Tíminn - 18.05.1929, Blaðsíða 1
(Sfyalbfeci
og afgeei6ðÍBma&UT (Eimúhs er
H^ð n n r e t g f>orst«t nsöóttir,
Sámbattösijúsinu, BeyfjaDÍf.
;rf
Frystihúsmál
Skagfirðinga
I.
Skýrsla til sýslunefndarinnar.
Bæði hér innan. héraðs og utan
þess hefir undanfarið missiri
gengið orðasveimur um það, að
Kaupfélag Skagfirðinga ætli sér
að bægja viðskiftamönnum Slát-
urfélags Skagfirðinga, og kaup-
manna hér á staðnum frá því að
geta notað frystihús það, sem K.
S. «er að byggja, og þessvegna sé
þeim nauðugur einn kostur, að
byggja annað frystihús fyrir sig
og sína menn.
Astæðan fyrir þessari frábægni
K. S. mun af sumum talin sprott-
in af óvild til S. S., en aðrir telja.
þetta gjört að undirlagi lands-
stjórnarinnar. En hvorugt er rétt
tilgetið eins og síðar mun sýnt
verða.
Nú er það vitanlegt, að m.iög
margtr héraðsbúar eru því mót-
fallnir að héraðinu sé íþyngt með
því að byggja tvö frystihús hér
á sama staðnum, en sumir telja
þó að ekki muni verða hjá því
komist vegna áðurnefndrar mein-
bægni K. S.
1 tilefni af ofangreindum orða-
sveim, og vegna andmæla mai’gra
héraðsbúa gegn byggingu tveggja
frystihúsa á einum og sama stað,
telur stjórn K. S. ástæðu til að
gefa háttvirtri sýslunefnd skýrslu
um þetta frystihúsmál, bæði
vegna þess að sýslunefndin hefir
áður um þetta fjallað, og til þess
að fulltrúum, sem sæti eiga í
sýslunefndinni gefist kostur á að
vita, og skýra sveitungum sínum
frá, hvað sé hið sanna og rétta
í þessu máli.
Um það sem gjörðist í máli
þessu til loka aðalsýslufundar nl.
ár er sýslunefndinni kunnugt og
þarf því ekki að skýra frá því.
Þó skal þess getið, sem eg mun
hafa skýrt frá á síðasta sýslu-
fundi, að fyrir og um fundinn átti
eg tal við atvinnumálaráðherrann
um lánveitingu til frystifélagsins,
og svaraði hann, að fé mundi
verða handbært til frystihúsbygg-
inga, en um það hve mörg og hvar
fyrstihús yrðu bygð á árinu færi
landsstjórnin aðallega eftir tillög-
um stjórnar S. 1. S., sem hefði
haft og hefði enn með höndum
tilraunasölu á frystu kjöti.
Fyrir lok sýslufundarins sendi
eg skeyti vegna fyrstifélagsins til
atvinnumálaráðherrans, þai’ sem
eg óskaði eftir að fá þá þegar
símsvar um hvort lánið fengist
eða ekld, en því skeyti var ekki
svarað. Eg talaði síðan við for-
stjóra S. I. S. og bað hann að
mæla með lánveitingunni við
landsstjómina, en hann sagði að
stjóm S. 1. S. væri því mótfallin
að fleiri frystihús en tvö yrðu
bygð á árinu, og vildi ekki lofa
meðmælum, en hlutleysi. Þá tal-
aði eg enn við atvinnumálaráð-
herrann, og sagði hann sem fyr
að fé mundi verða til, en taldi
óþarft að stofna samvinnufélag
aðeins til að frysta kjöt, þar sem
starfandi samvinnufélög væri fyr-
ir á staðnum, og lán til frysti-
hússbygginga vildi hann helst
veita starfandi samvinnufélöigum
bænda, og þá helst kaupfélögum,
að fordæmi fyrverandi lands-
stjóma.
timan 5 er i Sarribanfrstjúsmu.
(Dpin öa^lega 9—(2 f.
jSími %9».
