Tíminn - 11.08.1928, Page 3

Tíminn - 11.08.1928, Page 3
TIMINN 143 sumstaðar hliðstætt >ví að einn eða fáir menn ættu heilar sveitir og réðu þar lögum og lofum, en hreppsbúar allir væru ósjálfstæð- ur vinnulýður þessara fáu manna. Það er þetta fyrirkomulag, sem gefið hefir hinni svonefndu „jafn- aðarstefnu" fótfestu hér á landi eins og alstaðar annarsstaðar þar sem ástand atvinnulífsins er svip- að. Og að því leyti sem örlar hér á stórrekstri einstaklinga í land- búnaðinum eru áhrifin auðsæ í sömu átt — en annarsstaðar til sveita gerir jafnaðarstefnan hvergi vart við sig að heitið geti. Þeir menn sem vilja „halda í“ það fyrirkomulag á atvinnu- rekstrinum og innleiða það þar sem það ekki er enn, þeir eru hin- ir einu sönnu feður og vemdarar jafnaðarstefnunnar í landinu. Án þeirra þrífst hún ekki. Bjami Ásgeirsson. -----o---- Bjarni Péturssoa Ærið stórhöggur gerist dauð- inn nú um hríð í garð hinna merkustu óðalsbænda í Borgar- firði. Fyrir nokkrum mánuðum féllu þeir frá og var stutt í milli: Björn Þorsteinsson í Bæ í Bæjar- sveit og Þorsteinn Tómasson á Skarði í Lundareykjadal. Fyrir fáum vikum andaðist Ólafur Da- víðsson á Hvítárvöllum. Og nú, miðvikudaginn 8. þ. m., dó hér á Landakotsspítalanum Bjami Pét- ursson hreppstjóri á Grund í Skorradal. Hefir héraðið mikið afhroð goldið 1 missi svo ágætra bænda á svo stuttum tíma. Vel hefir Brynjólfi biskupi lit- ist á sig í Skorradalnum við skóg- inn og vatnið. Þar kaus hann að reisa nýbýlið Grund, handa ekkju sinni; enda hygg eg að flestum hafi reynst þar fara saman feg- urð og farsæld. Svo mikið er víst að síðustu mannsaldrana hef- ir verið bjart yfir Grund í Skorradal. Bjami fæddist á Grund 2. maí 1869. Bjuggu þar þá foreldrar hans: Pétur Þorsteinsson og Kristín Vigfúsdóttir. Ólust þar upp hin mörgu og merku Grund- arsystkini. Var Bjami yngstur bræðranna og tók við búi og jörð af foreldrunum, er þeim förlað- ist heilsa. Þangað til aðalumferðin drógst til Borgamess lá Grund í þjóð- braut á aðalleiðinni frá Reykja- vík til Norður- og Vesturlands, og enn er þar afargestkvæmt og auk þess var og er enn siður að hafa hverskonar fundi og mannamót á Grund. Flestum öðrum borgfirsk- um heimilum hefir því Grandar- heimilið orðið þjóðkunnara. Og sú kynning hefir öllum rejmst hin sama. Hvenær sem var, á nóttu eða degi var gestunum fagnað jafnalúðlega og að þeim búið á allan hátt eftir því sem best varð á kosið. Voru allir að því samhentir á Grund, konur og karlar, að koma á þeim þjóðkunna gestrisnisorðrómi. Og svo sem Bjarni bóndi leysti vandræði hvers eins sem lengra var að kom- inn, svo var hann og í héraði og sveit hjálparhella, sem ótal erindi rak að jafnaði fyrir hvem og einn sem þurfti og hinn ráðholl- asti öllum hinum mýmörgu sem á fund hans leituðu. En það var um margt fleira á- nægjulegt að koma að Grand í Skorradal. Hafa þeir feðgar setið jörðina frábærlega vel, húsað á- gætlega og bætt að öllu. Og svo hefir altaf verið á Grund mjög mikill snyrtibragur um alla um- gengni, bæði innan húss og utan. Voru þeir líkir um það, eins og fleira, mágarnir, á efsta og neðsta bænum í dalnum; mun mér jafnan í minni sú frábæra umgengni í einu og öllu og var það eins og ytri mynd heimilis- lífsins. Bjarni á Grund var