Tíminn - 12.01.1929, Qupperneq 4

Tíminn - 12.01.1929, Qupperneq 4
12 TÍMINN ALFA-LAYAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL vélarnar verið bestu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. Á þeim tíma hafa þær hlotið 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verölaun, og það er búið að smíða og selja yfir 4000.000 Alfa-Laval skilvindur. vélarnar' hafa altai verið bestar, eru bestar og verða altaf bestar. nmp iij ______________________________ ^UuÍUi .iii i.i -í h.Í :i' i.ii t.iii*ii!i-i'ii jíii.-ii-j Samband ísl. samvinnufélaga, 1. Oddviti lagði fram Frjónavélar Það er ekki nóg að spyrja um prjónavélar. Spyrjið um: Britannia prjónaválar Þœr eru með riðauka og öll- um nýjustu endurbótum, og samt eru þær ódýrastar. Samband ísl. samvinnufél. Úsannindi Jóns Þorlákssonar Frystihússmál Skagfirðinga. 1 yfirlitsgrein Jóns Þorláksson- ar um stjórnmálin 1928, sem birtist í Mgbl. á gamlársdag, er eftirfarandi klausa: „Annað stórmál kom fyrir á árinu, sem ekki snertir beint sambúðina víð Alþýðuflokkinn, en varpar skýru ljósi á hina raunverulegu afstöðu Framsóknarforkólfanna til bœnda- stéttarinar og samvinnufélagsskapar bœnda. — Sláturfélag Skagfirðinga hafði sótt um lán úr Viðlagasjóði, sem heimild var fyrir í fjárlögum, til þess að koma upp frystihúsi á Sauð- árkróki. Tilœtlunin auövitað sú, að nota sér kœliskip Eimskípafélagsins til þess að flytja nokkuð af kjöti Skagfirðinga út kælt eða frosið. Sýslunefnd hafði lofað ábyrgð sinni, og alt virtist vera í lagi. En þegar til landsstjómarinnar kom, þá neitar hún þessu samvinnufélagi, Sláturfé- laginu, um lánið, en veitir það Kaupfélagi Skagfirðinga, sem ekki hafði ábyrgð sýslunefndar.*) Með þessu mótí tókst stjóminni að átiloka þann . hluta bændastéttarinnar í Skagafirði, sem ekki kaupir erlendar nauðsynjar sínar hjá Kaupfélaginu, írá þeim fríðindum, sem Viðlaga- sjóðsláninu fylgja.-----— Ekki er annað sjáanlegt, en aö frá stjórnarinnar hálfu sé hér á ferðinni tilraun til þess að kúga bændur inn í Kaupfélagið, og eyðileggja Slátur- félagið". Tíminn hefir leitað sér upp- lýsinga um þá hlið þessa máls, sem snýr að landsstjórninni og Jón Þorláksson gerir að ádeilu- efni og jafnframt um gang máls- ins heima í héraði og eru efni málsins þau er nú skal greina: Þann 5. nóv. 1927 sækir Sam- band ísl. samvinnufélaga til lands- stjómarinnar um lán til frysti- húsabygginga á árinu 1928 fyrir nokkur samvinnufélög, sem höfðu snúið sér til Sambandsins um milligöngu. — Eitt þessara félaga var Kaupfélag Skagfirðinga. — Landsstjómin gaf vilyrði fyrir lánveitingum til frystihússbygg- inganna, ef fé yrði fyrir hendi og félögin fullnægðu þeim skilyrð- um, sem sett væru eða sett kynnu að verða fyrir þessum lánveit- ingum. Þann 6. jan. 1928, eða tveimur mánuðum síðar, sækir sýslunefnd Skagfirðinga um 80 þús. króna lán úr Viðlagasjóði til bygging- ar frystihúss á Sauðárkróki sam- kvæmt ályktun aukafundar sýslu- nefndariimar frá 19. og 20. des. 1927. Tildrög lánsbeiðninnar liggja ljós fyrir í nefndri sýslu- fundargjörð og skulu tekin hér upp atriðin, sem máli skifta: og las upp: a. Beiðni frá stjórn Frystifélags Skagfirðinga um lántöku sýslu- nefndar úr Viðlagasjóði, alt að 60.000 kr., er honum barst í gær. b. Samþyktir ofannefnds félags. c. Útdrátt úr aukafundargerð Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem -félagið lofar að leggja fram 10.000 kr. að láni til Frystifélagsins. d. Útdrátt úr aukafundargjörð Sláturfélags Skagfirðinga, þar sem félagið lofar að leggja fram að láni 10.000 kr. til Frystifélagsins. e. Erindi frá 5 kaupmönnum á Sauðárkróki, þar sem þeir beiðast, að sýslunefnd taki alt að 20.000 kr. lán þeirra vegna úr Viðlagasjóði til íshússbyggingar á Sauðárkróki, dags. 18. þ. m.