Tíminn - 06.07.1929, Page 1
©)a£bícri
afeMÍÖ&inmaðnr (<man$ er
Hjjnnectg þ o r s t c t n s 6Ó tli r,
SÖftihanCeljrösirai. SgföcaM.
Stf^tef&sía
Simans er i SorrtbantiSÍjúSUie,
(Dpín daglíga 9—(2 f. 4.
Shirt <06.
XIE ftr.
Reykjavík, 6. júlí 1929.
45. blað.
Landsmálafundir
í Borgarfirði og á Snæfelisnesi
Fundir þeir, er auglýstir höföu
verið á Vesturlandi að tilhlutun
Framsóknarflokksins, hófust á
Akranesi 20.júní. Af hálfu flokks-
ins mættu á þessum fundum
Hannes Jónsson dýralæknir og
Jónas Þorbergsson ritstjóri; af
hálfu íhaldsflokksins Sig. Eggerz
alþm. og Pétur Ottesen alþm. Á
Akranesi mætti og af hálfu Jafn-
aðarmanna Sigurjón ólafsson
alþm.
Aikranesfundurinn hófst um kl.
7 síðdegis og var vel sóttur.
Fundarstjóri var séra Þorsteinn
Briem. Voru þau fundarsköp sett,
að allir flokkar hefðu jafna að-
stöðu og var ræðutími takmark-
aður eftir samkomulagi.
Jónas Þorbergsson hóf umræð-
ur á öllum fundunum með yfir-
litsræðu um uphaf, eðli og stefnu
núverandi stjómmálaflokka í
landinu. Benti hann á, að þar sem
frelsisbarátta einstaklinga og
þjóða hefði einkent öldina, sem
leið, virtist það mundu verða ætl-
unarverk 20. aldarinnar, að leysa
æfagömul þrætumál um skiftingu
þeirra verðmæta, sem dregín væru
úr skauti náttúrunnar með sam-
starfi þeirra aðila, sem þar eiga
sameiginlegt verkefni. — Með
bráðabirgðaúrslitum á ríkisréttar-
deilu okkar við Dani árið 1918
féll sú deila niður um skeið. En
áður en þau úrslit fengust, var
hafin stórfeld atvinnubylting í
landinu, með þeim atburðum, að
Islendingar taka upp stórvirk
verktæki við sjóinn, taka að sækja
á djúpmiðin og draga feiknarmik-
inn arð úr gullkistum hafsins um-
hverfis strendur landsins. — Bæir
og þorp rísa upp á ströndum
landsins méð fátíðum skjótleik,
fullur helmingur þjóðarinnar tek-
ur sér bólfestu við sjóinn. Og með
atvinnubyltingunni skapast nýr
grundvöllur undir flokkaskipun í
landinu. — Verkalýðurinn, sem
áður hafði verið dreifður um
bygðir landsins, átt meiri og
minni rótfestu í heimilunum, ver-
ið einskonar hluthafar í búrekstr-
inum og oft hluti af fjölskyld-
unni, verður nú með öllu sviftur
sllkri aðstöðu og gerist daglauna-
lýður í sjávarþorpunum. Með
þessum stórbreytingum skapast
grundvöllur undir nýja flokka-
skipun. Verkamenn skipa sér, að
hætti verkalýðs annara þjóða,
saman í flokk til vamai’ og til
fremdar hagsmunum sínum, til
hækkunar kaupgjaldsins og til
þess að beita áhrifavaldi sínu á
atvinnuskipulagið og stjómmál
landsins og til þess að fá orkað
þeim breytingum í löggjöf, er þeir
telja best henta verkalýðsstétt-
inni. — Til andstöðu þessum
skipa sér til varnar fjáraflamenn
kaupstaðanna, stónitgerðarmeim
og kaupsýslumenn landsins. Fylgir
þeim og að málum þorrinn af
embættismannastétt landsins. Em
hér taldar þrjár meginstoðir, sem
renna undir Ihaldsflokkinn, bera
uppi blöð hans og halda fram
málstaðnum í ræðu og riti, enda
allir forvígismenn flokksins úr
liði þessara stétta. Og fylgja þeim
síðan að málum margir áhangend-
ur peningavaldsins og þeir bænd-
ur, sem ekki hafa enn vaknað til
skilnings á því, að landi þeirra,
eigi síst sveitunum, muni vera á
öðru meiri þörf, en að styðja svo
einsýna hagsmuna- og aðstöðu-
verndun fésýslumaima ' landsins,
sem hafa þá einkastefnu að halda
fast í aðstöðu sína til fullra um-
ráða yfir veltufé bankanna og at-
vinnutækjunum við sjóinn.
Þannig hefir hin mikla atvinnu-
bylting skapað þessa tvo nýju
flokka í kaupstöðum landsins. Má
og telja hana frumorsök til mynd-
unar þriðja flokksins, Fram-
sóknaiflokksins.
