Tíminn - 01.06.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.06.1929, Blaðsíða 1
©jaíbfert 90 afetei&síuma&iH- Hmans er H^nnueið þorsteinsöótrir, Sdfhbanösíjíisinu. Seyfjorif. xm. ðr. frá MiSdal. Mér er ætíð í minni þegar eg heimsótti Guðmund Einarsson jafnaldra minn, að Miðdal, í fyrsta sinn. Það eru nú 22 ár síðan og Guðmundur var þá á 12. árinu. Var í ráði hjá okkur að fara upp í tjarnir að veiða. Ekki man eg nú hvort við fengum neina bröndu, en hitt man ég; að mér varð starsýnt á veggina í her- berginu, sem Guðmundur svaf í. Varla sást í þá fyrir teikningum og „málverkum“, sem hann hafði gert og var þar mikill pappír út- ataður. Sannast hér eins og fyrri, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Skömmu síðar skildu vegir okkar, eg fór af landi burt, en Guð- mundur austur í Þorlákshöfn og stundaði þar sjó. En teiknibækur hafði hann jafnan með sér þang- að og teiknaði þar margt og mik- ið — félágana í sjóbúðinni, báta, bæi o. þ. h. En seinna fór hann að móta í leir. Og þar kom að því ^ð hann hafði safnað sér nokkru fé er gerði honum kleift að bregða sér út yfir pollinn, út að takmörkum sjóndeildarhrings margra landa vorra — til Kaup- mannahafnar — og fékk sér þar tilsögn í að teikna og móta. En Guðmundur undi sér aldrei í Höfn og notaði fyrsta tækifæri sem gafst til að komast þaðan. Á Eng- landi hafði hann skamma dvöl, en í Þýskalandi var hann í nokk- ur ár og lengst í Munchen. Þar stundaði hann nám hjá prófessor Schwegerle myndhöggvara, en lærði jafnframt að teikna, mála og „radera“. Alla tíð vann hann að mestu leyti fyrir sér og fekk litla hjálp héðan að heiman. Stundum hafði hann ofanaf fyrir sér með veiði, í vötnum þar, því hann hefir alla tíð verið hin mesta aflakló. Að loknu námi syðra, kom Guð- mundur heim aftur, fyrir rúml. 31/2 ári og hefir dvalið hér síðan og starfað að ýmsu; höggið í stein, málað, raderað og teiknað. En hér er ekki vænlegt fyrir myndhöggvara að lifa af list sinni 0g hefir hann því neyðst til að leggja þá iðn til hhðar að miklu leyti, en lagt meiri stund á að mála og „radera“. Hann hef- ir oft farið á sumrin inn til jökla og óbygða og kann vel að segja frá þeim í verkum sínum. Yfir list hans er karlmenskublær; í teikningu er hann djarfur og þróttmikill og málar venjulega með dökkum litum. Yfir radering- um hans er léttari blær, enda við- fangsefnin þar önnur, svo sem klettar og kofar, sveitabæir og húsaþyrpingar. I febrúarbyrjun þessa árs fór G. E. utan með verk sín — mál- verk og raderingar — og efndi til sýningar hjá „Galleri Paulus“ í Munchen og er sá sýningarstaður í miklu áliti. Vakti sýningin mikla athygli og var listamanninum og landi voru til sæmdar í alla staði. Sýningin hlaut og ágæta dóma og var mikið um hana skrifað í Mtichenarblöðum. Er þannig sagt frá í Miinchener Zeitung 12. apríl; (Lauslega þýtt) „Mjög sjaldan verður maður var við íslenska list hér í Múnchen og fjöldinn allur veit alls ekki að nein slík sé til. En það væri meira en ótrúlegt ef hin frábæra náttúrufegurð Eddulandsins ætti ekki draumóra- menn með skapandi anda, sem