Tíminn - 12.10.1929, Síða 2
216
TlMINN
Nokkrar
lögregluþjónsstöður
eru lausar frá næstu áramótum hér í Reykjavík.
Umsóknir sendist lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir 1.
nóvember næstkomandi og skulu fylgja þessar upplýsingar:
1. Vottorð héraðslæknis um heilsu umsækjanda.
2. Mynd af umsækjanda.
3. Vottorð um aldur hans og hæð.
4. Hvar umsækjandi hefir unnið síðustu 5 árin og við hvaða
vinnu.
5. Hverrar mentunar umsækjandinn hefir notið og hvar.
6. Nöfn og heimilisfang tveggja manna eða fleiri, sem geta gef-
ið upplýsingar um umsækjanda.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. október 1929.
Hermann Jónasson
tökum og má mikið læra af
framburði hans og hljóðskipun.
Nauðsyn væri að íslendingum
skyldist það sem fyrst að söng-
listarnám er mjög erfitt og út-
heimtir þrotlausa vinnu og
bjargfastan vilja. Ánægjulegt er
það hverjum, sem sönglist ann,
að hlýða á söngmenn, sem eru
starfi sínu vaxnir og hafa til
hlítar skilið hlutverk sín og starf-
að með elju og atorku.
Meðferð hr. Skagfield t. d. á
óperu arium, er sannarlega ekki
neitt hversdagsleg. Þó leitað sé
í fjölmennum hópi erlendra ó-
perusöngvara, þá munu flestir
komast að raun um, að ekki séu
mjög margir þar, sem leika sér
efns léttilega í gegnum ramm
þungar óperuariur, sem Skag-
field. Söngmaðurinn er einnig
þeim hæfileikum gæddur að
snerta hjörtun með söng sínum
og efla þannig hið fagra, göfuga
og heilbrigða í tilfinningalífi ein-
staklingsins. Það er engin til-
viljun sem ræður laga- og efnis-
vali hjá Skagíield. Lögunum er
sýnilega skipað niður eftir íhug-
un og athugun með því að tón-
svið þeirra og eðli sé í fullu sam-
ræmi við það efni sem röddin
hefir yfir að ráða, á því tón-
sviði sem hún nýtur sín best á.
Má segja að hjá hr. Skagfield
haldist í hendur fögur rödd,
eðlileg framkoma og framsetning
og mikil kunnátta í tónflutningi.
Hr. Skagfield er ótvírætt sá yfir-
burða söngmaður sem vér megum
vænta mikils af í framtíðinni.
En þjóðin öll þyrfti helst af
öllu að skilja það strax og styðja
hann eða örfa til starfa með
almennri samúð og alúð. Hr.
Skagfield virðist skilja svo vel
sitt hlutverk, að hann þyldi vel
það eftirlæti. Skilningur almenn-
ings á því áhugamáli, sem ein-
staklingurinn stefnir að, ber
hann oft til sigurhæða. Söng-
brautin er erfið, hjallamir háir
og margir, en vér þolum ekki
að missa vora efnilegustu söng-
menn fram af snösinni fyrir þá
sök, að að þeim sé vegið eða
þeim ekki sint, er þeim er gang-
an sem örðugust og þeir hafa
sem mest að vinna. Vér þolum
ekki lengur kalt fálæti og aftur-
haldssemi á sviði sönglistárinnar
fremur en annarsstaðar. Vér
þuríum að róa að því öllum ár-
um að þeir sem eru sjálfkjörnir
málsvarar söngsins, sigli heilum
knerri til hins þráða lands, .þar
sem þeir geta neytt starfskrafta
sinna og kunnáttu og nært og
yljað söngþyrstar sálir þúsunda
og aftur þúsunda þeirra, sem
þekkja engan fegurri né betri
ljós- og gleðigjafa í þessum
heimi en fagran söng.
Cantante.
---o---
Á víðavangi.
Thors-„logik“.
