Tíminn - 12.01.1929, Qupperneq 2
10
TÍMINN
þegar einvaldsherramir falla frá.
— í öðru lagi eru stjómarstörfin
í löndunum orðin svo margbrotin
og svo mikið bákn, að á þeim
grunni getur aldrei risið einveldi
með sama hætti og áður var.
---o--
Á víðavanéi.
„Frá stjómmálunum“.
Jón Þorláksson skrifar í MbL
viðbrigða ólundarlega áramóta-
grein „Frá stjómmálunum 1928“.
Verður sumum atriðum þeirrar
greinar svarað sérstaklega. Hér
verður aðeins bent á eitt atriði.
J. Þorl. finnur ráðherrunum, sem
nú fara með völd, það til foráttu,
að þeir séu ekki vaxnir upp úr
því, að vera flokksforingjar. 1
fyrsta lagi hefir þetta við engin
rök að styðjast. Hafa aldrei ver-
ið stigin djarflegri spor til heilla
íslenskum sjávarútvegi, en síðan
núverandi stjóm tók við völdum.
í öðm lagi munu slíkar umvand-
anir hvergi eiga síður heima en
í munni Jóns Þorlákssonar. Vita
allir að hann er fyrst og fremst
umsvifamikill stórgróðamaður hér
í Reykjavík og hefir ávalt staðið
á verði um sérhagsmuni þeirra
stétta, sem hafa léð honum
stj ómmálafylgi: Kaupsýslumanna
og stórútgerðarmanna. Mun eng-
inn sérgæðingur (egoisti) þvílík-
ur sem Jón Þorláksson hafa kom-
ið fram í íslenskri stjómmála-
starfsemi. Þessvegna er það blátt
áfram andstyggilegt, er slíkur
kaldhyggjumaður og fépúki gerir
sér upp þjóðmálavíðsýni og tekur
að krefjast af öðrum almennr-
ar þjóðfélagsumhyggju. Þvílík
hræsni er einsdæmi í íslenskri
stj ómmálabaráttu.
Komforðabúr Eyfirðinga.
Undanfarin ár hefir verið rætt
um það á aðalfundum Kaupfélags
Eyfirðinga, að áfátt væri nægi-
legri fóður- og matvælatryggingu
í héraðinu, ef ís kynni að loka
siglingaleiðum fyrir ströndum
landsins, með því að innflutning-
ur komvara er nú víðast hvar á
landinu miðaður fremur við örar
samgöngur og þá viðleitni að firr-
ast vaxtatap og geymslukostnað,
heldur en við það að tryggja hér-
uð og bæi, ef ísa og harðindi bæri
að' höndum. Var einsætt talið að
úr þessu yrði að bæta. — I Eyja-
Hálfyrði
um enska skóla.
Rithöfundui- í Ameríku hefii*
sagt, að svo væri farið í flestum
efnum, að þegar England hefði
gefið það sem þar væri best, þá
væri venjulega ekki langt þaðan
til þess sem best væri í öllum
heimi.
Eg hafði fyrir jólin tækifæri til
að skreppa úr landi stutta ferð til
að heimsækja nokkra skóla og
skólamenn. Eg var ekki fjarri að
trúa nokkuð á kenningu Ameríku-
mannsins og notaði þessvegna
tímann til að gista nokkra af
þeim skólum í Englandi, sem
mest nafn hafa getið sér, og sum-
ir um langan aldur.
Hér á landi er flest ungt nema
málið, skáldskapariðkanir og fom-
sögumar. Skólamir íslensku em
flestir baraungir; flestir þeirra
hafa átt í basli. Einn af helstu
rithöfundum samtíðarinnai- hefir
sagt, að 1 skólamálum okkar væri
nálega ekkert frumlegt, helst
einn skóli í sveit, sem þó er ekki
nema 3—4 ára gamall.
1 Englandi er alt gamalt, þjóð-
in, frelsið, þingið, venjuraar og
skólarair margir eru furðugamlir.
Fyrsti skólixm, sem eg heimsótti
í Aberdeen var stofnaður þegar
Snorri Sturluson var að fóstri hjá
Jóni Loftssyni í Odda. Skólahús-
firði er til allstór sjóður, sem er
dánargjöf Jóns Sigurðssonar frá
Göngustöðum í Svarfaðardal.
