Tíminn - 16.03.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1929, Blaðsíða 1
9g afgwtöeíama&ur Cimans er S,annoeig fJorstíinsöóttir, SdfhbonííeijTÍstnu, THtBfó/ccM. 2&fQC2fb&tCí Cimans er í SambanbsijúSuui. 0pin öngiega 9—(2 f. 4. «ítmi <©0. XHL ár. Reykjavík, 16. mars 1929. Hinar alvarlegu deilur milli vinnuveitenda, eða forráðamanna atvinnutækjanna og- hinna vinn- andi manna, verða nú æ alvarlegri hér á landi. Orsök atvinnustríðsins er sú, að verkamennirnir éiga ekki sjálfir atvinnutækin og bera ekki sjálfir hinn raunverulega hag eða halla sem af atvinnurekstrinum verða kann. Þeir verða því aldrei eins ánægðir eins og ef þeir ættu sjálfir að bei’a alla ábyrgð af útkomu at- vinnunnar. Næsta undarlegt ei’, að verkamenn skuli ekki gera tilraun- ir í þá átt, að stýra sjálfir sínum eigin atvinnutækjum, þai' sem því verður við komið. Leiðirnar til þess liggja gegnum félagsskapinn. Á hinu leitinu ættu vinnuveitend- ur að ráða fólkið með ágóðahluta alstaðar þar sem það gæti átt við. Gott samkomulag á þessum vettvangi er báðum aðilum máls- ins fyrir bestu. Stífni og kröfu- frekja er aðeins til að hella olíu í eld stéttahatursins. Sannreynd virðist það vera, að stjórn fjölmargra atvinnufyrir- tækja er fram úr hófi dýr og óhag- kvæm. Stjómendurnir eru ekki vægastir í kaupkröfum sínum. Þeir lifa svo oft við óhóf og áberandi eyðslu, líta niður á þjóna sína eins og einhverjar lægri verur, sem hafi enga metnaðartilfinningu. Þetta er sameiginlegt með mörgum þeim, sem komast til auðs og valda taka hálaun,eða hljótamikinnarð af rekstri sinna fyrirtækja. Böm þeirra alast svo tíðum upp við iðju- leysi og eyðslu, sem kostar þau enga fyrirhöfn. Verða þau svo beinlínis og óbeinlínis til byrði fyr- ir þjóðfélagið. Það er kostað kapps um að troða þeim inn í hina bók- legu skóla og láta þau læra alt ann- að, en að vinna sér brauð í sveita síns andlitis. Þannig fjölgar altaf því fólki, sem komast vill að em- bættum hjá ríkinu, stofnunum þess og öðrum fyrirtækjum, t. d. verslun og skrifstofustörfum, sem veitt geta einhverja stöðu, sem fellur í geð þessa fólks. Embættis- og starfsmenn rík- isins þykjast heldur aldrei vera nógu hátt launaðir, því eins og gefur að skilja, verður þeim afar- dýrt aö sjá hinum, oft á tíðum, iðjulitlu fjölskyldum sínum far- borða svo sem tískan heimtar, en hún gefur síst eftir á sínum kröf- um. Hinsvegar stynur fátækari hluti þjóðarinnar undir háum sköttum og tollum, sem það fær lítið fyrir í aðra hönd, annað en starfsmannaskarann og andstygð afkomenda þeirra á vinnunni. Börnin úrkynjast og verða sem visin lauf á fúnandi stofni. Vinnugleðin þverrar en iðjuleysið eykst, augað hættir að sjá, eyrað að heyra og höndin tapar leikm sinni. Fólkið flykkist saman í sjóþorp- in og kaupstaðina og berst þar á banaspjót verkfallanna, milli þess sem það eyðir kaupi sínu í fánýtan búðarvaming, tóbak, á- fengi, dansskemtanir eða aðrar líkar tilraunir til að drepa tím- ann. • Á hinu leitinu býr sá hluti þjóðarinnar, sem ekki hefir enn þá tekið föggur sínar og flutt út að sjónum, að langmestu leyti í verulegum skrælingjabústöðum. En sá hluti þjóðarinnar á, ef til vill, eitthvað eftir af hugsunar- hætti konunnai’, sem neitaði bónda sínum um að selja jörðina og flytja sig, með bömin sín, á mölina við sjóinn. Hún treysti sér ekki til að ala börnin sín þar upp, eins og henni líkaði. Þjóðfélagið mundi á engan hátt verja fé sínu betur, en þann, að lyfta undir með byggingar og ræktun í sveitunum. Þar með skapar það tryggingu fýrir því að, þar vaxi upp hraust, lífsglöð og starfsöm kynslóð, sem hamli móti úrkynjun þeirri, er því miður mun eiga sér stað í kaupstöðun- um. Enginn má hugsa sem svo, að hann sé vaxinn frá