Tíminn - 29.12.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.12.1928, Blaðsíða 1
©Jaíbfcri 04 afereiðslumatur (Eimans er Sannpíig f) 0 r s 1 e 1 n s öó 11 i r, 5<£rnbanöst}úsinu, S.eyfjaDÍf. J^fgrcibsía tTimans er i Sambanbsljúsinu. ©pin öaglega 9—[2 f. t}. 5imi $90. XII. ár. Opið bréf til Valtýs ritstjóra Stefánssonar. 1 nafnlausri grein, „Sniðalausu klæðskeramir“, sem birtist í blaði þínu 7. þ. m., er látið um mælt meðal annars á þessa leið: „það er ekki að undra þótt Jónasi þorbergssyni falli það hálfþungt, að verða að játa það, að honum eða nafna hans, skuli ekki enn hafa tek- ist að fá Reykvíkinga til þess að steypa yfir sig samábvrgðarstakkn- um, sem þeir hafa klætt mikinn hluta bændastéttarinnar í og vandað svo saumaskapinn á, — — —. En Jónas þorbergsson mó nú sæmilega una við það, sem orðið er. Bænd ur í sumum sveitum landsins ei’U nú orðnir svo flæktir í skuldir, að þeir mega sig hvergi hræra og sjálf- ur er Jónas trygður fyrir lifstíð, því að nú ætlar hann að fara að skrifa söguna um það hvernig hann og nafni hans frá Hriflu sníða upp föt- in, sem Pétur heitinn frá Gautlönd um og Sigui'ðui' frá Ystafelli saum- uðu á sínum tíma og höfðu alt ann- að snið, en þessi nýja flík Jónas- anna“. 1 þessum tilgreindu ummælum eru endurteknar dylgjur og stað- hæfingar, sem mjög hefir verið klifað á í blaði þínu og öðrum blöðum íhaldsmanna um langt skeið, þar sem þeim mönnum, er um þessar mundir beitast fyrir í samvinnumálum, er brugðið um það, að þeir leggi alt kapp á, að f jötra bændur í skuldum og þar sem staðhæft er, að skuldir bænda stafi af ábyrgðarskipulag- inu í félögum þeirra. Það mun vera, eftir atvikum, ástæðulaust, að ræða um þessi efni og eyða rúmi og tíma, til þess að reka slíkt til baka. Stað- hæfingar þessar eru fyrir löngu útslitnar. Enda verður illgirni, þegar hún styðst við heimsku, ávalt farlama, enda þótt henni sé ekið um landið í 15 blöðum Ihaldsmanna. En eg sný mér til þín út af ummælum í fyrr nefndri grein, þar sem komið er inn á söguleg- ar staðreyndir um ábyrgðarskipu- lag kaupfélaga, og þar sem sagt er að við, Jónas Jónsson ráðherra og eg, sníðum upp fötin, sem Pétur í Gautlöndum og Sigurður í Ystafelli hafi saurnað með alt öðru sniði; með öðrum orðum, að við höfum breytt ábjTgðar- skipulagi félaganna frá því, sem það var, þegar fyrr nefndir menn voru leiðtogar þeirra mála. Þú hefir gerst ritstjóri lands- málablaðs. Eg geri vitanlega ráð fyrir, að þú ætlist til að blað þitt verði tekið alvarlega og að því verði trúað. Þú ert að vísu engin undantekning frá hinu al- menna meðal ritstjóra íhalds- flokksins um sannsögli og heið- arleik í umræðum um félagsmál- efni bænda. En þú verður lagður á skurðarborðið eins og einstakl- ingur af tegundinni og málstað- ur ofsóknannanna samvinnufé- laganna prófaður á þér. — Ekki munt þú þurfa að kvarta um, að óheiðarlega sé að þér farið, því þú verður aðeins kvaddur til að leggja fram sögulegar heimildir fyrir staðhæfingum þínum. Eg legg hér með fyrir þig og skora á þig að svara eftirfarandi spum- ingum: 1. I hverjum efnum hefir á- byrgðarskipulagi kaupfélaganna verið breytt frá því sem var á dögum þeirra Péturs á Gaut- löndum og Sigurðar í Ystafelli? 