Tíminn - 10.11.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1928, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 afgrei&slumatur Cimans er HannDetg p 0 r 91 e i n söóttir, Somban&sijúsínu, Seyfjaoif. JK.fgtBibsCa Cimans er i Samban&sijúsinu. ©pin baslega 9—\2 f. i). jsími <*96. XIL ár. I Reykjavík, 10. nóvember 1928. | 53. blaö. Vígsla Hvítárbrúarinnar I. nóvember 1928 Ræða forsætisráðherra Góðir Islendingarl Konur og mennl Það eru nú í haust liðin full 37 ár síðan haldin var hátíðleg vígsla fyrstu stórbrúarinnar á íslandi. Meiri og torveldari afrek hafa síðar verið unnin á landi hér, bæði um brúagerðir og aðrar verk- legar framkvæmdir, en mestur Ijóminn stendur enn og mun standa um smíði hinnar fyrstu: ölfusárbrúarinnar. Þetta var svo nýtt þá hjer á landi að vinna slíka sigra. Og þó að að sjálf- sögðu sé gleði manna mikil hér í dag, yfir hinni nýju og veglegu brú og hafi verið í öðrum héröð- um undanfarið við slík tækifæri, þá er jeg viss um að aldrei hefir neinni brú verið jafn einlæglega fagnað og fyrstu stórbrúnni, og það af landsmönnum í heild sinni. Þau voru áreiðanlega sungin út úr hjarta þjóðarinnar, ljóðin sem þá voru ort, en mega jafnan eiga við er brú skal taka til notkunar: Nú er móðan ekki einvöld lengur, einvald hennar binda traustar spengur. Hátt á bökkum bröttum, bygðir eru og trygðir synir stáls og steina. sterkir mjög að verki. Standa’ á bergi studdir magni og prýði strengja sér á herðum ramma smiði. tengja sveit við sveit þótt elfan undir óíær brjótist fram um kletta og grundir. ölfusárbrúin, fyrsta stórbrúin, var, í hlutfalli við getu og afköst þá og nú, miklu meira þrekvirki en nokkur önnur brúargerð síðar. Þess vegna er Ijóminn yfir henni mestur, og líka vegna hins með hve miklum ágætum var unnið að forstöðu fyrir framkvæmdinni. Svo lengi sem brýr verða smíðað- ar á Islandi mun þjóðin geyma í þakklátri minningu nafn brúar- smiðsins, bóndans norðan úr Fnjóskadal, sem hafði til þess stórhuga, bjartsýni og fómfýsi, að takast á hendur forstöðu fyrir smíði ölfusárbrúarinnar, er aðrir vom frá gengnir. Einn er hann í hópnum hinna góðu sona á öldinni sem leið, sem leystu ættjörðina úr álögum. Magnús Stephensen vígði ölfus- árbrúna 8. sept. 1891. I lok vígslu- ræðunnar minti hann á goðsögn- ina fornu um hringinn Draupni, þann er hafði þá náttúru að ní- undu hverja nótt drupu af honum 8 gullhringar jafnhöfgir. — Hann bar fram þá ósk að sama náttúra mætti fylgja hinni nýju brú: „að af henni drjúpi, á skömmum tíma viðlíka margar brýr jafngóðar yf- ir þau vatnsföll landsins, er þesa þarfnast mest“. Fagurlega hefir þessi von lands- höfðingjans gamla ræst. Hún hef- ir ræst 1 miklu ríkari mæli en nokkurn gmnaði, þeirra hundraða sem á ræðuna hlýddu. Fjölmargir hringar, mismunandi höfgir að vísu, hafa af fyrstu stórbrúnni dropið, og hafa komið niður víðs- vegar um okkar elfaríka land, en allii- hafa þeir flutt með sjer hagsæld og blessun 1 ríkum mæli. — Ekkert þeirra fljóta er nú óbrúað, þeirra sem Magnús Stephensen hafði í huga er hann nefndi „þau vatnsföll landsins, sem þess þarfnast mest“ að verða brúuð — það ei jeg viss um. Við vígslu ölfusárbrúarinnar hefir áreiðanlega engan dreymt um að brúaöldin yrði svo mikil, á skömm- um tíma, sem raun er á orðin — jafnvel ekki hina allra bjartsýn- ustu. Okkur er holt að halda þessu á lofti 0g nema af því. Við bú- um 1 svo góðu landi og á svo far- sælum framfaratímum að veru- leikinn verður á fjölmörgum