flyttu okkur boð listarinnar frá undralandi sínu. Slíkur brautryðjandi er Guðm. Einarsson. Ilann hefir haft skifti á höipu forfeðra sinna og mynd- listinni og handleikur nú meitil, pensil og „rader“-nál, í stað penn- ans. Um þessar mundir sýnir hann málverk, teikningar og rad- eringar í Gallerie Paulus. Hann er sonur íslensks bónda og hefir kornið sér áfram með dugnaði og unnið fyrir sér á ýms- an hátt, þar til að hann gat gert listina að lífsstarfi sínu. Fyrst lagði hann stund á höggmyndalist og var við nám í Kaupmannahöfn, og einnig í Englandi og á Norður- Þýskalandi. En hér í Munchen fann hann fyrst það, sem hann leitaði að og vildi finna. Hann var lærisveinn próf. Schwegerle, en listaskólum ríkisins á hann einnig margt gott að þakka. Hann hefir faríð víða, m. a. um Grikkland og Austurlönd og þær slóðir virðast hafa haft meiri áhrif á hann er París. — Lista- verk þau, sem hann sýnir hér eru gjörð síðustu þrjú árin. Myndirnar sýna íslenskt eldfjalla- landslag, hið íslenska sumar og hinn eilífa snjó í einföldum gagn- hugsuðum en þó viðkvæmum stíl og eru myndirnar lausar við alla tilgerð. En viðfangsefni radering- anna eru aðallega frá ströndum íslands og frá hinum unaðslegu krókastígum í Schwabing, Au og Giesing. Svartlist (graphik) þessi er skyld hinni ensku og hefir á sér alþjóðasnið og það er ekki ein einasta mynd þar á meðal, sem er lítilfjörleg. Hve maxgir eru þeir listamenn, sem segja má slíkt um? Málverkin eru líka án und- antekningar afbragðsverk. Það má vera að sumum kunni að finn- ast þessi sterka og þó skólaða list ekki nógu fomleg fyrir Islending, en það getur eltki rutt þeirri stað- reynd úr vegi, að maður verður að taka ofan hattinn fyrii* Guð- mundi Einarssyni, í virðingar- skyni. Kunnátta hans og gæði myndanna neyða mann altaf og allstaðar til að nota virðuleg orð um hann“. Bayeriche Staatszeitung, 16. apríl: „1 Gallerei Paulus sýnir hinn ungi listamaður, Guðm. Ein- arsson, hvað hann hefir málað og raderað síðustu þrjú árin. Mál- verk hans sýna okkur ættland hans, landslag þess og eldfj alla- náttúru. Öfl úr basalti og hraun- breiðum, alvarlegar andstæður annara reginafla íssins og jökl- anna, sem senda frá sér strauma mjólkurlitaðra jökulvatna með ljósgrænum og gulleitum tónum, þar sem þau fylla gamla eldgíga. Þessum náttúruöflum Heklu og Vatnajökulseyjarinnar lýsir Guð- mundur á sinn hátt og eingöngu ástin til ættlandsins getur formað slíkt. Engum skáldlegum, hugræn- um æfintýrum, sem heyra forntíð- inni til blandai* hann í liti sína, heldur notar hann form og liti þá, sem náttúran býður, til að vekja alvarlegar og sterkar tilfinningar, án þess að stílfæra eða umskapa. Hinn sterki, skrautlegi tóxm mál- verka hans er eiginleiki hinnar íslensku náttúru. Daufgrænir og Reykjavík, 1. júní 1929. brúnir, og djúpbláir eru grúnn- tónar hins einfalda litatónstiga málarans. Og hann setur hina sterku liti með breiðum dráttum á léreftið. En hálendi íslands á einnig ljósari ásjónu. Við Þing- velli speglar vingjarnlegur blámi sig í vatninu og þar eru lýsandi ljósgrænir grasfletir. Og í fjarska milli fjólublárra fjalla glitrar bogadregið eldfjall líkt og ópal- steinn. 