Tíminn - 17.11.1928, Síða 2

Tíminn - 17.11.1928, Síða 2
200 TlMINN Framsóknarfélag Reykjavíkur iieldur fund mánudaginn 19. þ. m. klukkan 8VS eftir hádegi í Sam- bandshúsinu. Jónas Jónsson ráðherra flytur erindi. Stjórnin Verkfærakaupasjóður. Samkvæmt 12.—16. gr. laga nr. 40, 7. maí 1928 um breyting á jarðræktarlögunum verður bændum, einstökum eða fleirum í félagi, eða búnaðarfélögum, veittur styrkur til verkfærakaupa úr Verkfærakaupasjóði, eftir því sem fé sjóðsins hrekkur til. Einstakir bændur, eða fleiri í félagi, geta fengið styrk úr sjóðnum til þess að kaupa hestaverkfæri til jarðræktar, enda leggi þeir fram jafnmikið fé og nemur framlagi sjóðsins, en eng- inn einn bóndi getur fengið meira framlag úr sjóðnum en 300 krónur. Umsókn um styrk úr sjóðnurn sé stíluð til Búnaðarfélags Islands, en sendist stjóm þess búnaðarfélags sem hlutaðeigandi er félagi í. Stjórn Búnaðarfélagsins sendir því næst umsóknimai- til Búnaðarfélags íslands og sér um greiðslu andvirðis. Verði fé fyrir hendi í Verkfærakaupasjóði, eftir að fullnægt hefir verið þeim umsóknum um styrk, sem nú hafa verið nefnd- ar, geta búnaðarfélög notið sömu kjara og einstakir bændur um helmings styrk úr sjóðnum, til þess að kaupa hestaverkfæri til j arðræktar. Verði fé fyrir hendi í Verkfærakaupasjóði eftir að fullnægt hefir verið áður umgetnum umsóknum geta búnaðarfélög fengið styrk til kaupa á jarðræktarvélum, er nemi alt að fjórðungi and- virðis vélanna. Umsóknir skulu komnar til Búnaðarfélags íslands fyrir lok febrúarmánaðar 1929. Búnaðarfélag Islands sér um útvegun verk- færanna og véla og ákveður af hvaða gerð skuli vera. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. nóv. 1928. Þórhallsson sigur, sem þegar væri unninn í þessu máli, væri mikið fagnaðar- efni fyrir sveitina, héruðin sunn- an lands og landið alt. Kvaðst hann hafa bent á nokkur vaxtar- skilyrði, en aðeins á fá. Hér væri um að ræða einskonar nýtt land- nám, þar sem landið lægi fram- undan frjótt og fagurt. En þeir, sem upp yxu eftir okkar dag, myndu nema það að fullu, orka nýjum vexti og finna ný skilyrði fyrir gróðurinn í þjóðlífinu. Guðjón Samúelsson húsameist- ari tók næstur til máls og gerði grein fyrir herbergj askipun í skólanum samkvæmt teikningun- um. Eru þær flestar birtar hér, lesendum til glöggvunar. Eins og menn sjá verða kenslustofumar | fjórar og samstæðar eða aðeins : greindar sundur með hreyfiþilj- um. Rúmar hver stofa 35 nemend- ur. En er þiljum verður slegið frá rúmar allur salurinn 600 manns í sætum og verður því einn af stærstu fyrirlestrasölum landsins. — í kjallara verður borðstofa, eldhús, íbúðir starfsfólks o. fl. Heimavistir verða handa 84 nem- endum og íbúðir handa skólastjóra og tveimur kennurum. Sundlaug verður í kjallaranum undir kenslusalnum fjarst til vinstri handar við innganginn. Eru mið- burstir skólans tvær og fyraefnd- ur sundlaugarkjallari þegar full- gert. Húsameistari benti á, hversu sérkennilegt það væri fyrir hús þetta, að í því væri enginn reyk- háfur, enda ekkert eldstæði í hús- inu. Síðan lýsti hann hversu hver- irnir eru notaðir til upphitunar, suðu og hverskonar. nota. Mið- stöðvar hituninni er komið þann- ig fyrir að í stað miðstöðvarket- ils í kjallara er miðstöðvarketill í hver niðri á vatnsbakkanum. Verður hin sama hringrás vatns- ins í miðstöðinni eins og 1 öðrum miðstöðvum og í henni er ekki vatn úr hverunum heldur venju- legt lindarvatn. Gufuleiðslan er með þeim hætti gerð, að járnkassa PólÉk lerlasiii um V.