Tíminn - 23.02.1929, Síða 4

Tíminn - 23.02.1929, Síða 4
46 TlMINN Besta skemtunina á heimilinu veitir Vikublaðið FÁLKINN Þetta er staðreynd, sem allir þekkja, sem gerst hafa kaupendur blaðsins. Sá sem kynst hefir blaðinu um tíma, vill ekki fyrir nokkum mun missa það aftur. Því er haldið saman og geymt til síðari tíma. • Fálkinn er blaðið, sem Islendinga hefir vantað, fjölbreytt fróðleiks- og skemtiblað, þar sem allir finna lesmál við sitt hæfi, hvort heldur þeir eru ungir eða gamlir, karlar eða konur og hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra er. Fálkinn flytur fleiri og fjölbreyttari myndir en nokkurt blað á íslandi. Þér getið gerst áskrifandi að yfirstandandi ársfjórðungi blaðsins með því að senda okkur áskriftarbeiðni og 5 kr. í póstávísun eða peningabréfi. En hver sá sem sendir áskrift og 13 krónur í peningum, fær blaðið sent frá nýjári til 1. júlí og síðasta ársfjórðung 1. árgangs, meðan upplag endist. Er þar byrjunin á sögu þeirri, sem nú er í blaðinu. Notið tækifærið og skrifið sem fyrst. Vikublaðíð FÁLKINN Sími 2210. Austurstræti 6, Reykjavík. Pósthólf 3. Líftryggið yður „Statsaustalten“ (Lífsábyrgarstofnun danska ríkisins) Ódýr iðgjöld. Hár Bonus. Umboðsmaður: O. P. Blöndal Öldugötu 13 Sími 718 Mér uridirrituðuin voru dregu a á siðast liðnu hausti, tvær kindur sem ég ekki á, með mínu rétta marki: fjöður framan biti aftan hægra. Hvit gimbur kollótt, vetur- gömul, og mórautt hrútlamb. Rétt- ur eigandi getur vitjað verðs, kinda þessara til mín, og samið við mig um markið. Hrútatungu i Staðarhrepp 7/121928 Húnavatnssýslu Jón Tómasson I heildsölu hjá: Tóbaksverslun Islands h. f. lireiður hafi eigi sést, og að eitthvað sé gelt af honum, og þegar í þriðja lagi að skýrslur vantaði úr 4 hrepp- um; þá má óhætt telja sjálfsagt að eigi hafi verið til færri fálkar hér í þingeyjai-sýslum árið 1924 en 200, ög þogar alls er gætt þykir mér mikld sennilegra að þeir hafi verið talsvert fleiri. Síðan hefi eg ekki fengið skýrslur um fálkahreiður annarsstaðar eri hér úr Keldunesshreppi á síðastl. sumri, en þá fóru út með unga hér í hreppi 27 fálkahjón, og er það aðeins 1 hreiðri færra en í allri þingeyjar- sýslu 1924. En þá voru -hér 7 hreiður með 42 fuglum en nú 27 með 162. Ef fálkanum liefir nú fjölgað eins í þingeyjarsýslu, þá ættu að hafa ver- ið til í haust — miðað við 200 fálka árið 1924 — ca. 770 fálkar. þó þessar tölur séu ekki nákvæm- ar, þá munu þær sístof háar. þær sýna ljóslega að fálkanum fjölg- ar ákaflega og að friðunin 1919 alt fram til 1930 hefir ekki verið nauð- synleg. í því sambandi má líka henda á, að engin hætta er á að fálkanum verði útrýmt með skotum, til þess er hann of var um sig; og tækifærin fá til að koma skoti 4 hann, bæði vegna þess, og þó frekar hins, að hann heldur sig mest fjarri mannabygðum, og verður því örsjald- an á vegi manns. það verður ekki ritað svo um þetta mál að slept sé að minnast á áhrif fálkans á fugialíf landsins, því verð- ur það og gert hér. Eg vil í upphafi geta þess, að eg hefi nú í rúm 40 ár haft margvísleg kynni af fálkanum. Eg hefi allan þennan tíina átt heima hér í Lóni, og eins og framanskráðar tölur bera með sér, er mikið af fálkanum hér. Eg hefi orðið að horfa á hann á veiðum mörgum sinnum og viðureign hans við margar fuglategundir, þvi fuglalíf er hér margbreytt, bæði af land- og sjófugli. Svo hefir hann heimsótt varpið héma nokkrum sinn- um og fálkaunga hefi eg alið, og þá kynst iive þurftarfrekur haim er. þykist eg því hafa dálitla reynslu til að dæma út frá. Fálkjnn er afarharðvitugur fugl, og hin mesta veiðikló, enda var mjög sótt eftir honum fyr á öldum meðan konungar og annað stórmenni