Tíminn - 31.12.1929, Síða 1

Tíminn - 31.12.1929, Síða 1
^ <&faíbfert o$ afarciðslumaður Cimans er Kannpetg þ o r s t e i n söóttir, iamtanösljúsiriu. Hrrfjaoif. ^.fgrEiböta Cimans er i Sambanösíjústnu. ©pin öacjlega 9—12 f. I). Stmi <J96. \ XIII. ár. mrm ■ ■. 1 ...... ..— . ....rrsz Reykjavík, 31. desember 1929. 77. blað. Stjórnin og bsndurnir Það er eitt af pólitiskum leik- brögðum íhaldsblaðanna að bera stjórnina gagnstríðandi bríg-slum, sem með engu móti geta sam- rýmst. Síðasta vitni þessarar mið- jj ur heiðarlegu aðferðar er grein- in „01nbogabörn“, sem birtist í jj Mbl. síðastliðinn sunnudag. í þessari grein er núverandi stjórn sökuð um að hafa bændur lands- ins að olnbogabörnum. Gegnir furðu, að málgagni fjárbralls- manna og stórútgerðarspekúlanta í Reykjavík skuli ekki þykja það hlægilegt að bera fram slíkar ásakanir í garð stjórnar, sem i bændur sjálfir hafa skipað og á ! allt sitt pólitiska fylgi í sveitum landsins. Ritstjórum Mbl. fer eins og öðrum þeim, sem ekki hirða um að gera mun á sönnu og ósönnu. Ásakanir þeirra á hendur stjórn Framsóknarflokksins berast á banaspjótum. Við undirbúning : bæjarstjórnarkosninganna hér í : Reykjavík leggur blaðið megin- áherslu á að sýna fram á að Framsóknarmenn séu flokkur bænda og fjandsamlegir Reykja- vík. Hið fyrra er satt en hið síð- ara auðvitað ósatt. Nokkrum dög- um eftir að blaðið hefir reynt á þennan hátt að rægja flokkinn í augum Reykvíkinga kemur nýr rógur, sem ætlaður er bændunum, Greinina „01nbogaböni“ á auðvit- að að prenta í ísafold. Þar er ekki einu orði minst á „fjandskap" gegn Reykjavík. Þar er ekki einu orði ymprað á „gjöfunum til bænda“, sem eru tíðasta umtals- . efni Ihaldsforkólfanna hér í bæ nú um þessar mundir. Nei, öðru nær! Blaðið er að fræða „aum- ingja bænduma“ um það, að þeir — bændumir — séu olnbogaböm núverandi stjórnar, — með öðr- um orðum, að stjómin beri fyrst og fremst Reykvíkinga og aðra kaupstaðabúa fyrir brjósti, en virði hagsmuni bænda að vettugi! En á þessum sama tíma lætur þetta sama blað boð út ganga til íeykvískra kjósenda: Varið ykk- ur á bændastjórninni og bænda- flokknum. Núverandi stjóm hefir gert ykkur að olnbogabömum í þessu landi! • Þessi tvenskonar olnbogabama- kenning Mbl. ber á sér svo glögt handbragð óráðvendninnar að ekki verður um vilst. I greininni „01nbogabörn“ er blaðið að fræða bændur landsins um það, að núverandi atvinnu- málaráðherra, Tryggvi Þórhalls- son, hafi hækkað kaup verka- fólks í sveitunum, um 15—20% síðastliðið ár og að hann, þessi sami ráðherra, hafi dregið úr j arðabótastyrk til bænda. Nú er það vitanlegt og öllum kunnugt, líka ritstjórum Mbl„ að það er sjávarútvegurinn og vöxt- ur bæjanna sem fyrst og fremst hefir valdið kauphækkuninni í sveitunum. Hin óeðlilega dýra lífsframfærsla í Rvík hefir knúið fram kauphækkun til alls starfs- fólks og sú kauphækkun hefir haft áhrif um land alt, einnig í sveitunum, þar sem miklu ódýr- ara er að lifa en í Rvík og því minni ástæður til kauphækkunar. Með vaxanda aðstreymi til kaup- staðanna hefir smátt og smátt þonáð vinnukraftur sveitanna og þá jafnframt hækkað í verði. Enginn maður í þessu landi hefir gjört meira en einmitt nú- verandi atvinnumálaráðherra, Tryggvi Þórhallsson, til þess að stöðva þessa óheppilegu og mið- ur heppilegu hreyfingu í þjóð- lífinu og þá kauphækkun í sveit- unum, sem af henni leiðir. 