Tíminn - 19.01.1929, Page 2
14
TlMINN
gaf Mbl. eftirtektarverða skýr-
ingu. Kvað það dómsmálaráðherr-
ann hafa sýnt á sér merki þess að
hann óttaðist líkamlegar tiltektir
ólafs. Reyndar er þetta hin bros-
legasta fjarstæða, því þrátt fyrir
harðleikni í viðskiftum umgang-
ast þeir jafnan frjálsmannlega
dómsmálaráðherrann og ólafur
Thors. — En fleipur ]\Tbl. er eigi
að síður óbeinn vitnisburður um
hugarfar ólafs. Liggur beinast
við að ætla, að á bak við skraf
Ólafs lægi morðhyggja sjálfs
hans. Stendur eigi öðrum nær en
honum sjálfum að leiðrétta þær
frásagnir, ef rangar eru.
Blaðastyrkurinn og Levy.
Oftaiinn var í síðasta blaði
styrkur eða ritþóknum Sambands-
ins til Tímans. Var hún talin um
6000 kr. en hefir verið 5.300 kr.
Ætti þessi staðreynd að geta að |
nokkru létt af Levy bónda á ósi
áhyggjunum yfir striti og svita
Ihaldsbændanna, er hann telur
verða að „neita sér um flest lífs-
þægindi", til þess að geta lagt
fram til Tímans sem svarar 75
aurum árlega!
Vífilsstaðamálið.
Á bak við skrif þau, sem birst
hafa í blöðum hér í bænum um
eldhúsið á Vífilsstöðum í sam-
bandi við ráðskvennaskiftin í hæl-
inu, virðist koma fram kynleg
löngun, til þess að hefja blaðaum-
ræður um málið. — Með ráðstöf-
unum þeim, sem gerðar hafa ver-
ið, hefir verið leitast við að bæta
úr fomri og rótgróinni meinsemd
í þessari mikilsverðu stofnun. Er
hvorttveggja, að þeim ráðstöfun-
?.m mun ekki verða breytt, enda
elur Tíminn, að umræður um mál-
íð myndu ekki verða stofnunixmi
til heilla og fráfarandi ráðskonu
síst til frægðar. Mun því Tíminn
verða seinþreyttur til vandræða i
máli, sem þegar er útkljáð. En
eigi mun hann sitja þegjandi fyr-
ir margítrekuðum áróðri. Og ef til
harðskifta kemur, verður hægt
um vik að halda uppi, ekki ein-
Áfengismálið
í Bandaríkjunum
*Kaflar úr erindi
Sigurðar Jónssonar stórtemplars,
16. jan. 1929.
Fyrsta bindindisfélagið, sem
sögur fara af í Bandaríkjunum og
í heiminum yfir höfuð, var stofn-
að í New York ríki 1808. Það varð
ekki langlíft En brátt komust
fleiri slík félög á laggir, og
1826 var stofnað Bindindis-
félag Ameríku („The American
Temperance Society"), sem starf-
aði mjög lengi. Sömdu mörg hin
smærri fjelög lög sín í líkingu við
lög þessa félags, en skuldbinding
sú, sem félagsmenn undirgeng-
ust, var í fernu lagi:
a ð vera sjálfur bindindismaður;
að leyfi ekki áfengisnotkun á
heimili sínu;
a ð veita ekki áfengi;
að beita sér af alhug gegn á-
fengisnotkun.
Um 1830 hófst bindindisfræðsla
í ýmsum skólum Bandaríkjanna,
og hefir þaðan útbreiðst víðsveg-
ar um heim. Reis nú bindindisald-
an hærra og hærra, einkum eftir
1840. Árið 1851 hefir vanalega
verið talið stofnunarár Góðtempl-
arareglunnar, en varla verður tal-
ið, að hún hafi til fulls verið
stofnuð fyr en 1852. Hún er einn-
ig upprunnin úr New York fylki,
og hefir ekkert þeirra bindindis-
félaga, sem stofnuð hafa verið,
náð slíkum aldri nje slíkri út-
breiðslu sem hún, og ekkert
þeirra unnið slíkt starf til út-
rýmingar drykkjubölinu í heim-
inum.
En einmitt það ár, sem vana-
lega er talið fæðingaráx Góðtempl-
IDragið ekki að sencLa
pantanir
i tilTD’CLinn áburð.
Samband ísl. samvinnuféL
ungis vöm, heldur mjög sterkri
sókn í þessu máli. — Verður þá
hver að eiga það við sjálfan sig,
ef hlutur hans, þegar upp kemur,
verður lakari en æskilegt væri.
