Tíminn - 23.02.1929, Síða 2

Tíminn - 23.02.1929, Síða 2
44 TlMINN Tafla III. Framlag ríkissjóðs til nokkurra gjaldagreina. reiknað með heilum tölum og hundraðsgjaldi. Ár Tekjur Gjöld Alþingis- kostnaður* Bikis- stjórnin Dómgæsiaog lögreglustj. Heilbrigðis- mál Póstmál Simamál Vegir og brýr Vitar Samgöngur á sjó Andiega stéttin Kenslumál Visindi, bókm.,listir Land- búnaður Sjávar- útvegur Eftirl. og styrktarfe Hlnti Hlnti Hlnti niuti niuti ilínti Hlnti Hlnti Ulnti Hluti Hinti Hl. (m. HI. alls alls alls gjalda 0/o alls gjaida 0/0 alls gjalda 0/0 alls gjalda o/o alls gjalda o/o alls gjalda 0/0 alls gjaida 0/0 alls gjaida O/o alls gjalda 0/0 alls gjaida 0/0 alls gjaida 0/0 alls gjalda o/o alls gj. o/o alls gj. 0/0 alls gj- 0/u 1880 403.218 372.932 17.770 48 38.607 10.4 79 868 21.1 36.840 9.9 18.336 4.9 r> » 20.000 5.4 2.197 0.6 18.000 4.8 21.503 5.8 66.337 17.8 7.283 1.9 11.508 3.0 n n 23.502 6.3 1890 589.866 500.713 18.392 3.7 41.013 8.2 89.921 18.0 48.378 9.7 36.827 7.3 n V 60.365 12.0 3.558 0.7 21.000 4.2 27.617 5.5 87.400 17.4 9.940 2.0 8.200 1.6 n n 45.976 9.2 3900 815.48," 809.448 19.790 2.4 47.935 5,9 92.654 11.4 108.365 13.4 68.040 8.4 n 134.019 16.6 8.194 1.0 60.200 7.4 28.353 3.5 113.329 14.0 30.774 3.8 35.200 4.3 n n 46.571 5.7 1910 1.663.239 1790.660 43.439 2.4 62.062 3.5 108 968 6.1 160.467 9.0 113.092 6.3 164.404 9.2 159.783 8.9 45.917 2.6 98.800 5.5 72.296 4.0 348.381 19.5 81.785 4.6 126.986 7.0 31.215 1.4 78.759 4,4 1920 13.700.64 14.626.124 245.203 1.7 397.935 2.7 688.148 4.7 1.488.220 10.2 554.190 3.8 1.503.709 10.3 1.178.191 8.1 383.978 2.6 334.305 2.3 234.903 1.6 1.288.464 9.9 417.562 2.9 382.078 2.6 318.081 2.2 200.102 1.4 1927 11936.516 12.862.166 241.614 1.9 434.165 3.4 1.127.500 8.8 1.870.479 14.5 462.148 8.6 1.396.441 10.9 1.109.229 8.6 335.000 2.6 460.758 3.6 432.711 3.4 1 279.230 9.9 330.611 2.6 726.464 5,6 471.445 3.7 212.634 1.7 Tafla II. Niðurstöðutölur landsreikninga árin 1914—1927 (í heilum krónum). Ár * T e k j u r .o o fl 2 AA 44 8 w G j ö 1 d O o § £8 M Samkv. fjárl. Samkv. reikn. Samkv. fjárl. Samkv. reikn. 1914 1.863.235 2.334.309 25 2.071.317 3,039.933 47 1915 1.855.236 2.834.120 53 1.966.877 2.704.350 37 1916 2.073.825 3.267.533 58 2.234.756 3.267.533 46 1917 2.134.375 14.642.871 586 2.261.612 13.858.026 513 1918 2.341.425 10.488.189 348 2.649.242 10.193.388 285 1919 2.422.325 16.425.900 578 2.808.382 16.693.325 494 1920 5.429.300 16.639.999 207 5.164.437 16.111.786 212 1921 5 182.300 12.851.791 148 4.682.406 12.161.785 160 1922 7.379.450 10.879.600 47 9.369.822 12.136.209 30 1923 7.813.450 9.062.646 16 7.922.329 11.135.819 40 1924 8.162.400 11.14S.442 37 8.340.674 9.889.783 18 1925 8.289.100 16.797.360 103 8.274.395 11.657.998 41 1926 9.844.766 13.151.025 33 10.317.732 12.805.379 24 1927 10,834.134 11.842.459 9.3 11.109.646 12.862.166 16 Atliugasemdir Hér af: sérstök lög 809.915. Fjáraukal. 75.927. Þingsál. 2210. Hér af: sérstölc lög 497.732. Fjáraukal. 84.571. Þingsál 3978. Hér af: sérstök lög 591,716. Fjáraukal. 24.505. Pingsál. 42119. Hér af: sérstölc lög 9.792.280. Fjáraukal. 