Tíminn - 23.03.1929, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1929, Blaðsíða 4
64 TlMINN Bændur, athugíð vel hvort þér getið komist af án vélavínnu við heyskapínn. Kaupið s7íi,'i/éu/eó heyvinnuvélar þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum notendum víðs- vegar um land alt, er tíl sýnis á skrífstofu vorri. Saxnband íssl. samvinnufélaga Soya Hin ágæta margeftirspurða Soya frá Efnagerð Reykja- víkur fæst nú í allflestum verslunum. Húsmæður! Ef >ið viljið fá matinn bragðgóðan og lit- fagran þá kaupið ekta Soyu frá H.f. Efíiagerð e/kjavík ur. Kemisk verksmiðja. I heildsölu hjá: Tóbaksverslun íslands h. f. Enna- hnappar og alt tíl upphluta Sent út um land gegn póstkröfu. Jón Sigmundsson, guliomiRar Sími 883 — Laugaveg 8. Jðrðin Eystri-Tunga í Vestur-Landeyjum er til sölu. Laus úr ábúð 14. maí n. k. Uppl. gefur Olaíur Þorgrímsson lögfræðingur Aðalstræti 6 Sími 1825 J Vegna þess, hvað Dollar—þvottaefnið vinnur fijótt ogvel, hafa einstöku konui' álitið, að í því hlyti að vera klór. Efna- rannsóknastofa ríkisins hefir nú rannsakað DOLLAR og al- gerlega ómerkt slíkan hugarburð með svofeldum ummælum: „Ekkert klórkalk eða önnur slík klórsamböml eru í þvottadufti þessu og heldur ekki amsarskonar bleikiefniu. Húsmæður! Af ofanrituðu er augljóst, að þér eigið ekki á hættu að skemma fötin yðar, ef þér notið DOLL- AR. En auk þess sparar DOLLAR yður erfiðið við þvott- inn, alla sápu og allan sóda. Notið DOLLAR og notið það samkvæmt fyrir- sögninni. Fæst í flestum verslunum bæjarins. I heildsölu hjá: orkað á peningamarkaðinum. Lán eru veitt ríkjum eins og einstakl- ingum eftir möguleikum þeirra til aö endurgreiða og ávaxta lánin og með þeim vaxtakjörum, sem svara til hins raunverulega fjárhagsá- stands. Á peningamarkaðinum er eftir engu öðru farið. Urn þetta efni vísast að öðru leyti til álits Ad. av Jochnick forseta banka- stjórnar ríkisbankans sænska o. fl. Marcus Wallenberg, sem er einn af þeim, sem standa bak við þá umsögn, mun nú vera einn þektasti fjármálamaður Norður- landa og manna kunnugastur þeim reglum, sem gilda á pen- ingamarkaði stórveldanna. Festing krónunnar í núverandi gildi er í því fólgin, að Alþingi setji ný myntlög, þar sem ákveðið sé, að krónan skuli framvegis hafa þá gullþyngd, sem svarar til núverandi gengis. Reiknað eftir dollargengi eiga þá kr. 8037 ís- lenskar að jafngilda 1 kg. af skíru, ómyntuðu gulli. Það kunna einhverjir að sjá eftir hinu gamla myntsambandi við Norðurlönd, sem þó hefir ekki verið raunveru- legt undanfarið vegna mismun- andi gengis Norðurlandakrónanna, að íslensku krónunni meðtaldri, og raunar var fram að 1918 í því fólgið, að við höfðum enga eigin mynt þrátt fyrir eigin seðlaút- gáfu, lieldur dönsku krónuna. En slík myntsambönd eins og Norður- landasambandið er lítils virði og getur jafnvel skapað hættur, sem sjálfstæð mynt er ekki háð. Um það skal að öðru leyti vitnað til þess, sem próf. G. Cassel segir í áliti sinu. Það eina myntsamband, sem oss varðar nokkru að vera í, er „myntsamband“ þeirra þjóða allra, sem gullfót hafa, og