svið- um jafnvel enn glæsilegri en von- ir hinna bjartsýnustu gera ráð fyrir. Svona var það undanfarin 37 ár. Við skulum trúa því að svo verði það og næsta mannsaldur- inn að framtíð og framfarir landsins verði jafnvel enn glæsi- legri okkar björtustu vonum. En því aðeins hafa svo margir höfgir gullhringar dropið í skauf okkar lands hin síðari árin, að einnig á öðru sviði hafa breyt- ingamar orðið miklar. Saga brúagerðanna á íslandi er einhver augljósasti votturinn um vaxandi trú þjóðarinnar á landið sitt og á sinn eigin mátt og meg- in. Sigramir sem þjóðin hefir unnið yfir hinum áður óbeisluðu fljótum og Þrándum í Götu veg- farendanna, hafa um leið verið sigrar „yfir fátækt og erfiðleik- um, en sjerstaklega sigrar yfir ýmsum óheillavænlegum og rót- grónum hleypidómum um van- mátt, örbirgð og uppblástur þessa lands. Hver sigur í líka átt sýnir, að landið getur gróið upp, er að gróa upp, mun gróa upp og skal gróa upp“ — eins og sagt vac við vígslu Þjórsárbrúarinnar fjórum áram síðar en ölfusár- brúin var vígð. Sjerhver ný brú er talandi vottur um aukið traust á landið, og vissulega fer það saman, að aldrei fyr hefir verið reist eins mikið af brúm á íslandi og hin síðustu árin, og að aldrei fyr, á hinum síðari öldum a. m. k., hef- ir þjóðin í eins ríkum mæli trú- að á landið og litið með eins björtum augum á framtíðina. Og það er miklu mest um það vert. Og því erum við öll hress i huga í dag og með óblandinni á- nægju tökum við til notkunar hina nýju Hvítárbrú — eina af hinum torveldustu brúm til fram- kvæmda, sem reist hefir verið hér á landi, og jafnframt eina hina fegurstu. Eg ætla að leyfa mér að lesa upp frásögn vegamálastjóra um aðdraganda brúarsmíðisins og lýsing á brúnni: „Lögferja hefir verið hér á Hvítá að minsta kosti í 62 ár og er reglugjörð um hana frá 9. jan. 1866. Fyrst var mælt fyrir brúar- stæði hér 1910. Þá var hér sýslu- vegur og var svo þar til vegurinn var gerður að þjóðvegi með nýju vegalögunum frá 1924. Brúarmáli þessu var lítt hreyft þar til ítar- legar mælingar og rannsóknir fóru fram 1922 og síðar. 1927 var byrjað á vegagerðinni utan í hamrinum norðan brúarinnar og jafnframt lítilsháttar á öðrum undirbúningi undir brúargerðina. Þá voru og gerðar ítarlegar rann- sóknir til þess að komast að raun um með hvaða gerð brúin yrði ódýrust og heppilegust. Kom þá sérstaklega til greina: járnhengi- brú milli landa, jámbrú á stöph í miðri á og í þriðja lagi bogabrú úr jámbentri steypu. Niðurstaða þessara rannsókna varð sú, að bogabrúin var talin ódýrust og heppilegust, auk þess sem hún hefir þann mikla kost, að kostn- aður við viðhald hennar er sára lítill. Lengd allrar brúarinnar er 118, 2 m. Aðeins 3 brýr hér á landi eru lengri, Lagarfljótsbrú 300 m., Jökulsárbrú á Sólheimasandi 220 m. og brúin á Héraðsvötn á Grundarstokk 132 metrar. Hvor boginn er 51 m. á milli stöpla. Þykt boga við stöpla er 1,8 m., en um miðju 40 cm. Vídd milli handriða er 2,75 m. Lengd mið- stöpuls að neðan er 11,1 m. og breidd 6,5 m. Venjulegt vatns- dýpi við miðstöpul er rúmir 3 m. og er stöpullinn grafinn 5,5 m. niður fyrir botn og stendur hann þar á þéttu sand- og malarlagi. Utan um stöpulinn allan er járn- veggur, sem rekinn er 1,5 m. nið- ur fyrir stöpul. Hæð stöpulsins er tæpir 13 m., en hæð frá brúar- gólfi um miðja brúna, þar sem það er hæst, niður að botni mið- stöpuls, er 18,6 m., en niður að vatnsborði er hæðin tæpir 10 m.. Allur miðstöpullinn er að þyngd tæpar 1500 