146.575. Þál. 509.353. Hér af: sérstök lög 4.533.839. Fjáraukal. 378.743. Þál. 122.807. Hér af: sérstök lög 1.207.720. Fjáraukal. 543.544. Þál. 109.930. Hér af: sérstök lög 2.006.694. Fjáraukal. 618.086. Þál. 233.214. Hér af: sérstök lög 1.159.367. Fjáraukal. 1.007.066. Þál. 28.025. Hér af: sérstök lög 1.801.458. Fjáraukal. 252.832. Þál. 64.509. Hér af sórstök lög 3,591.790. Fjáraukal. 453.011. Þál. 37.076. Hér af: sérstök lög 608.037. Fjáraukal. 45.633, Þál. 14.722. Hér af: sérstök lög 1.203.467. Fjáraukalög 199.691 Hér af: sérstök lög 1.020.768. Fjáraukalög 267.568. Hér af: sérstök lög 416.983. Fjáraukal. 198.336. Þál. 10.350. vitna til nema að litlu leyti. Hlut- ' framtíðinni það sem nútímakyn- fallslega hækkunin síðustu 40 ár- | slóðin leggur á sig af byrðum til þess að bæta landið. * Deilt á fjár- 1880 -5.60 5.18 hagstlmabilið. 1890 8.34 7.08 1900 10.46 10.38 1910 19.46 21.12 1920 144.69 154.46 1927 115.53 124.49 um skiftir, því meira aðhald veita þau, og því meiri kröfur er hægt að gera til stjómanna um að þær fylgi fyrirmælum fjárlaganna. Samkvæmt frumvarpinu er ætl- ast til að þegnamir gjaldi til rík- isþarfa c. 11 milj. og 180 þús. kr. og eilítið minni upphæð verði var- ið til útgjalda ársins. Ef gert er ráð fyrir að íbúatala landsins sé 100 þúsund, nema tekjur ríkis- sjóðsins, samkvæmt áætlun frum- varpsins, tæpum 112 krónum á mann yfir árið. Ef að venju lætur má búast við að í reyndinni verði þetta nokkru hærra. Til samanburðar vil eg geta þess að nokkur undanfarin ár, sem hér verða nefnd, hafa tekjur ríkissjóðs og gjöld á mann á ár- inu verið sem hér segir: Á mann á ári. Tekjur Gjöld 1880 5,60 kr. 5,18 kr. 1890 8,34 — 7,08 — 1900 10,46 — 10,38 — 1910 19,62 — 21,12 — 1920 144,69 — 154,46 — 1927 115,53 — 124,49 — 1 krónutölu nema þannig tekjuv og gjöld ríkissjóðsins meir en tuttugu sinnum hærri upphæð ár- ið 1927, sem er síðasta ár, sem við höfum endanlegar tölur um, en árið 1880, meir en þrettán sinn- um hærri upphæð en 1890 og meir en tíu sinnum hærri upphæð efi um síðustu aldamót. Hverjar breytingar hafa því samfara orðið á því hvemig fjár- veitingavald og framkvæmdavald verja þessu fje, sem í svo vaxandi mæli er sótt í vasa skattþegn- anna, til opinberra þarfa? Má af því nokkum lærdóm nema um nú- verandi fjárstjórn og fjármála- stefnu, í samanburði við fjármála- stjóm og fjármálastefnu fyrri tíma? Eg hefi látið taka saman yfirlit til þess að svara að nokkru þess- um spurningum. Þar eru tekin til dæmis sömu ár sem hér eru'nefnd að framan og sýnt fyrst hversu háar urðu tekjur og gjöld ríkis- ins; og þvínæst hve miklu varið var til ýmissa sérstakra mála- flokka, sem þar eru taldir og hversu miklu varið er til þessara mála á hverjum tíma hlutfallslega af öllum útgjöldum ríkisins það ár. Það yfirlit er sem segir á töflu III. I slíku yfirliti hefði vitanlega mátt koma miklu fleiru að og sundurliða hina einstöku liði nán- ar. En það sem það nær á að hafa verið dregið saman það sem sam- an heyrir. Eg bendi á ýmislegt sem af þessu má læra til samanburðar á því hvernig fé ríkissjóðs var var-. ið áður og nú. 1. Það hefir verið á orði haft í sumum áttum að fé