Tíminn - 06.07.1929, Side 3
TlMINN
155
Bændur
Notið aðeins vandaðar lirífur með aluminium tindum og alu-
minium kló, stimplaðar Trjesmiðjan Fjölnir, bæði hausinn og skaftið.
Fást hjá kaupmönnum og kaupfólögum víðsvegar út um land, einnig
beint frá verksmiðjunni.
Trésmidjjan Fjölnir
Kirkjustræti 10 — Reykjavík
Sími 2336 Box 996.
Mjólkurbú Flóamanna
Tveir piltar, 16—22 ára, hreinlegir, reglusamir og reikningsglögg-
ir, verða ráðnir til mjólkurvinnslunáms í Mjólkurbúi Flóamanna, er
tekur til starfa á næssa hausti.
Umsóknir ber að senda formanni mjólturbússtjórnarinnar (í hús
útibús Landsbankans á Selfossi) fyrir J. september n. k. Veitir hann
upplýsingar um það er að ráðningunni lýtur.
[ Mjólkurbússtjórnin.
Fréttir
fyrsta slætti. Er það nálega 4
sinnum meira en áður hefir feng-
ist af þeim bletti, enda var hann
kominn í verstu niðumíðslu hjá
Ihaldinu. Og varla myndi Amar-
hóll nú hafa verið eins grasgef-
inn og raun varð á, ef ungfrú
Ingibjörg H. Bjamason hefði
fengið að sparka hann út eins og
hún gjarnan vildi, því aldrei hefib
fagur eða nytsamur gróður sprott-
ið úr sporum Ihaldsins.
Landmálai undiinii'
í Barðastrandarsýslu ui’ðu níu
samtals. Áttust þar aðahega við
Guðbrandur Magnússon af hálfu
Framsóknaiflokksins og þing-
maður kjördæmisins af hálfu
ihaldsílokksins, en auk þess töl-
uðu ýmsir innanhéraðsmenn á
fundunum. Vai’ svo þar sem ann-
arsstaðar, að núverandi stjórnar-
andstæöingar voru jafnan í vam- |
araðstöðu. Munu Baiðstrendingar
eiga hægar aðstöðu með að átta
sig á því eftir fundi þessa, með
hvorum ílokknum þeir eigi frem-
ur samleið. Upphaílega var Hákon
kosinn á þing sem sjálfstæðismað-
ur, og fyrst og fremst vegna þess,
síðan virðist kosning hans orðin
að vana. Hitt þætti ekki ótrúlegt
að hin nýja notkun á sjálfstæðis-
naíninu hruggaði eitthvað við
gömlurn kjösendum Hákonar —
svona með öðru.
Sundskálavígsla.
Síðastliðinn sunnudag fór fram
vígsla á sundlaug þeirri, sem ung-
mennafélögin báðumegin Hrúta-
íjarðar hafa reist að Reykjum
austan megin fjarðarins. Er það
yíirbygð steinsteypulaug, stór og
vönduð, með íbúð fyrir sundkenn-
ai’a. Talið er að byggingin hafi
kostað 8—9 þús. kr. Dómsmála-
ráðherra hélt vígsluræðuna, en
auk hans töluðu Bjarni kennari
Þorsteinsson og sr. Jón Guðnason.
Sundkeimari við laugina er Helgi
Tryggvason hraðritari frá Kot-
hvammi. Sýndi flokkur sá er
hann hafði kent í vor list sína
og þótti jafnt myndarbragur á
kenslunni sem lauginni. Við-
staddir gestir munu hafa verið
nokkuð á annað hundrað manns,
langmest unglingar og böm. Var
auðséð að þau fundu fyrir hverju
hér var unnið. Eftir sundsýning-
una skemti unga fólkið sér með
söng og dansi fram á kvöld.
Laugarvatnsskólinn.
Nú er unnið að þvi að fullgera
úr býtum í Islandsglímunni á
Þingvelh, svo búast má þar við
harðsnúinni viðureign.
Keppendur voru eftirfarandi 10
menn: (vinningatalan í svigum).