einn hinn vinsælasti maður um Borgarfjörð. Hann lét jafnan mikið að sér kveða um opinber mál og fylgdi jafnan sínu máli með kappi. Átt- um við þar ekki samleið hin síð- ari árin, en ekki sleit það vin- áttu. Verður mér, sem fjölmörg- um, er þeir nú heyra lát hins mæta manns, að hvarfla huga til heimilisins á Grund, þar sem svo margir áttu oft nálega sem að heimili að hverfa. Bera þeir nú margir fram þá ósk að sama farsæld og birta megi áfram búa á Grund sem hingað til. Kona Bjarna lifir hann: Kort- rún Steinadóttir og börn þeirra þrjú: Kristín, Pétur og Guðrún. — Hingað suður leitaði hann til þess að fá bót við innri mein- semd. Hann var skorinn upp en þoldi ekki uppskurðinn. Tr. Þ. -----o---- Um kartöflur Eg er vanur að byrja að taka upp kartöflur 15. ágúst, til þess að komast að raun um bráðþroska afbrigðanna. Eins og gefur að skilja era afbrigðin mjög misjöfn hvað ýmsa eiginleika snertir og hafa þessar afbrigða athuganir leitt ýmsan fróðleik í ljós. En núna í sumar hefir veðr- áttufarið hér syðra verið eins og menn muna það best og uppskera- horfur eru sérlega góðar, einkum hvað kartöflur snertir, því þurk- amir eiga við þær. — Því fór eg að „gá undir“ hálfum mánuði fyr pn eg er vanur og tók upp nokk- ur grös af þeim afbrigðum, sem eg bjóst við bestu af. Uppskeran var vonum betri. Eg tók upp 85 grös af hverju afbrigði og reyndust þau eins og hér segir: Eyvindur. Undir grasi að með- altali 510 gr., en það svarar til 408 kg. af 100 fermetr. Meðal- þyngd kartaflna 34.5 gr. Jói*víkurhertogi(Duke of York) 428 gr. undir grasi eða 324 kg. af 100 ferm. Meðalþ. 39.5 gr. Af- brigði þetta er mjög bráðþroska en grasið er þróttlítið, og veikist fljótt af kartöflusýki þegar hún gengur. Kartöflurnar eru gulleit- ar, aflangar og sérlega bragðgóð- ar. Afbrigði þetta virðist nú þeg- ar hafa tekið út allan vöxt. — Aðalkostir þess eru bráðþroskinn og bragðgæðin, en hreystina vant- ar og það er mikil vöntun hér á íslandi. En þar sem skilyrði eru góð getur það að mínu áliti haft þýðingu. Bleikar íslenskar. Undir gr. 133 gr. eða 106 kg. af 100 ferm. Með- alþyngd 8.8 gr. Hversu miklu framar nýju afbr. standa bleiku íslensku kartöflunum, sem al- gengastar eru til sveita hér sunn- anlands, hvað bráðþroska snertir, geta menn séð af þessu. Sprettuhorfur í kartöflugörðum munu vera óvenjugóðar hér sunn- anlands í sumar. Hefi eg haft fregnir af því úr mörgum sveit- um. Einar Erlendsson í Vík 1 Mýr- dal skrifar mér 24. júlí: „Eg er byrjaður að taka upp Eyvindarkartöflur og eru sumar þeirra eins og allra stærsta út- sæði. En gömlu kartöfluafbrigðin eru ekki nærri eins vel sprottin, enda eru nú flestir að hætta við þau hér. Líka er eftirtektarvert ! Námsskeid fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga verður haldið í Reykjavík, frú 12. nóvember til 7. desember n.k. Nokkur styrkur verður veittur til ferða- og dvalarkostnaðar. Umsóknir sendist sem allra fyrst. Búraaðarfélag’ íslands hvað grasið er þroskameira á Ey- vindarkartöflunum. Okkur þykir þær mjög bragðgóðar'. Þorsteinn Þórarinsson á Drumb- oddsstöðum í Biskupstungum skrifar 28. júlí: „Þú manst, ef til vill, að í fyrra fékk eg Eyvindarkartöflur til út- sæðis, fyrir þína milligöngu. Upp- skeran varð óvenjulega