Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.09.1929, Blaðsíða 3
TÍMINN 205 Freysteinn Gunnarsson hefir verið settur skólastjóri við Kennaraskólann í Reykjavík í stað Magnúsar Helga- sonar, sem hefir sagt af sér skóla- stjórn, eftir langt og mjög rómað starf í því embætti. Vot Peters heitir enskur miðill, sem hér er staddur um þessar mund- ir. Hefir hann farið mjög víða um lönd og starfað sem miðill. Kom hann hingað fyrir nokkrum árum síðan. Hélt hann fyrsta fund sinn í Alþýðu- húsinu á þriðjudagskvöldið. Var þar margt manna. Flutti hann fyrst stutt erindi um sálræn efni, en að því loknu hófust skygnilýsingar. Lýsti hann svipum hjá ýmsum fundar- mönnum, lýsti skapgerð þeirra í lif- anda lífi, sjúkdómum og atvikum ýmsum, er fyrir þá hefðu komið áður en þeir fóru af þessum heimi. Sem dæmi um atvikalýsingar hans má nefna þessa: Áður en N. N. dó hafði hann legið alllengi rúmfastur, en komst þó á fætur: En þá varð hann fyrir byltu, sem flýtti fyrir dauða hans. Af þessari og annari lýsingu kvaðst viðkomandi þelckja þann, sem verið var að lýsa. — Mætti nefna fleira, sem torvelt væri að skýra á annan veg en spiritistar gera. I Al- þýðublaðinu 18. þ. m. ritar einhver, sem nefnir sig J. um fundinn. En fáir, sem voru á fundinum, munu tclja að þar sé samviskusamlega frá skýrt því er gerðist. Auk almennra funda heldur Vot Peters einkafundi. — Ósmekkvísi er það og jafnvel þröngsýni af hálfu Sálarrannsóknar- félagsins, að gera inngöngu í félagið að skilyrði fyrir því, að menn fái aðgöngu á fundi Vot Peters og kynn- ist sálrænum hæfileikum hans. Mætti ætla að þeim, sem standa utan við félagið, væri eigi siður þörf á slíku og opnar dyr að þessari viðleitni væri fremur í samræmi við tilgang málefnisins. Og ef kynni almennings af 'hæfileikum miðilsins yrðu sam- kvæmt vonum, mætti og ætla að fé- lagið nyti góðs af glæddum áhuga fleiri manna. Vestan um haf. í skotkeppni, sem haldin var í Ottawa, höfuðborg Kan- ada, þar sem keptu 173 bestu skot- menn landsins, varð hlutslcarpastur íslendingurinn J. V. Austmann. Hann er sonur Snjólfs Austmanns, sem lengi átti heima í Winnipeg. J. V. Austmann er kunnur skotkappi síð- an fyrir stríð. Var hann einn i Iiði Kanada nær öll striðsárin. Særðist hann mikið í einni höfuðorustu styrj- aldarinnar og var þá tekinn til fanga af Jtjóðverjum. Hann er nú bóndi við Kenston, Sask. — Ung stúlka, Dorothea Sanders að nafni, lauk ný- lega kennaraprófi Við hljómlistar- skólann í Toronto með hæstu á- gætiseinkunn, sem unt er að fá. Hún er dóttir Guðm. J. Sanders frá Sönd- slíka upphæð á gamalsaldri, þótt þau hefðu bjargast einhvernveginn af hjálparlaust. Líf- og ellitryggingunni hafa tryggjendumir að fullu leyti gagn af sjálfir, eða að þeir láta trygginguna eítir til erfingjanna sem aðra f járinuni. Öðru máli er að gegna með sjúkra- og slysatryggingar, að það fá ekki all- ir úr þeim, sem í þær borga, en fómfýsnin og öryggið ætti að vera þeim, sem ekki yrðu fyrir slysum eða veikindum svo mikils virði, að þeir ættu ekki að sjá eftir þeim krónum sem í sjóðinn