Fyrstu tildrög hans em samtök
bænda árið 1916 og á næstu ár-
um er flokkurinn stofnaður og
blöð hans tvö. Árið 1919 heldur
hann landsfund á Þingvöllum og
markar að fullu stefnuskrá sína.
Stofnandi og foringi flokksins frá
öndverðu er Jónas Jónsson frá
Hriflu. Lið hans er einkum sam-
vinnubændur úr sveitum landsins,
en flokknum fylgja að málum
ýmsár frjálslyndir og hófsamir
umbótamenn. —
Ríkisréttardeila okkar við Dani
hafði einbeitt orku þjóðarinnar
út á við um áratugi með þeim af-
leiðingum, að fjöldi verkefna lágu
óleyst og vanhirt innanlands.
Hvergi var þó sú vanrælksla jafn-
augljós og háskaJeg sem á sviði
landbúnaðarins og sveitanna. Ný-
myndunin við sjóinn, uppgripin
þar og hin mikla sókn á miðin,
hafði af eðlilegum ástæðum, dreg-
ið til sín æskulýð sveitanna, jafn-
hraðan og hann óx til þroska og
öðlaðist þrá, til þess að eignast
eigin heimlli, vegna þess að í
sveitunum voru nýir bjargræðis-
vegir lokaðir og heimilafjölgun
óhugsanleg. Þannig tæmdist hin
lifandi orka sveitanna til sjávar;
eftir verða einyrkjar víðast hvar:
hjón, sem leitast við að halda velli
á fornum stöðvum, með bömum
sínum ungum og gamalmennum.
Heimilin ganga saman og bygðin
tekur að falla í afskektustu lands-
hlutum. Má svo að orði kveða,
að sveitunum væri víða að blæða
til ólífis.
Framsóknarflokkurinn er risinn
upp á morgni nýrrar þjóðmálaald-
ar á Islandi, þegar hugir manna
taka að snúast að innanlandsverk-
efnum. Brýnustu verkefnin, sem
fyrir lágu, voru þau, að orka
hugarfarsbreytingu þjóðarinnar,
að hún taki að beina orku sinni
að nokkru til varnar algerðu
hruni sveitanna og þeim til við-
reisnar. Forvígismönnum hreyf-
ingarinnar blæddi í augu sú ein-
hæfa, forsjárlausa sókn til rán-
yrkjunnar við sjóinn, þar sem til
þess stefndi að þjóðin, sem hafði
um allan aldur sinn verið bænda-
þjóð, vaxin upp frá vöggunni við
gróðurlíf og dýralíf og náttúru-
fegurð íslenskra sveita, ætti á fá-
um áratugum að slitna upp af
fomri rót og taka upp algerlega
ný vinnubrögð og nýja siði við
rányrkju hafsins og iðnað í borg-
um landsins. Forvígismönnum
flokksins er það ljóst að ekki er
einhlítt til þroskunar og ham-
ingju þjóðarinnar, að upp vaxi
blómlegir bæir og öflugir atvinnu-
vegir við sjóinn, heldur þarf til
jafnvægis í lífi þjóðarinnar, að
nema sveitir landsins að nýju,
reisa þar varanleg húsakynni, ný-
bygð og veita sveitunum aðstöðu,
til þess að njóta þeirra menning-
artækja og menningaYlífs, sem
vaxandi framfarir hafa að bjóða.
Með stefnuakrá sinni tók flokk-
urinn sér fyrir hendur að leysa
þessi meginverkefni:
1. Að efla samvinnufélög lands-
ins, sem höfðu, bókstaflega talað,
reist bændur af knjám frá
búðárborði selstöðukaupmannanna
dönsku, orkað verðlækkun á er-
lendum vörum, sem nam um
25—30%, komið til leiðar stór-
bættri vöruvöndun og álitsauka á
búsafurðum bænda og fylkt bænd-
um saman til sjálfsvamar og
skipulegra vinnubragða í félags-
skap.
2. Að efla Búnaðarfjelag Js-
lands.
8. Að leysa lánsfjárþörf land-
búnaðarins á þann hátt, er sam-
rýmdist þörf hans og eðli at-
vinnuvegarins, þ. e. með vaxta-
vægum, löngum lánum (veðbanka-
lögin, búnaðarlánadeildin, er áður
var breytt í ræktunarsjóðinn,
byggingar- og landnámssjóður og
loks búnaðarbankinn).
4. Efling landbúnaðarins með
hverjum öðram hætti er verða
mætti (áburðarmálið, verkfæra-
sjóðurinn, búfjártryggingar, vís-
indaleg rannsóknarstofnun, bú-
fjái’ræktarfélög o. fl.).