vinnunni eða telji sér minkun að taka verk í hönd. Efnamennimir, jafnt sem aðrir, ættu að sjá sóma sinn í að láta böm sín læra að neyta starfsorkunnar við líkamlega vinnu. Bamaskólarnir og jafnvel aðrir skólar, ættu að kenna ýmis- legt verklegt, til nytsemdar fyrir nemendur. Námsskeið í ræktun matjurta, blóma og trjáa, væri æskilegt að þessir skólar gætu haft um hönd að vorinu. „Það ungur nemur gamall temur“. Amkell. Sökum þess að Ferðafélagi íslands berst jafnan fjöldi fyrirspurna, frá innlendum og erlendum mönnum, um verð á öllu, sem að ferðalögum lýtur, hefir félagið ákveðið að safna sem nákvæmustum upplýsingum í þessu efni. Félagið vill því beina þeirri mála- leitan til allra hér landi, sem hafa greiðasölu í einhverri mynd, leigja hesta eða bifreiðar, að senda félaginu þær upplýsingar, sem hér segir: 1. Gististaðir: a) Verð á næturgisting, b) — - einstökum máltíðum, c) — - fyrir gisting og mat einn sólarhring eða lengur. 2. MatsttlustaSlr: a) Verð á einstökum máltíðum, b) — - kaffi með brauði, c) — - mjólk með brauði. 3. Hestleiga: a) Verð á dag i 1 dag, b) — - — -2 daga — eða lengur, c) kaup fylgdarmanns á dag með hesti. d) leiga á reiðverum. 4. Blfreiðar: a) Verð fyrir 4-m. eða 6-m. bifreiðar, ákveðnar vegalengdir frá þeim stað sem bifreiðarnar starfrœkj- ast, b) verð fyrir hvert sæti, ákveðnar vegalengdir, og upplýsingar um fastar áætlunarferðir. Svar við spurpingum þessum ósk- ast sent félaginu nú þegar, þó eigi síðar en 15. mars n. k. í árbók félagsins 1929, sem út kem- ur í vor, mun verða prentuð skrá yfir gisti- og matsölustaði um alt land, ásamt nöfnum þeirra, sem farartæki hafa að bjóða, og hvað alt þetta kost- ar á hverjum stað. — Til þess að komast á skrá þessa, verða menn að senda félaginu upplýsingar þær er að ofan greinir. Utanáskrift félagsins er: — Pósthólf 597, Reykjavík. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS. ---—O------ Geitnalælcningar pað er ekki langt siðan farið var að gera gangskör að því að lækna geitnasjúklinga hér á landi. Komst fyrst verulegur rekspölur á það þegar röntgengeisla-lrekningarnar komu. til sögunnar. Árið 1922 var, að tilhlutun Læknafjelags fslands, gerð talning .t öllum þeim geitnasjúkum, sem lækn- ar vissu um. Samkvæmt framtalinu var ályktað, að um 100 — eitt hundr- að — menn hefðu geitur, þ. e. cinn af liverju þúsundi Sú hugmynd var borin fram að koma öllu þessu fólki í lækning, og uppræta sjúkdóminn á íslandi. það er ekki einasta svo, aö geiturnar eru blettur á hverri menn- ingarþjóð. En geitnasjúklingarnir eru undantekningarlítið ógæfusamt fólk, sem verða fyrst menn með mönnum og geta farið að njóta lífsins, þegar þeir eru heilbrigðir orðnir. Hugmyndir almennings um eðli sjúkdómsins eru æði skakkar. Flestir hugsa, að geitur orsakist af óþrifnaði. þetta er eklci rétt. Sjúklingar þessir eru ekki óþrifnari, en annað fólk. Annað mál er það, að séu geitur A annað borð komnar í kollinn, ma heita ógerningur að verja liann lús. Geitur orsakast ekki af óþrifnaði út af fyrir sig, heldur sérstökum sveppi, er tekur sér bólfestu i hárrótinni. Kláði orsakast, sem kunnugt er af maurum, en ekki af óhreinindum einum. Að sínu leyti er eins um geit aldri, af foreldrum sínum, eða öðr- um geitnasjúkling á heimilinu. Til Röntgenstofunnar hafa stundum kom- ið heilar fjölskyldur, til lækninga. Flest hafa verið í einu sjö systkini út- steypt i geitum. það var glatt á hjalla, þegar lækningunni var lokið, og hópurinn fór heim. Börnin voru myndarleg og efnileg, en lítilsvirt og kvalin af nágrönnunum, vegna sjúk- dómsins. Geitnalækningar á síðari árum hafa að mestu leyti farið fram á Röntgen- stofunni. Siðan lækningastofan tók til starfa, árið 1914, hefir verið læknað