Tíminn - 17.11.1928, Síða 3
TIMINN
201
til vitsmunaþroskunar og- hvatti
nemendur til ósleitilegrar hag-
nýtingár þessara náttúrugæða
Laugarvatns eigi síður en annara.
Vildi hann álíta, að slíkt uppeldi
við fegurðina kringum Laugar-
vatn myndi hafa auðgað Sighvat
að vitsmunum, víðsýni því, djarf
lyndi og höfðingsblæ, sem jafnan
hefði einkent framgöngu hans og
dagfar.
Dr. Guðmundur kvað hin ytri
skilyrði til skólastofnunar á
Laugai vatni óviðjafnanleg. En þó
væri framhaldið, eins óg raunar
allur lærdómur, fólgið í hinni ein-
föidu vísu:
„Lesa og skrifa list er góð,
læri það sem flestir.
Leir eru haldnir heims hjá
þjóð
höfðingjamir mestir“.
Eraut dr. Guðmundur vísuna til
mergjar og fekk úr henni meira
en margur myndi ætla í fljótu
bragði. Orðið „lestur“ kvað hann
skylt orðinu „ieistur", en „að
lesa“ þýddi að safna, prjóna,
tína upp. En að lesa sig eftir
væri íþrótt, er neínast mætti
„sporvísi“. „Að læra menn til
lesturs“ kvað hann vera að
kenna mönnum að læra og lifa.
Lesturinn og val lestrarefnis væri
því mikilsverðust allra lærdóms-
lista, enda væri rithstin aí henni
risin. Kvaðst hann eigi geta ósk-
að skolanum annars betra, en
nemendur hans yrðu læsir og
skrilandi í bestu merkingu þeiiTa
orða.
Guðbrandur Magnússon gat
þess, að fyrir 14 árum síðan
hefðu þeir núverandi skólastjóri
á Laugarvatni og hann, gert sér
ferð austur að Reykjum í ölfusi,
til þess að mæla hitannn í laug-
unum þar, með það íyrir augum,
að sá staður mætti verða valinn
til skólaseturs. Kvað hann drátt
þann, sem orðinn væri á stofnun
skóla á Suðurlandi, þó bagaleg-
ur hefði verið, orka því tvennu,
að unt væri að hagnýta sér þá
reynslu og kunnáttu, sem fengin
væri í hagnýtingu hveraorku og
að maður sá, er hér tæki við
forstöðu, hefði nú öðlast fyllra
uppeldi i skóla lífsius. Enda væri
giftusamlega séð fyrir stjóm
skólans.
Magnús Kjaran mælti á svipaða
lund. Kvað hann ekki ofsögum
sagt af ágæti skólastaðarins og
hinum ytri skilyrðum. En hann
kvaðst líta svo á, að eigi skifti
minstu máli, hversu til tækist um
val þess manns, er ætti að hafa
fyrstu stjórn slíkrar stofnunar,
marka stefnu hennar, gefa henni
snið og svip til frambúðar. Og
kvaðst hann geta hiklaust lýst
fylstu ánægju sinni yfir því,
hversu vel og hamingjusamlega
hefði til tekist um val skólastjór-
ans.
Jakob ó. Lárusson og Böðvar
Magnússon mæltu hvor um sig
nokkur orð og þökkuðu hug þann
og hlýjuorð er fallið hefðu í sinn
garð í ræðum manna. Þakkaði
fundarstjóri gestunum komuna.
Að loknum ræðuhöldum var
sungið og síðan gengið til borðs.
Var þar rausnarlega veitt. Varnú
nokkuð áliðið dags, enda var nú
búist til brottfarar og farin Lyng-
dalsheiði um Þingvelli. Var förin
öil og viðtökur á Laugai'vatni hin
ánægj ulegasta og árnuðu gest-
irnir skólanum og heimafólki
hans allra heilla.