Þorgeir Jónsson (6)
Sig. Stefánsson (1)
Björgvin Jónsson (5)
Sig. Thorarensen (7)
Jörgen Þorbergsson (5)
Georg Þorsteinsson (0)
Kjartan B. Guðjónsson (2)
Marínó Norðkvist (4)
Viggó Nathanaelsson (2)
Lárus Salómonsson (4)
Þessi skrá sýnir leiksiokin, en
ekki vopnaviðskiftin. En viður-
eignin í glímunni er einmitt
þungamiðja hennar og getur mað-
ur getið sér góðan orðstýr jafn-
vel í Islandsglímunni þótt fáa
vinninga fái, en sá lélegan, sem
alla fellir.
Á síðari árum hefir því verið
kept í Islandsglímunni samtímis
beltinu um hið svonefnda „Stefnu-
hom“, er það verðlaim til besta
glímumaimsins. En það hefir ör-
sjaldan farið saman, að mesti og
besti glímumaður væri einn og
hinn sami, þótt slíkt væri bæði
eðlilegast og æskilegast. Besti
glímumaðurinn að þessu sinni var
tvímælalaust Jörgen Þorbergsson,
enda hlaut hann hornið. Jörgen
er hinn prúðmannlegasti glímu-
maður, djarfur í sókn og viss í
í sumar aðalbygginguna og tvær
kennai’aíbúðir, sem eru áfastar.
Auk þess byrjað á sérstakri og
mjög vandaðri sundlaug norðan-
vert við skólann. Smiðir og verka-
menn er að byggingunni vinna era
milli 20—30, flest ungir menn og
er við brugðið hve vel þeir vinna
og að þar sé engin aktaskrift.
Smiðimir býa í skólanum og er
hann þessvegna að langmestu
upptekinn þeirra vegna. Fjöldi
manna, sem fer um á bflum hring-
veginn austur frá Þingvöllum og
niður 1 Grímsnes, kemur um leið
að heimsækja skólann og leitast
eftir að fá veitingar keyptar. Síð-
ar meir verður ef til vill sumar-
' hótel í skólanum, en í sumar er
það ekki hægt, og byggingar-
nefndin óskar eftir, að hinir
mörgu góðu gestir, er vilja heim-
sækja skólann leiti í sumar eftir
veitingum hjá nábúunum í Valhöll
og Þrastaskógi, og sýni smiðum
og verkamönnum þá nærgætni að
fara ekki inn í hið hálfbygða hús,
þar sem þeir hafa nú um stund
slegið iandtjöldum sínum.
■o
Að tilhlutun Alþjóðasambands
samvinnufélaga, halda samvinnu-
menn um allan heim hátíðlegan
einn dag ár hvert til eflingar fé-
lagsskap þeirra og hefir fyrsti
laugardagur í júlí, sem í ár er
þann 6., verið valinn til þess.
Hvetur Alþjóðasambandið mjög
til hátíðahaldanna þennan dag, og
gangast félögin sem í því eru fyr-
ir þeim, hvert á sínu félagssvæði.
Tilgangurinn með þessu er sá,
að styrkja félagslegan áhuga,
vekja athygli og útbreiða þekk-
ingu á starfsemi og eðli sam-
vinnufélaganna, og að gera um
ledð grein fyrir hversu mikið hef-
ir áunnist í því að koma í fram-
kvæmd hugsjónum samvinnu-
stefnunnar.
Búist er við að hátíðahöldin nú
verði meiri en nokkru sinni fyr,
enda vex samvinnustefnunni fylgi
og félögunum viðskifti árlega.
Samvinnumenn geta líka verið á-
nægðir með það sem áunnist hef-
ir, en um leið og þeir minnast
þess, styrkja þeir samtök sín til
áframhaldandi sóknar til úrlausn-
ar hinna mörgu verkefna sem enn
bíða þeirra.
vöm, er það sjaidgæft, að maður
sem fær 5 vinninga í Íslanglím-
unni, fái þá á 5 mismunandi
brögðum, en svo var með Jörgen,
sýnir það kunnáttu hans og
bragðfimi. »
Georg Þorsteinsson meiddist
áður giíman var hálfnuð og gekk
þá úr glímu, og var það skaði,
því hann er prýðilegur glímu-
maður, sem sjálfsagt á eftir að
vinna sér frægð í glímum.
