Tíminn - 24.11.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.11.1928, Blaðsíða 1
©faíbfert o$ aferei&sluma&ur Cimans er Hannoeig þorsleinsöótlir, Sáttibanósijúsinu, HeYfjaníf. J2^fgrci5s(a Cimans er í Sambanbsljúsinu. ©pin Öaglega 9—12 f. t). Simi H96. XH. Ar. | Skattheimtan 1 Reykjavik Á síðastliðnu vori skipaði fjár- málaráðherrann, Magnús Krist- jánsson, Héðinn Valdemarsson alþm. í yfirskattanefnd Reykja- víkur í stað Þórðar bankaritara Sveinssonar, sem þá lét af starf- inu. — Við mannaskiftin urðu og umskifti á vinnubi’ögðum nefnd- arinnar, sérstaklega að því leyti, sem hún hóf „kritiska“ rannsókn á framkvæmd laga um tekju- og eignarskatt og á störfum niður- jöfnunamefndar. Eins og fyrr var greint, hefir Héðinn Valdemarsson nýlega birt í Alþ.bl. árangurinn af athugun- um nefndarinnar. Birtist greinin í blaðinu 23.—27. okt. síðastl. Verður leitast við, að gefa hér nokkurt yfirlit um helstu niður- stöðuatriðin í ádeilu hans á skatt- stjórann og niðurjöfnunai’nefnd bæjarins. Er ádeilan aðallega í þrennu lagi: 1. Að skattstjórinn hafi ámjög vítaverðan hátt vanrækt eftirlit með framtali gróðafélaga, hús- eigenda og efnameiri borgara í bænum og látið þá þannig mjög sjálfráða um, að skapa sér, á ó- beinan hátt, skattinn sjálfir. 2. Að niðurjöfnunamefndin hafi beitt gerræðislegu handa- hófi við niðurjöfnun útsvara þannig, að leggja fyrst tiltölu- lega of bá útsvör á almúga manna og efnaminni borgara en afganginn, og óhæfilega lítinn hluta á auðborgara bæjarins. 3. Að niðurjöfnunamefnd hafi á síðustu árum, án vitundar gjaldþegna bæjarins, farið dýpra í vasa þeiri’a, en hún hafði leyfi til lögum samkvæmt. Hafi þann- ig samtals 717 þús. krónur verið teknar af bæjarbúum á síðast- liðnum 6 árum og fénu varið til ýmissa gjalda utan fjárhags- áætlunar. Um framtölin segir H. V. með- al annars: „þar hefir skattstjóri og skattstof- an nokkuð strangt eftirlit með þeim tekjum, sem menn afla sér í þjón- ustu annara, — —. En aftur á móti er eftirlitið með þeirri stétt manna, sem mestar tekjurnar hafa, ýmis- konar atvinurekendum og eigna- mönnum sama sem ekkert, — — —. Sérstaklega komast þó húseigendur að góðri aðstöðu um skatta. þess eru dæmi, að menn, sem eiga tví- lyft hús og leigja aðra hæðina út fyrir 3—500 kr. á mán., telji tekjur af eigin íbúð í hinni hæðinni 75— 150 kr. á mánuði eða 3—5 þús. kr. of lágt á ári og fá þannig raun- vorulega um 3—5 þús. kr. frádrátt af tekjum sínum til skatts. Eins eru þess dæmi, að menn, sem búa einir í stórhýsum, sem kosta 100— 150 þús. kr., reikni sér tekjur af þessum höfuðstól einar 100—150 kr. á mánuði eða 1%! Fá þeir með þessu raunverulega 10—15 þús. kr. frádrátt af skatttekjúm sínum“. Ennfremur segir H. V. að hús- eigendur telji sér til tekjufrá- dráttar ríflegar upphæðir fyrir aðgerðir, fyx-ningu og önnur gjöld af þessum húsum, svo að þegar alt komi til alls, virðist slík- ar stóreignir vera hin þyngsta byrði á eigendunum! „ISkatt- stjórinn vii’ðist láta húseigendur eina um það, hve miklar aðgerð- ir þeir reikna sér árlega á hús- eignum, án þess að heimta nán- ari skilagrein". Telur H. V. að Reykjavík, 24. nóvember 1928. 