Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 1
©faíbfcti
oft afðrei&sluma&ur Cimans er
Ha n n d e i 9 {> or s t ei n söóttir,
Sambanbsljústnu, Hopfjaníf.
^fgtcibsía
Cimans er i Sambanbsljúsinu.
(Dptn baalega 9—(2 f. i).
Simi ^90.
XIII. ár.
K3£S'.1MV?«I
Reykjavík, 30. nóv. 1929.
72. blað.
Verkin tala
Skýrsla vitamálastjóra
til atvinnumálaráðuneytisins um
framkvæmdir á árinu 1929.
Á árinu 1929 hafa þessi mann- ,
virki verið framkvæmd undir
umsjón vitamálaskrifstofunnar.
I. Bygging’nýrra vita.
Á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu.
Vitabyggingin er hvítur tum,
steinsteyptur, 9 m. hár, með sí-
völu ljóskeri, sem neðst er úr
potti, en rúðugrindur og þak úr
kopar. Ljóstækin eru gasblossa-
tæki með glóðarneti, ljóskrónan
hringmynduð, 500 mm. í þver-
mál og 700 mm. há. Ljósmagnið
er 3900 kerta, og lýsir það um
18 sm. Ljósmetið er í 6 gashylkj-
um, sem duga ljóstímann (1. ág.
— 15 maí). Vitinn sýnir 2 blossa
með stuttu millibili, á 15 sek.
fresti.
Á Rauðagnúpi á Melrakka-
sléttu. Vitabyggingin er 4 m. há
járngrind, klædd Etemitplötum,
og ljóskerið eins og á Tjömesi.
Ljóstækin era gasblossatæki með
opnum loga, ljóskrónan hring-
mynduð 800 mm. í þvermál, og
795 mm. há. Ljósmagnið er 2800
kerta og lýsir um 17 sm. Ljós-
metið er í 14 hylkjum, sem duga
ljóstímann. Vitinn sýnir 3 blossa
með stuttu millibili, á 20 sek.
fresti, miðblossinn er mun lengri
(2 sek.) en hinir (l/z sek.).
Á Alviðruhömrum í Álftaveri
í Skaftafellssýslu. Vitinn stend-
ur austast í hömrunum skamt
vestan við Kúðaós. Vitabygging-
in er Yiy% m. hár steinsteyptur
turn, og ljóskerið er hið sama og
fengið var til Dyrhólavitans 1910,
en tekið var þaðan 1927, þegar
nýi vitinn var gerður. Eins er
gamla ljóskrónan þaðan notuð
(750 mm. í þvermál), hún var
töluvert skemd af sandfoki og
grjótflugi úr bjarginu, og var
því send út til viðgerðar. Ný.
blossatæki voru sett í vitann
(gastæki með opnum loga), sams-
konar og á Rauðagnúpi, ljós-
magnið er einnig mjög líkt, en
15 hylki eru í vitanum, enda er
ljóstíminn mánuði lengri heldur
en á Norðurlandi.
Á Reykjanesi hefir verið skift
um ljóstæki, bæði til þess að
losna við kvikasilfrið, sem var í
gömlu tækjunum og var ilt viður-
eignar í jarðskjálftum, og til
þess að auka ljósmagnið. Nýju
tækin eru með gasglóðarneti, en
ljóskrónan — sem var í vitanum
— snýst kringum ljósið og varp-
ar út 2 geislum með stuttu milli-
bili, á 30 sek. fresti. Ljósmagnið
er ca. 70.000 kerta, sem sam-
svarar 29 sjómílum, en vegna
hæðarinnar sést hann ekki nema
22 sm. Gaseyðslan mun verða úr
15 gashylkjum yfir ljóstímann
(15. júlí — 1. júní).
Vörður fyrir innsiglingar og
legumerki, hafa verið reistar í
Seley, Lambey, Steindórsey, öl-
versskeri og Grímsey á Hvamms-
firði, í Hafnarey við Flatey (2),
á Sandi (2) og í Ólafsvík (3).
I Höskuldsey á Breiðafirði er
verið að byggja íbúðarhús handa
vitaverðinum.
II. Hafnargerðir og lendinga-
bætur.
I Borgarnesi var gerður hafn-
arbakki á suðausturhomi Brákar-
eyjar, 30 m. langur, úr jám-
staurum. Á bak við hann er um
9500 m3 fylling, en myndar 3300
m2 stórt svæði milli Brákareyjar,
hafnarbakkans og veggja, sem
gerðir voru ýmist úr steypu,
grjóthleðslu eða jámstauram.