1 svartlistinni hverfur listamað- urinn frá hálendinu og niður að ströndum. Og þar verður hann innilegri þegar hann rissar í kopar- plötuna uppsátur, steindranga og húsaþyrpingar í rigningu eða huldar snjó. Ein af bestu rad- eringum hans er snævi þakimi kofi. Á henni má sjá fínlegt handbragð. Þykt og mýkt snjó- breiðunnar er ágætlega lýst og með fáum línum er formið ákveð- ið. 1 vali sínu á viðfangsefnum tekur hann ávalt það litræna sjaldgæfa, en aldrei hinar sjálf- sögðu snotru fyrirmyndir, sem allur fjöldinn notar. List Guðm. Einarssonar er alvarleg, raunveru- leg norræn list, sem talar máli, sem við skiljum“. Var svo um samið við Galleri Paulus að sýningin skyldi vera opin í 3 vikur. En svo mikla eftir- tekt vakti hún, að á hana komu 3 þúsund manns og stóð hún yfir í mánuð. Á sýningunni seldust 3 málverk og auk þeira allmargai* raderingar. Var og farið fram á við Guðmund að hann sýndi mál- verk sín víðar í Þýskalandi í stórborgunum, og innan skamms verður sýning hans opnuð í Köln. Ennfremur hefir verið beðið um sýningu þessa til Noregs í haust. Guðmundur Einarsson fi’á Mið- dal hefir með þessari sýningu sinni fært sig skör ofar, meðal hinna góðu listamanna okkar. Hann er maður víðförull, bæði innanlands og utan og hefir kunn- að að nota sér það, sem hann hefir séð. Ilann er maður fjölhæf- ur og hefir marga góða eiginleika Islendingsins. Þó hann handleiki lengstum meitil og pensil, þá hef- ir hann sýnt að honum er eixmig lagið að halda á penna, um það bera gi*einar hans ljóst vitni. Listamexm okkar geta flestum öðrum betur fært erlendum þjóð- um heim sanninn um að hér noi’ð- ur á hala veraldar búi menningar- þjóð, sem fi-amleitt geti fleira verðmætt, heldur en kjöt og fisk. Við eigum að vera listamöxmum okkar þakklátir þegar þeir gera það. Vegna þess bað eg „Tímann“ um rúm fyrir hessar línur. Ragnar Ásgeirsson. — Ungfrú Anna Borg leikkona er fyrir nokkru komin hingað til Reykjavíkur og tekin að stjóma æfingum í leikjum þeim, sem Leikfélagið ætlar að sýna hér nú upp úr mánaðamót- unum undir leikforustu Poul Reumert, nafntogaðs leikara frá Kaupmannahöfn. Leika þau bæði, Reumert og ungfrú Anna Borgog má því búast við að vel takist með leiksýningar þessar. Hefir leikur ungfrú Borg verið mjög rómaður 1 dönskum blöðum, er hún nýlega lék þar á móti Reumert, eins og fyrr var getið hór í blaðinu. Frá Alþingi Afgreidd mál. Lög um stjóm póstmála og síma- mála. Sú lireyting var gerð á frv. í Nd., að skýrt var tekið fram, aö sameining á afgreiðslustörfum við póst og síma skyldi komið á jafn- óðum og stöðurnar losna, nema þvi aðeins að verulegur sparnaður verði að fyrir ríkissjóð. Tilgangur þessara laga átti að vera sá að fœkka til muna opinberum starfs- mönnum til sparnaðar, en þar sem afgreiðslustörfin voru sameinuð skyldi það viðunanlega launað. — þossi breyting virðist gerð til þess að draga úr slíkum framkvœmdum. En væntanlega notar stjórnin þá ókvörðun laganna að sameina stövfin, þar sem verulegur sparnað ur vinst. Lög um lærslu