---------- Sýslunefndin kaua fimm manna nefnd, til þess að fjalla um mál- ið og lagði hún næsta dag fram álitsgjörð og tillögur. Þar segir meðal annars: „—------— Aukanefndin hefir átt tal við báða þessa aðila (stjórn Frystifélagsins og kaupmennina) um fyrirhugaðar frystihússbyggingar og eftir því viðtali vonar nefndin að um sambygglngu*) frystihússins geti verið að ræða, — — —. Með því að nefndin hefir þá sann- færingu, að frystihús til kjötútflutn- ings geti miðað til ómetanlegra hags- muna fyrir sýsluna, leggur hún til að sýslunefndin samþykki eftirfar- andi tillögur: Sýslunefndin ákveður að taka lán úr Viðlagasjóði — — — alt að 80 þús. kr. til þess að byggja frystihús á Sauðárkróki. Lánsupphæðiu’) skiftist á millí Frystifélags Skagfirðinga og félags kaupmanna á Sauðárkróki í hlutfalli við þær upphæðir, sem þessir aðilar haía sótt um að láni frá sýslunefnd, Sýslunefndarmaðuriim úr Haga- neshreppi, Hermann Jónsson, bar fram breytingartillögu þess efnis, að sýslunefndin tæki lán í tvennu lagi samkvæmt því er fyrir lág í umsóknunum. Var sú tillaga feld, en tillögur nefndaiinnar aam- þyktar. Gangur málsins er þá í stuttu máli þessi: 1. Haustíð 1927 sendir S. I. S. umsókn til stjómarráðsins um lánveitingar til frystihúsbygginga í landinu og þar á meðal vegna Kf. Skagf., samkvæmt tilmælum félagsins. 2. Á Sauðárkróki er stofnað „Frystifélag Skagfirðinga" með bráðabirgðarstjóm og bráða- birgðarsamþyktum. Að félags- stofnun þessari standa flestir helstu menn 1 Kaupfélagi Skag- firðinga og Sláturfélagi Skagfirð- inga. Umsókn Frystifélagsins er því raunverulega umsókn nefndra félaga, sem hyggjast að reka hús- ið 1 sameiningu. R i t B t j. Þegar við hjónin rennum hug- anum yflr liðna árið, minnumst við þess með þakklæti hve marg- ir hér í nágrenninu hafa hlaupið drengilega undir baggann með okkur ’í erfiðleikum okkar, sem stafa af langvinnum veikindum konu rninnar. Yrði of langt að telja hér alla þá, sem hór eiga hlut að máli, en fjögur heimili hafa hjálp- að okkur best: Bakki og Efri- Vatnahjáleíga í Landeyjum og Brúnir og- Stóramörk (austurbær) undir Eyjafjöllum. Þessu fólki og öllum öðrum, sem greitt hafa götu okkar, vottum við innilegar þakkir og óskum þeim góðrar og farsællar framtíðar. Tjörnum undir Eyjafjöllum *®/i* '28 Einar Jónsson 8. Kaupmenn ó Sauðárkróki sækja um lán sér í lagi. 4. Sýslunefndin lítur svo á, að hagkvæmast muni vera, að um sambyggingu verði að ræða. Ákveður að sækja um lán, er svari til hinna umsóttu upphæða og skifta síðan lánsupphæðinni milli umsækjanda gegn þeim skil- yrðum, er samþykt væru á fund- inum. 5. Þegar kaupmönnum á Sauð- árkróki varð ljóst, að S. I. S. myndi fara með sölu hins frysta kjöts þótti þeim ekki árennilegt, að eiga saman við Frystifél. að sælda og gengu frá. 6. Þegar síðar voru gerðar fullnaðartilraunir að stofna Frysti- félagið, reyndist áhuginn fyrir því sáralítill, og formleg félags- stofnun ókleif meðal meðlima þeirra tveggja félaga, sem að um- sókninni stóðu. 