Tíminn - 15.12.1928, Side 4
222
TIMINN
Tilbúinn ábnrðnr
Eftir samningi við Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, önnumst
vér frá 1. janúar 1929 allan innflutning og heildsölu á tilbúnum áburði.
Samkvæmt lögum um tilbúinn áburð, frá 7. maí 1928, verður
áburðurinn ekki seldur öðrum en hrepps- og bæjarfélögum, búnaðar-
félögum, samvinnufélögum og kaupmönnum.
Ahurðurinn verður undantekningarlaust að greiðast við móttöbu.
Á komandi vori verður aðallega fluttar inn þessar tegundur af
tilbúnum áburði:
1. J?ýskur kalksaltpétur með 15,5°/0 köfnunarefni og 28°/0
kalki.
2. Nitrophoska I. G. Algildur áburður með 16,5°/0 köfnunar-
efni 16,5°/0 fosforsýru og 20°/o kali.
3. Superfosfat með 18°/0 fosforsýru.
4. Kaiíáburður með 37°/0 kali.
Aríðandi er að ofantaldar áburðartegundir sén pantaðar sem
fyrst.
Aðrar tegundir af tilbúnum áburði verða aðeins útvegaðar eftir
pöntunum, enda séu þær pantanir komnar í vorar hendur fyrir 15.
mars 1929.
Upplýsingar um val og notkun tilbúins áburðar eru fúslega látnar
í té.
Samband ísl. samvinnufél.
Frá útlöndiim.
— Með 380 atkv. gegn 200 sam-
þykti franska þingið hernaðarfjár-
veitingu, sem er talsvert hœrri en
síðastliðið ár.
— í Parísarborg féll fyrir stuttu
síðan dómur í morðmáli, sem mikið
er um talað. Tildrög málsins eru
þau, að ítali, Mudogno að nafni, og
andstæðingur Fascista, myrti italskan
ræðismann í París. Kvaðst hann hafa
framið morðið í hefndarskyni af því
að ítölsk yíirvöld höfðu neitað konu
hans um vegabréf til Frakklands,
er hún vildi fylgja manni sínum eft-
ir. Skömmu eftir að morðið var
framið, sendi ítalska stjórnin konu
og barn Mudognos í útlegð til eyj-
ar nokkurrar, sem illræmd er fyrir
óhoit loftslag. Er talið að það ómann-
úðlega framferði hafi mýkt hug
dómaranna frönsku gagnvart morð-
ingjanum, og hlaut hann aðeins
tveggja ára fangelsisvist. En Fas-
cistar cru óðir og uppvægir og segja,
að Frakkland sé hæli ítalskra flugu-
manna, er sitji á svikráðum við yf-
irvöldin. Telja blöð þeirra að all-
margir Fascistar lia.fi þegar verið
myrtir í Frakklandi og sjái dómstól-
arnir í gegnum fingur við morðingj-
ana. Mussolini sjálfur tekur í sama
streng. líitt af stjómarblöðunum
liefir skorað á alla þn ítali, er frakk-
nesk heiðursmerki hafa þegið, að
endursenda þau þegar í stað, rneð
þvi að þjóðin liafi orðið fyrir stór-
feldri móðgun af Frakka liálfu.
Fyrir stuttu siðan hefir verið
getið hér um óeirðirnar í .Tugoslavíu
og Kroataforingjann Stefán Raditch.
Er alt í háli og brandi suður þar.
1. þ. m. var 10 ára afmæli jugoslav-
neska ríkisins. I tilefni af því cfndi
stjórnin til hátiðahalda. Mintust
Iíroatar þá livílíkt afhroð þeir höfðu
goldið með missi foringja síns, og
sló í blóðugan bardaga á götum höf-
uðborgar þeirra. Að tilhlutun stjórn-
arinnar var lialdin þakkarguðsþjón-
usta í dómkirkju borgarinnar til
minningar um sameining ríkisins
fyrir 10 árum. En króatiskir stú-
dentar drógu fána sinn með sorgar-
slæðum upp á kirkjuturninn. Mint-
ust þeir Raditcli á þann hátt. Lög-
i'eglan tók stúdentana höndum, en
alþýða manna gekk í lið með þeim.
Nokkrir féilu. Stjórnin í Belgrad
hefir skipað að bæla inótspymu
Króata hlífðarlaust niður.
— Sjóliðsmenn i breska ílotanum
eru nú rúml. 100 þús. í byrjun stríðs-
ins voru þeir 146 þús. Sjólið Frakka
var þá 69 þús. en nú 62 þús. Banda-
ríkin, Ítalía og Japan hafa aftur á
móti aukið sinri sjóher. Var sjólier
Bandaríkjamanna 67 þús. árið 1914
en er- nú 113 þús. Tölur þessar eru
frá breska flotamálaráðuneytinu.
Zeppelinsfélagið þýska er að
hefja smíði á nýju loftskipi, all fyrir-
ferðarmiklu. Áætlað er, að það kosti
á sjöttu miljón króna, og verði full-
búið 1930.