góð, en það bar frá venju sérstaklega, hve þessar kartöflur vora fljót- vaxnai’. Síðastl. haust var tekið frá til útsæðis nokkuð af þeim, og sett í garðinn um miðjan maí. Eg hefi skoðað undan 2 „grösum“ og lítur ágætlega út með uppsker- una nú aftur. Nú virðast kartöfl- umar þéttari og vatnsminni en þær vora í fyrrasumar, enda fóru þær vel við geymslu í vetur. Og vöxturinn er meiri en hér hefir þekst áður. Sendi þér 10 stærstu kartöflurnar undan þessum 2 grösum“. (Þær ógu 716 gr. Sú stærsta 100 gr. en sú minsta 55. Séra Jakob Lárasson í Holti undir Eyjafjöllum sagði mér, núna fyrst í ágúst, að hann væri fyrir nokkru farinn að taka upp kartöflur og væru margar þeirra hnefastórar. Hann hefir ekki ann- að en Eyvindarkartöflur. Frá Þingeyri í Dýrafirði skrif- ar Gunnlaugur Þorsteinsson hér- aðslæknir mér 31. júlí: „Eyvind- arkartöflur eru að verða full- sprottnar hér“. Ragnar Ásgeirsson. ----o----- Bjarni Ásgeirsson alþm. á Reykjum iiefir ræktað tröllepli (Melónur) í vermihúsum smum sem yljuð eru með jarðhita. þykir ávöxtur þessi ljúffengari en tröllepli þau sem til landsins flytjast. Undir beru lofti þroskast ávöxturinn ekki öllu norðar en í Miðjarðarhafslöndum. Áður hefir tíjarni m. a. ræktað gúrkur og rauð- aidm (tómater; og telur hann þetta ekki nema htið sýnisliorn af því sem rækta megi með aðstoð jarðhitans. Dánardægur. Nýlega er látin Guð- rún Pálsdóttir kona Jóns Guðmunds- sonar bónda á Ægissiðu. Hm mætasta kona. Hafði lengi verið heilsulaus. Sunnudaginn 2. þ. m. varð Sverrir Sandholt húsgagnasmiður úr Reykja- vík bráðkvaddur á þingvöllum. — Sigtryggur Bergsson ráðsmaður Dýraverndunarfélagsins 1 Tungu hér í bænum, andaðist eftir skamma legu á Landakotsspítalanum 8. þ. m. Var hann hinn vinsælasti maður og naut almenns trausts við starfa sinn. þarf samviskusama kaupmenn til þess að versla við skepnur, og væri betur að Dýraverndunarfélagið hitti fyrir mann sem leysi verk sitt jafnvel af hendi eins og Sigtryggur heltinn gerði. Skákþing Norðurlanda verður háð í Osló 18.—26. þ. m. íslendingum var nú í fyrsta sinn gerður kostur á þátttöku þar. Héðan fóru Pétur Zóph- óniasson forseti Skáksambands fs- lands og Rggert Gilfer. Tekur Eggert þát.t í kappskák sem fram fer 1 sam- liandi við þing þetta. Bruni. Hinn 3. þ. mán. brann versl- unarhús Kaupfélags Héraðsbúa á Revðarfirði. ----O---- FTá útlöndum. Hinn 20. f. m. var haldinn hátíð- legur í Vínarborg aldarafmælisdagur hins rnikla þýska sönglagasmiðs Franz Schuberts. Komu þangað söng- menn og söngfélög úr þýskum lönd- um og héröðum, hvaðanæfa að, eigi síður úr þeim löndum og nýlendum sem þjóðverjar urðu að láta af hendi í Versalafriðnum. Svo gífurleg var þátttakan að talið er að söngmenním- ir hafi alls verið 200 þúsund, en alls liafi um ein milj. þýskra manna tek- ið þátt í hátíðinni. Samhliða því að heiðra minningu hins mikla söng- skálds snerist hátíðin einkum upp í það að verða sameiningarfundur allra þýskumælandi manna. Virðist þeirri hreyfingu vaxa mjög fylgi, að Austurriki sameinist þýskalandi. Forseti rikisþingsins þýska, Löbe, hjelt ræðu á hátíðinni sem var tekið með einróma fagnaðarlátum, að því er virtist: „Við viljum vera ein og einug þýsk þjóð“, sagði hann. „Hver getur til lengdar bannað 70 miljónum man'na, sem eru ein þjóð, að samein- ast, svo sem allar aðrar þjóðir hafa gert?