5. Stórbættar og auknar sam-
göngur á sjó og landi og má þar
til nefna, að flokkurinn tók á
stefnuskrá sína, að koma til leið-
ar nýju póstgangnakerfi með ör-
um samgöngum á allar hafnir
landsins og stórflutningum upp
frá höfnum. Falla síðan bílpóst-
flutningar milli héraða og lands-
fjórðunga inn í þetta kerfi. Verð-
ur og eigi þörf ýmsra landbún-
aðarhéraða til skjótra flutninga á
markað í bæjum landsins og til
útlanda leyst með öðrum hætti,
en að hafa í förum hæfilega stórt
skip með nokkru kælirúmi.
6. Héraðsskólar, þar sem æsku-
lýð sveitanna veitist aðstaða til
hagnýts náms, samvista, félags-
lífs, íþrótta (þar á meðal sund-
laugar) og verkbragða. Er stefn-
an sú að leitast við að reisa hér-
aðsskólana á grundvelli fornar
heimilismenningar með aðstöðu
til þess að tileinka sér hverskon-
ar menningartæki og umbætur,
sem lífið hefir að bjóða.
Tryggvi Þórhallsson hefir verið
aðalgrjótpáll flokksins í landbún-
aðarmálefnum, en Jónas Jónsson
á öðrum sviðum. Síðan flokkurinn
komst til valda og þjóðin fékk
þessum mönnum stjóm landsins í
hendur, hefir orðið geysimikið
ágengt um að koma á rekspöl um-
bótamálum landbúnaðarins, hér-
aðsskólunum og tilhreinsun í opin-
berri starfrækslu í landinu. Má
vænta þess, ef flokkurinn heldur
völdum næsta kjörtímabil, að
hann fái til leiðarkomið landbún-
aðarbyltingu, sem verður á sinn
hátt jafnstórvægileg og jafn-
mikilsverð fyrir framfarir lands-
ins. Má vænta þess, ef flokkur-
inn heldur völdum næsta kjör-
tímabil, að hann fái til leiðar
komið landbúnaðarbyltingu, sem
verður á sinn hátt jafnstórvægi-
leg og jafnmikilsverð fyrir fram-
farir landsins, eins og sjávar-
útvegsbyltingin var á .sínum tíma;
stórkostlegum umbótum í skóla-
málum landsins, kirkjuskipun,
opinberri starfrækslu og almennri
siðmenningy. —
Framsóknarflokkurinn er eink-
um skipaður samvinnubændum úr
sveitum landsins. Þeii’ hafa um
skeið verið einyrkjar flestir og
því hvorttveggja sínir eigin vinnu-
veitendur og eigin verkamenn.
Þeir eru því mitt á milli öfga-
flokkanna í landinu sem tog-
ast á, sinn til hvorrar handar
Ihaldsflokksins og Jafnaðar-
mannaflokksins. Milli þeirra er
engin brú hugsanleg og bilið milli
þeirra verður oft geigvænlegt,
þegar atvinnudeilur rísa og verk-
bönn eða verkföll banna heilbrigt
starfslíf í landinu.
Vegna afstöðu sinnar og lífs-
skoðana hafa samvinnumenn, sem
skipa Framsóknarflokkinn, að-
stöðu, til þess að skilja að nokkru
báðar þessar öfgar. Þeir telja það
vera hlutverk sitt, að gerast öfl-
ugur miðflokkur, sem eigi að
sverfa broddana, af öfgunum til
beggja handa, brúa bilið, draga til
sátta, stýra hjá óhöppum og leysa
þrætumál atvinnuveganna hóf-
samlega og með samvinnu. Sam-
vinnumenn vilja styðja að því, að
sem flestir borgarar í landinu
gerist sjálfstæðir atvinnurekend-
ur, sem skipi sér í fólagsfylking-
ar, til aukinnar velsældar og
menningar alþýðu manna. — Þeir
afneita ekki einstaklingsframtak-
inu, vegna þess að það er órjúf-
andi lögmál í manneðlinu, en þeir
vilja að hver beri úr býtum sinn
rétta skerf og spoma þess vegna
gegn yfirtroðslum fépúka, sem
öðlast vald yfh’ atvinnutækjum
og veltufé þjóðannna og skamta
alþýðu manna lífskjörin úr hnefa.
I stuttu máli er stefnumunur
stjórnmálaflokkanna skýrgreindur
á þann hátt er nú skal greina.
Jafnaðarmenn heimta ríkis-
framtak og þjóðnýtingu á stór-
atvinnurekstrinum við sjóinn
(togaraflotinn).
