Tíminn - 15.09.1928, Qupperneq 1

Tíminn - 15.09.1928, Qupperneq 1
©faífcferi cg afereí&elumaður Címans er Kxmnoeig o r s t«i n s 6 <51 tir, Sdínbani>6i?úsinu, Seyfjauif. 2^fgtEÍÍ>s(a Cimans er i Sambanbsíjúsinu. ©pin öa^lega 9—12 f. i). Stmi 496. XEL Ar. íhalds-aiiill. [Skrú þá, er hér fer á eítir, hefir í letur fœrt fróðleiksmaður einn þingeyskur og nefnt íhalds-annál. Leyfir Tíminn sér að birta brot úr annálnum og spáir því, að hann muni þykja merk heimild, er stund- ir líða]. 1. Jón Þorláksson verkfræðing- ur og frambjóðandi í Rvík skrif- ar grein í Lögréttu og kemst svo að orði: „Það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóðfé- lagi, sem mynda íhaldsflokkinn. Þeir eru ánægðir með sinn hag og finna þess vegna ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóð- arinnar“. (1908). 2. Sami Jón Þorláksson berst fyrir jámbrautarlagningu milli Rvíkur og Suðurláglendisins. Mætir harðvítugri mótspymu frá Bimi Kristjánssyni. Bjöm upp- götvar ,,þjóðgatið“*). 3. Áðumefndur Jón Þorláksson fellur við alþingiskosningar, tvis- var í Rvík og einu sinni í Ámes- sýslu (1908, 1912 og 1916). Hætt- ir að skrifa um jámbrautina. 4. Bjöm Kristjánsson þáver- andi fjármálaráðherra ber fram frumvarp um einkasölu á steinol- íu og fær það samþykt á Al- þingi. (1917). 5. Magnús Guðmundsson flyt- ur frumvarp um einkasölu á tó- baki. Einkasalan nær samþykki þingsins. (1921). 6. Sami Magnús Guðmundsson er fjármálaráðherra í ráðuneyti Jóns Magnússonar. Ávöxturinn af fjármálastjóm hans verða Fjár- aukalögin miklu, sem námu hálfri sjöundu miljón króna.(1920—21). M. G. tekur enska lánið og veð- setur tolltekjur landsins. Dýpsta knéfall hins „unga fullvalda ríkis“. 7. Jón Þorláksson er orðinn meiraháttar húsaeigandi í Reykja- vík og stofnandi firmans „Jón Þorláksson og Norðmann“. Hætt- ur að álasa íhaldsmönnum. Kos- inn á þing í Reykjavík. (1920). 8. Morgunblaðið ræðst með dylgjum og óhróðri á Samband ísl. samvinnufélaga, en sér sitt óvænna og tekur ummælin aftur. (1922). 9. Bjöm Kristjánsson gefur út Verslunarólagið og lætur þýða það á erlend mál og dreifa því út meðal viðskiftamanna Sam- bandsins í útlöndum. (sama ár). 10. Reykjavíkurvaldið á Al- þingi neitar Norðlendingum um mentaskóla á Akureyri. (1923). 11. Bændaútgáfa Morgunblaðs- ins, Vörður, hefur göngu sína undir forsjá Magnúsar Magnús- sonar „stauparéttar" dómara. 12. Jón Þorláksson flytur fyrir- lestur í Rvík um fjármálaóstjóm- ina 1920—21 og upphefur sjálf- an sig á kostnað Magnúsar Guð- mundssonar. (1 ársbyrjun 1924). 13. Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson taka við ritstjóm Morgunblaðsins. Valtýr hleypur úr Framsóknarflokknum. Þor- steinn Gíslason lýsir yfir því, að Morgunblaðið hlíti erlendum yfiiv ráðum. Nýju ritstjórarair birta „notarial“ vottorð um, að 2/8 af *) B. Kr. vildi byggja steingöng yíir bílveginn á Hellisheiði. Sú hug- mynd hans var kölluð „þjóögatið“. J. þ. mun þá ekki hafa verið farinn að versla með aement stofnfé blaðsins sé eign erlendra ríkisborgara. (Sama ár). 14. Vestur-Skaftfellingar skora á Jón Kjartansson að leggja nið- ur þingmensku, með því að þeir telja eigi sæmilegt, að fulltrúi þeirra á Alþingi sé í þjónustu er- lendra fjárgróðamanna. Jón þver- skallast. (Sama ár). 15. Jón Þorláksson stofnar 1- haldsflokkinn og reynir árangurs- laust að verða forsætisráðherra. Stjóm Ihaldsmanna mynduð og hvílir á einu atkvæði, fölsuðu? (Sama ár). 