það sem fer til andlegu málanna, og til þess að menta og uppala ungu kynslóðina sérstaklega, væri altof mikið og væri að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Yfirlitið sýnir að framlag rík- isins til kenslumála er 17,8% af útgjöldum ríkisins 1880, 17,4% 1890, en einungis 9,9% bæði 1920 og 1927. — I samanburði við það sem þjóðin að öðru leyti leggur á sig, til opinberra þarfa, leggur húh hlutfallslega miklu minna á sig nú en fyrir einum mannsaldri síðan til þess að kenna unga fólk- inu. — Ef teknir eru þeir þrír liðir í yfirlitinu sem sérstaklega verða taldir til andlegu málanna, sem sé framlagið til: andlegu stéttarinnar, kenslumála og vís- inda, bókmenta og lista, — þá verður útkoman sú að til þessa er varið 1880 25,5% 1890 24,9% og 1927 15,9% borið saman við öll útgjöld ríkis- ins á þessum árum. 2. Af hinum einstöku liðum, sem tilfærðir eru á yfirlitinu er einn langsamlega hæstur. Fram- lagið til heilbrigðismála á árinu 1927 er nálega orðið tvær miljónir króna og er 14,5% af útgjöldum ríkisins það ár. Með nokkuð mis- munandi háum tölum hefir þetta framlag vaxið á undanförnum ára- tugum, bæði í krónutölu og hlut- fallslega. Og eftir því sem reynsla undanfarinna síðustu ára, hefir orðið um styrk til berklasjúk- linga, og í framhaldi af hinum mörgu og dýru nýju stofnunum þessara mála vegna sem eru ný- reistar og verið er að reisa og í ljósi undanfarinnar reynslu um það hversu dýr hefir reynst rekst- urskostnaður þessara stofnana — má telja fýlstu ástæðu til að gera ráð fyrir að að óbreyttri löggjöf og framkvæmd á sviði heilbrigðis- málanna, muni framlög ríkisins til þessara mála enn vaxa mjög veru- lega á næstu árum, líklega bæði í krónum og hlutfallslega við önn- ur útgjöld. Er þetta vissulega mikið og al- varlegt athugunarmál fyrir lög- gjafar- og fjái'veitingavaldið. Má og enn tvennu við bæta, sem kom- ið hefir fram nýlega hjá hinum merkustu mönnum læknastéttar- innar: a. Annarsvegar það að þá er fullgerð verði og tekin til afnota þau sjúkrahús og hæli, sem við höfum haft í smíðum undanfarið og enn — þá munum við íslend- ingar búnir að eignast jafnmörg eða fleiri sjúkrahúsarúm á mann en sú þjóð önnur, sem nú á flest sjúkrahús á mann hlutfallslega, á allri jörðinni. Við sjeum m. ö. o. að verða á undan öllum eða flest- um í þessu efni. — En um það að reisa hús yfir fólkið, að rækta landið, að vega landið, brúa árn- ar, bæta samgöngur að öðru og yfirleitt um það að öllu leyti að greiða fyrir atvinnuvegunum og gera þá hæfa til að standa undir þeim byrðum sem á þá eru lagðar, um það erum við líklega meir en hundrað ár á eftir öðrum þjóðum. Mundi þetta vera skynsamlegur búskapur? b. Hinsvegar er það sem fram hefir komið að um ráðstafanirnar út af berklaveikinni, sem kosta hundruðum þúsunda meira fyrir ríkið, með hverju ári sem líður, þá er um það sagt af einum merk- asta lækni landsins að það megi teljast vafasamt að þær komi að nokkru eða verulegu gagni. Eg lít svo á að það megi ekki dragast ári lengur að þessi mál, bæði um löggjöf og framkvæmd, verði tekin til gagngerðrar endur- skoðunar. 