Ihaldsmenn eða samkepnismenn
halda fram einstaklingsframtaki
og ótakmarkaðri samkepni,
Framsóknarmenn eða sam-
vinnumenn halda og fram einstak-
lingsframtaki, en ótakmarkaðri
s a m v i n n u, þar sem hverjum
er trygð sín rétta hlutdeild eftir
atorku, hæfileikum og framtaki,
en spornað gegn yfirtroðslum
ótakmai’kaðrar samkepni, þar sem
fjármunir, erfðir, ættarhefð, fjár-
gróðahyggindi, eða annarskonar
yfirburðir af líku tæi skapa að-
stöðu til fjárafla* og yfirdrotn-
unar alþýðu manna. —
Eru nú raktir höfuðdrættir úr
ræðu frummælanda nokkru fyllri
en unt var að gera í hálftíma-
ræðu.
Hannes Jónsson dvaldi í sinni
frumræðu einkum við það, hversu
yrði til leiðar komið því megin-
stefnumáli flokksins, að skapa
sem flesta sjálfstæða atvinnurek-
endur í landinu og benti á, að
slíku yrði ekki til leiðar komið 6
annan hátt, en með hæfilegri
dreifingu veltufjái-ins, sem hefir
hingað til verið nálega einbeitt til
stóratvinnurekstrar við sjóinn í
útgerð, óg í verslun. Benti hann
ljóslega á og með margháttuðum
rökum, hversu stórvægilegt höfuð-
skref væri stigið í þessa ótt með
stofnun búnaðarbankans og þeim
mörgu deildum, sem þar starfa.
Mun Hannes Jónsson sjálfur gera
grein fyrir máli sínu hér í blað-
inu og verður því þetta látið
nægja að sinni.
Pétur Ottesen eyddi nálega öll-
um tíma sínum í það að verja
ímyndaðan heiður Ihaldsflokksins
í landbúnaðarmálefnunum og
skreyta sig og sinn flokk með
fjöðrum Framsóknar. Gekk hann
mjög á snið við upphaf og aðal-
baráttu í þeim málum, en dvaldi
við ú r s 1 i t i n og gat þar með
réttu eignað íhaldsmönnum
nokkra þátttöku. Var honum
Ijóslega bent á, að andstaða
Ihaldsins gegn viðreisnarmálum
landbúnaðarins hefði jafnan verið
illvíg og látlaus uns málin hefðu
verið svo rík í huga fólksins, að
mótstaða hefði beinlínis verið
hættuleg kjörfylgi sveitaþing-
manna og að samviskustunga
þeirra, fyrir kosningar, hafði
haft heilsusamleg áhrif á afstöðu
þeirra til málanna. Var honum
jafnframt bent á þau höfuðrök,
að allir forvígismenn íhaldsflokks-
ins væru úr hópi stórútgerðar-
mamia og embættismanna, sem
hefðu alt önnur áhugamál og öim-
ur mikilsverð mál með höndum.
Þá var honum og bent á, að allir
þingmenn Framsóknar væru full-
trúar sveitakjördæma og að flokk-
urinn ætti hvergi verulegu fylgi
að fagna í kaupstöðum landsins
nema á Akureyri, þar sem eitt
öflugasta samvinnufélag landsins
hefði mótað hugsunarhátt manna.
— Þó var hann beðinn að skýra
það fyrirbæri, hversvegna aldrei
hefði sést í blöðum íhaldsmanna
frumkvæði eða stuðningur til
handa neinu hagnýtu málefni
lándbúnaðarins, heldur aðeins lát-
laus tortrygni og rógur um þá
Jónas Jónsson og Tryggva Þór-
hallsson, þrotlaus niðurrifspólitík,
ef áhugi flokksins fyrir landbún-
aðarmálefnum hefði verið slíkur,
sem hann vildi láta mönnum skilj-
ast. Vai- á hann skorað, að benda
á eitt einasta málefni, sem hefði
átt upptök sín í umræðum þess-
ara blaða, án þess að hann sýndi
minstu viðleitni, að verða við þeím
tilmælum. Loks var hann spurður
hversu landbúnaðaráhugi Ihalds-
manna yi’ði samrímdur þeirri
staðreynd, að eigi færri en tíu af
mikilsverðustu landbúnaðarmál-
efnum flokksins hefðu náð fram
að ganga fyrst e f t i r að núver-
andi stjórn og flokkar hennar
hefðu komist til valda. Gat hann
ekki mælt á móti því, að sum þau
málefni hefðu ekist undan fyrri
þingum og átt við mótstöðu
íhaldsmanna að etja, en önnur
væru upp tekin af núverandi at-
vinnumálaráðherra, Tryggva Þór-
hallssyni, eftir að hann tók við
völdum. — En mál þau, sem hér
um ræðir, eru þau, er nú skal
greina:
1. Landnámssjóður.
2. Áburðarmálið.
8. Verkfærakaupasjóður.
4. Búnaðarbankinn.
5. Búfjártryggingar.
6. Vísindaleg rannsóknarstofn-
un fyrir atvinnuvegina (búfjár-
sjúkdómar).
7. Nautgriparæktarfélög.