Tíminn - 15.12.1928, Page 2

Tíminn - 15.12.1928, Page 2
220 TlMINN hann átti þar víst fylgi í öllum sínum áhugamálum. I ræktunarmálum sýndi hann í verki að hann unni þeirri hug- sjón að klæða ættjörðina og græða sár hennar. Var hann einn af þeim fyrstu á Akureyri, sem tók land á erfðafestu. Blasir þar nú við augum manna rennslétt, frjósamt tún, sem áður voru óræktarmóar, mýrarfen og melar. Það, sem eg nú hefi minst á, er aðeins Örlítið af því, sem Magnús vann að og kom til leiðar í opin- berum málum á Akureyri. Gefur það að skilja, að í stuttri blaða- grein verður aðeins stiklað á því stærsta. Störf Magnúsar í þágu A-kureyrarkaupstaðar voru svo margþætt og umfangsmikil, að það var margsinnis að hann unni sér hvorki svefns né matar þeirra vegna. Var honum sérstök unun að því að vinna fyrir aðra og svo langt gekk hann í því, að hann lét jafnvel sína eigin hagsmuni sitja á hakanum. Það, sem auðkendi störf Magn- úsar og kastar yfir þau mestum ljóma, var trúmenskan, dreng- lyndið og óeigingimin, sem hann sýndi í hverju máli, sem hann tók sér fyrir hendur. Er mér ekki kunnugt um að hægt sé að benda á neitt opinbert mál, þar sem hann hafi tekið sína hagsmuni fram yfir hagsmuni fjöldans. Vil eg sem dæmi benda á byggingu Hafnarbryggju á Torfunefi. Vegna þeirrar bryggju, hlutu við- skiftin að flytjast, enda hafa flust að mestu leyti úr innbænum, en þar rak Magnús verslun sína. Samt sem áður barðist hann fyrir þeirri bryggju, vitandi það, að hann var beinlínis að skaða sjálf- an sig. Hann trúði því að þetta væri framfaramál fyrir bæjarfé- lagið, og þá studdi hann það, hvað sem hans eigin hagsmunum leið. Fyrir utan þau opinberu störf, sem Magnús vann á Akureyri, vann hann líka mikið fyrir ein- staka menn. Var það sérstaklega fyrir þá, sem sækja þurftu holl ráð og leiðbeiningar til annara. Var hann um langt skeið sá mað- urinn á Akureyri, sem flestir leit- uðu til í vandræðum sínum, og sjaldgæft mun það hafa verið að menn hafi leitað til hans árang- urslaust. Heimilisfaðir var Magnús himi ágætasti. Minnist eg þess með að- dáun hversu ant hann lét sér um alt á heimili sínu og hvað öllum þótti vænt um hann. Var heimili hans mesta rausnarheimili og stýrt af mikilli prýði af hinni ágætu konu hans. Eitt var það í fari Magnúsar, sem eg minnist ekki að hafa orðið var í ríkulegri mæli hjá nokkrum manni. Það var trygglyndið og trúmenskan við vini sína. Kom það fyrst í ljós þegar erfiðleikar og óhöpp knúðu á dyr þeirra. Þá var Magnús sá vinur sem aldrei brást og einkis lét ófrestað til að verða þeim að liði. Magnús var dulur maður að eðlisfari og mun því mörgum hafa reynst erfitt, í fljótu bragði, að átta sig á hvern mann hann hafði að geyma. Til- finningum sínum kastaði hann ekki á glæ og trú sinni hampaði hann ekki. Hann gekk hiklaust móti öllu sem að höndum bar og sorgir sínar bar hann með ein- stöku þreki og þolinmæði. Þegar íhuguð er æfisaga Magn- úsar, mun hún vafalaust verða talin ein sú merkilegasta að öllu leyti. Það fer samán hjá honum, góð- ar gáfur, óvenjulegt þrek, fram- úrskarandi sterkur vilji, starfs- löngun og fágæt gæði. Ósjálfrátt spyr maður: Hvaðan koma þessum fátæka almúga- manni allir þessir góðu kostir? Vafalaust hefir hann hlotið þá í vöggugjöf að nokkru leyti, og í uppeldi sínu naut hann kosta ágætra foreldra, sem