Tíminn - 23.11.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.11.1929, Blaðsíða 2
244 TÍMINN „Menningarstig" IhaldS’Stúdenta. I. Stjórn ' Stúdentafélags Reykja- víkur hefir enn ritað Tímanum bréf, svolátandi: „Herra ritstjóri. pjer hafið fundið hvöt hjá yður til að skýra frá aðalfundi Stúdenta- félags Reykjavikur í tveim greinurn í siðasta tölublaði Tírnans. Meðal annars segið þjer að „einn af þeirn niönnum, sem gœta þurfti starfa fundarins", hafi bent á Ólaf Thors alþm. og hrópað: „Er ekki hœgt að sjá um, að þetta fífl haldi kjafti"! Enginn lesenda yðar mun geta skilið þessi orð á annan veg en þann, að einliverjum vor undirrit- aðra, stjórnenda félagsins, sé eignuð þessi prúðmannlega framkoma. því skorum vér á yður að segja til um þnð, svo afdráttarlaust sem þjer haf- ið drengslcap til, við hvern þjer eig- ið með þessari frásögn. Leyfum vér oss að fara fram á, að þér birtið bœði bréf vort og svar vðar í hœsta tölublaði Tímans. Frásögn yðar af fundi þessum gœti gefið tilefni til ýmislegra leiðrétt- inga. Skal ekki farið út í þá sálma. þó verðum vér að drepa á eitt at- riði, sem snertir fyrri orðaskifti vor við yður um atkvœðatölur á fund- inum um rektorsembættið. þjer sýn- ist ófús að játa, að þjer hafið þar farið með rangt mál. Er því vert að geta þess, að frásögn ritara í fund- argerðinni var um atkvæðatölurnar að efni til samhljóða leiðréttingu vorri, sem birtist í Tímanum. þessi bókun var samþykt mótmælalaust á aðalfundinum, þar sem hún var lesin í heyranda hljóði. Liðsmenn og andstæðingar Pálma Hannessonar gerðu þarmeð hinn „greinagóða" sögumann yðar ómerkan orða sinna. Oss sýnist ástæðulaust að eyða fleiri orðum að frásögn yðar af aðal- fundinum. Nærri 200 stúdentar sóttu fundinn. þeim mun varla veitast erfitt að dæma um menningarstig blaðamensku yðar af fundarskýrsl- unni. í þeim dómi fáið þjer það svar, sem þjer hafið unnið til. Virðingarfylst, Stjórn Stúdentalélags Reykjavíkur. Thor Thors. Pétur Benediktsson. Pétur Hafstein." Stjómendur Stúdentafélagsins telja að enginn lesenda blaðsins muni skilja ummæli þess annan veg en þann, að hin tilgreindu orð, er voru látin falla í garð ólafs Thors alþm., séu eignuð einhverjum þeirra. En ritstj. Tím- ans vill leyfa sér að benda þeim á, að fleiri gæta fundarstarfa en stjórnendur félaganna, þar sem fundir eru háðir, til dæmis er talning atkvæða fer fram. I öðru lagi munu fáir láta sér hugkvæm- ast, að þessum stjórnendum fé- lagsins mundi verða það á, að tala með svo lítilli virðingu um fundarhegðun Ólafs Thors, sem mun vera einna ötulastur liðs- maður Stúdentafélagsins í mis- hepnuðum árásum þess á mann- orð og álit Pálma Hannessonar. Menningarstig Ólafs Thors virð- ist sannarlega ekki vera þymir í augum stjórnendanna, né hegðun hans á fundinum í ósamsvörun við það menningarhlutverk, er þessir ungu og upprennandi I mentaleiðtogar, telja sér og fé- lagi sínu sæma. — I þriðja lagi skal þeim bent á það, að eigi hefir greinargóður sögumaður Tímans verið í neinu gerður ó- merkur orða sinna, því að óhrak- ið stendur, að þar sem ekki eru talin atkvæði, ræður ágiskun um tölu þeirra, líka hjá fundarritara. Og munu „liðsmenn og andstæð- ingar“ Pálma Hannessonar