færu. Og hitt er mik- ils virði fyrir alla þegar sjúkdóm ber að höndum að eiga lagalegan rétt á þvi að fá fjárhagstjónið bætt, og með því geta borgið efnalegu sjálfstæði sínu. — Búast má við að margir telji þetta mikil útgjöld fyrir fátæka ungiinga, sem' eru að reyna að eign- ast eitthvað eða að leita sér ment- unar, en það virðist ekki beinlínis ástæða til að halda að sparsömu og efnilegu íólki yrði þetta til verulegs farartálma, þegar líka er tekið tillit til hinnar bættu aðstöðu, ef veikindi kæmu fyrir. Mestur hagur virðist að því að fólk sem eyðir -í ýmsan óþarfa mestöllu því, er það fær fyrir vinnu sína — en það gerir því miður mesti fjöldi af yngra íólki — er neytt til að tryggja sig, svo það verði siður þjóð- félaginu til þyngsla. það mætti þvi mjög oft telja trygg- ingarféð fundið fé fyrir þjóðfélagið — já, sem eyðslufólkið var skyldað til að geyina sjálfu sér til seinni tímans. það yrði aldrei langt að bíða að menn færu að liafa beinlinis og 6- beinlínis hag af því að skyldutrygg- um í Miðfirði og konu hans Kristín- ar Pálsdóttur frá Siglufirði. — í sambandi við hinar langstæðu og lítt frægilegu deilur frænda okkar vestra út af heimferðarmálinu, birtu blöðin þar bréf frá forsætisráðherra Sask atshewan fylkis, þar sem hann lætur þess getið, að samkvæmt umræðum í þinginu og skilningi stjómarinnar, beri að líta á fjárstyrk fylkisins ti) undirbúnings heimferðar íslendinga sem heiðurs- og samúðarvott með þeim einstæða sögulega viðburði. — Látnir eru nýlega vestanhafs: Bjöm Magnússon kaupmaður í Árnesi við Winnipegvatn, Sigurður Sigurðsson í Lundar, frá Ytri-Galtarvík í Skila- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu og Jóhannes Halldórsson frá Bjarga- steini í Stafholtstungum í Mýrar- sýslu, til heimilis í Mikley. Veðrátta hefir verið mjög stirð, sér- staklega norðan lands, um alllangt skeið. Eru hey víða úti. ----0---- Tilkynning til lesenda Herra ritstjóri! Mér hafa borist fjölmargar fyrir- spurnir frá lesöndum mínum bæði heima og utanlands um það, hvernig á því standi, að eg hafi ekki gefið út neinar bækur á fslandi síðan „Vef- arann rnikla", sem ritaður var 1925, eða hvort eg sé hættur að skrifa bækur, og í þriðja lagi, hvort eg ætli mér i framtíðinni að skrifa á erlendu máli. Leyfið mér að svara þessum spurningum hér í eitt skifti fyrir öll: Síðan eg ltom hingað til lands fyr- ir rúmum tveim árum, hefi eg fullbú- ið til prentunar tvær nýjar bækur; hin fyrri er smásagnasafn, sem eg kalla „Fótatök manna“, og sendi eg heim handritið að þeirri bók fyrir hálfu öðru ári. Handritið að seinni bókinni, sem er kölluð „Alþýðubók- in“, sendi eg heim fyrir misseri síð- an. Ljóðasafn hafði eg að mestu full- gert áður en eg fór frá íslandi 1927. Sökin er ekki mín, þótt bækur þessar hafi enn ekki komið fyrir almenn- ingssjónir. — Sem stendur er eg að semja nýja skáldsögu, langa, sem eg vonast til að ljúka við innan tíu mánaða. Eg hefi nýlokið við að þýða „Vef- arann mikla" á ensku í félagi við hr. Magnús Á. Árnason myndhöggv- ara í Point Roberts, Washington-ríki, en