smálestir. Mestur þungi á undirstöður stöpuls er 3,6 kg. á fersm. I miðstöpulinn allan fóru 2126 sekkir af sementi, en í alla brúna 3850 sekkir og er öll steypan um 1100 teningsmetrar. Styrktarjám í steypu er samtals 22000 kg. Verður öll brúin þannig að þyngd nálægt 2500 smálestir. Báðir land- stöplar standa á fastri klöpp. Burðarþol brúarinnar er miðað við, að hún beri mannþröng 400 kg. á hvem ferm. brúargólfs og flutningavagn 6000 kg. þungan, en þó ekki svo þungan vagn jafn- framt fylstu mannþröng. Vinna að brúargerðinni hófst hér efra 12. apríl í vor og hefir þannig staðið í 29 vikur. Að verk- inu hafa unnið að jafnaði 20—25 manns. Samtals hafa verið unnin að sjáifri brúargerðinni hátt á 7. þúsund dagsverk. Brúin kostar fullgerð nálægt 165 þús. kr. og vegurinn utan ? hamrinum norðan brúar ásamt fyllingunni sunnan brúar kostar um 23. þús. kr. Kostar þannig alt mannvirkið tæp 190 þús. kr. og er það sem næst sama upphæð og áætlað var“. Þannig er þá þetta fagra og traustlega mannvirki fullbúið til notkunar. Eftir nokkra áratugi, þegar við erum komin undir græna torfu, verður það metið hversu mikla þýðingu brúin hafi haft fyrir bygðina. Þá verður þessa dags minst og eg trúi þvi að þá verði ávextir brúarinnar ekki metnir á neina smávog. Og þegar nú loks er svo mynd- arlega bætt úr samgönguþörfinni hér, þykir mér vel við eiga að minna á hve langt er síðan byrj- að vai- á því að reyna að bæta samgöngumar hér um slóðir. Um það ber vitni eitt hið allra elsta skjal sem til er um sögu bygðar- innai' og sögu landsins, svohljóð- andi: „Tanni og Hallfríður þau lögðu helming Bakka lands til sælubús þess sem þar er, að ráði Gissur- ar biskups, og að lofi erfingja. Þar fylgja kýr tíu og 6 tigir áa og bátur nýr. Tanna forráð skal á stað þeim meðan hann lifir, en þá biskups þess er í Skálaholti er. En sá maður er þar býr skal ala menn alla þá er hann hyggur til góðs að alnir sé“. Jón Sigurðsson telur það vafa- laust að hér sé átt við Gissur biskup Isleifsson, svo að skjal þetta sé frá ca. 1100, eða meir en 800 ára gamalt og fjalli um jörð- ina Ferjubakka í Mýrasýslu — suttu neðar við Hvítá en brúin er nú. — Sælubúið er sett þar sem umferðin var svo mikil, gist- ingar og matgjafastaður fyrir alla þá sem til „góðs er að alnir sé“ og báturinn er að sjálfsögðu ferjubátur á Hvítá. — Svo löng er sagan, sem skjallega márekja, um baráttuna fyrir samgöngu- bótunum hér um slóðir. Nú höfum við í dag unnið full- an sigur í þeirri baráttu. — Og um leið og við minnumst sæmdar- iijónanna, Tanna og Hallfríðar, sem hófu samgöngubæturnar hér við Hvítá, að því er við getum rök að leitt, skulum við óska, að með hinni fullkomnu samgöngu- bót blómgist hér um bygðina ekki aðeins eitt heldur fjölmörg sælubú, þar sem góðir menn verða alnir svo lengi sem þetta land er ofan sjávar. Eg vil svo, að lokum, í nafni þjóðarinnar, færa þeim öllum þakkir, sem á einn og annan hátt hafa unnið að þessu mikla, fagra 0g þarfa mannvirki. Nefni eg þar fyrst til yfinnann verksins, Geir Zoéga vegamálastjóra, verkstjóra og verkamenn. Að svo miklu sem við fáum séð og um dæmt, er framkvæmd verksins til hin3 fylsta sóma. Tökum einhuga undir þá bæn til Guðs vors lands, að til bless- unar og farsældar verði brúin nýja fyrii' alda og óborna. Mætti sú verða reynslan að jafnvel í enn ríkari mæli en við getum gert ráð fyrir verði ávextir brúar- gerðarinnar bygðinni til heilla. Haltu Drottinn vemdarhendi yfir þessu mannvirki og blessaðu