gerði Ben. Gröndal verkfræðingur. Af hálfu Búnaðarfélags íslands verður við til- raunimar verkfæratilraunanefndin, en.í henni eru Árni G. Eylands verk- færaráðunautur, Halldór Vilhjálms- son skólastjóri á Hvanneyri og Magn ús þorláksson bóndi á Blikastöðum. Páll Zóphóniasson ráðunautur Bún- aðaríélags íslands í nautgriparækt og sauðfjárrækt, er nýkominn úr ferða- lagi um ýmsar sýslur landsins. Naut- gripasýningar voru haldnar í Norður- þingeyjarsýsiu, Norður- og Suður- Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu, alls 32 sýningar. Sýndar voru 889 kýr og 51 naut. Önnur verðlaun íengu 98 kýr. 317 fengu 3. verðlaun, 1 naut 2. verðlaun og 12 fengu 3. verðlaun. Fyrirlestra hélt ráðunauturinn 34 alls í íerðalagi þessu. Voru þeir um naut- gi'iparækt. — í sýslum þeim, sem hér er minst á, eru engin nautgriparækt- unarfélög sem stendur, en áhugi er að vakna fyrir stofnun þeirra. Sandgræðsla. Við Strandakirkju er ákveðið að setja sandgræðslugirðingu í sumar. Verður hún um 8 kílómetra löng og nær 400 hektarar að flatar- máli innan hennar. Vandað efni til girðingarinnar er þegar pantað. Bygg- ingar (bæjar- og peningshús) er verið að undirbúa í Gunnarsholti, stærstu sandgræðslustöðinni austanfjalls. Er hún yfir 2000 ha, að stærð. í fyrra fengust í stöðinni um 1800 hestar af heyi. Aðeins lítill hluti af stöðinni er grasi gróinn enn þá. Gott útlit með grasvöxt þar nú. — Nýjar sand- græðslustöðvar hafa nú í ár verið settar í þykkvabæ, Rangárvallasýslu. þar eru girtir allir sandamir, sem liggja meðfram sjó, milli þjórsár og Hólsár. Var sett girðing á milli ánna, 10 kílómetra löng. Svæðið þar fyrir framan er nær 3000 ha. stórt. Sand- græðslugirðing var lögð á Kambsheiði í Holtum. Eru það einir 7 bæir, sem eiga land að henni. Er sandgrœðslu- við barnaskólann á Akureyri er laus frá 1. okt. næstkom- andi. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist skólanefndinni fyrir 1. sept. Þess só getið, hverjar námsgreinir umsækjandi telur sér hentast að kenna. við barnaskólann á Siglufirði er laus frá 1. okt. næstkom- andi. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist skólanefndinni fyrir 1. sept. Þess sé getið, hverjar námsgreinir umsækjandi telur sér hentast að kenna. Kvöldskóli Ríkarðs Jónssonar fyrir hagleiksmenn og hannyrðakonur á öllum aldri, byrjar snemma í október. Kent er: Fríhendisteikning, mótun útskurður (íslenskur stíll). Lækjargötu 6 A. Sími 2020 Lýðháskólinn í Voss Lýðháskólinn í Vosa byrjar 7. október næstkomandi og stend- ur yfir til páska. Undirritaður gefur skýringar um skólann og tekur á móti um- sóknum. Um 60 Islendingar hafa stundað nám í lýðháskólanum í Voss. öystein Eskeland, Voss, Noreg. Athug’ið þetta: Að sjálf efnarannsóknastofa ríkisins telur nú kaffibætinn „Sóley“ jafngóðan eða betri en erlendan, þá er fengin trygg- ing fyrir gæðunum. Kaffibrensla Reykjavíkur girðing þessi 8 kílómetxa löng. Svo hei'ir verið sett girðing á Keldum á Rangárvöllum. Loks hefir verið kom- ið upp sandgræðslustöðvum á Mýri i Bárðardal og Bjamaslöðum í Bárðar- dai. Eru það fyrstu sandgræðslustöðv- arnar norðanlands. Sandgræðslustöðv- ar eru oi'ðnar um 20 alls. Sunnudaginn 5. ágúst gengst Ung- inennasamband Borgarfjarðar fyrir skemtisamkomu á iþróttamótssvæö- inu hjá Ferjukoti, sem er skamt fra þar sem verið er að reiða hið