Tíminn - 19.01.1929, Qupperneq 3
TlMINN
1S
fastheldnastir voru við þjóðlegar
venjur. Kom til vopnaviðskifta og
mun herinn eigi hafa reynst konungi
fylgisamur. Sá konungur sitt óvænna,
lýsti yfir því, að hann tæki aftur
flest nýinæli sín, afsalaði sér konung-
dómi og fengi ríkisstjómina í hendur
bróður sínum. Fimmtíu manna ráð
hefír verið sett til að gjöra tillögur
um lög og stjómarfar í landinu.
----o---
Fréttir.
Vestur-íslendlugamir síra Rðgnvald
ur Pétursson og Jón J. Bíldfell eru
staddir hér i bænum og vinna að und-
irbúningi heimkomu Vestur-fslend-
ínga 1930.
Ásgeir Slgurðsson kaupmaður hefir
verið skipaður aðalræðismaður Breta
hér á landi. Eru þess fá dæmi, að
breska stjómin veiti erlendum mönn-
um slíka tign.
Góð bók. Magnús Ásgeirsson, ungur
maður og gáfaður, ættaður úr Borgar-
firði, hefir nýlega sent á bókamark-
aðinn nokkrar þýðingar á erlendum
ljóðum. Hefir áður birst nokkuð af
kvæðum eftir Magnús, bæði fmmort
og þýtt í bókinni kennir margra
grasa. M. a. má telja þýðingu á kafla
úr Faust (Dauði Fausts) eftir Goethe
og er hún þýð. til sóma. Yfirleitt er
M. Á. hagur á þýðingar. Mega flestar
þýðingamar í bókinni teljast góðar
og sumar ágætar.
Erindi um sögu og horíur áfengis-
málsins i Bandaríkjunum flutti Sig-
urður Jónsson stórtemplar, i Templ-
arahúsinu hér í bænum 16. þ. m,
þann dag vom liðin 9 ár siðan bann-
lögin vom samþykt þar vestra. Er-
indið var hið fróðlegasta og birtast
kaflar úr því hér í blaðinu í dag.
Dánardægur. Hinn 23. desember
síðastliðinn lést Bjami Jónsson bóndi
á Álíhólum i Vestur-Landeyjum. Er
að Bjama mikill mannskaði. Hana
var dugnaðar- og áhugamaður, ágæt-
um gáfum gæddur og hinn besti
drengur. Lætur hann eftir sig ekkju
og þrjú börn, öll ung.
Erlstinn Andrésson, sem ritar i
þetta blað um meðferð ítala á Tyroi-
búum, er meistari 1 íslenskum fræð
um og kennari við alþýðuskólann 6
Hvítárbakka. Hann ferðaðist sjálfur
w
Siguröur Skagí'ield, óperusöngvari, tenor.
X.S. 42601 öxai' við ána (Stgr. Thorsteinsson), lag: Helgi Heigaeon.
Eg lifi og eg veit (Ingemann), lag: Berggren.
X.S. 42603 Harpan mín (Fr. Hansen), lag: P. Sigurðsson.
Áiram (Hannes Hafstein), iag: Ámi Thorsteinsson.
X.S. 42605 Skagaí'jörður (M. Jochumsson), lag: Sig. Helgason.
Hiíðin mín fríða, lag: Flemming.
XjS. 4260? Vor guð er borg á bjargi traust, Martin Luther.
Söngustin, Helgi Heigason.
X.S. 4230? Friöur á jörðu (G. Guðmundsson), iag: Á. Thorsteinsson.
Heimir (Grímur Thomsen), lag: Sigv. S. Kaldalóns.
XjS. 42312 Huldumái, Sv. Sveinbjörnsson'.
Visnar vonir, Sv.* Sveinbjömsson.
X.S. 42314 Sverrir konungur (Gr. Thomsen), lag: Sv. Sveinbjömsson.
Miranda, lag: Sv, Sveinbjörnsson.
X.S. 42335 Amiðurimi, lag. Sv: Sveinbjörnsson.
Roðar tinda sumaisói, lag: Sv. Sveinbjörnsson.
