Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.11.1929, Blaðsíða 2
252 TÍMINN Kaflar úr bréfi. Margt skeður á langri leið. Fá- ir myndu hafa trúað því hér á árunum, í þann mund sem Jón Þorláksson var heimastjómar- maður og Sigurður Eggerz ein- lægur og falslaus sjálfstæðismað- ur, að þeir ættu eftir að leita skjóls hvor hjá öðrum. En svo næðir nú almenningsálitið kalt um þessa veslings mexm, að þeir sjá sér hollast að byggja sömu sæng, fallást í faðma og njóta hlýju hvor af öðrum undir brek- áni hins pólitíska „sjálfstæðis". Ekki vantar sannfæringarkraft- inn í sjálfstæðisgasprið hjá Sig- urði, eða mýkindin og yfirskins- sakleysið hjá Jóni. Bæði eru skæðin góð. En hvílík undur! Aldrei hefi eg á minni löngu æfi séð leikinn annan eins skollaleik í íslenskum stjórnmálum, eins og nú síðan íhaldsflokkurinn skifti um nafn síðastl. vor. En aldrei hefir líka sannast jafn tví- mælalaust og nú, óheilindin og falsið í öllum þeirra sorgarleik. Hvert óhappið eftir annað sækir þá heim og gerir þá bera að skömminni, fyrir þeirra eigin til- verknað. Svo fer ætíð þegar grundvöllurinn er rotinn og mál- staðurinn óheill. — Mér er ó- mögulegt að skilja hvað það er, sem bindur bændur landsins við hinn illa málstað íhaldsins. — Svo að segja í hvívetna hafa I- haldsmenn reynst bændum hinir fjandsamlegustu gegri þeirra við- reisnar- og menningarmálum. Heimildimar fyrir því geta menn fundið með því að lesa sér til í Alþingistíðindunum frá ári til árs. — Manni verður að spyrja, hversu bændur til lands og sjáv- ar, ætla lengi að láta Ihaldið hund-þvætta sér, eins og sauðfé í rétt. Láta þeir máske Ihalds- ritstjórana hafa áhrif á skoðanir sínar, þessa auðnulausu aum- ingja menn, sem láta kaupa sig fyrir kviðfylli til að skrifa ó- þverraskammir og brigslyrði um okkar bestu og mætustu menn? — Bændur! Væri ekki ástæða til áð líta um öxl og fylgja þeim að málum, sem af einlægum fram- sóknarhug beita sér fyrir við- reisnarmálum lands og þjóðar? Það er eins og nafnbreytingin á íhaldsflokknum eigi að vera, frá sjónanniði íhaldsmanna, eitt- hvert róttækt tákn, og valda gagngerðri breyting á aðstöðu 1- haldsmanna til þjóðmálanna. Hví ganga þá ekki þessar „sjálfstæð- is“-hetjur í Framsóknarflokk- inn? Hví halda þær áfram að skamma og níða Framsóknar- menn og svifta þá allri æru, ef þeir væru menn til? Væri ekki nær að þær beittu kröftum sín- um til styrktar Framsóknar- mönnum og ynnu með þeim að sjálfstæðismálum lands og þjóð- ar? — Nei, alvaran er engin. Alt eru látalæti, blekkingar og yfir- skin. Jón Þorláksson er sami I- haldsmaðurinn og hann var. Hann veit það sjálfur og aðrir vita það. — Nafnbreyting flokksins er eins og hver önnur vitleysa, þýðingarlaus og gagnslaus, af því hún í eðli sínu getur engu orkað um hugarfarið og breytn- ina. Þó smalinn gefi fjárhundi sínum nýtt nafn, myndi enginn ætla, að við það breyttist eðli og upplag hundsins á nokkum hátt. Þetta er öllum auðskilið mál. Einu sinni var Sigurður Egg- erz góður sjálfstæðismaður. En svo þóknaðist honum að þoka sér innundir nærskjólið hjá I- haldinu, eins og kunnugt er. Um leið varð öll hans föðurlandsum- hyggja að ómerkilegu gaspri, blekkingarvaðli og falsmálum, svo sem blað hans ber vott um. Þetta, ásamt mörgu öðru, sannar það að nafnbreyting flokkanna er hrekkjabragð við kjósendur, til að villa þeim sýn á réttu máli og tæla þá til fylgis við illan málstað. — Vonandi láta kjósend- ur ekki blekkja sig, eins og til er stofnað. Vonandi una Dala- menn því ekki að senda Sig. Egg- erz á þing oftar. Vonandi dettur þeirn ekki í hug, að hafa aðra eins nástjörnu að leiðarljósi í sínum sjálfstæðismálum. „Island fyrir Islendinga" er kjörorð hinna pólitísku verslunár- braskara. Það sómir sér ekki