Verið er að dýpka 7000 m2 stóit
svæði fyrir framan bakkann, með
því að moka upp 8000 ten.m. úr
botni, og mun verða 2 m. dýpi
á svæðinu um lægstu fjöru.
Kostnaðurinn mun að líkindum
verða um 115000 kr. —
Á Sandi á Snæfellsnesi var
gerður skjólgarður í Krossavík,
á móti þeinr, sem gerður var
1924. Garðurinn er úr stein-
steypu, 79,3 m. langur. Gamli
norðurgarðurinn var endurbætt-
ur og lengdur um 19 metra upp
í land. Kostnaðurinn varð um
16000 kr. —
Á Ólafsfirði var gerð ný
bryggja í stað gömlu bryggjunn-
ar, sem að nokkru leyti var hrun-
in. Bryggjan var gerð úr steypu,
sem sett var í mót úr timbur-
staurum, sem reknir voru niður.
Kostnaðarskýrsla hggur ekki fyr-
ir enn.
Á Skálum á Langanesi var
gerður 67 m. langur brimgarðs-
stúfur frá landi út í skerið Hnall.
I-Iann er steyptur að nokkru leyti
á þurru, og nokkra leyti í pok-
um í sjó. Garðurinn ver lending-
una sem er rétt innan við hann.
Kostnaðurinn varð um 29500 kr.
Á Norðfirði var frá tangaodd-
anum steyptur 35 m. langur
garður fram í sjó, til þess að
verja tangann fyrir sjávarágangi.
Kostnaðarskýrslan er ókomin enn.
í Vestmannaeyjum var norður-
garðurinn fullgerður og innsigl-
ingaviti settur á garðhausinn. —
Jafnframt var unnið að því að
tryggja enda ytri garðsins. — Á
Básaskeri, inst í höfninni, var
gerð ný bátabryggja, 10 m. breið
og 70 m. löng. Fyrir ofan bryggj-
una er uppfylling á 20X25 m.
stóru svæði.
í Þorlákshöfn var unnið að
lendingabótum fyrir ca. 9500 kr.
Vörin var löguð, þröskuldur og
klappir meðfram henni sprengt
o. fl.
Th. Krabbe.
Búnaðarskólar
og lýðskólar.
Telefunken félagið í Berlín hef-
ir bygt á þessu ári gríðarstóra
sendistöð í Japan Nagoya (600
Kw.), 20 kw. stuttbylgju send-
ara, Bankok, Siam stór útvarps-
stöð í Santiago, Chile, 20 kw.
stuttbylgjusendara, í Prag 10
kw. stuttbylgjusendara í Nord-
deich. Ennfr. hefir Telefunken-
félagið fengið pöntun á útvarps-
stöð fyrir Japan. Sala á útvarps-
tækjum Telefunkens hefir aukist
svo gífurlega, sérstaklega í Asíu
og yfirleitt á erlendum markaði,
að félagið á erfitt með að full-
nægja eftirspurninni, þrátt fyrir
liina miklu framleiðslu. Það er
Grav v. Arco, hinn heimskunni
uppfindingamaður, sem er einn
af aðalforstjórum Telefunkens,
og hefir gefið félaginu það nafn
og traust, sem er fyrir löngu orð-
ið heimsfrægt, enda viðurkenna
allir fagmenn, að Telefunken sé
brautryðjandi á sínu sviði,
vegna þeirra afburða manna,
sem það hefir á að skipa.
(Augl.). D.
Bændaskólamir eru hvort-
tveggja í senn, búnaðarskólar og
lýðskólar. Er eðlilegt að svo hafi
verið hingað til, því að fram að
þessu hafa lýðskólar verið fáir
og smáir hér á landi. Nú eru,
aftur á móti, að rísa upp lýð-
slíólar, sem án efa verða fram-
tíðarstofnanir Samtímis hefir að-
sókn að bændaskólunum rénað,
°g má telja fullvíst að hinir
uýju lýðskólar valda hér nokkra
um, vegna þess að samkepni um
nemendur á sér, því miður, stað
með þessum skólum. Að mínum
dómi má enginn reipdráttur eiga
sér stað milli lýðskóla og bænda-
skóla og tel eg þess vegna nauð-
synlegt að koma á sambandi og
samstarfi með þeim. Skal hér
gerð gi-ein fyrir því, hvemig eg
álít að þessu sambandi gæti ver-
ið háttað.
Svo hagar til á bændaskólun-
um, að auk þess, sem í þrengri
merkingu getur kallast búfræði,
eru kendar þessar námsgreinar:
íslenska, stærðfræði, steina- og
jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði,
grasafræði, leikfimi og' söngur.