Ætlunarverk sjóðsins er að varaa
hungursneyð í héraðinu, ef hall-
æri ber að höndum. Kf. Eyfirð-
inga leitaði samvinnu við stjóra
sjóðsins og jafnframt við bæ og
sýslu, um fóður og matvæla-
tryggingar fyrir héraðið. Hefir
nýlega orðið samkomulag um að
Kaupfél Eyfirðinga hefði jafnan
fyrirliggjandi til vara 1600 tunnur
af kornmat í þessu skjmi, en að
hallinn og aukakostnaðurinn, sem
af þessum ráðstöfunum leiðir
verði greiddur af gjafasjóði Jóns
Sigurðssonar og af bæ og sýslu.
íslensk ull í Ameríku.
Nýlegá flutti Vísir ýmsar versl-
unarhugleiðingar eftir amerískan
kaupahéðinn, sem telur vandalít-
ið að opna nýja markaði fyrir ís-
lenskar framleiðsluvörur, ef eftir
því væri leitað. Meðal annars tel-
ur hann nauðsynlegt að taka upp
þann hátt að senda íslenska ull
til Bandaríkjanna! Brestur sýni-
lega nokkuð á þekkingu manns-
ins um þessi efni, ef honum er
ókunnugt um það, að íslensk ull
hefir um langt skeið verið seld
að meira og minna leyti til Banda-
ríkjanna og ávalt beint, síðan
Samband íslenskra samvinnufé-
laga tók að annast ullarsöluna
fyrir kaupfélögin. — Hefir víðar
í blöðum brytt á þessum ókunn-
leika og er hann kynlegur, þegar
minst er röggsemi Ihaldsstjóraar-
innar fyrverandi: að hún gerði út
mann með nesti og nýja skó vest-
ur í Hvíta húsið, til þess að fá
lækkaðan toll á íslenskri ull. Og
þó förin bæri ekki árangur, var
hún nægilegur vottur um það, að
í Bandaríkjunum var markaður
fyrir íslenska ull.
Hversvegna rannsókn?
Mbl. lætur á veðri vaka, að
Tíminn óttist afleiðingar af hugs-
anlegri rannsókn á rekstri Áfeng-
isverslunar ríkisins og haldi þess
vegna á lofti að afleiðingar slíkr-
ar rannsóknar myndu skella fyrst
og fremst á M. Guðm. Þetta er
fjarri til getið. Tíminn gæti ekki
óttast slíka rannsókn. En hennar
virðist engin þörf. Hefir núver-
andi forstjóri gefið ítarlega
skýrslu um reksturinn og hefir
þeirri skýrslu í engu verið mót-
mælt. — Aðeins virðist skorta á
fulla skýrslu um fjárhagslega
ið er geysistórt, með tumum og
tindum, eins og riddaraborg. öll
var byggingin úr granít. Skóla-
sveinar vora um 1000. Miklir vell-
ir voru í kring um skólann, inni í
miðri borginni, en meiri þó utan-
bæjar, og fóru piltar þangað dag-
lega með járnbraut og sporvögn-
um, til íþróttaiðkana.
Þrír af kunnustu mentaskólum
í Englandi era Eton, Rugby og
Harrow. Þeir eru allir í nánd við
London, en þó í sveit, og hafa
smábæir myndast umhverfis þá.
Eton er þeirra stærstur og elst-
ur, talinn vera stofnsettur 1440,
Stofnskrá hans, rituð á prýðilegt
pergament er enn til í bókhlöðu
skólans. Innsigli konungs, nálega
eins stórt og undirbolli var við
fest, og óskemt, eins og slit ald-
anna hefði aldrei til þess náð.
Rugby og Harrow eru báðir frá
tíma Guðbrandar biskups, og hafa
líka margar fornmenjar og dýra
dóma, sem bætt hefir verið við
öld eftir öld. Nemendur í Eton era
nú um 1100 en 6—700 í hvorum
hinna.
