Tíminn - 11.08.1928, Side 2

Tíminn - 11.08.1928, Side 2
142 TIMINN "7 aður og yfirleitt er landið hvergi notað sem skyldi. Nú er komin upp sterk hreyfing fyrir því að búta sundur stórjarðimar og reyna að koma upp stétt sjálfs- eignarbænda, en hér er við ramm- an reip að draga, hví ekki slepp- ir aðallinn yfirráðum yfir eign- um sínum fyr en í fulla hnefana. En á því veltur framtíð Rúmeníu sem sjálfstæðs ríkis, að lausn fá- ist á þessum málum, og stjómin hefir erfitt hlutverk með hönd- um, að koma á samkomulagi milli aðalsmanna og leiguliða og milli hinna ýmsu þjóðflokka og trúarflokka er landið byggja. H. H. --o--- Á víðavangi. Réttarrannsókn er hafin út af Menjumálinu svokallaða. Eins og menn muna bar það við í blíða veðri vestur á Hala í vor, að botnvörpungurinn Menja tók alt í einu að leka svo að ekki varð við neitt ráðið, og sökk hann á skömmum tíma. Vakti atburður þessi hinn mesta óhug manna, og því meiri þegar það vitnaðist, að nýlega hafði far- ið fram lögskipuð öryggisskoðun á skipinu. Vöknuðu ýmsar spum- ingar sem illa gátu samrýmst. Er ekkert gagn að hinu lögskipaða eftirliti? Eru sjómennimir, sem sendir eru út á hafið hverju sem viðrar, engu að bættari fyrir skipaskoðuninni ? Eða var skoðun- in í lagi og skipið traust? En hvers vegna sökk það þá í blíð- skaparveðri? — Réttarrannsókn- in er fyrirskipuð af dómsmálaráð- herra eftir tilmælum atvinnu- málaráðuneytisins og verður framkvæmd af hr. Halldóri Júlí- ussyni sýslumanni. Vélstjórinn af Menju, Jón Hjálmarsson, hefir verið settur í gæsluvarðhald. 2. ágúst, sem um eitt skeið var hátíðar- dagur til minningar um einn á- fangann í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar er nú orðinn að ár- legum skemtidegi verslunarmanna hér í Reykjavík, og þá öllum verslunum lokað. Að þessu sinni var samkoma stéttarinnar að Ála- fossi og þar sitthvað til skemtun- ar. Er orð á því gert hversu skemtun þessi hafði farið vel fram og prúðmannlega, naumast sést vín á nokkurum manni, og hefir það þó viljað brenna við undanfarið á útiskemtunum sem þessari. Og þá þykir umferðin um vegina á slíkum dögum bera vott um „nýtt stjómarfar" eins og einn merkur maður komst að orði. Mun mega þakka það hin- i um lögskipuðu eftirlitsmönnum, enda þeir nú orðnir fáir Reykvík- ingarnir sem telja eftir bílkaupin i og þóknunina sem fómað er fyrir þá stjómarbót. Gengið á krukkum. Minnisstætt er mönnum þegar ritstjórar Morgunblaðsins héldu að danska heitið á hækjum (Krykker) þýddi krukkur á ís- lensku. Og hálfu afkáralegra varð þetta fyrir það, að kýmnisagan sem þeir voru að endursegja tap- aði sér gersamlega við þennan misskilning, og varð vitleysa ein. Slíkt kom ekki þvert á gáfnafar Morgunblaðsritstjóranna. En sá sem þetta ritar kom til Hafnar- fjarðar nú í vikunni og sá þar böm vera að ganga á krukkum. Höfðu þau þrætt spotta gegnum laggir á pjáturkrúsum og héldu í spottana þegar þau gengu. Hafa börnin heyrt hina frægu setningu um að „ganga á krukkum" og þess vegna fundið upp á þessum leik, því hitt er ólíklegra að börn- in séu að skaprauna hinum sein- heppilegu blaðamönnum með því að finna upp á þessu. Munu fáir bamaleikar eiga kátbroslegri sögu að baki sér en þessi leikur bamanna í Hafnarfirði. Langa grein birtir