Tíminn - 07.09.1929, Qupperneq 1

Tíminn - 07.09.1929, Qupperneq 1
I ©faíbferi afgrei6slumaí>ur Cimans er Xannoeig þ or s 1 e i n si>ó ttir, 5ambanösijúsiiiu, XeYfjopíí. J2^fgxeibsCa timans er i Samban5stjúsinu. ©pin 6ag,Iega 9—\2 f. 4. £ími ^96. XJLLL fir. Reykjavík, 7. september 1929, 56. blað. Jarðabætur og j ar ðabótasty r kur. 1. Hún er ekki löng saga jarða- bótanna hér á landi, og mætti því 1 stuttu máli rekja aðaldrætti hennar, þótt ekki verði það gert hér að ráði. Með tilskipun 1776 lagði konungur fyrir bændur landsins að vinna nokkuð árlega að þúfnasléttun og girðingum, sagði fyrir um vinnubrögðin og hét nokkrum styrk, eða viður- kenningu fyrir það, sem unnið var. Þetta bar þó lítinn árangur, sem vonlegt var á þeim tíma. Ár- ið 1836 var tilskipun þessi úr gildi feld og síðan hafa ekki verið iögboðnar jarðabætur hér á landi. Ári síðar, 1837, var stofnað Suð- uramtsins Húss- og Bússtjómar- félag — fyrsta búnaðarfélag iandsins — í þeim tilgangi að efla og styrkja sérhvað, sem fyr- h' Suðuramtsins land- og sjávar- búnað er gott og nytsamlegt, á hvem þann hátt, sem í félagsins valdi mætti standa — með verð- launum, upphvatningum, ráðlegg- ingum, ritgjörðum og eigindæmi. Fyrsta hreppsbúnaðarfélag er svo stofnað 1842 í Svínavatns- hreppi í Húnavatnssýlu, annað í lljótsdalshreppi 1847 og hið þriðja í Vopnafirði um sömu rnundir. Eftir 1850 rísa upp ein- stök hreppsbúnaðarfélög, en leggjast flest niðui’ fljótlega aft- ur, og það er ekki fyr en um og eftir 1890 að nokkur festa kemst í búnaðarfélagsskap hreppanna, eða þegar farið er að veita styrk fyrir unnar jarðabætur, og má því segja, að styrkurinn hafi verið líftaug búnaðarfélagsskap- /" arins. Það mun hafa verið 1888, sem fyrst var veittur styrkur úr landssjóði fyrir unnar jarðabætur, og síðan 1893 hefir ætíð verið veittur nokkur styrkur á fjárlög- unum til hreppabúnaðarfélaganna, þannig að veitt hefir verið ákveð- in upphæð árlega og henni síðan deilt niður á jarðabótadagsverkin, sem skýrslur sýndu hvert ár. Varð þá vitanlega styrkurinn því minni á hvert dagsverk, sem meira var unnið og hefði þó hitt verið nær að launa því betur sem meira var á sig lagt við jarðabætumar. Á tímabilinu frá 1893—1920 nam styrkurinn alls rösklega Vz mil- jón króna og var að meðaltali ríflega 21 eyri á hvert jarðabóta- dagsverk, sem unnið var á því tímabili, og dagsverkin voru sam- tals um 2,5 rnilj. iSé dagsverlíið metið 3—4 eða 5 kr., þá hafa bændur lagf í þessa vinnu 7,5— 10 eða 12,5 mihj. króna. Lang- mest af þessum jarðabótum lá í þúfnasléttun, girðingum, fram- ræslu og áveitum, en nýrækt var mjög lítil á þessu tímabili. Hin árlega fjárveiting var um langt skeið frá 16—20000 krónur og komst upp í 30 þús. síðustu árin áður en jarðræktarlögin komust í framkvæmd. Þá lækkaði styrkurinn til hreppabúnaðarfé- laganna 20 og 15 þús. krónur á ári, og nú er hann tekinn af þeim styrk, sem veittur er samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna (5%). Á fyrstu stríðsárunum urðu bún- aðarfélögin flest og voru þá á milli 150 og 160, en jarðabóta- menn voru fiestir 1910, fast að 3000. 