16. Magnús Magnússon rekinn frá Verði fyrir óvandaðan munn- söfnuð. Hefst Fariseaþáttur. (Sama ár). 17. Jón Þorláksson neitar að stofna Búnaðarlánadeildina og ber við fjárskorti. Á sama tíma eru miljónir lánaðar til útgerðar og húsabygginga í Rvík. 18. Sami Jón Þorláksson greið- ir „lausu skuldimar" en hækkar um leið krónuna svo að sú greiðsla kemur að engu haldi. (1924—25). 19. Ihaldið vill hervæðast. Stjómin flytur framvarp um rík- islögreglu. (1925). 20. Magnús Guðmundsson ríður í Krossanes. (Sama ár). 21. Ihaldið eyðir framvarpi J. J. um Byggingar- og landnáms- sjóð. Jón Þorláksson fjölyrðir um „ölmusugjafir“ til bænda; sbr. Alþingistíðindi. (Sama ár). 22. Magnús GuðmUndsson er látinn vinna á tóbakseinkasölunni (Sama ár).*) 23. Ofbýður Jóni Þorlá' >yni örlæti þingsins við Ræktunaisjóð; sbr. Alþingistíðindi. (Sama ár). 24. Gerir Ihaldsstjómin út Áma frá Múla til að semja um ullar- toll í Vesturheimi. Ámi strandar við Eyrarsund. (Sama ár). 25. Murkaði Ihaldsflokkurinn lífið úr steinolíueinkasölu Bjöms Kristjánssonar. (Sama ár). 26. Ihaldsstjómin berst fyrir nefsköttum. (Sama ár). 27. Gerist Magnús Guðmunds- son ásamt nokkram flokksbræðr- um sínum leppur útlends stein- úíufélags og styrkir það til þess að fara í kringum íslenska hluta- félagalöggjöf. (1927—28). 28. Gerði íhaldsstjómin út varðbátinn Trausta, er stundaði áfengissmyglun og landhelgis- gæslu í Garðsjó. Upptök „nagla“- málsins. (1925). 29. Drápu Ihaldsmenn í fyrsta sinn frumvarp Tryggva Þórhalls- sonar um tilbúinn áburð. (Sama ár). 30. Sá Ihaldsstjómin aumur á togaraeigendum og vildi gefa þeim upp tekjuskatt, en fékk því eigi fram komið. (Sama ár). 31. Léttu Ihaldsmenn tollum af kolum og fleiri nauðsynjavöram stórútgerðarinnar. Afleiðingin varð tekjuhalli á næsta ári. 32. Eyðir stjóm Ihaldsmanna 24 þús. kr. til að gera við íbúðar- hús Jóns Magnússonar og rétt á eftir 35 þús. kr. til þess að gera við ráðherrabústaðinn. Magnús Guðmundsson hirðir hálf önnur ráðherralaun. (1926). 32. Jón Þorláksson heitir á verkamenn til fylgis á pólitískum fundi í Hafnarfirði en varar þá við að gera félag við bændur. (Sama ár). *) Sbr. 5 hér aö framan. Afnám einkasölunnar var samþykt meö jöfn- um atkvæðum. Reykjavík, 15. sept. 1928. 33. Verður Jónas Kristjánsson læknir landkjörinn þingmaður með fylgi og atbeina bindindis- manna og af því að bændur hindr- ast frá kjörsókn sökum óveðurs. (Sama ár). 34. Greiðir sami Jónas Krist- jánsson atkvæði á Alþingi gegn áhugamálum Stórstúkunnar. — (Sama ár). 35. Sami þingmaður greiðir at- kvæði gegn þingsályktunartillögu þeirri, er hann hafði sjálfur flutt, um stúdentspróf á Akureyri. — (Sama ár). 36. Fjandsköpuðust Bjöm Lín- dal og Jón Þorláksson við Lauga- skóla; sbr. Alþingistíðindi. (Sama ár). 37. Neitaði Jón Magnússon að samþykkja uppdrátt að alþýðu- skóla Sunnlendinga. (Sama ár). 38. Lét Magnús Guðmundsson niður falla illræmt sauðaþjófnað- armál í Rangárþingi, en vísaði um leið minnaháttar sakamáli úr sama héraði til hæstaréttar, til þess að dómur yrði þyngdur. 39. Biðu íhaldsmenn ósigur við alþingiskosningar. (1927). 40. Kristján Albertsson for- dæmir núverandi kjördæmaskipun og skrifar: „Með lygum skal land vinna“. Miðstjóm Ihaldsflokksins þvær hendur sínar af orðum Kristjáns. (Sama ár). 