þeirra trygginga og þæginda í gjaldeyr- ismálum þurfum vér sem fyrst að verða aðnjótandi. Það mætti að vísu, um leið og gjaldeyririnn er festur í núver- andi gildi, taka upp einhverja aðra gjaldeyriseiningu en nú gild- ir, t. d. gömlu norrænu krónuna, og láta þá núgildandi myntlög standa óhreyfð, en lögákveða, að allur núverandi gj aldeyrir, sem er í umferð, skuli innleystur í hinum nýja gjaldeyri, og innieignir, skuldir og verðlag á vöru og vinnu umreiknað yfir í þá mynt á sama hátt og þegar ríkisdalnum var breytt í krónu og álnum í metra. Slíkt er í eðli sínu ná- kvæmlega hið sama og hér er stungið upp á, að gert sé með myntlagabreytingu, en mundi þó valda óþægindum og misskilningi, sem auðvelt er að sneiða hjá með myntlagabreytingu, og hefir að okkar dómi ekki þá kosti, sem á- stæða sé til að gangast fyrir. Auk þess er ekki ástæðulaust að ótt- ast, að slík breyting á gjaldeyris- einingunni hafi nokkur áhrif til hækkunar á verðlag alment, en verðlagið er fullhátt fyrir, eins og bent hefir verið á, og ber að forð- ast alt, sem aukið getur þau vand- kvæði, sem þar af leiða fyrir fest- ingu núverandi gengis. Beinasta leiðin er að festa þá krónu, sem nú gildir. Það breytir engu, held- ur segir einungis: núverandi á- stand skal haldast! Það virðist ekki ástæða til að taka ný erlend lán í tilefni af fest- ingu krónunnai' í núverandi gildi, fremur en til að halda henni í sama gildi, ef halda ætti áfram hækkunum síðar. Það er hin sama þrekraun, svo að engu munar um skyldur Landsbankans, hvort heldur nú á að festa til frambúð- ar eða halda föstu genginu vegna síðari hækkunar. Alt veltur það á því, að Landsbankinn hafi nægi- legan erlendan gjaldeyri til um- ráða til að svara eftirspurninni. En rétt mun, að Landsbankinn haldi enn um skeið þeirri láns- heimild, sem hann hefir í New- York, ef til hennar skyldi þurfa að grípa í svip, en ef nauðsyn yrði lengri lána, sem ekki er útlit fyrir að svo stöddu, þá veitir sú láns- heimild nægilegan frest til slíkra útvegana. Að öðru leyti vísast til álits- skjala þeirra erlendu sérfræðinga, sem leitað hefir verið til, N. Ryggs bankastjóra Noregsbanka, Ad. av Jochnick, forseta banka- stjórnar ríkisbankans sænska — en bak við hans álit standa einnig þeir Marcus Wallenberg einka- bankastjóri, V. Moll ríkisbanka- stjóri og F. von Krusenstjerna bankaeftirlitsmaður — og um- sagnar próf. Gustavs Cassel um gengismál íslands, en hann var beðinn að láta í té svo ítariega umsögn sem hann teldi þurfa til úrlausnar. ----«----- Halldóri Reykjavík ------ í Hrunámannahreppi er til sölu Upplýsingar gefa sr. Kjartan Eirikssyni Simi 175 -------1 og ábúðar í næstkomandi fardögum. Helgason Hruna, og Slcúli Agústsson Nönnugötu 8, Rvík Aukasambandsþing' Ungmennaíélaga íslands verður háð á Þingvöllum í sumar og hefst 18. júní. Nánar auglýst síðar. f. h. Sambandsstjórnar Kristján Karlsson f*$*l fWl fWl '‘^yYv*-5 ^yy>^? Augiysið í Tímanum Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Laugaveg 44. Sími 2219. Prentsmíðjan Aota.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.