Tíminn - 26.10.1929, Blaðsíða 3
TlMINN
227
£ %
jt Pétur Jónsson hefír sungið þessi 10 lög á plötur: ^
í Betlehem er barn osa fætt | í dag er glatt í döprum hjörtum. — Ó, þá náð að eiga
Jesú | Á hendur fel þú honum. — Vor guð er borg á bjargi traust | Lofið vorn drottinn,
Þú bláfjalla geimur | Hvað er svo glatt. — Friður á jörðu | Sólseturljóð. Pétur Jónsson or
Tryggvi Sveinbjörnsson. — Þegar öll þessi lög eru keypt í einu kostaþau kr. 22.50 þegar
borgun fylgir pöntun. Þegar sent er gegn eftirkröfu kr. 24.50 hvortveggja burðargjaldsfrítt.
$
t
$
t
t
Sl'ml 656
HLJÓÐFÆ.RAHÚSIÐ Simn.s Hljóðfœrakús
Ath.: Ef pöntun er gerð símleiðis þarf að eins fyrir öll lögin orðið: Ptr.
%
Á
*
$
£
ár
Fréttir.
Rithöfundamir í Verði.
Tveir menn skrifa nú að stað-
aldri í Vörð, til þess að leitast
við að bæta upp það vesæla sult-
arfóður, sem ritstjóri blaðsins
ber þar á borð. Aimar þeirra er
ólafur Thors útgerðarstjóri.
Hann auðkennir greinar sínar
með R. Greinamar eru ritaðar
af slíkri gætni, prúðmensku og
djúpskygni, sem honum er gefin.
Lélegra sorp rita ekki aðrir en
ritstjórinn sjálfur og Magnús
prestasmiður. Hinn maðurinn er
þingpexarinn Magnús Guðmunds-
son. Hann auðkennir „pistla“ sína
með X. Var um skeið álitið, að
Jón Þorl. ritaði pistla þessa. En
áframhald þeirra í fjarveru Jóns
erlendis skar úr um, að svo gat
ekki verið. Enda er Jóni síður
lagið slíkt nagg, sem þar er
haldið uppi. — Tíminn leyfir sér
að kynna hér með höfund pistl-
anna, svo að séð verði, hversu
M. G. sem setur ávalt upp slétt
sunnudagsandlit hræsnarans þeg-
ar hann ritar undir nafni,
ferst bakferlið við sannleikann,
þegar hann dylst bak við ónefn-
ið. Hvergi mun í blaðamensku
íhaldsins sannleikanum vera um-
hverft greipilegar en í pistlum
Magnúsar, hvergi beitt lélegri
hártogunum, blekkingum eða
smásálarlegra pexi, eins og
vænta má frá hendi M. G.
Bjamargreiði við Árna Pálsson.
Vörður 19. þ. m. skýrir á
tveimur stöðum svo frá, að rit-
stjóri Tímans hafi runnið af
hólmi í ritdeilu við Árna Páls-
son bókavörð. Þessi vísvitandi ó-
sannindi eru furðulegur bjamar-
greiði við Áma Pálsson. Eins og
lesendur blaðsins munu minnast
hóf Árni Pálsson máls á því á
landsmálafundum í fyrrahaust,
að nafn fhaldsflokksins væri
ranglega valið. Ritstjóri Tímans
óskaði eftir því í opnu bréfi til
Á. P., að hann birti rök sín á
prenti. Var grein Árna Pálssonar
birt í Verði. Kom þá berlega í
ljós, að Ámi var haldinn af
þjóðmálahugmyndum 19. aldar.
Virtist honum með öllu dulið, að
barátta sú, sem á síðastliðinni
öld var háð um mannréttindi og
þjóðréttindi, hefir á tuttugustu
öldinni færst yfir á svið atvinnu-
skipulagsins og auðskiftingarinn-
ar og að sú barátta geysar nú
um heim allan. Grein Árna var
fremur málstað hinna „voldugu"
í bygðarlaginu en þeirra sem
móti stóðu.
„Það má þó ekki gleyma því,
að Stefán Th. Jónsson hefir alt-
af veitt mikla vinnu“, er setn-
ing sem enn bergmálar milli
hinna háu fjalla á Seyðisfirði.
