Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 2
82 TlMINN á síðasta þingi, nefnir hann 4 þeirra sér 1 flokki og telur á þeim þau einkenni, að þau hafi „farið fram á eyðslu úr ríkissjóði“ og verið „alveg óundirbúin“. Þau eru: Frv. um sundhöll í Rvík, frv. um að reisa betr- unarhús og vinnuhæli, frv. um heimild fyrir landsstjómina að byggja hús fyrir opinber- ar skrifstofur (það frv. varð eigi útrætt) og frv. um smíði og rekstur strandferða- skips. Þrjú þeirra urðu að lögum. Ekki er að heyra á M. J„ að nokkurt þeirra hafi átt neinn rétt á sér. Sundhallarmálið var fyrst flutt á Al- þingi árið 1923. Annað verður því naum- ast sagt en að mönnum hafi gefist tími til að hugsa um það. Bæjarstjóm Reykjavík- ur hafði ákveðið að styðja málið. Meðal íþróttamanna var mikill áhugi fyrir því. Fyrir þinginu lá uppdráttur af sundhöll- inni gerður af húsameistara ríkisins. Hvemig getur höf. leyft sér að halda því fram, að frv. hafi verið „óundirbúið"? Heitu laugamar við Rvík eru sá fjár- sjóður, sem naumast mun eiga sinn líka í nokkurri höfuðborg um víða veröld. I Rvík er nú kolamiðstöð í hverju nýju íbúðarhúsi og kostar ærið fé. Því þá ekki að nota þá miðstöð, sem náttúran sjálf kyndir ókeypis dag og nótt um ár og aldir? í austurhluta bæjarins (sem næstur er jarðhitanum) er nú verið að reisa stórhýsi, og verða reist fleiri, sem á að hita upp með vatni frá laugunum. Þó að vatnið gangi gegnum hitaleiðslur þessara húsa, verður það nægilega hlýtt til að gera volg- ar laugar til baða og sunds. Óhugsandi er annað en þjóðin noti sér þennan feikna náttúraauð — fyr eða síðar — spumingin aðeins, hversu lengi eigi að láta hann fara til ónýtis. Þegar sundhöllin er fullbúin verð- ur hér einhver besti baðstaður í heimi og hlýtur að auka mjög orðstír landsins ann- arsstaðar. Og menn geta gert sér í hugarlund, hverja þýðingu það muni hafa, ef meginþorri höfuðstaðarbúa og þess fjölda fólks, sem hingað sækir nám, á kost á að læra sund. Mætti það m. a. verða til þess, að eitthvað fækkaði lúnum tíðu sjó- slysum hér við land. Betrunarhúsið. Eg held, að óhætt sé að fullyrða, að flestum viðstöddum hafi ógnað, þegar dómsmálaráðherrann gaf þær upplýsingar á síðasta Alþingi, að þá (1928) væri verið að byrja á því að „setja inn“ þá menn, sem dæmdir voru til fangelsisvistar árið 1926. Svo mikil voru þrengslin í fangahúsinu í Rvík, að dómfeldir menn urðu að bíða þess í 2 ár að komast í fangelsið. — Áheyr- anda einum varð það að orði, bæði í gamni og alvöru, að fangamir hefðu fulla ástæðu til að höfða skaðabótamál gegn ríkinu! Það er létt að gera sér grein fyrir, að ekki muni heppilegt, að menn, sem af knýjandi ástæð- um þarf að einangra frá öðram vegna mis- bresta á siðferði, haldi óskertu athafna- frelsi, þangað til húsnæði losnar í „stein- inum“. Auk þess er það flestra skynbærra manna mál, að fangavistin hér í Rvík sé óviðunandi. Erlendis, þar sem mest alúð er lögð við að láta refsingar ná tilgangi sín- um, hefir verið tekin upp sú aðferð að láta fanga vinna líkamlega vinnu úti undir ber- um himni. Inniseta og þungt loft lama þrek manna, andlegt og líkamlegt. En útivinna er hugsanleg því aðeins, að fangahúsið sé í sveit, eða smáþorpi. Það kemur oft fyrir, að menn sem dæmd- ir hafa verið í fangelsi, era heilsuveilir og þola eigi