Þegar fullvíst var orðið að lán
mundi ekki fást til frystifélags-
ins, spurðist eg fyrir um hvort
K. S. mundi geta fengið á eigin
ábyrgð lán til fyrstihússbygging-
ar, og taldi ráðherrann að það
gæti komið til mála „á þessu, eða
næsta ári“, en fullnaðarsvar um
það kom ekki fyr en á aðalfundi
K. S. hinn 14. apríl.
Á þeim fundi var svo samþykt
að byggja frystihús á árinu, og
bjóða S. S. að vera með. Sam-
kvæmt þeirri fundarályktun skrif-
aði svo stjórn K. S. sláturfélags-
stjóminni bréf svohljóðandi:
„Með því að nú er vitað sam-
kvæmt símskeyti frá atvinnu-
málaráðherra, sem hingað barst i
gær, að viðlagasjóðslán til frysti-
hússbyggingar hér á Sauðárkróki
verður; veitt Kaupfélagi Skagfirð-
inga, og með því að nýafstaðinn
aðalfundur Kaupfélagsins sam-
þykti, að fengnum þessum fregn-
um, að taka lán og byggja frysti-
hús nú í sumar sem ætlast er til
að geti starfað á komanda hausti,
tilkynnum vér hér með, sam-
kvæmt fyrii-mælum nefnds kaup-
félagsfundar, háttvirtri stjórn
Sláturfélags Skagfirðinga að Slát-
urfélaginu er gefinn kostur á að
vera með kaupfélaginu um bygg-
ingu frystihússins og frystingu á
kjöti á sem líkustum grundvelli
og samkomulag náðist umri sam-
þyktum frystifélagsins.
Væntum vér heiðraðs svars yð-
ar svo fljótt sem unt er“.
Bréf þetta var samdægurs sent
áleiðis til formanns Sláturfélags-
ins, en stjóm Sláturfélagsins hef-
ir aldrei svarað því.
Aðalfundur S. S. var haldinn
um mánaðamót apríl—maí, og
meðan á fundinum stóð kom Sig-
urður Bjöi-nsson á Veðramóti til
mín og lét í ljósi efa um að lands-
stjómin mundi leyfa að S. S.
hefði nokkra hluttöku í frystihús-
inuf svaraði eg því að það væm
ástæðulausar getsakir í garð
hennar, því að eg hefði orð ráð-
herranna fyrir því, að þeir ætl-
uðust til að Sláturfélagið og kaup-
manna viðskiftamenn gætu notið
góðs af frystihúsinu með fryst-
ingu á kjöti, en þar eð þetta
nægði ekki til þess að útrýma efa
Sigurðar, lofaði eg að síma til
stjórnarinnar um þetta.
Atvinnumálaráðherra var þá
utanlands, svo eg talaði við Jónas
Jónsson ráðherra. Kvaðst hann
líta svo á, að þar sem Kaupfélag-
inu væri veitt lánið, þá hefði það
umráðarétt yfir húsinu, en að
sjálfsögðu ættu S. S. og viðskifta-
menn kaupmanna að eiga kost á
að frysta kjöt í húsinu eftir þörf-
um meðan húsrúm leyfði.
Um svar þetta, sem eg skýrði
Sigurði frá, varð nokkur ágrein-
ingur okkar í milli um það hvem-
ig skilja bæri. Hann vildi, að því
er mér skildist, halda því fram að
S. S. væri með þessu svari fyrir-
munað að hafa til umráða nokk-
urn hluta af húsinu, en eg hélt
hinu fram, að út á við teldist hús-
ið eign K. S., en hvemig félögin
skiftu með sér umráðarétti og
notkun hússins heimafyrir mundi
landsstjórnin láta alveg afskifta-
laust. Og eg er enn sem áður
sannfærður um að svo mundi
verða, því það er augljóst að sem
eigandi hússins hefir K. S. fullan
ráðstöfunarrétt á því, að óskert-
um tryggingarskilmálum lánveit-
Reykjavík, 18. maí 1929.
anda. Um þetta atriði veltur ált
á samkomulagi milli félaganna.