2. Hvern þátt höfum við, Jón- as ráðherra 0g eg, átt í breyt- ingunum, ef nokkrar eru? 3. Hvar er að finna og hvernig hljóða sögulegar heimildir um þessi efni? Þó sjaldan sé ástæða til að taka mark á illgimi þinni og ó- sannindum í garð samvinnumál- efna, verður hvorki þér né öðrum liðið, að fara með vísvitandi sögulegar falsanir um þau mál. Og ef þú víkur þér undan rétt- mætri kröfu um ábyrgð á orðum þínum, svarar skætingi, ferð und- an í flæmingi eða þegir með öllu, verður þú óhjákvæmilega stimpl- aður sögufalsari og vísvitandi landsmálalygari frammi fyrir allri þjóðinni. Svar þitt verður birt í Tíman- um. Gefst þér nú færi að votta frammi fyrir allri þjóðinni um nrálstað ykkar samvinnufénda og dug þinn til að bera ábyrgð á orðum þínum. Mistakist þér, er jafnvel enn síður heldur en áður, ástæða til að sjá eftir því, sem eftir er af þér, til þess að veita forstöðu sérhagsmuna-klikkumál- gagni Garðars Gíslasonar og ann- ara hans nóta. Jónas Þorbergsson. ----o--- Utan úr heimi Englendingar og Frakkar. Fyrir stuttu síðan kom út í Englandi bók, sem nefnist: „Bret- land og heimsstyrjöldin“ og er eftir frakkneskan hershöfðingja, Huguet að nafni. Ræðst höf. mjög á herstjórn Englendinga á ófrið- arárunum, en einkum á framkomu þeirra gagnvart bandaþjóðinni frakknesku, eftir að stríðinu lauk. Þykir honum Englendingar eigi hafa gætt skyldu sinnar við fyr- verandi vopnabræður, en hneigj- ast um of til samúðar með Þjóð- verjum. 1 ensku blaði, sem Tím- anum hefir borizt, eru þessi um- mæli frakkneska höfundarins tek- in óstint upp. Fer hér á eftir laus- leg þýðing ýmsra þeirra ummæla, sem enska blaðið lætur falla í sambandi við bókina: Aðstaða Frakka til okkar, segir blaðið, er okkur eins óskiljanleg og þeim er okkar aðstaða. Mót- stöðu okkar gegn áformum þeirra í Þýskalandi telja þeir svik og brigðmælgi frá okkar hálfu. En við höfum enga tilhneigingu til að hjálpa Frökkum til að gera á hluta annara þjóða. Frakkar virð- ast álíta, að þeir eigi að hafa frjálsar hendur til hvers, sem vera skal. Og séu þeir spurðir, hvaðan sá réttur sé þeim kominn, er svarið: „Franska þjóðin færði svo þungar fómir í ófriðnum. Og auk þess er hún vörður menning- arinnar í Norðurálfunni. Þess- vegna á hún að fá að fara sínu fram“. Við huguðum á annan veg. Okkur virtist stefna Frakka í Ruhrmálinu í upphafi bjánaleg og líkleg til að falla um sjálfa sig. Kynleg örlög réðu því, að Frakkar og Englendingar stóðu hlið við hlið á vígvöllunum. And- lega eigum við meira sameigin- legt með Rússum en Frökkum og auðvitað miklu meira með Þjóð- verjum og Norðurlandabúum. Óvíða í NorðuráliunBi eru til Reykjavík, 29. desember 1928. J 62. blaS. Bílaeigendur! Bensínspararnir „Vix“ fara sigur- för um allan heim vegna sinna stórfeldu kosta. Áhald þetta sem er amerísk uppfynding, sparar bensín um 20— 50°/n samkvæmt vottorðum ótal notenda. Entifremur varna þeir hrúðrun og sótun á vélinni og halda henni hreinni en ella, og f betra ásig- komulag, auk fleirri kosta. — 5 módell á 4, 8, 9, 16, og 25 dollara fást ásamt öllum nánari upplýsingum hjá umboðsmanni verksmiðjunnar Ólafi Guðnasyni Laugaveg 43 Símar 960 og 1957 meiri andstæður í menningu en á milli enskrar og frakkneskrar skapgerðar. Jafnvel ítalir og Spánverjar standa okkur nær en nábúarnir hinumegin við sundið. Frakkar og Englendingar geta barist trúlega hlið við hlið fyrir sameiginlegu áhugamáli, en þeir verða aldrei vinir. Þetta ber auð- vitað ekki að skilja svo, að þess- ar tvær þjóðir þurfi endilega að eigast ilt við eða líklegt sé, að þær lendi í ófriði hvor gegn ann- ari. En á milli þeirra er meira sál- rænt djúp en nokkurra annarra tveggja þjóða hér í álfu. öldum saman hafa þær borist á bana- spjótum. Samherjar hafa þær aldrei verið nema fá ár í senn og fyrir tilviljun eina. Slíkar stað- reyndir ber að viðurkenna með fullri hreinskilni. Samstarf