Tíminn - 27.01.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1930, Blaðsíða 2
10 TÍMINN Tafla I. Tekju- og' eignarskattur Aukatekjur.............. Vitagjald............... Stimpilgjald............ Bifreiðaskattur......... Útflutningsgjald ...... Áfengistollur......... Tóbakstollur............ Kaífi- og sykurtollur . . Annað aðflutningsgjaid Vörutollur............. Verðtollur............. Sætinda- og konfektgerð Pósttekjur............. Víneinkasala............ kr. 610.000,— — 199.000,— — 148.000,— — 95.000,— — 49.000,— — 255.000,— — 334,000,— — 400.000,— — 230.000,— — 150.000,— — 773.000,— — 848.000,— — 95.000,— — 174.000,— — 625.000,— Gjaldamegin hafa umframgreiðslur orðið mestar á: 11. gr. (aðallega landhelgisgsesla) , „ vegamálum.............. 13. gr. simanum................ 17. gr. berklavörnum........... 19. gr. óvissum gjöldum . . . . kr. 324.000,— — 632.000,— — 178.000,— — 249.000,— — 176.000,— Tafla II. Flóaáveitan.................... Vestmannaeyjahöfn.............. Tillag til Ræktunarsjóðs....... Borgarnesshöfn.................. Betnmarhús og vinnuhæli . . . Alþingishátíðin (undirbúningur) Tunnutollui- (endurgreiðsla) Sjómælingar . . ................ Flugferðir..................... Pósthús á Isafii'ði............ Pósthús á Norðfirði............ kr. 93.000,— — 152.000,— — 50.000,— — 133.000,— * — 82.000,— — 350.000,— — 61.000,— — 50.000,— — 32.000,— v — 25.000,— -- 17.000.— Tafla III. Fjárveiting samkv. 11. gr. A. 8: Úr ríkissjóði.............. kr. 200.000,— — landhelgissjóði.......... — 200.000,— Eftir því sem framast verð- ur séð munu gjöldin verða sem hér greinir: Reksturskostn. Óðins ca. — Ægis 6 mán.) — — Þórs.............— — Geirs Goða . . — Styrkur til landhelgisgæslu Útgerðarstjórn og skrifst.k. 400.000,- kr. 280.000,— — 140.000,— — 150.000,— — 19.070,— — 14.200,— — 9.700,— 612.970, Er því útlit fyrir, að gjöldin fari fram úr á- ætlun um............................. kr. 212.970,— Innflutningurinn 1929 hefir ! orðið meiri en nokkvu sinni áður, þegar tekið er tillit til núverandi verðgildis krónunnar. Eins og gefur að skilja, er ekki enn hægt að gera fulla grein fyrir í hverju sérstaklega þessi aukni innflutningur liggur. En nefna má þó ýmislegl svo sem byggingarefni, tilbúinn á- burð, jarðyrkjuverkfæri, girð- ingarefni, allskonar vélar og bíla. Þá munu og munaðarvörukaup hafa aukist stórum. Að sjálf- sögðu hefir þetta að einhverju leyti skapað verðmæti í landinu. Byggingar allskonar hafa verið með mesta móti í sveitum og bæjum, og einnig aukin jarðrækt, en eigi að síður er það áhyggj.u- efni ef þessu fer fram um verzl- unarjöfnuðinn, og það má ekki verða. Því er oft haldið fram að verk- efnin séu svo mikil framundan og þarfirnar svo aðkallandi, að nauðsynlegt sé að hefjast handa. Þetta játa eg að vísu, en \áð lif- um ekki lengi á falskri kaupgetu. Ef við höldum út á þá braut, ef við eyðum meiini en við öflum, þá erum við á glötunarvegi. Út á við er þjóðin nú ver stödd fjárhagslega en í árslokin 1928. Ef árið 1930 verður ekki betra en meðalár í framleiðslu og verzl- un, getur hún ekki að mínu áliti greitt úttekt sína, nema hún sýni meiri sparnað og sjálfsafneitun en síðastliðið ár. Eg vildi því rnega bera þjóðinni þá nýársósk að hún beri gæfu til þess að gæta vel fjárhags sín3 á þessu nýbyrjaða ári. Um skuldir ríkissjóðs er það að segja, að þær hafa litlum breyt- ingum tekið á árinu, og sú breyt- ! ing sem orðið hefir, er til lækk- unar frá því sem þæi' voru i árslok 1928. I sambandi við þetta skal þess getið, að stjóniin hefir enn ekki tekið neitt fast lán til þeirra framkvæmda