“ Og fjölmargar aðrar ræður voru haldnar sem stefndu í sömu átt. liefir frönsku blöðunum orðið skrafdrjúgt um þetta, enda óttast þau mjög eflingu þýskalands af slíkri sameining, og benda á að hún sé ekki leyfileg samkvæmt Versala- friðnum. skiftaveltan fljótt, og mjólkurbúið þarf ekki að búa hann til fyr en um leið og- pantanir koma, svo áhættan með óseljanlegar birgðir þarf ekki að koma fyrir. „Lystar- ostur“ er framleiddur af undar- rennu hartnær einni saman og stundum feitari mjólk. Þess vegna getur hann verið ódýr. Mjólkin er sýrð með ræktaðri sýru en hleypir er ekki notaður. Osturinn er látinn gerjast við mis- munandi hita eftir vissum reglum, sem hér verður þó ekki lýst nán- ar, og seldur pakkaður í smáöskj- um af ýmsri stærð og lögun. Ein tegund af norskum „lystarosti" er seld hér (a. m. k. í Reykjavík) og heitir sú tegund „primula". Af „lystarosti" eru seldar fleiri teg- undir með ýmsum nöfnum og ; nokkuð breytilegum framleiðslu- ; aðferðum. Og stór mjólkurbú hafa J oft sínar eigin vissu aðferðir við i framleiðsluna, og sín vissu nöfn ; fyrir sína vöru, eins og t. d. á ! sér stað með fyrnefndan „prí- mula“-ost. Þeir, sem einu sinni hafa van- ist osti þessum, sakna hans, ef hann ekki kemur á borðið, og þar sem nú þegar ein tegund af osti þessum hefir náð nokkurri út- breiðslu í Reykjavík, er ástæða til að ætla að hann fengi nokkum markað, ef hann væri framleiddur hér innanlands og leitast væri við : að hafa hann af þeirri gerð sem I best félli neytendum. 2. Kulturmelk — ræktarmjólk, hefir einnig fengið fleiri nöfn. í sínu nýja framleiðslufyrirkomu- lagi er hún mjög ný verslunar- vara, þai’ eð aðeins 3—4 ár eru síðan byrjað var að selja hana eins og nú er gert, en salan hefir aukist mikið. Þegar ræktarmjólkin kom fyrst á markaðinn heilsar einn þektur læknir henni á þessa leið: „Jeg hefi ferðast víðsvegar um landið í 20 ár, og öll þessi ár hefi eg þjáðst meira og minna af magasjúkdómi, mest sökum of- mikilla heitra drykkja og óreglu- legra máltíða, en nú þegar eg fékk ræktarmjólk er mér batnað. Þess vegna get eg ráðlagt öllum þeim, sem vilja halda meltingu sinni og heilbrigði í lagi að neyta hennar“. Meðmæli sem þessi gera auð- vitað sitt til að vekja eftirtekt á þessari vörutegund. Ræktarmjólk er nú seld í fleiri tegundum sem geta verið mjög mismunandi að verði og gæðum eftir þeim hrá- efnum sem notuð eru. Sumpart er notuð einungis venjuleg nýmjólk og sumpart nýmjólk og undan- renna í ýmsum hlutföllum. Mjólkin er gerð eða ræktuð með hreinni ræktaðri sýru, undir góð- um skilyrðum og fær hún þá sama hreina, fína bragðið, og hið sýrða smjör, sem mest er eftirspurt. En það er þó ekki einungis hið góða bragð, sem hefir orsakað að byrjað var að framleiða ræktar- mjólk, heldur líka hitt, að hún er mikið auðmeltari og hollari en venjuleg nýmjólk, og það sökum þess að í nýmjólkinni er pstefnið þungmeltanlegt, en fyrir áhrif gerðar þeirrar, sem er framköll- uð í mjólkinni, verður ostefnið auðleystara, og 1 öðru lagi að mjólkursýra, sem kemur í mag- ann við neyslu mjólkurinnar, flýt- ir fyrir uppleysingu annara fæðu- efna. Þessi atriði hafa og óspart og rjettilega