hann elskaði og virti. Munu þau hafa lagt grundvöllinn að lífsstarfi þessa sonar síns, sem svo vel reyndist. En mestu mun þó hafa valdið hin sterka löngun hans sjálfs að verða til gagns og blessunar hvar sem hann kom fram. Það var mark- mið hans og þeim velli hélt hann altaf. Þegar á alt er litið, getum við ættingjar og vinir Magnúsar ekki annað en verið glöð og þakklát þó við syrgjum hann og tregum. Fallegri minningar getum við ekki óskað okkur að eiga um lát- inn vin og ættingja en minning- arnar, sem við eigum um hann. Göfugra og meira æfistarfs get- um við ekki krafist og mér finst að orð skáldsins góða, „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir“, verði hvergi réttilegar heimfærð, en um Magnús heitinn. Guð gefi ættjörðinni okkar marga slíka drengi. Reykjavík, 13. des. 1928. Kristján Karlsson. III Frá ársbyrjun 1918 var Magn- ús Kristjánsson, alþingismaður og þá kaupmaður á Akureyri, skip- aður einn af þremur forstjórum Landsvezlunarinnar, ásamt þeim Hallgrími Kristjánssyni og Ág. Flygenring. Frá þeim tíma staf- aði kunningskapur okkar, sem varð allnáinn, þar sem eg var skrif stof ust j óri Landsverslunar, undir yfirstjórn hans, alt til þess tíma er tóbaks- og steinolíu- einkasölurnar voru afnumdar í árslok 1925, í 7 ár samfleytt og vann með honum venjulega 7—8 stundir daglega, við störf, sem sagan sjálfsagt mun telja aðal- störf og áhugamál hans, er hann hafi getið sér mestan og bestan orðstír af. Af því starfi mádæma manninn allvel. Fyrir þennan tíma hafði eg sama sem ekkert þekt til Magn- úsar Kristjánssonar, annað en hann væri ákveðinn heimastjóm- armaður. Hallgrímur Kristinsson sagði mér þó, að Magnús væri sá kaupmaður, er hann treysti best til allra opinberra starfa og mun Hallgrímur því aðeins hafa gefið kost á sér í forstjórastöðuna, að Magnús væri einn af þeim þrem- ur. Þá um áramótin gengu geysi- miklar frosthörkur yfir landið. Landsverslun hafði skip, er lá innifrosið norður á Siglufirði og man eg það, að farmstj órinn á því, treysti sér ekki til að koma landveg suður vegna frosta, held- ur taldi það bráðan bana sinn að leggja út í slíkt ferðalag. En á sama tíma lagði Magnús Krist- jánsson upp landveg frá Akur- eyri og fór svo að segja dagfan og náttfari uns hann kom til Reykjavíkur, til þess að geta þeg- ar í stað farið að vinna að for- stjórastarfi sínu fyrir landsversl- unina. Sýnir þetta nokkuð kai’l- menskuhug Magnúsar og skyldu- rækni, og var fallegur inngangur að starfi því, sem hann var að taka við þá. Á yngri árum sínum hafði hann ein'u sinni bjargað skipi og skipshöfn, á leiðinni frá Noregi til íslands, með kjarki sín- um og karlmensku er aðrir lögðu árai’ í bát, en hann kól sjálfan í andliti. Sami var hugur hans enn, er hann var kominn fast að sex- tugu. iStörfin við Landsverslunina voru geysimikil og þreytandi, sér- staklega frá sumarinu 1917 til ársloka 1921. Verslunarveltan var sum árin um 20 miljónir króna, og var þetta langstærsta versl- unarfyrirtæki, sem verið hefir hér á landi með innfluttar vörur. Fyrir mörgu þurfti að sjá, útvega nægar vörur á tímum, er vöru- skortur var í heiminum, en alt vöruverð á hverfanda hveli, út- vega skipakost til að flytja þær til landsins, sjá um geymslu þeirra hér, dreifingu út um land og sölu og innheimtu skulda. Gömlu verslunarsamböndin voru