Greinagóður stúdent, sem var
viðstaddur á mótmælafundar-
nefnu stúdenta, lét svo um mælt
við ritstj. Tímans, að fundurinn
hefði verið aumlegasta samkoma,
sem stúdentar hefðu nokkru sinni
átt hlut að og raunalega háðu-
legur vegna þeirra sjálfra. Hið
eina sem áorkaðist var það, að
Thor Thors gerði sig beran að
því að vera jafnheimskulega æs-
ingagjam og grunnfær eins og
l Óiafur bróðir hans, Ámi Pálsson
að klaufalegri frekju og dr. Alex-
ander að frámunaniegri heimsku
og ósmekkvísi í fundarstjórn.
Þátttaka í atkvæðagreiðslu var
sáralítil; um 30 (af fullu húsi!)
með mótmælatillögunni og um 20
á móti. Sem sýnishom af hugs-
anaskerpu og rökvísi Thor Thors
má benda á þessi ummæli:
„Ranglætið gagnvart kennurunum
verður því augljósara þegar það er
athugað, að það var fyrir fram
ákveðið, að Pálnii Hannesson hlyti
embættið, áður en nokkuð var nm
það vitað, hverjir sæktu gegn hon-
um. pað er óræk sönnun þess, að
þeir voru fyrirfram hundsaðir".
Svona „logik“ gæti verið dálítil
skýring á því, að fundurinn mis-
hepnaðist fyrir íhaldsmönnum og
að fundarmenn sáu ekki ástæðu,
til þess að virða frummælanda
svars. Eða hversu skyldi vera
unt að taka tillit til ákveðinna
einstakiinga áður vitað er,
hverjir mmii gefa sig fram!
Slík hunda-„logik“ vottar vissu-
iega um meiri grunníæmi en ætla
mætti að samrýmdist forustu-
mensku „akademiskra“ borgara í
iandinu. Ætti slíkt foringjaval
studenta að gera mönnum ljóst
að eitthvað hafi brostið á æski-
iegt uppeldi mentamanna að und-
anförnu. — Mbl. 10. þ. m. ber
sig hörmulega út af hrakförum
sínum og sinna manna í þessu
máli. Er hreint kjökurhljóð i
blaðinu yfir hinum aumlega
funai. Skal blaðinu síst láð, að
það kveinkar sér. En >á ætti Mbl.
að læra af reyhslunni og halda
sér hlutlaust 1 öllum málum, þar
sem vitsmunum þarf að beita,
því að reynslan sýnir að bestur
kostur blaðsins er að flýja af
hólmi í hverri viðureign.
Mbl. og landhelgisgæslan.
Mbl. segir nýlega að land-
helgisgæslan sé slæm, þótt 4 séu
gæsluskipin. Séu skipin sífelt að
flytja ferðamenn fyrir stjómina.
Að sögn kunnugra er strokumað-
ur íhaldsins Jóh. Jóh. um það bil
eini maður, sem stjómin hefir
trjrgt far með varðskipinu síð-
ustu mánuðina, svo að ósannar
eru þessar dylgjur Mbl. — Kými-
legt var fyrir „moðhausixm“ að
í sama blaði og hann bar skip-
stjórum varðskipanna ódugnað á
brýn varð blaðið að geta þess, að
Ægir kom með tvo seka togara
til Reykjavíkur. Hefir einmitt
það skip, sem núverandi stjóm
lét smíða, og valdi menn á, sí-
felt verið að taka brotlega tog-
ara, og bjarga mönnum úr sjáv-
arháska. Síðustu viku lítur út
fyrir að moðhausaliðið ætli að
tryggja sér varanlega ósæmd í
landhelgismálunum, með því að
bæta nýjum álygum a skipstjór-
ana í ofanálag á skröksögur ól.
Thors. n.
„Saga heimferðarmálsins“
nefnist rit, er Hjálmar A. Berg-
mann lögfræðingur í Winnipeg
hefir samið og gefið út. Hefir
Tímanum borist rit þetta, enda
mun það vera sent í stórskömt-
um út um alt land. Fyrirsögn
ritsins segir til um efni þess og
er þar rakin raunasaga þess
hörmulega ósamlyndis og" stór-
rifrildis, sem geysað hefir með-
al landa okkar vestanhafs á ann-
að ár út af heimferðarmálinu.