---o---
Norpsiblaðið ogSS.®.
Mbl. vlíl nú Iðta dragra M. Guðm.
fyrverandi yfirmann áíengisverslun-
ar fyrir Iftg og dóm út af vfnblönd-
un þeirri sem virðist hafa byrjað í
hans tfð.
En Mbl. heflr aldrei talað um aðra
blöndun, stórum hættulegrl en þó að
nýtt vín sé búið til, og 'það svo vei
gert að það ávinnur sér meira arð
og álit en nokkur önnur víntegund
sem íslendingar drekka og kaupa.
þessi önnur „blöndun", og í því til-
felli var það fölsun, var mjólkur-
blöndunin á búi Thor Jensens 4
Korpúlfsstöðum. það sannaðist að
mjólkin frá þessu stórbúi var um
stund stórlega blönduð, vatni helt i
hana eingöngu til að svíkja hana.
þesái sviksamlega blöndun korn
fyrir dómstólana. það sannaðist að
fjósamaðurinn hafði biandað mjólk-
ina. Samt var hann sýknaður, af þvl
dómarinn komst að þeirri niðurstöðu
að maðurinn sem helti vatni í hvern
mjólkurbrúsa á Korpúlfsstöðum,
hefði ekki haft neinn persónnlegan
hagnað af blönduninni.
þó að margar og miklar sakir séu
á M. Guðm., siem stjómara, þá virð-
íst einsætt, að sök hans og Mogen-
sens, sem byrja að blanda saman
vínum til að gera þau útgengilegri,
eru hér næsta litlar. Hvorugur hefír
nokkum persónulegan hagnað af
blöndup þeirri, sem Mbl. áfellíst svo
mjög.
Úr þvl mjólkurblandarinn á Korp-
úlfsstöðum var sýkn saka sökum
óeigingirnl sinnar, þá á hið sama
mlklu fremur við þá M. Guðm. og
Mogensen.
En allrafjanjtteðast er þú hjé Mbl.,
er það heldur að Guðbrandur Magn-
ússon sigi óþökk skilið íyrir stjórn
sína ú áfengisverslunínnl. þvert á
móti munu þess fá dæmi, að nokkurt
fyrirtæki hafi á einu missiri tekið
jafn miklurn umbóturn eins og raurx
ber vitni um síðan hr. G. M. tók við
forstöðu verslunarinnar.
arareglunnar, árið 1851, verður
breyting á bindindisstarfinu í
Vesturheimi. Alt þangað til hafði
það snúist um einstaklingsbind-
indi, snúist að því að ná einstak-
lingunum burt frá áfenginu. Nú
tekur það meir og meir að hneigj-
ast að því að taka áfengið burt frá
mönnunum. Það er bannstefnan,
sem nú hefst. Ekki svo að skilja,
að bindindisstarfseminni væri þar
með lokið. Hún hefir;jafnan verið
og er enn rækt af miklu kappi.
En eftir að snúið var inn á bann-
leiðina, hefir sú hlið starfsem-
innar orðið æ meira ráðandi, og
það af þeirri ástæðu að starfs-
mennimir hafa sjeð, að hún náði
betur tilganginum.
Upphaf bannstefnunnar.
Norðaustast í Bandaríkjunum
er fylkið Maine (frb.: mein). Það
er eitt meðal smærri og fámenn-
ari ríkjanna. fjöllótt og tiltölulega
afskekt í samanburði við flest
austurríkin. Ströndin út við At-
lantshafið er vogskorin mjög og
ganga fjöllin víða í sjó fram. Að
suðvestanverðu er Maine áfast
við nágrannafylki í Bandaríkjun-
um, en að öðru leyti er það um-
kringt af Canadafylkjunum Que-
bec og New Brunswick.
Neal Dow er maður nefndur.
Hann áttii heima í borginni Port-
land í Maine og var sútari. Bind-
indismaður var hann frá bam-
æsku, án þess þó að hann væri
í bindindisfélagsskap eða gæfi sig
framan af æfinni sérstaklega að
neinni starfsemi fyrir það mál.
Dag nokkum barst honum
brjef frá konu sinni þar.í borg-
inni, er bað hann ásjár. Kona
þessi var gift opinberum starfs-
manni, sem var ákaflega drykk-
feldur. Hafði honum verið tilkynt,
að hann yrði að missa stöðuna, e.f
Aður var áfengisverslunin lánsversl-
nn, útistandandi skuldir mörg hundr-
uð þúsund, tugir þúsunda tapaS, sumt
íyrnt, fyrir slælega eftirgangsmuni.
