Tíminn - 29.12.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1928, Blaðsíða 2
280 TlMINN Mjólkursamlag Eyfirðinga Tíminn hefir fengið eftirfar- andi bréf frá Vilhjálmi Þóv framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyf irðinga: „Þér hafið hr. ritstjóri, æskt nokkurra upplýsinga um Mjólkur- samlag okkar og hafið beðið um svai' við 7 spurningum yðar. Spuniingar yðar voru þessar: 1. Hversu almenn er þátttaka? 2. Hve mikil mjólk berst bú- inu? 8. Hvað er unnið úr mjólkinni? 4. Hvemig er húsnæðið? 5. Hve margt er starfsfólk búsins? 6. Hvemig eru markaðshorf- umar? 7. Hvaða þýðingu hefir stofn- un mjólkurbúsins fyrir markað mjólkur í bænum? Það hefir dregist lengur en góðu hófi gegnir að svara þess- um spumingum yðar og biðjum við afsökunar á því.*) Spumingunum svörum vér í sömu röð og spurt er: 1. Mjólkursamlagið byrjaði að starfa þann 6. mars s. 1. Þá höfðu skráð sig um 130 bændur sem þátttakendur samlagsins. — Nú eru samlagsmenn um 200 og eru dreifðir yfir 6 hreppa, auk Ak- ureyrarkaupstaðar, þar sem nokkrir mjólkurframleiðendur eru þátttakendur. Mjólkin er flutt á mótorbát. Mesta vegalengd er 30 til 35 km. Þessar daglegu föstu ferðir út um sveitir, sem mjólk- urflutningarnir gera, stuðla að viðskiftalegum og menningarleg- um hag. 2. Það daglega mjólkurmagn, sem samlaginu hefir borist, er að meðaltali 3000 lítrar yfir vetrar- mánuðina og ca. 2000 lítrar yfir sumarmánuðina. Eftir ástæðum má telja þessa mjólkurframleiðslu allgóða, þegar þess er gætt að þetta er fyrsta starfsár samlags- ins, því hingað til hefir fjöldinn af bændum eigi átt kost á mjólk- ursölu, og af þeim ástæðum eigi framleitt meira en sem svarar neysluþörf heimilanna. 8. Nokkur hluti mjólkurinnar, eða 6—700 lítrar daglega er hreinsað, gerilsneytt, og sett á flöskur og flutt heim til kaupenda í bænum. öll mjólk, sem seld er út úr samlaginu er hreinsuð og gerilsneydd. Clr hinum hluta mjólkurinnar er unnið smjör, skyr og ostar. Af ostategundum má nefna einkum mysuost „Gauda“, „Edamer“ og „Stepper“ osta með 10, 20, 30 og 45% fitu- magni. 4. Starfsfólk samlagsins er 2 stúlkur og 8 karlmenn auk for- stöðumanns, tveir af þessum mönnum eru ungir menn, sem eru að læra. Auk þess er 1 karlmaður og 3 drengir við flutning mjólk- urinn heim til kaupendanna. 5. Eins og kunnugt er, var gamalt sláturhús félagsins tekið fyrir mjólkurvinsluna og á því húsi gerðar nauðsynlegar breyt- ingar. Með breytingunum varð þó ekki unt að gera það svo hentugt sem skyldi, þó eru horfur á að þetta húsnæði muni nægja mjólk- ursamlaginu fyrst um sinn. 6. Sala á afurðum samlagsins hefir gengið vel. Sú tilraun, sem gerð hefir verið með smjörsölu á enskum og þýskum markaði, lofar góðu um það að íslenskt smjör geti orðið samkepnisfær vara í framtíðinni. Hér innan- lands er vaxandi eftirspum eftir þessu smjöri. Um útflutning á ostum hefir ekki verið að ræða, hefir alt selst hér innanlands. Hér á Akureyri er talsverð mjólkurframleiðsla eða um 150— 200 kýr. Sú mjólk, sem bærinn *) Grein þessi heíir heðið alllengi hirtingar vegna þrengsla. Ritstj. þurfti umfram sína framleiðslu, seldu bændur úr nágrenni kaup- staðarins og var söluverð 35 aur- ar