Hjálmar Bergmann hefir verið
einn höfuðdeiluaðili og er því
ekki að vænta þess, að hann, í
riti þessu, greini óhlutdrægt frá
málsefnum öllum, meðan hiti bar-
dagans er sem mestur. — Tím-
anum hefir jafnan virst að þess-
ar deilur hefðu minna tilefni en
svo, að landar vestra mættu við
því að setja varanlegan blett á
glæsilega landnámssögu sína með
slíkum stórdeilum út af svo sár-
viðkvæmu máli, sem heimsókn
til ættlandsins 1930. Fjárbeiðni
virtist í öndverðu styðjast við
litlar ástæður, því Islendingar
vestra eru margir nokkuð fjáðir,
örir á fé og rausnarsamlegir í
tiltektum er rík tilefni gefast.
Hinsvegar munu fáir íslendingar
hér heima verða auðtrúa á það,
að mikill sé munur þjóðrækni
landa okkar vestra, ef verulega
reyndi á og munum við bera mik-
ið og gott traust til þeirra í því
efni yfirleitt. Munu Islendingar
heima verða tregir til að taka
afstöðu í þessu ófrægilega deilu-
máli vestra. Hinsvegar mun
flestum vera . sú ein kend í
‘brjósti, að vilja geta af alhug og
sem hjartanlegast fagnað heim-
sókn landa okkar og harma það,
að Islendingar vestra hafa látið
svo merka hátíð í lífi sínu kafna
að hálfu leyti fyrirfram í slíkum
illindum sín á milli. — Vill blað-
ið Tíminn frábiðja sér allan á-
róður landa vestra um að leggja
dóm á þetta einkamál þeirra
og vottar, fyrir sitt leyti, Hjálm-
ari Bergmann fulla óþökk fyrir
sendinguna.
Moðhausinn svívirðir
Jón Magnússon í gröfinni.
Þau fádæmi hafa gerst hér í
bænum, að hinn aumasti meðal
hinna aumu, moðhaus Mbl., leyf-
ir sér að óvirða Jón Magnússon
fyrir það, sem Mbl. vill telja lög-
fræðisafglöp. Jón Magnússon fyr-
irskipaði svo, að í dómsmálaráðu-
neytinu skyldu fulltrúarnir und-
irrita allan þorra mála, sem skrif-
stofustjórar gera hér í öðrum
stjórnardeildum. Moðhausinn
gerist því svo djarfur, að freista
borgaranna til að gera samanburð
á lagaviti Jóns Magnússonar og
hans sjálfs. A.
Eyðimerkurstrá Sig. Eggerz.
Þegar frá er talinv sæmileg
þátttaka Sig. Eggerz í sjálf-
stæðismálefni landsins á stjórnar-
farsbaráttuárunum, getur hvergi
slíka auðn umhverfis nokkurn
stjórnmálamann eins og hann.
Þrisvar hefir Sig. Eggerz verið
ráðherra, tvisvar farið með æðstu
ráð í stjórn landsins, haft öflug-
an flokk að baki sér og ekki
skort hvatningar. En þrátt fyrir
þessa glæsilegu aðstöðu liggur
ekkert, — ekki skapaður hlutur
eftir þennan mann í innanlands-
málefnum þjóðarinnar. Hann
hangir í valdasessi hvað eftir
annað, hugkvæmarlaus, eins og
dauðyfli og hugsar um það eitt
að skorða sig í sessi og þegar
það tekst ekki lengur, þá að
veita sér sjálfur mjög feita
stöðu við danska peningastofnun
hér á landi. — Af þessum frá-
munanlega skorti á manndómi,
einlægni og nýtilegri þjóðmála-
viðleitni, drap Sig. Eggerz smám
saman af sér allan flokk sinn,
braut af sér fylgi og álit lands-
manna og endar með því að
svíkja leifarnar af liði sínu og
skríða ofan í vasa Jóns Þorláks-
sonar í von um vemd og fríð-
indi. Að baki Sig. Eggerz er hin
ömurlegasta eyðimörk, þar
sem ekki stendur neitt leiðar-
merki, engar minjar nýtilegar
athafnar í ótölulegum nauðsynja-
málum þjóðarinnar. — I eyði-
mörkinni er aðeins eitt vesælt
ýlustrá, sem vælir ömurlega yfir
hörmulegum örlögum Sig. Egg-
erz. Þetta eyðimerkurstrá
Sig. Eggerz er lögfræðingstitja
ein, er virðist reyndar vera hlað-
in eðlilegum sektarþunga fyrir að
verða að leggja sig niður við jafn-
lélega atvinnu eins og þá, að lesa,
og pára niður á hálfgerðu hrogna-
máli fomfálegar hugsanir Sig.