mikla mannvirki, Hvítárbrúna. Á samkorri- unni verður háður knattspyrnukapp- leikur á milli Reykdæla og Borgnes- inga, kappreiðar fara fram, ræðuhöld, dans o. fl. Aliur ágóði af samkom- unni á að renna í alþýðuskólasjóð Borðíirðinga. Er skemtunin einn lið- ur í íjársöfnun borgíirsku ungmenna- félaganna til að reisa nýjan alþýðu- skóla i héraðinu, en það er mesta áhugamál félaganna nú. Tuttugu tófuhvolpum náði maður nokkur á Vopnafirði í vor og seldi þá fyrir 1700 krónur alla. Fékk hann 230 kr. fyrir mórauða og 30 krónur íyrir gráa. Annar maður í Jökulsár- hlið náði 10 og fekk 1300 krónur fyr- ir þá. 2200 hesta af töðu er Thor Jensen búinn nð fá í hús í sumar á búum sinum i nágrenni Rvíkur. Sáðslétt- urnar á Korpúlfsstöðum hafa aldrei verið betur sprotnai' en í ár. Á Norðfirði gerðist fyrir nokkrum dögum atburður, sem þótti tíðindum sætu. þangað kom franskt fiskiskip, sem átti ógreidd hafnargjöld á Fá- skrúðsfirði og Hornafirði og hafði hreppstj. á Norðfirði, sem mun vera Páll G. þorinar, verið falið að inn- lieimta þau. Fór nú hreppstjóri til fundar við skipsmenn, en hafði af þeim kaldar viðtökur og varð að hröklast i land aftur við erindisleysu. En eigi vildi hreppstjóri þola ofbeldi útlendinga þessara, og fór því um borð á ný vel liðaður. Ætlaði skip- stjóri i fyrstu að verja hreppstjóra og mönnum hans uppgöngu á skipið, en þeir náðu henni eigi að síður. Tókst lireppstjóra á þann hátt að koma lögum yfir ofbeldismennina og innheimta lögmælt gjöld. Réttarhöld munu hafa staðið yfir á Norðfirði út af máli þessu. Undaniama daga hefir verið unnið að jarðborun hjá þvottalaugunum við Reykjavík i því skyni að leita að heitum vatnsæðum. Hefir þegar tekist að finna eina slíka æð og ætla menn að hún muni nægja a. m. k. til þvotta fyrst um sinn. Verðfall Gef 10°/0 afslátt frá verði því, sem skráð er í verðskrá minni frá’1927. Athugið verð- skrána. Biðjið um verðskrá. Vönduð vinna fljót afgreiðsla Einar® O. Kristjánsson gullsmiður ísafirði. Slys. Mótorbátur frá Vestmanneyj- um fór 20. þ. m. upp að Eyjafjalla- sandi með farþega. í lendingu var skotið út báti og ætluðu 7 menn í honum í land. En bátnum hvolfdi í lendingunni. Ein kona druknaði, Elsa Kristjánsdóttir í Vestmannaeyj- um, og annar maður slasaðist tals- vort. Skýrslur ríkisgjaldanefndarinnar II. IV„ eru nýkomnar út. II. skýrsla er um rekstur nokkurra þjóðfélagsstofn- ana, ásamt skrám um starfsmenn þeirra og launakjör við þær árið 1926. í III. skýsrlu eru ýmsir útgjaldaliðir greindir sundur til glöggvunar, og loks er þar stórmerkilegt yfirlit, yfir heildartekjur ýmsra starfsmanna rík- isins eða opinberra stofnana. Er þar f;ert í eitt föst laun og aukatekjur, og dylst engum, sem það les, að mörg ei' matarholan hinna meiri aflamanna í þjónustu lanrlsins. IV. skýrsla er um kostnað ríkissjóðs af framkvæmd berklavarnalaganna árin 1925—1926. Er hann þar sundurliðaður eftir föngum. — Allir þeir sem láta sig máli skifta hversu fé ríkisins hefir vqrið varið á undanförnum árum, eiga að lesa skýrslur þessar. Foreldrarl Ávalt skal vefja nafla- liindi (Flonelsbindi) um barnið fyrstu 6 víkurnar. Kaupið Mæðrabókina eft- ir próf. Monrad. Kostar kr. 4,75. (Augl.). Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Símí 2219. Laugaveg 44. Prentam. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.