Morgunblaðið í gær þess tilefnis að tveim úr milliþinga- nefndinni 1 landbúnaðarmálum var falið það af landsstjórninni í | fyrrahaust að undirbúa fyrir síð- astliðið þing hjúalög og löggjöf um bygðaleyfi, og fengu þeir nokkra borgun fyrir þá vinnu. Um þetta mál er það að segja að Alþingi 1927 fól stjóminni að láta undirbúa þessi mál, svo að um vanrækslu hefði verið að ræða ef landsstjórnin hefði ekW látið gera það. Ekki var að því fundið á þinginu enda lá það mjög beint við, að þingmönnum úr landbún- aðarnefndinni væri falið starfið, enda leystu þeir það svo af hendi ! að hjúalagafmmvarp þeirra er ! nú orðið að lögum. En Mbl. þyWr ! það óhæfa að þriðja manninum í | milliþinganefndinni, Þórami Jóns- syni var eigi falið að vinna þetta með hinum. En kunnugir munu minnast þess að Þórarinn átti fleira að vinna en milliþinga- nefndarstarfið í haust sem leið. Á sama tíma endurskoðaði hann líka landsreikningana, og tók að sjálfsögðu sérstaka borgun úr ríkissjóði fyrir það. En hinir nefndarmennirnir höfðu ekkert slíkt aukastarf með höndum. Loks segir Mbl. að frumvarpið um bygðaleyfi hafi alls ekki kom- ið fram og spyr hversvegna það ekki hafi komið fram. Spumingin er ákaflega Morgunblaðsleg, því að frumvarpið kom fram og var af hlutaðeigandi ráðherra fengið í hendur þeirri þingnefnd sem það heyrði undir. I þeirri nefnd átti meðal annars sæti Magnús Guð- mundsson og getur Mbl. spurt hann að því hvers vegna nefndin skilaði málinu ekki frá sjer. — Er nú orðið fátt um fína drætti er Mbl. ritar langa grein um slíkt mál sem þetta. Frumhlaup mikið hefir hr. Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík farið gegn Sæ- mundi Oddssyni póstafgreiðslu- manni í Garðsauka. Hófst það með því að Gísli sendi aðalpóst- meistara svolátandi símskeyti: „Eystri-Garðsauki virðist undir núverandi kringumstæðum aló- mögulegur staður fyrir Suður- lands mest áríðandi póstaf- : greiðslu. Rökin til þessa era öll- I um auðsæ. Sýslumaður". — Til- | efnið til þessarar kæra mun hafa verið það, að áætlunarlaus auka- póstur frá Vík komst ekki til Reykjavíkur eins fljótt og ætlað var, og mun hafa orðið að því nokkur bagi sakir þess að bréf náðu eigi í skip til útlanda það er ætlað var. Fór því fjarri að j Sæmundur Oddsson ætti sök á þessu, þar eð hann gerði hvora- | tveggja að senda í veg fyrir bif- j reiðina og síma aðalpóststofunni í Reykjavík hvemig á stæði, svo hún gæti gert ráðstafanir til þess að stöðva bifreiðina á næstu við- komustöð og snúa henni aftur. En aðalpóststofan fekst ekki um það. Er þetta staðfest með vottorði hlutaðeigandi bifreiðarstjóra og ! ennfremur með vottorði hr. j Björgvins Vigfússonar sýslu- manns. En svo er Gísli Sveinsson i vinsæll málflutningsmaður „í j sinn hóp“, að svo virðist af skjöl- um málsins, sem hann hafi um i sinn verið búinn að fá sjálfan ! aðalpóstmeistarann á sitt mál. Má meðal annars marka það á því að aðalpóstmeistara mun í alvöra hafa komið til hugar að flytja póstafgreiðsluna frá Eystri-Garðs- auka. En svo hefir þetta alt farið prýðilega í lokin, aðalpóstmeistari hefir í samráði við yfirmann sinn sent Sæmundi póstafgreiðslu- manni fullkomið sýknuskjal af kærunni, en Gísla Sveinssyni hinsvegar hæfilegar átölur fyrir frumhlaupið. Jafnframt