Tíminn - 06.10.1928, Side 1

Tíminn - 06.10.1928, Side 1
(öjaíbfetí afsceife*löma&ur Cimans er XannDetg J? o r s t e \ n s öó tti r, S<Érnban6si)úsinu, Seyfjíœíf. L Þegar sýnt þótti, til hvers myndi draga um órslit síðustu kosning-a, hófust tvenskonar raddir 1 Ihaldsblöðunum í Reykja- vík. I fyrsta lagi var því haldið fram, að ósigur Ihaldsflokksins væri að kenna ranglátri kjör- dæmaskipun, sem fengi bændum í hendur stórum meira pólitískt vald en þeim bæri að tiltölu móts við íbúa kaupstaðanna. I öðru lagi var forystumönnum Ihaldsins brugðið um slæleg vinnubrögð við að telja landslýðinn til fylgis við málstað Ihaldsflokksins. Var bent á, hversu ólíkt væri háttað um vinnubrögð forystumanna Framsóknarflokksins, sérstaklega Jónasar Jónssonar ráðherra. Hann stæði í stöðugu sambandi og væri sítalandi við menn úr öllum lands- hlutum. Þessar tvær raddir, komnar fram samtímis og risnar af sömu orsök, gefa ljósa hugmynd um innræti Ihaldsflokksins gagnvart bændum. Oddvitum flokksins er hailmælt fyrir, að þeir láti undir höfuð leggjast einkasamtöl við bændur, ekki með það fyrir aug- um, að ráðið verði fram úr vanda- málum bænda og þeir styrktir í baráttunni til sjálfsbjargar og vel- megunar heldur með það fyrir augum að fylgi þeirra yrði notað til þess að svíkja þá í trygðum og svifta þá pólitísku valdi! II. Fleiri hafa gefist kennimörk Ihaldsins í þessu máli. Á lands- málafundi, sem nýlega var hald- inn uppi í sveit, átti einn af sendi- mönnum Ihaldsins tal við skoð- anabróður sinn um það, sem hann kaliaði, að vera myndi réttlát kjördæmaskipun. Lét hann svo um mælt, að ef henni yrði komið til leiðai, myndu gerast færri slíkar ferðir upp í sveitirnar! Þetta er rökrétt ályktað. Jafn- snemma og búið væri að svifta bændur því síðasta, er þeir enn halda sem fom öndvegisstétt í landinu og það fengið, eins og hitt annað, í hendur kaupstaðabúum, myndi lítils verða talið vert um íylgi og málstað bænda. Jón Þor- láksson hefði ekki, að svo komnu máli, þurft að leggja sig í bleyti í ánum í Skaftafellssýslu, til þess að uppgötva, að engin þeirra hefði verið brúuð í stjómartíð hans! Hann myndi þá geta gengið þur- fættur um Rvíkurgötur við að hagtæra sérgæðingapólitík íhalds- flokksins,hvað sem bændunum líði. Hið eina, sem rekur oddvita íhaldsflokksins til slíkra funda- halda í sveitum landsins, er vitan- lega þessi tvöfalda þörf: að fá unnið bændur til fylgis við sig, til þess að geta svift þá pólitísku valdi með breyttri kjördæma- skipun. HI. Blaðakostur íhaldsflokksins vex stórkostlega um þessar mundir. Telja má, að ársfjórðungslega hlaupi ný blöð af stokkum. Fjár- ráð til blaðaútgáfu virðast vera óþrjótandi þeim megin. 20 miljóna uppgjafir og skuldatöp bankanna virðast óneitanlega koma einum þræði fram í fjárhagslegri vel- gegni íhaldsblaðanna. Og póst- hestum landsins reynast blaða- gjafir Ihaldsins æ þungbærri með ári hverju. Jón Þorláksson hefir nýlega ráðið systur sína, Sigurbjörgu, ásamt fleiri konum, til útgáfu Ihaldsblaðs handa konum landsins. Eitt af höfuðmálum blaðsins á að vera „Ný og réttlát kjördæma- skipun“. Krafa blaðsins í því máli er þessi: „Landinu skal öllu skift í tví- menningskjördæmi og skal annar þingmaðurinn ávalt vera kona“. Grein þessa svonefnda kvenna- blaðs um þetta efni, er mjög æsi- leg árás á karlmennina fyrir það, að ltonur