X.S. 42337 Hugsað heim, lag: Sv. Sveinbjörnsson
Sprettur, iag: Sv. Sveinbjörnsson.
X.S. 42478 ísiand, Isiand, Bjarni Þorsteinsson.
Brúnaljós þín bliðu, Svigv. S. Kaldalóns.
X.S. 42480 Taktu sorg mína (Guðm. Guðmundsson), Bj. Þorsteinsson.
Á Sprengisandi, Sigv. S. Kaldalóns
X.S. 42613 a) Sofðu unga ástin ástin mín, Jóh. Sigurjónsson,
b) Austan kaldinn á oss blés, íslensk þjóðlög.
- a) Þorri bjó oss þrönga skó,
b) Ilt er mér í augunum, rímnalög.
X.S. 42615 a) Ofan gefur snjó á snjó, þjóðvísa,
b) Rangá fanst mér þykkjuþung, Páll Ólafsson, þjóðlag.
Rammi slagur, Stefán G. Stefánsson, rimnalag.
X.S. 42617 Ungur var ég og xmgir, Jónas Hallgrímsson, þjóðlag.
í Hlíðarendakoti, Þorsteinn Erlingsson, þjóðlag.
Dora Sígurösson, sopran,
X.S. 44190 Draumaiandið, Ámi Thorsteinsson.
Vetur (Hvar eru fuglar), Sv. Sveinbjörnsson.
X.S. 44224 Du bist wie eine Blume, R. Schumann.
Ein sit ég úti ó steini, þjóðvísa.
X.S. 44226 Sofnar lóa, Sigfús Einarsson.
Bí, bí oS blaka, þjóðvísa (sungifl; af Signe Liljequist).
Signe Liljequist, sopran.
X.S. 44237 a) Bí, bi og biaka, þjóðiag, tónfært af Sv. Sveinbjömssyni.
b) Góða veizlu gjöra sical, þjóðlag, tónfært af sama.
a) Una við spunarokkinn (Davíð Stefánsson), Sv. Svbs.
b) Bíum, bium bamba, þjóðvísa, Sigv. S. Kaldalóns.
X.S. 44239 a) Soíðu unga ástin mín, þjóðvísa.
b) Fífiibrekka gróin grund, þjóðvísa.
Nótt (Magnús Gíslason), Árni Thorsteinsson.
X.S. 44241 a) Yfir kaidan eyðisand, þjóðvísa.
b) Aaroliíja, norsk þjóðvísa.
Ljúfur ómur, rússnesk kvöldljóð (,,Jubilate“).
X.S. 44243 Mademoisehe Roccocco, E. Melartin.
Svarta rosor, J. Sibelius.
Eggert Ótefánsson, tenor.
XJ5. 42443 ó, guð vors lands, Sveinbj. Sveinbj ömsson.
ó, þá náð að eiga Jesú, G. Wennerberg.
X.S. 42445 Leiðsla, Sigv. S. Kaldalóns.
Eg lít í anda liðna tíð, Sigv. S. Kaldalóns.
X.S. 42447 Nú legg eg augun aftur, Björgvin Guðmundsson.
Agnus dei, sálmur frá 14. öld.
X.S. 42449 Stóð eg úti’ í tunglsljósi, þjóðvísa.
Hætta að gráta hringagná, þjóðvísa
X.S. 42451 Betlikerlingin, Sigv. S. Kaldalóns
Heimir, Sigv. S. Kaldalóns.
Sveinbjöm prófessor Sveinbjömsson, pianoleikari.
Z.S. 67002 Islenzk rhapsodia, Sv. Sveinbjörnsson.
a) Idyl, bygð yfir „Máninn hátt á himni skín“, Sv. Svbj.
b) Vikivaki, bygður yfir „Stóð ég úti í tunglsljósi" og
„Fyrst kemur Hoffinn“, Sv. Sveinbjörnsson.
Harmoni-Orkestur:
X.S. 40728 Ó, guð vors lands, Sv. Sveinbjörnsson.
Islenzk rhapsodia, Sv. Sveinbjömsson.
Ef keyptar eru að minsta kosti 3 plötur kosta þær aðeins kr.
4.50 hver (hvert númer). — I pöntunum þarf aðeins að tiltaka númer.