1- haldsmenn Reykjavíkur með Shellmenn, Mbl.menn og Jón Þorláksson í" fararbroddi höfðu látið sér það vel líka, að lífs- kraftur sveitanna Smá-fjaraði út. Ekkert höfðu þessir menn gjört til að stöðva strauminn. Fé bank- anna, sem landið var í ábyrgðum fyrir, fór í stórútgerð og síldar- spekulation eða rándýra illa bygða húsakassa hér í Rvík, sem öllum vinnandi lýð í landinu eru til raunar og þyngsla, jafnvel Reyk- víkingum sjálfum. Með síðustu stjórnarskiftum varð stefnubreyting í viðhorfi ríkisins gagnvart sveitunum. Mennirnir sem höfðu „horft á“ voru lagðir til hliðar, og í stað- inn komu athafnamenn. Bænda foringinn Tryggvi Þórhallsson hófst handa til þess að bæta sveitunum .þann lífskráft, sem þær höfðu mist. Framsóknar- flokkurinn setti sér það mark að skapa viðunandi lífsskilyrði í sveitunum, að stöðva flóttann, sem látlaust hafði haldið áfram undir handarjaðri íhaldsins, að beina veltufénu í landbúnaðinn, að skapa sveitunum vinnukraft og nægilegan arð til að standa straum af þeim vinnukrafti. Eigi færri en 10 stórmálum í þágu landbúnaðarins hefir Fram- sóknarflokkurinn komið fram á þeim tveim þingum, þar sem hann hefir farið með völd. Árangur þessai'ar stórfeldu lög- gjafarstarfsemi er þegar farinn að koma í ljós. Traust og björt steinhús rísa á rústum moldar- bæjanna hundruðum saman hvarvetna um bygðir landsins. Meira er nú flutt inn af jarð- yrkjuverkfærum, girðingarefni og tilbúnum áburði en nokkru sinni áður. Jarðabætur margfaldast. Á sama tíma og slík bylting á sér stað í íslenskum landbúnaði er auðvirðilegasta afturhaldsmál- gagn þröngsýnustu eiginhags- munaspekulantanna, að reyna að vekja óánægju bændanna einmitt gegn þeim manni, sem fyrst og fremst hefir staðið að baki við- reisnar og framfarastarfseminnar i landbúnaðinum. Fyrirkomulags- breyting á jarðabótastyrknum er að þessu sinni notuð sem tylli- ástæða. Fyrir þessu atriði mun bráð- lega gerð grein hér í blaðinu, af einum þeirra manna, sem þar hefir mestan kunnugleik um. En að þessu sinni skal á það bent, að vitanlega er svo langt frá því að styrkur til landbúnað- arframkvæmda hafi verið mink- aður, að hann hefir þvert á móti stórlega hækkað fyrir at- beina núverandi stjórnar. Tilbúinn áburð fá bændur nú 30% ódýi'ari en áður. Styrk fá þeir til verkfærakaupa. Ríkið lánar fé til stofnunar rjómabúa og styrkir jafnframt að verulegu leyti. Og öruggasta vitnið, og það sem ómótmælanlega iofar verk núverandi stjórnar í þessu efni, eru hinar afar öru landbún- 1 aðarframkvæmdir síðustu ára. X. Varðskipíð Þór strandar. Fyrir og um næstsíðustu helgi gerði ofsalegt stórviðri með fjúki og frosti um nálega alt land. Urðu skaðar á skipum og hafnar- mannvirkjum. Eftir að síðasta olað Tímans var fullprentað, bár- ust hingað fregnir um það, að varðskipið Þór væri strandað á skeri nálægt ósum Laxár, milli Blönduóss og Skagastrandar. Þór lagði af stað frá Blönduósi, föstudagskvöldið 20. þ. m. í for- aðsveðri. Hugðist skipstjórinn, Eiríkur Kristófersson, að leita hljes við Grímsey á Steingríms- firði. En er út kom á flóann bilar stýrisumbúnaður skipsins. Tókst þó að koma við bráðabirgðarvið- gerð. Eigi að síður reyndist skip- inu um megn að halda gegn stór- viðrinu sem á var. Var þá leitað lægis nærri Skagaströnd og