Flestar af þessum fræðigrein-
um eru einnig kendar á lýðskól-
um, og allar eru þær vel til þess
fallnar. Það er því svo að báðir
skólar bjóða, að nokkra leyti,
samskonar fræðslu, og kepnin
um nemendur er því í raun og
veru eðlileg, eins og sakir standa.
Aðalmarkmið bændaskóla og lýð-
skóla — mentun bændastéttar
innar — er að vísu hið sama,
en þeir eiga að stefna að því
hvorir með sínum hætti. Bænda-
skólarnir eiga að hverfa frá al-
mennu fræðslunni og gerast
hreinir sérskólar — búnaðarskól-
ar. Hina almennu mentun eiga
menn að sækja í lýðskólana. —
En þá er nauðsynlegt að þeir
lýðskólanemendur, sem ætla sér
að stunda búnaðarnám, geti, á
fyrsta vetri, fengið svo mikla til-
sögn í þeim fræðum, er áður
voru nefnd (íslensku, stærðfræði
o. s. frv.), að aðeins þurfi að
eyða mjög litlum tíma til'þeirra
á búnaðarskólunum. Ef menn
hefðu þennan undirbúning þegar
á búnaðarskólana kemur, hygg
eg að hægt væri að komast yfir
þá búfræði, sem nú er kend á
bændaskólunum, á einu skólaári í
stað tveggja. Eg geri þó ráð fyr-
ir, að lengja þyrfti skólaárið um
1—2 mánuði. Ef þetta fyrirkomu-
lag kæmist á, myndu nemendur
geta áflað sér þeirrar þekkingar,
sem bændaskólamir veita nú og
nokkuð að auki, með eins vetrar-
dvöl á lýðskóla og einu skólaári
á búnaðarskóla. Inntökuskilyrði á
búnaðarskólana yrðu þá lýðskóla-
próf í framangreindum náms-
greinum, eða inntökupróf, sem
jafngilti því.
Enginn má skilja orð mín svo
að jeg vilji sníða lýðskólanum
stakk eftir þörfum búnaðarskól-
anna eingöngu. Lýðskólarnir eiga
að búa nemendur sína undir
hvern þann sérskóla, sem þeir
óska að sækja. Þess vegna er
nauðsynlegt, að þar sé hægt að
breyta nokkuð til með námsgrein-
ar, eftir því hvað nemandinn ætl-
ar að stunda að afloknu lýðskóla-
námi. — Eg vil að væntanlegir
búfræðinemar geti aflað sér
nauðsynlegustu undirbúnings-
mentunar með eins vetrar dvöl á
lýðskóla, en að sjálfsögðu er,
fyrir því, engin þörf á að miða
kensluna í Jýðskólunum við einn
vetur. Þeir, sem vilja afla sér
frekari almennrar mentunar þurfa
að eiga kost á tveggja eða jafn-
vel þriggja vetra kenslu í lýð-
skólum. Þó geri jeg ekki ráð fyr-
ir, að þeir, sem ætla sér að
stunda búnaðarnám, sjeu þar
lengur en tvo vetur.
Þá hygg eg að einnig sé nauð-
synlegt að gefa mönnum kost á
auknu búfræðinámi. Rökstyð jeg
þetta með því, að þörfin fyrir
menn mð traustri búnaðarþekk-
ingu vex með búnaðarframförun-
um. Það • væri því æskilegt
að búnaðarskólarnir störfuðu í
tveimur deildum og að- tveir
flokkar búfræðinga væru útskrif-
aðir frá þeim. I öðrum flokknum
væru rnenn með eins vetrar bún-
aðarnám að baki og geri eg ráð
fyrir, að þeir ætli sér að verða
bændur eða stunda búskap, án
þess þó, að hafa veruleg leiðbein-
ingastörf með höndum. í hinum
flokknum væru menn, sem hefðu
stundað nám í báðum deildum
búnaðarskólans og hefðu meiri
sérþekkingu en þeir fymefndu.
Úr þessum flokki mætti fá trún-
aðarmenn Búnaðarfélags íslands,
starfsmeim eftirlitsfjelaga o. þ.
u. 1.
Breytingar þær, sem eg hefi
drepiö á hér að íraman, eru þá
í stuttu máli þessar:
1. Kensla í þeim námsgreinum
bændaskólanna, sem veita al-
menna mentun, sé flutt til lýð-
skólanna og faii þar fram á
fyrsta vetri.
2. Inntökuskilyrði í búnaðar-
skólana sjeu lýðskólapróf í sömu
fræðum.
3. Búfræðikenslan sé aukin
þannig að menn eigi kost á að
afla sér meiri sérþekkingar í bún-
aði hér heima, en nú er.