7. Stjómarráðið ákvað að veita Kf. Skagfirðinga lánið, enda er það nú stærstur kjötútflytjandi á Sauðárkróki. Hafði Stjómarráð- inu borist umsókn frá félaginu og var einsætt að eiga slík skifti við það félag, fremur en svonefnt Frystifélag, sem aldrei varð „fugl né fiskur“ og dó í fæðingunni. Nú staðhæfir Jón Þorláksson í áramótigrein sinni, að Sláturfé- lagið hafi haft ábyrgð sýslunefnd- ar en kaupfélagið ekki. Eins og að framan sést, em þetta tilhæfulaus ósannindi. Ef í framanbirtum út- drætti úr sýslufundargjörðinni felst ábyrgð fyrir láni til Slátur- félagsins er og sama máli að gegna um Kf. Skagfirðinga. Á fé- lögunum er enginn munur gerður í samþyktinni. Samkvæmt ókvæðum fjárlag- anna hefir stjómarráðið heimild til að veita umrædd lán gegn þeim tryggingum er það metur gildar. Var því ábyrgð sýslunefndar ekki skilyrði fyrir lánveitingunni. En frá Sláturf élagi Skagfirðinga inga hefir Stjómarráðinu ekki borist nein bein umsókn um lán- veitingu. Má nú spyrja Jón Þorláksson og félagssvikarana í Skagafirði: Á hverju eru reistar staðhæf- ingamar um að stjómin hafi vilj- að „útiloka þann hluta bænda- stéttarinnar í Skagafirði, sem ekki kaupir erlendar nauðsynjar sínar hjá Kaupfélaginu, frá þeim fríðindum, sem Viðlagasjóðslán- inu fylgja“? Og á hverju er reist sú heimska, ofstæki og sjálfsblekk- ing þeirra Skagfirðinga er standa fyrir ofsóknum á hendur Kaupfé- laginu, að vilja reisa annað frysti- hús í Skagafirði við hliðina á frystihúsi félagsins, þar sem öll- um er ákveðinn frjáls aðgangur að húsinu með sömu kjörum og Kaupfélaginu sjálfu? Staðhæfingar Jóns Þorláksson- ar um þetta efni, eru ekki annað en venjulegar, ósvífnar og visvit- andi stjómmálablekkingar hans, bygðar á tómum uppspunnum ó- sannindum. — Mun þessi sílækk- andi toppfígúra Ihaldsflokksins þurfa að leita sér staðbetri á- rásarefna á núverandi stjóm, ef honum á að auðnast að brjótast að nýju til valda í landinu. Ávarp tU hr. próf. Gnðm. Flnnbogaaonar. Eg varð fyrir sárustu vonbrigðum, þegar eg las jólapistllínn frá yður í Tímanum. þér höfðuð haslað mér völl og eg mætt á hólminum. Bauð eg yður þau hólmgöngulög að barist skildi til sóknar og vamar fyrir and- stæðum skoðunum okkar á menning- armálum, og grein mín 1 Iðunni lögð til grundvallar. En þessum boöum mínum hafið þér alveg hafnað. Umræða yðar snýst eingöngu um yður sjálfan og svo um formhliðina á greinum mínum. þér takið bréf mitt í Tímanum og farið með það eins og lærðir ritskýrendur með sígilt en torskilið gullaldar- rit, sem skýra þarf fyrir alþýðu manna. En þó brestur hér stórlega á: Skapsmunir yðar hafa borið gáfum- ar og þekkinguna ofurliði. Ósjálfrátt hefir orðið á að lesa alt eins og viss persóna, sem þér hafið víðfrægt til þjóðnýtingar, les bibliuna. Skrif yðar snertir hvergi málefni. þér gerið mér hér og hvar upp orð er eg aldrei hefi sagt, en umhverfið annarsstaðar ljósu máli. Látið þór síðan hnefana dynja á þessum upp- vakningum eigin ímyndunar. það mundi mér mjög létt aö tæta bréf yðar sundur orði til orðs. Við mundum geta árum saman rifist i blöðunum sem heimskír krakkar. En slikar skilmingar eru svo ófrjóar og ókarlmannlegar að eg hafna þeim hiklaust. Mun eg því svara að nokkru seinni hluta bréfsins, þar sem þér sýnið lítilsháttar víðleitni á þvi aö snerta á málefni. 1. þér viðurkenniö að kaflinn, sem eg tók upp úr Mannfræðinni sé tor- skilinn, og þér neitið því hvergi, að þar sé ljótt mál og stirðlegt. En þér segið að hann sé „undantekning". En þvi reynduð þér þá ekki að svam aðfinslum S. Kr. P. opinberlega? Er það ekki sönnu næst að þér finn- ið að þýðingin er óverjandi, þar úir svo og grúir af „undantekningum" frá góðu máli. Og ástæðan er auðsæ. þér haldið því fram að flytja beri „stíl" og „málblæ" hinna erlendu höf- unda óbreytt inn í íslenskuna. þér eruð altaf að berjast við að þýða orðin livert út af fyrir sig, en eigi setningamar i heild. þess vegna verð- ur mál yðar, þegar þér þýðið, þetta klungur af nýyrða hraungrýti. Síðasti kaílinn í bréfi yðar er ný sönnun þess hversu þér látíð skaps- munina skapa handa yður