Þá er Viggó Nathanaelsson af-
bragðs góður glímumaður og oft
hrein ánægja að sjá hann glima,
svo mjúkur er hann í glímunni.
Glíman í heild sinni fór vel
fram, margar glímur mjög sæmi-
legar, fáar afbragð, en þó færri
ljótar. En betri verður glíman að
vera á Þingvöllum að ári og það
miklu betri. Glímumennina flesta
vantar þann léttleik og snerpu,
sem glíman krefst, svo hún fái
þann frjálsa og djarfa og glæsi-
lega blæ, sem á að einkenna glím-
una og glímumennina.
—~o-------
Simalagningln i Skaftafellssýslum
gengur mjög greiðlega. En eftir er
að leggja símann yfir Skeiðarársand
og er það einna erfiðasti kaflinn,
einkum við Núpsvötn og Skeiðará.
En innan skamms mun því verki
lokið og nær þá símakerfið umhverfis
land alt.
t
Halldór Briem.
Látinn er hér í bænum Halldór
Briem, bókavörður eftir langa
vanheilsu. Hann var sonur Egg-
erts Briem sýslum. og var fædd-
ur 1852 og gekk í prestaskólann
og útskrifaðist þaðan. I Vestur-
heimi dvaldi hann um 10 ára
skeið og var þar prestur um tíma,
þar til er hann fékk veitingu fyrir
kennaraembætti við gagnfræða-
skóiann á Möðruvöllum, 1882. En
árið 1909 var honum veitt bóka-
varðarstaða við Landbókasafnið.
En af því starfi lét hann fyrir
nokkrum árum vegna vanheilsu.
Kenslubækur hans í málfræði hafa
þótt ágætar og verið notaðar
mikið.
---o---
Frá Stórstúkuþinginii
Stórstúkuþinginu var slttið 26. júní.
Hafði staðið í 5 daga. Fulltrúar urðu
flestir 103. Mörg mál viru tekin til
meðferðar og ýmsar tillögur samþykt-
ar. Meðal þeirra eru þessar:
Stórstúkuþingið ályktar að fela
framkvæmdanefndinni að beita sér
fyrir því, að Hagstofan gefi árlega út
áfengisskýrslur.
Stórstúkan beinir því til fram-
kvæmdanefndarinnar, að hlutast til
um, að bindindisfræðsla sú, er lög
mæla fyrir, verði framkvæmd i öll-
um barnasskólum landsins.
Stórstúkuþingið felur framkvæmda-
nefndinni að útvega reglunni trygg-
an og góðan aðgang að hinni vænt-
anlegu útvarpsstöð til afnota fyrir
regluna og að tryggja sér ræðumenn.
Stórstúkan tjáir sig eindregið fylgj
andi friðarstarfsemi og telur æskilegt,
að stórfræðslustjóri sendi erindi til
stúknanna um það mál.
I framkvæmdanefnd voru kosnir:
Stórtemplar Páll J. Ólafsson tann-
læknir, Stórkanslari, Helgi Svelnsson
fasteignasali, Stórvaratemplar, frú
Guðrún Einarsdóttir Hafnarfirðl,
stórritari Jóhann ögm. Oddsson, stór-
gæslumaður unglingastarfseminnar
Magnús V. Jóhannesson fátækrafull-
trúi, stórgæslumaður löggjafarstarfsins
sira Björn þorláksson, stórgjaldkeri
Helgi Helgason verslunarstjóri, stór-
fræðslustjóri Gunnar Andrew íþrótta-
kennari ísafirði, stórfregnritari Frið-
rik Björnsson afgreiðslumaður, stór-
kapilán Vilhelm Knudsen verslunar-
fulltrúi.
Samþykt var, að fyrverandi stór-
tempiar, Sigurður Jónsson, slcóla-
stjóri, skyldi eiga sæti í framkvæmda-
nefndinni.
þingið mælti með Borgþóri Jósefs-
syni bæjargjaldkera sem umboðs-
manni hátemplars.
----o----
Sambandaþing
Ungmennafélaga íslands.
Sambandsþingið var haldið í
þrastaskógi dagana 18., 19. og 20. júní
s. 1. Sátu það 22. fulltrúar víðsvegar
af landinu.