séu hvarvetna útilokað- ar frá opinberum störfum, eins og þingmensku, nefndastörfum og embættum. Jaínrétti kvenna sé aðems á pappímum, en karl- memi boli þeim hvarvetna frá hluttöku í almennum málum. Nú vilja þessar „stjórnvitru“ konur láta ráða bót á ástandinu með því að lögbjóða, að annarhvor þing- maður skuli ávalt vera kona! Meginrök kvennaxma eru vitan- lega þau, að konur hafi til að bera stjómvisku til jafns við karlmenn. Skal því alls ekki mót- mælt hér. Hinu skal haldið fram, að vegna uppruna og tilgangs nefnds blaðs, hefir svo tekist til, að til ritstjórnarinnar hefir ráð- ist óviðunandi lítið af stjómviti. Tillaga kvennanna um, að annar- hvor þingmaður skuli ávalt vera kona, gæti því aðeins komið til framkvæmda, að ríkið yrði klof- ið í tvent og aðeins konur kysu konur í tvímenningskjördæmum, og karlmenn karlmexm eða öfugt. Ósagt skal látið hvom kostinn ritstýrur blaðsins myndu fremur kjósa! Það mun verða hverjum manni augljóst, að aldrei hefir verið bor- in fram óviturlegri og fjarstæð- ari tillaga í ísienskum stjómmál- um. Jafnvel munu önnur Ihalds- blöð ekki dirfast að minnast á hana einu orði. Tilgangurinn er vitanlega sá, að æsa upp misskil- inn kvenréttindametnað íslenskra sveitakvenna og koma því til leiðar, að þær i pólitískum æsing- um láti af hendi það stjóramála- vald, sem sveitirnar enn njóta. Ef eigi væri með skilningi litið á ofurkapp og málstað Ihalds- flokksins, mætti telja að slík rök væru hnekkjandi fyrir pólitískt álit kvenna. Hinsvegar má það teljast lánsamlegt fyrir málstað sveitanna, að svo slysalega skuli stofnað til þeirra undirmála, sem ætlast er til, að hnekki pólitískri aðstöðu þeirra á umrótstímum þeim, sem nú fara yfir landið. IV. Af framangreindum staðreynd- um verður ljóst, að Ihaldsflokk- urinn situr á svikráðum við mál- stað sveitanna og freistar allra bragða, til þess að draga póli- tískt vald úr höndum bænda og í hendur kaupstaðabúa. 1 máli þessu liggja fyrir djúpsett sögu- leg og þjóðhagsleg rök, sem mæla á móti snöggum og stórfeldum breytingum í kjördæmaskipun landsins. Verða þau tiltækileg við áframhaldsumræður um málið. Hér hefir aðeins verið bent á hina ytri fyrirburði á vígstöðvum I- haldsins. En þeir eru nægilega ljósir. Ætti hverjum sveitamanni að verða ljóst, að hvert atkvæði greitt íhaldsþingmanni er póli- tískt afsal sveitanna í hendur oddborgaravaldi landsinn. ,, Reykjavík, 6. október 1928. Utan nr heimi. Rínarlönd. Síðan friður var saminn í Ver- sölum 1918 hafa Frakkar haft setulið í Rínarlöndum. Samkvæmt eðli sínu og uppruna hefir sú ráðstöfun mátt teljast vera nakið sverð yfir höfðum Þjóðverja, til þess reitt að halda þeim til fullra skila í skaðabótagreiðslum. Þjóð- verjar hafa í öllum efnum full- nægt þeim þungu og óheyrilegu skilmálum, sem þeim voru settir. Munu þeir ekki hafa átt annað hugðarmál meira eh að fá greitt af höndum syndagjöld ófriðaræð- isins og verða aftur frjáls og jafnframt friðsöm þjóð. Setulið Frakka í Rínarlöndum hefir því verið og verður með ári hverju æ meiri þyrnir í augum Þjóðverja og fleiri þjóða, sem láta sér ant um framgang þeirrar hugsjónar er stefnir að alheimsfriði. Nýlega hafa stói’veldi heimsins undirskiifað í París svonefndan ófi'iðarbannssamning. Samkvæmt honum gera viðkomandi ríki sam- þykt um, að láta ekki ganga vopnadóm í ágreiningsmálum