sem lögákveðin eru, og heimild er fyrir. Hinsveg- ar hefir verið fengið bráðabirgða- viðskiftalán hjá Barclays Bank í London að upphæð 250.000 £, sem stjómin má nota eftir þörfum. Af þessu láni hefir enn ekki ver- ið notað nema tæpur helmingur, og fór sú upphæð til Landsbank- ans til þess að lækka skuld rík- issjóðs þar. Peningamarkaðurinn ytra var svo óhagstæður og ó- stöðugur, að ekki var hugsanlegt að fá fast lán með viðunandi kjörum. En vegna ýmsi'a framkvæmda þótti vissara að tryggja ríkis- sjóði aðgang að láni til bráða- birgða. I þessu sambandi er einnig á- stæða til að drepa á ábyrgðir ríkisins. Alþingi hefir alloft sam- þykt ábvrgðir á hendur ríkis- sjóði og þær misjafnlega álitleg- ar, enda hefir það að borið að sumar hafa fallið á ríkissjóð fyr- ir nokkru síðan, og hefir hann verið að flækjast með víxla í út- löndum út af því. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að baka landinu álitshnekkis fjárhagslega og valda erfiðleikum við lántöku. Eg vil því alvarlega vara Alþingi við því að stofna til slíkra ábyrgða. Það verður heldur ekki séð hvar staðar verður numið þegar út á ábyrgðarbrautina er komið^ Því er líkt varið með ríkið og ein- staklinginn. Hver sá maður sem gengur í takmarkalausar eða tak- markalitlar ábyrgðir, missir láns- traust sitt fyr eða síðar. Þá vildi eg gefa yfirlit yfir fjárveitingu til landhelgisgæsl- únnar og kostnað við hana á ár- inu 1929: (Sjá töflu III). Er þetta að vísu há upphæð, en geta verður þess hér, að á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er auðsjáanlega alls ekki gert ráð fyrir útgerð 3 varðskipa, þar sem fjárveitingin er lækkuð um 35 þús. frá því, sem hún var á fjárlögum fyrir 1928, og vora ]iá ekki gerð út nema 2 varðskip stór, þ. e. Óðinn og Þór. Það skal og greinilega fram tekið, að þar sem fjárlögin virð- ast mæla ótvírætt fyrir um, að ríkissjóður skuli bera reksturs- kostnað við landhelgisgæslu, en aðeins fá fast tillag frá land- helgissjóði, hefir allur reksturs- kostnaður við gæsluna verið greiddur úr ríkissjóði, en allur stofnkostnaður nýja varðskipsins hefir verið greiddur úr landhelg- issjóði. Ennfremur hefir þeirn í-eglu verið haldið, að greiða úr landhelgissjóði kostnað við stærri viðgerðir á skipum, og er það gert með tilliti til þess, að skip- in eru eign landhelgissjóðsins og virðist því réttmætt, að hann beri allan kostnað við að halda þeim nothæfum til gæzlunnar. Verður því aðstaða landhelgis- og ríkissjóðs um þetta efni sem leigusala og leigutaka, og verður þá leigusalinn að kosta viðhald á eig-n þeirri, er hann selur á leigu. Árið 1929 hefir verið athafna- ár, og að mörgu leyti hagstætt atvinnuvegunum. Fiskiaflinn er jáfnmikill eins og 1928 og mun það mesta aflaár sem yfir þetta land hefir komið. Grasspretta og heyfengur mun hafa verið í betra lagi og sumstaðar ágæt, þó hey- skaparlokin yrðu víst nokkuð endaslepp. Sala afurðanna hefir og gengið sæmilega. Atvinna var inikil og stöðug. Allir þeir sem höfðu getu og vilja til að vinna höfðu meira að starfa en þeir komust yfir. Nýtt tímabil hefir verið að hefjast í ræktunarmálunum á undanfömum árum, og mun síð- astliðið ár hafa verið stórvirk- ast í þeim framkvæmdum. Er þar verið að leggja grundvöll undir tryggain og arðvænlegri af- komu síðari kynslóða. I sambandi við ræktunarmálin er rétt að gefa yfirlit yfir áburðarverzlun ríkisins á árinu 1929. Af tilbúnum áburði voru fluttir inn 21300 sekkir. Aukn- ingin frá árinu 1928 er mjög mikil, því þá voru fluttar inn um 9.245 sk. Sérstaklega er athyglis- vert hve innflutiningur hins al- gilda Nitrophoska-áburður hefir aukist. 