þingið hafði að þessu sinni aðal-
lega til meðferðar þau mál er að ein-
hverju leyti eru viðkomandi þjóðhá-
tíðinni á þingvöllum næsta ár. þar
á meðal að félögin gangist fyrir að
háð verði þar bændaglíma að göml
um íslenskum sið, — að þjóðdansar
(víkivakar) verði sýndir, að fólk
klæðist þar sem flest-íslenskum þjóð-
búningum o. s. frv. Rætt var einnlg
um heimaiðju, íþróttir, skógrækt og
ýms innanfélagsmálefni. Stjómar-
kosning fór engin fram með því að
þingið var aukaþing, situr sama
stjórn — Kristján Karlsson, Guðm.
Jónsson frá Mosdal og Slguiður
Greipsson.
Gistihúsið „þrastalundur” er Elin
Jónsdóttir hefir bygt í þrastaskógi
eftir samningi við Sambandstjóm er
prýðilegt hús og ákjósanlegur dvalar-
staður fyrír ferðamenn. Var Sam-
bandsþingið þar haldið.
Simun av Skarði lýðskólastjóri frá
Færeyjum, Jóhannes Velden prófessor
í hljómlist frá Tjekkoslovakíu, Frey-
steinn Gunnarsson, kennari og fleiri
gestir heimsóttu þingið, einnig
nokkrir ungmennafélagar úr Reykja-
vík og víðar að.
Tryggvi pórhallsson forsætisráð-
herra og frú lians eru væntanleg
hingað til lands fyrst í næstu viku
með „Lyra" Er forsætisráðlierra nú
við góðu heilsu og mun ekki þurfa
uppskurðar, við sjúkdómi þeim, er
hann hefir þjáðst af.
Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri
og frú hans eru nýkomin heim úr
utanför.
Sigurður Sigurðsson búnaðarmála-
stjóri dvelur nú erlendis. Sækir hann
þing norrænna búvísindamanna i
HeJsingfors.
Guðmundur Kamban. Leikrit hana,
„Sendiherrann frá Júpiter", verður
sýnt á leikhúsi Betty Nansens i
Kaupmannahöfn í haust. Stjórnar
Guðmundur leiksýningunni sjálfur.
Ólaíur Ólaisson kristniboði og frú
hans eru nýfarin héðan, á leið til
Kína, þar sem þau hafa starfað und-
anfarin ár.
Sóra BJöm O. Bjömsson á Ásum i
Skaftórtungu, er staddur hér í bæn-
um.
Finnur Jónsson prófessor hefir ný-
lega ve.riö gerður heiðursdoktor við
háskólann í Kiel.
Dr. Bjarni Sæmundsson átti 40 ára
stúdentsafmæli í vor og var staddur
við uppsögn mentaskólans. Bauð
rektor dr. Bjama að taka til máls og
hélt hann þar ræðu og kvaddi hina
síðustu lærisveina sína, sem nú vóru
að útskrifast. Hefir hann kent þar
um 900 nemendum en af þeim hafa
um 750 tekið stúdentspróf.
Pálmi Loitsson, sem verið hefir
íyrsti stýrimaður á Goðafossi að und-
anförnu hefír nú tekið víð Esjunni
sem skipstjóri.
Pétnr Jónsson óperusöngvari söng
í Nýja Bíó síðastl. mánudagskvöld.
Hefir Pétri aldrei verið betur fagn-
að en þá. Urðu margir frá að hverfa.
Reykir i Ölfusi. Ríkisstjómin hefur
nýlega fest kaup á Reykjatorfunni í
lfusi. Eru það 4 jarðir, Reykir,,
Reykjahjáleiga, Vellir og Kross og
auk þess % úr Reykjakoti.
i landareign þessara jarða er eitt
hið mesta hverasvæði hér á landi og
landið víða ágætlega til ræktunar
fallið. En í hverunum er feykileg
orka bundin og er því Reykjatorfan
meira framtíðarland en flest ðnnur
og er gleðilegt að ríkíð befir eignast
liana, og að útilokað er að hún lendi
í höndum braskara. Kaupverðið er
100 þúsund krónur.
Karlakór Reykjavlkur hefir ákveðið
að fara til Vestur- og Norðurlands i
sumar. Verður farið frá Reykjavík
með Gullfossi 18. þ. m. Syngur kórinn
á Ísaíirði 19., Siglufirði 20., Akureyri
21. og 22. júlí. Svo í bakaleið á
Siglufirði og ísafirði ef hægt verður.