41. Verður uppvís 70 þús. kr. sjóðþurð í Branabótafélaginu. — (Sama ár). 42. Ámi frá Múla, forstjóri Brunabótafélagsins og fyrverandi sendimaður stjórnarinnar, gerist ritstjóri Varðar. 43. Jón Þorláksson fyrverandi forsætisráðherra tekur að sér að gæta hagsmuna erlendu hluthaf- anna í íslandsbanka. (Sama ár). 44. Verður uppvís atkvæða- fölsun Ihaldsmanna á Vestfjörð- um. (Sama ár). 45. Magnús Guðmundsson „spe- kulerar“ í því að láta ríkið græða á skipsströndum. óðinn bjargar enskum togara og M. G. heimtar fé fyrir. Málinu bjargað á síðustu stundu. (Sama ár). 46. Magnús Guðmundsson af- hendir Oddfellow-félaginu Thor- killiisjóðinn. (Sama ár). 47. Blöð íhaldsmanna taka upp vöm fyrir atkvæðafalsarana í Hnífsdalsmálinu. (Sama ár). 48. Kemst upp hátt á annað hundrað þús. kr. sjóðþurð hjá Einari Jónassyni sýslumanni Barð- strendinga. Mbl. rómar afrek Ein- ars, en gefur honum síðar „reisu- passa“. (Sama ár). 49. Neita Ihaldsmenn að sam- þykkja tekjuauka en vilja af- greiða fjárlögin 1929 með tekju- halla. (1928). 50. Tekjuhalli Jóns Þorláksson- ar árin 1926—27 reynist nærri 2 miljónir króna. (Sama ár). 51. Magnús Magnússon er tek- inn í sátt við íhaldsflokkinn og gerður að yfirritstjóra vió Morg- unblaðið. Aukast bágindi Valtýs. (Sama ár). 52. Miðstjórn Ihaldsflokksins örvæntir um sinn hag. Talar við bændur í trúnaði. Gefur út stefnu- skrá í landbúnaðarmálum. Ofanskráða minnispunkta úr sögu Ihaldsflokksins, sem eru jafnmargir og vikumar í árinu, lætur Tíminn nægja að þessu sinni. Þykir rétt að ráða möxm- um til að lesa þá ásamt einka- bréfum „miðstjórnarinnar“, sem víða hafa farið, að sögn. Er hverj- um manni frjálst að nota þá eftir þörfum, því að þeir eru ekkert „trúnaðarmál". ----o----- Sigurður Skagfeldt söngvari. Kirkjuhljómleikur þeirra Sig. Skagfeldt og Páls ísólfssonar síð- astliðinn sunnudag hepnaðist í besta lagi. Aðsókn var góð og hrifning áheyrenda mikil og al- menn. Ritstjóri Tímans telur sér lítt fært að dæma um sönglist. En um fegurð og styrk raddar þykist hann geta borið jafnt og aðrir menn. Eru og þær gáfur meginskilyrði fyrir afburða^ mensku í listinni. Um það mun ' kki verða deilt úr þessu, að eng- inn Islendingur hefir, svo kunn- ugt sé, haft fegurri tenorrödd og voldugri en Skagfeldt. Mun hann og á þroskabraut sinni standa með fremstu vonir um frama og árangur af óslitinni tlju og þeirri dýru gáfu, sera honum hefir fallið í skaut. Um lærdóm Sigurðar og yfir- burði sem listamanns, leyfir Tím- inn sér að taka hér upp umsögn Sigfúsar Einarssonar söngmála- stjóra, úr Mbl. 11. þ. m.: „Siguröur Skagfeldt söng í Frí- kirkjunni 9. þ. m. með aðstoð Páls ísólfssonar. pað er ekki ofmælt að Sigurði hefir farið fram á síðustu Arum. það mátti heyra, er hann söng hér fyrir nokkru og þó öllu bet- ur í fyrrakvöld. Sú staðreynd gat ei#i dulist, jafnvel þótt hann — Ijóð- rænn tenór — færi með sum lögin í þeirri tónhæð, sem barytónum er ætluð. Gaf hann því höggstað á sér að óþörfu og sat sig úr færi um að neyta jafnan þeirrar raddprýði, sem hann A til. En það varð honum ekki að falJi, enda eru stakkaskiftin meiri á öðru svæði en um röddina, þó að hún hafi einnig tamist. það, sem mestu máli skiftir, er, að Sigurður er hættur að syngja eins og viðvan- ingur eða nemandi með hálfmeltan lærdóm. Nú er hann tekinn að móta viðfangsefni sín á