-Skaftafells- og Rangárvallasýslur. Veðrabrigði. Fáar staðhæfingar hafa for- sprökkum íhaldsmanna verið munntamari er ásakanir í garð Framsóknar um fjandskap gegn bæjunum, sérstaklega Reykjavík. En er á fundi kom í sveitum aust- ur, urðu kynleg veðrabrigði úr þeirri átt. Þar deildu Ihaldsmenn á ríkisstjórnina fyrir of mikið dekur við Reykjavík en litla um- hyggju fyrir samgöngubótum í sveitum. Gerðu þeir, einkum Jón Þorláksson, endurteknar tilraunir, að setja vissan flokk mála í sam- band við afgreiðslu síðustu fjár- laga þessu til sönnunar. Áður var sýnt, að vegna tollalækkunar fyrri þinga var ekki unt, vegna lög- boðnu gjaldanna, að áætla hærri upphæð til verklegra framkvæmda, fyrr en séð varð, hverjar yrðu undirtektir þingsins í tekjuauka- málum. Ihaldsmennimir í fjár- veitinganefnd Nd., Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen kröfðust skil- yrðislausrar hækkunar fjárveit- inga til verklegra framkvæmda, þó af hlytist nokkur halli á f jár- lögunum! — Kvartaði Jón Þorl. sárlega yfir ákúrum þeim, sem þeir J. Sig. og P. Ottesen hefðu hlotið fyrir slíka fjármálatillögu! En mál þau er íhaldsmenn höfðu þannig á oddinum, settu í sam- band við afgreiðslu fjárlaganna og er hvolft á einn hverinn og guf- an síðan leidd úr kassanum heim í skólann. Verður orkan hæfileg með þeim hætti. Er þessi umbún- aður nýr hér á landi og afaródýr. Hefir Benedikt Gröndal verkfræð- ingur séð um oð ráðið gerð allri á vatns og hitaleiðslum í skólanum. Loks gerði húsameistari grein fyrir þeim viðbótarbyggingum er hann kvað reistar myndu verða í sambandi við skólann. Væru þæi leikfimishús, vermihús, vinnuskáli o. fl. Kvað hann eina af náms- greinum skólans eiga að verða steinsteypu og hleðsla úr stein- um. Myndu nemendurnir verða sjálfir látnir vinna að nefndum viðbótarbyggingum skólans. Guðm. Björnson landlæknir tal- aði næstur. Kvað hann, að í sam- bandi við val læknisbústaðar í Árnessýslu, hefði fyrir nokkrum árum komið til sinna álita, hvar hentast myndi að setja niður skóla á Suðurlandi og hefði hann álitið að tveir staðir væru bestir: Laugarvatn og Reykir í Ölfusi. Talaði landlæknir síðan um stofn- un skólans og hin frábæru skil- yrði hans frá sjónarmiði heil- brigðisfræðinnar og þjóðarþrosk- ans. Sýndi hann fram á að líkams- mentunin væri mjög vanrækt í sambandi við hina almennu menta- viðleitni þjóðarinnar. Þó væri hún eigi síður mikilsverð en andleg mentun. Kvaðst sjá gleðilegan vott þess að unga fólkið í landinu væri að vakna til skilnings á þessu stórmerka atriði uppeldis- málanna. Landlæknirinn kvað forfeðuv okkar hafa átt stórum betri heim- heimili en nú væri alment álitið. Húsakynni þeirra hefðu verið hlýrri en síðar hefði orðið og nú tíðkaðist víða í sveitum. Þeir hefðu haft baðstofur, sem síðan hefðu lagst niður hér eins