Tíminn - 06.07.1929, Page 4
156
TlMINN
Að gefnu tilefni
Höfum til:
Höfnm tU:
Líklega eru fáar stéttir manna
í þjóðfélaginu jafn nauðsynlegar,
öllum almenningi, eins og lækna-
stéttin. Og sennilega hafa fáir
menn jafn góða aðstöðu til þess
að ná lýðhylli og vinsældum, á
meðal allra stétta, eins og góðir
læknar. — Þeir græða sár og
mýkja mein þeirra, sem eru lík-
amlega þjáðir. Margir memi
leggja líf sitt, hreint og beint, í
þeirra hendur, enda eiga margir
þeim líf að launa, — sitt, eða
sinna. — En því tilfinnanlegra er
að læknar skuli, á stundum, nota
áðstöðu sína svo, að aJmenning-
ur þurfi undan að kvarta. Ekki
svo að skilja, að ástæða sé til að
kvarta undan lækningunum sjálf-
um, eða þeim aðferðum er þeir
nota til að lækna sjúka. Þvert á
móti," því, eins og kunnugt er,
hefir læknislistinni fleygt mjög
mikið fram, á síðustu árum, og
mun alt af fara fram, með vax-
andi reynslu og þekkingu, á þeim
sviðum, eins og flestum öðrum.
— En það sem almenningur
kvartar undan, er það, hve af-
skaplega þeir selja dýrt ferðir til
sjúkra og ýms læknisverk. Er
þetta farið að ganga svo langt,
að jafnvel þeim, sem ekki er
gjamt að hlutast til um annara
gerðir og háttalag, 'finst þeir ekki
geta orða bundist lengur. — Nú
er það svo að læknum ber, í þess-
um efnum að fara eftir lögum og
fyrirmælum er löggjafarvaldið
hefir sett þeim. Fari þeir lengi'a
í kröfum til þeirra, sem þurfa að
njóta aðstoðar þeirra, á einn eða
annan hátt, eru þeir brotlegir
orðnir gagnvart þeim lögum og
reglum, sem þeim eru settar.
Eg hefi orðið þess áskynja að
almenningi er eigi full ljóst hvað
læknum ber, að lögum, fyrir ferð-
ir, og aðgerð við sjúklinga. Má í
þeim efnum benda á „Gjaldskrá
fyrir héraðslækna“ frá 14. Febr.
1908 (Stjórnartíðindi B., bls.
2—10). Gjaldskráin nær yfir ýms
störf lækna, og hvað greiða skuli
fyrir hvert þeirra. — Má í þessu
sambandi geta þess, að dýrustu
læknisstörf á sjáklingum fara
aldrei yfir 20 kr. Til dæmis kost-
ar „keisaráskurður á lifandi konu
kr. 20,00“ o. s. frv. —
Að því er snertir borgun ti!
lækna fyrir ferðir, þá gildir þar
um „Lög nr. 34, um skipun hér-
aðslækna o. fl.“ frá 16. nóv. 1907
(Stjórnartíðindi A., bls. 204—
210). Eftir þessum lögum ber
læknum fyrir vitjanir til sjúkra,
30 aurar fyrir hverja klukkust.,
sem þeir eru frá heimili sínu, að
degi til (milli miðmorguns og
náttmála), en 50 aura fyrir
stundina á öðrum tímum sólar-
hringsins.
Það verður að líta svo á, að
mönnum sé hreint og beint skylt
að fylgjast rækilega með, á öll-
um sviðum, er hér að lúta. Við-
skifti almennings við lækna eru
orðin svo mikil, nú í seinni tíð,
að það verður að teljast al-rangt
að hver einasti maður í landinu
viti þess eigi full skil, hvað greiða
skuli fyrir hin algengustu læknis-
störf, svo og fyrir ferðir lækna
til sjúkra. Má benda á það, að
fræðslu í. þessum efnum geta
menn fengið á mjög einfaldan
hátt. Þarf almenningur eigi ann-
að en fara til hreppstjóra síns
eða hreppsnefndaroddvita. Þar
getur hann fengið að sjá áður-
nefnda gjaldskrá og lög þau er
hér að lúta. Bæði lögin og
gjaldskráin er enn í gildi og ber
læknum eftir þeim fyrirmælum
að fara — og almenningi. —
Það hefir atvikast svo, að
hokkrir reikningar frá læknum —
og þó sérstaklega frá einum —
hafa gengið í gegnum mínar
hendur. Þar hefi eg séð, að ferð-
ir. til sjúkra, er tekið hafa 6—7
klukkustundir frá og til heimilís
læknis, hafa verið reiknaðar á 16
Handsláftuvélar
sænskar, af bestu g-erö
Verö frá kr. 32,00-50,00
Samband ísl. samvinnufél.
Höfum til;
Heyvagna
frá Moelven.