listrænan hátt. Fvrir því hefir hann þokast stórum nær því marki, að syngja eins og þeir, sem valdið hafa, vitandi vits og persónulega. þær framfarir eru hinn gleðilegi árangur af ódrepandi áhuga, þrautseigju og trúmensku. Eg vona, að Sigurður sé kominn yfir erfiðasta hjallann og samfagna hon- um út af þvi, sem nú hefir áunn- ist“. Sigurður Skagfeldt er nú á förum af landi burt eftir stutta dvöl hér heima. Mun hann fara til Noregs og syngja þar á nokkrum stöðum áður en hann hverfur til stöðu sinnar sem ó- perusöngvari í Köln á Þýska- 44. blað. landi. Hann mun nú, eins og Sigf. Einarsson kemst að orði, vera kominn yfir örðugasta hjall- ann, en mun þó mega gera sér vonir um frekari framför og þroska. Árið 1930 munu Islendingar tjalda því besta sem til er í hverri grein. Er einsætt að þeir, er fyrir hátíðahöldunum standa, hlutist til um það, að gestum þeim, er þá heimsækja Island, gefist kostur að heyra rödd glæsilegasta söngvara íslendinga. ----o--- Utan úr heimi. Parísarsamningurinn. Ekkert mál hefir verið jafn- mikið rætt í sumar í stórblöðum heimsins eins og samningur sá, sem fulltrúar stórveldanna undir- rituðu í París 27. f. m. og kend- ur er við Bandríkjamanninn Kel- logg. I íslenskum blöðum hefir samningur þessi stundum verið nefndur ófriðarbannssáttmálinn. En því fer fjarri, að með skjali því er stjórnmálamennimir undir- rituðu í París sé lagt bann við ófriði. 1 heiminum er ekki ennþá til neitt vald svo máttugt, að það geti bannað styrjaldir. En það, sem gerst hefir er í fáum orðum þetta: Fulltrúar 15 ríkja hafa skrifað undir loforð um það að falla frá þeirri venju að láta vopnin skera úr deilumálum milli þjóða. (Á ensku: renounce war as an instra- ment of national policy). Þó er þetta loforð skilyrðum bundið. Englendingar gera fyrirvara um það, að þeir verði að beita vopn- um á einstaka stöðum úti um heim (certain regions of the globe). Frakkar telja sér heimilt að heyja „varnarstríð". Og eigi má hin nýja skuldbinding koma i bág við eldri milliríkjasamninga. Af þessu er auðsætt, að loforð stórveldanna um að gæta friðar eru furðu hál. Hvað er t. d. „vamarstríð“ ? Hingað til hefir reynst erfitt að skera úr því máli. I fljótu bragði má fella þann úr- skurð, að sú þjóð sem ráðist er á að fyrra bragði, heyi vamar- stríð. En hvað er árás að fyrra bragði. Bæði Þjóðverjar og Frakk- ar þóttust í heimsófriðnum verja hendur sínar, og ekkert annað. En mesta áhyggjuefni allra einlægra friðarvina er þetta: Jafnframt því sem friðarsáttmál- ! um fjölgar eykst vígbúnaður í heiminum óðfluga og verður ægi- legri en nokkru sinni fyr. Til- raunir til samkomulags um tak- mörkun vígbúnaðar reynast árangurslausar. Stórveldin segja hvert um sig: Við verðum að halda uppi her og flota til þess að aðrar þjóðir ráðist ekki á okk- ur. Með því tryggjum við ein- I mitt friðinn í heiminum. Þetta var líka sagt síðustu árin fyrir heims- styrjöldina. Það er þetta ástand, sem nefnt hefir verið „hinn vopn- aði friður“. En mörgum verður að spyrja. Getur nokkur talið sig óhultan í návist morðingja meðan ekki er af honum tekinn rýtingurinn? Og er unt að vænta alheimsfriðar meðan allar stærstu þjóðir ver- aldarinnar standa reiðubúnar til að hefja styrjöld — skæðari og ógurlegri en nokkra sinni fyr? Og hlutlausir áhorfendur við hið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.