Nú er steinhætt að lána áfengi og
mikið innheimt af gömlu skuldununx.
Áður var útibúunum leyft að lána
og skulda. Nú er þvertekið fyrir hvor-
tveggja. Áður voru keyptar inn birgð-
ir til margra ára, og oft, að því er
virðist, látið updan þrárri áleitni fré
nauðleltarmönnum íhaldsflokksins,
svo sem Garðars Gíslasonar, sem
tróð víni upp á verslunina. Nú er
reynt að minka birgðimar og losa
þannig fé fyrir landssjóð, og að ná
samböndum við Suðurlöná, og hefir
1 sumum tilfellum tekist að fá þá
vöru fyrir hálfa aðra krónu sem
danskir- og íslenskir milliliðir höfðu
selt á þrjár krónur. Áður hafði for-
stjórinn 18000 kr. á ári í kaup. Nú
hefir forstjórinn talsvert minna.
Aður voru sumir af starfsmönnunx
áfengisverslunar drykkfeldir menn og
í talsverðum skuldum við verslunina.
Nú starfa þar eingöngu reglumenn,
og enginn þeirra skuldar versluninni
einn eyri. Niðurstaðan er sú, að nú
verður starfrækslukostnaður 30—40
þús. kr. minni yfir árið en meðan
íhaldið hafði yfirumsjón verslunar-
innar.
Áður voru sumpart engír, sumpart
misháir vextir reiknaðir af skuldum
og tapaöi verslunin þannig tugum
þúsunda. Nú eru allir jafnir fyrlr lög*
unum i þvl sem öðru.
Áðúr hélst eínum af trúnaðármönn-
um v«rslunarinnar (ekki Mogensen)
það uppi, að taka mílliliðsgjald af
innkaupum. Trúnaðarstarfinu hélt
hann samt þangað til i vor, að Guð-
brandur Magnússon tók við.
Jón þorláksson virðist hafa verið
prýðilega énægður með alt ástand
vínverslunarinnar. Hann hafði á
þingi með atkvæði sinu felt frv., sem
myndi hafa gefið landssjóði 100—200
þús. kr. í tekjur, aðeiiis af þvl að
spara átti á 18 þús. kr. embætti Mog-
ensens.
Sú mikla hreinsun sem Framsókn-
arflokkurinn og hr. Guðbrandur
Magnússon hafa gert á áfengisversl-
uninni er í einu til stórsóma fyrir
þann flokk og til stórháðungar fyrir
Mbl., Jón þorl. og Magn. Guðm. Með-
an íhaldið réði var dýr rekstur,
stórkostleg innkaup, mikið lán«ð, lítið
innheimt, misjöfn verslunarkjör,
heimskulega miklar birgðir, skuldir
hjá starfsmönnum og jafnvel leynt
skuldum þeirra helstu. Hvar sem litið
var á stjórn þessara mála, var kjark-
leysið, hlutdrægnin og vetlingatökin
jafn áberandi. Forstjórinn var vel-
viljaður en þreklítill maður, en í-
haldsstjórnin og gæðingar hennar
mótuðu starfið alt þannig, að vín-
verslunin varð eins og eftirmynd af
stefnu þeirra sjálfra í landsmálum.
Mbl. hefir orðið að játa með ömur-
legri þögn allar þessar aðfinslur, og
engar málsbætur fundið. Að síðusju
tekur það tvö atriði, blöndun vínteg-
unda og flöskumiðana, hvortveggja
venjur frá Íhaldstímabilinu og kenn-
•ir Guðbrandi Magnússyni um.
Niðurstaða málsins er þá þessi.
þegar Jón þorl. og Co. skilur við, er
fyrirkomulag áfengisverslunarinnar
ein óslitin röð af misfellum, flestum
þannig, að þær voru íhaldinu og
rersluninní til stórháðungar. Ein af
hundrað yfirsjónum eru hinlr umtöl-
uöu flöskumiöar. Eftir að Guðbrandui'
Magnússon er búínn að stýra verslun-
inni 1 3—4 mánuði, er hann búinn að
lagfæra 99 af þessum ágöllum, og
fyrirskipa að laga flöskumiðana. þá
rís Mbl. upp og segir: Rekið forstjór-
ann. Eina af yfirsjónum íhaldsins
hefir honum ekki enn tekist að afmá.
hann hætti ekki að drekka. En
það hafði engan árangur borið.
