Tíminn - 08.06.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1929, Blaðsíða 2
134 TÍMINN Kenslukonu vantar í hússtjómardeild kvennaskólans á Blönduósi. Deildin byrj- ar að starfa 15. september. Umsóknir með launakröfum sendist undirrituðum, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar, fyrir 15. ágúst n. k. Hjaltabakka, 15. maí 1929. Þórarinn Jónsson (p. t. form. skólastjómar). undanteknu einu ári, 2—2y% mil- jón króna. Tíminn tók þennan þjóðvoða til ítarlegrar meðferðar og þjóðin vaknaði til glöggrar meðvitundar um að sukkið hlaut að hætta, eða að sjálfstæði þjóð- arinnar var með öllu glatað. Þá bregður „kosningabandalagið" við og kallar sig „sparnaðarbandalag“ og mennirnir, sem höfðu stýrt þjóðinni út í hið botnlausa skulda- fen töldu nú höfuðverkefni sitt, að bjarga við fjárhag landsins. Jafn- vel ætti við að drykkjurútar gengu fullir um að prédikuðu hóf- semi, eða uppvísir og dæmdir sauðaþjófar settu upp langar ræð ur, um löngun sína til að verja öryggi eignarréttarins. Von bráðar var kominn ekki einn blettur heldur margir á skjöld „spamaðarbandalagsins" og ný nafnskifti voru óhjákvæmileg, og undir kosningarnar 1923 tók Mbl. að nefna dáta sína nýju nafni: „BorgarafIokkinn“, og átti með því að tákna samtök spekú- lanta í landinu, móti iðjufólki landsins. Eftir kosningarnar 1923 köst- uðu Mbl.-menn þó borgaraheitinu. Jón Þorláksson var kosinn for- maður flokksins, og hann réði því, að hinn marghrakti her fékk að lokum sannnefni og nefndi sig íhaldsflokk. Þessi nafngjöf er eitt af því fáa í opinberri framkomu Jóns Þorláksonar, sem bendir á nokkum stjómmálaþroska. Þá var til í landinu flokkur verka- manna og flokkur frjálslyndra bænda. Eftir reynslu nútímaþjóða var við hlið slíkra flokka ekkert autt rúm nema fyrir afturhalds- flokk. Fyrir þann flokk var þó dálítið viðkunnanlegra að orða firmanafnið þannig, ‘að íhald, en ekki afturhald væri haft á oddin- um. Ekki hafði her Jóh. Jóh. og þeirra félaga fyr fengið þetta heiti, en liðsmennimir tóku að knurra og sögðu að svona mikil hreinskilni ætti alls ekki við, og yrði vanþökkuð af þjóðinni. Gísli Sveinsson í Vík varð einna fyrst- ur til að kveða upp úr með þetta og komst svo að orði, að flokkur- inn myndi verða að gjalti, ef hann ekki fengi sér annað heiti.. Hug Gísla má marka af því, að hann taldi ekki þörf á að umbæta stefnu eða vinnubrögð flokksins, heldur hitt að finna lævíslegra heiti. ' Eftir að Mbl.-menn höfðu um nókkurra ára skeið unnið opin- berlega undir skímarnafni því, sem Jón Þorláksson hafði valið, og undir forustu hans var óánægja orðin almenn og rót- gróin með hvorttveggja. Alment vita menn ekki utan sjálfs fhalds- flokksins, að menn voru jafnfúsir að losna við hinn stirða, þung- færa og álappalega foringja, eins og nafn það, sem Gísli Sveinsson taldi að gera myndi flokkssam- tökin að gjaldi einu. En málunum var í vetur svo komið, að óbreytt- ir dátar í flokknum vildu að með Jón væri farið líkt og stundmn er gert í stríði með foringja sem verið hafa óþarflega slysnir með forustuna. Þeir eru þá leiddir fram fyrir herinn. Tignarein- kenni eru rifin af þeim. Sverðið