Þessir þrír skólar eru sjálf-
stæðar stofnanir og fá engan
stuðning úr ríkissjóði og era líka
að mestu leyti lausir við aðhald
og eftirlit ríkisvaldsins. Tekjur
sínar fá skólar þessir að mestu
af eignum sínum, en það era að-
allega gamlar og nýjar dánar-
gjafir, en sumpart frá nemend-
um. Heimavist er fyrir nálega alla
ágengni sumra máttarstólpa
Ihaldsins á hendur versluninni og
hneykslanlega eftirlátssemi fyr-
verandi stjómar við hina gráðugu
menn. Verður væntanlega úr því
bætt áður langt um líður. Að öðru
leyti er ekkert á huldu um versl-
unina. Æsingatilraunir Mbl. út af
vínblönduninni hafa alveg mis-
hepnast, með því að það orð hvíl-
ir á, að sú ráðstöfun hafí verið til
bóta. — Eigi er enn séð hvera
árangur bera landráðatilraunir
blaðsins, þar sem það leitaðist við
að fiska eftir erlendum skaða-
bótakröfum á hendur íslenska rík-
inu. Eigi að síður er svívirðing
blaðsins fullkomin fyrir að leita
slíkra klækisbrágða í pólitísku
æsingaskyni.
Frá breskri landhelgisgæslu.
Þann 11. sept. síðastl. haust tók
! enskt varðskip franskan togara í
breskri landhelgi. Togarinn hafði
vörpuna lausa á þilfari og var í
henni nokkuð af nýveiddum fiski,
er líkur þóttu til, að veiðst hefði
í landhelgi. Auk þess var fram-
ferði togarans nokkuð grunsam-
legt, með því að hann hlýddi ekki
fyrirskipunum varðsskipsins, fyr
en það sýndi sig í því, að beita
valdi. — Framburður skipverja á
varðskipinu hneig mjög í þá átt,
að styrkja grunsemdir um fulla
sekt hins franska togara. Og eigi
munu stjóraendur varðskipsins
hafa orðið að notast við nagla,
sem hið eina athugunartæki, eins
og landhelgisgæslumenn M. Guðm.
á varðbátnum Trausta. — Eigi
að síður þótti breskum rétti málið
vafasamt og sýknaði togarann.
Má af því sjá, að Bretum muni
eigi þykja hyggilegt að leggja út
í vafasöm mál, þegar erlend ríki
eiga 1 hlut. — En hér heima haf a
Ihaldsblöðin kynt hið mesta æs-
ingabál út af því, að dómsmála-
ráðherrann vildi ekki leggja
nagla-skráðai- löggæsluathuganir á
varðbát M. Guðm. undir álit
breskra réttarfarsfræðinga!
„Fyrirmyndareldhúsið“ og mat-
urinn.
1 ónefndu blaði hér í bænum
hefir nýlega birst löng lofgrein
um eldhúsáhöldin á Vífilsstöðum
en hvergi minst á matinn, sem
úr eldhúsinu hefir komið. 1 á-
íramhaldandi umræðum um mál-
ið verður óhjákvæmilegt að færa
umræðurnar yfir víðara svið. —
En að þessu sinni lætur Tíminn
í skólum þessum og æði dýr eftir
okkar mælikvarða, 3600—6000 kr.
á ári fyrir hvern pilt. I Harrow
þekti eg áður kennara, nú við
mentaskóla í London, sem átti
dreng í Harrow-skóla, er var þar
í heimavist, þótt ekki væri nema
5 mínútna gangur heim til föður-
húsanna. Tilgangur þessara fornu
og frægu skóla er að skapa með
heimavistinni nokkurskonar yfir-
heimili, fullkomnara en foreldra-
garðinn sjálfan.
Tilhögun í öllum þessum þrem
skólum er að mestu hin sama.
Skólamir hafa vaxið smátt og
smátt, og eiga mikil lönd og fjöl-
margar sérstæðar byggingar. 1
Rugby var eggslétt tún, á að
giska 10 dagsláttur bak við meg-
inbyggingamar. Alt var svæðið
innilukt af byggingum og háum
steingarði. Fjórir flokkar gátu
leikið þar knattleik í einu. Skóla-
stjórinn hefir mest húsakynni og
hefir umsjón með 70—80 piltum,
en annars eru oftast um 40 svein-
ar í húsi sér og býr einn af kenn-
urum skólans með þeim til að
hafa eftirlit með flokknum. Þeir
sem búa í sama húsi skoða sig
alveg sérstaklega sem skólabræð-
ur. Er kepni á milli húsanna í
íþróttum og námi. Borðsalur er
fyrir hverja heimavist, en kenslu-
stofur, kirkja og bókasöfn sam-
eiginleg.
Mikil er aðsókn að skólum
• þessum og þó mest að Eton. —
nægja að mælast til þess, að þeir,
sem virðast ætla að hefja illdeil-
ur um málið, birti næst athugan-
ir sínar um það, hvort ánægja
og vellíðan sjúklinga á Vífilsstöð-
um muni vera að fullu trygð með
eldhússáhöldunum, eða hvort
maturinn komi þar einnig til
greina.