grýlur og drauga að berjast við. þér teljið mig halda fram þeirri fáránlegu kenningu, að raunliæf þekking sé lítílsvirði og að eg vilji gefa fáíræðinni æðsta dómBvald. þetta eru yðar eigin hugsmíðar. Hitt er rétt, að eg hefi ráöist á þá kenningu, að einhæfni sé góð til mannþroska og að einhraí sérþekk- lng megi hafa æðsta dómsvald í nokkru máli. Vélamenning nútimans hefir hafið til öíga kenninguna um nauösyn ein- hæfni og eínhliða þekkingar einstakl- ínga. Hún lítur á þjóðfélagið sem verksmiðju, stéttimar sem vélabákn, en einstaklingana sem smáhluta vél- ar, sem hver eigi aðeins einu og á- kveðnu hlutverki að sinna. þessi lífsskoðun kemur víða fram hjá efn- ishyggjumönnum þeim sem rituðu á seinni hluta 19. aldar. Stjómarbót yðar er gagnsýrð af henni. þessi kenning heldur þvi meðal annars fram, að engir megi um hlutina dæma nema einhæfír sórfrœðingar, og hver eígi að vera við eina fjöl íeldur. þessu hefi eg andmælt. Eg hefi talið, að það væri nauðsyn fyrir skáldin að gera eitthvað fleira en að &káJd*. J>»u þyritu að bafa UM) ífóö Ókey pls Stimpill og sígnet, Skrifið til B. Guðmnndsson Túni, Árnessýslu, Hrg. sin áður en þau yrkja þau. Eg hefi talið það ilt fræðimönnum að loka sig inni við eina fræðigrein. þessu snúið þér öllu við, hafið les- ið það með þessu einkennilega lestr- arlagi. Og þér segið, að eg vilji gera fáfræðina að „æðsta dóm“. Sannleik urinn er sá, að eg viðurkenni engan mannlegan æðsta dóm. Eg trúi því að hver maður eigi að láta sina eigin skynsemi rannsaka alt sem honum er boöið og skynsemin nær til. Jafnvel ágætustu vísindamönnum getur skjátlast og þeir talið annað sann- leika í ár en þeir töldu í fyrra. Jafn- vel prófessorum í hagnýtum sálar- fræðum skjátlast stundum. P. t. Reykjavík, 1. jan. 1929. Jón Slgnrðsson frá Ystafelli. ---— Athugasemd Hr. ritstjóri! Viljið þér ljá eftirfarandi at- hugasemd rúm í heiðruðu blaði yðar. I smágrein í 1. tbl. þ. é. um launahœkkun prentara komist þér þannig að orði, að laun prentara, eins og annara verkamanna, séu ákveðin af algerðu handahófi, en þó með þeim hœtti, að hér séu samtökin öll öðru megin og sé því ekki um annað að gera en að blaða- og bókaútgefendur og jafn- vel lesendur myndi með sér fé- lagsskap til vamar. Þér segið enn- fremur í þessari sömu grein, að þér viljið unna hverjum manni fulls hlutar. Þessi ummæli yðar öll verða tæplega skilin á annan veg en þann, að prentarar séu vegna samtaka sinna einráðir um launakjör sín, og noti þeir þessa góðu aðstöðu til þess að ná sér til handa óhæfilega háum launum. — En sannleikurinn er sá, að líklega hefir engin stétt manna hér á landi gert sér meira far um að ákveða launin sam- kvæmt þörfunum en einmitt prentarar. Allar algengustu lífs- nauðsynjar hafa verið tíndar til, áætlað hve mikið þurfi af hverri og launin ákveðin samkvæmt verði þeirra. Eg þekki ekki, eins og nú er háttað, aðra aðferð betri til þess að forðast handahófið. Prentarar hafa aldrei sett kröf- urnar hærri en það, að leitast við að finna, hvað hægt væri að kom- ast af með, með því að gera litlar kröfur til lífsins, enda hafa þeir a. m. k. mörg undanfarin ár ver- ið lægst launaðir inðararmanna hér í bæ, og eru enn, með hinni nýfengnu hækkun, síst betur launaðir en aðrir. — Það má vel vera, að prentarar séu þess megn- ugir að knýja fram kröfur um há laun, en hingað til hafa þeir farið vel með afl sitt og jeg býst við, að svo muni enn verða. Björn Jónsson form. H. I. P. Ritstjórí: Jóiras Þorbergsson Laugaveg 44. Sími 2219. Prenfemiðjan Acta. ) Leturhreytingm mín. Ritstj. ) Leturbr. min.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.