mun póst- meistari upp á sitt eindæmi hafa veitt Sæmundi í Garðsauka nokkra hækkun á póstafgreiðslu- laununum, með því líka að ann- irnar við starfið hafa aukist. En þótt ritstjóri Tímans „sé ekki dómsmálaráðherra“ þá þætti hon- um fara betur á því að Gísli Sveinsson legði af sér sýslu- mannshúfuna rétt á meðan hann er að semja slíkar kærar og þá er að framan greinir. ----o---- íhaldið | og Jafnaðarstefnan Meðal ýmsra íhaldskrása á borð- um síðasta „Varðar“ er ofurlítil krús með hinum alkunna uppá- haldsdrykk flokksblaðanna, sem þau ætlast til að svífi á kjós- endurna fram til næstu kosninga, sósialistarógnum um Framsóknar- flokkinn. Þessi sopi er bórinn fram sem ómengað pólitískt þriggja stjömu koníak* *),en reyn- ist ekki annað en lélegt heima- brugg eins og venja er um þessar góðgerðir blaðanna. Eg á hér við : ritsmíðina undir „gæranni". Þar er m. a. sagt að „heyrst hafi“ (samanber ólyginn sagði mér), að I eg hafi sagt á fundi í Reykholts- dalnum um eitt af málum þeim ! er náðu samþykki síðasta þings, að það væri „spor í áttina, að : létta því böli af þjóðinni að ein- : staklingarnir ættu framleiðslu- tækin“. j Já, það er nú sitt af hverju sem íhaldsmenn „heyra“ nú á ! „þessum síðustu og verstu tím- : um“. En hitt hefir viljað sannast raunalega á þeim að „heym er ! þeim hægri sljó, en vinstri þeir I heilli halda“ o. s. frv. Og hér hef- j ir það nú farið svo,' að nokkuð af því sem eg sagði hefir lent á vinstra eyranu og borið ávöxt með j stöðuglyndi, en sumt og þar á *) Greinin var merkt með þrem stjörnum. meðal niðurlag setningarinnar hefir verið svo óheppið að villast inn í hægra eyrað, og því fallið í grýtta jörð. Setningin verður því eins og hálf-afbökuð og hálfkveð- in vísa, en botninn hefir orðið eftir uppi í Borgarfirði. Misskilningur tiltölulega mein- laus þó, (og stafar víst af þessu með eyrað) er það að áðurgreind ummæli hafi fallið um „eitt af málum þeim, er náðu samþykki síðasta þings“. Þau vora ekki sögð út af umræðunum um ísa- fjarðarábyrgðina, heldur um stofn un Samvinnufélags ísfirðinga. Og ummælin era að mestu rétt að öðru leyti en því að í þau vant- ar eitt orð og niðurlag setningar- . innar. Ef bæði eyrun hefðu verið í lagi mundi setningin hafa verið birt þannig: Stofnun samvinnu- félags Isfirðinga er spor í áttina, að létta af þjóðinni því böli að örfáir einstaklingar eigi fram- j leiðslutæki, sem fjöldi manna á ; alt sitt undir. Og til að skýra i þetta nánar, tók eg dæmi af at- I vinnurekstri bændanna sem sjálf- j ir eru herrar yfir þeim fram- leiðslutækjum, sem þeim era nauðsynleg til viðhalds lífinu. Og þegar að einstaklingskrafturinn ekki nær lengra, þá taka þeir höndum saman og mynda sam- vinnufélög um verslun afurða og aðdrætti, sláturfélög, mjólkurfé- lög, kaupfélög og fleira og verða þannig sjálfir herrar yfir allri sinni framleiðslu, beint og óbeint. Það er þessi leið sem íslenskum sjómönnum hefir verið bent á með stofnun Samvinnufélags Is- : firðinga, - í stað þess að eyða ! kröftum í ófrjóa deilu um kaup og kjör við menn sem eiga að : vera þeirra samherjar og bræður í atvinnurekstrinum, þá er fram- leiðslutækjunum stjórna, en nú- , verandi skipulag oftast gerir að : andstæðingum, og eykur tor- trygni og úlfúð á báða