að öðru leyti hefi eg engar áætl- anir í huga um að skrifa bækur mín- ar á öðru mali en íslensku í fram- tíðinni. Virðingarfylst. Halldór Kiljan Laxncss. Áritun: 437 South Hartford Avenue, Kiora, Apartment 305. Los Angeles, California. ingamar væru lögleiddar, því það er ekkert smáræði, sem íer hjá sumum sveitum til munaðarlausra barna, sem mist hafa foreldra sína og til gamalmenna og sjúklinga. Fram- færslufé þessa fólks verður eins og nú er, að jafna niður á þá sem eitt- hvað hafa undir höndum, en sem annars myndi að miklu leyti spar- ast fyrir sveitarfélögin, kæmust slík- ar skvldutryggingar á. Mætti því telja þetta beinar tekjur fyrir gjald- endur. Annað er aftur óbeint og það er að fólk sem hér um ræðir, er oft vandafólki sínu til þyngsla og veik- ir þar með gjaldþol þess til almennra þarfa. Sennilega væri réttast að þessar tryggingar væru í tvennu lagi, fyrst líf- og ellitrygging og í öðru l'agi sjúkra- og slysatrygging og legði rík- ið fé til siðarnefnda sjóðsins, ekki minna en hlutfallslega er lagt til þeirra sjúkrasamlaga, sem til eru. Að sjálfsögðu yrðu sýslumenn og bæjar- fógetar látnir innheimta þessi gjöld eins og önnur skyldugjöld. það má gera ráð fyrir að stundum væri ekkert hægt að fá upp í ið- gjöldin, vegna fátæktar eða vilja- leysis, en einmitt það fólk þyrfti oft trygginganna sérstaklega með. Virð- ist þá ekki um annað að gera en að sveitirnar yrðu að borga fyrir þá, sem ekki gætu borgað sjálfir, en sveitirnar mættu að sjálfsögðu færa iðgjöldin þeim sem þaðu, til skuldar, eins og hverja aðra sveitarskuld. þar að auki mætti tryggingin vera noklc- urskonar veð, þannig, að þegar trygg- xngin yrði leyst út, þá gæti sveitar- sjóður fengið aftur þau iðgjöld, sem hann hefði greitt. Að öðru leyti ætti tryggingin að G'áita. Hver er þessi fríði flokkur, falslaus sannleiks-varðfylking, brátt sem gefa ætlar okkur afbragðs-stjórn og flekkiaust þing? R á ð n i n g : Magnús °/o, Nlagnús leppur, Mangi stormur, Thorshaninn, vaxtafrægur ferðagreppur, Fjólupabbinn, Moðhausinn. Ollum skærum gömlum,’gleyma Gengisjón og Maurabjörn. Banksi hygst þá temja og teyma, — titlingur, sem leikur örn. Snorri. -----o—— Máttur íslenskrar moldar í Sauðlauksdal 17. sept. 1762, segir Eggert enn fremur: „Matjurða vöxtur er liér í Sauð- lauksdal miklu betri en í fyrra, og hvítar rófur og sniðkál alt ofvaxið og í blómstur komið; stendur það af löngum blíðviðrum. Lítill akur er hér fyrir jarðeplin (þau fínu rauðu, frá Vestindíum, er Spanskir kalla Patatos) af hvíts skeljasands jörðu, og hafa mörg þar fengið vöxt sem utanlands. Populi, þær ungu, og plómutrén dóu í vetur, en 5 pílar hafa vel aflifað veturinn, og tveir skotið náttúrlegum stinnum greinum, nær þriggja feta löngum, svo eg er nú um þá vongóður, .verði veturinn ei því frostameiri"**). þessi orð Eggerts ætti að geta orðið Uppörfun öllum þeim mönnum, sem á einhvern hátt stuðla að því, að farið er að brióta land vort til rækt- unar eftir margra alda kyrrstöðu og niðurníðslu. Ef þessum tímamóta- mönnum verður vel ágengt, og