1920 er tala félaganna kom- in ofan í 97. n. Með j arðræktarlögunum frá 1923 hefst nýtt tímabil í sögu jarðabótanna. Það tímabil, sem eg hefi drepið á hér að framan mætti kenna við þýfið, ristuspað- ann og áburðarskortinn, en um þessi tímamót koma til sögunn- j ar plógar og herfi, þúfnabanar og í dráttarvélar og önnur nýtísku j tæki, samhliða sáðrækt og notkun tilbúins áburðar í þjónustu vax- andi nýræktar. Áður var opinberi styrkurinn ákveðin uphæð árlega, sem deild- ist því smærra sem meira var unnið, en jarðræktarlögin heita í styiik alt að ákveðnum hluta af jarðabótakostnaðinum og fjár- veitingavaldið má því verða við því búið að heildarstyrkurinn fari árlega vaxandi „ef fólkið þorir“, og reynslan hefir sýnt það þessi árin að þorið vex ár frá ári. Bændurnir tóku strax þétt í út- rétta hönd löggjafar- og fj ár- veitingavalds og herða jafnt og þétt á takinu, og ætti það að vera besta sönnun þess að hér sé stigið rétt spor í rétta átt. Jarðræktarlögin gengu í gildi 1. júlí 1923, en fyrsta mæling jarðabóta samkvæmt reglugerð þeirra var framkvæmd af trúnað- armönnum Búnaðarfélags Islands sumarið 1925 og mátti þá taka á skýrslur allar jarðabætur, sem unnar höfðu verið frá 1. júní 1923 til ársloka 1924. Fyrsta út- borgun styrks samkvæmt lögun- um fór fram snemma á árinu 1926 og síðan um sömu mundir árlega fyrir jarðabætur unnar ár- in 1925, ’26 og ’27, en mældar ári síðar. Af þessari reglu hefir leitt, að bændur hafa eigi fengið jarðabótastyrkinn útborgaðan fyr en á öðru aimanaksári eftir að jarðabæturnar voru gerðar, og hefir það valdið nokkurri óá- nægju. Eins og áður er ávikið ætlast lögin til þess að styrkurinn nemi alt að ákveðnum hluta jarða- bótakostnaðarins, þannig: Fyrir áburðarhús og safnþrær alt að x/3. Fyrir túnrækt alt að x/4. Fyrir garðrækt alt að x/5. Þegai’ til framkvæmdanna kom þótti svo ' miklum- vandkvæðum bundið að meta kostnaðinn sann- gjarnlega, að horfið var frá þeirri reglu og styrkurinn ákveð- inn fyrir dagsverk: I áburðarhúsum og safnþróm kr. 1.50. I túnrækt kr. 1.00. í garðrækt kr. 0.80. Þetta fyrirkomulag hafa menn sætt sig við orðalaust, og er hér þó dregið allverulega úr því, sem mest mátti vænta, eftir ákvæðum laganna, þegar litið er á það kaupgjald, sem bændur verða nú að greiða. Styrkur sá, er útborgaður hefir verið árin 1926—9 fyrir jarða- bætur unnar frá 1. júní 1923 til ársloka 1927 (mældar árin 1925— 1928) hefir verið sem hér segif: Þessar tölur eru teknar eftir j aðalskýrslum hvers árs, en eftir að þær voru gerðar upp, hefir j jafnan komið einhver viðbót, svo j að tölumar eru heldur lágar. Á j þessum árum hefir búnaðarfélög- ; unum, sem styrks hafa notið j skv. II. kafla laganna fjölgað um ; 28, tala styrkþega hefir hækkað svo að síðasta árið eru þeir ná- lega 7 móti hverjum 3 fyrsta ár- ! ið 0g dagsverkatala og styrkur j hefir langdrægt þrefaldast. Slíkt * 1 viðbragð sem þetta, hafa bænd- ur aldrei tekið áður í jarðabót- um hér á landi, og’ þvílík rækt- unarstörf og önnur 'umbótastörf hafa aldrei áður sést í sveitum landsins sem nú. Og þó eru þeta áreiðanlega ekki nema fyrstu morgunverk hins nýja dags bændaframsóknar í landinu. Auk þeirra jarðabóta, sem styrks hafa notið samkvæmt II. kafla jarðræktarlaganna hafa sömu árin verið unnin um 23700 jarðabótadagsverk á þjóð- og kirkjujörðum til landskuldar- greiðslu, og nema þær til þeirra gjalda um kr. 130500. Skýrsiur liggja ekki fyrir um það hversu mikið af þessari upphæð er nú þegar gengið til lúkningar jarð- arafgjalda, en ekki er tekið meira af jarðabótum í þær greiðslur árlega á hverri jörð, en það sem afgjaldinu nemur. Samanburður þeirra tveggja tímabila, sem hér hefir verið stiklað á, verður þá þessi: Fyrra tímabilið (1893—1920) eru unn- in 2.5 milj. dagsv. og styrkurinn nemur rösklega V2 milj. króna eða um 21 eyri á dagsverkið. Síðara tímabilið (1923—1927) eru unn- in um iy2 milj. dagsverka, þar