kjördags til Al- þ'ingiskosninga. Samkv. þeim er kjör- dagur nú ákveðinn 1. laugardagur i julimán. Ýmsar aðrar uppástungur komu fram í báðum deildum um kjördaga, en þær voru feldar. Lög um rekstur verksmiðju til bræðsiu síidar. Sú breyting var gerð á frv., að sett var inn heimild fyrir stjórnina að selja verksmiðjuna samvinnufél. þeirra manna er við verksmiðjuna skifta, síldarútvegs- manna og sjómanna við útveginn, þegar að mínst a/s hlutar þeirru hafa stofnað slíkt félag. þó verður að bera þá róðstöfun undir Alþingi þeg- ar til kemur. Lög um breytingu á lögum um einkasölu á síld (nr. 8 1928). Heim- ila þau framkv.stj. einkasölunnar, að krefjast þess, að þeir sem veiðileyfi liafa, afhendi einkasölunni ferska sild til söltunar, þar sem því verður við komið og hún telur það nauð- synlegt. Iínnfremur er elnkasölunni ætlað að útvega tunnur, salt og ann- að efni er þarf til síldarverkunar. þá er' og lieimiluð ábyrgð ríkissj. til ársloka 1930 á lóni til einkasölunnar. þó má það ekki nema hærri upphæð en svo að bún og varasjóður einka- sölunnar á hverjum tíma nemi sam- tals 500 þús. kr. Skulu lánin end- urgi*eidd áður en nolckrum síldar framleiðanda verður endurgreitt meira en 18 kr. á tunnu saitsildar að meðtöldum umbúðum. Lög um varkamannabústaði í kaup- stöðum og kauptúnum. Skal stofna byggingarsjóði í kaupstöðum og kauptúnum, þegar nefndir kjörnar af bæjar- og sveitastj. færa rök að því við atvinnumólaráðh. að þess sé þörf. Ríkissjóður leggur árlega í sjóðinn 1 kr. fyrir hvern íbúa kaup- staða og kauptúna, og bæjar- og sveitasjóðir jafna uppliæð á móti; sjóðurinn getur tekið lán til útlóna- • atarfsemi s’innar, sem ríkissjóður og bæjarsjóðir ábyrgjast í jöfnum hlut- föllum. Skulu lónin veitt til bygging- arfélaga, sem reist eru á samvinnu grundvelli,,til að koma upp íbúðum fyrir félagsmenn sína. Skulu þau veitt gegn 1. veðrétti i húsum, og trygð með veðskuldabréfi fyrir hverja íbúð, er nemi í fyrstu alt að 85% af kostnaðarvcrði þeirra, og óvaxtist og endurborgist með jöfnum greiðslum, þannig að órlegt gjald sé 6% af allri lánsupphæðinni i 42 ár. þeir íbúar kaupstaða og kauptúna, sem ekki lmfa yfir 4000 kr. árstekjur, miðað við meðalt.al 3 síðustu óra, er þeir gerast félagsmenn, né yfir 4000 ltr. eignir, geta fengið slík byggingalón. þá eru og önnur skilyrði sett, sem of langt er að greina hér. Fjárlögin voru afgreidd með 22175,05 króna tekjaafgangi. Neðri deild gerði nokkrar bi’eytingar ó fjárl. eftir að þau komu frá Efri deild, var með- al annars felt niður framlag til Fjarðarheiðarvegar; nokkrar smáveg- is útgjaldatill. voru samþ. En yfir- leitt tókst NcL giftusamlega með þessa lokaafgr. fjórlagarma, og fylgdist 2^.fgteií>sía <E í m a n s er í Sambaa&síjúshm. (Dpin öagle^a 9—(2 f. 4. Stmi ^90. 