Laugarvatnsskóla hafa þegar
borist ýmsir munir að gjöf:
Magnús sýslum. Torfason hefir
geíið honum 100 kr. til bókakaupa
en Þori. Gunnarsson bókbindari
100 kr. til bókbands. Málverk
hafa gefið Ásgrímur Jónsson,
Guöm. iiiinaisson, Jóiiaimes Kjar-
vai og Oiaíur Tubais málarar, en
Oiaiur Magnússon lurðijósmynd-
an stora ijósmynd. Frá ónefnd-
um helir skólimi fengið orgei og
vandaöa stundaklukku. Guð-
brandur Magnusson hefir gefið
hringingai'kiukku og vönduð skíði
með stöfum. iáamband ísi. sam-
vinnuféi. hefir gefið skólanum
mjög vandaðan verkfæraskáp
með öllum hugsanlegum trésmíða-
verkfærum. — Þá hafa skólanum
borist bókagjafir miklar frá
þessum mönnum: Ársæli Árna-
syni, Einari ilelgasyni, Guðm.
Finnbogasyni, Trygg-va Þórhalls-
syni og Þorsteini Gíslasyni.
Sími til Laugarvatns var full-
gerður og opnaður á þriðjudaginn
var.
Nemendur skólans eru nú orðn-
ir 25 og- er þá fullskipað.
Laugarvatnsskóli hefir öll skil-
yrði til þess að géta orðið eitt af
merkustu skólaheimilum á land-
inu og mun stofnun hans marka
tímamót í menningarsögu Suður-
lands. Má ætla, að Sunnlendingar,
sem sérstaklega er fyrir unnið í
þessu máli, meti manna framast
og hagnýti sér gildi þessarar
menningarstofnunar.
---o--
A víðavangi.
Ofdirfska J. Kj.
Grein Jóns Kjartanssonar um
„Samgöngumál og verslun Skaft-
fellinga“ verður síðar svarað
rækilega hér í blaðinu. Að þessu
sinni sinni verður látið nægja að
spyrja Jón, hvaðan honum kem-
ur dirfska, til að tala svo digur-
barkalega og gera samanburð á
sér og Lárusi í Klaustri! Hve-
nær hefir J. Kj. afrekað nýtilegu
starfi? Um afrek hans heima í
héraði er Skaftfellingum kunn-
ugt. Á þingi þótti aðeins einn
þingmaður jafn veigalítill Jóni. 1
ritstjórn Mbl. hefir hann aldrei
lagt neitt nýtilegt til neins máls
og- verið talinn allra blaðamanna
síst fær um að koma hugsunum
sínum á pappír. Mai’gir munu
hafa ætlað, að Jón væri til ein-
hvers hæfur, er honum var beitt
í þjónustu lögregluvaldsins. En
þá fór honum líkt og Absalon og
þó óglæsilegar. — Er öll opinber
framkoma Jóns miklu óglæsilegri
og lítilmótlegri en svo, að ætla
mætti að hann væri talinn hæfi-
legt þingmannsefni fyrir hugs-
andi bændur. Verður vikið miklu
nánar að þessum málum síðar.
Guðm. Jónsson frá Torfalæk
hefir gert sig sekan um mjög
aulalegt frumhlaup á hendur
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Eins og Ijóst varð af „Athuga-
semd“ framkvæmdastjóra inn-
flutningsdeildar, Aðalsteins Krist-
inssonar, í Tímanum 3. þ. m., hef-
ir G. J. farið með margföld ó-
sannindi í Freys-grein sinni um
verkfærasölu Sambandsins. Full-
komin vissa er fyrir því, að G.
J. hefir ritað grein sína án þess
að sýna Sambandinu þá kurteisi
að leita þar nokkurra upplýsinga
um efni það, er fyrir lá og sem
I sérstaklega snerti það sjálft. Sam-
I hengi málsins er þá sem hér
segir: Maður, sem telst vera í
þjónustu landbúnaðarins, ræðst
með fullkominni ókurteisi, ósann-
indum og- dylgjum á verslunar-
stofnun bænda og einmitt um þá
starfsgrein hennar, þar sem hún
hefir á síðustu árum verið að
vinna stórvirki á þann hátt, að
útvega bændum með aðgengileg-
um kjörum allskonar nýtísku
landbúnaðarverkfæri. Þó eigi sé
gert ráð fyrir öðru verra, er slíkt
að minsta kosti nægilega mikill
aulaháttur, til þess að hann geti
ekki orðið látinn óátalinn í fari
manns, sem telst starfa í þjón-
ustu landbúnaðarins.