Hnífsdalsmálið.
Lárus Jóhannesson hæstarétt-
arm.fl.m., sem er verjandi eins af
hinum ákærðu í málinu, hefir léð
Mbl. til birtingar útdrátt úr einu
af réttarhöldum í málinu. Þykist
blaðið hafa komist þar í krás og
telur yfirheyrsluna votta um,
hversu mjög bresti á hæfileika
rannsóknardómarans til starfsins,
af því að spumingar dómarans
falla á víð og dreif um efni, óvið-
komandi málinu sjálfu og sér-
staklega um einkamál vitnisins.
— Afsakanlegt er það, þótt rit-
stjórar Mbl., sem eru viðbrigða
sljóskygnir á alt, sem þeir fara
höndum um, flaski í þessu efni.
Hins mætti fremur vænta, að Lár-
us Jóhannesson, sem telst vera
lögfræðingur, sæi, að yfirheyrslan
ber einmitt vott um rannsóknar-
hæfileika dómarans. — Lítum á
málavöxtu: Vitnið, sem í hlut á,
byrjar á því að játa, að það hafi
áður sagt ósatt fyrir réttinum
vegna hræðslu! Aðferð dómarans,
bygð á sálfræðislegri athugun,
til þess að gera vitnið rólegt og
útrýma hræðslu þess, hlaut því
að verða sú, að hefja góðlátlegt
rabb við vitnið, um þau efni er
næst lágu vitninu og það gat
talað um af eigin reynd og fullri
þeklsingu. Ætlunarverk rannsókn-
ai'dómara, sem vel kann til starfs
síns verður ekki einungis það, að
knýja fram vitnisburð, heldur og
að tryggja eftir föngum, skilyrði
fyrir því, að vitnisburður verði
áreiðanlegur. — Og það gerði
Halldór Kr. Júlíusson í þessu sér-
staka falli. Þetta vita ekki hinir
fáfróðu og þröngsýnu menn við
Mbl. En þeir, sem að baki standa
og teljast lögfróðir, hefðu átt að
bera vit fyrir blaðinu og varna
því, að það yrði sér enn einu-
sinni til minkunar fyrir heimsku
ritstjóranna.
„Tiúarhetjan“ á ósi.
Maður nokkui', sem hefir getíð
sér sérstakt orð fyrir trúhræsni,
Eggert Levy bóndi á ósi, sendir
ritstjóra Tímans kalda kveðju í
Liggja þar fyrir umsóknir svo að
nálega er fullskipað í inntöku-
bekki fram til ársins 1941,
eftir því sem einn af starfs-
mönnunum tjáði mér. Þola
Englendingai- betur en sumir
Reykvíkigar „takmarkanir“ í
skóla, eftir því sem stærð og hús-
rúm segir til. Falla menn unn-
vörpum við inntökupróf í skóla
þessa, og duga ekki gamlar um-
sóknir, nema hæfileikar fylgi.
Ivirkjur era sérstakar fyrir
hvern slíkan skóla, og er mikið
til þeirra vandað um fegurð og
smekk. Enskar kirkjur líkjast að
smekk og skrauti kaþólskum
kirkjum. Mikil og hljómfögur
orgel eru í hverri kirkju, glugg-
amir með foraum málverkum
brendum í glerið. Og veggir og
borð úr eik. Nemendur eru vakt-
ir bráðsnemma, um kl. 7, og
ganga þá í kirkju til söngs og
bænahalds. Hafa kennarar auga á
að ekki sé sofið eða bænir van-
ræktar. Síðan byrja kenslustund-
ir, og standa til kl. 2—3 með
hæfilegum hvíldum. Síðari hluta
dags lesa piltar í heimavistum
sínum eða í bókasafni skólans, en
að jafnaði gengur þó eigi lítill
tími til íþrótta. Era það einkum
allskonar knattleikir, simd og róð-
ur. 1 Rugby er upprannin sú teg-
und knattspymu sem mest er
þekt og stunduð um allan heim.