og ann- arsstaðar á Norðurlöndum nema í Finnlandi. Þar tíðkuðust þær enn í dag og væru nú að ryðja sér til rúms á nýjan leik. Kvað hann húsameistara hafa loiað sér því, virtu Framsókn til Reykjavíkur- dekurs voru Sundhöllin, Fangaliús og vinnuhæli og Skrifstofubygging í Rvík. Höfuðrök í sundhallarmálinu eru þessi: Skilningur á gildi lík- amsþrifnaðar og viðleitni í þá átt fer vaxandi um heim allan. — Engin þjóð stendur íslendingum framar að vígi um að hagnýta sér náttúrugæðin til þrifnaðar. — í Reykjavík býr nú fast að ein- um fjórða hluta allra landsmanna, mesti fjöldi af ungu fólki víðsveg- ar 'áð hefir þar vetrardvöl og þar gengur mestur þorri nemenda í skóla landsins. Sundhallarbygging er því heilbrigðis- og uppeldisráð- stöfun ekki einungis fyrir Reykja- vík heldur og fyrir landið alt. I Reykjavík búa flestir opinberir starfsmenn þjóðarinnar við mikl- ar kyrsetur og óhollustu borgalífs- ins og slitna og hrörna fyrir aldur fram. Sundhallarbygging er því einum þræði þjóðhagsleg ráð- stöfun á sama hátt og hverskon- ar heilbrigðisráðstafanir og vam- ir gegn sóttum og hrörnun. . Alkunnugt er, og ekkert þrætu- mál, að hegningarhúsið í Rvík er fyrir löngu orðið ófullnægjandi og eigi unt að halda þar uppi refs- ingum að hætti siðaðra þjóða. Eru þess mörg dæmi að brotlegir menn hafa orðið að bíða langtím- um saman, til þess að fá komist að í fangahúsi landsins! — I ann- an stað er það kunnugt, að með stóriðjuháttum og vexti bæjanna hér á landi hefir fjölgað slæpingj- um og óreiðumönnum, sem á eng- að í Laugarvatnsskóla skyldi koma baðstofa. Væru og hvera- gufuböð allra baða hollust. — „Þegar skógana þraut“, sagði | landlæknir, „og eldurinn sloknaði, rann upp öld kuldans í heimkynn- um landsmanna, öld óþrifnaðarins og öld drepsóttanna". Nú væru ný aldalivörf í vændum, er inn í heil- brigðis- og uppeldisreglur þjóðar- innar yrðu sett öll boðorð þrifn- aðarins, líkamsþrifnaðar, heimilis- þrifnaðar, þrifnaðar úti og inni. Heimavistarskólar í sveitum búnir þeim skilyrðum fyrir íþróttir og líkamsmentir sem Laugarvatns- skóli væru bestu uppeldisstofnan- ir, sem á yrði kosið. „Og við get- um ekki gert neitt betra fyrir næstu kynslóðir, en að reisa næga skóla og gera þá alla að fyrir- myndarheimilum“. Eigi kvað land- læknir að neitt skólasetur mundi j betra vera á íslandi en Laugar- i vatn. Kvaðst gleðjast af að vera ; hér viðstaddur og sjá upphaf | þeirrar stofnunar, sem ætti að verða einn arinn menningarfram- fara í sveitum og héruðum lands- ins. Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri talaði um skólann frá upp- eldislegu sjónaimiði. Kvað hann stofnun hans merkisatburð í sögu skólanna og sögu landsins. 