Æskan í landinu
íhaldið og Framsóknin.
Frh. ----------
I síðasta blaði var sýnt fram
á hvílíkur styr hafði staðið um
undanfarin ár út af umbótum á
8 skólum víðsvegar um land. I
öllum tilfellum hafði Mbl. og
fylgilið þess gert alt sem það
gat til að hindra, tefja eða eyði-
leggja þessar umbætur. I öllum
tilfellum hafði stefna Framsókn-
ar sigrað svo gersamlega að
Ihaldið, og blöð þess hafa skömm
eina og skaða af framkomu sinni.
I hverju einstöku af þeim tilfell-
um hafa íhaldsmenn nú orðið
gefið upp alla vöm og óska einsk-
is fremur en að framferði þeirra
verði grafið og gleymt í varan-
legri þögn.
Þessi átta dæmi eiga að sýna
öllum landsmönnum, að það er
mjög mikill munur á framsýni
og góðvild tveggja stærstu
stjómmálaflokkanna til æskunn-
ar í landinu. Það getur ekki ver-
ið sómasamlegur flokkur, sem
á þá sögu að baki sér, og það
aðeins sögu nokkurra missira,
sem rakin var í síðasta blaði.
Fjandskapur Ihaldsins gegn skól-
anum á Hallormsstað, Eiðum,
Laugum, Akureyri, Hólum,
Staðarfelli, Reykholti og Laugar-
vatni hefir verið íhaldsmönnum
sannfæringarmál. Framkoma
þeirra í öllum þessum málum
hefir sprottið af lífsstefnu þeirra.
Tveir verkfræðingar í liði íhalds-
ins létu svo um mælt fyrir
nokkrum árum, að ekki sakaði
þótt barnaskólinn í höfuðstaðn-
um væri lélegur. Almenningur
þyrfti hvort sem er ekki að
verða nema læs og skrifandi.
Hugsjón slíkra manna er að all-
ur þorri þegnanna megi og eigi
að vera skynsemdarlítil vinnudýr,
sem strita undir forustu verk-
fróðra fjárbrallsmanna, er leiða
til fámennrar fjárdráttarstéttar
arðinn af striti alþjóðar.
Stefna framfaramanna í öllum
löndum er alveg gagnstæð þess-
ari svarttrú Mbl.-manna. Þeir
álíta hina mestu nauðsyn að
menta hvern einstakling í þjóðfé-
laginu sem best, til að gera
hvern borgara sem styrkastan og
þjóðlífið sem fegurst og heil-
brigðast. Á Islandi er þess alveg
sérstök þörf, vegna þess hve
þjóðin er lítil og þar af leiðandi
veik. Frá sjónarmiði framsýnna
umbótamanna er nálega óhugs-
andi að þjóðin geti fram-
kvæmt þá draumsjón sína að
verða alfrjáls, og að lifa á
ókomnum öldum alfrjáls, nema
með því að skólamir, hin nýja
og óhjákvæmilega viðbót heim-
ilismentunarinnar, séu margir,
góðir og gagnlegir. Islenska þjóð-
in er ekki nógu mannmörg og rík
til þess að geta látið þá gleði eft-
ir íhaldinu að vanrækja þannig
mentastofnanir þjóðarinnar og
fjölmörg af bömum hennar.