verið notuð til að mæla með þessari mjólk, og þegar þar við bætist, að mjólkin er mjög bragðgóð, er ekkert undarlegt þótt hún hafi náð markaði. Enda er það áætlun þeirra, sem mest og best fyrir þessu hafa barist, að ræktarmjólk geti alveg komið í stað öldrykkju, og að menn fái þar hollari, næringarmeiri, ódýr- ari, og betri hressingu. Um bragð- ið verður auðvitað mest vafamál, þar dæmir hver eftir sínum smekk. En hitt tel jeg ekki vafa- mál að framleiðlsa af þessari vörutegund sé lífsspursmál fyrir framtíð mjólkurbúanna og nauð- syn fyrir neytendur að geta feng- ið tækifæri til að nota þessa ágætu fæðutegund. 3. Ice Cream — ísrjómi, er hið allra nýjasta á þessu sviði. Marg- ir kannast við ískramarhúsin, sem seld eru víða á sumrin, en það sem hér um ræðir er ekki það sama og þau. Aðalhráefnin í þessa vöru eru mjólk og rjómi, og þar að auki ýms önnur bætandi efni, s. s. súkkulaði, kaffi, appelsínur og fleiri ávextir. Eftir því hvert bætandi efni er notað, fæst mis- munandi gæði og tilbreyting í hina framleiddu vöru. Þessi vöru- tegund hefir þegar rutt sér mik- ið til rúms. Kom í fyrstu frá Ameríku, en t. d. í Danmörku hefir varan á 2 árum unnið mik- inn markað. Er nú stofnuð stór verksmiðja í Esbjerg sem fram- leiðir eingöngu þessa vöra, og sendir þessi verksmiðja með ís- kældum bílum vörumar að heita má um alt landið. Er í nýjustu dönskum sérfræði- ritum mikið um þetta rætt og gert ráð fyrir að þar í landi selj- ist Ice Cream fyrir 3 milj. króna á ári; og muni þetta aukast stór- lega í framtíðinni. Það er mjög eðlilegt að þessi vörutegund finni fljótt markað, því hún er alt í senn, sælgæti, hressandi og nær- ingarmikil. Og þegar hægt er að sameina alt þetta er einnig hægt að fá gott verð fyrir vörana, a. m. k. meðan samkepni er ekki, enda hafa þeir sem fyrstir hafa orðið til að byrja á hverjum stað með framleiðslu á góðu Ice Cream fengið góð laun fyrir framsýni sína. Hjer má geta þess að þessi vörutegund hefir bestan markað í hitum á sumrin, og mun því vart finna annan eins markað hér á landi eins og t. d., þó ekki sé farið sunnar en til Danmerkur. En þó er sjálfsagt að athuga hvort varan getur ekki fengið það mikinn markað hér að ástæða sé til að byrja á framleiðslu á henni. Allar þessar nýjungar sem eg hér hefi getið um, eru þess verð- ar að þeim sé gaumur gefinn. Og ef einhverjii’ þeir sem lesa þess- ar línur efast um möguleika hinna tilvonandi mjólkurbúa, þá vil eg tilkynna þeim, að það er engin ástæða til annars en líta bjart til framtíðarinnar. Við höfum marga möguleika og margar leiðir að fara. En umfram alt þurfa þeir sem starfa fyrir hin fyrirhuguðu mjólkurbú að vera víðsýnir og byrja strax að starfa að ákveðnu fyrirhuguðu marki, markið er að við verðum sjálfum okkur nógir á þessu sviði. Þessu næst með því að jafna mjólkurmarkaðinum inn- anlands. Sumstaðar er vöntun á mjólk og mjólkurafurðum en ann- arsstaðar of mikil mjólk fyrir neytsluna. Mjólkurbúin verða að vinna að því að jafna mjólkuraf- urðunum hér innanlands þannig að nægilegur markaður fáist fyr- ir hinar framleiddu vörur, og að nægilegar vörur séu til fyrir hinn innlenda markað. Gunnar Ámason, búfræðiskandidat. ----o----

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.