Skýrði konan frá, að maðurinn
sinn sæti altaf að drykkju hjá
einum og sama veitingamanni, og
ef hægt væri að fá þennan gest-
gjafa til að synja honum um
áfengi, myndi það nægja; hann
myndi ekki leita til annara
drykkjustaða. Bað hún Neal Dow
að gera tilraun til að fá gest-
gjafann til að hætta að selja
manninum áfengi.
Neal Dow fór þegar á fund veit-
ingamannsins. En hann kvað
manninn ekki vera þar staddan.
Neal Dowfann hann þar þó í hlið-
arherbergi einu og kom honum
burt. Gaf hann sig síðan á tal
við gestgjafann og sárbændi hann
um að hætta að selja honum
áfengi. Það kvaðst veitingamað-
urinn ekki geta. „Áfengissalan er
atvinna mín, sem eg hefi fengið
leyfi til að rækja. Eg sel áfengi
hverjum þeim, sem kaupa vill og
keypt getur. Á þessari atvinnu
framfæri eg fjölskyldu mína“.
„Þú segist hafa leyfi til að selja
áfengi“, svaraði Dow. „Þú selur
það hverjum sem hafa vill og
keypt getur. Þú framfleytir fjöl-
skyldu þinni á því að eyðileggja
aðrar fjölskyldur. Með guðs hjálp
skal eg reyna að breyta þeösu
ástandi“.
Hann efndi heit sitt. Alt starf
hans snerist upp frá þessu að
útrýmingu áfengisverslunarinnar.
Hann varð faðir bannstefnunnar.
Ferðaðist hann víðsvegar til að
halda ræður og fýrirlestra, fyrst
innan Maine-fylkisins, síðar út
um öll Bandaríkin og öimur lönd
Norður-Ameríku, og þrisvar kom
hann til Evrópu í sömu erindum.
Hann varð gamall maður, andað-
ist 1897, 93 ára gamall.
1851 var Neal Dow kosixm
borgarstjóri í Portland. Varð
honum þá hægara um vik að
beita áhrifum sínum áhugamáli
sínu til framgangs, enda stóð
ekki á því. Lagafrumvarp um
bann gegn sölu, veitingum og
tilbúningi áfengis var lagt fyrir
fylkisþingið og samþykt þar með
aðeins 8 atkvæða meiri hluta í
öldungadeildinni, en nokkru meira
fylgi í fulltrúadeildinni. Lögin
gengu í gildi 2. júní 1851, f-yrstu
bannlögin, þó aðeins vínsölubann,
en ekki aðflutningsbann. Aðflutn-
ingsbannslög getur eitt einstakt
ríki Bandaríkjanna ekki sett upp
á sitt einsdæmi vegna sambands-
ins og viðskiftanna við hin ríkin.
Áfengissalamir í Maine vökn-
uðu við vondan draum. óskaplega
svæsin barátta bófst, og það ekki
aðeins í ræðu og riti, heldur og á
stundum með ýmsu áþreifan-
legra. Andbanningar hrósuðu
sigri. Bannið var afnumið 1856.
En það varð Pyxrhusar-sigur.
Næsta ár komust bannlögin í
gildi aftur, og var síðan Maine-
fylkið bannríki alla tíð þar til
allsherjarbann var lögleitt í öll-
um Bandaríkjunum.
Sölubann. Héraðasamþyktir.
Það er sjálfgefið, að bannið í
Maine gat ekki verkað sem full-
komið bann. Það var aðeins sölu-
bann; hver og einn gat útvegað
sér áfengi frá aðliggjandi fylkj-
um. Landinu er þannig í sveit
komið, að mjög eríitt er um alt
eftirlit með smyglun o. s. frv. En
það sannaðist hér, sem próf. Ir-
ving Fisher hefir sýnt fram á á
síðustu tímum, að bann er aldrei
svo lélegt, að það sé þó ekki
betra en ekkert bann.
Maine-búar gátu þrátt fyrir alt
sýnt með tölum árangur af bann-
lögum sípum. Samanborið við vín-
Nei, hingað og ekki lengra, Garðar
Gíslason. Hér dugar ekki lengur
sama frekjan og við útveganir á dýru
víni á hinni gullnu íhaldstíð! þjóðin
lætur ekki skifta. á réttu og röngu.