á að- alfundi Stúdentafélagsins hafa talið annað meiru skifta, en þrátta um ágiskun fundarritar- ans frá æsingafundinum. Hitt var meira vert að prófa liðstyrkinn til þrautar og gefa þar með bók- uninni og gífuryrðum stúdenta um fylgisleysi Pálma Hannesson- ar viðeigandi svar. Enda tókst það svo, að eigi þurfa þessir efnilegu frömuðir mentahróðursins í félagsskap I- haldsstúdenta, að kjökra framan í andstæðinga sína um hjálp, til þess að leiða sannleikann í ljós. II. Stjórnendur Stúdentafélagsins tala á niðrandi hátt um „menn- ingarstig blaðamensku“ ritstjóra Tímans. Ætla mætti að þessi við- kvæmni þessara ungu manna bæri fagurlegan vott um það uppeldi, sem þeir hafa hlotið, við að teyga af andlegum og sið- ferðislegum heilsulindum Mbl., Varðar, Storms og fleiri slíkra blaða. Sé gert ráð fyrir að þess- ir umvandarar mæli af heilind- um, er sérstök ástæða til þess að skygnast um í heimagarði þeirra, eftir skýringum á viðkvæmni þeirra og djúpu velsæmiskend gagnvart blaðamensku. Nú vill svo til, að í síðasta blaði Varðar, 16. nóv. 1929, birt- ist grein um efni það, er bréf stúdentanna fjallar um. Tíminn leyfir sér að birta hér á eftir útdrátt úr nefndri grein til sam- anburðar og til skýringar á við- kvæmni þessara ungu mentaleið- toga í hópi Ihaldsmanna. Það skal. tekið fram, að það sem hér birtist, er eins og handfylli úr ámu af öllu því viðbjóðslega blaðasorpi, sem Ihaldsmenn hafa mokað og moka daglega og viku- lega fyrir dyr hvers manns í landinu, bæði um þetta mál og önnur. En eigi að síður, er dæmi það, sem hér er valið, þannig vaxið, bæði að tilefni og öllum ummerkjum, að það ætti að geta orðið nokkuð minnisstætt og til glöggvunar um málstað Ihalds- ins og blaðamensku þess. Áminst grein í Verði nefnist „Fýluför rektors“. Eru þar sam- an tekin eftirfarandi málblóm um Pálma Hannesson rektor og fleiri andstæðinga Ihaldsstúdenta: „— — bældur eins og barinn rakki — —“-------„auðvirðilegt smá- menni" — „tuskumenni“ — — „þessi drengskaparsnauði vesalling- ur“ — — „Dagana fyrir stúdenta- fundinn hafði sjúkiingurinn í ráðu- neytinu hringt til flokksþýja sinna út um bæ og þessir delar höfðu læðst eins og )ús með saum, hús úr húsi" — — „mesti stórlygarinn" — — „lætur hafa sig til verstu ó- drengskaparbragða" — — „ógeðfeld: asti farísei" — —• „undirförult smá- menni“ — — „níðingsbragurinn" o. s. frv. Orðbragð það, sem hér er sýnt vottar hvorttveggja: Lélegan málsstað og mjög áberandi skort á siðmenningu og geðstillingu höfundarins. Ihaldsstúdentar ættu fremur að blygðast sín heima fyrir vegna slíks málstaðar og þvílíkrar málsvárnar, en gerast drýldnir umvandarar á öðrum bæjum. Hrakfarir Ihaldsstúdenta í ofsóknaræði þeirra gegn ríkis- stjórninni og rektor Mentaskól- ans, hefir nú bakað þeim nægi- lega minkun, og fálm þeirra og ruddaskapur orðinn nægilega sorglegur vottur um „menningar- stig“ þeirra. Ættu þeir, úr þessu, að láta sér eigin víti að vamaði verða. Opíð bréf til Ólafs Thors alþm. Háttvirti herra! Árni Jónsson frá Múla, rit- stjóri aðalmálgagns flokks yðar lætur svo ummælt um mig, í Verði 16. þ. m., að eg „hafi brot- ist inn í þingveislu og drukkið mig þar svínfullan af leifum annara“. Þessi ummæli