bóga. — Það er böl. Jafnréttið í atvinnurekstri ís- lenskra bænda, þar sem sam- vinnufélögin hafa náð nokkurri | fótfestu, er að mínu áliti á svo ! tryggum grunni sem hægt er að gera kröfu til um okkur breiska 1 og misjafna menn. Þar er öllum trygður réttlátur afrakstur eigna : og vinnu eftir því sem næst verð- ur komist. Hinu sama á sjávarútvegurinn að geta náð með frjálsri sam- vinnu einstaklinganna. En fyrir- komulagið á rekstri hans er nú Nýjungar í framleiðslu mjólkurafurða. Alstaðar þar sem ræktun er mikil og þar af leiðandi fram- leiðsla landbúnaðarafurða mikil, verður samkepnin á markaðinum meiri og meiri eftir því sem fram- leiðslan á vöranum eykst, og þar hlýtur aukin framleiðsla og fram- boð á einni vörutegund að þrýsta verði hennar niður. En minki aft- ur á móti framboðið svo að veru- leg eftirspurn verði á vörunni, hlýtur þetta að orsaka hærra verð. Þetta er alþekt og algilt lög- mál og á sjer eins stað með mjólk og mjólkurafurðir eins og hverja aðra vöru. Þar sem mjólkur- og mjólkur- afurða-magn er það mikið, saman- borið við eftirspum á vörunum, að samkepnin þvingar verðinu það langt niður, að það nálgast raun- veralegan framleiðslukostnað, er það eðlilegt að mjólkur framleið- endur hafi augun opin fyrir hverri nýjung, sem fram kemur í íramleiðslu mjólkurafurða. Því hver siík nýjung gæti orðið til að gefa þeim hærra verð fyrir mjólWna. Og þó framleiðslan og samkepnin sje ekki það mikil að verðið nálgist hinn raunveralega framleiðslukostnað, þá er samt sem áður auðvitað rétt fyrir fram- leiðendur að vera altaf með augun opin fyrir hverri nýrri leið sem opnast og gæti orðið til að ljetta á markaðinum og hækka verð mjólkurinnar, bæði beinlínis og óbeinlínis. Beinlínis með því að þessi nýja vörategund gæfi meira verð fyrir mjólkina en áður hef- ir fengist, og óbeinlínis á þann hátt, að nýjungin þarfnast nokk- ! um hluta af mjólkurmagninu, ; þannig að það sem eftir verður ! getur þá náð hærra verði. Hjer á landi er nú að vakna allmikill og almennur áhugi fyrir íramleiðslu mjólkurafurða og með það fyrir augum skrifa eg þessai- línur, ekki minst þess vegna að margir framleiðendur, þó einkum í nágrenni Reykjavík- ur, eru mjög áhyggjufullir yfir ! hvað hin aukna ræktun muni auka mjólkurframleiðsluna mikið og ; orsaka lækkun á mjólkurverði svo til vandræða horfi. Þessir menn 1 hljóta að taka með gleði á móti 1 öllum nýjungum í framleiðslu mjólkurafurða. En áður en jeg tala um þær nýjungar, sem jeg vildi nefna hjer, er rjett að gefa dálítið al- ment yfirlit yfir efnið, til að svara þeirri spumingu hvort við þurf- um nýjungar á þessu sviði til að létta á markaðinum eða ekki. íbúatala landsins er um 100,000 og kúatalan er 18,675, eða 18,6 kýr fyrir hverja 100 íbúa. Mjólkurmagn kúnna er eftir tölum nautgriparæktarfjelaganna um 2300 lítrar á ári, en þar sem gera má ráð fyrir að nautgripa- ræktarfélögin séu nokkuð hærri en hið raunverulega meðaltal landsins, vil eg ekW áætla að meðalkýr mjólki meira en 2200 lítra á ári. Sé reiknað með þess- ari tölu er mjólkurframleiðslan hér 41,085000 kg. mjólkur á ári, eða 411 lítrar á hvern íbúa lands- ins. En 411 lítrar mjólkur og mjólk- urafurða er fremur lítil neytsla, og er sanngjarnt að áætla neytsl- una, þegar