leg- ið þar fyrir akkerum allan laugar- daginn. En er leið á daginn tók skipið að reka nær landi. Freist- uðu þá skipverjar að létta akk- erum og færa skipið á dýpri legu- mið. Slitnuðu þá akkerisfestar en skipið rak samstundis upp á sker. Fréttin barst hingað loftleiðis þegar um kvöldið. En eigi var unt að ná í símstöðvar frá Blönduósi, eða Skagaströnd, eftir að fréttin barst hingað og eigi fyr en kl. 10 á sunnudagsmorgun. Brugðu bátar við af Skagaströnd og fóru á strandstaðinn. Tókst sex mönn- um af Þór, að fara í stærri björg- unarbát skipsins yfir í bát af Skagaströnd og voru þeir fluttir í land.'Fóru þrír þeirra aftur á vettvang, ásamt Skagstrending- um, til þess að leitast við að bjarga félögum sínum og lentu í miklum hrakningum. Hvolfdi bátnum tvívegis undir þeim, en þeim tókst í bæði skiftin, að koma bátnum á réttan kjöl og tæma úr honum sjóinn. Þótti það vasklega gert. Mennimir voru Stefán Bjömsson 2. stýrimaður, Aðalsteinn Björnsson 1. vélstjóri og Guðm. Egilsson loftskeyta- maður. Eigi tókst björgunin að því sinni, en bátarnir héldust yið nálægt skipinu alla næstu nótt til þess að leita færis. Kl. 2 á sunnudag sneri land- stjórnin sér til fi’amkvæmda- stjóra Alliancefélagsins og óskaði eftir því, að togari félagsins, Hannes ráðherra, sem lá á önund- arfirði freistaði að bjarga mönn- unurn af Þór. Lagði togarinn áf stað litlu síðar 0g var kominn á strandstaðinn kl. 9 næsta morg- un. Trítlu-bátarnir frá Skaga- strönd aðstoðuðu við björgunina og gekk hún eftir það greiðlega. Er skemst af því að segja, að mennimir björguðust allir heilir á húfi og eftir vonum hressir, eftir svo langa vist í köldu skip- inu meira og minna votir og hraktir. Þykir öllum hafa tekist giftusamlega, sem áttu hlut að því að afstýra svo hörmulegu slysi sem áhorfðist um skeið. Meðal þeirra manna, sem lentu í þessum hrakningi var séra Jón Guðnason. Var hann settur í land á Blönduósi en skipverjar á Þór fóru yfir í varðskipið Ægi, er einnig var komið á vettvang. Kom Ægir hingað klukkan 9 á aðfangadagskvöldið. — Þegar fréttist um að björgun hefði te'k- ist var flaggað á stjómarráðs- Verklegt jarðræktarnám Bændum víðsvegar um land, er vel kunna að jarðrækt og ný- yrkju stunda með sáðrækt, svo og búnaðarsamböndum og bún- aðarfélögum, er halda vinnuflokka, gefst kostur á'að vista, eða fá vistaða til sín pilta til verklegs jarðræktarnáms, um 6—8 vikna tíma, vor eða haust. Ungum mönnum, yfir 16 ára aldur, gefst kostur á að stunda ’ nám það, sem hér um ræðir. Vinnuveitandinn greiði nemanda minsta kosti 1 kr. á dag, auk fæðis, allan námstímann, en Búnaðarfélag íslands veitir nemanda alt að 3 kr. styi'k fyrir hvern vinnudag á námstímanum, auk nokkurs ferðastyrks, ef langt er farið til námsins, þó aldrei yfir kr. 150 alls. Umsóknir á báðar hliðar skal sendar fyrir lok febrúar- mánaðar 1930, og er gott ef vinnuveitandi getur bent á nemanda og nemandi á vinnuveitanda. Umsækjendur kynni sér reglur um nám þetta í Búnaðarritinu, 43. árg. bls. 247. Búnaðarfálag Islands Ámiitiiiiig: Athygli manna skal vakin á því að í 7. grein lögreglusam- þyktarinnar segir svo: „Á almannafæri má eigi kveikja í púðri, skoteldum eða sprengiefnum*. Þeir sem brjóta gegn þessu ákvæði verða tafarlaust látnir sæta sektum. Heimilt skal mönnum að kveikja í skoteldum suður við íþróttavöll