Vinsældirnar og réttarfarið.
Grein Mbl. 15. þ. m. „Er tak-
markinu náð?“ bregður glöggu
ljósi yfir réttarfai’s-siðgæði I-
haldsmanna. Jón Högnason skip-
stjóri á togaranum Karlsefni hef-
ir af hæstarétti verið dæmdur i
10 daga fangelsi og 1500 kr. sekt
fyrir óleyfilegan innflutning á-
fengis, og auk þess til þess að
greiða 40 kr. fyrir hvem lítra á-
fengisins eða samtals um 3300 kr.
sekt. Mbl. tekur það tvisvar fram,
bæði í fyrirsögn og í sjálfri grein-
inni, að það sé einn af „vinsæl-
ustu“ (!) togaraskipstj órunum,
sem verði fyrir þessari meðferð!
Er bert að Mbl. telur það hina
mestu óhæfu, að „vinsæll“ tog-
araskipstjóri skuli vera dæmdur
Mæður. það ber stundum við að
lirjóstabamið verður óvært og linnir
ekki óiiljóðum. Kaupið Mæðrabókina
eftir Professor Monrad. Kostar 4.75.
lögum samkvæmt og að yfirleitt
skuli vera sett lög, er nái til
slíkra manna! Sjaldan mun þjóð-
málaspillingin í fari íhaldsmanna
hafa orðið jafn nakin. Eiga for-
ingjamir að þakka það ógreind
Mbl.-ritstjómarinnar, að þannig
er flett ofan af innrætinu.
----o---
Fréttir.
Lnndlæknirinn Guðm. Björnson fór
með Esju til Vestmannaeyja á mið-
vikudaginti til þess að skoða nýja
spítalann þar, sem nú er að fullu
tekinn til starfu.
Bjarni Runólfsson rafmagnsverk-
fræði'ngur heíir nýlega lokið við að
setja upp rafstöð i Fljótsdal, insta
bæ í Fljótshlíð. Er stöðin 11% kw.
að stvrkleik. Bjarni fór með „ís-
landi" til Akureyrar nú í vikunni.
Voru með honum samverkamenn
ltans, Eiríkur Björnsson frá Svína-
dal i Skaftúrtungu, sem hefir verið
tneð Bjarna frá því fyrsta að hann
hóf starf þetta og Siggeir Lárusson
frn Klaustri. Erindi Bjarna norður
að þessu sinni er að byggja rafstöð
í Kaupangurssve.it fyrir bæina Leifs-
staði, Fífilgerði og Króksstaði. Verð-
ur stöðin 21 ha. að styrkleik. —
Bjarni Runólfsson hefir þegar lofað
að reisa milli 10 og 20 stöðvar næsta
ár.
Höepíuersverslunum á Blönduósi
og Sauðárkróki verður að sögn lokað
á næstu nýári. Falla þannig smárn-
samati vígi danskra selstöðukaup-
manna ltér á landi.
XjieiSrétting. í síðasta blaði var
skýrt frá því, uð bæði útgerðarmenn
og sjómenn hefðu sagt upp samning-
um um kaupgjald. þetta er ekki alls-
fyrir einn full skil á láninu. Kvað
J. Þorl. tillögurnar bygðar á fyrir-
mynd í Skagafirði, þar sem þetta
hefði verið reynt og gefist vel.
Með þessu telja íhaldsmenn að
unnin yrði bráður bugur á skulda-
verslun bænda. Og í blöðuni
flokksins er því sífelt hald'ið
fram, að með því yrði skulda-
farginu létt af bændum og að
þeir myndu þá geta gengið eins
og frjálsir menn að kjörborðun-
um og kosið (náttúrlega Ihalds-
menn) !
Kök Framsóknarmanna gegn
þessari úrlausn á veltufjárþörf
bænda eru meðal annars þessi:
Landsbankinn getur eigi orðið
með lögum skyldaður til þess að
taka slíkt lán og ráðstafa því á
fyrirhugaðan hátt. Enda tjáði
bankinn sig ekki fúsan til slíks.