3. Draga má saman þá hina ein- stöku liði yfirlitsins sem segja til um útgjöld til þess mannahalds. sem þjóðfélagið verður á að halda til sinna frumlægustu þarfa. Það eru liðimir, sem segja til um kostnað við stjórn þjóðfélagsins, alþingi og ríkisstjóm, við dóm- gæslu, eftirlit með lögum og kristni og svo eftirlaun og styrkt- arfé til starfsmannanna. ' Þessir liðir á yfirlitsskýrslunni nema hvorki meira né minna en 48,4% af útgjöldum ríkisins árið 1880, eða eru nálega helmingur þeirra, 44,6% af útgjöldum árið 1890, en ekki nema 19,2% af út- gjöldunum árið 1927. Það er mjög gleðilegt að þessi reksturskostnaður á þjóðarbúinu, sem langsamlega aðallega er fólg- inn í mannahaldi er orðinn hlut- fallslegafrsvo miklu lægri en áður. Svo ólíkt er það er þjóðin stjórn- ar sjálf fjármálum sínum, harla ólíkt þeim tímum er þjóðin varð að leggja á sig sérstakan nýjan skatt til þess að fá að stofna bún- aðarskóla — og varð að bíða eftir því í áratugi að fá að gera það. 4. Enn skýrari mynd um hina ólíku fjármálastjóm og fjármála- stefnu fyr og nú má fá með því að athuga þá liði yfirlitsins, sem sérstaklega segja til um útgjöldin til verklegra framkvæmda. Ef teknir eru útgjaldaliðirnir til síma, vega og brúa, vita og fram- lög ríkisins til aðalatvinnuveg- anna, þá verða hlutfallsleg út- gjöld ríkisins til þessa: 1880 9% 1890 14,3% 1927 41,4% Með nánari sundurliðum mætti fá ennþá miklu skýrarí mynd af kyrstöðunni fyr í mótsetningu við hve mikið er gert til framfara m' og umbóta. Yfirleitt mun það því ekki leika á tveim tungum að þó að útgjöld ríkisins, á mann, hafi vaxið svo mjög, sem að framan segir, þá hafi sú útgjaldaaukning og haft í för með sjer að hlutfallslega miklu meiru en áður af ríkisfénu er varið til þeirra hluta, sem fyrir framtíðina hafa sitt gildi utn að bæta landið og afkomumöguleika þegnanna, en hlutfallslega minna gengur til þess að fullnægja hin- um daglegu bráðast aðkallandi þörfum. Getum við risið undir því áfram næstu árin að borga til ríkisins og þarfa þess tuttugu sinnum hærri upphæð en 1880 á mann á ári, eða um það bil 120 krónur á mann ? Við höfum svo stutta reynslu enn þau ár sem teljast mega nokkui’nveginn eðlileg að því leyti að grundvöllurinn undir fjármála- lífinu hafi verið óhaggaður, að það er erfitt að segja um þetta. En það er vitað að raddir heyrast hjá þjóðinni um það að búið sé að spenna bogann of hátt um það að leggja álögur á þjóðina. Hér verður sérstaklega bent á eitt atriði til samanburðar í þessu efni, sem er það hversu skatta- álögum ríkisins á mann á ári er háttað hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Hefi eg aflað mér um það rækilegra upplýsinga, um hendur hagstofustjóra, sem eg þó ekki mun þreyta háttv. deild á að in á gjöldum á mann á ári er ekki nærri eins mikil í þeim lönd- um og hjá okkur. Aftur á móti var hækkunarbylgjan á stríðsár- unum og eftir stríð enn meiri þar en hjá okkur. Síðasta árið sem tölur eni til um hér frá þeim löndum er árið 1926. Eru þá út- gjöld ríkissjóðs á mann á ári í þessum löndum sem hér segir: í Danmörku kr. 137,41 I Noregi — 141,62 I Svíþjóð — 133,34 En eins og áður er getið voru g-jöldin hjá okkur á íslandi