Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1929, Blaðsíða 4
34 TlMINN gerðir stjórnarinar í varðskipamálinu. En á foringjum þeirra Ihaldsmanna sannaðist hið fomkveðna, að „oft verður lítið úr >ví högginu, sem hátt er reitt“. : ! 1 | ; f ; Jl Landsbankalögin. Á bls. 110—117 talar M. J. um breyting- ar síðasta þings á Landsbankalögunum. Lætur hann á sér skilja, að með þeim hafi mikil óhæfa verið framin. Aðalbreyt- ingarnar eru tvær. önnur er í því fólgin að ríkið viðurkenni að bera ábyrgð á skuld- bindingum bankans, þó með því skilyrði, að lántökur hans erlendis séu samþyktar af Alþingi. I áliti meira hluta fjárhags- nefndar neðri deildar (A-deild Alþt. þsk. 698) er gerð grein fyrir þessari breytingu með svofeldum orðum: „Þar sem Landsbankinn er eign ríkisins, þá er enginn vafi á því, að ríkið hefir einn- ig siðferðislega ábyrgð á fjárhag hans. Það eitt er því rétt, að kannast við það opinbert og hreinlega í lögunum sjálfum. Hitt, að segja, að ríkið eigi bankann, en neita því jafnframt, að það beri ábyrgð á honum, er bæði hugsunarlega og siðferði- lega rangt“. Meiri hluti fjárhagsnefndar efri deildar segir svo í sínu áliti (þsk. 477): „Þar til Landsbankalögin voru samþykt í fyrra, mátti það heita sameiginlegt álit flestra manna, að ríkissjóður, sem eigandi bankans, bæri ábyrgð á öllum skuldbind- ingum hans. Hefir verið geigur í mörgum vegna takmörkunar á ábyrgð ríkissjóðs, sem gerð var í fyrra, og er sú takmörkun aðalástæðan til þess, að nú, tæpu ári eftir að Landsbankalögin komu í gildi, eru flutt- ar breytingar á þeim, og mun sú breyting er frumv. í þessu gerir ráð fyrir, eiga ó- skift fylgi alls almennings í landinu“. Eru hér í fáum dráttum dregnar fram aðalástæðumar fyrir því, að meirihluti þingsins taldi ríkisábyrgð á bankanum nauðsynlega og óhjákvæmilega. Um hættu þá, sem höf. talar um af ofmiklu að- streymi sparifjár, er það að segja, að bankanum er innan handar að gera sérstak- ar ráðstafanir til að draga úr því að- streymi, ef nauðsyn þætti til bera. Erlendu lánin verður ríkið venjulega að ábyrgjast, hvort eð er. Er þess skemst að minnast, er þingið heimilaði stjóminni árið 1927 að ganga í ábyrgð fyrir ótakmarkaðri láns- upphæð í Ameríku, handa bankanum. Fékst sú heimild fyrir atbeina Ihaldsmanna. Hin aðalbreytingin er um það, að bank- anum skuli stjómað af 15 manna þingkjör- inni nefnd, sem kosin er til 6 ára í senn. Er sú nefnd ólaunuð. Nefndin kýs 4 menn í bankaráð, en stjómin skipar hinn fimta. Þetta fyrirkomulag hefir gefist vel erlendis og tók milliþinganefnd sú í bankamálum, er starfaði 1925, það upp í framvarp sitt. M. J. átti sæti í þeirri nefnd, og gegnir því furðu, er hann nú telur þessá breytingu hina varhugaverðustu og „ef til vill hættu- legasta tilræðið við bankann“ (bls. 113). Þetta sama „tilræði" veitti hann sjálfur bankanum árið 1925! Framkoma íhaldsmanna í Landsbanka- málinu var öll hin ófrægilegasta. Einkum er það í minnum haft, hve mjög íhalds- menn í neðri deild misbeittu málfrelsi sínu við síðustu umræður málsins þar. Var ekki annað sýnna en, að flokkurinn ætlaði sér að hindra störf þingsins með málþófi. Um- ræðupartur Alþingistíðindanna ber það með sér, að hér er rétt frá hermt. í þinglokin kom að því að velja Lands- bankanefnd og nýtt bankaráð. Létu íhalds- menn all dólgslega um þær mundir