á annað hundrað geitnasjúkra. Með geislunum er losuð burtu hárrótin, og þar með sveppirnir. Oft er bágt ástand í kollinum, þegar alt fer að losna — geitnaskófir, lúsahrúður og vilsuskorpur. Allur- kollurinn er þá stundum í blæðandi flatsæri, og er furða að hár skuli spretta þar á ný. En undantekningarlítið sprettur hár allsstaðar aftur, nema þar sem sköll- óttir blettir eru fyrir. Lækningin er sársaukalaus. Geitur hafa verið mjög víða á land- inu. Sjúklingar þeir, sem leitað hafa til Röntgenstoíunnar eru úr 22 læknis- héruðum. Árið 1923 var farið að veita styrk úr rikissjóði til lækninganna, og hefir það orðið til mikillar hjálp- ar. Áriö 1924 voru t. d. læknaðir 20 sjúklingar, en alls hefir verið lækn- aður 121 sjúklingur á geislastbfunni. Mér er ekki nú kunnugt um geitna- fjölskyldu neinstaðar á landinu. Smámsaman hefir tekist að ná þeim í lækningu, sem til spurðist. En vafa- laust eru geitnakollar á stangli hér og þar. það kemur stöku sinnum fyrir, að sjúklingamir eða aðstand- endur þeirra eru ófúsir á, að leita lækningarinnar. Eg veit t. d. um telpu austur í sveit, sem eklci fæst í lækning. Móðir hennar hefir meiri trú & grasakonunni, en geislastoi- unni. Vafalítið kemur sjúklingurimi eftir 1—2 ár, en leitt er ef hún sýkir frá sér á meðan. í þessu efni verður að fara að fólki með lægni og rósemi. Markmiðið er að útrýma geitum alveg úr landinu. Eg hefi mikla trú á að það muni takast, þannig að ekki sjáist hér geitnasjúklingur nema örsjaldan, eins og annarsstaðar á Norðurlöndum. Læknisskoðun skóla- Ávarp urnar. pær eiga sina sérstoku sjult dómsorsök — geitnasveppinn. Geitur eru fjölskyldusjúkdómur Venjulega sýkjast systkini, á barns 16. blaff. ........ barna er mjög mikilsverð í þessu skyni. Við skoðunina finnur læknir- inn veikina, og fær barniö ekki skóla- vist, nema læknað sé. Skólaskoðunin er menningarverk. sem héraðslækn- arnir og skólalæknirinn í Reykjavík vinna á ári hverju, og hefir hún vafa- laust mikið gildi, til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og bæta þrifnað meðal almennings. í Læknablaðinu er á ári hverju birt skýrsla um geitnalækningar undanfarins árs. Læknum er því vel lcunnugt um gang lækninganna, og eru vonandi vel á verði. En það er ekki nóg. Sjúklingar, sem læknar ekki vita ef, verða að gefa sig fram sjálfir, eða aðstandendur að koma þeim á framfæri. Hreppsnefndir hafa oft reynst smásálarlegar um fjárfram- lög lianda geitnasjúklingum, þótt sjaldan hafi verið um miklar fjárupp- hæðir að ræða. þó eru til heiðarlegar undantekningar frá þessu, enda mætti það gjarnan vera metnaðarmál hvers sveitarfélags, að enginn fyndist þar geitnakollurinn. Kostnaðarhlið málsins er sú, að úr rikissjóði er veitt 3/b af ferða- og dvalarkostnaði geitnasjúklinga. Ann- ast landlæknir þessar greiðslur. Geislalækningin og læknishjálp að öðru leiti, er veitt endurgjaldslaust 4 Röntgenstofunni, og eru geitnasjúkl- ingar þer aufúsugestir--af ýmsum ástæðum. þeir eru allra sjúklinga þakklátastir fyrir hjálpina, enda hafa margir þeirra ekki átt notalegu aö venjast. Lækningin má heita fljót og örugg, og gerir sjúklingana að nýjum mönnum. Útrýming geitna er menn- ingarmál, sem öllum ætti að vera ljúft að styðja eftir megni. G. Cl. -----0----- Rílcissicrifttofu húsið og Jón Þorláksson. Ríkissjóður borgar húsaleign, ljós, hita og ræstingu í a. m. k. tuttugu skrifstofum í Rvík. Víð- asthvar er leigan rándýr, og auka- gjöldin eru þó enn meiri. Telst mönnum svo til, að landið gi-eiði minst helmingi meira fyrir afnot þessi, heldur en vera þyrfti, ef það tæki sjálft lán, og reisti skrif- stofuhús á einhverri af hinum ónotuðu lóðum ríkisins í höfuð- staðnum. Samhhða því, að húseigendur í Reykjavík stórgræða á að leigja landinu skrifstofuhús, hefir land- ið, aðallega fyiir forgöngu íhalds- manna tekið að láni um 7 miljónir króna erlendis, sem veðdeild hefir lánað út á gamla og nýja hús- skrokka 1 Reykjavík. Ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessum miljónalánum, sem gengið hafa til að byggja um Rvík. En að dómi Ihaldsmanna er það goð- gá, ef ríkið notaði eitthvað af lánsfé því, sem það útvegar, til að byggja yfir starfsfólk sitt, og spara þannig helming kostnaðar við húsnæði fyrir skrifstofumar. Jón Þorl. hefii’ manna mest róg- borið núverandi -stjóm fyrir að vilja spai’a landinu fé með því að byggja fyrir lánsfé skrifstofuhús ríkinu til handa. En sjálfur bygg- ir Jón stórhýsi fyrir lánsfé, í miðri Reykjavík, aðeins til að græða á því að leigja dýrara en sem svarar byggingarkostnaði. Borgari. -—o------- Skipstrand. Togarinn Norse frá Hull strandaði á Hvalnesi á innan- verðu Reykjanesi aðfararnótt 6. þ. m. Sjór var kyr og björguðust menn allir en skip ónýttist. Á víðavangi. Síldareinkasalan og Björn Líndal. Hinn 24. f. m. boðaði Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda til fundar um síldareinkasöluna, og var Bj. Líndal málshefjandi. Tveir af fram kvæmdastj. einkasölunnar, þeir Einar Olgeirsson og Pétur ólafs- son voru þá nýfamir héðan úr lænum. Framsöguræða Líndals var að ýmsu leyti fróðleg. Lýsti hann í upphafi með sterkum orð- um því öngþveiti sem ríkt hefði í síldarversluninni síðustu árin áð- ur en einkasalan komst á. Komst hann svo að orði, að aðstaða ís- lenskra síldarframleiðenda gagn- vart útlendingum hefði verið orð- in svo bágborin, að eigi hefði verið unt að sökkva dýpra. því næst talaði hann um síldareinka- sölulögin frá 1926 og kvað út- gerðarmenn hafa leitað í tvö ár í sínum hópi að hæfum mönnum til að veita síldarsölunni forstöðu, en sú leit hefði orðið árangurs- laus. Jafnframt lýsti hann yfir því, að hann væri ánægður með hinn fjárhagslega árangur einka- sölunnar síðastliðið ár. Er mikils virði slík yfirlýsing af munni þessa manns, því að naumast verður Líndal grunaður um það, að vera vilhallur einkasölunni. Síðari hluti ræðunnar var að mestu leyti ádeila á framkv.- stjóra einkasölunnar. Þótti Lín- dal framkvæmastjórarnir hafa gert óhagstæða samninga, en lítið varð úr því árásarefni í höndum hans, af því að hann var áður bú- inn að viðurkenna erfiðleikana á slíkri samningargerð. — Ingvar Pálmason alþm. varði gerðir framkvæmdastjóranna. 1 sama streng tóku Steinþór Guðmunds- son skólastjóri (sem sæti á í sildarútflutningsnefnd), Har- aldur Guðmundsson alþingism. og ólafur Guðmundsson útgerðar- maður. Jón Bergsveinsson talaði um matið á síldinni og kvað reglu- gerðina um flokkun síldar hafa verið óframkvæmanlega, en hana hafði Líndal samið að'mestu leyti. óskai’ Halldórsson útgerðarmaður gerði góðlátlegt gys að fálmi íhaldsmanna í síldarmálunum. Líndal veittu lið ólafur Thors og ólafur Gíslason framkv.stj. Er tæplega hægt að hugsa sér öllu rosalegra glamur um alvörumál en það, sem Ólafur Thors lét sér um munn fara í þessum umræðum. En um aðra ræðumenn mátti segja, að þeii’ gerðu sér nokkurt fai* um að ræða málið með sanngimi, þótt misjafnlega tækist. — Tillaga kom fram í fundarlok um að lýsa van- trausti á stjóm einkasölunnar, en frá henni var horfið, er á átti að herða. Vai’ð því rýr árangurinn að órásum Líndals á hendur fram- kvæmdastjórunum, enda sennilegt, að þær hafi fremur átt rót sína að rekja til skapsmuna en fyrir- hyggju. X. Vísa. Eftirfarandi vísa hefir Tíman- um borist um viðureign þektra st j órnmálamanna: „Jónsson vissi altaf alt öllum rökin sagði. Þorláksson með þelið kalt þögn á metin lagði“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.