reiknað er með bæði mjólk og mjólkurafurðum, 500 lítra á hvem íbúa á ári. Eftir þessu ætti að vanta um 9 milj. lítra mjólkur á ári eða um 4000 kýr til þess að fullnægja þörfum landsmanna á þessu sviði. Lesendurnir undrast líklega yfir þessu og spyrja hvort þetta sé rétt, hvort það sé virkilega skort- ur á mjólk í landinu, og svarið við þessu verður jákvætt, það sýna best innflutningsskýrslum- ar. Árið 1925 var flutt til landsins: kg. verð 123,255 ostur 206,862 kr. 2,273 smjör 12,229 — 375,064 niðurs. mjólk 419.587 — 638,678 kr. Þótt þessi innflutningur svari ekki til að það vanti 4000 kýr til að fullnægja þöríum landsmanna 1 með mjólk og mjólkurafurðir, þá ( sýnir hann samt að þörf fyrir meiri mjólkruafurðir er í landinu, ; og neysla þeirra mundi vafalaust aukast ef verðið á þessum vörum ! væri lægra, og menn fengju þær sem góðar vörur í landinu sjálfu. ! Það er og sönnun fyrir þörf mjólkurafurðanna að innflutning- ur þeirra eykst ár frá ári. i Á meðan ástandið er þannig | hér, að útflutningur mjólkur- afurða er enginn, en innflutning- 1 ur allverulegur, lýtur ekki út fyrir , að ástæða sé til að leita svo mjög að nýjungum í framleiðslu mjólk- ! urafurða, en samt get jeg búist j við að margir vilji heyra hvers j geti verið að vænta á þessu sviði. af því einmitt nú eru uppi hávær- ! ar raddir um að stofna þurfi 1 mjólkurbú þar sem mjólkurfram- leiðslan er mest, og er álit margra að slík mjólkurbú verði aðallega að hegða framleiðsluvörum sínum eftir erlendum markaði, af því menn hafa ekki trú á að til sé innlendur markaður, en að inn- lendur markaður er til, er þegar sýnt hér að framan. Með sanni má segja hér að hverskonar fram- leiðsla mjólkurafurða sé nýjung. Þar á meðal framleiðsla mjólkur- afurða, sem erlendis eru daglegar framleiðslu- og verslunarvörar, og það af þeirri ástæðu, að mjólkur- bú með nýtísku tækjum hafa ekki starfað hér á landi alt til þessa. Þannig er það t. d. nýbreytni hér að framleiða mysuost með vélum, bæði eftir gömlum staxfs- aðferðum, sem lengi hafa verið notaðar erlendis á mjólkurbúum, : og ekki er það minni nýjung eftir hinum nýjustu aðferðum sem minna eru þektar, eða eftir að- ferð J. G. við hverahita. Einnig mætti nefna fleiri osta- : tegundir sem era nýjungar og óþektar hér, en eru mjög algengar verslunarvörur erlendis. | En hjer vil eg þá aðallega nefna þær tegundir mjólkurafurða, sem eru nýjar erlendis og að kalla má óþektar hér, en sem einmitt gæti vel komið til greina að framleiða hér á landi og gera að algengum ! verslunarvörum. I Er full ástæða að ætlast til þess að væntanleg innlend mjólkurbú, auk þess sem þau munu fram- leiða algengar vel þektar mjólkur- afurðir, taki upp nýjungarnar og reyni að vinna þeim markað hér. Vil eg nefna 3 tegundir af mjólk- urafurðum í þessu sambandi. j 1. Appetitost mætti á íslensku nefna „lystarost“. Þennan ost tel ! eg mjög líklegan til að ná út- breiðslu hér og góðan að fram- leiða og það af fleiri ástæðum. Vel tilbúinn er osturinn mjög , lystugur og örfar matarlyst líkt og öl, þar af kemur nafnið. j Áhætta með framleiðsluna er lítil eða engin fyrir mjólkurbúið, ! og hann er strax tilbúinn til sölu svo þar af leiðandi gengur við-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.