og þótt- ust eigi mundu viðurkenna lögin. Þó tóku þeir þátt í kosningunum. M. J., sem átt hafði sæti í bankaráðinu frá 1927, varð fyrir þeirri sorg að ná ekki endurkosningu í hið nýja bankaráð. En M. J. var ekki á því að láta hafa af sér atvinnuna og fór í mál við ríkið. Krafðist hann þess að fá greidd full bankaráðslaun eftir sem áður. En þó að merkilegt megi virðast, fór hann ekki fram á að vera settur inn í starfið aftur. Lítur út fyrir, að honum hafi legið annað meira á hjarta í þessu máli en söknuðurinn yfir því að fá ekki að vinna fyrir landið. Jafnframt lét M. J. „Vörð“ flytja yfirlýsingu um það, að miðstjóm íhaldsflokksins hefði skorað á sig að fara í þetta mál við ríkiðf Ekki er nú lítil föð- urlandsástin í herbúðunum þeim! Skifting .Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þá kem ég að máli, sem M. J. í riti sínu gerir að einu aðal árásarefninu á Fram- sóknarflokkinn, en það er skifting Gull- bringu- og Kjósarsýslu í 2 kjördæmi. Krafan um sérstakan þingmann fyrir Hafnarfjörð er ekki ný bóla á AlþingL Hún hefir komið þar fram hvað eftir annað í frumvarpsformi en lotið í lægra haldi fyrir atkvæðamagni Ihaldsflokksins, þangað til nú. Hafnarfjörður er nú þriðji stærsti kaupstaður landsins og 3 kaupstaðir, sem fámennari eni en hann, eiga fulltrúa út af fyrir sig á Alþingi. Fyrir Alþingi lágu tilmæli frá meira hluta kjósenda í Hafnarfirði um sérstakan þingmann. Bæjarstjóm kaupstaðarins hafði samþykt áskorun sama efnis. Það sýndist alveg sjálfsagt mál, að þingið yrði við þeim kröfum. En til þessarar breytingar lágu líka aðr- ar ástæður, sem beinlínis knúðu Fram- sóknarflokkinn til að greiða atkvæði með henni. í Gullbringu og Kjósársýslu, að Hafnarfirði og smærri kauptúnum með- töldum vom samkvæmt manntalinu 1927 alls 7530 íbúar*). Þar af voru 3158 í Hafn- arfirði. Ennfremur er í sýslunni fjöldi sjó- þorpa og kauptúna, stærri og smæm. Fjöl- mennust þeirra er Keflavík með 674 íbúa. í tveim stærstu kauptúnunum, Hafnarfirði og Keflavík var þannig meira en helmingur allra íbúa kjördæmisins: Gullbringu- og Kjósarsýslu, eins og það var fyrir breyt- inguna. Þegar tillit er einnig tekið til hinna sjóþorpanna, er auðsætt, að bænd- ur voru í mjög glöggum minnahluta í kjör- dæminu. Og þegar þess er gætt, að í tví- menningskjördæmum eru báðir þingmenn- imir svo að segja æfinlega kosnir úr sama flokki, var fullkomlega loku skotið fyrir það, að bændur gætu nokkumtíma af eig- in ramleik ráðið kosningu á þingmanni fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þannig var þá aðstaða bændanna í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Á meðan þeim var gert að skyldu að kjósa í félagi við Hafnfirðinga, hlaut sá mannmargi kaup- staður, ásamt hinum mörgu sjóþorpum öðrum, óhjákvæmilega að ráða báðum þingsætunum. Afleiðingin varð auðvitað sú, að flokkarnir í kaupstöðunum skiftu hinum máttlausu sveitaatkvæðum á milli sín. Nú fá Hafnfirðingar sinn fulltrúa, en hætta að greiða atkvæði um fulltrúa sýsl- unnar. Þorpin eru ennþá voldug, þrátt fyr- ir það. En breytingin hefir það þó í för með sér, að bændumir í sýslunni gætu nú með öflugum samtökum ráðið vali eins þingmanns, í staðinn fyrir það, að áður voru þeir með öllu áhrifalausir. Skifting kjördæmisins var óhjákvæmi- legt skilyrði þess, að bændumir þar gætu ráðið kosningu