Skömmu eftir aðalfund S. S.
hélt stjórn K. S. fund um frysti-
hússbygginguna, og var á þeim
fundi ákveðið að byggja húsið,
og stæi’ð þess ákveðin þannig, að
S. S. gæti fengið 1 /3 hluta þess
til afnota, ef vildi. Síðan var leit-
að leyfis byggingamefndar um að
fá að reisa húsið á lóð K. S., sem
næst bryggjunni að auðið væri,
eða ef það fengist ekki, þá á lóð,
sem félagið hafði fengið loforð
fyrir inná flæðunum austan ak-
brautarinnai’, en byggingamefnd-
in synjaði um leyfi til að byggja
húsið á þessum stöðum.
Var þá um tíma ekki annað
sýnilegt, en að hvergi fengist við-
unanlegur staður fyrir húsið.
Loks tókst þó að fá keypta lóð,
sem Höepfnersverslun átti sunn-
an Sauðáróss, og þar fékkst ieyfi
til að byggja húsið. Var þá geng-
inn nærri heill mánuður í það að
fá byggingarleyfið og lóð undir
húsið.
Var þá orðið svo áliðið sumarið
að sýnilegt var, að húsið mundi
naumast fullgert fyrir haustkaup-
tíð, enda varð og sú raunin á.
Hér eru þá í stuttu máli sögð
höfuðatriðin í sögu þessa máls,
sönn og rétt, og samkvæmt skjal-
legum heimildum um það, er
snertir afskifti og framkomu K.
S. í þessu máli, og vona eg að
þar með sé það augljóst, að sakir
þær, sem bornar hafa verið á K.
S. og landsstjómina í þessu máli
séu ástæðulausar, og að kviksög-
ur þær, sem gengið hafa um þetta
margumtalaða frystihússmál séu
ekki á rökum bygðar, heldur
sprotnar af misskilningi, eða ein-
hverju öðm af lakari toga
spunnið.
Loks skal eg lýsa yfir því, að
stjóm K. S. stendur enn við til-
boð sitt til S. S. í framangreindu
bréfi frá 15. apríl f. árs, og jafn-
framt því, að stjórnin hefir frá
fyrstu ætlast til að húsið verði
opið til afnota, eftir þvi sem hús-
rúm leyfir, öllum sauðfjárfram-
leiðendum héraðsins, sem aðstöðu
hafa til að nota það, og með sömu
kjörum og kaupfélagsmönnum.
Virðingarfylst.
Sauðárkróki, 8. mars 1929.
F. h. stjómar K. S.
Sigfús Jónsson.
Til sýslunefndarinnar í Skaga-
fjarðarsýslu.
II.
Ósannindum andmælt og hnekt.
Fáum dögum eftir að framan-
birt bréf til sýslunefndarinnar var
í’itað, barst mér í hendur 10. tölu-
blað Varðai’ með grein eftir Sig-
ux’ð Bjömsson á Veði’amóti, er
hann nefnir: „Tímasannleikur“.
Hefir S. B., eða einhver fyrir hans
hönd, verið óheppinn í nafngift-
inni, því að öði’um höndum er þar
farið um sannleikann en gexist í
dálkum Tímans. Er greinin rétt-
nefnd: ósannindi, og höfundur
hennar manna maklegastur að
verða ai’ftaki að nafninu „Stóri-
sannleikur".
I gi’eininni er höfundur hennar
að í-eyna að klóra yfir, og rétt-
læta ranghermi Jóns Þoiiáksson-
ar í áramótaprédikun hans í
Morgunblaðinu, þar sem harrn
(sennilega eftir ósönnum heimild-
um fi’á öðrum) er að reyna að
ófrægja landsstjómina fyrir gerð-
ir hennar í frystihúsmáli Skagf.
34. btað.