venjulega fangavist. Slíka menn hefir ríkið orðið að kaupa niður á sjúkra- húsum fyrir of fjár. Erlendis tíðkast sér- stakar sjúkradeildir í sambandi við fanga- húsin sjálf. M. J. fer með rangt mál, er hann segir, að frv. þetta hafi verið óundirbúið. Stjóm- in gat þess í upphafi umræðna, að hún ætti völ á húsi austur á Eyrarbakka, sem mætti gera að fangelsi með tiltölulega litlum kostnaði. Hús þetta átti upphaflega að verða sjúkrahús, en af ýmsum ástæðum var horfið frá því ráði. Ríkið hafði lagt nokkurt fé til þessa húss og átti nú kost á því við vægu verði. Málið mátti því heita mjög vel undirbúið, einkum ef tillit er til þess tekið, hve skamman tíma stjómin hafði haft til undirbúnings. Hinsvegar verður tómlæti fyrverandi stjómar í svo áríðandi máli eigi með nokkra móti afsakað. Skrifstofumar. Frumvarpið um að byggja hús fyrir opinberar skrifstofur var eigi samþykt, og þarf höf. varla að kvíða því, að það fái ekki nægilegan undirbúning, áður en ráðist verður í þetta fyrirtæki. En í sambandi við þetta mál er rétt að athuga hvað ríkið þurfti að greiða í húsaleigu fyrir skrifstof- ur árið 1926. Er farið eftir skýrslum ríkis- gjaldanefndar: Ríkisféhirsla..........kr. 2040.00 Hagstofa................ — 3000.00 Bæjarfógetaksrifstofa .. — 3240.00 Lögreglustjóraskriístofa — 4500.00 Skattstofa, skattamat .. — 2760.00 Vegamálaskrifstofa ... — 1500.00 Vitamálaskrifstofa .... — 1200.00 Veðurstoía...............— 3000.00 Áfengisverslun...........— 3450.00 Brunabótafélag...........— 1800.00 Fiskifélag...............- 2490.00 Skipa-samábyrgð .. .. — 840.00 Slysatrygging............— 720.00 Ræktunarsjóður.........— 1608.00 Söfnunarsjóður...........— 180.00 Landsverslun.............— 4800.00 Samtals kr. 37128.00*) Það er auðsætt, að ríkið gæti með því að hætta að leiga húsnæði hjá öðrum, stað- ið straum af alldýrri byggingu. Með sknf- stofuleigunni 1926 mætti greiða rentur og afborgun af 300 þús. kr. láni, ef gert er ráð fyrir venjulegum lánsskilmálum. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er því erfitt að sjá, hversvegna ríkið ætti fremur að leigja mismunandi hentugt húsnæði hér og þar úti um bæ en byggja sjálft yfir skrifstofur sínar — með því fyrirkomulagi, sem best hentar. Strandferðaskipið. Næst kemur M. J. að strandferðaskipinu og er sýnilega í nöp við það. Litlu máli skiftir, þó að höf. segi, að enginn þingmað- ur hafi viljað „sinna“ frumvarpi stjómar- innar (bls. 42). Samt er þetta ekki satt eins og hver getur séð, sem ber saman stjórnarfrv. á þsk. 15 og lögin um smíði og rekstur strandferðaskips á þsk. 786 í A- deild Alþt, Stjómin lagði til að kaupa 400 —500 smál. skip. Lögin segja, að það skuli vera „af svipaðri stærð og Esja“. En Esja er um 600 smál. og því ekki mikið á mun- um. Eftir stj.frv. átti skipið að „vera útbú- ið 70—80 teningsm. kælirúmi og hafa a. m. k. 40 sjómílna vökuhraða“. Þetta er alveg eins orðað í lögunum. Stj.frv. gerði aðallega ráð fyrir 2 farrýmum fyrir farþega. Lögin ákveða, að farrýmin skuli vera 2. Bæði í frmnvarpi og lögunum er stjórninni heim- ilað að taka lán til að byggja skipið. — Um- mæli höf. um það, að þingið hafi ekki viljað „sinna“ frv. stjórnarinnar eru því tóm stað- leysa, en jafnframt eitt af mörgum dæmum þess, hve ósýnt M. J. er um það að fara með rétt