— Lánsfélög með því sniði, sem
gert er ráð fyrir, myndu rísa
upp við hliðina á kaupfélögunum.
Þau myndu verða að mestu skip-
uð sömu mönnum og velja sér
sömu stjórn eins og kaupfélögin.
Breytingin, sem með þessu yrði
komið til leiðar, myndi þá verða
einungis sú, að skuldir bænda
yrðu færðar úr samábyrgðar-
kaupfélagi yfir í samábyrgðar-
lánsfélag, skipað sömu mönnum
og sömu stjórn! En skuldimav
sjálfar yrðu þær sömu, eftir sem
áður. Tilfærslan sjálf myndi
hvorki gera að auka þær né
minka. Yrði þá eftir sem áður
óleyst hið eiginlega verkefni: Að
vinna fullan bug á skuldunum! —
Slíkar tillögur sem þessar geta
komið frá þeim mönnum einum,
sem aldrei hafa gert sér far um
að skilja eðli og vanda þessara
máia, en leggja kapp á pólitísk
loddarabrögð á yfirborði málanna.
— Gjalddagi lánanna, 15. des.,
ber vott um ókunnleika á versl-
unarhögum bænda og ekki full
heilindi í tillögum um rekstur
banka og sparisjóða. Kom þetta
berlega fram í umræðum í Ed., er
Jónas Jónsson ráðherra lagði þá
spurningu fyrir Jón Þorláksson,
hvort hann mundi ekki vilja
styðja þá skipun, að öllum félög-
um og fyrirtækjum einstakra
manna yrðu settir slíkir kostir um
endurgreiðslu lána, sem gert væri
íáð fyrir að bændum yrðu settir
í frv. um atvinnurekstrarlán
og jafnframt heimtuð samábyrgð.
Þóttu þá koma eigi litlar vöflur á
Jón Þorláksson! — Fyrirmyndin
í Skagafirði mun af Jóni Þorl.
hafa verið notuð í frekasta lagi.
Félag var stofnað í Staðarhreppi
með því ætlunarverki að sjá
bændum fyrir rekstursfjái’láni.
Hefir félagið aldrei nema að litlu
leyti fullnægt ætlunarverkinu og
lítið gert annað en að sjá for-
sprökkunum, Jóni Sigurðssyni á
Reynistað o. fl. fyrir láni umára-
mót. Munu og bændur í Staðar-
hreppi engu betur stæðir en bænd-
ur í Skagafirði yfirleitt. Staðhæf-
ing J. Þorl. um að þetta hefði
„gefist vel“, er því ekki annaðen
ein af þeim ófeimnu blekkingum,
sem fram ganga af munni hans.
Samvinnufélag ísafjarðar.
Eitt af árásarefnum íhalds-
mann á núverandi stjórn og þing-
meirihluta var ábyrgð sú, er
þingið heimilaði fyrir lántöku
Samvinnufélags Isafjarðar. Rök
Ihaldsmanna eru þau ein að með
henni tæki ríkið á sig áhættu fyr-
ir atvinnufyrirtæki einstakra
manna.
Itök Framsóknaimanna eru
þessi: Undir atvinnuskipulagi
samkepnismanna vai’ höfuðat-
vinnuvegi Isafjarðarkaupstaðar,
sjávarútgerðinni, algerlega siglt i
strand og atvinnu og lífsbjörg
fólksins stefnt í beinan voða.
Þar sem svo háttar til, er rétt-
mætt að ríkið styðji skynsamleg
úrræði. — Tilraun Isfirðinga, að
færa atvinnu sína á samvinnu-
grundvöll, er í algerðu samræmi
við stefnu Framsóknarflokksins,
sem hefir samvinnumálin efst á
stefnuskrá. Er því bein skylda
flokksins að styðja slíka viðleitni
innan hóflegra takmarka. —
Áhætta ríkissjóðs getur ekki tal-
ist mikil, þar sem að baki stend-
ur veð í skipum og eignum fé-
-lagsins, sameiginleg ábyrgð fé-
lagsmanna allra og loks ábyrgð
Isafj arðarkaupstaðar. Er hér ólíku
saman að jafna þessari umræddu
ábyrgð og ríkisábyrgð þeirri er
veitt var togarafélögunum fyrir
nokkrum árum, þar sem lítil tak-
mörk voru sett fyrir ábyrgðinni
og engin trygging að baki nema
veð í skipunum.
