Tíminn - 01.12.1928, Side 1

Tíminn - 01.12.1928, Side 1
©jalbferi o_9 afgrci&sluma&ur Címans er Xannpeig þ o r s I e i n s bó 11 i r, Sambanösijúsinu, Seyfjorlf. 2^.fgreibsía Cimans er í Sambanbsljúsinu. (Ðpin öaglega 9—\2 f. I]* Sími <$90. Xn. ár. Reykjavík, 1. desember 1928. 57. blað. Tín ára fullveldi Þennan dag fyrir 10 árum síð- an var endir bundinn á lang- stæða deilu um réttarstöðu Is- lendinga gagnvart öðrum þjóðum. Upptök baráttunnar má rekja heila öld aftur í tímann. Áður en hin pólitiska barátta hófst, hafði mikið og gott viðreisnar- starf verið unnið og jarðvegur undirbúinn, fyrir sjálfsforræði þjóðarinnar. Um miðja 18. öld gerðist Skúli Magnússon forvígis- maður verslunarfrelsis og nýrra atvinnuhátta. Um sama leyti hóf Eggert Ólafsson að kveða í þjóð- ina kjai’k og trú á landið. Með Baldvin Einarssyni og Fjölnis- mönnum hefjast kröfumar um stjómarfarsleg-t sjálfstæði. Alt frá þeirra dögum er baráttan ó- slitin fram til 1918. Eigi verður annað sagt, en að íslendingar hafi þar átt mörgum liðgengum mönnum á að skipa, þó að mest- ur standi ljóminn af Jóni Sig- urðssyni, þeim manni, er hæst ber allra Islendinga á síðari öld- um. Nú í dag, á 10 áxa afmæli full- veldisins íslenska, væri freistandi að nefna nöfn sem flestra þeirra manna, er þungann báru af heill- ar aldar átaki. Þó mun hér frá því horfið. Sum þeirra nafna em svo kunn hverjum íslendingi, að óþarft ætti að vera að minna á þau. önnur eru of ung til þess að hljóta sársaukalausa viðurkenn- ingu alþjóðar. En æskulýður vorra tíma, sem hefir útsýn á- horfandans' yfir hin gömlu deilu- mál, á í dag tækifæri til að minn- ast með þakklæti og viðkvæmum hug þeirra manna gervallra, er fremstir stóðu og aldrei viku. II. Barátta íslendinga fyrir sjálfs- forræði var eklti hörð í saman- burði við frelsisbaráttu margra annara þjóða. Hún kostaði engin mannvíg, enga byltingu. En hún var löng, mjög löng. Hún var nógu löng og ekki of hörð til þess að þjóðinni ynnist tími til að safna kröftum. Þjóðin óx með baráttunni. Hún varð sterkari og forsjálli. Hún kom úr stríð- inu þróttmeiri en hún fór. Frels- isstríð Islendinga var ekki ófrjó styrjöld. Það lagði ekkert í auðn. íslendingar komu „heilir hildi frá“. III. Örlög réðu því, að fyrstu dagar hins nýja íslenska fullveldis voru daprir dagar. Ægileg drepsótt hafði þá fyrir skömmu herjað höfuðstað þessa lands. Var og lítið um mannfagnað, ei sól rann upp yfir hið unga ríki. En spanska veikin mannskæða var þar ekki eina orsökin. Atkvæða- greiðslan um sambandslögin sýndu berlega, að áhugi þjóðar- innar var daufur. Þátttakan var furðulítil. Vonin um fullveldið vakti enga þjóðarhrifningu. Meðvitundin um að eiga þetta fullveldi, hefir heldur aldrei vakið slíka hrifningu — aldrei þau tíu ár, sem enn eru af æfi þess. IV. Hvað veldur? Hversvegna er 1. desember ekki stórhátíð í lífi þjóðarinnar? 