Kostir þesa skipulags, fram yf-
ir núverandi ástand, eru í mín-
um augum þessir:
1. Allur þorri búfræðinga mundi
stunda nám á tveimur skólum og
ef kennarar eru góðir við báða
skóla mun námsmönnum fengur
í að kynnast þeim. Hvor skóli
hefir jafnan nokkuð til síns
ágætis, og þess vegna munu tveir
skólar oftast veita námsmanni
meiri þroska en einn.
2. Búnaðarneminn verður
frjálsari í vali um samræmdan
námsferil en nú. Ilann hefði um
þetta 'að velja:
a) Eins vetrar lýðskólanám +
eins vetrar búnaðarnám.
b) Eins vetrar lýðskólanám -j-
tveggja vetra búnaðarnám.
c) Tveggja vetra lýðskólanám
+ eins vetrar búnaðarnám.
d) Tveggja vetra lýðskólanám
+ tveggja vetra búnaðarnám.
3. Bændaskólamir verða að
sérskólum og samkynnin um
nemendur milli þeirra og lýðskól-
anna hverfur úr sögunni, en slík
samkepni hlýtur ávalt að eiga
sér stað meðan verksvið skólanna
er að nokkru leyti hið sama.
Samband það á milli lýðskóla
og búnaðarskóla, sem nú hefir
verið drepið á, er að sjálfsögðu
því aðeins framkvæmanlegt, að
starfsmenn bændaskólanna skilji
þýðingu lýðskólanna, og starfs-
menn lýðskólanna viðurkenni
nauðsyn búnaðarfræðslunnar, en
eg býst við að engin ástæða sé
til þess að efast um að svo sé.
— I lýðskólanum ætti að hvetja
þá nemendur, sem ætla sér að
stunda búskap, til þess að sækja
búnaðarskóla að loknu lýðskóla-
námi.
Skólastjórar og kennarar
bændaskóla og lýðskóla ættu að
ræða væntanlegt samstarf og
koma sér saman um skipulag
þess.
Hvanneyri, 11. október 1929.
Þórir Guðmundsson.
Athugasemd.
Hr. ritstjóri!
Viljið þjer gera svo vel að
veita þessum línum rúm í blaði
yðar.
Hr. próf. Halldór Hermannsson
segir svo í grein sinni í Skími
1929: „Skýrði eg þá formanni
Árnanefndarinnar, hverjar breyt-
ingar mér þættu æskilegar á
henni, svo að hún stuðlaði að
samvinnu milli Dana og Islend-
nga og jafnframt færði út kví-
arnar“ [þetta hefði nú þurft
skýringar]. Það sem hér segir er
satt. Við H. H. höfum talað eins-
lega um þetta mál. En svo bætir
hann við: „eg gerði jafnvel að
skilyrði, að þessar tillögur mín-
ar um breytingu væru að ein-
hverju leyti teknar til greina,
ef eg ætti framvegis að vera við
safnið. Nefndin m u n (gleiðletr-
að hér) hafa tekið þessu dauf-
lega og þar með skildi með okk-
ur“. Það má misskilja þessi orð.
Eftir þeim skyldi ætla, að H. H.
hefði gert þetta skilyrði (sem
hann svo nefnir) andspænis
nefndinni sjálfr. En það hefir
hann aldrei gert, og nefndin hef-
ir aldrei haft þetta mál til með-
ferðar. Þessa hefði H. H. vel
getað orðið vís (sbr. orðið
,,mun“). Hann hefir aldrei skor-
að á mig að gera málið að nefnd-
armáli. Iiann hefði sjálfur getað
gert það með því að hann var í
nefndinni þennan tíma, sem hann
vann við stofnunina. Honum var
því innan handar að koma þar
fram tillögum sínum. Eg skal
ekki hér fara frekari orðum um
þær. H. H. hefir þannig engan
rétt til að segja, að hann hafi
horfið frá stöðu sinni, vegna
þess að nefndin hafi tekið dauf-
lega í tillögur hans.
Annarsstaðar segir II. H. um
„Samfunds" útgáfuaðferð, að hún
sé „nú næsta úrelt“. Slík orð eru
óskiljanleg. Aðferðin er sú sama
sem alstaðar tíðkast á bygðu bóli,
þar sem um útgáfur eldri rita
er að gera, og sú einasta, sem
er möguleg, sú sama, sem H. H.
hefir sjálfur fylgt í öllum sínum
útgáfum.
Annars er margt og mikið að
athuga við þessa grein H. H.,
en eg skal ekki nú fara frekar
út í það mál.
K.höfn, í okt. 1929.
Finnur Jónsson.