56. blað. vegna slælegs eftirlits um fram- tölin og vegna skilnings skatt- stjóra á framkvæmd laganna, verði hún mjög í vil auðboi’gur- um bæjarins. Samkv. lögum um útsvör ber bæjai’stjórninni að semja áætlun á hverju hausti um tekjur og gjöld bæjayins og hefir hún heimild til þess að jafna niður á gjaldendur bæjai’ins aukaútsvari, er svarar þeirri upphæð, er til vantar, að tekjumar hrökkvi fyrir útgjöldum, að viðbættum 5—10% fyi’ir vanheimtum út- svaraima. Nú hefir því verið haldið fram af andstæðingum I- haldsmanna í bæjarstjórninni, að niðurjöfnunarnefndin fylgdi ekki fyi’ii’mælum laganna í þessu efni,' heldur tæki fé af gjaldendunum umfram það sem heimilt væi’i. Og væri síðan féð notað til ým- issa gjalda í þarfir bæjarins utan fjáíhagsáætlunar. Um þetta segir H. V.: „þegar yfirskattanefnd, að þessu gefná tilefni, spurðist nýlega íyi’ir um það hjá skattstofunni og niður- jöfnunarnefnd, livernig þessu væri varið, kom það í ljós, að hvergi stóð neinn stafur um það í bókum niður- jöfnunarnefndar hversu miklu hefði verið jafnað niður samtals. síðustu árin og hvorki skattstofan né nefnd- in þóttist geta gefið ábyggilegar upp- lýsingar um það“. Yfirskattanefndin varð því sjálf að láta leggja saman út- svör síðustu þriggja áxa. En nið- urstaðan af þessari rannsókn var sú, sem fyrr var getið, að niðui’- jöfnunarnefndin .hefir á síðast- liðnum 6 árnm tekið í heimildar- leysi af gjaldendum bæjarins alt að 120 þús. kr. til jafnaðar ár- lega eða rúml. 717 þús. kr. sam- tals. Um starfsaðferðir niðurjöfn- unaraefndai’ að öðru leyti segir H. V.: „Nefndin hýr sér til ákveðinn mælikvarða, sem hún notar við nið- urjöfnun útsvara á gjaldendur aðra en hina svonefndu „stórlaxa“. þegar svo lögð hafa verið útsvör eftir þvílíkum mælikvarða á flest- alla gjaldendurna, aðgætir nefndin hve mikið hún yfirleitt vilji láta sér nægja í útsvör það árið — þó i auðsjáanlega ekki eftir því sem fjár- hagsáætlun ákveður — og leggur síðan eftirstöðvamar á „stórlaxana“.“ Síðan bendir H. V. á að afleið- ingar þessara vinnubragða verði þær, að meginþungi útsvaranna hvíli á lágtekjum og miðlungs- tekjum, en auðborgarar fá létt útsvör, enda séu þess mörg dæmi, að sterkefnaðir menn eins og sumir togaraeigendur, hafi feng- ið lægri útsvör en menn með miðlungstekjur. Um vinnubrögð niðurjöfnunar- nefndar við álagningu útsvar- anna, sem lögum samkvæmt eiga að fara fram „eftir efnum og ástæðum“, segir H. V.: „En niðurjöfnunarnefndin gerir sér lítið fyrir og tekur, með sárfá- um og ómerkilegum undantekning- um, ekkert tillit til efnahags manna við niðurjöfnun útsvara. —- — Menn sem liafa sömu tekjur, fá yfirleitt sama útsvar, meðan mælikvarðinn gildir*) (þ. e. a. s. ekki meðai „stór- laxanná’), þótt sumir séu eigna- lausir, aðrir