'Eins og aðrir slíkir skólar ætti hann að verða vígi gegn auðn og falli sveitanna. Kvað hann meginþýð- ingu skólanna vera fólgna í upp- eídisáhrifum af 2—3 ára samvist- um og félagslífi unglinganna og iðkun náms og íþrótta. Slíkir skól- ar yrðu aldrei vísindastofnanir heldur fremur vakningarskólar, sem kendu nemendunum sjálfs- nám, undirhyggju þroska æsku- manna og skiluðu þeim með opn- um og viðkvæmum huga, sem síð- an héldi áfram að starfa og auðg- ast. — Sama máli kvað hann gegna um íþróttir,að þó þær væru iðkaðar einkum til líkamsbóta væru þær og andlega og siðferðis- lega þroskandi, því þær skerptu athyglina, hvettu til andlegra við- bragða og efldu drengskap, prúð- mensku og félagsþroska. I því sambandi mintist fræðslumála- stjóri á Oxford í Englandi, er hann kvað frægasta háskólabæ í heimi. Frægð bæjarins væri ekki einungis og jafnvel ekki sérstak- lega reist á hinum andlegu an hátt rækja borgaralegar skyld- ur sínar. Er altítt að beita vinnu- þvingun gegn þjóðskemdaáhrifum slíkra óskilamanna. — Vinnuhæl- ið á Eyrarbakka er risið af al- niennri þjóðfélagsnauðsyn að bæta úr skorti viðunandi fangahúss og öðrum þræði af nauðsyn á að skapa viðeigandi heimili fyrir óreiðumenn. -Mjög margar af skrifstofum landsins eru á víð og dreif í hús- um einstakra manna í Reykjavík. Þetta er óviðunandi á tvennan hátt. 1 fyrsta lagi er það altítt að embættismennirnir leggi landinu til húsnæði sjálfir, skamti sér leig- una sjálfir og skeri ekki við negl- ur sér. Hefir ríkið orðið að greiða í húsaleigu fyrir þessar dreifðu skrifstofur upphæð er nema myndi fullri leigu af húsi er kostaði alt að milljón króna. — I öðru lagi verða vinnubrögð öll og samstarf milli ýmsra deilda í rekstri ríkisins stórum svifaseinm og kostnaðarmeiri í dreifðum og óhentugum húsakynnum.-- Bygg- ing yfir opinberar skrifstofur landsins í Reykjavík er því mikil nauðsyn, er miðar til verksparn- aðar og sérstaklega til fjárspam- aðar. Af framangreindum rökum verður ljóst, að öll þessi mál varða þjóðina alla og að órétt- mætt er að setja tvö hin síðast- töldu í samband við afgreiðslu síðustu fjárlaga með því, að bygg- ingar, sem reistar verða til langr- ar frambúðar, verða jafnan reist- ar fyrir lánsfé, en ekki settar á fjárlög eins árs. Af sérstökum mentum, námshöllunum og mentabúrum borgarinnar, heldur á fornum og frægum íþrótta- drengskap, þar sem árlega kæmu saman 3000 ungir menn, sem vildu heldur bíða ósigur í leik en að vinna sigur með rangindum. — Þá kvað fræðslumálastjórinn, ' að slíkir heimavistarskólar í sveit hefðu skilyrði til þess að komast allnærri hinu forna, gríska menn- ingaruppeldi við félagslíf og íþróttir. Og eitt af verkefnum þessara skóla væri að skapa holla siði og erfðavenjur. Væri því* hlutverk þeirra er hefðu með höndum byrjunarstarf skólans allmikilsvert, er ætla mætti að með því yrði lagður grundvöllur- inn að framtíðarstarfi og þroska skólans. Óskaði hann síðan skól- anum mikils gengis og blessunar og að orðstýr hans og gagnsemi yrði sem mest, svo að stofnun hans yrði jafnan talinn merkis- atburður í sögu þjóðarinnar. Nú verður, því miður, vegna rúmleysis að fara fijótt yfir sögu. Guðm. Finnbogason prófessor ástæðum og vegna ráðstafana rík- isstjórnarinnar mun vinnuhælið á Eyrarbakka verða ódýrari stofn- un í upphafi, en áður eru dæmi til um ríkisstofnanir. Skifting Gullbringu- og Kjósarsýslu. ihaldsmenn lögðu sig mjög í framkróka um að sýna bændum fram á, að með skiftingu Gull- bringu- og Kjósarsýslu í tvö kjör- dæmi liefði Framsóknarflokkurinn gengið á rétt sveitanna og feng- ið Hafnarfirði annan af þing- mönnum bændakjördæmis. Rök