þjóða á milh. Nú er liðseta Frakka í Rínarlöndum ekkert annað en ofbeldisráðstöfun, sem brýtur fyllilega í bág við sam- þykt þessa. Eigi að síður halda Frakkar fast við sinn keip. Hjá bandamöimum Frakka, sérstak- lega Bretum, rís um þessar mund- ir sterk andúðaralda gegn frekju þeirra og ágangi, með því að hvorttveggja þykir standa mjög í vegi fyrir áframhaldandi friðar- viðieitni í Evrópu. Samkvæmt upphaflegum samn- ingurn er Frökkum leyfilegt að hafa setulið í Rínarlöndum til áisins 1935. En vegna þeirrar andúðar, sem risið hefir gegn þessari ráöstöfun, heíir hún orðið einn þáttur í ailsherjarvandamál- um Evrópu-þjóða. Nýlega hefir verið gerð svonefnd „Sex-velda- samþykt“ um Rínarlönd. Sam- kvæmt heuni haía Frakkar geng- ið inn á, að rýming setuliðsins gæti komið til sérstakra samn- inga fyrir þann tíma. En jafn- framt hafa þeir látið uppi um slnlmála. Er þar um atriði að ræða, sem vekja mikla andúð, ekki einungis Þjóðverja, heldur og annara þjóða, sem eru fyrir löngu þreyttar á illindum þessara nábúa í Mið-Evrópu. Meðal þeirra skilyrða, sem Frakkar setja, er ekki einungis full fastheldni við skaðabótakröf- ur, heldur og krafa um það, að hin herteknu svæði skuli, eftir 1935, vera undir eftirliti og yfir- ráðum þar til settrar nefndar. Gegn þessu snúast Þjóðverjar vitanlega öndverðir. Þeim er, eins og fyr var greint, hið mesta á- hugamál að fá hrundið af sér til fulls oki styrjaldarinnar. Þeir segja: Til hvers er alt strit okk- ar og þungu skaðabótagreiðslur, til hvers er afvopnunin, undir- skrift allsherjar ófriðarbanns- samnings, styrkur og þátttaka í þjóðabandalaginu o. s. frv., ef við eftir alt saman verðum um óá- kveðinn tíma beygðir undir stein- bítstak Frakka og hljótum að taka hverri móðgun vegna ósef- andi tortrygni þeirra og yfir- gangs ? I þessum málum munu Þjóð- verjar, fx’emur en Frakkar hljóta samúð þeirra þjóða, sem álengdar standa og sem sjá og skilja, að afstaða Frakka í Evrópumálum hefir staðið og stendur enn mest í vegi sigurvænlegri friðarvið- leitni. ----o----- gerlafræðingur. Hann andaðist 26. sept. síðastl., 44 ára að aldri, af krabbameini. Gísli var fæddur 6. júlí 1884 að Hvammsvík í Kjós, sonur Guð- mundar Guðmundssonar frá Hvítanesi og konu hans Jakobínu Jakobsdóttur frá Valdastöðum. Gísli Guðmundsson fluttist ung- ur til Reykjavíkur. — Hann gerðist snemma áhugamaður mik- ill um fi-amfarir lands og þjóðar, sérstaklega í iðnaðarmálum. Var honum það jafnan mikið sárs- aukaefni, hversu háðir við erum öðrum þjóðum í iðnaðarefnum og hversu þjóðin virðist tómlát og seinvakin til sjálfsbjargar á þeiri’i leið. — Gísli aflaði sér mik- illar mentunar í gerlafræðum og gerðist forgöngumaður í nýjum iðnaðargreinum eins og gos- drykkjagerð, smjöi’líkisgerð o. fl. Varð honum mikið ágengt, endu mun nú lítið flutt inn af fyr- neíndum iðnaðarvörum. Gísli Guðmundsson vann mikið að ritstörfum til framgangs á- hugamálum sínum. Má af þeim verkum hans nefna „Mjólkur- fræði“, er hann gaf út, stórþarfa bók og góða. Hann var frá byrj- un ritstjóri Tímarits iðnaðar- manna og formaður Iðnaðar- mannafélagsins síðustu árin. Þá veitti hann og um skeið forstöðu efnaramxsóknarstofu ríkisins. Þó Gísli væri þannig sístarf- andi á sviði nýrra, hagnýtra þjóð- framkvæmda, var hann og gædd- ur fleiri gáfum. Hann var söngv- inn umfi’am flesta menn