af um 900 þús. styrkhæf skv. II. kafla j arðræktarlaganna og styrk- urinn nemur nærri 914 þús. krón- um eða rösklega 1 kr. á dags- verkið. Eru þó ekki taldar þær fjárhæðir, sem gengið hafa til lúkningar jarðarafgjalda, og ekki heldur langdrægt 100 þús. kr., er greiddar hafa verið, síðara tímabilið, beint til hreppabúnað- arfélaganna. ' HI. Síðan farið var að veita reglu- bundinn styrk fyrir unnar jarða- bætur, hafa sérstök ákvæði gilt um mælingu þeirra, og ákveðnar reglur um það, hvernig leggja skyldi í dagsverk hinar ýmsu teg- undir jarðabóta. Þessum reglum hefir verið breytt öðru hverju, og þá jafnan leitast við að leggja það í dagsverkið, sem meðalmað- ur afkastar á dag, eða það sem svarað hefir til venjulegra dag- launa á hverjum tíma, þegar jarðabótakostnaðurinn er að ein- hverju leyti fólginn í efniskaup- um. Af þessari sjálfsögðu reglu leiðir það, að búast má við og réttlátt er, að jarðabótadagsverk- ið stækki, þegar vinnubrögð batna, verkfæri fullkomnast, leikni vex, vinnukraftur og efni lækkar í verði og samgöngur batna. Síðasta breyting á ítölu jarða- bóta í dagsverk var gerð á s. 1. vori, og kemur til framkvæmda við mælingar jarðabóta á þessu sumri. Breytingar þessar taka aðeins til fárra jarðabóta, en þær eru allar til hækkunar á dags- verkinu (lækkunar á styrknum), og þetta hefir valdið óánægju. Kom sú óánægja fyrst opinber- lega fram á síðasta aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands, og þaðan hefir verið reynt að dreifa henni út um land alt, með því að senda ályktun aðalfundarins um þetta mál, til allra búnaðarsam- bandanna. Og af sömu rótum mun það runnið, óbeinlínis, að umræður voru vaktar um þetta á síðasta aðalfundi Búnaðarfélags íslands. Til þess að menn geti áttað sig á því um hvað þessi óánægja er, skal hér sýnt hvemig viðkomandi jarðabætur voru lagð- ar í dagsverk síðasta tímabilið fyrir 1923 (1), eftir að jarð- ræktarlögin komu til fram- kvæmda (2) og nú eftir síðustu breytingu (3) : 1 — 2 — 3 Mælt Félög Styrkþegar Dagsverk Útb. styrkur Dagsverk styrkhæf kr. 1925 176 1584 123125 132744 238000 1926 180 2280 187878 176583 354000 1927 198 2600 252354 248624 426000 1928 204 3641 346178 255659 499000 Alls 909535 913610 1517000 Nýir matjurtagarð- ar m2............ 50 50 60 Þúfnasléttun...... 50 50 60 Nýrækt, bylt .. .. 50 40 50 Nýrækt, óbylt . . . . 100 100 300 Alsteypt áburðarhús eða safnþrær m3 * 5 0,20 0,25 Sama, undir jám- þaki m3 ......... 0,5 0,25 0,30 Hér er því ekki um stórvægi- legai’ breytingar að ræða — nema á óbreyttu nýræktinni —, og þeg- ar litið er á þá aðstöðu, sem menn höfðu til nýtísku vinnu- bragða fyrir 6 árum og nú og í öðru lagi til verðlags á sementi og tilbúnum áburði þá og nú, þá má fullyrða að dagsverkið sé síst stærra nú hlutfallslega, en það var samkvæmt fyrstu reglugjörð jarðræktarlagana. Þetta gildir þó ekki um óbyltu nýræktina, en um hana er það að segja, að það er auðvelt að færa sönnur á það, að sumir hafa kostað minna til henn- ar en styrknum nam, eftir fyrri reglunum, en til þess hefir aldrei verið ætlast — og enginn má ætl- ast til þess að rikissjóður veiti nema nokkurn hluta jarðabóta- kostnaðarins í styrk, því síður að hann „yfirborgi“ þær, eins og hér hefir átt sér stað. I jarðræktarlögunum sjálfum er svo ákveðið, að þau skuli end- urskoða, áður en 5 ár eru liðin frá því er þau gengu í gildi (1. júlí ’23). Sú endurskoðun var gerð á Alþingi 1928, og skal hér getið helstu breytinganna er þá urðu á lögunum: Með jarðræktarlögunum