Hinu er ekki alment veitt at-
hygli, að fyrir helminginn af því
fjármagni sem Stefáni hefir
verið fengið til forráða, hefði
mátt kaupa og gera út 20—30
myndarlega vélbáta, og fyrir
hinn helminginn hefði mátt eign-
ast og starfrækja útgerð a. m. k.
þriggja botnvörpunga.
Og ekki er svo vel, að mikið
af því tapaða fé hafi runnið til
almenningsþarfa í kauptúninu.
Munu þess ekki dæmi að maður
með miljóna veltufé hafi komist
af með að greiða 4500 krónur
til almenningsþarfa í bygðarlagi
sínu, en fram úr því mun útsvar
Stefáns eigi hafa farið fyr en á
síðasta ári.
En póhtískur vígamóður hefir
mikill verið á Stefáni og þá
einkanlega um kosningar, og
komið hefir það fyrir að hann
hefir borist eigi alllítið á í versl-
unarsamkepni og þá sérstaklega
við kaupfélögin eystra. Eru dæmi
þess að hann hafi fermt vélskip
með vörur úr verslunarbúð sinni
á Seyðisfirði og sent suður á
Reyðarfjörð og þaðan með bif-
mjög illa gerð, eins og vænta
mátti, þar sem hún var, eins og
töluð upp úr svefni þess manns,
sem er hættur að fylgjast með
rás viðburðanna, annaðhvort af
mentunarhroka, ellegar af bóka-
blindu. Veittist því Tímanum of-
urlétt, að hnekkja greininni,
sýna þessum stórdrýldna manni
fram á fáfræði hans, gönuskeið
og óprúðmannlega útúrdúra.
Jafnframt skoraði Tíminn á
hann að halda sig við málefnið
og birta rök sín, ef nokkur væru.
Síðan hefir Árni Pálsson þag-
að! Nú mátti með sanni segja,
að ekki væri öðrum ætlandi að
verja slíkan málstað úr því að
Á. P., sem Vörður hefir eitt sinn
talið „andríkastan“ Islendinga og
sjálfur hafði kosið umræðuefnið,
varð að flýja þegjandi úr þeirri
viðureign. Votta slíkar stað-
reyndir það hvorttveggja, að ó-
gætnin fer fram úr vitsmunum
Árna, þótt greindur se og að
nafnbreyting Ihaldsins verður
ekki með rökum varin. Tíminn
hefir látið kyrt yfir flótta Á. P.
Er því furðulegt að Vörður telji
sér þörf á að minna svo rækilega
á hann. Mun mörgum koma í
hug, að ættlerinn frá Múla þyk-
ist stunginn með ummælum Áma
Pálssonar um hinn „flekkaða
skjöld“ íhaldsins.
Nýstárleg veðsetning.
Tvær veðsetningar M. Guðm.
eru orðnar þjóðfrægar. önnur var
sú, er hann veðsetti tolltekjur ís-
lenska ríkisins til tryggingar
enska láninu. Hin var sú, er
hann veðsetti stjórnmálamann-
orð sitt vegna leppmenskunnar
fyrir Shell. Nú heyrist enn um
nýja veðsetningu M. Guðm. og
nokkuð nýstárlega. Er mælt, að
hann hafi veðsett sjálfan sig
Lárusi Jóhannessyni málfærslu-
manni með þeim hætti, að hann
selur honum að veði vinnuþrek
sitt, eftirlaun, leppstekjur og
aðra lagða, sem við hann loða,
en fær frá hohum á móti ákveð-
in, rífleg laun. Ekki munu þeir,
er þekkja M. Guðm. og skilja
hann rétt, kippa sér upp við slík
tíðindi og vel má líta á þau, sem
raungæfan vott um það, að hinn
norræni kynstofn, sem nam hér
land, var líka blandaður öðrum
kynstofni úr öðru landi.
ílustráið
hans Sig. Eggerz telur einstæð-
verði eða jafnvel undir verði
Kaupfélags Héraðsbúa.
Þá er það á almannavitorði að
tilkostnaður af blaðútgáfu I-
haldsins á Seyðisfirði hefir mjög
hvílt á verslun Stefáns Th. Jóns-
sonar undanfarin ár.
Og Ihaldið getur hrósað sigri
yfir því að alt bendir til að upp
af þeim fómum sem alþjóð og
þá sérstaklega Seyðfirðingar
færa nú á altari skuldatapa
þeirra sem nú eru að koma
fram á Seyðisfirði, hefir lagt
sætan ilm Ihaldsstjórnar á Is-
landi síðasta kjörtímabilið sem
það fór með völd. En meirihluta-
valdið valt þá á einu þingmanns-
atkvæði svo sem kunnugt er.