Hún lætur ekki telja sér trú um, aö
sá maður, sem er búinn á stuttum
tíma, að koma á reglu og góðu skipu-
lagi í áfengisverslun ríkisins, eftir aö
hún um margt ár hafði verið safh-
gryfja íhalds-mdiiisemdanna, að þeim
manni eigl að hegna fyrir það eitt,
að hann. hafi ekki á fyrstu vikunum
uppgötvað og lagað hundruðustu vit-
ieysu fhaldsins, sem það hafði skilið
eftir í áfengísverslunlimi.
Mbi, hefir talað um flöskumlða
Íhaldsíns nú uxn jólin, og hrópað á
hegningu yfir Jón þorl. og M. Guðm.
En íhaldsmenn ættu að spara púðrið
og bíða stærra tækifæris. þeim ætti
að vera ljóst, að þeir eiga í fórum
sínum meinsemdir, svo alvarlegar, að
þeir mega búast við að þurfa að taka
á bæði karlmensku og stillingu, þeg-
ar læknirinn fer að hleypa greftrin-
um út úr kýlum, sem hafa verið að
safna í sig eitri og ólyfjan í heilan
mannsaldur. C.
—-o------
Frá íiílöndmn.
— það vakti mikla athyglí síðast-
liðið sumar, er konungurinn i Afgan-
istan í Asíu kom í heimsókn til Norð-
urálfunnar og fór þar víða um lönd.
Ennþá meiri athygli vöktu þó tiltekt-
ir hans heima i landi sínu, að förinni
lokinni. Hugðist hann í skjótri svípan
kollvarpa fornum siðum og atvinnu-
háttum þjóðar sinnar og láta hana
taka upp v.estræna menningu. Bauð
konungur þegnum BÍnum að bera
klæði að hætti Norðurálfumanna. —
Konur skyldu eigi lengur hylja andlit
sitt blæju eins og títt er í Austurlðnd-
um o. s. irv. Til þess að greiða tísk-
unni veg inn í landið, sendi konung-
ur fjölda ungra meyja til tyrklands
til náms, en þar hefir Mustapha Ke
mal, eins og kunnugt er, gerst fröm-
uður Norðurálfumenningarinnar og
v.erið mikilvirkur. En eftir þvi sem
síðustu fregnir herma, hefir umbóta-
starf konungsins í Afganistan fengið
skjótan enda. Uppreisn hófst í ríkinu
og stóðu fyrir hennl þeir menn, er
sölufylkin í kring stóðu þeir bet-
ur að vígi. Drykkjuskapar-af-
brot voru færri hjá þeim, fá-
tækraframfærið minkaði, velmeg-
un óx o. s. frv.
Þessar skýrslur höfðu eðlilega
þau áhrif út á við, að ýms önnur
fylki Bandaríkjanna, alls 15, lög-
leiddu hjá sér samskonar bann á
næstu árum eftir að Maine-lögin
voru sett. En það átti sér víðast
skamman aldur. Jarðvegurinn var
ekki enn nægilega undirbúinn, al-
menningur ekki orðinn nægilega
sannfærður um nytsemi bannsins
til þess að hann gæti staðist á-
rásir áfengissalanna og fylgifiska
þeirra. Þess vegna var bannið
afnumið aftur.
En baxmstefnan lifði og henni
óx fylgi. Bindindisfélögin tóku
hana að sér og báru hana smám
saman fram til meiri og meiri
sigurs.
1. sept. 1869. var háð allsherjar
þjóðþing bindindismanna í Chi-
cago. Voru þar mættir 600 full-
trúar úr 19 ilkjum. Þar var á-
kveðið að stofna bannflokk („The
National Prohibition Party“).
Skyldi hann starfa sem sérstak-
ur stjómmálaflokkur, með bann-
málið efst á stefnuskrá sinni, en
þar næst önnur stjómmál, hafa í
kjöri sín eigin þingmannaefni,
forsetaefni o. s. frv. Fylgi hans
var tiltölulega lítið við kosningar
fyrsta kastið, en óx von bráðar,
einkum eftir að við forastu
flokksins hafði tekið John Finch,
sem um langt skeið var æðsti
maður (Hátemplar) Góðtemplar-
reglunnar. Við forsetakosningu
1888 fékk forsetaefni flokksins
um 250 þús. atkvæði.
Starf flokksins inn á við í hin-
um. einstöku ríkjum hafði þó
meiri þýðingu. I. sumum fylkjun-
um var nú enn lögleitt þann,