ifiál. Það mun sannast á sínum tíma, að M. J. .veður reyk, þegar hann heldur að strand- ferðaskipið kosti „700—800 þús. krónur". Ekki færir hann heldur minstu líkur að því, að árlegur reksturshalli verði 200 þús. kr., en staðhæfir það þó jafn óhikað og væri það fullsannað. Eins og tekið er fram í lögunum, er ekki ætlast til, að verð skipsins sé greitt á einu ári af tekjum ríkissjóðs, heldur að lán verði tekið til þess og greitt upp á löngum tíma. M. J. telur „aðrar samgöngubætur miklu þarfari“ en strandferðaskip. Hann er sjálfur kosinn á þing af hinum efnaðri borgurum höfuðstaðarins og talar hér vafalaust fyrir munn þeirra. Fjöldamargir af kjósendum hans geta veitt sér þá ánægju að bregða sér í bifreiðum út í sveitir og eyða þar sumarleyfinu, ef vegleysið væri ekki til fyrirstöðu. M. J. er ekki ámælis- verður, þó að haxm vilji hjálpa kjósendum sínum til að njóta sólskins og sveitalofts um hásumarið. En hann má heldur ekki á- mæla Austfirðingmn, Norðlendingum eða Vestfirðingum þó að þeim sé axmara um markað fyrir framleiðslu sína en sumar- ferðir Reykvíkinga. Það er líka rangt, sem ýmsir þingmenn íhaldsflokksins hafa hald- ið fram, að samgöngur á landi bexi skarð- an hlut frá borði að tiltölu við strandferð- imar. Á fjárlögum 1929 eru veittar til vegamála alls kr. 929650,00 en til sam- gangna á sjó einungis kr. 346750,00. Til viðhalds á vegum era veittar 225 þús. kr. eða meira en sá hæsti reksturshalli, sem M. J. þorir að áætla af strandferðaskipinu. Fyrir það fé, sem varið er til vega árlega mætti að líkindum kaupa lx/% strandferða- skip á borð við það, sem nú á að smíða. *) Fyrir ljós, hita og ræstingu á þessum skrifstofum greiddi ríliið sama ár kr. 17790.91. Ekki er ósennilegt, að sá kostnaður lækkaði, ef skrifstofumar væru allar í einu húsL Vegafé 10 ára mundi þannig nægja til 15 strandferðaskipa. I eylandi með dreifðar og einangraðar bygðir og breiða snjóþunga fjallgarða, hlýtur um fyrirsjáanlega framtíð megin- þáttur samgangnanna milli héraða og landsfjórðunga að verða á sjó. Suðurlág- lendið eitt er þar undantekning. Vatnaleið- ir era líka ávalt ódýrastar. Skipgengar ár era löngum nefndar lífæðar þjóðaxma. Auð- vitað eiga Islendingar að bæta vegi sína og efla samgöngur á landi eftir mætti, en það er fávíslegt að láta ónotaða „hringbraut" sjálfrar náttúrunnar, sem aldrei þarf að endurbæta. — Loks skal þess getið, að strandferðaskipsmálið hafði verið rætt og athugað á fyrai þingum og því hreint ekki „óundirbúið" eins og M. J. segir. Fjárlögin. Þá kem eg að frásögn höf. um meðferð fjáriaganna í þinginu. Ásakanir hans í garð stjómarinnar og þingmeirahlutans era aðallega þessar: 1. Að stjórnin hafi hækkað styrkinn til Búnaðarfélagsins um 30 þús. kr. 2. Að margar tillögur hafi komið fram’1 um „persónulega styrki“. 3. Að meirihluti fjárveitinganefndar í neðri deild hafi ekki viljað veita nóg fé til veiidegra framkvæmda. 4. Að tekjur, sem innheimtar verða á árinu 1929, samkv. nýjum lögum, séu tekn- ar upp í fjárlögin. 