Þegar Tr. Þórhallsson forsætis-
ráðherra, sem er sjálfkjörinn
formaður bankaráðs Islands-
banka, fór að fá vitneskju um á-
stæður þær sem vera mundu um
stjóm útbúsins á Seyðisfirði,
óskaði hann eftir sérstakri rann-
sókn á hag útibúsins, og að
fenginni bráðabirgðaskýrslu
gjörði hann tillögu um að útbús-
stjóranum yrði þegar vikið frá.
Áður en sú tillaga kom til at-
kvæða á fundi bankaráðsins lá
fyrir lausnarbeiðni frá útbús-
stjóranum, sem jafnframt kvaðst
mundu gefa skýrslu um ástæður
útbúsins. En samkvæmt ósk frá
formanni bankaráðsins, Tr. Þ„
setti fjármálaráðherra hr. Svaf-
ar Guðmundsson fulltrúa í for-
ingsskap sinn í hinni pólitísku
eyðimörk Sigurðar votta um þrek
sitt og kveður sér um það farið
eins og þeim kjarnagrösum, sem
vaxa á auðnum. — Satt mun það
vera, að manninum sé ekki alls-
varnað. Hann mun vera ótrúlega
brjóstheill og óklígjugjam að
geta þegið mat sinn fyrir að
verja slíkan málstað sem Sig.
Eggerz, sem er orðin margber að
leikaraskap og óheilindum gagn-
vart kjósendum sínum í Dölum
síðast og sem hefir, eftir alt
sjálfstæðismont sitt, gerst faðm-
lagsbróðir Magnúsar skeljarlepps
og mjög þægur vikapiltur er-
lendrar ásælni hér á landi. —
Hinsvegar mun ílustrái þessu
óþarft að ofmeta krafta sína, þó
það standi nú eitt eftir í eyði-
mörk Sigurðar, því það er al-
kunna, að rækta má í eyðimörk-
um, ef ekki brestur áveitu og
umhyggju. Og þar sem þessi
sektarhlaðni matþurfi er nú einn
eftir af fylgismönnum Sigurðar,
eru það lítil undur, að hann þrífst
sæmilega undir döggvum danska
gullsins úr Islandsbanka.
Enn frá syndikalistum.
Fjórir læknar höfðu sótt um
Keflavíkina þegar Guðm. Hannes-
son, kennari læknaefnanna við
háskólann, ritar stjórainni, og
dregur allar þessar umsóknir til
baka. Hvort hann hefir umboð
til þess, er enn ósannað. En svo
mikið er víst, að úr því þessir
fjórir læknar höfðu ótilkvaddir
beðist eftir að mega vera lækn-
ar í Keflavík, þá hafa þeir ekki
í sjálfu sér óskað eftir að loka
þeim starfsmöguleikum fyrir sér.
Er þvi ekki öðru til að dreifa en
að annaðhvort hefir G. H. fram-
ið afturköllunina umboðslaust,
eða að þeir fjórmenningamir
obs Möller til þess að gefa
sskýrslu um útbúið. Að fengnum
báðum þessum skýrslum sam-
þykti bankaráðið á fundi sínurn
nú í vikunni með samhljóða at-
kvæðum að víkja Eyjólfi Jóns-
syni þegar í stað frá stjórn út-
búsins á Seyðisfirði.
Fyrir Seyðfirðinga veltur mik-
ið á því hvað við tekur. Og sér-
staklega eiga þeir mikið undir
því, að rekstursfé það sem veitt
verður í atvinnuvegi þeirra, verði
ekki einokað um hendur einstakl-
ingsfyrirtækis, og þá síst * 1 af
öllu um hendur verslunar Stefáns
Th. Jónssonar, í von um það, að
hún í sveíta andlitis almennings
í bygðarlaginu vinni upp þau
óhemjutöp, sem á hana eru skoll-
in. Og væri þetta því óafsakan-
legra, þar sem það lag hefir ver-
! ið á, að verslun Stefáns hefir
tekið altof mikið af almenningi í
bygðarlaginu í hrunið með sér.
I annari grein verður vikið að
nokkurum þeim úrræðum sem
Seyðisfirði mættu verða til við-
reisnar.