— í Ukraine hafa nýlega fundist
leifar af borg, sem Grikkir bygðu þar
2200 árum fyrir Krists burð.
— í Vestur-Evrópu var óvenju
stormasamt í síðastl. mánuði en líka
óvenju hlýtt, eftir því sem nýkomin
blöð herma.
Notuð ísl. frímerki
kaupir
Bókabúðin Laugaveg’ 46
Enska stjórnin ber fram í
parlamentinu breytingar á fátækra-
lögum. Stendui' um þær styr mikill.
Kosningar til enska þingsins fara
fram á næsta sumri.
----o---
Fyrirspurnir
til Ólafs Thors alþm.
Fyrír nokkru síðan rakst eg- á
fundarfrásögn í einhverju blaði,
þar sem eftir yður var haft, „að
um töp bankanna værí ekki svo
mjög að fást, hitt varðaði meiru.
að við hefðum borið gæfu, til þess
að taka nýtískutæki í þágu sjáv-
arútvegsins og værum fyrir það
orðin sjálfstæð þjóð“.
Ennfremur var í sömu fundar-
frásögn sagt, að þér hefðuð tal-
að um reksturshalla á væntanlegu
strandferðaskipi og gert ráð fyr-
ir, að hann mundi verða um 200
þús. kr. árlega. Og síðan hefðuð
þér bent á að fyrir það fé mætti
gera miklar samgöngubætur í
heilli sýslu. En „um töp bank-
anna var ekki svo mjög að fást“.
Þessi töp eru talin vera yfir 20
milljónir króna. Meginið af öllum
töpum bankanna mun hafa fallið
Reykvíkingum í skaut. Þeir eru
taldir eiga yfir 37 milljónir
skuldlausra eigna, svo bankagjaf-
irnar eru meira en helmingur
allra eignanna, en um töp og
gjafir bankanna er „ekki svo
mjög að fást“ að yðar dómi.
Eg hermi hér eftir minni, en
hygg að eg fari rétt með. Munuð
þér leiðrétta, ef svo er ekki. En
út frá þessu vil eg leyfa mér að
leggja fyrir yður eftirfarandi
spui'ningar:
1. Eruð þér vissir um að sjálf-
stæði Islendinga sé því að þakka,
„að við höfum borið gæfu til þess
að taka nýtískutækin í þágu sjáv-
arútvegsins ?“ Og hvemig viljið
þér rökstyðja það?
2. Þér fjargviðrist yfir væntan-
legum 200 þús. kr. tekjuhalla en
teljið ekki ástæðu til að fást um
yfir 20 milljóna fégjafir þjóðar-
innar til atvinnurekenda í Reykja-
vík og víðar. En hversu miklar
samgöngubætur á landi hefði
mátt framkvæma fyrir hið tapaða
fé og hversu miklir eru vextimir
af þeim höfuðstól væri hann
óeyddur og arðberandi ?
3. Hvemig væri Reykjavík
stödd, ef eftirgjafimar hefðu
engar verið? :
Páfl Zóphóníasson.
----«-----
70 ára reynsla
og vUingaleg&r r&nnsóknir
tryggja gæöl k»ffibasti*ln*
\V£iRO/
enda «r hann heimsfraigur
og hefir 9 ainnnm hlotiö
gull- og silfurmedallur vegna
framúrskarandi graöa sinna.
Hér á landi hefir reynslan
sannaö aö VERO er miklu
betri og dr/grl en nokkur
annar kaffibætir.
Notið að eins VEKO,
það marg borgar sig.
í heildsölu hjá:
Halldóri Elríkssyni
Hafnarstræti 22 - Reykjavik
Lögfrsðisleg
fyrirspurn.
Hreppstjóri heldur hausthreppa-
skilaþing. Nefnir enga þingvotta. —
A hreppamótinu á að kjósa endur-
skoðara hreppsreikninganna. Tveir
menn eru í kjöri og verður kapp um
þá. Engin kjörstjórn er skipuð.
Hreppstjóri skrifar einn atkvæðin, og
slítur hreppamótinu án þess að telja
atkvæði og tilkynna úrslitin. Fer
hann svo heim til sín, en tekur með
sér tvo pilta sem votta, og telur at-
kvæðin heima hjá sér. þau reynast
jöfn. þá segist hreppstjóri ekki hafa
kosið á hreppamótinu, en nú geri
hann það, og bókar þann rétt kjör-
imi, sem hann gaf sitt atkvæði. —
Sá sem hreppstjóri kaus hefir fjár-
hald og stjórn stórs fyrirtækis, sem
hreppurinn á, og er stærsti fjárhags-
þáttur lireppsreikninganna.
Er þessi aðferð hreppstjóra lögleg?
Ki' kosningin gild?
Ef ekki, liver er þá lögleg aðferð
til að koma fram ábvrgð á hendur
breppstjóra?
Svar:
1 25. gr. sveitastjórnarlaganna nr.