brotið í augsýn hermannanna, og hinn smáði foringi rekinn inn í fylkinguna milli óbreyttra liðs- manna. Nokkuð líkt hefir verið gert við Jón Þorláksson., Nafnið á flokki hans, nafnið er hann hafði valið og haldið til streitu um mörg ár, var tekið og kastað í ruslakistuna. Sjálfur var hann settur úr foringj astöðunni, og í stað einkaforstöðu í flokknum sett „ráð“ eða „soviet“ eins og í Rússlandi. Og í þetta „ráð“ er settur sá maður, sem Jón hafði mesta fyririitningu á, og hafði margsinnis lýst yfir, að hann vildi allra manna helst, að þurk- aður yrði út úr landsmálastarf- semi á Islandi. Svo sem til að fullkomna lítilsvirðinguna á hin- um fallna forkólfi, var flokknum valið heiti, sem Jóni og flestum samherjum hans var allra ógeð- feldast, nafn, sem Jón hafði fyr á árum gert sitt til að skaða og óvirða, meðan það var borið í alvöru, og sem tákn lifandi hug- sjónar, en ekki sem fölsk vöru- gylling pólitískra braskara. Einn af málrófsmönnum íhalds- flokksins hafði í sumar sem leið viðurkent að saga flokksins væri æði ljót orðin, og margir flekkir á skildinum. Nú hefir verið kast- að nafninu og foringjanum, í von um að fortíðin gleymdist. En ef þeir sömu kraftar starfa enn, sem voru þess valdandi, að verk voru unnin, sem blettuðu heiður flokksins, þá er lítil von um að nafnskiftin orki meiru en að aug- lýsa vesalmensku hamskifting- anna. Nú víkur sögunni að hinum hamskiftingnum, Sig. Eggerz. Frá því S. E. fór fyrst að gefa sig við stjómmálum virðist hann hafa haft alveg sérstaka óbeit á Jóni Þoriákssyni. Þegar Jón tók upp svörð fyrir Reykjavíkurbæ, kallaði S. E. hinn fallna íhalds- forkólf „mó-jón“ í blaði sínu. Um sama leyti gerði S. E. gys að dvergvexti Jóns, og ritaði um hann skopsögu, þar sem nomirn- ar lögðu á Jón, að hann skyldi jafnan skorta einn þumlung til að ná takmarki sínu. — Við síð- ustu kösningar sagði S. E. m. a. að hann skyldi ekkert í guði al- máttugum, að gefa öðrum eins flóðalöbbum og íhaldsforkólfunr um annað eins veltiár og 1924! En meðal alls þess sem S. E. gat vænt Jón Þorl., Jóh. Jóh. og M. Guðm. um, var ekkert fremui- að óttast, heldur en óþjóðrækni þeirra og eymd gagnvart útlendu valdi. Ef S. E. hafði í einu vit og áhuga fyrir sjálfstæði þjóðar- innar, voru engir ólíklegri til gagnlegs starfs, en þeir menn sem vildu ekki lifa á Islandi nema undir dönskum fána, og sem höfðu gert sig að auðmjúkum þjónúm þeirra Dana, sem þeir áttu að umgangast sem jafningja. Sig. Eggerz hafði um stund átt þátt í að halda uppi ílokksfélagi, sem kallaði sig „félag frjálslyndra manna“. Eftir að Sigurður hafði gefist upp og raunverulega gengið inn í Mbl.-flokkinn, gegn því lof- orði, að honum yrðu afhentir Mbl.-kjósendur í Dalasýslu, vildi Sig. svo sem vonlegt var freista að fá samþykki „flokks“ síns til þessai’a verslunarathafna. Kallar hann þá fund saman og virðast félagsmenn hafa komið um 40. Sig. ber þá fram bónorð Mbl.