Guðbrandur Magnússon.
---------o----
Oddur Slgurgeirsson hinn sterki aí
£Uv.aganum biður þess getið, að hann
verði fimtugur næstkomandi þriðju-
dag. Oddur er fæddur 29. okt. 1879
í Pálshúsum í Reykjavík. Hann var
ctull sjómaður í 30 vertíðir en hefir
nú á síðari árum beint ábuga sin-
um að la.nd.smálum.
Verðskrá
yfir bækur, sem nú eru seldar
fyrir hálfvirði, samkv. því, sem
áður er auglýst, sendist nú mönn-
um til og frá um land, og eru
allir, sem hana fá, vinsamlega
beðnir að útbýta henni til bóka-
vina.
Rvík, 26. okt. 1929.
Bókaverslun Þorst. Gíslasonar,
Lækjargötu 2.
Moldóttur hestiu', brokkgengur
hefir tapast. — Finnandi geri
aðvart
Jóni Ólafssyni, framkv.stj.
Laufásveg 55.
hafa af einhverjum stéttarbræðr-
um sínum verið kúgaðir til að
gera það, sem þeir ekki vildu. —
Þegar G. H. sat á þingi 1915 voru
samin lög, sem enn eru í gildi um
verkföll starfsmaima ríkisins, og
lögð við sekt og fangelsi. Sér-
stök hegning er lögð við því að
æsa starfsmenn landsins upp
gegn þjóðarheildinni, hvort held-
ur er með hótunum eða fortölum.
Er helst útlit fyrir, að G. H. sé
nokku,ð liðinn úr minni andi og
efni þessarar löggjafar. X.
Sjóðþurðin á Seyðisfirði.
Ihaldsblöðin hafa þrástagast á
þeim ósannindum, að núverandi
stjórn hylmi yfir grun um glæp-
samlega sjóðþurð hjá Hermanni
Þorsteinssyni fyrrum umboðs-
manni landsverslunar á Seyðis-
firði jafnframt því, sem hart sé
tekið á misferlum annarsstaðar.
Vörður 12. þ. m. endurtekur enn
þessa lýgi og Magnús Guðm. hef-
ir japlað á henni í pistlum sínurn.
— Tíminn sneri sér til stjórn-
arráðsins út af þesum álygum og
fékk þar þessar upplýsingar: —
Með símskeyti dómsmálaráðu-
neytisins 20. mars 1929 var
bæjarfógetanum á Seyðisfirði
falið að hefja rannsókn gegn
Hermanni Þorsteinssyni út af
grun um óleyfilega meðferð hans
á fé ríkissjóðs. Baðst bæjarfóget-
inn undan að fara með rannsókn-
ina vegna embættisanna og var
þá Jóni Sigtryggssyni bæjar-
stjóra á Seyðisfirði falið að
framkvæma rannsóknina, með
símskeyti 6. apríl 1929. Hefir
hann síðan haft málið með hönd-
um.
-----o-----
Séra Helgi P. Hjúlmarsson prest-
ur frá Grenjaðarstað cr íluttur hing-
að til bæjarins ósamt fjölskyldu
sinni. Mun hann dvelja hér um
skeið og leita sér lækninga, en hefir
ekki sagt lausu embætti sínu og
þjóna nágrannaprestar í prestakalli
hans.
Heiðursverðlaun. Úr gjafasjóði Chr.
IX. hafa þeir Stefán Jónsson Munka-
þverá og Kristmundur Jóhannssor
Goðdal í Strandasýslu fengið fyiir
framúrskarandi dugnað i búskop.
Sauðnautin. Svo raunalega hefir til
tekist um sauðnautin, að fimm þeirra
eru dauð og lifa eftir aðeins tvær
kvígur. Höfðu dýrin nýlega verið
flutt austur að Gunnarsholti og
þótti mönnum sem veikindi og
dauði dýranna stæði í sambandi við
flutninginn. Nú hafa þeir Ilannes
Jónsson dýralæknir og Níels P.
Dungal dósent rannsakað dýrin og
kveðast hafa fengið fulla vissu um
það, að bráðapest hafi orðið dýrun-
um að aldurtila. Eru gerðar ráðstaf-
anir til þess. að bólusetja þau sem
eftir lifa.