1928 voru ekki fluttir inn af honum á annað hundrað sekk- ir til reynslu. 1929 komst inn- flutningurinn strax upp 1 5.150 sk. Ef Nitrophoska er breytt í „venjulegar" áburðartegundir samkvæmt efnainnihaldi hans, fæst gleggri samanburður á áburðarnotkuninni 1928 og 1929. Samkvæmt því er áburðarnotkun- in: 1928 ca. 9470 gk., en 1929 — 29000 — Áburðareinkasalan hefir á ár- inu selt áburð fyrir kr. 443,800,—. Kostnaður við framkvæmd lag- anna skiftist þannig, talið í jöfn- uðum tölum: Frá kostnaðinum dregst 2% álagning af hinum selda áburði ca. kr. 8000,00. Yfirleitt virðast menn vera mjög ánægðir með áburðareinka- söluna eins og hún hefir verið framkvæmd. Því miður veldur breyting sú, sem síðasta þing gerði á lögunum um tilbúinn áburð, nokkurri verðhækkun á áburðinum, þrátt fyrir það, þótt flestar tegundir áburðar hafi lækkað nokkuð í verði. Er hætt við að breytingin muni fremur draga úr aukinni áburðarnotkun, þrátt fyrir það, þótt þeir, sem hafa erfiða aðdrætti, fái nokkurn hluta af andvirði áburðarins endurgreiddan eftir á, sem flutn- ingsstyrk. Þessi áburðarverzlun var af ríkisstjórninni falin Sambandi ísl. samvinnufélaga, og hafði það verzlunina að öllu leyti með hönd- um fyrir ríkissjóð. Ég finn ástæðu til að vekja athygli á einum lið í ]æssari skýrslu. Það er greiðsl- an til Sambandsins sjálfs fyrir alla vinnu þess, umsjón og inn- heimtu. Fyrir það allt tekur Sam- bandið einar 7300 krónui'. Hér er vissulega ekki verið að hafa ríldssjóð fyrir féþúfu. Auk ræktunarmálanna voru óvenju miklar framkvæmdir í sveitunum um byggingar. Bygg- ingar- og landnámssjóðurinn tók til starfa á árinu, og lánaði til byggingar síðari helming ársins 356 þús. kr. Auk þess mun Rækt- unarsjóður eitthvað hafa lánað til bygginga. Framkvæmdir ríkissjóðs voru miklar á árinu. Auk hinna stór- feldu vega- og brúagerða og síma- lagninga, var á þessu ári byrjað á byggingu síldarbræðslustöðvar- innar á Sig'lufirði. Er hún nú kom- in vel á veg, og hefir fjárframlag til hennar numið 450 þús. kr. fram að síðustu áramótum. Prentsmiðja hefir verið keypt og tók ríkissjóður við henni 1. jan. s. 1. Er ákveðið að hún starfi sem sjálfstætt fyrirtæki. Skrifstofuhús landsins er nú í byggingu, og mun verða farið að flytja í þáð á næsta vori. Fjár- framlag til þess hefir numið full- um 100 þús. kr. Snemma í haust 25. sept. var útboð í nýja bæjarsímamiðstoð fyrir Reykjavík sent stærstu og þekktustu verksmiðjum í þeirn grein í Evrópu, og var leitað til- boðs bæði fyrir Rvík og Hafnar- fjörð með sjálfvirkri afgreiðslu milli bæjanna, ennfremur vai' hjá sömu firmum leitað tilboða í £ 55.000,— (= 1.220.000 ísl. kr.) lán til að reisa miðstöðvarhúsið fyrir ásamt hinu nýja símahúsi í Reykjavík. I síðasta mánuði komu tilboð frá 5 firmum, og var verðið frá 630.000 ísl. kr. og upp í 970.000 krónur fyrir Reykjavík eina, en frá 680.000 og upp í 1.070.000 krónur fyrir Reykjavík og Hafn- arfjörð. Aðgengilegast þótti að velja kerfi L. M. Ericssons í Stokk- hólmi, og hafa samningar verið undirskrifaðir um kaup á sjálf- virkum miðstöðvum fyrir Reykja- vík og Hafnarfjörð fyrir samtals 683.000 ísl. kr., og ennfremur var ákveðið að taka lánstilboði L. M. Ericssons að upphæð £ 55.000 til 15 ára með 6% vöxtum og er það affallalaust. Árlegar afborg- anir og vextir af þessu láni nema um 126.000 ísl. krónum, þannig að alltaf vsrður greidd hérumbil Flutningskostnaður á áburðinum til landsins og með ströndum fram.................................. . . . Flutningskostnaður á áburði austur yfir Hellisheiði, í stað þess að senda henn til Eyrarbakka . . . Til