skuldunum vafðir upp vfir höfuð og enn aðrir, sem eru stóreignamenn". Meginniðurstöðurnai’ af þess- um röksemdum H. V. einx þær, *)þ. e. hlutfallið milli tekna og útsvarsupphæðar, sem nefndin á- kveður. R i t s t j. að framkvæmd laga um tekju- og eignarskatt og niðurjöfnun út- svara hafa undir stjóm og meiri- hluta valdi Ihaldsflokksins í landsstjórn og bæjarstjórn mið- að til þess að hlífa stóreigna- mönnunum — máttarstoðum I- haldsflokksins — við skattgjöld- um bæði til ríkissjóðs og bæjar- sjóðs. Hafi þetta haft þessar t.venskonar afleiðingar: Að svifta ríkissjóð skatttekjum af stóreignum og stórtekjum efnamanna. Að hlífa efnamönnunum við útsvörum í bæjarsjóð, en íþyngja almúganum og efnaminni borg- urum að sama skapi. Ádeila þessi kemur sérstaklega niður á skattstjóranum, Einari Arnórssyni prófessoi’, sem er jafnframt formaður niðui’jöfnun- arnefndar. Hann hefir því tekið til andsvara í blaðinu Vísi 4., 5. og 6. nóv. síðastl. Grein hans gengur nær eingöngu, til þess að sýna fram á örðugleika við fram- kvæmd tekjuskattslaganna 0g er þar, að því er vii’ðist, ýmislegt rétt athugað. En meginádeilun- um, sem hér eru bii’tar, lætur hann því nær ósvarað. Skattstjói’inn verður að vísu seldur undir þyngsta sök í þessu máli. En þess ber að gæta, að á hann má líta einungis sem eins- konar framkvæmdastjóra þessa sérstaka hluta í hinni margþættu sérgæðinga-pólitík, sem í’ekin hef- ir vex’ið á undanfömum árum undir handleiðslu og forráðum I- haldsflokksins. -----o---- Bi’úarlandsfundúrinn. Of lengi hefir úr hömlu dreg- ist að minnast á fi’ásögn Mbl. af Brúai’landsfundinum. Gekk frá- sögnin öll til þess að lýsa vask- legi’i framgöngu ólafs Thors og hrakförum allra andstæðinga hans. Var þess sérstaklega igetið, að er Ó. Th. hefði verið búinn að i'áða niðurlögum allra nema J. J. ráðherra, þá hefði J. J. neytt fær- is að ráðast á hann í því trausti að Ólafur væri orðinn hæfilega dasaður! — Satt er það, að Ólaf- ur hætti sér einn í-æðumanna I- haldsins á fundinn. En gaspur hans og gáski vakti lítinn fögnuð kjósenda hans, — „átti ekki við“, eins og einn mjög skilríkur áheyr- andi hans komst að orði. Sannleik- urinn er sá, að ólafur naut sín ekki á fundinum. Stóð þar einn uppi og fekk ekki liðsinni Magnús- ar á Blikastöðum eða neins ann- ars. — J. J. gaf sér nokkum tíma til þess að lýsa ónytjungshætti Ólafs sem stjórnmálamanns og lé- legum hæfileikum hans til þess að leika „grínrullur“. — Má það til marks hafa um auðnuleysi Ólafs Thors á fundinum, að er hann þóttist hafa gert hríð mikla að dómsmálaráðherranum, fékk hann ekkert lófaklapp fyrir ræð- una. Aftur á móti fékk ráðherr- ann dynjandi lófaklapp fyrir sína svarræðu. Og þetta var í kjör- dæmi Ólafs. — Margar getur eiux leiddar að því hversvegna Ólafur Thors stóð einn á hólminum í kjördæmi sínu. Þykir hann mjög hafa gengið fi’am fyrir skjöldu og mai’gt benda til, að hann muni ekki telja sér ofvaxið að gerast foringi íhaldsflokksins en