Sent burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun.
Ríkarður Jónsson, baryton,
X.S. 42609 Litla skáid á grænni grein, Þorst. Erlingsson, ísl. þjóðlag. '
Fyrsti maí, Þorst. Erlingsson, ísl. rímnalag.
X.S. 42611 Lágnætti, Þorst. Erlingsson, ísl. rímnalag.
Grænlandsvísur, Sigurður Breiðfjörð,
Þessar plötur fást aðeins í
Hlláðfarahúsi Reykjavíkur
W Símnefni: Hljóðfærahtis
Einkasali fyrir Nordisk Polyphon.
suöur tll Tyrol slöastliðiö sumar, fór
fótgangandi víöa um landiö og hafði
þvi góða aðstööu til að kynnast íbú-
unum og kjörum þeirra. Grein hans
er þvi mjög merkileg heimild um
ástandið í þessu undirokaða landi.
Hlutskifti Tyrolbúa er eitt dæmi þess,
að höfundar Versalasamninganna
virtu elgi ávalt sjálfsákvörðunarrétt
þjóðanna, eins og látið var i veðri
vaka.
Bæjarstjómarkosníngar fóru fram
12. þ. m. í þrem kaupstöðum: ísafirði,
Siglufirði og Vestmannaeyjum. Úrslit
urðu þessi: ísafjörður: A-listi (Jafn-
aðarmenn) fékk 348 atkv. og kom að
2 mönnum, B-listi (íhaldsmenn) fékk
239 atlcv. og kom að 1 manni. Siglu-
íjörður: A-listi (Jafnaðarmenn) fékk
341 atkv. og kom að 3 mönnum. B-
listi (íhaldsmenn) fékk 166 atkv. og
kom að 1 manni. C-listi (Framsókn-
armenn) fékk 101 atkv. Vestmanna-
eyjar: A-listi (Jafnaðarmenn) fékk
390 atkv. og kom einum mannl aö.
B-listi (íhaldsmenn) fékk 091 atkv. og
kom 2 mönnum að.
Bæjarstjóri 1 Vestmannaeyjum ef
settur Jóhann Gunnar Ólafsson lög-
fræðingur, i stað Kristins Ólafssonar,
sem er orðinn bæjarfógeti i Neskaup-
stað.
fyrst í Kansas 1878, þá í Jour
(1880) og Dakota (1885). Nú var
málið betur undirbúið. Bannið
stóð, þrátt fyrir allar árásir og
ofsóknir. En í sumum fylkjum
var ekki enn nægt fylgi með
ríkisbanni, þótt einstakar borgir
eða sveitir óskuðu eftir því. Þar
voru lögleiddar héraðasamþyktir,
svo að hverju héraði fyrir sig
var heimilað að banna áfengis-
sölu innan síns umdæmis. Sam-
þyktir- þessar reyndust, sem von-
legt var, mun miður en vínsölu-
bann, sem náði yfir heilt ríki,
en þóttu. þó stórbót frá fyrver-
andi ástandi. Hefir það jafnan
eannast, að eftir því sem áfeng-
issölustöðum fækkar, þverrar
drykk j uskapurinn.
Eftir aldamótin 1900 vex gengi
bannstefnunnar meira en nokkru
sinni fyr. Þá fara ríkin hvert af
öðru að setja sér banniög. Og á
stríðsárunuml914—1918 vinnur
þessi stefna fullan sigur. Það
verður þá ljósara en áður, — og
það ekki aðeins í Bandaríkjun-
um, heldur í öllum þeixri löndum,
sem þátt tóku í ófriðnum, — að
áfengisnautn má ekki með nokkru
móti eiga sér stað, þegar mönn-
um er ætlað að inna af hendi
etörf, sem sérstaklega áríðandi
eru fyrir heill og velferð þjóðfé-
lagsins. 1917 voru bannríkin í
Bandaríkjunum orðin 33.
AlrQdsbannið.