Þessa pi’édikun J. Þ. var ritstjórl
Tímans svo hlálegur að taka til
athugunar í 3. tölubl. hans þ. á.,
og hrekja lið fyrir lið öll rang-
hermi hennar.
Nú vita allir, sem kunnugir eru
og vilja segja satt, að S. S. hefir
aldi-ei sótt um viðlagasjóðslán til
fi-ystihússbyggingar, en K. S.
hafði sótt um slíkt lán áður en
hugmyndin um stofnun Frysti-
félagsins fæddist, en skaut mál-
inu á frest þangað til fullséð var,"
að frystifélagið mundi aldrei kom-
ast á laggimar, bæði vegna
skifti’a skoðana heima fyrir um
fyrirkomulag þess, daufra undir-
tekta manna í héraðinu að ganga
í félagið, þegar eftir þvi var leit-
að, og loks vegna aðgerða sýslu-
nefndarinnar í máli þessu,þar sem
hún á fundi, 8. mai’s f. árs, veitir
frystifélaginu og kaupmönnum
loforð fyrir ábyi’gð á láni til
fyrstihússbyggingar með því skil-
yrði, að þessir aðiljar verði inn-
an eins mánaðax* búnir að færa
sönnur á að húsið verði komið
upp og starfiækt í næstu haust-
kauptíð, og að þeir standi sam-
an um bygginguha. En vitanlegt
vai’, að þessir aðiljar mundu
naumast koma sér saman þá
fremur en áður, þar sem búið
var, meðan málið var í undirbún-
ingi, að þrautreyna að ná sam-
komulagi við kaupmenn, en hafði
ekki tekist.
En að þessum mánaðarfresti
liðnum skyldi ábyrgðin yfirfæi’ast
til S. S., og ekkert um það feng-
ist af meiri hluta sýslunefndar-
innar, þó S. S. hefðist ekkert að
til framkvæmda á húsbyggingunni
í marga mánuði eftir að mánað-
ai-fresturinn til frystifélagsins
var liðinn.
Þetta er skýlaus bending um
það hve miklum vinsældum
frystifélagið átti að fagna hjá
meirihluta sýslunfendarinnar.
Hvað ætli hefði sungið í S.
B. ef landsstjöi’ixin hefði farið
svo að? Skyldi haxm ekki, ef hann
vildi vera samkvæmur sjálfum sér
hafa talið það „útilokun“ á K. S.,
en „fríðindi“ feld í skaut S. S.
Þegar hann var að berjast
fyrir þessaii úrlausn málsins í
sýslunefndinni, þá hefir ekki ver-
ið fædd í heila hans skilgreining-
in á fi’ystifélaginu, sem hann
hefir sett saman í Varðargrein
sinni og hljóðai’ svo:
„Þegar tvö samvinnufélög S. S.
og K. S., í emu Iagi undir nafninu
Frystifélag Skagfii’ðinga sækja
um viðlagasjóðslán í gegnum
sýslunefnd Skagf. td frystihús-
byggingar á Sauðárkróki, þá neit-
ar stjórnin að veita lánið þannig,
að bæði félögin geti notið þess,
heldur tekur Kaupfélagið út úr og
veitir því lánið í heimildai’leysi
þágildandi laga, með það fyrir
augum að drepa hitt samvinnufé-
lagið (S. S.)“.
Ef þessi skilgreining S. B. (að
S. S. og K. S. séu — Fx’ystifé-
lagið) væri rétt, (sem hún vitan-
lega er ekki eins og síðar skal
Býnt), og ef hún hefði staðið
svona í höfði hans á sýslufund-
inum, þegar haxm var að sam-
þykkja ábyrgðarheimildina, þá
hefði hann unnið sama ódæðið,
sem hann sakar landsstjórnina
um, og í raun og veni margfalt
meira ódæði, svo að lítt fyrirgef-
anlegt væri, þar sem haxm þá var
í stjóx-n K. S. og skylt að gæta
hagsmuna þess. Mdð því áð veita
Frystifélaginu (þ. e. S. S. og K.