5. Að útgjöld samkvæmt nýjum lögum og heimildarlögum standi eigi á fjárlögum. Auk þess eru í þessum kafla nokkrar persónulegar hnútur til andstæðinga, eink- um Magnúsar heitins Kristjánssonar fjár- málaráðherra. Er M. Kr. brugðið um strák- skap við „hina varfæmari menn“ og að hann hafi verið „eini maðurinn, sem aldrei áttaði sig á því, sem gerst hafði“. Lætur þetta einkennilega í eyram þeirra, Sem vita, að Magnús heitinn var jafnan talinn manna gætnastur og varfæmastur. Þykist eg eigi gera M. J. rangt til, þótt eg efist um, að hann mundi nú vilja standa við þessi ummæli sín um fyrverandi fjánnála- ráðherra. Um fyrstu ásökun höf. á hendur stjóra- inni (um styrkinn til Búnaðarfélagsins) er það eitt að segja, að við henni mátti búast frá kaupstaðarfulltrúa, og þýðir eigi um hana að deila. Um persónulegu styrkina verður höf. tíðrætt. Á bls. 81 segir hann, að neðri deild hafi samþykt „allskonar smástyrki, marga hverja að vísu þarfa og góða, en nálega alla ónauðsynlega“. Og á bls. 84 segir hann: „En það lakasta við þessa afgreiðslu var þó það, að mestur hluti þessa fjár fór í allskonar bitlinga ... 1 fjárlagafrv. voru nú heilar blaðsíður ekkert annað en skrár yfir persónulega styrki, og hafa aldrei sést á íslandi jafnlöng fjárlög og nú“. Magnús Jónsson á sæti í neðri deild. Þar flutti hann sjálfur eftirfarandi breytingar- tillögur við fjárlagafrumvarpið. Þær fara allar fram á að auka útgjöld ríkissjóðs: Til söngkenslu í háskólanum .. .. kr. 1200,00 Til að rita og gefa út íslandssögu .. — 3000,00 Til prentsmiðjunnar Gutenberg. .. — 5000,00 Til Jóns Ófeigssonar kennara (fyrsta greiðsla)....................— 2500,00 Til Barða Guðmundssonar (til sögu- náms)........................— 1200,00 Til porleifs Jónssonar póstmeistara — 2400,00 Til Magnúsar Jónssonar*).........— 1000,00 Til íþróttasambands íslands......— 2500,00 Til Björns Bjömssonar gullsmiðs .. — 2000,00 Til Sjúkrasamlags Reykjavíkur. .. — 2000,00 Alls kr. 22800,00 Lesendum fel eg að dæma um það, hvort þessar upphæðir séu persónulegir styrkir eða ekki. Jafnframt skora eg á hr. M. J. að nefna alla þá „persónulegu styrki“, sem hann greiddi atkvæði á móti í þinginu eða gerði tilraun til að fá niður felda. Um 3. atriðið, fjárveitingar til verk- legra framkvæmda, er í stuttu máli þetta að segja: Um það leyti sem fjárlagafrv. stjómar- innar var samið, var útlitið um afkomu ríkissjóðs mjög tvísýnt. Góðærið 1925 hafði komið þinginu til að fella niður nokkra af tekjustofnum ríkissjóðs, aðallega toll af kolum og salti. Reikningslegur tekjuhalli ríkissjóðs árið 1926 varð yfir 200 þús. kr. og leit út fyrir, að hann mundi verða 7— *) Skylt er að geta þess, að sá Magnús Jóns- son, er hér ræðir um, ,er ekki höfundur „þing- sögunnar". 800 þús. kr. árið 1927. Stjómin þurfti á fé að halda til nokkurra óhjákvæmilegra nýrra útgjalda. Stærst þeirra upphæða var framlagið til Byggingar- og landnáms- sjóðs, 200 þús. kr. Hvorki stjóm né meiri- hluti fjárveitinganefndar taldi koma til mála að þingið gengi frá fjárlögunum með tekjuhalla. Fyrir þinginu lágu nokkuv frumvörp um tekjuauka og var jöfnuður fjárlaganna vitanlega undir því kominn, hvort þau næðu samþykki eða ekki. Fjár- veitinganefnd neðri deildar taldi þó eigi rétt að draga það að skila áliti, þangað til útséð væri um afdrif þeirra, enda mundi það hafa lengt þingtímann um of. 1 nefnd- arálitinu 23. febr. (þskj. 293 í A-deild Alþt.) gerði meirihluti nefndariimar svo gi’ein fyrir afstöðu sinni: „Þó nefndin líti svo á, að tillögur fram- varpsins um framlög til brúagerða, nýrra símalagninga, vitabygginga