- manna um að „frjálslyndið“ gangi í eina sæng með íhaldinu. Byrjar þá megn mótstaða. Hinir eigin- legu „sjálfstæðismenn“ í félaginu risu upp öndverðir gegn því að láta „innlima“ sig hjá innlimun- armönnunum. Einn hinn reynd- asti sjálfstæðismaður í félaginu sagðist ekki vilja verða niðursetn- ingur á elliheimili íhaldsins. Ann- ar minti S. E. á hvernig Mbl. og forkólfar þess hefðu spottað þá og ofsótt, vegna sjálfstæðismál- anna. Sigurður Eggerz segir þá: Eigum við ekki að taka á móti útréttri bróðurhönd íhaldsins? Þá svaraði einn af ungu mönn- unurn í félaginu: „Það er engin bróðurhönd. Það er bara s v a r t a h ö n d i n“. Þá kom félagsmaður með dagskrá um að vísa innlim- unartillögu S. E. frá, sem móðg- skipun kenslugreina í. samræmi við þarfir og ástæður íslenskra sveitaheimila. Meðal annars legg- ur hún mikla stund á næringar- efna fræði og segir sem satt er, að þar sem stóimikill hluti af öllu því, er þjóðin eyðir sér til lífsframfærslu, fæði þjóðarinnar, gengur í gegnum hendur kvenna, skiftir ekki litlu að séð verði fyrir góðri kunnáttu þeirra um alla meðferð, geymslu og rétta biöndun næringarefnanna. Að vígsluathöfninni lokinni skoðuðu gestirnir staðinn, hús, kensluáhöld og mikið safn vand- aðra muna, bæði útsaum, vefnað, prjónvörur, niðursoðnar matvör- ur o. fl. Var síðan öllum gestum skólans boðið til borðs og veitti Sigurborg af þeirri rausn og prýði, sem fátíð mun vera í sveit- um á íslandi. — Kvöddu gestirnár síðan staðinn eftir mjög ánægju- legan dag. I skólanum voru um 20 hús- mæðraefni síðastl. vetur og munu núverandi húsakynni skólans eigi leyfa meiri aðsókn. En skamt mun þess að bíða, að skólinn taki vexti fyrir atbeina þeirra héraða, sem hann er helgaður og tilstyrk ríkisins, enda hefir um það sérstöðu meðal íslenskra skóla, að undir hann hafa runnið stoðir með gjöfum þeim, er fyrr var getið. andi fyrir frjálslynda félagið. Dagskráin var að vísu feld með liðugum 20 atkvæðum móti tæp- um 20. En innlimunartillagan sjálf var aldrei borin upp. S. E. sá, að öllu líklegast var að hún yrði feld þegar í stað. Tilkynti Eggerz þá, að síðustu, að hann gerði ekkert með hvað félagið segði. Hann færi sínu fram — yfir í bræðraherbúðirnar, hvað sem flokksbræður hans segðu um vistaskiftin. Lauk svo málinu að félag frjálslyndra manna er klof- ið, að líkindum í tvo nokkuð jafn- stóra hluta. Með S. E. fór hinn „spekulerandi" hluti flokksins, en hugsjónamennimir, og þar með nálega allir ungu mennirnir, neita að ganga á vald svörtu hendinni. Sjálfstæðishreiðrin höfðu hin síðari ár aðallega verið tvö, ann- að í Rvík, hitt í Dölum. Ungu Reykvíkingarnir voru búnir að svara fyrir sig. Dalamenn voru eftir. En á miðvikudaginn var gafst þeim nokkurt tækifæri til að láta sjást merki þess, hvern hug þeir hefðu á makki S. E. við íhaldið. Framsóknarmenn höfðu boðað stjómmálafund í Búðardal. Þangað sóttu 350—400 manna víðast að úr sýslunni. Fulltrúar þriggja stjórnmála- flokkanna, Framsóknarmanna, Jafnaðarmanna og Mbl.