rofin víðast vegna stríðsins og aftur á móti komu ný og svo samningar við bandamenn. Nýtt skipulag varð að skapa um inn- flutninginn, Landsverslunina, sem áður var óreynt og lagfæra það að nýju smámsaman eftir reynsl- unni. En jafnframt þeirri miklu vinnu og umhugsun, sem varð að leggja í þetta verk og áhyggjum, sem af því stöfuðu, kom svo sí- feld áleitin og oft illvíg og fjand- samleg andstaða frá aðalmönnum kaupmannastéttarinnar í landinu, sem töldu þetta nýja landsfyrir- tæki hættulegt fyrir framtíð stéttar sinnar og vildu sem fyrst koma því fyrir kattamef. Magn- ús Kristjánsson, varð eftir verka- skiftingu forstjóranna þriggja, sá þeirra, sem sá um innlendu viðskiftin, og varð fastast tengd- ur versluninni, enda varð hann áfram forstjóri hennar, einsamall frá árinu 1920, er hinir tveir hurfu aftur til sinna fym starfa. Á Magnúsi hvíldi því hiti og þungi dagsins, mesta erfiðið á ski’ifstofunni og við stjórn fyrir- tækisins. Hann var alþingismaður og varð því aðallega til þess að standa fyrir svörum um Lands- verslunarmálin á þingi. En þetta varð aftur til þess að árásirnar á Landsverslunina snerust mikið um hann. Má geta nærri hvílík áreynsla þetta hafi verið fyi’ir hann þessi árin og munu jafnt vinir sem óvinir samt kannast við það, að hann hafi barist hraust- lega fyrir máli sínu og þó leiki vafi á því, hvort hann hafi skap- að sér nokkurn persónulegan fjandmann í þeirri viðureign. Þegar Magnús Kristjánsson tók við Landsversluninni bjóst hann aðeins við því, að hún yrði neyð- arráðstöfun, en við að stjóma og skapa þetta nýja fyrirtæki, urðu honum æ ljósari yfirburðir þess yfir venjuleg verslunarfyi’irtæki einstaklinga. Hann fékk þá sann- færingu, að Landsverslun sem slík, ætti að ríkja á verslunar- sviðinu, því að landið gæti hæg- ast haft viðskiftin við útlönd á sinni hendi. Það væri fullkomn- asta skipulagið á versluninni. Ekki hafði hann þó hagsmuni af slíku, kaupmaðurinn og út- gerðarmaðuriim frá Akureyri, sem líklegast hefði þótt, að fylt hefði flokk kaupmannastéttarinn- ar fyrir hennai’ hag. Hann varð að búa í Reykjavík, fjarri heim- ili sínu, einstæðingur á margan hátt, því að svo óvíst var ávalt um framtíð Landsverslunar, að hann gat ekki flutt heimili sitt suður, en ekki vildi hann hlaupa frá stýrinu í ofviðrinu. Og laun hans voru allan þann tíma, er hann var forstjóri Landsverslun- ar, lægri heldur en við aðrar til- svarandi stöður í landinu, fyrstu árið 6000 kr. á ári, síðar 1000 kr. á mánuði. Meiru vildi hann ekki taka við. En sannfæring sú, er hann fekk um þessi mál af reynslu sinni, varð til þess, að hann barðist þvert á móti eigin- hagsmunum stéttarinnar, af því að hann áleit það hollast fyrir land og lýð. Hann sýndi hér enn einu sinni þá karlmensku að þora að berjast fyrir sínum málstað — jafnvel við foma vini og fylgismenn. Við, sem unnum í Landsversl- uninni, erum ef til vill ekki ó- hlutdrægustu mennirnir til þess að dæma um gagnsemi hennar og því síður um stjóm hennar út á við. En eg vil þó leyfa mér að halda því fram, að Landsversl- unin mundi á þessum umrótar- tímum varla hafa gengið svo vel undir stjóm annara kaupmanna sem Magnúsar Kristjánssonar, og fá munu þau verslunarfyrirtækin vera hér á landi, sem þoli samjöfnuð við hana örðugustu árin. Enda var það svo, að Magnús Kristjánsson hafði