o. fl. séu svo lágar, að óviðunandi sé í raun og vera, miðað við hina brýnu og aðkallandi þörf, þá sér meirihlutinn sér þó eigi fært að bera fram breytingartillögur til lækkunar þessum liðum við þessa umræðu*) fjár- laganna. Vill fyrst sjá, hvernig horfir um framgang þeirra tekjuaukaframvarpa ým- issa, er liggja fyrir þinginu. Fái þau meira eða minna góðan byr, svo að séð verði, að tekjumar verði eitthvað veralega auknar, telur nefndin sjálfsagt að hækka áður- nefnd framlög til mikilla muna. Getur hins- vegar ekki talið þá leið færa að stofna til aukinna verklegra framkvæmda í landinu — þó stómauðsynlegar séu — með miklum tekjuhalla á fjárlögum". Undir þessa skýringu skrifuðu Fram- sóknarmennimir Þorleifur Jónsson, Ing- ólfur Bjamarson, Bjami Ásgeirsson og Magnús Torfason — og Jafnaðarmaðurinn Haraldur Guðmundsson. Minnihlutinn, íhaldsmeimimir Jón Sig- urðsson og Pétur Ottesen, gerðu sérstaka athugasemd við álitið og komast þar m. a. svo að orði: „viljum við, í tilefni af því, sem tekið er fram í nefndarálitinu, láta þess getið, að við munum við 3. umræðu bera fram til- lögur um hækkun fjárframlaga til verk- legra framkvæmda (samgöngubóta), jafn- vel þó af því kunni að leiða nokkum áætl- aðan tekjuhalla á fjárlagafrumvarpinu**) u Verður vart annað sagt en að í þessum ummælum þeirra Ihaldsmannaima komi fram meiri ofsi en forsjá, og væri þeim vafalaust best, að sem minst væri um þau talað. Fór nú fram 2. umræða og leið að hinni þriðju. Var þá fyrirsjáanlegt, að þingið mundi fallast á að hækka tekjumar til verulegra muna. Efndi fjárveitinganefnd þá orð sín og bar fram tillögur um fram- lög: Til brúagerða............kr. 100000,00 — fjallavega............— 5000,00 — ákfærra sýsluvega.. — 5000,00 — vitabygginga........— 60000,00 — símalagninga........— 150000,00 Ágreiningurinn milli meira- og minna- hluta nefndarinnar var ekki um það, hvort nauðsynlegt væri að byggja nýjar brýr, vita og síma. Um þá nauðsyn vora allir sammála. Munurinn var aðeins sá, að I- haldsmennimir vildu byggja, hvort sem peningar fengjust til þess eða ekki, en Framsóknarmennimir (og H. G.) voru ó- fáanlegir til að greiða atkvæði með tekju- halla. Um það má ýmsum getum leiða, hvað valdið hafi framferði þeirra Jóns og Pét- urs. Líklegasta skýringin er sú, að íhalds- flokkinn hafi langað til að sýna af sér ein- hverja „óþægð“, er hann fann vanmátt sinn til að ráða úrslitum hinna stærri mála. En að þingmenn skuli leyfa sér þesskonar „glettur“ er vítavert ábyrgðarleysi og al- veg ófyrirgefanlegt. Nýjar tekjur, sem þingið samþykti og koma til innheimtu á árinu 1929, eru áætl- aðar 700 þús. kr. M. J. finnur að því, að þessi tekjuupphæð var sett á fjárlögin. Vitanlega eiga fjárlögin að gefa svo rétta mynd af fjárhagsafkomu landsins á sín- um tíma 0g unt er, þegar þau eru samin. Hvaða ástæða er þá til þess að samþykkja tekjur og gera svo hvergi ráð fyrir þeim á fjárhagsáætluninni? M. J. ætti að skýra dálítið betur þessa fjármálaspeki sína. Að lokum reynir höf. að láta líta svo út sem þingið hafi falið einstaka útgjaldaliði *) þ. e. 2. umræðu í neðri deild. Fjárlögin eru borin íram í neðri deild, og rædd þar við 3 umræöur og síöan aðrar 3 í efri deild — og oftast fleiri. **) Auðkent hér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.