pr. liter. Þegar mjólkursamlagið byrjaði hættu flestir bændur að selja mjólk sína í bæinn, en létu hana óskifta í mjólkursamlagið. Nokkr- ir bændur standa ennþá utan við mjólkursamlagið og flytja mjólk sína í bæinn og selja eins og áður, en aðstaða þeirra hefir versnað að mun. Mjólkin sem við seljum í bæinn líkar yfirleitt vel, og nær stöðugt meiri vínsældum, þó skortir nokk- uð á það ennþá, að bæjarbúar geri sér ljósa þá þýðingu, sem þetta fyrirtæki hefir fyrir bæinn, í stöku tilfellum kemst þröng- sýnin svo langt, að jafnvel þeir menn, sem stöðu sinnar vegna eiga að teljast verðir og málsvar- ar menningarinnar, þeir kunna ekki að meta þessar heilbrigðis- legu og menningarlegu umbætur, að neinu“. —-o----- Kartöflur Þeir eru nú orðnir æði margir, sem hafa fengið og ræktað Ey- vindarkartöflur og reynt þær út um land, og hefi eg frétt frá mörgum þeirra bæði skriflega og munnlega. Flestum mun kunnugt um skoðun mína á þessu kartöfluaf- brigði, svo eg þarf ekki að orð- lengja það á þessum stað í þetta sinn, — en í fáum orðum get eg þó skýrt frá því; að enda þótt „Eyvindarkartaflan" hafi ekki alt- af gefið mesta uppskeru af þeim afbrigðum, sem reynd hafa verið, þá álít eg að hún sameini best þá ýmsu kosti, sem við verðum að krefjast að kartöfluafbrigði, sem hér á rækta, hafi. En það eru fyrst og fremst hreysti og bráðþroski. Og þetta hafa flestir fallist á, sem hafa ræktað þetta afbrigði. Þó er skylt að geta eins við- víkjandi Eyvindarkartöflum, sem menn hafa ekki verið sammála um. Er það bragð þeirra. Og þar skiftir í tvö horn, sumum finst það ágætt, en öðrum afleitt. En um bragðið þýðir ekki að deila, því að þar ræður vaninn mestu. En einn hygginn bóndi, sem ekki var alveg ánægður með bragðið, sagði við mig: „En eg sé að skynsamlegast er að venja sig á að borða það kartöfluafbrigði, sem best vex og er hraustast“. En kynlegt þykir mér þó að kartafla þyki slæm til matar hér á íslandi, sem Englendingum þyk- ir afbragðsgóð og sem hinir mat- vöndu Danir eru ánægðir með. En hvernig svo sem þessu víkur við, þá er eitt víst; að eftir síðastliðið sumar, ber svo miklu minna á kvörtunum undan bragði þeirra heldur en áður. Og meira að segja, mörgum þeim, sem áður þótti bragð þeirra slæmt, þykir það nú gott. Engan dóm skal eg leggja á þetta atriði — enda hefi eg aldrei getað fundið „slæma“ bragðið, hefi líklega ekki eins „fínan smekk“ og sumir aðrir. En það er enganvegiim ósennilegt, að bragð útlendra afbrigða breytist við áframhaldandi ræktun í ís- lenskri jörð. En mér þykir vænt um að svo miklu minna ber á kvörtunum- um þetta atriði nú en áður. — — Að endingu tek eg mér svo bessaleyfi og birti smá- kafla úr bréfum, sem mér hafa borist utan af landi, af svæðinu vestan frá ísafjarðardjúpi og austur að Hornafirði; frá mönn- um sem ræktað hafa Eyvindar- kartöflur. Gunnar Gunnarsson á Lauga- bóli skrifar: „Eyvindur í aiman lið spratt ágætlega í sumar. Þyngsta kartafla vóg 850 gr., ekkert smælki. Sérstaklega tel eg það höfuðkostinn við Eyvind, h\(feð þær kartöflur vaxa fljótt, menn geta farið að borða þær snemma í júlí, þær voru þá hjá mér í sumar orðnai* 125 gr. En mér þykir þær ekki eins bragð- góðar og okkar