og átti meginfrumkvæði að stofnun Karlakórs K. F. U. M., sem er nú með fremstu söngflokkum á Norð- urlöndum. Og þó Gísla ynnist ekki tími til þess að sinna þeim málum, eins og honum var hug- leikið, vottar þátttaka hans fjöl- hæfni þá og áhuga, sem hann var gæddur. Þar á ofan var hann gleðimaður mikill og afar vinsæll. — Er því, við fráfall hans, mik- ill harmur kveðinn að konu hans, iZ^fgrEi&sía Clraans er t Sambartbsþúsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. þ. 3imi 490. 48. bla6. Halldóru Þórðardóttur frá Ráða- gerði, börnum þeirra, Guðrúnu og Guðmundi, og öllum ættingjum hans og vinum. Á og þjóðin á bak að sjá, þar sem hann var, einum af sínum allra nýtustu á- huga- og athafnamönnum. --o-- Bréfkaflar úr sveit. L Það viðreisnarmálið, sem Fram- sóknai’flokknum á að vera annast um, er viðreisn landbúnaðarins. Og augljóst er það af störíum stjórnarinnar og aðgerðum síð- asta þings, að þar á að hefja stórfelda sókn. En þá má síst af öllu gleymast það marga og smáa, sem er í hendi hvers einstaks nxann. „Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi“. Hér vil eg fara fáum orð- um um Akkillesarhæl landbúnað- arins: fóðurbirgðirnar. Þar sem eg er best kunnugur í sveitum er það aðalregla, að fóðurekla er fjórða hvert ár, 0g þó ekki leiði til fellis, verður þó ætíð að því stórfelt tjón, svo mikið tjón, að telja má víst, að það tefji í hvert sinn alla framsókn landbúnaðar- ins um 2—3 ár við það, sem ann- ars mætti verða. Bændur skella skuldinni ætíð á hörðu vorin. Vel má sættast á það, að telja að af hverjum 4 vorum séu jafnan 2 meðal vor, 1 betra en í meðallagi og 1 verra en í meðallagi, og til þess að gleyma vondu vorunum þurfi að jafnaði 3 meðalvor eða betri. Annars eru flestir svo næm- ir fyrir því sem ilt er, að meðal- vorin eru talin ill a. m. k. ef menn eru illa við þeim búnir, góð ver kalla menn oftast meðal-vor og aðeins bestu vorin góð. Og að matið á vorunum raskast þannig frá því sem rétt er, raskar og hinu, að menn búist við því ár- fei’ði, sem þeir verða, þegar til kastanna kemur, að búa við. En þetta er aðeins önnur aðalástæð- an til fóðureklunnar 4. hvert ár. Hin aðalástæðan er sú, að það sem bústofninn gengur saman í hörðu árunum vex hann á 3—4 meðalgóðum ánim og liggur því altaf við hruni 4. hvert ár. — Nox-ðan lands hafa fóðurekluárin verið þessi síðasta aldarfjórðung, 1906, 1910, 1914, 1916, 1920, 1924. I öðrum landsfjórðungum geta rnenn talið árin til saman- burðar. Að reglan raskaðist 1916 stafaði eingöngu af árfei’ðinu. Þá fór langur vetur og snjóþungt vor eftir graslitlu sumri. Síðast- liðið vor vai’ð hvergi fóðurþröng, svo að nú raskast reglan aftur til hinnai' hliðarinnar. Að öllum lík- indum stafar það af árferðinu. Nú hafa farið saman 4 ár, sem öll eru í meðallagi að veðráttu eða betri (talið frá haustinu 1924). En jafnframt stafar það af því, að bústofninn færðist ó- venjulega mikið saman 1924. Þá var lambadauði mikill um vorið og hey svo lítil eftir sumarið, að slátrun varð þó með mesta móti. Sumstaðar hefir það enn lagst á sömu sveifina, að skuldir hafa krept að mönnum, svo að þeir hafa þess vegna orðið að slátra fleiru á haustin en þeir hefðu annars gert og bústofninn því aukist hægar. Hinsvegar hafa vetrargæði og lítill bústofn manna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.