og upp við Skólavörðu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. desember 1929. Hemann Jónasson húsinu. En dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri á dómsmálaskrif- stofunni fóru út í skipið er það lagði að landi, til þess að bjóða strandmennina velkomna. ----0--- Fréttlr, Slysfarir. Kl. S A föstudagsmorgun- inn 20. þ. m. lögðu af stað frá Laugarvatni áleiðis heim til sín í iólaleyfi, Guðmundur kennari Gísla- sorv frá Ölfusvatni í Grafningi og VaJdimar Kjartansson frá Völlurn í Ölfusi, nemandi í Laugarvatnsskóla. Komu þeir að Villingavatni i Grafn- ingi um kl. 3 um daginn og skildi þar leiðir þeirra. Var veður þá stór- um ískyggilegt. Lét Valdimar það cigi aftra sér, en hélt skemstu leið um Reykjafjall og hefir eigi komið frani síðan. Hefir hans verið leitað mjög mikið, en án árangurs. Eru þessi tíðindi næsta hörmuleg. Valdi- mar var 19 ára gamall, vaskleiks- piltur, vel gáfum farinn og ágætur drengur. Frá Siglufirði. í ofviðrinu, sem getið er á öðrum stað liér í blaðinu gerði hið mesta íoráttubrim og vatns- ílóð á Siglufirði, sem olli stórtjóni á bryggjum, húsum og eignum manna. Braut sjórinn margar hryggjur, en ílæddi yfir allmikinn hluta hæjar- lóðarinnar. Er talið að tjónið muni eigi nema minna en 100 þús. kr. Togari strandar. Um kl. 11 á laug- ardagskvöldið 21. þ. m. strandaði- þýskur togari „Alteland" frá Cranz við Elben, sunnanvert við Hafnar- berg á Reykjanesi rtorðanverðu. Dimmviðri var á og kafald. Skips- menn komust allir á land, heilir á húfi. Bóndinn á Kalmanstjörn sá til ferða þeirra og fylgdi þeim til Reykjanesvita. þar fengu þeir góðar viðtökur. Komu þeir til Rvíkur á þorláksmessu, vel hressir. En skip þeirra ónýttist. Skipstrand og manntjón. Norska íiskflutningsskipið „Áslaug" frá Haugasundi, fórst nýlega í ofsaveðri fyrir ströndum Spánar með 23 manns, þar á meðal konu skip- stjórans. Meðal þeirra, sem þarna fórust, voru fjórir Islendingar: Jóh. Ólafur Tómasson frá Vestmannaeyj- um, Lúther Einarsson frá Reykja- vík, Karl Hansen frá Reykjavík og Ingiberg Brynjólfsson frá Rvík. Flónið nefnist leikrit eftir ame- riska skáldið Chauning Pollock, sem Leikfélagið sýndi fyrsta sinn á ann- an dag jóla fvrir troðfullu húsi. Leikurinn gerist í New York. Á gamlárskvöld. Sá háttur hefir tíðkast hér í Reykjavík, vegna of lít- ils lögreglueftirlits, að sum Akvæði lögreglusamþyktar bæjarins, þar sem mælt ei' fyrir um almenna reglu og velsæmi á götum bæjarins, hafa verið brotin mjög á gamlárskvöld. Flotar drukkinna manna og jafnvel kvenna, hafa ruðst um á götunum, sérstaklega Austurstræti, með oln- hogaskotum og ruddaskap. Kvenfólki hefir verið sýnd megn ókurteisi en púðurkerlingai' og skoteldar myndað samfelt eldhaf með þvílíkum ódæm- um að hætta hefir stafað af og stór- skemdir á fatnaði manna. — Á öðr- um stað hér í blaðinu birtist „Áminning" lögreglustjóra, þar sem hann minnir almenning á lögreglu- samþyktina og lýsir yfir því, að ákvæðum hennar verði framfylgt til þess ítrasta. Mun þeirri ráðstöfun alment vel tekið. Tíminn. Með þessu tbl. Tímans er lokið 13. árg. blaðsins. Hafa á síðast- liðnu ári komið út fleiri tölublöð en nokkru sinni íyr. Fyrsta blað næsta árgangs kemur út laugardag- inn 11. jan. næstkomandi. I —----o----- »

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.