gamla kartöflu- afbrigði“. Gunnlaugur Þorsteinsson hér- aðslæknir á Þingeyri skrifar: „Kartöfluuppskera verður hér nauðaléleg vegna þurkanna, eink- um í sandgörðum. Eyvindur er langbestur. Hjá mér hefir hann sáralítið stækkað síðan í lok júlí- mánaðar, en hefir þó góðan vöxt“. Markús Torfason í Ólafsdal: „Eyvindur“ vai' nú á nokkum stöðum í sveitinni, og reyndist al- staðar bétur en heimaaldar kar- töflur. Þyngst var undan einu grasi hjá mér 8500 gr. og þyngst- ir einstaklingar 250 gr., sem telst mjög góð stærð hér, þvl fremur illa hagar til garðyrkju. Hjá Jóni bónda Markússyni á Kveingrjóti voru teknar 3 kartöflur 3 vikum fyrir leitir, undan sama „Ey- vindar“-grasi og voru þær til samans 150 gr. Þessi bóndi er mesti garðræktarmaður hér. Hæl- ir hann Eyvindi á hvert reipi. öll- um hér þykir „Eyvindur” mjög bragðgóður og ágæt matarkar- tafla. Munu þeir bændur sem nú hafa hann ekki hugsa til að nota útsæði af annari kartöflutegund næsta vor. Alstaðar hefir hann reynst betur en heimakartöfl- umar“. Stefán Egilsson í Flatey (faðir Sigv. Kaldalóns læknis), sem nú er á níræðisaldri, og hefur alla tíð haft mikinn áhuga fyrir garð- rækt, var einn af þeim fyrstu þar vestra, sem fékk sér „Eyvindar“- útsæði, skrifar: „Uppskera úr görðum var ágæt hér í sumar. Eg fékk alls 10 tunnur af kartöflum og Eyvindartöflumar voru mjög jafnstórar og lítið smátt. Eg lét mann hér fá 20 pund af Eyvindar- útsæði og sagðist hann aldrei hafa fengið jafngóða uppskem, sagðist hafa fengið um 8 tunnur, en garðurinn var gamalræktaður. Gulrófur fékk eg, sem vom 3 kg. Bortfeldskar rðfur 3—4 kg. og Blómkálshöfuð fékk eg mjög góð“. Helgi Haraldsson bóndi á Hrafnkellsstöðum í Hrunamanna- hreppi, skrifar: „Viðvíkjandi Ey- vindarkartöflunum þori eg að full- yrða það fyrir mig og marga sveitunga mína; að það er síst of- mælt að jafnstór blettur gefur nú hálfu meiri uppskeru, síðan farið var að nota þetta afbrigði". Sveinbjörn Guðmundsson á Hurðarbaki í Kjós segir svo frá í bréfi til mín: „Eyvindarkartöflur reyndust nú miklu þéttari en í fyrra og vöxt- urinn ágætur. Eg byrjaði að taka upp 23. júlí. Þá eins og stórar út- sáðskartöflur“. Guðjón Jónsson í Lundi, í Vík í Mýrdal, skrifar: „Eg sendi þér hérmeð 8 Eyvindarkartöflur, eg geri það rétt að gamni mínu til þess að láta þig sjá hvemig upp- skeran leit út. Það er obbinn af þeim svona. Það var einhver fá- dæma uppskera, mikið meira held- ur en nokkumtíma hefir sést hér. Sumstaðar voru milli 20—30 und- ir sama grasi og alt stórt. Eg gat naumast fengið niðursetu vöxt sökum þess hvað þær vom stórar og tók eg þær upp í miðjum ágúst, þá svona stórar. Sumar fékk eg sem vigtuðu 650 gr. og fjölda um 500 gr. Eg reyndi okk- ar gömlu kartöflur í sama garði og „Eyvind“, en þær gáfu ekki svipaða uppskeru". Hákon Finnsson á Borgum í Homafirði, segir í bréfi til mín: „Eg hefi nú í 4 ár ræktað Ey- vindkartöflur og rækta nú orðið mest af þeim. Þær hafa reynst mér eins og þú segir í hugvekj- um þínum, en auk þess þykir okk- ur að þær geymast mjög vel; þannig að þær eins og festast og batna á bragðið eftir því, sem lengur líður“. R. Á. heflr hlotífi «buóma lof allra neytanda Fæt í öilum verslun- um o« vaitingahúsam Verdlækkun. Tœkifærijad eignast^ódýrar bækur j _ I. SÖGUBÆKUR: 1. Á refil8tigum, eftir hinn heimsfræga rithöf. Upton Sinclair .. kr. 2,00 2. Bjamargreifarnir, eftir Nataly von Eschtruth, (6,00)..........