Nokkru eftir aldamótin síðustu
virtist bannflokknum tími til
kominn að fara að hugsa um að
stíga síðasta skrefið, koma á al-
gerðu banni, aðflutnings-, sölu-
og tilbúningsbanni, sem tæki yfir
alríkið. Voru hér ýms félög og
félagasambönd að verki til að
undirbúa þetta stóra mál, þar á
meðal bandalagið gegn áfengis-
sölustöðunum („The Anti-Saloon
League“), sem á síðustu áratug-
um hefir verið mjög starfsamt í
þessum málum. Var nú ákveðið
að berjast fyrir því, að ákvæði
um bannið yrði tekið upp í
stjórnarskrá alríkisins. En til
þess að breyta stjórnarskránni í
Bandaríkjunum útheimtist fyrst
samþykki 2/3 atkvæða í hvorri
deild sambandsþingsins til þess
að heimila breytinguna, síðan er
málið lagt fyrir fylkisþing hinna
einstöku ríkja og þurfa 3/4 þeirra
að fallast á það til þess að sam-
þykt teljist, og loks kemur breyt-
ingin fyrir sambandsþingið að
nýju og þarf þar hið sama at-
kvæðamagn sem áður til fulln-
aðarsamþyktar. Sé um viðauka
við stjórnarskrána að ræða, er sá
viðauki ekki feldur inn í texta
hennar, heldur talinn viðbót við
hana. Banngreinin er t. d. 18.
viðbót við stjórnarskrána. Ef
nema skal aftur úr gildi ein-
hverja slíka viðbót, þarf að við-
hafa alla hina sömu aðferð, tvö-
falt samþykki sambandsþingsins
með 2/3 atkvæða í hvort skifti
og samþykki s/4 hluta fylkjanna.
Staðfesting laganna heyrir undir
forsetann, en hann hefir aðeins
frestandi neitunarvald.
1914 var fyrst borið undir at-
kvæði sambandsþingsins, hvort
bannákvæðið skyldi sett 1 stjóm-
arskrána. Vissu flutningsmenn. að
málið myndi þá falla, enda varð
svo. Var með þessu vakin athygli
stjórnmálamanna á málinu og
auðveldara gert að koma því að
meðal dagskrármála við næstu
kosningar (1916). Árið 1917 kom
það aftur fram í þinginu, og
höfðu nú bannmenn unnið það á
við kosningamar, að þeir vissu
sigurinn gefinn fyrirfram. 17.
des. 1917 fór síðasta atkvæða-
greiðslan fram. Hafði þá verið
samþykt með 65 atkv. gegn 20 í
öldungadeildinni og með 282 atkv.
gegn 128 í fulltrúadeildinni ’ að
bann gegn aðflutningi, sölu, veit-
ingum og tilbúningi áfengis í
Bandaríkjunum skyldi tekið upp
í stjórnarskrá þeirra, þegar 3/4
fylkisþinganna og 2/3 hvorrar
deildar sambandsþingsins hefðu
fallist á það. Smám saman á ár-
inu 1918 koma svör fylkisþing-
anna. Þurftu 36 þeirra að gjalda
viðbótinni jákvæði sitt til þess að
gilt væri. Fáein ríki neituðu, og
var það fyrirfram vitað, að svo
myndi verða, en flest féllust á
breytinguna. 16. janúar 1919 varð
talan full. Þá greiddi 36. ríkið
banninu jákvæði sitt; en skömmu
síðar bættust 3 við.
Að því loknu var málið lagt
fyrir sambandsþingið og var þar
fyrirstöðulaust og til fullnaðar
samþykt 16. jan. 1920.
Bannvinir í Ameríku telja 16.
janúar 2. frélsisdag Bandaríkj-
anna, eins og 4. júlí.
Framkvæmd bannsins.
Nú var bannákvæðið komið í
stjórnarskrána, og gera jafnvel
ekki allra-stækustu andbanningar
sér neina von um að það verði
upphafið í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Það er auðskilið, þegar at-
huguð er sú leið, sem til þess
þarf að fara, að afarmikið verð-
ur að breytast um fylgi við mál-
ið til þess að stjómarskrárgrein
þessi verði afnumin.
En stjórnarskrárgreinin ein út
af fyrir sig er tiltölulega gagns-
lítil. Ilún er eins og rammi, sem
verður að fylla út, og sú útfyll-
ing verður að gerast sumpart af
sambandsþinginu, sumpart af
löggjafarvaldi hinna einstöku
ríkja.