Á Patreksfirði 23. og í StykMshólml
24. júlí.
Orænlandsfðr. Nýlega er farinn
leiðangur til Grænlands, til sauð-
nautaveiða, og eru þeir þorsteinn
Jónsson, fyrrum kaupm. á Seyðis-
firði, Ársœll Ámason bóksall og Vig-
fús Sigurðsson Grænlandsfari aðal-
mennimir, sem að þvi ferðalagi
standa. Félag manna hér í Reykjavik,
sem nefnir sig „Eiríkur rauði“ kostar
förina, ,en farið var á vélbát írá
Vestmannaeyjum. Matvæli haía þeir
til eins árs. þeir gera ráð fyrlr afl
Aug-lýsing-
Hérmeð ei’ öllum óviðkomandl
mönnum stranglega bannað alt
fugladráp og öll veiði í landi
Neðri-Hjarðai’dais í Dýrafirði að
viðlögðum sektum eins og lög
mæla fyrir.
Neðri-Hjarðardal 22. júní 1929.
N. Mósesson. Guðjón Daviðsson.
Kristján Davíðsson.
Jón J. Sigurðsson.
Jóhannes Daviðsson.
Chevrolet
(Drossía) 5 manna
í ágætu standi (ný standsett) til
sölu af sérstökum áatæðum fyrir
1400 kr.
K. A. Hansen
Box 2. Grettisg. 2.
geta haft 10—20 sauðnaut í lestinnl.
Tíu manns verða á bátnum, þ. á. m.
Arsæll Ámason, Vigfús Grænlandsfari
og Baldvin Bjömsson gullsmiður.
Skipstjóri verður Kristján Kristjáns-
son, ættaður úr Arnarfirði. Farið
verður norður að Franz Josefsíirði,
sem er á 74 breiddarstigi.
Rsykholtsskólinn. Vinna við hann
var hafin fyrir hálfum mánuði siðan
og miðar vel áfram.
Útilegumnður? Fréttaritari F.B. seg-
ír svo frá 17. júní: „Heyrst hefir írá
Arnarfirðí að útlegumaður hafist við
á fjöllunum milli Amarfjarðar og
Dýrafjarðar. þykjast Amfirðíngar
liafa séð hann og elt hann, en altaf
sleppur hann upp á fjöllin. Sumir
segja, að hann hafi göngustaf, aðrir
sverð. Einusinni sást hann reka stór-
an fjárhóp og stefndi til fjalla. Var
þá farið og náðist mest af fénu. Alt
þetta sel eg ekki dýrara en Jeg keypti,
en ekki er því hægt að leyna, að
margir leggja trúnað á. Telja þó
sumir að frekar muni um hrekkjótt-
an bygðarnann að ræða, en útilegu-
mann“.
Stórsiys. Á sunnudaginn 23. f. m.
varð hér skamt frá Reykjavík hið
mesta bílslys, sem en hefur komið
fyrir hér á landi. í bílnum voru 11
raenn aulc bílstjórans og vora þeir
á leið austur í Fljótshlíð. Fyrir ofan
Læjarbotna sprakk slanga á fram-
hjólinu og bíllinn valt um og út af
veginum. Einn farþeganna dó sam-
stundis en annar skömmu síðar á
Lækjarbotnum. En þriðji farþeginn
íneiddist svo mjög að honum var
ekki talin lífs von. Hinir urðu ailir
fyrir töluverðum meiðslum og sumir
miklurn. En bílstjórinn slapp ómeidd-
ur.
Próf hafa íariö fram hjá lögreglu-
stjóra; en ekki hefir enn verið gert
neitt uppskátt um rannsóknina.
Slys varð hér i Reykjavíkurhöfn
30. Júni á línubátnum „Ólafi Bjama-
sjTii". þétting á gufukatli bilaði og
fyrsti ivélstjóri varð fyrir gufuþrýst-
ingnum og beiö þegar bana. Hann
hét Ingibergur Jóhannsson.
Erlendar og innlendar fréttir verða
að bíða næsta blaðs vegna þrengsla.
-----O———