ó- laglega með Magnús Guðmunds- son í broddi fylkingar, sem er einn hinn öruggasti daðrari og dindilmenni við erlent vald, á kostnað íslenskra sérréttinda og sjálfstæðis! — Langt er gengið niður á við í málefnum þjóðar vorrar, þegar blekkingum og tál- drægni eru engin takmörk sett. Norðlenskur bóndi. —o------- Læknafálagíð og landsstjórnin Átökin á milli Læknafélagsins og heilbrigðismálastjómarinnar hlýtur að vekja athygli allra sjálfstætt hugsandi manna í landinu. — Svo sem kunnugt er, hefir núverandi stjórn veitt þrjú læknishóruð, ung- um læknum, sem viðkomandi hér aðsbúar höfðu sjálfir óslcað eftir. Braut liún þar með venju þá, sem viðgengist liefir, að láta „verðíéika ellinnar" koma til greina við slíkt tækifæri. En þetta hefir meirihluta læknastéttarinnar mislíkað. Ekki er auðvelt að gera svo öllum líki. Mönnum er enn í minni æsingin, sem greip fólkið í Eyrarbakkahéraði, síðast þegar skipaður var læknir ]»angað. pá voru það héraðsbúar, sem illa undu við. pá þagði Lækna- félagið. Svo var iuittað á Eyrarbakká, þeg- ar Asgeir læknir Blöndal varð, vegna heilsubrests, að segja af sér embætti, að þar var ungur, dugandi læknir, sem þjónað hafði héraðinu i veik- indaforföilum héraðslæknisins. þegar svo héraðið var auglýst til umsóknar, sótti þessi ungi en þrautreyndi lækn- ir, ásamt mörgurn fleirum. Nú varð uppi fótur og fit. Bænarskrá var sainin og send beina boðieið upp i stjórnarráðið. Bending frá héraðs- búum og ósk um að fá nú að lialda þessum unga lækni, sem getið hafði sér liinn besta orðstír. En — alt kom fyrir ekki. Beiðni héraðsbúa var ekki tekin til greina. Kegia sú hin gamla, sem Læknafélagið virðist fyrir hvern mun vilja lialda í, var látin gilda. En vilji þeirra, sem að lækninum áttu að búa, var að vett- ugi virtui'. En það gaist, vaigast sagt, illa. - Langt mál mætti skrifa um úlfúð ]>á, sem þessi veiting olli á Eyrarbakka, en það er ekki tilgang- urinn með línum þessum, að slá ,,til muna út i sálmana þá. En þeir, sem kunnugir eru þessum málum, munu ekki óska eftir að slikt end- urtaki sig á Eyrarbakka eða annars- staðar á landinu. — Vafasamt er, að nokkrum öðrum manni en héraðs- lækninum á Eyrarbakka héfði tek- ist, að lægja að nokkru ófriðaröldur þær, sem upp risu í móti honum, er hann tók við embættinu. En hann er skapfestumaður mikill, stilt- ur vel, prúður í framgöngu og hinn mesti reglumaður. þó mun seint gróa um heilt því enn logar í kol- unum austur þar. Nú er það álit mjög margra manna þeirra, sem ekki 'eru rígfjötraðir hagsmunaböndum sérstakrar stéttar, að ekki tæki bétra við, ef Lækna- félaginu tækist að brjóta ríkiástjórn- ina á bak aftur í máli því, sem nú er efst á dagskrá hjá þjóðinni: Deil- unni milli Læknafélagsins og lands- stjómarinnar. — Eina hugsanlega leiðin út úr þessum ógöngum virðist vera sú, að fá héruðunum sjálfum þessi mál í hendur. Og um það hef- ir margsinnis vcrið ritað og rætt, að héruðin fengju sjálf að kalla cða kjósa sér lækni. Ekkert er eðlilegra en að þau fengju ákvörðunarréttinn í þessum málum. því hefir að visu verið haldið fram, af afturhalds- mönnum, að undirróður einstakra manna mundi geta ráðið úrslitunum í héraði, ef þetta fyrirkomulag yrði tokið upp. En það mætti þá segja eitthvað svipað um kosningu þing- fulltrúanna og allar aðrar kosningar. Engar líkur eru til að alþýðan niundi nú vilja láta af höndum þann rétt, sem hún þegar hefir feng- ið, um ldutdeild I þjóðmálunum, í hendur fámennra stéttasamtaka. Og krafa héraðanna, um að fá þessi mál í sínar hendur, hlýtur nú, eftir alt það, sem við hefir borið liina síðustu daga, að fá byr undir báða vængi. Lýðræðið byggist á vilja meira hluta borgaranna í landinu. Sá, cr linur þessar ritar, treystir núverandi stjórn vel til