milli þessara þjóða er ómögulegt, nema alveg sérstök skilyrði séu fyrir hendi eins og í stríðinu 1914—18. Sambúð ensku hermannanna í stríðinu við íbúana á meginland- inu er athugunarverð. Belgjum og Englendingum samdi aldrei. Tilfinningar Frakka voru her- mönnum okkar framandi og kom það í veg fyrir nána viðkynningu. En óðara en ensku hermennimir komu til héraðanna við Rín, í ófriðarlokin, voru þeir eins 0g heima hjá sér. Viðkynning þeirra við þýsku íbúana varð svo skjót 0g alúðleg, að foringjum hersins þótti nóg um. Við lögðum ekki út í ófriðinn í þeim tilgangi fyrst og fremst að koma Frökkum til hjálpar. Við gerðum það til þess að bjarga Belgíu og sjálfum okkur. Og við skoðum ekki samstarfið á vígvöll- unum sem neitt varanlegt vin- áttusamband milli þjóðanna. Við krefjumst einskis af Ameríku, þó að hún veitti okkur vígsgengi á ófriðarárunum og viðurkennum heldur enga þvílíka kröfu af Frakka hálfu. Við unnum með þeim í stríðinu, en þykjumst á engan hátt skyldir til að gera svo áfram. Og úr því að við höfum engar mætur á Frakklandi sjáum við ekki, að okkur bera skylda til að styðja það nú, þó að við kæm- um því til hjálpar fyrir 14 ár- um. — Ekki verður um það fullyrt, hvort aðstaða ensku þjóðarinnar til þeirrar frakknesku er yfirleitt sú, sem fram kemur í þessari blaðagrein. En sé svo, er eigi að undra, þó að snurða hlaupi á þráðinn í sambúðinni milli þeirra þjóða. X. Á víðavanéí. Atvinnudeilumar. Eins og fyrr var getið, eru samningar milli togaraeigenda og sjómanna útrunnir nú um ára- mótin. Þegar þetta er skrifað eru. því miður, enn eigi líkur til, að saman gangi um nýja samninga og horfir því til verkfalls á tog- urunum þegar úr nýári. — Vinnu- deilurnar eni eitthvert mesta vandamál maimanna. Þær eru auk þess, eins og þær eru reknar, algerlega ófrjóar og síst til sæmdar. Hverskonar vinnustöðv- un af völdum þein*a er í raun réttri ekki annað, en sveltitil- raunir samskonai* og þær, er mest voru fordæmdar af öllu ófrægi- legu í faii styrjaldai’innar miklu. Sigui-vonir hvors aðila um sig byggjast á voninni um það, að tjón og neyð hins aðilans snúist í lið með sérl Og þegar best læt- ur fást aðeins bráðabirgðarúrslit á þjarkinu, en vandi málanna bíður óleystur og eftir stundarbið hefst sama þjarkið, risið af sömu rótum með samskonar bráða- birgðarúrslit í för með sér. Slíkt ástand er þjóðunum til hörmu- legs tjóns og vanvirðu. — Vinnu- stöðvunin á togaraflotanum ís- lenska er málefni, sem varðar alla þjóðina og sem þörf er á að ræða með velvild og stillingu. Tíminn lítur svo á, að ástand það, er nú ríkir, sé óviðunandi. Hinsvegar fær hann ekki séð, að með þjóð- nýtingu flotans yrði s týrt hjá vinnudeilum né vandi málsins leystur. tJrlausn vandans mun vera að finna á leiðum samvinn- unnai*; — i skipulagi, þai* sem fundið verður sannvirði vinnunnar. Það og það eitt er hvorttveggja í senn: réttlátt og í samræmi við þær kröfur, sem unt er að gera til almenns þroska eins og hann er þann dag í. dag. Og vandi slíkrar úrlausn- ar mun vera minni en menn gera sér í hugarlund í fljótu bragði. Vínverslunin og M. G. Árásir íhaldsblaðanna á núver- andi forstjóm Áfengisverslunar ríkisins eru bygðar á fátíðri heimsku, með því að þær skella fyrst og fremst á Magnúsi Guð- mundssyni fyrverandi dómsmála- ráðherra og manni þeim, er áður veitti versluninni forstöðu undir sérstakri vernd og velþóknun fyr- verandi stjórnar og flokks henn- ar. Mætti ætla, að blöðin kysu fremur að hlífa en höggva í þeim herbúðum. En hversu ferst þeim? Það er fullsannað