Framsóiknarmanna eru þessi: Hafnarfjörður eru einn af stærstu kaupstöðum landsins og er því sanngjamt, að hann fái sérstakan þingmann eins og kaupstaðirnir hafa nú því nær allir. — Gull- bringu- og Kjósarsýsla sendir ekki bændafulltrúa á þing um þessar mundir, heldur fulltrúa auðborgara og útgerðarmanna í Reykjavík. Er því ekkert frá bændum tekið, þó orðið sé við réttmætum kröfum Hafnfirðinga. — Með því að skilja kaupstaðinn Hafnarfjörð frá hinum öðrum hlutum kjördæmisins, er meiri von en áður um, að bændur í Gullbringu- og Kjósarsýslu fái ráðið kosningu á fulltrúa sínum. Gengismálið. íhaldsmenn gerðu hróp mikið að núverandi stjóm út af gengis- máiinu. Töldu þeir það til brigða og óheilinda, er núverandi for- sætisráðherra hefði á fyrri þing- um sótt fast verðfesting íslenskr- flutti mjög snjalla ræðu og skemtilega. Kvað hann margt hafa vei'ið sagt vel og réttilega um kosti Laugarvatns sem skóla- seturs. En um eitt hefði ekki verið talað og það væri silungur- inn í vatninu. Þó væri hér í vötn- unum sú tegund silungs, er ekki ætti sinn líka annarsstaðar, eins og ljóst væri af sögu Sighvats skálds Þórðarsonar. En Sighvat- ur skáld var unglingur á fóstri að Apavatni. Þótti hann heldur þroskalítill í æsku. Bar svo til eitt sinn, að hann var að silungs- veiði á Apavatni ásamt Aust- manni nokkrum, er þar var á vist. Sáu þeir þá og fengu veidd- an mikinn fisk og fagi’an. En er heim kom og fiskurinn var soðinn, hvatti Austmaðurinn, sem vai' „vitur maður og dæmafróð- ur“ Sighvat til þess að eta haus fiskjarins „og kvað þar vit hvers kvikindis“. Fylgdi Sighvat- ur ráði hans og kvað þá þegar vísu. Dr. Guðm. kvað það vera áiit sitt, eins og Austmannsins, að silungsát myndi vera vænlegt ar krónu, en léti nú ekki, og eigi lieldur aðrir í flokknum, á sér bæra í því máli. — Ásg. Ásgeirs- son hnekti þessum ásökunum rækilega, enda eru rök Framsókn- ar ljós og ótvíræð: Meðan Fram- sókn var í minni hluta, gerði hún tilraun að varna með lagasetningu l'rekari óhöppum en orðin voru í fjármálastjórn Jóns Þorlákssonar. En er þjóðin hafði mannaskifti í æðstu stjóra landsins, hlaut nú- verandi stjórn vald yfir gengis- máiinu. Er því ekki þörf laga- setningar til varaar gengissveifl- um. — Mun stjórnin og flokkur hennar síðar ná fyrirhuguðu marki með einföldum myntlögum, þegar alment verðlag í landinu hefir náð jafnvægi í samræmi við núverandi verðgildi krónunnar. Atvinnurekstrarlánin. Jón Þorláksson talaði í auð- heyrilegum píslarvættistón um atvinnurekstrarlánin svonefndu. Mun hann telja að á sér og Birni Kristjánssyni sannist að „laun heimsins séu vanþakklæti". Til- lögur þeirra voru í stuttu máli þessar: Landsbanki íslands taki 5 milljóna kr. lán er fyrir milli- göngu útibúa og sparisjóða sé varið, til þess að lána sérstökum samábyrgðarfélögum bænda (láns- félögum) búrekstrarlán. Skulu bændur endurgreiða lánin að fullu fyrir 15. des. ár hvert. Verði van- skil af hálfu félags, skal það svift rétti til lánanna næstu ár eða lengur. Bændur í hverju félagi, sem aldrei nái út yfir einn hrepp, ábyrgist einn fyrir alla og allir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.