ritstjóra blaðs yðar veita mér sérstaka ástæðu tii þess að rifja upp þá litlu við- kynningu, sem við höfum átt um dagana og minna yður á atvik nokkurt í sambandi við hana. Tildrögin eru yður að vísu kunn, en skulu rifjuð hér upp vegna lesendanna. Að áliðinni þingveislunni á síðastliðnum vetri, gerði eg boð fyrir einn af veislugestum, samflokksmann minn, sem eg átti við skylt er- indi. Hann mæltist fastlega til þess, að eg tæki þátt nokkurn í fagnaðinum, en eg færðist undan. Urðu fleiri varir komu minnar í anddyri hússins. Meðal þeirra er komu til og mæltust til hins sama, voruð þér sjálfur. Þér vor- uð ör og glaður og gestrisni sú og góðfýsi, sem talið er, að þér eigið í fari yðar, mun hafa verið í ríkasta lagi. Enda er það heil- brigður háttur margi-a manna, að vilja á slíkum stundum eiga samneyti við andstæðinga í fullri góðvild og sátt. Gerði eg það fyrir mjög góðlátlega þrábeiðni yðar, að hafa stundarviðdvöl við borð yðar og klyngja við yður glösum. — Eg benti yður á, að koma mín í. hóp yðar þingmanna við þetta tækifæri, væri óviðeig- andi og að andstæðingar mínir, en liðsmenn yðar, mundu neyta þessa færis gegn mér í pólitískum vopnaburði. Þá risuð þér úr sæti yðar og gáfuð þá yfirlýsingu, bi-ýndri raustu, að ef nokkur liðsmanna yðar dirfðist að misbjóða þannig gestrisni yðai', þá munduð þér samstundis segja yður úr flokkn- um! Eg skal nú leyfa mér að vekja. athygli yðar á eftirtöldum atrið- um: Að eg, fyrir mjög eindregin tilmæli yðar, gerðist gestur yðar litla stund við þetta tækifæri. Byltíngabrölt læknaklíkunnar í Reykjavík. ---- Nl. Næsta ágreiningsmálið var berklakostnaðurinn, einkum í Reykjavík. Núverandi landsstjórn reyndi að stilla þar nokkuð í hóf, með því að draga nokkurn hluta af berklalækningunum úr höndum hinna dýru embættislausu lækna til starfsmanna landsins, þar á meðal tveggja af helstu kennur- um háskólans og væntanlegra aðallækna við landsspítalann, þeirra Jóns Hjaltalíns og Guðm. Thoroddsen. Varð þá hinn mesti úlfaþytur í fjelagi lækna í Reykjavík. Þótti þeim mikil goð- gá, að landið samdi við ákveðna, góða lækna, eins og einstakur maður myndi gera. Er það full- víst, að hinir embættislausu lækn- ar voru æstir mjög í þessu máli, og töldu hin helgu bræðrabönd læknaklíkunnar vanvirt, ef nokk- ur læknir dirfðist að gemja við landsstjórnina um skipulags- bundna vinnu. Tæplega er hugs- anlegt að frekja og spilling kom- ist á hærra stig, en hjá þessum embættislausu læknum, sem ætla með stéttarofbeldi að þvinga rík- ið til stórra, óþarfra fjárútláta, með því að hindra það frá að gera samskonar samninga við góða lækna, eins og einstakir menn eða sjúkrasamlög gera í öllum löndum. Nýtt deilumál varð milli stjórnarinnar og nokkurra lækna út af allsherjartaxta við berkla- vist í sjúkrahúsunum. Lands- stjórnin gerði ráðstafanir til þess að íegukostnaður á Vífilsstöðum og Kristnesi yrði grundvöllur undir -útborgunum til annara minni og iakar útbúinna berkla- skýla. I heilsuhælunum er legu- kostnaðurinn um 5 kr. hveni dag. En hjá Matth. Einarssyni hafði kostnaðurinn orðið 10 kr. á dag, og á ýmsum stöðum 6, 7, 8 og 9 krónur fyrir hvem sjúkling. Með því að alt annað eftirlit reyndist árangurslítið, þótti