Sambands isl. samvinnufél.
kr. — Sjálfur hefi eg átt tal við
læknir sem var sex stundir frá
heimili sínu, og vildi selja ferðina
á 15 kr. og þóttist ekki selja
dýrara en aðrir læknar. Eg býst
við að hann hafi ekki talað út í
loftið, heldur bygt á reglunni. —
Eg minnist þess í þessu sam-
bandi, að í gamla daga var all-
oft talað um „álagning" kaup-
mana á vörur sínar, og því hald-
ið fram að þeir myndu smyrja
ríflega á sumar vörutegundir. En
hvað er nú álagning kaupmanna
— og hefi eg þó enga löngun til
að mæla henni bót — hjá því
sem læknar leyfa sér að leggja á
ferðir sínar til sjúklinga? —
Læknir sem er frá heimili sínu
6—7 kl.st. og selur ferðina á 15
kr., ber eftir gjaldskrá kr. 1.80—
2.10. Álagning hans verður þá
650% — sex hundruð og fimm-
tíu! —
Er þetta ekki alveg furðulegt?
Og ér það að ástæðulausu þótt
fátækir menn stynji undan slíku
oki ? Líka verður manni á að
spyrja: Til hvers eru lög sett
og reglugerðir?
Enn má halda áfram í sömu
átt:
Sjúklingur var lagður á sjúkra-
hús til uppskurðar við blindu,
eftir ráðum og fyrirmælum lækn-
is. Framfærslusveit sjúklingsins
varð að ganga í ábyrgð fyrir
sjúkrahússvist og læknishjálp —
því maðurinn var gamall og ör-
eigi. Sjúklingurinn lá 3 daga á
sjúkrahúsinu og nam allur kostn-
aður — sjúkrahússvist og læknis-
hjálp — kr. 151.50. Þessa upp-
hæð greiddi framfærslusveitin
samkvæmt reikningum og kröfum
þeirra er hlut áttu að máli. En
að því búnu sendi viðkomandi
hreppsnefnd alla reikninga frá
sjúkrahúsi og lækni til stjómar-
ráðsins og fór fram á endur-
greiðslu úr ríkissjóði á 3/6 af
upphæðinni, svo sem lög standa
til. — En hvað sfceður? Reikn-
ingur læknisins er „lækkaður,
samkvæmt gjaldskrá lækna um
kr. 82.00“ — segir í bréfi stjóm-
arráðsins til hreppsnefndarinnar.
Og vitanlega taldi stjórnarráðið
sér ekki skylt að endurgreiða
neitt af þeirri upphæð, er svo var
tilkomin. — Hefir nú sýslumanni
verið falið að innheimta þessar
82 kr. hjá viðkomandi aðila. Ef
til vill, gengur sú innheimta vel,
og — ef til vill ekki. Þó er það
víst að í þessu tilfelli hafa rang-
lega verið teknar af viðkomandi
sjúklingi og sveitarfélagi þessar
82 kr. — Það era ekki látnir
nægja smámunir „lagsmaður“!
Talið er að læknar taki drjúgan
skilding fyrir skurðlækningar. Er
það á orði, að botnlangaskurðir
séu seldir á 100 kr., en eftir gjald-
skrá ættu þeir að kosta í hæsta
lagi 20 kr.------
Þetta, sem hér hefir verið sagt,
læt eg nægja til að sýna það,
hversu læknar ganga langt í því
aö raka fé saman í sínar eigin
hendur. Það virðist þó ærið nóg,
að þola líkamlegai' þjáningar og
lifa heilsuvana lífi, um lengri eða
skemri tíma, þó eigi sé á þær
hörmungar bætt, með því að selja
allar aðgerðir, frá læknishendi,
mörg hundruð prósent hærra en
iög standa til!
En hvað á að gera? — Hvemig
verður ráðin bót á þeim vandræð-
um, er eg hér hefi gert að um-
talsefni? Hér þarf eitthvert eftir-
lit, meira en verið hefir. — Eg sé
ekki annað en löggjafarvaldið, eða
þá þeir, sem með æðstu stjórnar-
völd fara í landinu, verði að taka
í taumana. — Það má ekki
eiga sér stað, að einni stétt,
frekar en annari, leyfist yfir-
troðslur laga og að draga sér
fjármund 1 eiginhagsmunaskyni,
hvort sem það er gert á kostnað
ríkra eða fátækra, heilbrigðra eða
sj úkra.
Mér hefir komið til hugar, að
úr þessu ástandi mætti bæta
nokkuð, með því að gera læknum
að skyldu að gefa reikninga (nót-
ur) yfir alt, stórt og smátt, e>:
þeir létu af hendi við sjúka, svo
sem fyrir ferðir, læknissörf og
lyf., Auk þess þyrfti svo að
að ákveða þeim sektir fyrir brot,
er færu hækkandi eftir ítrekun
brota. — Hygg eg þá að sá óvani
er hér hefir skapast, myndi, fljót-
lega hverfa úr sögunni, og væri
það öllum fyrir bestu og læknun-
um sjálfum ekki síst.
Því betur höfum við nú því
láni að fagna, að eiga hugkvæm-
um og athafnasömum mönnum ó
Amerísk garðyrkjuverkfæri af bestu gerð
s. s., garðhrífur, handherfi og högglcvíslar
Samband isl. samvinnufél.