12 frá 31. maí 1927, er fyrirskipað að
kjósa endurskoðanda hreppsreikninga
á hausthrcppaskilaþingi ár hvert. Um
þá kosningu segir ekkert frekar í
lagagrcin þessari annað en það, að
enginn geti skorast tindan kosingu,
sem hefir kosningarrétt og kjörgengi
til hreppsnefnda.
í lögum nr. 43 frá 15. júní 1926, um
kosningar í málefnum sveita og
kaupstaða, eru meðal annars ákvæði
um það, hvernig kjósa skuli hrepps-
nefndir. I.iggur nærri að álykta að
kosning á endurskoðanda lirepps-
reikninga fari fram með líkum hætti
að svo miklu leyti, sem við getur átt.
En ckki sýnist liafa verið tekið neitt
tillit til þeirra reglna, við kosningu
þá, er hér um ræðir. Að minsta kosti
sýnist þó sjálfsagt, að fylgt sé al-
mennum reglum félaga, um kosningu
starfsmanna, þannig að atkvæða-
greiðsla fari einungis fram á fundin-
um (hreppaskilum), að tilnefndur sé
að minsta kosti einn maður, ásamt
fundarstjóra (lireppstjóra), við bók-
un atkvæða, að fundi (hreppsmóti)
sé eltki slitið fyr en atkv. eru talinog
kosning úrskurðuð, og ef atkvæði eru
jöfn, að þA ráði hlutkesti. — Sá mað-
ur, er hefir reikningshald og stjórnar
fyrirtæki, sem hreppurinn á, ef
reikningsskil þessu fyrirtækis er einn
þáttur — og það stór þáttur — hrepps
i'eikniiiganna, virðist ekki geta verið
kjörgengur sem endurskoðandi
hreppsreikninganna, sem að nokkru
(miklu) leyti er hana eigið reiknings-
liald. þetta leiðir bæði af almennum
reglum laga og almennum siðferðis-
kröfuin.
Samkvæmt þessu, og eftir því, sem
athæfi hreppsstjóra er lýst í fyrir-
spuminni, er ekki unt að telja að-
ferð lireppstjórans i samræmi við
reglur laga, um kosningu starfs-
manna í sveitum (hreppum), né eðli-
legar og almennar félagsreglur, og
sýnist kosningin því ekki geta tal- ’
ist gild.
Hétt er fyrir þá, er ónýta vilja slílta
kosningu, og koma fram áhyrgð á
hendur hreppstjóra, að kæra þetta
framfei'ði hans fyrir sýslumanni og
la'efjast úrskucgar hans uxn íögmæfti
Tilkynningf
frá Slysatryggingu ríkisins
Það auglýsist hérmeð — að gefnu tilefni — að tilkynn-
ingar um slys, er rétt gætu átt til bóta frá Slysatrygging-
unni, ber forráðamönnum tryggingarskildrar starfrækslu að
senda svo fljótt sem auðið er til viðkomandi lögreglustjóra
— eða hreppstjóra áleiðis til lögreglustjóra —, er síðan senda
tilkynninguna áfram til Slysatryggingarinnar ásamt öðrum
nauðsynlegum gögnum og upplýsingum, eftir að próf hefir
verið tekið í málinu. Engin mál geta orðið tekin til úrskurð-
ar, nema þau fái þessa meðferð.
Slysatrygging ríkisins.
Halldór Stefánsson
1 heildsölu hjá:
Tóbaksverslun íslands h. f.
Auglýsing
22. nóvember s.l. var til rnín
rekin gömul ær svartkollótt með
hvítu gimbrarlambi. Báðar þessar
kindur eru með mínu rétta iharki
blaðstýft fr. h. og sýlt v.
Þar sem ég á ekki þessar kind-
ur, skora ég á réttan eiganda, að
gefa sig fram, sanna heimild sína
til marksins, semja við mig um
verð kindanna og greiða áfallinn
kostnað.
Svertingsstöðum í Miðfirði V.Hún.
4. des 1928.
Jón Eiríkssoii
FÁLKA-
KAFFIBÆTTRINN
hefir á rúmu 4 r 1 áun&lD
aér svo olmemia hylii, aO
salan á honum «r orOln V*
hluti af allri kaffiheetleaölu
þessa lands.
Kaupfélagsstjórar, aendiS
pantanir yðar gegnum Sam-
bandiöl
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Tapast hefír
rauðstjörnótt hryssa, 5 vetra gömul
járnuð 48 þuml. á hæð. Mark: biti
framan bæði eyru. —
Þeir, er kynnu að geta gefið
upplýsingar um hryssu þessa, gjöri
svo vel aö síma þær að Geita-
bergi í Svínadal.
Áhersla lögrð á
ábyggileg viðsldfti.
Millur, svuntu-
spennur og belti
ávalt fyrirliggjandi.
Sent með póstkröfu
um alt land.
Jón Sigmundsson, gullsmiður
Sími 383 — Laugaveg 8.
kosningaiinnai', eða þess að kosning-
in verði metin ógild. Úrskurði eða
svari sýslumanns mætti síðan skjóta
tii atvinnumálaráðuneytisins.
-----o-----
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Sími 2219. Laugaveg 44.
Prentsm. Acta.