-manna höfðu jafna aðstöðu á fundinum, til að skýra stefnu flokkanna. Með S. E. var til víggengis M. J. þm. Reykvíkinga og ritstjóri að blaði S. E. — Framan af fundinum var torvelt að sjá hvert hugur fundarmanna stefndi. — Sveitamenn eru oft seinlátir að gefa til kynna hvað þeim býr í brjósti. En þegar tók að líða á fundinn, og málin að skýrast frá öllum hliðum, byrjuðu fundar- menn að láta í ljósi sterka vel- þóknun á allri gagnrýni á hinum endurskapaða íhaldsflokki. Er þar skemst af að segja, að allan síðari hluta fundarins fögmuðu áheyrendur með lófataki hverri ræðu, sem haldin var á móti Mbl. og S. E. En allan fundinn út fékk Sigurður, og samherjar hans tveir engan slíkan vott um sam- hug áheyrenda. Enginn maður á öllu Islandi kann jafnvel að hlusta þjóðar- hjartað í þessum skilningi, eins og Sigurður Eggerz, enda var það mál manna, er til þektu, að hann hefði orðið fyrir miklum von- brigðum, að því er snerti trú hinna raunverulegu sjálfstæðis- manna í Dölum, á verkum þeim, er hann hafði framkvæmt þeim viðvíkjandi, með því að ætla að fara með kjósendur sína beint inn í íhaldið gamla, og það án þess að ráðfæra sig við nokkúrn mann í kjördæminu um þessa ný- stárlegu framkvæmd. Hvernig sem litið er á flokks- myndun þá, sem væntanlega verð- ur oft kend við svörtu höndina, kemur hið sama í Ijós. Nafn- skiftin á flokki Mbl., úr leifum Heimastj ómar, í kosningabanda- lag, í sparnaðarbandalag, í borg- araflokk, í íhaldsflokk og að síð- ustu yfir í sjálfstæði með gæsa- löppum, er alt tóm óheilindi og loddaraskapur frá upphafi til enda, alveg eins og þegar einn alþektur smáborgari í Rvík, ætt- aður austan úr sýslum, hefir fjórum sinnum skift um nafn — til að reyna að eridurbæta útgáf- una af sjálfum sér, eins og gam- ansamur maður sagði um hann. Og viðtökurnar, sem S. E. hefir fengið hjá sjálfstæðismönnunum í frjálslynda félaginu og í Dölum, munu væntanlega geta sannfært hann um að stjórnmálin á Islandi eru að verða eitthvað annað en verslun með þingsæti og fríðindi til handa „verslunarstjórunum“. J. J. Dóms- og kenslumálaráðherr- ann, Jónas Jónsson, brá sér á varðskipinu Óðni vestur að Stað- arfelli í Dölum, til þess að vígja þar hinn nýstofnaða húsmæðra- skóla. Bauð liann með sér nokkr- um gestum, þar á meðal blaða- mönnum. Fór Óðinn héðan úr Reykjavík á mánudagskvöldið. Auk frúar ráðherrans og dætra voru með í förinni: alþingismenn- irnir Jón BaldvinSson og Sig. Egg- erz ásamt frú sinni. Af hálfu blaða fóru Guðm. Benediktsson ritstjóri, Ingim. Jónsson skóla- stjóri, Jónas Þorbergsson rit- stjóri, Páll Steingrímsson rit- stjóri og Þorst. Gíslason ritstj. Og enn var með í förinni Magnús Kjaran kaupm. í erindum Al- þingishátíðarnefndarinnar. Við Elliðaey slóst í förina Sig. Sig urðsson búnaðannálastjóri, en í Stykkishólmi Magnús Jónsson prófessor og alþm. Ýmsir fleiri fengu far frá Stykkishólmi, til þess að vera viðstaddir skóla- vígsluna. Athöfn þessi hófst með því, að Stefán skáld frá Hvítadal las upp ágætiskvæði, er hann hafði ort og gefið skólanum. Var það síðan | sungið. Þá flutti ráðherrann ræðu * 1 síria. Rakti hann tildrög og sögu skólamálsins. Er skólinn stofnað- ur af tveimur stórgjöfum, sem áður eru kunnar : Herdísarsjóðn- um og gjöf Staðarfellshjóna, Magnúsar Friðrikssonar og konu hans. Lýsti hann yfir því, að skólinn væri stofnaður frá þeim degi og að hann, samkvæmt gjaíabréfi frú Herdísar Bene- diktsen, skyldi nefnast „Minnáng Herdísar og Ingileifar Benedikt- sen“. — Auk ráðherrans töluðu Þorsteinn, sýslumaður