síðasta ár sem skýrsla er um, sem sje 1927 kr. 124,49. En í sambandi við það ber þess að minnast að hver króna hjá frændþjóðunum er c. 20% verðhærri en okkar króna. Vitanlega á slíkur samanburður ekki við nema að nokkfu. Kemur meðal annars til greina hvernig landsreikningarnir eru færðir. Er þess meðal annars að geta að í öllum þessum Norðurlandaríkjum eru tekjur af atvinnurekstri rík- isins (pósti, síma o. fl.) tilfærðar á ríkisreikningnum aðeins nettó, þannig að gjöldin eru fyrst dregin frá tekjunum og mismunurinn til- færður tekjumegin, annaðhvort til viðbótar eða frádráttar (ef gjöldin hafa farið fram úr tekj- unum). Mundi slík bókfærsluað- ferð lækka upphæðina hjá okkur svo að nokkru munaði. Eg lít því svo á, að þó að á marga lund megi leggja útaf slík- um lauslegum samanburði og margt draga fi'am, sem koma mætti til greina, þá vei'ði hann heldur til þess að styrkja þá skoð- un að a. m. k. meðan sæmilega vel eða allvel lætur í ári þá höf- um við eigi enn ofþyngt skatt- þegnum á Islandi. Og einkum ber þá þess að minnast, að eigi óveru- legur hluti þess fjár sem ríkið tekur nú af skattþegnunum er lát- inn ganga til stórfeldra fram- kvæmda,sem vissulega munu leiða af sér miklu hægari aðstöðu fyrir mikinn hluta framleiðendanna til þess að geta stundað atvinnu sína með góðum árangri. Eg er svo fastlega trúaður á það hve gæði landsins séu mikil og framtíðarmöguleikar að það muni gefa hinar bestu -rentur í Að svo mæltu vil eg leggja til að að venju verði umræðu frestað en fi'v. vísað til fjárveitinga- nefndar. -;-O—- A víðavangi. Kensluáhald IhaJdsins. Blöð Ihaldsmanna hafa við og við í haust og vetur verið að skemta sér við að uppnefna einn af Framsóknaimönnum í sam- bandi við lán úr Thorkillisjóði. En þeir hafa ekki gætt þess, að þar áttu þeir hægust heimatökin, og að þeim var ofætlun að seilast út fyrir eigin heimkynni, með því að Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka hefir þegið alli'a manna langstærst lán úr Thorkillisjóði og er fyrir þá sök langstærsta „kensluáhald“ þeirrar tegundar, hversu sem íhaldsmönnum kann að gefast fræðslan. Málþóf. Eitt af merkustu lagafrumvöxrp- um, sem lögð hafa verið fram á Alþingi á síðustu árum er frumv. núverandi stjórnar um löggjafar- nefnd. Hefir oft verið kvartað um það, að glundx-oði værí í löggjöf- inni, löggjöfin illa undirbúin og torveld almenningi. Úr öllum þess- um göllum er frumv. ætlað að bæta. En er frumv. þetta var lagt fram, sýndu íhaldsmenn sig í mál- þófi í fyi'sta sinn á þessu þingi. Risu þeir upp hver af öðrum og héldu langar ræður aftur og fram, án þess að Framsóknarmenn tækju þátt í umi'. á þessu stigi málsins. Blandaðist engum hugur um það, að íhaldsmenn voru þarna að hefja tilraunir að tefja störf þingsins með málþófi og ónytjumælgi. Tók Sig. Eggerz þátt í leiknum. Hið eina, sem vanmátta og öfundsjúkur þingflokkur getur veitt sér, er að leitast við að hnekkja áliti núverandi þing- meirihluta með því að koma alls- herjaróorði á þingið. Vitanlega eru Ihaldsmenn sjálfráðir um það, hvaða vinnubrögð þeir telja sér

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.