að undir fyr- verandi forstjórn var tekið að blanda víntegundum saman og selja þær undir annarlegu vöru- merki. En af þeim tiltektum eru risnar allar árásir blaðanna. Að því er snertir notkun annarlegs vöi’umerkis, eru þær á fullum rök- um i*eistar. Hinsvegar ættu blöð, sem þögðu yfir mjólkurfölsun á einu íhaldsbúi hér í grendinni, að skammast sín fyrir að gera há- vaða út af blöndun víntegunda! En árásirnar á núverandi for- stjói*a verslunarinnar eru bygðar á því einu, að honum hefir enn ekki unnist tími til að kippa í lag allri þeirri óreiðu og óhæfu, sem látin var viðgangast þar, áður en hann tók við! Mun slíkt þykja hvorki sanngjamt né vit- urlegt — í síðustu grein sinni Hestnr Mánudaginn 26. nóv. tapaðist úr Reykjavík brúnn liestur 6 vetra gamall, ójárnaður. Mark: sneiðrit'- að og sneitt. Keyptur vestan úr Dalasýslu. Þeir, sem kynnu að verða varir við hann geri svo vel uð láta undirritaðan vita straks. Einar J. Einarsson Bergþórugötu 6, R ykj ivík lagði Mbl. út af þvi, hversu hættulegt það væri, ef arðróm- urinn um flöskumiða Mogensens bærist til útlanda. En jafnframt birti það mynd af miðanum! Að- eins ein skýring á slíkri blaða- mensku sami*ýmist heilbrigðri skynsemi og hún er sú, að blaðið telji fulltrygt, að þá verði frá- sögnum eigi trúað, ef þær standa í Mbl! — Hitt mun þó fremur vera tilætlun blaðsins, að espa, ef unt væri, erlenda aðila í skaða- bótamál við ríkið. Fæst þar enn ein sönnun fyrir því, að jafnvel landráð samrýmast málstað Ihaldsflokksins og er ekki svifist þeim megin að beita þeim vopn- um, sem svívirðilegust eru talin. — Til bráðabirgðar nægir, að benda Ihaldsblöðunum á það, að afleiðingar hugsanlegra erlendra skaðabótamála á hendur íslenska ríkinu út af rekstri Áfengisversl- unarinnai*, myndu skella fyrst og fremst á fyrverandi dómsmála- ráðherra, M. Guðm., og fyrver- ‘ andi forstjóra verslunarinnar. — Leið M. Guðm. fyrir landsdóm út af þessu máli hlyti óhjá- kvæmilega að verða lögð árásar- greinum Ihaldsblaðanna vegna á- virðinga fyrverandi forstjórnar Áfengisverslunarinnar. — Hlut- deild Garðars Gíslasonar í Ihalds- „sómanum“ verður athuguð á næsta ári. V innustöðvuninni á leikhússgrunninum er nú lok- ið. Við nánari athugun komust þeir, er fyrir henni stóðu, að þeirri niðurstöðu, að ákvæðis- vinnan gæfi verkamönnunum hærra kaup, en taxti Dagsbrúnar áskildi. — Munu margir telja að betur hefði farið á því, að athug- un þeirra Héðins og Ólafs hefði farið á undan framkvæmdum þeirra. ----o---- Sildareinkasalan. Björn Líndal, sem er einn af stjórnarnefndarmönnum Slldareinkasölunnar, krafðist þess ný- lega, að fá afrit af skjölum nokkrum hjá framkvæmdastjórunum við kom- andi síldarsölunni. Gáfu fram- kvæmdastjómirnar leyfi til, að hann mætti kynna sér skjölin, en neituðu um afrit. Krafðist Líndal þá úrskurð- ar stjórnarnefndarinnar um það, hvort framkvæmdastjórunum væri ekki skylt, að láta afritið af hendi. Gekk úrskurðurinn honum á móti. þessu næst boðaði Líndal til opinbers fyrirlestrar, þar sem stofnað var til árásar á einkasöluna. Urðu talsverð- ar umræður og komu fram ýmsar upplýsingar, sem framkvœmdastjór- arnir hafa ekki enn talið timabært, að láta blöðin flytja. Til andsvara Líndal vom þeir Einar Olgeirsson og Pétur Á. Ólafsson framkvæmdastj. einkasölunnar og Ingvar Guðjónsson og var hann snarpastur í garð Lin- dals. Óljúgfróðir menn nyrðra telja að minna hafi orðið úr höggi Lín- dals, en til var reitt og að einkasal- an hafi grætt á umrteðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.