Dala- manna, sem tók við skólanum fyrir hönd síns héraðs, Sigurborg Kristjánsdóttir forstöðukona skól- ans, Sig. Eggerz alþm., Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri, Páll V. Bjarnason sýslumaður Snæfellinga og Magnús Friðriks- son fyrrum bóndi á Staðarfelli. Þá las séra Ásgeir í Hvammi upp gott kvæði eftir Jóhannes skáld úr Kötlum og var það að lokum sungið. — Síðastliðin tvö ár hefir verið haldið uppi kenslu á Staðarfelli | undir forstöðu Sigurborgar Krist- I jánsdóttur frá Múla. Skýrði hún ! í ræðu sinni frá starfsemi skól- ! ans og var skýrsla hennar um j margt merkileg. Er það augljóst . að ungfrú Sigurborg hefir haft I með höndum frumlega nýsköpun | á svíði húsmæðrafræðslunnar, á þann hátt að haga starfi skólans og um námsgreinaval og niður- HU! i BÉÉI Að lokinni vígslu Staðarfells- skóla var haldið að Búðardal, en þar hafði dómsmálaráðherrann boðað til stjórnmálafundar á mið- vikudaginn. Áður fundur hófst gafst nokki-um af þeim, sem voru í förinni, kostur á að skreppa á hestbak og heimsækja nokkra, merka sögustaði í nágrenninu. — Var fundur settur kl. 1. Setti í dómsmálaráðherra fundinsn og nefndi til fundarstjóra Bjarna bónda Jensson í Ásgarði. Fórst honum fundarstjórn vel úr hendi. — Talaði fyrstur Jónas Jónsson ráðherra. Rakti hami nokkuð upp- haf og sögu þeirra tveggja megin- flokka, sem nú takast á í land- inu: Annars vegar Framsóknar- flokkurinn, sem hefir ókvikull lialdið uppi merki sínu og unnið áð heilsteyptri stefnuskrá, síðan hann hófst til vaxtar. Hinsvegar Ihaldsmenn, sem hafa, síðan 1916, stöðugt. vafsast í nafnbreytingum og feluleik frammi fyrir þjóðinni. Þar sem annarsvegar hefði verið unnið að stefnuhvörfum í at- vinnuháttum og framförum lands manna, með þeim afleiðingum, að um þessar mundir væri að hefj- ast bylting í búnaðarefnum, sein yrði á sinn hótt jafnstórfeld eins og atvinnubyltingin við sjóinn; væri hinsvegar leikin þrotlaus skollablinda bak við sískifti- leg flokksheiti, til þess að dylja hugsjónaleysi, sérdrægni og óþjóðrækni fjáraflamanna Rvík- ur, sem væru uppistaðan í lands- málasamtökum Ihaldsmanna, með Mbl. að höfuðmálgagni. Kvað hann að af hálfu Framsóknar- ílokksins væri stefnt að viðreisn sveitanna með aukinni ræktun, vélavinslu, sem ein gæti gert ein- yrkjabúskapinn í sveitunum hugs- anlegan, hagkvæmum lánskjörum til nýræktar, húsagerðar, nýbýla- stofnunar með stofnun og eflingu alþýðuskólanna o. fl. — Sýndi ráðherrann fram á, að öll hin margbreytilegu flokksfyrirbrigði fésýslu- og útgerðarmanna Rvík- ur hefðu haft eitt sameiginlegt mark. Morgunblaðið hefði verið höfuðmálgagn þeirra frá önd- verðu og mætti því vel, er litið væri yfir glundroðann, kenna samtökin við málgagnið og kalla flokkinn einu nafni Mbl.-flokik. — Næstur tók til máls Sig. Egg- erz. Mun bros hans sjaldan hafa verið breiðara, en er hann hóf mál sitt um „mál málanna" og útskýrði fyrir „háttvirtum kjós- endum“, hvernig hann hefði inn- limað allan íhaldsflokkinn á grundvelli sjálfstæðismálsins! En allar innrásir hans í hjarta sinma kæru kjósenda virtust mishepn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.