það flest til að bera sem auðkennir góðan stjómanda, framúrskarandi reglusemi og á- reiðanleik í viðskiftum, varfærni og þó áræði til að leggja út í stórræði, þegar það hafði áður verið athugað, óvenjulega ein- beitni við framkvæmdir og svo ekki síst sérstakt lag á að um- gangast starfsfólk sitt og sam- verkamenn. Hygg eg að öllum, sem undir hans stjórn hafi unnið, hafi þótt vænt um hann, og er víst, að best er unnið undir stjóm slíkra manna. Árið 1928 urðu almennar kosn- ingar til Alþingis og lögðu þá andstæðingar Landsverslunar, að- allega Ihaldsmenn , mest kapp á að fella Magnús Kristjánsson frá þingsetu, sem þá hafði, líklega aðallega vegna verslunarmálanna, skipað sér í Framsóknarflokkmn, og bauð sig fram í fæðingarbæ sínum og kjördæminu gamla, á Akureyri. Mun óvíða á landinu, að Vestfjörðum undanskildum, hafa verið eins langt gengið í kosningahríðinni af íhaldsmönn- um, og virðist einskis hafa verið svifist. Enda fór það svo, er at- kvæðatölurnar voru lesnai’ upp, að Magnús, sem sigurinn hafði verið talinn vís fram á síðasta dag, féll, en andstæðingur hans hlaut kosningu með nokkrum at- kvæðamun. Magnús var jafnan fátalaður um þessa kosningu. En álit mitt er það, að hann hafi aldrei verið sami maður eftir. Svo sárt hafi hann tekið það, að samborgarar hans, er hann hafði unnið með í mannsaldur, í bænum sem hann elskaði, brugð- usct vonum háns, og ekki síst það, að gamlir félagar hans höfðu þai' borið á hann vopn, leynt og ljóst, með eitruðum eggjum. Það bættist ofan á þetta, að Landsverslun var í raun réttri afnumin á þingi 1925 frá áramót- um næstu, þó að steinolíuverslun héldist enn áfram í „frjálsri sam- kepni“, en múlbundin af ráðu- 1 neytinu. Svo leit þá út sem þetta hjartans mál Magnúsar Krist- jánssonar væri að fullu jarðað, og munu allir skilja, hvemig tilfinn- ingar hans hafi þá verið, svo kappsamur sem hann var og ein- beittur um öll mál, hvað þá held- ur um „mál málanna". Andstæð- ingar Landsverslunar höfðu talið hana „höfuðvígið“ fyrir skipulagi því, sem þeir börðust í gegn. Auðvitað var hún það og Magnús höfuðsmaður yfir því vígi, sem jafna átti við jörðu. Fulla uppreisn sem stjórnmála- maður fékk Magnús Kristjánsson, er hann var aftur kosinn á þing 1926, efstur á landkjörlista Fram- sóknar. Var hann einn helsti for- ingi þess flokks til dauðadags og gerður ráðherra 1927, er Fram- sóknarflokkurinn tók við völdum. Var þá aftur komið tækifærið fyrir hann til þess að reisa „víg- ið“ að nýju, og þótt nú væri hann kominn hátt á sjötugsaldur, mun hann hafa verið að undirbúa það mál, er hann lést. Hann gat horft ; inn yfir fyrirheitna landið af tindum Nebos, en honum auðnað- ist ekki þangað að ná. Má þó telja glæsilegan enda á lífi Magn- úsar Kristjánssonar, er svo vai’ komið, að hann hafði í hendi sér, hvemig málum þeim reiddi af, er hann hafði mest og best barist fyrir. — Magnús Kristjánsson var verka- mannssonur og bæjarbam. Að skoðun okkar jafnaðarmanna, hafði hann með þessu tvennu góð skilyrði til að skilja nýja tímann. Það sýndi sig líka í því, að þótt hann væri Framsóknarflokksmað- ur, þá studdi hann jafnaðarmenn manna best í mörgum þeim þjóð- málum, sem okkur hefir verið i annast um. Hann var alþýðlegur i maður, yfirlætislaus og lifði sjálf- ur einföldu og óbrotnu lífi. Skap- | ferli hans og lífsskoðanir