sýnu næst, að segja við hin almennu sjúkrahús: Þið eruð vitanlega miklu miður útbúnir til að geyma og lækna berklasj úklinga heldur en Vífilsstaðir eða Krist- nes. Þið eigið vitaskuld ekki skil- ið hærra daggjald en heilsuhælin. Ykkur verður borgað eins og þeim. Margir embættislausir læknar hafa tekið þessu illa. En enginn ver en Bjarni Snæbjömsson í llafnarfirði, sem hefir atvinnu mikla af berklageymsluhúsi í Hafnarfirði. Hann þolir ekki að- hald núverandi stjórnar í berkla- málinu, af því að það kemur við pyngju hans. Hann er einn hinn æstasti fylgismaður Ihaldsstefn- unnar í Hafnarfirði, og þykist að því er talað er, sjálfsagður eftirmaður B. Kr. sem þingmað- ur Hafnarfjarðar. Þess vegna þarf engan að furða, þó að slík- ur maður þykist hafa margra hagsmuna að gæta við hugsan- legt verkfall lækna. Hann er reið- ur út af takmörkun áfengissölu til lækninga. Hann er reiður út af því að nöfn hinna seku eru birt þeim til viðvörunar og hin- um saklausu til heiðurs. Hann er reiður út af tilraunum lands- stjórnarinnar til að hafa hemil á hinum sívaxandi berklaútgjöld- um til embættislausra lækna. Og eins og góður Mbl.maður er hann fús til að gera hvert heimskustrik, sem hann heldur að geti aflað flokki hans ein- liverra atkvæða. Þannig liggja margar ástæður til, að þessi mað- ur hefir frekar en nokkur annar espað læknana í Rvík til bylting- ar þeirrar, er þeir nú hafa efnt til, og sem ekki á hliðstæðu í sögu nokkun-ar siðaðrar þjóðar. Út frá reynslu Bj. Snæbjöms- sonar má draga saman „bylting- artilefnið“ í þrjá liði: 1. Gremja brennivínslækna út af ráðstöfun- um núverandi stj ómar í þeim málum. 2. Gremja fégjamra em- bættislausra lækna út af sparnað- arviðleitni stjómarinnar í sam- bandi við hin sívaxandi útgjöld til berklavarna. 3. Valdasýki lækna sem eru of latir eða væru- kærir til að taka á sig erfiðleika héraðslæknastarfsins, svo sem Bjarna Snæbjörnssonar og Dun- gals, en vilja hjálpa kunningjum sínum og klíkubræðrum til að ná í bestu bitana, og um fram alt hindra borgara landsins frá að ráða sér lækna sjálfa. VIH. Mbl. og dilkar þess hafa hrós- að læknaklíkunni fyrir byltingar- starfsemi hennar, af því að lækna- stéttin væri í nauðvörn. Óbein- línis vilja íhaldsmenn fordæma uppreist, a. m. k. gegn sínum mönnum. En þeir hafa játað, að uppreist væri leyfileg, undir viss- um kringumstæðum. Og Mbl. og íhaldiö hefir gefið „læknabols- unum“ allsherjar fyrirgefningu og telur blaðið, að læknastéttin hafi orðið fyrir svo miklu rang- læti frá hálfu þjóðfélagsins, að lögleysa og uppreist yrði að jafna metin. Athugum nú hörmungarkjör þau, sem hið íslenska þjóðfjelag býður venjulegum lækni. Hann hefir ókeypis kenslu í mentaskól- anum í sex ár, ng námsstyrk, ef hann er þolanlegur námsmaður. Ilann fær ókeypis kenslu og náinsstyrk í háskólanum. Hann fær kandidatastyrk til að nema erlendis, líka úr ríkissjóði. Ef hann verður héraðslæknir, fær hann hæst laun af öllum í hinum stóru embættastéttum. Yfir hann er bygt íbúðarhús, og sjúkraskýli til að geyma í berklasjúklinga. Hann getur fengið borgað hvert viðvik, sem hann gerir, og ekkert sagt við því, þótt notaður sé margfalt hærri taxti en sá, sem lögleiddur er. Að