S., eftir skilgreining Sigurðar)
loforð fyrir lánsábyrgð, sem falli
úr gildi eftir aðeins einn mánuð,
sé skilyrðum á framkvæmdum á
fi’ystihúsbyggingunni ekki full-
nægt, en veita hmsvegar S. S.
ábyrgð um óákvesðinn tíma, þ.'»
ekkert sje af þess hálfu fram-
kvæmt nærfelt í heilt ár, er hann,
samkvæmt siimi eigin skýringu,
orðinn sekur um það, að eftir
mánaðarfrestinn, sem augljóst
var að var óhæfilega stuttur,
„tekur“ hann Sláturfélagið „útúr“
og veitir því einu áyrgðina „með
það fyrir augum að drepa hitt
samvinnufélagið" (K. S.)
Eg vil ekki ætla S. B. svo mik-
inn ódreng, að hann, verandi í
stjórn K. S., hefði greitt atkvæði
í sýslunefndinni um mál þetta
eins og hann gerði, ef hann hefði
álitið að S. S. og K. S. væru eitt
og hið sama sem Frystifélagið.
Eitt er af tvennu: Annaðhvort
hefir S. B. greitt atkvæði um mál
þetta á þann hátt, sem ekki sæm-
ir góðum dreng, eða framangreind
skilgreining hans á Frystifélaginu
er blekking ein til þess að reyna
að ófrægja landsstjórnina í máli
þessu. S. B. var einn af nefndar-
mönnum, sem höfðu með höndum
undirbúning Frystifélagsins, og
hann vissi því vel að félagið átti
að vera sérstakt og sjálfstætt
samvinnufélag.
Hvorki K. S. né S. S. voru sjálf-
sagðir félagar, heldur átti félagið
að samanstanda af þeim mönnum
í héraðinu, sem vildu ganga í það,
sem löglegir félagar, án tillits til
þess hvort mennimir væru félags-
menn í K. S. eða S. S., eða í hvor-
ugu þeirra félaga. Af þessu er
augljóst, að sem félög voru hvorki
K. S. né S. S. í Frystifélaginu,
enda þó félagsmenn þeirra, eins
og aðrir framleiðendur héraðsins,
hefðu opinn aðgang að félaginu,
ef þeir vildu.
Það er því rétt hermt hjá rit-
stjóra Tímans, að Sláturfélagið
sótti aldrei um viðlagasjóðslán.
En Kaupfélagið endumýjaði lán-
beiðni sína eftir að vonlaust var
orðið um lán til Frystifélagsins,
og eftir að áðumefndur ábyrgðar-
frestur sýslunefndarinnar var lið-
inn, og ábyrgðin veitt Sláturfé-
laginu einu.
Snúast þá á S. B. sjálfan
ósannindabrigsl hans um ritstjóra
Tímans^og hlutdrægnisbrigsl hans
til landsstjórnai*iimar, því enginn
gæti með sanngimi ætlast til
þess, að hún veitti lánið því félag-
inu, sem aldrei sótti um það, en
neitaði hinu, sem bað um lánið.
Svo kemur saga S. B. um það,
sem gerðist á aðalfundi Sláturfé-
lagsins í fyrra vor.
Eg var ekki staddur á þeim
fundi, vegna lasleika, en fregnir
hafa borist um það, að allmikil
æsing hafi verið þar í sumum
fundarmönnum, og margt talað i
gaið landsstjómarinnar, og sumra
úr stjóm K. S. Fátt af því með
sannindum, en því fleira af get-
sökum, rangfærslum og dylgjum.
Um samkomulag fulltrúanna,
sem S. B. talar um skal eg ekk-
ert segja, en aðeins geta þess að
tillögurnar um samvinnuna víð
K. S. munu aldrei hafa verið bom-
ar undir atkvæði, svo það gat
ekki fullkomlega sýnt sig hve
„einhuga" menn vom í því máli.
En gmnlaust er mér ekki, að
lítill samvinnuhugur hafi veríð i