eins þingmanns. Því hefði það verið óhyggilegt og alveg óverjandi af Framsóknarflokknum að leggjast í móti henni. Afstaða íhaldsmanna, þegar þeir greiddu atkvæði móti skiftingunni, er skiljanleg. Þeir óttuðust að glata þingsæti því, er Hafnfirðingum var fengið, í hendur Jafn- aðarmönnum. Talið er, að Jafnaðarmenn eigi meirahluta atkvæða í Hafnarfirði. En árásir M. J. á hendur Framsóknar- flokknum í þessu máli eru óafsakanlegar. „Þingsæti úr sveitakjördæmi var afhent kaupstað", segir hann (bls. 71). Þessi ummæli hljóta að vera rituð gegn betri vitund. M. J. veit, að Gullbringu- og Kjósarsýsla var alls ekki sveitakjördæmi meðan hún gekk að sama kjörborði og kaupstaður með rúml. 3000 íbúum. Þvert á móti hafa Framsóknarmenn með því að greiða atkvæði með skiftingunni, gert tilraun til að skapa nýtt sveitakjör- dæmi. Árangurinn er vitanlega kominn undir skilningi og samstaríi bændanna sjálfra. Framsóknarmenn hafa komið fram í þessu máli eins og vera bar. Þeir urðu við sanngjömum kröfum Hafnfirðinga. Um leið gáfu þeir bændum í Gullbringu- og Kjósarsýslu tækifæri til að ráða kosningu eins þingmanns, þar sem þeir réðu áður engu. Ummæli M. J. um „skuldargreiðslu“ til Jafnaðarmanna o. þvíl. eru því, vægast sagt, þvættingur. Þingstörfin 1928. Eg hefi tekið svar þetta saman í þeim tilgangi að sýna fram á, að rit M. J.: Frá Alþingi 1928, er mjög hlutdrægt og óáreiðanlegt sögurit. Jafpframt hefi eg freistað að leiðrétta nokkrar helstu mis- sagnimar. Hinsvegar ætlast eg alls ekki til, að rit mitt sé skoðað sem nein heildar- skýrsla um störf þingsins 1928. Framsókn- arflokkurinn þarf ekki á sérstökum þing- tíðindum að halda til að réttlæta sig í aug- um kjósenda. Hann lætur sér nægja að *) Af þeim munu vera um 3000 kjósendur. vísa til hinna sönnu þingtíðinda, sem gefin era út af skrifstofu Alþingis. Útgáfu Alþingistíðindanna 1928 mun nú vera í þann veginn lokið. Eg vil leyfa mér að minna á eitt atriði í sambandi við þenn- an árgang þingtíðindanna: Margir menn, sem eg hefi átt tal við, hafa látið orð falla um það, að B-deild þingtíðindanna væri óvenjulega fyrirferð- armikil — en C-deildin væri að sama skapi óvenjulega fyrirferðarlítil. í B-deild þingtíðindanna eru umræður um afgreidd mál, þ. e. frumvörp, sem hafa orðið að lögum. í C-deildinni era umræður um feld lagafrumvörp og óútrædd. Það er eftirtektarvert, hve stærðarmun- ur þessara deilda er mikill í Alþingistíðind- unum nú. Um vel unnið starf ber hann vitni. — Þessi mikli munur. Hann sýnir, að þingið 1928 hefir gætt þeirrar skyldu fyrst og fremst, sem hverju þingi hvilir á herðum — að láta eitthvað sjást eftir sig. Hann sýnir, að þingið hefir unnið hyggilega, að það hefir óvenju litlum tíma eytt til að ræða þau mál, sem ekki áttu framgangs von. Þingið 19£8 hefir látið eftir sig óvenju mikið af þjóðnýtu starfi, óvenju lítið af ó- nýtu starfi. Þó sat það talsvert skemmri tíma en næstu þingin á undan. Játning M. J. Það er jafnan hætt við, að þeim, sem illan málstað verja, fatist vopnaburður. Aldrei ferst M. J. eins ófimlega vopna- burðurinn og í lok rits síns, þegar hann ætlar að bera af Ihaldsflokknum sökina á því að hafa lengt þingtímann að óþörfu. M. J. ber af þeim sökina með því að gera samanburð á fjölda frumvarpa, er flokk- amir fluttu í þinginu. Útkoman er þessi: Af 123 frumvörpum, sem