skjóta Jóni Þorlákssyixi í aftari röð. Utan úr heimi. Fi*á Jugoslavíu. Jugoslavía er eitt þeirraríkja, sem stofnuð voru í ófriðarlokin. Nokkur hluti hennar, Sei’bía, var áður sjálfstætt xíki. En auk Serbíu nær jugoslavneska ríkið yfir héruðin við austurströnd Adríahafsins. Hin gamla höfuð- borg ISerbíu, Belgrad, er einnig höfuðborg hins nýja ríkis. Þrír kynþættir byggja landið: Serbar, Kroatar og Slovenar. Allir eru þeir Slavar að ætt, tala sama mál og eru líkir að háttum oig menn- ingu. Eigi hefir þó hinu nýja ríki farnast gæfusamlega það sem af er. Veldur suudi’ung og héraða- rígur. Serbar hneigjast til yfir- ráða meir en góðu hófi gegnir. Ui’ðu þeir hart úti í ófriðnum og þykjast hafa goldið frelsi fi’ænda sinna dýru verði. En íbúarnir í öðrum héi’öðum landsins þoldu eigi ráðríki Serba. Einkum varð hinn svonefndi ki’oatiski bænda- flokkur stjórninni í Belgrad þeg- ar í stað öi’ðugur viðfangs. En 20. júní síðastl. vor gerð- ust í jugoslavneska þinginu at- burðir er fimum sættu. Stjómin hafði þá gex-t við Itali svonefnd- an Nettuno-samning, er veitti þeim mikil i’éttindi á ströndum Adríahafsins. Vakti samningur sá bitx-a andúð meðal Kroata. Umræður voru venju fremur harðar. Króatar fóru hamförum gegn stjóminni. Meðal fylgis- manna stjórnarinnar var þing- maður frá Montenegro Punica Racic að nafni. Undi hann eigi hai’ðyrðum Kroatanna, þreif skammbyssu og hleypti af nokkr- um skotum í flokk þeixra. 2 menn biðu þegar bana og foringi flokks- ins Stefán Raditch lést nokkram vikum síðar af sámm. Eftir því sem fregnir herma hefir Raditch verið einkennilegur maður og merkur að ýmsu leyti. Fæddur var hann 1870, og kominn af fátækum bændaættum í Ki’oa- tíu. Snemma hneigðist hugur hans að stjómmálum. 17 ái’a gam- all fór hann til Rússlands og varð fyrir miklum áhrifum frá and- stæðingum keisarastjómarixmar þar. Eftir heimkomuna gekk hann í skóla og vai’ð stúdent. Tók hann þá að berjast hai’ðlega gegn yfir- ráðum Ungverja í Króatíu og varð fyrir þá sök að hverfa frá háskólanámi í ættlandi sínu. Sat hartn þá í fangelsi um stund, en fór að því búnu til Prag í Bæ- heimi, stundaði þar háskólanám, og síðar í París, lagði hann stund á þjóðfélagsfræði. Kvæntist hann konu af Tékkaættum. Enn á ný hvarf hairn heim og hélt áfram stjómmálabaráttu sinni. Er mælt, að hann hafi verið hneptur í fang- elsi eigi sjaldnar en þrjátíu sixrn- um fyrir þær sakir. Um framkomu Raditch í stjóm- málum ei’u misjafnir dómar. Einkum hefur hann verið áfeldur fyrir óbilgimi í viðskiftum við Serba. Eigi var hann glæsilegur maður á velli. Sjóndapur var hann frá bemsku. Var hann því að nokkru leyti ósjálfbjarga og naut hjálpar annarra við lestur og rit- störf. En mælsku hans og valdi yfir öðrum mönnum er viðbrugð- ið. Nú telja Kroatar hann nærri helgan mann og píslarvott þjóð- ar sirrnar. Eftir atburðina 20. júní í vor logar landið alt í deilum og ófriði. Neita Króatar að sækja þingið í Belgi’ad. En því spá ýmsir, að