1 fljótu bragði verður manni skýringa vant. Þegar Norðmenn ákváðu að skilja við Svía 1905, náði sjálf- stæðishrifningin þeim tökum á þjóðinni, sem aldrei gleymast. Það var eins og birti yfir land- inu af einberum fögnúði. Svo að segja hvert mannsbarn greiddi atkvæði. Og sama sagan endur- tekur sig í fleiri löndum. Tékko- Slovakía hlaut sjálfstæði sitt sama ár og við. Eftir margra alda kúgun reis tékkneska þjóðin skyndilega til sjálfsforræðis, í lok stríðsins. Nú í haust efndi hún til glæsilegra hátíðahalda í minningu 10 ára fullveldis. V. Tómlæti Islendinga á rætur sín- ar í hinni löngu baráttu. Þjóðin vann marga sigra en smáa, Hún var orðin sigrunum vön. Hún var þreytt eftir aldar langar stymp- ingar, sem aldrei leiddu til úr- slita, svo þreytt, að hún tók ekki eftir úrslitunum, þegar þau loks- ins komu. Síðasta átakið varekki meira en mörg önnur á undan. Þess vegna er það þjóðinni held- ur ekki hugstætt öðrum fremur. Því er nú hugur hennar annar nú en fyrrum, er hún skipaði sér undir merki Jóns Sigurðs- sonar og hylti hann sem foringja. VI. Það er fáviska að ámæla ís- lensku þjóðinni fyrir það að taka ekki á móti fullveldi sínu í há- tíðaskapi. Því fálæti veldur hvorki mannskapsleysi né skort- ur heitra tilfinninga. Það er bein og óhjákvæmileg afleiðing af eðli sjálfrar baráttunnar. Hinu ber nú að veita athygli, að þjóð- in hefir fengið nýtt verkefni í hendur. Árið 1918 var saminn friður út á við. Nú ber að neyta þess friðar. Og hans er neytt. Þjóðin er að vakna til meðvit- undar um það að of margt var vanrækt heima fyrir, meðan deilan við Dani krafðist meira- hlutans af þrótti hexmar. Fram- undan liggur það verkefni að vinna nýtt sjálfstæði — sjálf- stæði í sjálfu landinu. VII. Engin þjóð á tilverurétt, nema hún hafi eitthvað til brunns að bera fram yfir aðrar þjóðir. Hún þarf að hafa verið þess megnug að skapa sjálf mál eða bókment- ir. Hún þarf að eiga að ein- hverju leyti séi’stæða menningu. En auk þess þarf hún að hafa trygt sér viðunandi skilyrði til atvinnu og framleiðslu. Sú þjóð, sem eigi hefir þetta gert, getur ekki verið sjálfstæð. Fullveldis- viðurkenningar koma henni að engu haidi. Hún er dauðadæmd, þó að öll veröldin legðist á eitt til að biðja henni lífs. Stjórafrelsi þjóðanna er minning um afrek þeirra. Ef til vili eru þeir Snorri Sturluson og Ari fróði bestu sjálfstæðismennirair, sem Island hefir átt. VIII. Um þessar mundir eru stefnu- hvörf hér í landi. Forræði í lands- málum er nú komið í hendur þeim flokki manna, sem breyta vill þeim farvegi, er atvinnu- hættir þjóðarinnar hafa sótt í undanfarna áratugi. Þessir menn, vilja stöðva flóttaan til kauptún- aima og hlúa að þeim foma þjóð- lífsgróðri, sem varðveittur er í sveitunum. íslendingar búa enn í óræktuðu landi. Sú sama ráns- hönd, sem forðum brendi upp skógana, fer ennþá eldi um auð- æfi hinnar ósnortnu náttúru. Það er ekki óvarlegt að fullyrða að ræktun landsins sé stærsta sjálfstæðismál þjóðarinnar. Svo lengi sem landbúnaðinum og sveitamenningunni er stefnt í voða, er einnig vá fyrir dyrum hins unga fullveldis. IX. Eftir hálfan annan áratug eiga Islendingar rétt á að slíta samn- ingum við Dani og taka sér stöðu einir síns liðs meðal annarra full- valda ínkja. Um það verður ekk- ert fullyrt að svo komnu, hvort sá réttur muni verða notaður. Því hefir verið lýst yfir af núver- andi forsætisráðherra og fulltrú- um allra íslenskra stjómmála- flokka, að þeir teldu endurskoð- un samningsins sjálfsagða. Hvað sú endurskoðun hefir í för með sér, er ekki auðið að segja. En eitt er víst: Þessi hálfur annar áratugur, sem enn er til stefnu, er dýrmætur tími. Sá tími er frestur, sem íslensku þjóðinni er veittur til að vinna sér andlegt og efnalegt sjálfstæði. Þann frest á hún að nota til að ávinna sér traust heimsins og viður- kenningu