veiádú íugla með fálkum sér tii skemtunar. þegar ekki vantar veiði, mun hann oftast drepa 2 fugla á dag sér til matar, einkum meðan dagur er lang- ur, en i skammdeginu verður hann oft að láta sér nægja einn fugl á dag, en þá fyllir hann líka sarpinn með kjöti, og á þar forðabúr til næsta dags. Og þegar lítið er um fugl, geta fallið úr dagar hjá lionum, en dauða fugla etur hann ekki nema í sárustu neyð. Fálki, sem lagðist hér i varpið fyrir 12—14 árum, drap hálffleygan sumum öðrum sem við söngstjóm hafa fengist. Framför sú og breyting, sem crðið hefir á söng flokksins, frá því t. d. í fyrra, er svo mikil, að ef maður ekki sæi sömu andlitin gæti maður freistast til að halda að hér væri alt annar flokkur á ferðinni. Hnígur hún í þá átt að mestöll áherslan er lögð á blæ- fegurð og fallanda, en ekki eins og oft hefir áður verið á kraft og tilþrif eingöngu. Efnisskráin- var líka þannig valin, að hin mikla raddfegurð, sem flokkurinn á yfir að ráða, naut sín til fullnustu; blíða og viðkvæmni var hinn rauði þráður í söngnum. Þróttur í söng er að vísu góður, og oft nauðsyn- legur, en þar eru þau takmörk sett, að ef hið veika og blíða er ekki í samræmi verður hinn mesti þróttur að engu og áhrifalaus Hið veika og blíða er undirstaðan, sem þrótturinn byggist á. Inn á þessa braut virðist mér flokkur- inn vera kominn nú og framfar- imar eru þegar komnar í ljós og mun þó enn betur síðar. Annars var það ekki tilgangur- inn með línum þessum að gagn- rína söng flokksins, enda brestur þar hina „listrænu“ þekkingu. En fyrir „ólært“ eyxa var ýmislegt svo, að vafasamt má telja að nokkumtíma hafi hér verið betur gert af söngflokki. T. d. styrk- leikamunur sem í ýmsum lögum var afburða vel gerður (Söngur ferjudráttarmannanna o. fl.). Þá virtist og mikil og nákvæm áhersla lögð á fallanda (rhytme) laganna og ýms smá blæbrigði (nuance) sem einmitt gefa söngn- um það líf og þann lit, sem gerir hann að andlegri nautn fyrir áheyrandann. Má í því sambandi t. d. benda á lögin: „Á ísum“ og „Áin niðar“, sem bæði voru sér- lega vel sungin og þó hvort öðru ólík að efni og meðferð. Yfirleitt mætti margt um þennan flokk og \söng "hans segja, en rúm og þekk- ing sníður þar þröngan stakk svo að hér mun staðar numið. En það má öllum vera sannarlegt gleði- efni þegar samstarf og samhugur manna verður til svo glæsilegs árangurs sem þama er orðinn, og félögunum ætti það að vera sú andleg hvatning, sem fleytti þeim yfir torfærumar í framtíðinni. Heyrst hefir að flokkurinn hafi í hyggju að fara út á land á aumri komanda og láta til sín heyra þar sem því verður við komið. Gæti eg trúað að ýmsum áheyrendum þar þætti nýrra við bregða og verða fleiri góðum end- urminningum ríkari eftir en áður. 19. febrúar 1929. 6. J. S. Um fálkann Laust fyrir 1890 íóru menn að eitra fyrir refi með Strychnin eitr- inu, og eitruðu mest rjúpur. Eitur þetta gafst svo vel, að t. d. hér í þingeyjarsýslu fækkaði refum mjög úr þessu, og eftir 1910 fór að smá- draga úr eitruninni uns hún hvart með öllu fyrir 10—12 árum. En jafnframt þvi sem refnum fækk- i aði, þé hvarf örninn nær alveg, og fálkanum fækkaði allmikið, því báð- ar þessar fuglategundir átu eitraðar rjúpur, og örninn auk þess eitur- dauða. refi, og eitraða kindarskrokka. þetta leiddi til þess. að farið var að hugsa til þess að friða þessa fugla, svo þeir yrðu ekki aldauða hér 4 landi, og að síðustu var með lögum nr. 59, 28. nóv. 1919, örninn alfriðað- ur til 1940, en fálkinn til 1930. það er autvitað, að ef einhver fuglategund er i hættu með að deyja út — eins og örninn 1919 —, þá er nauðsynlegt að alfriða hann. En sé um ránfugl að ræða sem er afar- hættulegur fyrir