sér- hvert gott verk sem unnið er á fósturlandi okkar. Að svo mæltu lýsi eg því yfir, að hin nýja Hvítárbrú er frjáls til umferðar og ahnennra nota. ----0----- „Alheimsbölið“ nefnist kvikmynd, sem Nýja bio sýnir um þessar mundir. Er hún fræðslumynd um kynsjúkdóma, útbreiðsluhætti þeirra og afleið- ingar. Er þar tekið á þessu mikla vandamáli mannanna með vísinda- legri nákvæmni og djarfmannlegri hreinskilni. I raun réttri þyrfti hver maður, sem kominn er til vits og ára, að sjá þessa mynd, því hún mun auka fólki vit og var- kárni, þar sem hvorstveggja er mikil þörf. Utan úr heimi. Bresk-franski flotasamningurinn. Fyrir nokkru síðan tóku Frakk- ar fastan í Parísarborg fréttarit- ara Hearstblaðanna í Bandaríkj- unum, Horan að nafni og vísaði stjómin honum úr landi. Varð af þessu allmikill úlfaþytur í blöð- um Bandaríkjamanna. Við nánari athugun frestaði franska stjóm- in framkvæmd brottvísunarinnar. En þá var Horan stokkixm úr andi og til Belgíu. Orsök þessa atburðar var sú, að Horan hafði sent Hearst-blöðun- um í Ameríku upplýsingar um nýjan flotasamning, sem Bretar og Fi-akkar höfðu fyrir nokkru gert með sér og haldið leyndum. Hafði blaðamanninum tekist, að fá aðgang að þessum samningum og birt árangurinn af eftirgrensl- an sinni. Út af þessu hefir risið mikið umtal í blöðum beggja megin hafsins og hafa stjómir Breta og Frakka sætt miklum ákúrum fyrir leynimakk þetta, sem þykir koma í bág við hinar opinberu tilraunir þjóðanna að draga úr vígbúnaði á sjó og landi og finna leiðir, til þess að útkljá á friðsamlegan hátt ágrein- ingsmálin, þjóða á milli. Hafa stjórnimar séð þann kost vænst- an, að birta samninginn og láta nú í veðri vaka, að eigi hafi ver- ið til þess ætlast, að yfir honum hvíldi nein leynd. í sarrmingi þessum koma Bret- ar og Frakkar sér saman um viss ákvæði í flotamálunum. Skulu Bretar hafa leyfi til að byggja eins mörg lítil og hraðskreið her- skip eins og þeim sýnist, en Frakkar aftur á móti neðansjávar- báta jafnmarga og þeim þóknast. Árið 1921 héldu stórveldin fund með sér í Washington í Banda- ríkjunum og gerðu samning með sér um hversu marga vígdreka og bryndreka hvert þeirra mætti láta byggja. Var þar ákveðið að Bret- ar og Bandarík j amenn mættu hafa jafnmörg stór herskip víg- búin. En um minni skipin fekst ekkert samkomulag. Og síðastlið- ið ár kvaddi Cooligde forseti stói> veldin á fund í Genf, til þess að ræða um minni skipin. En ekki bar sú ráðstefna neinn árangur. Nú þykir til þess horfa í þess- um málum að Bandaríkjamenn séu þvi mjög mótfallnir, að Bretar geti óheftir ráðið um það, hversu mörg smáherskip þeir byggja. Bretar munu aftur á móti telja sig mestu skifta, ef til ófriðar drægi milli stórveldanna um yfir- ráðin á höfunum, að eiga margt hraðskreiðra léttiskipa í hemaði, til þess að vama því að landið verði einangrað og þjóðin svelt inni. Slík skip myndu eigi fá unn- ið Bandaríkjamönnum neinn geig, því að þeir geta aldrei orðið sveltir í hernaði, jafnvel þó sigl- ingar yrðu bannaðar. En þau myndu verða öflug tæki til vam- ar því, að Bandaríkjamenn gætu í heraaði ráðið niðurlögum Breta. Hafa þessir samningar Breta og Frakka orðið til þess að ýta undir flotaaukningu Bandaríkjamanna. Undirskrift Kelloggs-sáttmálans annarsvegar og þessar megnu við- sjár bregða dapurlegum blæ yfir málefni heimsfriðarins. Sýnir hvorttveggja, að þó opinn ótti við skelfingar etyrjaldanna knýi þjóð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.