sem menningarþjóð. Vel má vera að sambandið við Dani haldist einnig eftir 1943, svipað og hingað til. En íslend- ingar eiga að vera við öllu búnir. „Blessun samkepninnar“. Þegar Ihaldsflokkurinn var að murka lífið ur steinolíuverslun ríkisins, hélt hann mjög á lofti þeirri falskenningu, að olían myndi verða landsmönnum ódýr- ari í frjálsri samkepni. Nú hefir reynslan orðið sú, að erlend fjár- gi'óðafélög hafa hlotið sterka að- stöðu hér á landi. Samkepnin milli þeirra hefir einungis verið um viðskiftamennina, en alls ekki um verðið. Um það er fullkomin sam- vinna milli allra félaganna þriggja svo að þau auglýsa samtímis all- ar verðbreytingar. Þannig aug- lýstu þau öll 1. þ. in., að verð á olíunni hækkaði um 3 aura líter- inn. Þannig reynist hér eins og víðar „blessun samkepninnaí'". „Piano“-sjóður í Kristneshæli. Sjúklingar í Kristneshæli hafa að undanförnu verið að safna fé í sjóð með það fyrir augum að kaupa og gefa heilsuhælinu „Pi- ano“ í jólagjöf. Eru þeir þegar komnir talsvert á veg með þessa fyrirætlun, en skortir þó mikið á. Nú eru það einlæg tilmæli sjúkl- ingaima til unnenda hælisins, sér- staklega Norðlendinga, að þeir hlaupi undir bagga, svo að marki verði náð nú fyrir jólin. Fjár- framlögum 1 þessu skyni, hversu smá sem þau kynnu að verða, veita móttöku Kristján Karlsson bankastjóri í Islandsbanka og Jónas Þorbergsson Laugaveg 44. — Flestir munu skilja hvers virði vönduð slagharpa getur verið slíkri stofnun og má því vænta að þátttaka verði nokkuð almenn, þó elcki sé vænst stórra upphæða. önnur blöð eru vinsamlega beðin að styðja þessa viðleitni. Utan úr heimi. Frá Ameríku. Bandaríki Norður-Ameríku eru nú mestu stórveldi heimsins. Bandaríkjaþjóðin er stærsta og auðugasta þjóðin meðal hvítra manna. Til hennar beinast nú augu allra stjómmálamanna um gjörvallan heim sem hefði hún örlögþráðu hverrar þjóðar í hendi sér. Snemma í þessum mánuði fóru fram í Bandaríkjunum þingkosn- ingar og forseta til næstu 4 ára. Republikanaflokkurinn sigraði við hvorartveggju. Fyrir forsetavali varð Herbert Hoover verslunar- málaráðherra. Hann er nú eins og sum ensku blöðin komast að orði „voldugasti maður heimsins". Hoover er bóndasonur frá Vest- urríkjunum. Ekki er hann af auð- ugum kominn. Trúnaðarstöðum hefir hann áður gegnt fleirum en einni. Á stríðstímanum hafði hann umsjón með matvælaflutn- ingi frá Ameríku til Norðurálf- unnar. „Heimsbrytinn“ var hann þá nefndur. Ekkert er hann glæsimenni né ræðumaður svo að á orði sé. Andstæðingur Hoovers, Smith ríkisstjóri, er ættaður úr New- York, glæsilegur talinn og mælsk- ur með afbrigðum. Hann fylgir Demokrata-flokknum að málum. Erfitt er að átta sig á ágrein- ingsmálum stjórnmálaflokkanna vestra. Flokkaskifting er þar með öðrum hætti en hér í álfu víðast. En um forsetaefnin sjálf er a. m. k. þetta víst: Hoover er bannmaður. Smith er andbann- ingur. Hoover er mótmælenda- trúar en Smith katólskur. Hinn nýkjörni forseti tekur eigi við, völdum fyr en í mars í vetur. En þegar að kosningu lok- inni tók hann sér ferð á hendur til Suður-Ameríku. Ætla menn, að hann sé að undirbúa væntan- lega samvinnu við ríkin þár syðra. Það er venja að fráfarandi forseti hafi hægt um sig, eftir að útséð er um eftirmann hans, framkvæmi eigi nema nauðsyn- legustu stjórnarstörf. En núver- andi forseti, Calvin Coolidge, hef- ir