fuglalíf í landinu, er friðun um lengri tíma varhugaverð, og má ekki komast á nema áður fari fram rannsókn um hlutaðeig- andi fugl, hvað hann sé margur og hvar helst á landinu hann haldi sig; því þótt hann sé nær horfinn á ein um stað, getur verið mikið af honum annarsstaðar. Mér er óhætt að full- yrða, að þetta var ekki gjört 1919, hvað fálkann snerti, og eg tel að þá hafi tæplega verið þörf á þessari fálkafriðun, og því síður að hún verði framlengd, heldur þvert á móti, og mun eg i eftirfarandi línum skýra fré á hverju eg byggi þetta álit mitt. þegar árið 1920 fanst mér þessi friðun fálkans athugaverð. Mér var vel kunnugt um að þá var enginn hörgull á honum hér i Kelduhverfi og Axarfirði, og eins hitt, að honum hafði alls ekki fækkað næstu ár á undan. En eg vissi ekki hvað þessu leið í næstu sveitum, og því ritaði cg árið 1924 í alla hreppa þingeyjar- sýslnanna beggja, og bað menn leita upplýsinga um hve margir fálkar ættu hreiðui- í hverjum hreppi. Menn brugðust yfirleitt vel við þessu og á veturnóttum s. á. hafði eg fengið svar úr öllum hrepþunum nema 4, sem aldrei létu neitt til sín heyra. Tilgangur minn með þessu var sá að reyria að komast nærri uin það hve margir fálkar væru til í sýslun- um haustið 1924. Verður það að sumu l.eyti áætlun, sem auðvitað má altaf deila um, en sé varlega farið ætti hún a 1 d r e i að verða o f h á. En áætlun mín er svona: Samkvæmt skýrslunum sem eg fékk voru hreiðriri samtals 28; var full vissa um að þau voru öll til og hvergi tvítalið hreiðwr. Nú á fálkinn jafnaðarlegast 4 egg, fleiri eða færri eru örfáar undantekningar, svo jafn- aðartala fugla sem fylgir hverju hreiðri er 6, 4 ungar og 2 fullorðnir. Verður þá tala fálkanna 28X6=168. þá má gera ráð fyrir að nokkur hefir hlotið einróma lof allra neytenda Fæst í öllum verslun- um og veitingahúsum Aðstoðarhjúkrunarkonu vantar frá fyrsta júlí næstk. við sjúkrahúsið Gudmanns Minde á Akureyri. Umsóknum veitir móttöku Sjúkrahússstjórnin kríuungann sér til matar bæði kvölds og morgna nokkra daga í röð, sjald- an færri en 2 í hvert sinn, uns hann var drepinn, en þé tók líka alveg fyrir ungadrápið, og á því sást að hér var aðeins einn fálki að verki. þess skal getið að eg hefi aldrei fundið kjöt í sarpi fálka yfir sumar- mánuðina, en á veturna nokkrum sinnum. þegar eg hefi alið fálka hafa þeir þurft sem svarar 1 rjúpu hver á dag til þess að vera sæmilega fóðraðir, og mat þurfa þeir minst tvisvar á dag. En fálki, sem drepur sér til mat- ar, vinnur sjaldnast vel að veiðinni, enda finnast þráfaldlega eftir þá hálf- étnir fuglar, og stundum er aðeins étið ögn framan af fuglinum, en brjóstið alt, afturhlutinn og innýflin ósnert að mestu. Sá fálki, sem þar hefir verið að verki hefir ekki etið sig saddan af þeim fugli, heldur heíir hann hlótið að vera búinn að drepa áður, eða drepur rétt á eftir. En hann sveltir sig aldrei ef hann nær í fugl, og drepur eins oft á dag og hann getur og vill. Fáikinn veiðir fugla jöfnum hönd- um 'sitjandi eða á flugi. Sitjandi fugl grípur hann ávalt með klónum, en íljúgandi fugl slær hann stundum með vænghorninu — vanalega til dauðs í einu höggi —, og grípur þá svo með klónum. Hafi hann náð lif- andi fugli í klærnar, þarf hann að drepa hann, og gerir það á hann hátt að hann heggur nefinu í höfuð fuglsins og möívar höfuðkúpuna. Se fuglinn ekki stór, eða er hálfdauður eftir högg með vængnum, gerir fállc- inn það fljúgandi, annars þarf hann að setjast til þess, og með stærri andir kemst hann ekki langt séu þær með nokkru lífi. Sem dæmi þess hve þung högg fálkinn greiðir með vængnum, má geta þess að hann tek- ur stundum sundur hálsinn á rjúp- unni, og á