öldurnar muni lægja og eigi sundui’þykkja þessi fremur rætur sínar í heitum tilfinningum lítt þi’oskaði’a kynþátta en þjóðemis- annmörkum. X. o til Jóns Kjai’tanssonar. Af Morgunblaðinu 11. þ. m. má sjá, að Jón Kjai’tansson fyll- ist mikilli heift og vandlætingu út af „Pólitískri ferðasögu“ Jón- asar Þorbergssonar, sem birst hefir í Tímanum að undanföx-nu. Byrjar hann þar með nokkram formála til Jónasar Þorbergsson- ar, þar sem hann gefur í skyn, að Jónas rangfæri mjög það er fram fór á pólitísku fundunum í Skaftafells- og Rangárvallasýsl- um í fyrra mánuði. Þó segir hann það ekki tilgang línanna að leiðrétta rangfærslui’nar, en vitn- ar til mannanna er á fundunum voru, og er það vel, því kunn- ugx’a er það en fi’á þurfi að segja að almenningur hefir lokið lofs- orði á umi’ædda „Pólitíska ferða- sögu“, enda hefi eg engan heyrt leyfa sér að halda því fi’am, að Jónas skýri þar rangt frá, nema J. Kj. Mætti J. Kj. vel við una ef hann fengi slíka dóma hjá al- menninigi um skrif sín, sem Jón- as Þorbergsson hefir fengið fyrir ferðasöguna og annað sem eftir hann liggur. Sjáanlega fellur J. Kj. þó þyngst, að Jónas Þorbergsson minnist þann veg á mig í þessu sambandi, að eg hafi staðið fi’am- ai’lega í ýmsum fi’amfarafyrir- tækjum Skaftfellinga og telur að mér hafi vei’ið skylt að leiðrétta þær missagnir, en það hafi eg ekki gert, og telur hann sig því til neyddan að „leiðrétta“ og eyð- ir til þess heilli síðu í hinu dýr- mæta rúmi Moi’gunblaðsins. Ætla mætti því að J. Kj hefði nú gert sér far um að segja það eitt er hann vissi sarmast og réttast og líklegast til góðs árangurs fyrir hann, en því fer svo fjarri, að ritsmíð hans er mestmegnis rang- færslur, ósannindi og mótsagnir, svo að jafnvel hver ókunnur mað- ur — hvað þá kunnugur — hlýt- ur að sjá hver tilgangur J. Kj. er, eða sér ekki jafnvel sjálfur Jón Kjartanssoxi hvexl; vandræða- verk hann tekur sér fyrir hend- ur, er hann reynir til að fá alþjóð manna til að trúa því, að kjós- endur í Skaftafellssýslu séu svo . hugsunai’snauðir ræflar, að þeir . láti mig einan i’áða öllu því, er hann telur mig hafa ráðið illa fyrir þá, og teyma sig þannig út í allar þær ófærur sem hann tel- ur þá nú komna í, og eftir alt það ógagn er eg hafi unnið þeim og alla syndina sem eg hafi leitt yfir þá, kjósi þeir mig síðan á Iþing — fremur en sjálfan hann. Þetta sýnist mér móðgun við kjósendur í Skaftafellssýslu, og eins og önnur þau vopn er hann beitir, líklegra til að snúast igegn honum sjálfum, en bíta á mig. Jónas Þoi’bergsson hælir mér Ihvergi fyrir framkvæmdir í vega- og brúa-málum, svo þar er ekk- ert að leiðrétta fyrir J. Kj. og því síður er hægt að sjá, við hvað J. Kj. styðst, þegar hann segir í því sambandi „hefir L. H. reynt og' reynir enn að gera alt þaö ógagn, öllum almenningi, er hann megnar“, og ennfremur segir J. Kj.: „Ef L. H. hefði ekki haft þau völd sem hann nú hefir, þar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.