brugðist þessari venju. Fyrir fáum dögum flutti hann ræðu eina mikla, er vakið hefir athygli um Norðurálfu. Lét hann þar all ákveðnar skoðanir í ljós viðvíkj- andi sambúð Bandaríkjamanna við aðrar þjóðir. Undrast ýmsir þetta tiltæki og það því fremur sem Coolidge hefir enginn skör- ungur verið í forsetastóli. Láta ensk blöð jafnvel svo um mælt, að hann sé óánægður með eftir- mann sinn — sem er þó flokks- bróðir hans — og vilji endilega gjöra eitthvað ilt af sér áður en hann hverfi á brott úr „hvíta húsinu“. En efni ræðunnar var í stuttu máli að áfella Norðurálfu-þjóð- imar fyrir skort á friðarhug og tregðu til samvinnu við Ameríku- menn. Jafnframt gerði forsetinn mjög mikið úr því, sem Banda- rfldn hefðu á sig lagt í ófriðnum. Komst hann svo að orði, að þau hefðu „fært þar meiri fórnir en nokkurt annað land“, eytt helm- ingi allra sinna auðæfa og þjóðin bæri nú þungar byrðar vegna þess að hafa blandað sér í mál Norðurálfuinanjxa. Lpks hélt hann því fram, að vígbúnaður væri óhjákvæmilegur til þess að afstýra árásum framvegis. Svo er að sjá, að ræða þessí hafi vakið talsverða gremju í Englandi. Þykir Englendingum forsetinn gera nokkuð mikið úr stríðskostnaði Bandaríkjanna. Segjast þeir t. d. hafa tólf sinn- um fleiri örkumlamenn að ala önn fyrir, heldur en Bandaríkjamenn. Og þegar öllu sé á botninn hvolft, hafi stríðið ekki kostað Ameríku grænan eyri, því að allan her- kostnaðinn hafi Norðurálfan end- urgoldið henni með háu vöru- verði. Það telja menn, að nýkjörai forsetinn, Herbert Hoover, sé enginn vin Norðurálfuþjóða, en muni þó gæta varkámi í sam- búðinni við þær. X. Undirbúningur vegagerða Atvinnumálaráðherra hefir fal- ið vegamálastjóra að rannsaka og gera áætlun og tillögur um: „1. Fullkominn bifreiðaveg frá Reykjavík austur yfir ölfusá með sérstöku tilliti til, að þessi nýi vegur verði fær bifreiðum á vetr- um. Ber því að leggja aðaláherslu á, að vegstæðið sé svo snjólétt, sem frekast er fáanlegt, og öll gerð vegarins miðuð við, að flutn- ingur á þessari leið verði sem ódýrastur og öruggastur í snjóum á vetrum. 2. Hvort fært þykir og ráðlegt að umbæta núverandi veg austar, sumpart með ráðstöfunum til snjóvaraar en sumpart með því að leggja nýjan vetrarveg á snjó- þyngstu köflunum, svo að hann megi telja viðunandi fyrst um sinn til vetrarflutninga með bif- reiðum. Sérstaklega ber 1 því sambandi að rannsaka aðstöðu alla um nýjan vetrarveg um þrengslin suður í ölfus og þaðan á núverandi akbraut vestarlega í ölfusi. 3. Hvemig fært er að leysa hvorttveggja í senn: að koma í veg fyrir skemdir af völdura Markarfljóts og Þverár, og um leið að brúa vötnin, þannig að greið leið fyrir bifreiðar opnist austur jrfir þau. 4. Hvemig framkvæmanlegt er að koma á sambandi fyrir bif- reiðaumferð árið um í kring milli Borgarfjarðarhéraðs og Reykja- víkur. Skal sérstaklega rannsaka í því sambandi um möguleika og aðstöðu til þess að koma við bif- reiðaferju á Hvalfjörð. 5. Hveraig því verði skjótlega komið í framkvæmd að Dalasýsla komist í bifreiðavegarsamband við norðurlandsveginn. Skal það sérstaklega rannsakað hvað kosta muni fær vegur fyrir bifreiðar: annarsvegar milli Dalsminnis í Norðurárdal og Fellsenda í Mið- döium og hinsvegar milli Borð- eyrar og Búðardals yfir Laxár- | dalsheiði".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.