grænhöfða andarstegg sem hann sló aðeins eitt högg var allur hálsinn að ofan fleginn inn aö beini, cg höfuðkúpan brotin. Aðalfæða fálkans er rjúpan, en auk hennar ræðst hann á marga aðra fugla. Eg hefi sjálfur komist að raun um að hann drepur þessa fugla: rjúpu, lóu, spóa, hrossagauk, keldu svín, sendling, stelk, æðarfugl og ali- ar andir nema stóru toppönd, lunda teistur og allskonar svartfugl. Og mér iiefir verið sagt að hann hafi drepið hæns og grágæs. það er ekk- ert undarlegt þótt hann tæki hæns, en ýmsum kann að þykja ótrúlegt að hann hafi borið af gæs. Eg fyrir mitt leyti trúi því vel, því eg hefi séð hann ráðast á álpt og lemja hana til jarðar, blóðuga á hálsi og baki eftir bardagann. Enginn getur sagt hver þar hefðu orðið leikslokin, ef mig hefði eigi borið þar að, því auðvitað fældi eg fálkann burtu, en álptin komst þá hér á lónið og var óhult úr því. Nokkrar æður af eggjum hefir fálk- inn drepið hér í varpinu, og andir líka. Og þess eru allmörg dæmi að fundist hafi hér í sveitinni rjúpur drepnar frá ósjálfbjarga ungum, og ungamir dauðir af kulda og hungri örskamt frá leifunum af móðurinni, og einu sinni fylgdi fálki eftir önd sem var að skríða til vatns með unga sína, og komst þangað að lok- um með eina 2 af 9—11, hina hafði fálkinn drepið eða vilt frá henni. Og líkt þessu kemur miklu oftar fyrir en menn vita. ' Eg hefi leitast við að skýra sem réttast frá því sem hér er sagt, og hefi ekki viljandi hallað á fálkann. Og að öllu þessu athuguðu þykir mér langsennilegast að óhætt sé að telja að hver fálki hafi minst 300 fuglalíf á samviskunni á ári hverju. Eg get með engu móti haft þessa á- ætlun lægri; og þeir sem eg hefi leit- að álits hjá um þetta, telja þessa tölu of lága. — En þeim sem kynnu að þykja hún of há, ræð eg til að lesa það sem Brehm segir um hauk- inn í „Dyrenes Liv“. Hann þekti ekki fálkann af eigin raun. Mér finst sú lýsing að mörgu leyti eiga svo vel við fálkann. þá er eftir að athuga hvern usla íálkinh gerir á fuglum hér í þing- eyjarsýslum og verða framangreind- ar tölur lagðar þar til grundvallar. Séu hér í sýslum ca. 770 fálkar og hver þeirra drepi til jafnaðar 300 fugla, þá er tala allra fugla drepinna á árinu 231.000. Árið 1924 voru hér i sýslum 200 fálkar, og hafi fjölgunin verið þannig að árið 1925 hafi þeir verið 320, 1926 450, 1927 580, þá er þetta samanlagt 1550, sem margfaldað með 300 gerir 465.000, sem er tala fugla þeirra er fálkinn hefir banað hér 1 þingeyjar- sýslum, og bæti -maður einu ári við frá því 1. sept. síðastl. til jafnlengd- ar næsta ár (770X300=231.000) verður fuglatalan 1 þessi 5 ár 696.000. þetta er nægileg tala. En þó er hér slept úr öllum þeim fuglum sem allir fálkaungar i öll þessi ár hafa þurft sér til viðurværis frá því þeir skriðu úr egginu óg fram til 1. sept. ár hvert, og skiftir það auðvitað þús- undum. Enginn vafi er á því, að meiri hlutinn af því sem fálkinn drepur eru rjúpur, enda fer henni alt af fækkandi með hverju ári sem líður, eða svo er það hér. Og þótt stjórnin grípi nú til þeirrar heimildar sem felst í lögum um friðun rjúpna og al- friði þær um lengri eða skemmri tíma, þá nægir það ekki. það þari að nema, friðun fálkans úr gildi nú þegar á næsta þingi, því það er eng- in von til að rjúpunni fjölgi ef fálk anum fjölgar eins ört hér eftir eins og á undanförnum árum. Hér skal svo staðar numið. Um friðun fálkans áfram eftir 1930 er l mínum augum óþarft að minnast á, því eg álít hún geti alls ekki komið til mála. Lóni 1 Kelduhverfi í janúar 1929. BJöru Guðmundsson. Ritst.ióri: Jónas Þorbergsson Iiaugaveg 44. Sími 2219. / Prentsmiðjan. Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.