var felt niður það skilyrði, sem áður hafði verið fyrir því að getaj fengið hlutdeild í styrk þeim, er þá var veittur úr ríkissjóði fyrir unnar jarðabætur, þ. e. að hlut- aðeigandi væri meðlimur hreppa- búnaðarfélags og var þá tekin burtu sú hvötin, sem drýgst hafði reynst til þess að halda búnaðar- félögunum saman. Nú er það aft- ur gert að skilyrði fyrir styrk af opinberu fé, samkvæmt lögunum, að hlutaðeigandi sé meðlimur í búnaðarfélagi hrepps eða bæjar. Jafnframt er stjórn hreppsbúnað- arfélags boðið að færa árlega inn á skrá, samkvæmt því formi, er Búnaðarfélag Islands ákveður, all- ar jarðabætur á félagssvæðinu. Þá er og ákveðið að leggja skuli 5% af styrk hvers jarðabóta- manns í sjóð þess búnaðarfélags Auglfsið í Tímanum o-£(yxyxyxyxyxyx^ sem hann er meðlimur í, en jafn- framt fellur niður styrkur sá, er hreppabúnaðarfélögin hafa áður notið. Þessari hlutdeild í styrkn- um skal varið til sameiginlegrar starfsemi í félaginu. I stað þess að miða styrkinn við jarðabótakostnaðinn, eins og áður er skýrt frá, er styrkurinn nú ákveðinn í krónutali á dags- verk, eins og verið hefir í fram- kvæmdinni, og er það þannig: Fyrir dagsverk skal greiða: í túnrækt og garðrækt kr. 1.00 I áburðarhúsum .. .. — 1.50 I safnþróm.............— 1.50 I votheystóftum .. . . — 0.50 Hámark styrks til einstaklings er sett kr. 8.00 fyrir túnrækt og kr. 1200 fyrir áburðarhús og safnþrær. Þessi takmörkun á ár- lega styrknum nær enn sem kom- ið er til sárfárra manna 0g hefir því engin almenn áhrif. Votheys- tóftir voru eigi áður taldar meðal styrkhæfra jarðabóta. Með því að ákveða styrkinn eins og nú er gert samkvæmt framansögðu, verður honum ekki breytt nema með lagabreytingu, en eins og áður var frá þessu gengið með fororðinu „alt að“, var opið svig- rúm til árlegra breytinga, þótt ekki væri það notað. I 10. gr. laganna var svo ákveðið, að eng- an styrk skyldi greiða fyrir 10 fyrstu dagsverkin, sem unnin væru árlega fyrir hvem verkfær- an mann á heimilinu. Ákvæði þetta varð strax mjög óvinsælt, enda gat það ámargan hátt kom- ið mjög ranglátlega niður, ekki síst þar sem ákveðið var jafn- framt, að vinnuskuldir legðust á bóndann, ef minna var unnið, eitt ár eða fleiri en áskilið var, og varð fyrst að vinna sig úr þeim, áður styrkur yrði veittur. Svo sýndi og reynslan, að erfitt var að fá réttar skýrslur um tölu verk- færra manna á hverju heimili og reyndust þeir ótrúlega fáir víða. Má því telja stórbót að því að þessi ákvæði eru nú feld úr lög- unum, og með því er styrkurinn beinlínis hækkaður. Nú er aðeins ákveðið að minni jarðabætur en 5 dagsverk hjá sama manni, komi ekki til greina við úthlutun jarða- bótastyrks. Um jarðabætur landseta á þjóð- og kirkjujörðum gilti áður, að þær skyldi meta til landskuldar- greiðslu 2/3 af verðlagsskrárverði áagsverks um heyannir í hverju lögsagnarumdæmi. Með"þessu móti varð afgjaldsmáttur sumra jarða- bóta svo mikill, að hann fór fram úr jarðabótakostnaðinum, ef hag- anlega var að verkinu unnið, og með því að leggja þenna jarða- bótastyrk við höfuðstól jarðanna ár frá ári, þá hefðu jarðirnar á stuttum tíma farið langt fram úr skynsamlegu og rentanlegu verði, þar sem nokkuð var unnið að ráði. Og svo var engin viðhaldsskylda lögð á landsetana í lögunum. Nú hefir þessu verið breytt þannig, að jarðabótadagsverk landsetanna á þessum jörðum er metið 3 krónur til landskuldargreiðslu, og eru það enn góð kjör, í flestum tilfellum. (Framh.).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.