Eftir stjómarskiftin 1927 tók
eg að kynna mér með eigin aug-
um flestar þær almannastofnan-
ir sem tilheyrðu þeirri stjómar-
deild, þar sem eg átti að vinna.
Að vísu var állvíða pottur brot-
inn, en þó varð mér fljótt ljóst,
að merkin eftir langvarandi
dauða hönd íhaldsstefnunnar
voru greinilegust á útliti tveggja
stofnana í höfuðstaðnum. Annað
vár hegningarhúsið. Hitt var
mentaskólinn. *I aðra stofnunina
höfðu Ihaldsmenn látið þá af
uppvísum lögbrjótum landsins,
sem hvorki höfðu flibba um háls-
inn né áttu vini eða vandamenn
1 herbúðum Ihaldsmanna. En í
Mentaskólann létu Ihaldsmenn
börn sín til forfrömunar, og
vanræktu hann samt.
Fyrir meir en aldarfjórðungi
fór úr fangahúsinu í Rvík mað-
ur, sem hafði verið þar um all-
langa stund. En síðustu missirin
sem hann var í fangahúsinu
óttaðist lækuir sem stundaði
hann, að maðurinn fengi brjóst-
veiki, er draga- myndi hann til
dauða um það leiti sem hann
yrði frjáls maður. Þá var fanga-
húsið orðið svo slæmt, að lífi og
heilsu manna var þar hætta bú-
in með stuttri dvöl. Hver dóms-
málaráðherrann tók við af öðr-
um, Sigurður Eggerz, Einar Arn-
órsson, Jón Magnússon og Magn-
ús Guðmundsson og engum
þeirra datt í hug að það snerti
neitt verkahring þeirra, þó að
grautfúið trégólf væri í fanga-
klefunum, þó að rottur hlypu
fram og aftur yfir andlit hinna
ógæfusömu innibyrgðu manna, er
þeir áttu að sofa, þó að ýldu-
fýluna úr rottugöngunum og
rökum og fúlum jarðveginum
legði upp um klefann, þó að
gluggi á hverjum klefa væri upp
við loft, og ekki unt að opna
nema lófastóra rúðu. Hinir um-
svifamestu dómarar landsins,
Jóhannes fyrverandi bæjarfógeti
og hæstaréttardómararnir, áður
fimm, nú þrír, störfuðu á öðrum
stað í húsinu að því að dæma
menn inn í þetta fangelsi. Eng-
inn þeirra beitti sér fyrir að
afmá af þjóð sinni þennnan
blett. Allir dómararnir geta sjálf-
sagt sagt með góðri samvisku,
að þeim komi ekki við vistin í
dýfljssunni. Það séu hinir póli-
tisku vinir þeirra, Einar, Sigurð-
ur, Jón og Magnús, sem eigi þar
að hafa augun opin. Niðurstaðan
á þessu hörmungar ástandi var
því sú, að fangamir reyndu að
gera sitt til að bæta úr raunum
sínum. Það er skjallega sannað
fyrir rétti, að þeim tókst eitt
sinn á blómaöld íhaldsins að ná
sér í nógu mikið áfengi til að
vera ölóðir marga daga í klefun-
um,- og gleyma þannig hörmung-
um sínum. Að lokum var svo
komið, að læknir fangelsisins
varð að skipa að hleypa hverj-
um fanganum eftii' annan út úr
steininum, til að forða heilsu
þeirra. Á þann hátt var málum
komið þegar Ihaldið skyldi við.
Hér um bil tveir árgangar af
þeim „flibbalausu“ dæmdu mönn-
um voru yfirleitt frjálsir af því
að ekki var rúm í steininum.
En auk þess voru jafnan all-
margir sem veifuðu læknisvott-
orði framan í lögregluna og
neituðu að fara inn í hið pestar-
þrungna rottubæli, af því að
þeim væri þar bráður bani bú-
inn. Og lögreglan varð að
beygja sig fyrir þessum rökum.
Fyrir tilverknað þeirra sömu
manna, sem eru að umbæta
skólamál landsins var sjúkra-
húsið á Eyrarbakka, eitt af
minnismerkjum Ihaldsins aust-