fram komu í þinginu, fluttu íhalds- menn aðeins 12. Seinheppilegur er þessi samanburður fyrir íhaldsmennina. Hann sýnir, að þeir komu ekki á þing til þess að bera fram nýmælL Þeir komu ekki til að eiga þar upp- tök góðra mála*). Þeirra erindi var alt aimað. íhaldsmennimir komu á þing til þess að tefja framgang góðra mála. Játning M. J. er óbein en ótvíræð. Sagnaritun háskólakennarans. Athugasemdum mínum við flugrit hr. Magnúsar Jónssonar er nú lokið. En örfá- um orðum vil eg bæta við þær að síðustu. Eg hefi enga ástæðu til þess að veitast að hr. Magnúsi Jónssyni, persónulega. En það er alkunna, að M. J. gegnir á- byrgðarmiklu starfi við virðulegustu fræðslustofnun þessa lands. Hann er pró- fessor í guðfræði við háskólaim. Eg þykist hafa sýnt fram á, að þessi sami maður hafi skrifað og látið senda út meðal íslenskrar alþýðu eitthvert hið allra ómerkilegasta og hlutdrægasta rit, sem prentað hefir verið í þessu landi. Eg spyr: Er það heppilegt, að maður sem sjálfur játar, að hann „skjóti undan“ sögulegum staðreyndum, sé til þess skip- aður að kenna prestaefnum vorum að þjóna sannleikanum ? Mér er kunnugt um það, að færri stunda nú guðfræðinám, tiltölulega, en nokkra aðra grein, sem háskólinn hér veitir fræðslu í. Slíkt er ekki að undra, ef guð- fræðideildin lætur sér það lynda til lengd- ar, að kennarar hennar lúti að annari eins sagnaritun og hr. Magnús Jónsson hefir gert í bók sinni: „Frá Alþingi 1928“. Gísli Guðmundsson. Leiðrétting. Línurnar, sem standa neðan undir „nótunni" í 4. dálki 3. síðu, eiga að flytjast upp fyrir neðstu greinaskil í dálkinum. petta eru lesendur góð- fúslega beðnir að athuga. -----O---- — Kuldinn á meginlandi Evrópu fer fremur vaxandi en minkandi. 3. þ. m. var 20 stiga frost í Berlín. Suður í Bæheimsfjöllum komst frost- ið upp í 30 stig og í Tékko-Slovakíu sunnan fjallanna, voru blind stórhríðar. þrjár hraðlestir frá Vestur-Evrópu teptust suður á Balkanskaga vegna snjóskafla. Á Svartahafi og við Grikk- landsstrendur hafa oi’ðið miklir skipstapar vegna óveðranna og farist margt manna. Jafn- vel suður á Ítalíu sátu járnbrautarlestirnar fastar í snjó. *) í þessu sambandi vil eg geta þess, að frv. Halldórs Steinssonar um strandvamaskip, sem M. J. talar um á bls. 164, var ílutt óbeinlínis fyrir atbeina stjómarinnar og naut stuðnings Framsóknannanna. Frá útlðndum. — Jarðskjálftar, allverulegir hafa orðið í Mið- Asíu nýlega. — Stofnað er nú ensk-franskt félag, sem mun ætla að taka í sínar hendur að annast gröft jarð- gangnanna undir Ermarsund, ef úr þeim verður. Er í ráði að grafa þrenn göng, tvenn jámbraut- argöng, 20 fet að þvermáli hvor um sig og auk þess ein framræslugöng, nokkru mjórri. Er áætl- að, að járnbrautargöngin verði grafin á 4 árum en hin á 3 árum. Gert er ráð fyrir að lagt verði fram enskt og franskt fé til helminga. Hreinan arð árlega af göngunum áætlar félagið 10°/o stofnkostnaðar. Mun því þykja gróðavænlegt að leggja fé í fyrirtækið. — Uppreisnin á Spáni heldur enn áfram, og út- lit á að andstaðan gegn stjóminni sé mjög al- menn. Skæðust hefir hún orðið í borginni Val- encia, sem er hafnarbær á Austur-Spáni með V* miljón íbúa. Er sagt að foringi setuliðsins þar hafi sjálfur snúist í lið með uppreisnarmönnum. Rivera hefir stofnað sérstakan dómstól, sem tek- ur fyrir mál uppreisnarmanna og hefir í