voru á þann veg, að mínu áliti, að hefði hann verið 25 árunum yngri, mundi hann, þrátt fyrir atvinnu sína, hafa orðið jafnaðarmaður. Hann varð það þó ekki, og í ýms- um málum greindi mikið á, en vandfundinn er maður í hans sæti, svo að af því verði ekki lak- ari samvinna milli Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins, en var að honum heilum, lifandi og starfandi. Fleiri sakna Magnúsar Krist- jánssonar en nánustu samherjar hans í stjórnmálum og atvinnu- málum. Hann var fyrir löngu orð- inn landfrægur maður og miklum fjölda landsmanna mun þykja skarð fyrir skildi og þeir sakna hans nú, sem óvenjulega óeigin- gjarns stjómmálaforingja. karl- mennis og góðs Islandings. Héðinn Valdimarsson. IV. Sumir af helstu samverkamönn- um Magnúsar Kristjánssonar fjár- málaráðherra hafa í framanbirt- um greinum vai-pað ljósi yfir æfi hans og fjölþætt störf. Eg átti lítinn kost beinnar samvinúu við hann. Eigi að síður tókust með okkur náin kynni og vinátta. Eg vil því fylla þann flokk, sem í dag leitast við, að gjalda minn- ingu hans viðurkenningu og þakk- læti. Eg hygg að margir menn hafi, á svipaðan hátt og þeir, er hér rita, orðið ríkari af viðkynn- ingu Magnúsar Kristjánssonar og þyki nú mikill sviftir orðinn að sviplegu fráfalli hans. Vildi eg mega óska að alt það, sem hér er ritað, mætti verða farvegur mikils þakklætis og samúðarhugs- ana margra vina Magnúsar Krist- jánssonar, er hljóðir standa og álengdar við banadægur hans. Mér varð nafn Magnúsar Krist- jánssonar eftirtektarvert og minn- isstætt áður en eg kyntist hon- um sjálfum. Það var, er hann var skipaður einn af þremur forstjór- um Landsverslunai’. — Styrjöldin mikla hratt viðskiftum þjóðanna og verslun mjög úr skorðum, svo að sambönd rofnuðu og fram- leiðsla og flutningar heftust. Yms- ir kaupmenn hér á landi, eins og að líkindum hvarvetna annars- staðar, neyttu þess færis, er óvenjulegar ástæður veittu, til óvægilegra gróðabragða síðustu stríðsárin, er vöruþurð gerðist og verð fór stórhækkandi. Mér kom það því kynlega fyrir sjónir, er kaupmaður, fyrir tilmæli ríkis- stjómarinnar, tók sig upp frá verslun sinni og útgerð, til þess að takast á hendur forstjóm stofnunar, sem hafði meðal ann- ars það markmið, að sporna gegn óhæfilegu verslunarokri, þar sem hún náði til. Mér virtist, að sá maður, er um þær mundir hætti að hugsa um eigin atvinnurekst- ur og tók að hugsa um almenn- ing, hlyti að vera bæði hugsjóna- maður og mannvinur. — Síðar fékk eg að vita, að Hallgrímur Kristinsson hefði sett það skil- yrði fyrir því, að takast sjálfur forstjómina á hendur, að Magnús yrði og þar til kjörinn. En Hall- grímur spurði jafnan fyrst um mannkosti, er hann valdi sér sam- verkamenn. Þeir Magnús og hann höfðu átt kost náinnar kynningar, meðal annars í harðvítugri stjóm- málabaráttu, þar sem þeir voru andstæðingar. En þeir Hallgrím- ur og Magnús báðir kunnu flest- um mönnum fremur, að halda fast á hlut sínum og málstað í þjóð- málabaráttu, án þess að glata virðingu og jafnvel samúð and- stæðinga sinna. Síhækkandi vöruverð og vöm- þurð í stríðslokin veitti kaup- mönnum hæga aðstöðu til gróða- bragða, eins og fyrr var greint. Ýmsir þeirra neyttu aðstöðunn- ar ósleitilega. — Slíkir hnykk- ir, þar sem neyðin var notuð til

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.