Reykjavík
V er ðlaun.
Samkvæmt reglugerð fyrir Byggingar- og landnámssjóð
er hér með óskað eftir uppdráttum að íbúðarhúsum á sveita-
býlum í þrem flokkum.
I. Á j3mábýli, þar sem gert er ráð fyrir, að heimílisfólk
sé eigi annað en hjón og börn þeirra.
II. Á miðlungsbýli, gert ráð fyrir, að auk hjóna og barna,
séu 1—2 verkamenn og 1—2 verkakonur.
III. A stórbýli, þar sem gert er ráð fyrir, að verkafólk sé
5—8 manns. Æskilegt er, að uppdráttur af útibúsum (fjós,
hlaða, haughús, ef til vill skemma) fylgi með, þannig að
unt sé að greina heildarsvip bygginganna.
Uppdrættir eiga að gerast eftir mælikvarða 1:100, með
svörtum línum á hvítum pappír og þannig frá þeim gengið,
að unt sé að smíða eftir þeim. Nákvæm lýsing og efnisáætl-
un verður að fylgja hverjum uppdrætti.
Tvennum verðlaunum er heitíð í hverjum flokki, og skift-
ast þau þannig:
I. flokkur. 1. verðlaun kr. 500,00; 2. verðlaun kr. 250,00.
II. — 1. — - 600,00; 2. — - 300,00.
III. — 1. — - 700,00; 2. — - 350,00.
Fimm manna dómnefnd, skipuð af stjórn sjóðsins, dæm-
ir um uppdrættina og ákveður fyrir hverja skuli veitt verð-
laun. Verðlaun verða því aðeins veitt, að dómnefnd telji upp-
drættina hæfa til bygginga eftir þeim, eða að þeir feli í sór,
á einhvern hátt, umbætur á íslenskri húsagerð.
Uppdrættir þeir, sem verðlaun hljóta, verða eign Bygg-
ingar- og landnámssjóðs.
Uppdrættirnir eiga að vera komnir til sjóðsstjórnarinnar
fyrir lok nóvembermánaðar næstkomandi. Skulu þeir merkt-
ir dulnefni en hið rétta nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi.
Frekari upplýsingar, er menn kynnu að óska, má fá hjá
byggingaráðunaut sjóðsins, herra Jóhanni Fr. Kristjánssyni.
Bygginéar- og landnámssjóður.
ZiýdháiSkólinn i Voss
Lýðhéskólinn í Voas byrjar 7. október næetkomondi og stondur yfir
til páska.
Undirritaður gefur skýringar um skólann og tekur á móti umsóknum.
Yfir 60 íslendingar hafa stundað nám í Lýðháskólanum í Voss.
Öystein Eskeland, Voss, Noregi.
að skipa í æðstu stjóm landsins.
Mönnum, sem vilja stuðla að því
að hver einstaklingur þjóðfélags-
ingu fái notið fulls athafnafrels-
is í samræmi við þau lög og þær
reglur er þjóðfélagið hefir sett
sér. Eg efast því ekki um að þeir
vilji bæta hér úr, svo sem þeir
geta, og eftir því sem í þeirra
valdi stendur.
Þá ætti og forvörður lækna-
stéttarinnar — landlæknir — að
láta hér til sín taka. Honum ætti
að vera það áhugamál og sæmdar-
mál, að læknar landsins sýndu
fylsta drengskap og trúmensku
gagnvart þeim lögum og reglum,
sem þeim eru settar, og sem þeir
sjálfir af fúsum vilja, vitandi
vits, gangast undir, um leið og
þeir takast á hendur embætti sín.
------Eg get nú farið að sikilj-
ast við erindi þetta. — Samt vil
eg taka það fram, að mér kemur
ekki til hugar að halda því fram,
að allir læknar eigi hér óskilið
mál. Mér þykir sennilegt að mjög
margir þeirra fylgi fyrir settum
reglum, svo sem vera ber, og til
þeirra tala eg ekki, heldur til
hinna, sem gera sér veikindi og
ooooooooooooooooc.
Auglýsið i Tímanum.
XXXXJCXXXXXXXXXXX?
slysfarir náungans, að einskonar
tekjustofni.-Líka vil eg taka
það fram, að eg hefi ekki skrifað
'framanritaða grein af nokkram
persónulegum kala til nokkurs
manns í læknastétt þessa lands.
Til þess hafði eg enga ástæðu. —
Að öðru leyti hygg eg að flest-
ir verði mér sammála um, að hér
sé um að ræða málefni, sem full
þörf sé að gera að opinberu um-
ræðuefni og að jafnframt sé hér
fullkomin ástæða fyrir hendi tii
einhverra breytinga í umbóta átt.
Meinsemdir þjóðfélagsins verða
seint bættar, ef alt er látið drasl-
ast áfram, eins og verkast vill,
án allrar umhyggju um hag og
heiður almennings.
12. maí 1929.
Baldvin Baldvinsson.
Ritstjóri: Jónas Þorbei-gsson.
Ásvallagötu 11. Sími 2219.
Prentsmiðjan Ada.