það er meira en vist, heiðra þeir um leið öðrum fremur minningu Eggerts Ól- afssonar, hins trúa ættjarðarvinar og spámanns íslenskrar viðreisnar. Sigurður Skúlason mag. art. Askorun til kaupenda Tímans. Tíminn leyfir sér hér með að mælast fastlega til þess, að þeir kaupendur blaðsins um alt Iand, sem búa við vanskil af hálfu pósta og póstafgreiðslu, sendi blaðinu rökstuddar umkvartanir um slík vanskil. ríkjunum, Shearer að nafni, hefir orðið uppvís að undirróðri gegn tak- mörkun vígbúnaðar á sjó. Hefir þjóð- þing Bandaríkjanna ákveðið að láta fara fram rannsókn á því máli. Kveðst Shearer hafa starfað að þess- um undirróðri fyrir amerískar skipa- smíðastöðvar og fyrir tilmæli fjög- urra amerískra aðmírála, þ. e. yfir- foringja á flotanum. — Lögreglunni í þýskalandi hefir tekist að handsama upphafsmenn sprengitilraunanna, sem framdar hafa verið í þýskalandi. Kom í ljós að fjölmennur hópur þjóðernissinna hef- ir staðið á bak við spellvirkin. Höfðu þeir og í ráðagerð frekari aðgerðir af sama tæi. — Eins og fyr hefir verið getið, hafa staðið yfir samningar milli for- sætisráðherra Breta og sendiherra Bahdaríkjanna þar í landi um eins- konar flotasamþykt milli Breta og Bandaríkjamanna, á þeim grund- velli, að flotai-nir verði jafnstórir. Er talið að þeim samningum miði allvel áfram og að McDonald muni bráð- um taka sér ferð á hendur vestur um haf til heimsóknar í Hvítahúsið og viðtals við Hoover forseta. — Til samkomulags dregur að nýju milli Breta og Rússa. I-Iafa Bretar boðið ráðstjórninni að senda fulltrúa til London til nýrrar samn- mgagerðar um stjórnmáíasamband landanna og hafa Rússar þegið boðið. — þegar ríkjaskilnaður varð milli Svía og Norðmanna 1905 og við sjálft lá að þjóðunum slæi saman í stríð, var svo ákveðið í Karlstadssamn- ingnum að einskonar hlutlaust belti yrði milli landanna. Nú hefir fyr- verandi forsætisráðherra, Rolfsen, kveðið uppúr með það, að belti þetta sé nú óþarft á milli landanna eftir gerðardómssamninginn frá 1927. ----0-----. Taðan okkar I fyrra ritaði eg greinarkorn um töðuna okkar, benti á hvernig hún mundi vera, og hvað best væri að gefa hámjólkandi kúm með henni. Nú ætlaði eg að gera það sama. En enn vantar mig töðu frá mörgum, sem höfðu lofað að senda mér sýnis- horn, til að láta efnagreina. Sýnis- hornin, sem eg liefi fengið, eru því svo fá, að hæpið er að byggja á þeim. En af því að komið vreður fram á gjafatíma, er eg aftur kem til Reykja- víkur, vil eg nú þegar segja frá því, sem ætla má um töðuna, eftir þeim fáu rannsóknum, sem fyrir liggja. Taðan í ár er betri en i fyrra, og virðist munurinn vera alt að Vio — Vs. þær kýr, sem í fyrra þurftu fóðurbæti með, þegar þær voru komnar í 14 marka nyt, ættu nú að geta mjólkað milli 15 og 16 af sama íóðri. Færri kúm þarf því að gefa fóðurbæti nú en þá, og þeir, sem eiga nóga töðu, virðast ekki þurfa að kaupa fóðurbæti nema handa sín- um allra bestu kúm. í þessu sambandi vil eg þó benda á, að nú eins og raunar altaf, mun vera vafi á því, að nægileg steinefni séu í töðunni, og því ástæða til að