Er þar enn sýndur eins og helgi-
staður blettur sá í skólagarðin-
Verði 22. des. síðastl. Levy þessi
vakti á sér eftirtekt síðastl. ár, er
hann tók sig upp frá búi sínu í
þeim nauðsynjaerindum suður í
Reykjavík, að predika mönnum
þröngsýni og hræsni í trúarefn-
um! Sjálfur er hann, eins og grein
hans vottar, aílra manna haturs-
fylstur og fjarst staddur því, að
þekkja og skilja kristilegt hugar-
far. Verður trúhræsnin annars-
vegar og illvilji hans og ofstæki
hinsvegar varanlegt tákn
þeirrar háðungar, sem hann hefir
getið sér. — Grein Levys er
reyndar að mestu tilraun að berja
í bresti framkomu sinnar á póli-
tískum fundum í Húnavatnssýslu
síðastl. sumar og rétta hlut sinn
eftir hrakfariraar þar. Munu slík
mál þegar útkljáð í héraði og
lætur því Tíminn þeim ósvarað.
Enda telur blaðið rétt, til verk-
og rúmsparnaðar, að veita slíkum
mönnum sem Levy skjóta af-
greiðslu. — Er og fljótsvarað
því, sem snertir ritstjóra Tímans
í ádeilu hans. Hann kvartar sár-
lega fyrir hönd íhaldsbænda 1
samvinnufélögunum, sem hann
telur til knúða að taka á sig
þungar byrðar vegna Tímans, en
verði síðan að sitja fyrir aðkasti
hans. Hann segir:
„Finst yður sæmilegt, að ausa auri
og ósannindum yfir þá menn, sem
neita sér margir hverjir um flest lífs-
þægindi — sem svita (sic) og strita
— til þess að leggja fram svo mikið
fé í Tímann, sem þarf til þess að
þér getið lifað í „vellystingum
praktuglega" og í góðu næði svívirt
okkur, sem höfum aðrar stjómmála-
skoðanir — — —“.
Athugum nú málavexti: Sam-
bandið hefir á síðustu ái-um
greitt Tímanum um 6000 kr. ár-
lega fyrir birtingu greina um
samvinnumál. I öllum kaupfélög-
unum, sem mynda Sambandið,
eru á áttunda þúsund félags-
menn. 1 fyrsta lagi er þess að
gæta, að greiðsla Sambandsins er
tekin af allsherjarrekstursfé þess
og leggja félögin né kaupfélags-
menn ekki fram í beinum fram-
lögum svo mikið sem einn eyri.
Eigi að síður má telja, að féð sé
greitt af sameiginlegri eign allra
félagsmanna í Sambandinu. Og
hvað kemur þá á hvem? Um kr.
0.75 — Segi og skrifa sjö-
tíu og fimmaurará hvern
félagsmann árlega! Nú segir Egg-
ert Levy, að Ihaldsbændur í sam-
vinnufélögunum „sviti og striti“!
og neiti sór um flest lífsþægindi,
um, þar sem uppgötvun þessi var
gerð endur fyiir löngu.
Knattspyrnan er langalgengust
skólaíþrótt í Englandi, og eru
veðui' þar svo mild, að auðvelt er
að stunda þann leik allan vetur-
inn. En þegar vorar byrja nem-
endur að þreyta kappróðra og
sund. Eton stendur á bökkum
hins sama fljóts, sem er kolmó-
rautt og gruggugt af kolasóti í
London. En 20 mílum ofar, þar
sem konungshöllin foraa, Wind-
sor, gnæfir yfir leikvelli Eton-
skóla, er áin nálega tær eins og
bergvatn. Miklir vellir, varla
minna en 100 dagsláttur tilheyra
Eton, enda þarf mikið útrými
fyrir liðuga 1000 fjörmikla í-
þróttamenn. Bátahúsið var úr
bárujárni, sem annars er sjaldan
notað í Englandi, niður við ána.
Og víða voru þar sundstæði, sem
biðu vordaganna.
Kenslustofumar í skólum þess-
um eru tvennskonar. Sumar nýj-
ar og með öllum þægindum og
tilbreytni nútímans, en aðrar eld-
gamlar, og fullar af sögulegum
minningum. I Eton eru skólaborð
og bekkir úr siglutrjám spán-
verskra herskipa úr „flotanum ó-
sigrandi“. Elisabet drotning bjó
oft í Windsoi', og skólapiltarnir
ortu tíðum lofkvæði á latínu um
hinn lærða og tigna nábúa. Drotn-
ing kunni vel að meta aðdáun
ungra manna, og þá ekki síður
hitt, að gera leiðtogum þjóðar-
v.