Brúarvígsla. Einar Árnason fjár-
mólaráðherra er nýkominn úr
snöggri för norður i land. í för
sinni framkvæmdi hann, fyrir
hönd atvinnumálaráðherra, brúar-
vígslu í Svarfaðardal. Brú þessi var
bygð siðastl. sumar ó Svarfaðardalsa
og er traustlegt mannvirki og lengi
þráð samgöngubót. Flutti ráðherr-
ann vígsluræðuna við hinn nyrðri
bi'úarsporð. Og að ræðu lokinni
klipti dóttir ráðherrans sundur silki-
band, er strengt var um þvera brú.
Lýsti ráðherrann yfir að brúin væri
þar með opnuð til almennra nota
og afhent Eyjafjarðarsýsiu. Gekk
mannfjöldinn síðan ýfir brúna og
við syðri brúarsporðinn flutti Stein-
grímur Jónsson sýslumaður Eyja-
fjarðarsýslu ræðu, þar sem hann
veitti brúnni viðtöku fyrir hönd
sýslubúa.
Samkensla. Að tilhlutun fræðslu-
málastjórnarinnar fer fram sam-
kensla í bókmentum á hverjum
mánudegi kl. 1 e. li. í Nýja Bíó.
Koma þar saman nemendur allra
skóla í bænum og hlusta á erindi
um bókmentir, sem fluttir verða af
kennurum og mentamönnum borg-
arinnar. Var fyrsta samkoman á
mánudaginn var. Gerði kenslumála-
láðherrann þar grein fyrir, hversu
fyrirhuguð væri þessi samkensla.
A mánudaginn kemur talar dr.
Guðm. Finnbogason um Hávamál.
Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri
hefir umsjón með þessari sam-
kenslu.
Tvær neíndir. Samkvæmt ákvörð-
unum síðasta þings hefir landsstjórn-
in skipað tvær nefndir; hina fyrri
Sigurð búnáðarmálastj óra, Jón Ó1
afsson alþm. og Guðm. þorbjarnar-
son á Stórahofi til þess að meta til
hæfilegs gjalds kostnað af Skoiða-
áveitunni á jarðir á áveitrusvæöinu.
Ilina siðari Kristján Bergsson for-
seta Fiskifélagsins, Jón Magnússon
yfirfiskimatsmann, Lárus FjekLted
hæstaréttarlögmann og alþingismo.nn-
ina Jón Ólafsson og Ólaf Thors U1
þess að endurskoða löggjöfina um
fiskimatið.
Dánardægur. Nýlega er látin að
Jörfa í Haukadal í Dalasýslu Ólöf
Kristbjörg Guðbrandsdóttir hús-
freyja, kona Árna Jónssonar bónda
að Jörfa en móðir Óskars prentara
í Acta og þeirra systkina. Af 15 börri-
um þeirra hjóna eru 9 á lífi.
SigurSur Skagfield söngvari hofir
sungið hér tvisvar við mjög mikla
aðsókn og fádæma góðar viðcökur og
fögnuð " áheyrenda. Hefir hann hlot-
ið eindregnar áskoranir að endur-
taka söng sinn. Mun hann syngja
næstkomandi þriðjudag í Nýjabio.
En þá syngur hann eingöngu lslensk
lög.
pórður Sveinsson geðveikralæknir
á Kleppi flytur fyrirlestur i Nýjabio
. morgun kl. 2 um reynslu þá er
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir fekk
h]á frægum miðlum erlendis síðastl.
sumar. Meðal annars verða sýndar
nýjar myndir af Haraldi Níelssyni.
Jóhann Kristjánsson bygginga-
meistari er nýkominn heim úr eftir-
lits- og leiðbeiningarför um Norður-
og Austurland.
prileniba. Hannes Thorarensen
fyrv. forstjóri Sláturfélagsins á væn-
ar kindur. Ein ærin hans var þrí-
þrílembd i vor, átti eina gimbur og
tvo hrúta. Var hrútlömbunum lóg-
að um miðjan september, og vógu
kropparnir, annar 35 pund, en hinn
36. Giskað var á að gimhrin mundi
þá vera með tveim til þrem pundum
léttari kropp en hrútlömbin. Mun
þetta sjaldgæfur arður af einni kind
hér á landi.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Ásvallagötu 11. Sími 2219.
Prentsmiðjan Acta.
reiðum upp á Fljótsdalshérað og
&eit vörurnar þar með sama föllum bai^aeftirhtsmaims Jak-
I