ætla, að til bóta væri að gefa fóður- salt. það kostar lítið, en með því er tryggt að kýrnar liða ekki af salt- þörf. En saltþörf kúnna (ekki matar- salt) cr meiri en það, þegar þær mjólka mest, að þær þá geti melt nægilegt af því. Fyrir þvi þarf kýriu í geldstöðunni að fá fóðursalt, ef hún eftir burðinn á að komast í eðlilega háa nyt. Síðar, þegar fleiri sýnisliorn hafa verið rannsökuð, mun eg skýra nánar frá því hvernig ætla megi að taðan sé, en það sem liér er sagt, verður að nægja í bili. 5. sept. 1929. Páll Zóphóniasson. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Ásvallagötu 11. Sími 2219. Prentsmiðjan Acta. Einatt hafa útlendingar ypt öxlum og sopið hveljur, er þeir hafa heyrt hið furðulega nafn lands vors í fyrsta sinni, og er það vorkunnarmál. það cr varla ofmælt, að þeir hinir sömu undrist stórlega, er þeir heyra, að hér á landi sé byrjað að rækta korn, mat- jurtir og suðræn aldini, þótt í smá- um stíl sé enn 'þá, af því að trú íslendinga á gróðurmagn landsins er alment nývöknuð. það hefir að maklegleikum verið talsvert talað um hinar nýju og stór- merku ræktunartilraunir hér á landi, en engan mann hefi eg heyrt minnast þess í því sambandi, að fyrir meira en hálfri annari öld voru matjurtir ræktaðar með merkilegum árangri hjá síra Birni Halldórssyni í Sauðlauksdal. Eggert Ólafsson, mág- ur hans, kemst svo að orði í bréfi til Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, dagsettu í Sauðlauksdal 7. sept. 1761: — — — „Hér eru matjurtir yfir- fljótanlegar: grænt, hvítt, rautt, snið- savoy-kál, og kaal-raven yfir og undir jörðu, sinop, spinat, salat, laukar, péturselja etc., næpur, hvítar rófur og rediker. Hér að auk akurgerði með jarðeplum í, hvar af mjöl er gjört til brauðs og grauta. Eg hefi og þar af hárpúður, í stað þess útlenska. Am- ulikaal er hér inn sett allan vetur- inn og framan af sumri; áður en nýtt kál vex, brúkast uppkomnar íslenslcar jurtir, helst þrennslags, sem einsog kálsaup tilbúnar eru*). I bréfi til sama manns, dagsettu vera friðhelg eign tryggjanda, sem lögtaksréttur næði ekki til né nein borgunarskylda, nema sem beinlínig hefði gengið til að greiða sjálf ið- gjöldin. Hinar einu skyldutryggingar, sem nú eru til, eru tryggingar embættis- manna, en það virðist ekki minni nauðsyn á að alþýðumenn væru skyldaðir til að tryggja sig heldur en embættismenniniir. þau lög, sem nú eru til um sjúkra- samlög, sem ríkið leggur til, eru að- eins sniðin eftir þörf kaupstaðanna, en als ekki fyrir sveitirnar. það minsta, sem gera þarf, má ekki vera minna en það, að lögin yrðu gerð þannig, að sveitirnar gætu notið góðs af þeim lika. Jóhann Guðjónsson. -----0----- Pálmi Hannesson kcnnari frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri hefir ver- ið settur rektor við Mentaskólann í Reykjavík í stað þorl. H. Bjarna- sonar, sem hefir gengt því starfi síð- an Geir Zoega andaðist. Laugarvatnsskólinn. Séra Jakob Ó. Lárusson, sem gengdi skólastjórn þai- í fyrra mun ekki gefa kost á sér til þess framvegis, vegna prestsembættis síns og