— 3,00 3. Maöur fré Suður-Ameríku, eftir Viktor Bridges (9,00) — 3,00 4. Einþykka stúlkan, eftir Charles Garvice, (4,00)...............— 2,00 5. Rodny Stone, eftir Conan Doyle................................— 1,75 6. Hefnd jarlsfrúarinnar, eftir George Sheldon, (5,00)...........— 2,00 7. Ræningjaklær, eftir Övre Richter Frich, (3,00)................— 2,00 8. Sú þriðja, eftir Henrik Sienkiwecz,(2,10).....................— 1,00 9. Sögur Breiðablika (10 úrvals sögur), þýddar eftir sr. Fr. Bergm. — 3,00 10. þorgils, eftir Maurice Hewlett, (2,50)........................— 2,00 11. Helreiðin, eftir Selmu Lagerlöf, (3,75).......................— 3,00 12. Greifinginn og barnið (sönn saga).............................— 0,35 13. Blómsturkarían (barnasaga) i skrautbandi......................— 3,75 14. Sagnaþættir II. Brynj. Jónsson frá Minna-Núpi, (1,00).........— 0,50 15. Saga Eiríks Magnússonar (Merar-Eiríks) eftir Símon Dalaskáld — 0,50 16. Smælingjar. Sögur eftir Einar Hjörleifsson....................— 2,50 HEmSKRlNGLU OG LÖGBERGS-SÖGUR: 1. Freistingin...............kr. 1,00 6. Peg............ 2. Hulda.......................— 1,75 7. Skuggar og skin 3. Jón og Lára.................— 3,50 8. Viltur vegar .. . 4. Nokkrar smásögur............— 3,00 9. Dolorss......... 5. Myrtfe ....................•— 4,00 1L ÝMSAR BÆKUR: 1. Andvökur, Stephan G. Stephansson, I.—III. ób......... 2. Alt i grænum sjó, (leikrit) (2,00).................... 3. Annie Besant, æíisaga (4,00).......................... 4. Gneistar, Sig. Kr. Pjetursson (2,00).................. 5. Handhók almennings (ísL ríkisborgari) (3,50) J. K. 0. Hlýir straumar, Olíert Richard, ób. (4,00)........... 7. Sama bók, innb. (7,00)................................ 8. Sunnanfari (6 síðustu árin) 8.—13. ár, (15,00)........ 9. Uppsprettulindir, Guðm. Friöjónsson (3,50)............ 10. Um íiskaklak, G. D. (1,35)........................... kr. 4,00 — 5,00 — 5,00 — 3,00 kr. 8,00 — 1,00 — 2,50 — 1,00 — 1,50 — 1,75 — 3,00 — 8,00 — 1,50 — 0,50 Bækur eru aðelns sendar með póstkröíu, eða fyrirframgreiðslu, og burðargjaldsfrítt ef beðið er um fyrir minst kr. 10,00 1 einu. Bókabúðin, Laugaveg 46. Reykjavík. GERPÚLVER m«ð þessu merki trygglr yður fyrsta flokks vöru. Kaupið aðeins það besta. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. H.f. Jón Sigmnndsson & Ca Trúlofunar- hringamhr þjóðktnmu, úrval af steinliringum, skúfhólkum og svuntuspennnm, margt fleira. Sent með póstkröfu út um land, eí óak* að er. Jón Sigmundsson, gullsmlður Sími 883 — Laugaveg 8. I heildsölu hjá: Tóbaksverslun íslands h. f. FÁLKA- KAFFffiÆTIRINN hefir & rúmu árl éunnlð sór svo almenna hylii, aö salan á honum ot orðin l/* hluti af allrl kaffibœtlssölu þessa lands. Kaupíélagsatjórar, eendttð pantanir yðar gegnum Sam- bandiöl Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Sími 2219. Laugaveg 44. Prentsm. Acta, e

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.