Tervani-máliS.
Ólafur Thors jók mjög’ hávaða
á fundunum út af Tervanimálinu.
Er og vaðall Ihaldsritstjórannu
um það mál orðinn í mesta lagi
að fyrirferð. Með því að hafa
endaskifti á meginatriðum í mál-
inu og rugla öllum rökum hefir
þeim tekist að fylla hvert blaðið
eftir annað með margmælgi um
þetta mál. Meginrök Íhaldsmanna
eru þessi: Af því að hæstiréttur
dæmdi skipstjórann á Jupiter sek-
an er sjálfgefið að hann hefði
jafnframt dæmt skipstjórann á
Tervani sékan, af því að hann lá
undir sömu ákæru. Með því að
láta niður falla málsókn á hendur
Tervani-skipstjóanum hefir dóms-
málaráðherrann svívirt hæsta-
rétt!
Rök Framsóknarmanna eru
þessi: Niðurfall málsóknar getur
átt sér, enda átti sér, aðra orsök
en þá, að eigi sé treyst rétti þeim,
sem á að fara með málið. Ráðstaf-
anir dómsmálaráðuneytisins í Ter-
vani-málinu eru því hæstarétti
óviðkomandi. - Útlendingar þykj-
ast verða fyrir þungum búsyfj-
um af völdurn landhelgisgæslunn-
ar hér við land og hafa oft komið
fram umkvartanir opinberlega,
til dæmis á þingi Breta. 1 gegnum
landhelgisgæsluna beitum við lög-
regluvaldi í skjóli alþjóðaréttar.
Sú framkvæmd valdsins er vitan-
lega undir stöðugri gagnrýningu
þeirra þjóða, er fyrir henni verða.
Skiftir því miklu að við fram-
kvæmum lögreglueftirlitið sam-
kvæmt þeim kröfum, er allar sið-
.aðar þjóðir gera um þau efni. En
í þessu sérstaka falJi varð á þessu
mjög alvarlegur misbrestur. Bát-
urinn Trausti var gerður út af
landsstjórninni, til þess að gæta
landhelginnar á tilteknu svæði.
Fyrsta og sj álfsagðasta krafa,
sem gerð er til allra skipa og eigi
síst til lögreglu- og vai’ðskipa er
sú, að þau haldi dagbók, þar sem
inn er fært alt um ferð skipsins
og' allar athuganir, sem gerðar eru
viðkomandi starfi skipsins, ef
um varðskip er að ræða. Nú var
svo háttað með Trausta, er skip-
verjar þóttust standa togarana að
ólöglegum veiðum, að skipstjór-
inn var ekki um borð, en hafði
stungið skipskjölunum undir
koddann sinn áður en -hann yfir-
gaf bátinn. Eigi var heldur til rit-
blý á þessu lögregluskipi íslenska
ríkisins. Úrræði skipverja varð
það, að krota athuganir sínar
ineð nagla í stýrishús bátsins eða
á öldustokkinn! Myndu vera nokk-
ur dæmi slíkra lögreglufram-
kvæmda opinberra varðskipa í
víðri veröld? Óefað ekki. Eða
vilja Ihaldsmenn halda því fram
i alvöru, að slíkan málatilbúnað
hefði átt að leggja fram fyrir
erlenda réttarfarsfræðinga. Eng-
inn einasti af lögfræðingunum,sem
fylgja Ihaldsflokknum hafa viljað
leggja nafn sitt við málstað
Ihaldsins í málinu. Vegna hvers?
Vegna þess að þeim er ljóst, að
málatilbúnaðurinn var óframbæri-
legur í viðskiftum við önnur ríki.
-— Þekkingarlausir og ábyrgðar-
lausir orðhákar hafa einir verið
látnir halda uppi sókn í málinu.
Og hún hefir verið fyllilega sam-
boðin vinnubrögðunum á varð-
bát Magnúsar Guðmundssonar.
(Meira).
----©-----