lokum, þegar slíkur maður eldist, fær hann til- tölulega rífleg eftirlaun. En ef læknirinn að lokinni kandidats- ferð hyggur, að hann geti praktiserað í stórum kaupstað, Að þér gáfuð það heit, að hefna grimmilega þeirrar smán- ar, ef gestrisni yðar og dreng- skap yrði misboðið á þann hátt, sem að framan er lýst. Nú leyfi eg mér að spyrja: Hverjar verða efndir yðar? Að óreyndu skal engu um þær spáð. Eg mun að vísu verða fús til þess að leysa yður frá því heiti, að segja yður úr flokki yðar, því eg hygg, að það hafi verið gefið að lítt athuguðu ráði. En þá kröfu geri eg til yðar hér með, að þér gerið ritstjóra yðar, Áma Jónsson frá Múla, ómerkan orða sinna, um framangreint illmæli hans í minn garð. Eg hefi frétt, að þér séuð ný- lega farinn til útlanda. Mun því verða nokkur dráttur á, að yður gefist kostur á að svara þessu bréfi. En eg mun bíða rólegur átekta um það, hvers drengskap- ar og hreinskiftni má af yður vænta, þegar gestrisni yðar og góðfýsi er gerð að átyllu til log- inna árása á mannorð gesta yðar. Virðingarfylst. Jónas Þorbergsaon. ----o---- A víðavanáí. Aðvörun til almennings. Nú þegar ráðin er bygging út- varpsstöðvar landsins, keppast hin ýmsu félög, sem hafa út- varpstæki á boðstólum, um að koma vöru sinni út í almenning. Nú hefir Tíminn sannar fregnir af því, að hið nýskipaða útvarps- ráð og landstjómin mun telja það óhjákvæmilegt að leggja það til, að löggiltar verði, eða teknar í einkasölu, aðeins ákveðnar teg- undir úrvalstækja, til þess að varna því, að almenningur kasti fé sínu á glæ fyrir léleg eða ónýt tæki. Verður vitanlega ekki, að svo stöddu sagt um það, hverjar tegundir tækja verði valdar og löggiltar. Vill Tíminn vekja at- hygli almennings á þessu svo að menn geti hagað sér samkvæmt því. Ámi og drykkjuskapurinn. I yfirlitsgrein Tímans um ó- fremdarsögu ættlerans frá Múla var þess vandlega gætt, að ræða aðeins um opinbera framkomu og er sæmilega heppinn, komast tekjurnar oft upp í 15—25 þús. og um einn hinn þektasta af þessum nýju rauðálfum er full- kunnugt, að tekjur hans hafa sum ár komist upp í 50—60 þús. kr. Mbl. mun því áreiðanlega ganga treglega að sanna píslar- vætti íslenskra lækna, að því er snertir fjáimálahliðina. Engin önnur stétt hefir af þjóðfélaginu verið jafnt sem þessi borin á höndum þjóðarinnar frá vöggu til grafar. Þá er að athuga hið umhugs- aða, en í íhaldsblöðunum lítið um- talaða uppreistarefni: Læknaem- bættaveitingar núverandi stjdm- ar. Embættaveitingum þessum má skifta í tvo flokka. Fyrst þær veitingar, sem eru svo að segja í anda læknaklíkunnar, og hins- vegar þær, sem eru í anda al- mennings í landinu, en ógeðfeld- ar Dungal og félögum hans. Núverandi stjórn hefir veitt Árna lækni úr Dölum, sem ósk- aði minna héraðs með léttari ferð- um. Eskifjarðarhérað hefir verið veitt miðaldra manni, Guðm. Ás- björnssyni, sem alllengi hefir starfað í Noregi, en þráði heim- komu. Magnús Ásgústsson frá Birtingaholti hefir fengið Borgar- fjarðarhérað. Hann er að vísu ungur maður, en hafði formast vel erlendis, og er svo kær hér- aðsbúum sínum, að þeim þyklr miður, ef hann bregður sér snögga ferð í kaupstaðinn. Að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.