prestakalls. Skólastjóri á Laugarvatni verður Bjarni Bjarnason skólastjóri i Iiafnarfirði. Tómas Jóhannsson smíða- og leik- fimiskennari á Hólum í Iljaltadal andaðist 4. sept. síðastl. Dýraverndarinn, ágúst—sept.blaðið, flytur að vanda morgvíslegan fróð- leik, dýrasögur og kvæði. Meðal ann- ars eru þar sagnir um Bessastaða- Sóta. -----0----- ----.0- Frá úílöndum. — Sænsku flugmennirnir Ahren- berg og Floden, sem liingað komu í sumar, lcomu til Kaupmannahafnar 4. sept. síðastl. eftir langa og erfiða útivist í flugferð sinni. Eftir vélar- bilanir hér og mikið stimabrak við að komast áleiðis, náðu þeir loks til Grænlands. Lentu þeir þar í hrakn- ingum og ti'eystust ekki lengra en sneru heimleiðis eftir mikið stapp og ráðagerðir. Hafa flugmcnn þessir verið næsta óhepnir með tæki sín. — Nýlega var gerð tilraun að sprengja í loft upp stjórnarbygging- una i Lyneburg í þýskalandi. Urðu skemdir á byggingunni. Er þetta ein af mörgum samskonar tilraunum til spellvirkja, sem gerðar hafa verið í þýskalandi á skömmum tíma. —- Ekki cr enn lokið erjum þeim sem orðið hafa milli Rússa og Kín- verja út af Siberíujárnbrautinni og eigi heldur ófriðnum í Gyðingalandi. þykir þó meiri von um, að til frið- ar dragi á báðum þessum slóðum. —i Farþegaskip, nefnt „Kuru“, sökk snemma í þessum mánuði í miklum stormi á Nádijárvi-vatninu nálægt Tammerfors. Fórust þar um 130 manns en 21 var bjargað. — Mauretania hefir á siglingu yfir Atlantshaf farið enn fram úr sínum fyrra hraða og munaði nú aðeins tveimur klst. á farflýti þess og nýja skipsins Bremen. — Mun varla séð fyrir endann á þeirri kappsiglingu. — Chicago-búar efna til stórkost- legrar heimsSýningar árið 1933. Verð- ur þá þessi næststærsta borg Banda- ríkjanna 100 ára gömul. Er ætlast til að allar þjóðir jarðar taki þátt í sýningunni og verði þar sýnt hverj- um framförum þjóðirnar hafa tekið í vísindum, listum, bókmentum og iðnaði o. fl. síðustu hundrað árin. — Homsteinn nýrrar byggingar þjóðabandalagsins var lagður í Genf 7. þ. m. — Briand, forsætisráðherya Frakk- lands, hefir á þingi þjóðbandalags- ins borið fram tillögur um stofnun bandalags með ríkjunum í Evrópu viðkomandi fjárhagsmálum, atvinnu- málum o. fl. Hefir tillögum hans verið tekið vel af fulltrúum þjóð- anna og mun þykja komið annað hljóð í strokkinn en áður var meðan Frakkar sáu ekki né viðurkcndu samtök þjóða nema til þess eins að koma þjóðverjum á kné og þröngva kosti þeirra á allar lundir. — Bresk blöð taka þessari uppástungu vin- samlega en kveða Breta munu eiga örðuga aðstöðu til slíks bandalags, vegna þess að moginhluti breska rík- isins er utan Evróþu. Bandaríkja- blöð telja að slíku sambandi muni verða stefnt gegn Bandaríkjunum og er þó einnig þar viðurkent, að Ev- rópuþjóðum sé mikil þörf þessháttar *) Andvari 1. ár (1874) bls! 178. — **) S. st. bls. 181. — samvinnu til fjárhagsviðreisnar álf- unni. — Englendingurinn Orlebar hefir sett heimsmet í hraðflugi. Meðalhraði hans var 571 km. á klst — Verkfræðingur einn í Banda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.