þeim æðsta dómsvald. Embættismönnum, sem berir vei’ði að óvild til stjórnarinnar, er hótað brott- rekstri. Ættjarðarvinafélagið spánska, sem er með svipuðu sniði og Fascistafélagsskapurinn ítalski, hefir verið viðurkent sem opinber stofnun og heitir Rivera á það til fylgis. Má ætla, að harðstjórnin á Spáni standi nú völtum fótum. — Á jóladag vildi það slys til í verksmiðju vestur í Canada, að pallur brotnaði undir tveimur mönnuum, svo að þeir féllu niður í stórkerala með sjóðandi strámauki í. Annar þessara manna var íslenskur, Marino Magnússon að nafni. Tók soðmaukið þeim meir en í 'mitti. Komst Marino við illan leik upp úr keraldinu, en þar eð aðrir voru eigi nærstaddir, liðu um 10 mínútur þar tii neyðaróp hans heyrðust. Var þá hinum manninum bjargað upp úr kerinu. Báðir menn- imir skaðbrendust og biðu bana af. —....... Úr Berulirði eystra Heyfengur var síðastliðið sumar mikið minni en í fyrra, einkum af útheyi, en bót í máli að nýtingin var ágæt, og það, að sumir áttufyming- ar, svo þeir þurfa minna að kvíða vetrinum. Eu heyfyrningar þurfa allir að eiga. Sumaraflinn var rír og svo er um alla Aust- firði, enda óstillingar miklar, einkum í smá- straumana. en það gegnir verst. Iðnsýning var haldin 19. júní í sumar í Beru- firði, sem er myndarheimili við fjarðarbotninn. þar voru 260 munir sýndir, þ. á m. spunavél ný, eftir hagleiksmanninn Guðmund hreppstjóra í Berufirði. En mest bar þama á kvenhannyrðum og var þar fagurt inn að líta, og sýndi það, að enn eru konur iðjusamar margar og að þær geta margt og mikið fagurt gert. þar voru saman komnir 109 menn, og hefir. svo aldrei verið fyr, síðan þetta land var bygt. Á sýningunni mælti frá Sigrún Blöndal í Mjóanesi á Völlum og 2 blómarósir Héraðsins með henni. Frúin mætti þar sem aðaldómari á sýningunni, og flutti hún langan fyrirlestur, og kom víða við, og fann mjög að þvi hvað lít- ið væri nú unnið af vaðmálum héima o. fl. i samanburði við það sem áður var. Átaldi hún mjög og hversu menn sæktust eftir útlendum hégóma og tildri, og hvað menn eltu um of tískuna. það væri ekki alt menning, sem nú væri kölluð menning, heldur hrein og bein — já skaðleg ómenning. Ungu stúlkumar eltu út- lendu tískuna og tildrið með því að klippa af sér faliega hárið, sem Drottinn hefði gefið þeim, gengu í stuttpilsum, að maður nú ekki talaði um fótabúnaðinn eins og hann væri nú orðínn. þótti frúnni mælast mjög vel. þá höfum við nú mist frá okkur Ólaf lækni Thorlacius og frú hans, og verður þeirra alment mikið saknað úr þessu héraði. Læknirinn hefir stundað embætti sitt samviskusamlega, og eftir bestu get\i, vilja og mætti, og aldrei á honum staðið þegar til hans hefir verið leitað, svo betra getur ekki verið. þau hjónin hafa altaf verið ágætir samborg- arar, boðin og búin ætíð til styrktar og hjálp- ar alls hins góða og mestu sóma- og velgerðar- hjón., skemtin og alúðleg og mikið er það sem Ó. Th. hefir gert til bóta á jörðinni, Búlands- nesi, jarðabóta, girðinga og húsabóta. þeim hjónum, ásamt fjölskyldu þeirra, hefir ná verið haldið kveðjusamsæti, fyrst í Breiðdal, svo á Djúpavogi og voru þar 150 manns, þá í Papey hjá Gísla bónda þar og síðast á Beru- nesi. Héðan fylgir þeim heill samúðarhugur allra héraðsbúa. 6. S. Ritstj.Jónas porbergsson. Laugv. 44. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.