38. blað. stjórnarflokkurinn þar fast að því að fella útgjaldatill. frá íhaldsmönnum, sem hið gamla „sparnaðarbandalag" þeirra fylkti sér uml þegar Ed. skilaði fjárl. til Nd. spáði Jón þor- lóksson þvi, að ef Nd. opnaði þau, þá mundu útgjöldin hækka um að minsta kosti 100 þús. kr.; en þetta fór á annan veg. Jón reyndist fals- spómaður eins og stupdum áður. Stjórnarfl. gætti sparnaðarins, en í haldsmenn horfðu harmandi á eftir útgjaldatill. sínum i gröfina. Ed. samþ. fjárl. óbreytt eins og þau konm aftur frá Nd. En Jóh. Jóh. og Ingibj. H. Bjarnason hreyttu ónotum til stjórnarflokksins fyrir það, að tekjuáætlunin skyldi ekki vera hækk- uð meira og útgjöldin aukin. Fluttu þau um þetta nokkrar ræður ón þess að nokkur brtt, lægi fyrir við umræðuna. Yfirleitt má segja að stjórnarflokknum hafi tekist mjög vel aðgreiðsla fjárl. á þessu þingi. þingsályktanir. Uengismálið. Fjárhagsnefnd Nd. flutti í sameinuðu Alþingi þessa þingsól. um að halda óbreyttu gengi gjaldeyrisins: „Alþingi ályktar að skora ó ríkis- stjórnina að sjá um, að núverandi gjaldeyrisgengi verði haldið ó- breyttu". Þessi greinargerð fylgdi till.: það virðist skýrt af þeim tveim frv., sem fram hafa komið, að meiri hluti Al- þingis sé þeirrar skoðunar, að halda beri núverandi gengi óbreyttu, en með því að sýnt er, að hvorugt írumvarpanna verði afgreitt, þykir rétt, að þingviljinn _ komi fram í ó- lyktunarformi. Fyrsti flm. Asg. Ásg. lýsti yfir þvi við umrœðurnar, að hann skoðaði svo sem samkomulag væri nú feng- •ið innan þingsins um þá úrlausn að verðfesta gjaldeyririnn, en smærri formsatriði væru menn ekki enn á- sóttir um. Hið sama kom og fram hjá öðrum ræðumönnum, að mikill hluti íhaldsflokksins væri nú fylgj- andi verðfestingu. Tillagan var sam- þykt með atkv. Framsóknarmanna og sumru íhaldsm.; ó móti voru Jafnaðarmenn, Sig. Egg. og nokkrir íhaldsm. Fáeinir íhaldsmenn greiddu ekki atkvæði. Kartöílugeymsla. Bjarni Ásg. og P. Ott. fluttu till. um að skora ó stjórnina að rannsaka: 1. ó hvern liótt best verði komið ó innlendri vátryggingu á kartöflum, svo að þær verði bæði trygg og. veðhæf eign. 2. hvernig best verði greitt fyrir því, að landsmenn geti sem fyrst full- nægt eigin þörfum um notkun þess- arar nytjajurtar. Er ætlast til þess að stjómin leggi frv. um þetta fyrir næsta þing, og ennfremur að fé- lag kartöfluframleiðenda fói styrk og lán til þess að koma upp öruggri kartöflugeymslu í Rvik og víðar. Tillagan var samþykt. Borgarnesbátur. Bj. Ásg. flutti till. i Nd. um að skora ó stjórnina að láta gera teikningu af skipi, er hent- ugt sé til ferða milli Reykjavíkur og Borgarness, og leita tilboða um byggingu þess, hvorutveggja fyrir næsta þing. Sumir þmgmenn vóru hræddir um að þessu hlyti að fylgja mikill kostnaður, og var tillögunni vísað til stjórnarinnar til þess að hún greiddi fyrir málinu. Um rýmkun landhelginnar. P. Ott. flutti -till. um að Alþingi skoraði ó stjórnina að hlutast til um að land- helgin vei-ði rýmkuð, þannig, að firðir og flóar og fengsæl fiskimið hér við land yrðu innan við línuna. þessi þingsál. var samþ. í bóðum deildum. Dýralæknir í Vestfirðingaíj órðungi. H. Steinsson flutti í Ed. till. um að skora á stjórnina, að láta dýralækn- irinn sitja áfram i Stykkishólmi, þar sem hann áður hafði aðsetur og var hún samþ. með 7:6 atkv. Landpóstierðir. Sig. Eggerz o. fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.