Sérstök lög voru samin og sett
af sambandsþinginu um fram-
kvæmd banngreinarinnar. Þau
lög eru kölluð Volstead-lögin eft-
ir flutningsmanni þeirra. Ekki
gengu þau rifrildislaust gegn um
þingið, en samþykt voru þau með
glæsilegum meirihluta. I þeim er
ákveðið, hvað teljast skuli áfengi.
Er áfengismarkið í áfengis-
löggjöf vor íslendinga er það
2^/4,%. Volstead-lögin skipa fyrir
um þátttöku alríkisins í fram-
kvæmd bannsins og eftirliti með
því. En það eftirlit er tiltölulega
lítið innanlands. Er hverju ein-
stöku ríki ætlað að setja um það
reglur fyrir sig og annast um að
bannið sé í heiðri haldið. Hafa
öll ríkin að kalla gert þetta. En
mjög' misjafnlega fer það úr
hendi hjá þeim. Flest hafa þau
gert það vel eða sómasamlega,
en nokkur laklega. Fer það eftir
bannfylgi hvers ríkis fyrir sig.
Erfiðlegast gengur með ýma
austurfylkin. Þar er andstaðan
gegn banninu mest. Þangað safn-
ast innflytjendumir frá áfengis-
sýktu löndunum í Evrópu, en
hreinir Ameríku-borgarar eru
þar víða í minnihluta, einkum í
stórborgunum. Álíta menn fullan
úrslitasigur bannsins að allmiklu
leyti undir því kominn, að Ame-
ríku takist sem fyrst, ef svo
mætti segja, að melta þennan inn-
flytjendastraum, gera innflytj-
enduma að Ameríkumönnum.
New-York ríkið er langsamlega
fólksflesta fylkið í Bandaríkjun-
um. Þar er stórborgin New-York,
sem miklu fremur er alheimsborg
en amerísk borg. I þessu ríki
voru sett lög um framkvæmd
bannsins og eftirlit með því og
tókst sæmilega, eftir því sem
hægt var að búast við á þeim
stað. En Alfred Smith, sem þar
hefir verið ríkisstjóri síðan 1923,
fékk þessum reglum breytt og
eftirlit af fylkisins hálfu afnumið
að mestu. Hefir afarilt orð farið
af framkvæmd bannsins þar síð-
an. Þetta er sá staðurinn, sem
örastar hefir samgöngumar við
Evrópu og sem flestir Evrópu-
menn heimsækja. Er ekki að
undra, þótt ýmsum þeirra hafi
fundist lítt til um bannið í
Bandaríkjunum eftir þau kynni,
sem þeir hafa þarna fengið af
því. Og andbanningarnir vestra
eru einnig viljugir á að útbreiða
allar þær sögur, bæði frá New-
York og hliðstæðum fylkjum, sem
geta stuðlað að því að ófrægja
bannið. En eftir síðustu kosning-
ar mun eftirlitið í New York hafa
verið hert til muna.
Það er eðlilegt að sögumar um
framkvæmd bannsins séu mis-
jafnar og hver annari andstæðar.
Sögumenn hafa ekki kynt sér
málið í heild, venjulega aðeins
kynst ástandinu í mjög litlúm
hluta Bandaríkjanna. Þar af
koma missagnirnar. En yfirleitt
má fullyrða, að bannið hafi
reynst prýðilega alstaðar þar sem
framkvæmd iaganna hefir verið
rækt samviskusamlega. Mörg rík-
in eru alveg þur og drykkjuskap-
ur í flestum hinna alveg hverf-
andi móts við það sem áður var,
en alstaðar mjög lítið óberandi,
þar sem öllum opinberum ófeng-
issölustöðum er lokað.
Hinu er síst að neita, að bann-
menn eiga enn langa og harða
baráttu fyrir höndum að tryggja
framtíð bannsins. Flokkur and-
banninga er ríkur og liggur ekki
á liði sínu. Reynir hann alstaðar
að draga úr framkvæmd laganna
og gera þau óvinsæl. Stjórnar-
skrárákvæðinu gerir hann sér
N.