S. I. S. fyrir vinnu við afhendingu og' útsend- ingu áburðarins. — Skrifstofukostnaður, innan- lands og utan, þar með talin þátttaka í húsa- leigu, ritföng, símakostnaður, innheimta o. fl. Annar kostnaður, þar í talin húsaleiga,. keyrsla, vinna við birgðii;, vátrygging o. fl. o. fl........ kr. 61600,00 — 3860,00 — 7800,00 — 20480,00 Kostnaður alls kr. 98000,00 sama upphæð árlega í þessi 15 ár. Eftir- stærð miðstöðvanna og afkasti er verð þeirra alveg óvenjulega lágt og lánskjörin verður líka að Jtelja mjög góð eftir því, sem nú gerist. Láninu á að verja til greiðslu á andvirði þessara tveggja miðstöðva, og til byggingar nýja símahússins í Reykjavík og umbóta á Hnukerf- inu. Stöðvartilboðið felur í sér sjálfvirka miðstöð í Reykjavík fyrir 4000 notendur og aðra í Hafnarfirði fyrir 300 notendur. Þetta má auka upp í 9000 not- endur í Reykjavík, og 900 í Hafnarfirði án þess að reisa þar nýtt hús, en annars ótakmarkað án nokkurs baga fyrir afgreiðsl- una. Auk þess ei'u í tilboðinu fal- in 4800 talfæri og sérstakt borð í Reykjavík til að afgreiða sam- .töl við aðrar stöðvar á landinu og er afgreiðslan fyrir þær að nokkru leyti líka sjálfvirk, og ennfremur er innifalin mest öll uppsetning. Hvert innanbæjar- samtal í Reykjavík og Hafnar- firði er talið sjálfkrafa hjá þeim notanda er hringir upp, og sömu- leiðis samtölin milli þessara bæja, en þó er sá munur, að hvert sam- tal milli bæjanna er talið sem sex innanbæjarsamtöl, og er það sjálfkrafa rofið er það hefir staðið í 5 mínútur. Er nú í ráði að láta hvern notanda greiða ár- legt gjald sitt, eftir því hve oft hann hefir hringt upp og fengið samtöl. Þeir, sem lítið tala í síma, munu þá greiða miklu minna gjald en nú, og þeir, sem tala lítið innanbæjar, en allmikið rriílli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þurfa þá ekki að greiða meir en aðrir, sem tala meira innanbæjar og lítið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Með þessu ætti að fást réttlátari gjaldaskifting, og sem flestum verða kleift að fá sér síma. Það þótti ekkert áhorfsmál að velja sjálfvirka stöð í Reykjavík fram yfir handvirka, því bæði verður rekstrarkostnaður að með- töldum vöxtum og fyrningu mun minni, og afgreiðslan miklu hrað- aii og örggari. Sjálfvirka stöðin á þegar í byrjun að geta afgreitt 48.000 innanbæjarsambönd á dag, og þarf til gæzlu hennar um 4 menn á verkstæði, en til að af- greiða jafnmörg samtöl á dag með handvirkri stöð, þyrfti um 50 konur við miðstöðina, 2 menn á verkstæði, og þó væri aðgreiðsl- an lakari. Þörfin fyrir nýja bæjarsíma- stöð í Reykjavík var orðin ákaf- lega brýn, öll númer (2400) upp- tekin, og bíða nú mörg hundruð manns eftir að fá númer. Sjálfvirka stöðin í Hafnarfirði á í byrjun að geta afgreitt 1800 samtöl á dag innanbæjar, og um 700 samtöl milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Við afgreisðlu þesaa þyrfti 8—9 símakonur í Hafnar- firði og 5 í Reykjavík (á lands- símanum). Þegar sjálfvirk stöð kemur í Hafnarfirði, sparast þetta alveg, og- er munurinn meir en nógur til að greiða vexti og fyrningu af stofnkostnaðarauka o. þvíl. við sjálfvirka stöð þar. Hér læt eg staðar numið. Góð- ærin síðustu liafa leyst úr læð- ingi bundnar þrár um meira starf. Við búum í landi, sem ekki er enn hálfnumið eftir- 1000 ára ábúð. Verkefnin eru ótæmandi til sjávar og sveita. I þessum ófæddu störfum liggur þróttur þjóðarinn- ar, framtíð hennar og vonir. Þá vil eg leggja til, samkvæmt gamalli venju, að þessari 1 um- ræðu verði frestað og frumvarp- inu vísað til fjárveitinganefndar. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.