þess að fara íremur eftir vilja almennings en ein- stakra stétta, en þaðer engin trygg- ing fyrir því að næsta stjórn geri slikt. ■ Sjúklingur, liggjandi á spítala. -----0----- Sigurður Skagfield óperusöngvari tók sér far með Esju nórður í átt- haga sína og dvelur þar fram um nýár. Fer hann úr því til útlanda til framhaldsnáms. Sigurður Skag- field vann hér almenningshylli sök- um raddfegurðar og söngsnilli og ldaut hann ágæta dóma í öllum blöðum nema „Verði“. Árni Jónsson íór um hann mjög lítilsvirðandi orð- um í blaði sínu og hlýtur það að hafa verið sprottið af öfund. Er Ámi talinn raddmaður góður, en hefir ekki, vegna skorts á manndómi, get- að neytt þeirra hæfileika sinria frcm ur en annara. En illa er það gert og ómannlega og birta, fyrir sakir öfundar, órökstudda, niðrandi sleggju- dóma um unga og efnilega lista- menn. Jakob Möller bankaeftirlitsmaður, sem hefir lengi verið véikur erlend- is, er nýlega kominn heim og liefir fengið mikinn bata. Snorri Sigfússon það þvkja visast ekki mikil tíð- indi né merkileg, þótt kennari flytji úi' einum stað í annan. þó er það nú svo, að i smáþorpum vekur slíkt æfinlega nokkura athygli, jafn- vel þólt maðurinn hafi aðeins vcrið v kennari, og ekkert annað. — Við Flateyringar höfum nú i haust mist S.norra Sigfússon skóla- stjóra, eftir 17 ára kennarastörf hér. En Snorri var elcki kennari ein- göngu. Hann var ágætur borgari og sinti af alúð og dugnaði mýmörg- um stöi'fum í þágu sveitarfélagsins. Var t. d. sóknarnefndaroddviti í fjölda mörg ár, og hreppsnefndar- oddviti tvívegis í mörg ár. ])á tók hann mikinn og góðan þátt í öllu íélagslífi hér á eyrinni og mátti heita lifið og sálin í öllu því er til skemtunar mátti verða, hvort heldur var söngur, (hann æfði oft kórsöng) eða annað. Iin þrátt fyrir öll þessi margvis- legu störf, er lilóðust á Snorra, var skólastjórn hans og kensla öll í á- gætu lagi, og má fullyrða, að skóli hans hefir jafnan verið i bestu röð, enda fór saman hjá honum skýr namsetning og skemtileg. Og mesta turða var, hve mörg skólabörn lians voru vel undirbúin og leystu prýði- lega af hendi ýms verkefni, er þeim voru fengin til úrlausnar á skólaskémtuninni árlega, hvort held- ur var söngur, upplestur eða smá- leikrit og samlestrar. — En að láta börn fást við þessháttar og búa sig vel undir það, hefir meira upp- eldislegt gildi en margan grunar. það er því engin furða þótt við hér á Flateyri söknum Snorra, enda KLUKKUR stórar og smáar. — Sent út um land gegn póstkröfu. Jón Sígmundsson gullsmiður Laugav. 8. Sími 888 mundu flestir kjósa að hann kæmi liingað sem fyrst aftur. Telja flestir hér Snorra hiklaust í röð bestu kennara, og hverjum barnaskóla vel borgið undir hans stjórn. Við Flateyringar fáum sjálfsagt aldrei fullþakkað Snorra öll störfin hans hjer, en innilegar hamingju- .óskir fylgja lionum héðan. Fyrir hönd Flateyringa flyt jeg honum hugheilar þakkir fyrir dvöl- ina hér, fyrir störf hans öll, fyrir dugnað hans, fyrir hjálpsemi lians og siðast en ekki síst fyrir gleðina hans. því að Snorri var gleðinnar maður; hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór, og það hefðu verið dauðir menn, snm ekki hefðu bros- að að Snorra, ]iegar honum tókst upp. — Mér finst mikíð skarð fyrir skildi við burtför Snorra, og vand- fylt. HeilJ og heiður fylgi honum jafnan. Flateyringur. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Ásvallagötu 11. Himi 2219. Prentamiðjan Acta. Þetta 3 lampa tæki á eftir að fara inn á flest heimili á landinu. Þ>að verða TELEFUNKEN- útvarpstækin sem munu seljast mest hér á landi. Vegna hvers? Vegna þess að þau eru frá því firma sem býr til bestu tækin í heiminum. Spyrjíð þá sem eíga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.