Tíminn - 01.02.1930, Síða 3

Tíminn - 01.02.1930, Síða 3
TÍMINN S í stríðinu, kemur aftur upp á yf- irborðið þegar ófriðnum er lokið. Og’ þá fyrst byrjar sálarstríð upp á líf og dauða. Dagarnir, vikurnar og árin, sem við höfum lifað hér, eiga eftir að konia til baka. Þá rísa þeir upp aftur, félagar okkar, sem fallnlr eru, og ganga við hlið okkar. Þá komum við til sjálfra okkar aft- ur. Þá eignumst við verkefni. Og lífsgangan heldur áfram, með þá dánu að föruneyti og ófriðarárin að baki. En hvert stefnir þá — hvert stefnir ....“. Hér er ein af sálarlýsingum höf., valin af handahófi: „Þegar við gjörum áhlaup, verðum við að dýrum, af því að það er það eina, sem getur bjargað okkur. Af sömu ástæðu verðurn við að kjaftaskiúmum og svefnpurkum þann tímann, sem við fáum að hvíla okkur. Við get- um ekki annað. Við erum knúðir til að vera svona. Okkur langar til að lifa, hvað sem það kostar. Og þá megum við ekki við því að burðast með tilfinningar, sem geta verið áferðarfallegar á frið- artímum, en hlytu að vera upp- gerð hér í skotgröfunum .... Við finnum lítið til ótta. Dauða- hræðsluna þekkjum við, en hún er annars eðlis, líkamleg tilfinn- ing fremur en andleg". Á einum stað lýsir höf. rúss- neskum föngum, sem herteknir hafa verið og hafðir eru í haldi í Þýzkalandi: „Þeir koma mér fyrir sjónir eins og skuggar. Skeggið á þeim flaksast í stonninum. Ég veit ekkert um þá annað en að þeir eru fangar, og það er einmitt það, sem gjörir mig hrærðan. Til- vera þessara manna er án saka og á sér ekkert nafn. Ef ég vissi meira um þá, ef ég vissi hvað þeir heita, hvernig þeir hafa lif- að, hvers þeir vænta, eða hvað þeim er þungbærast — þá gæti geðshræring mín fengið á sig ákveðnaii blæ og orðið að með- aurnkun. Nú finn ég ekki annað í lífi þeirra en þjáningu ómálga dýrs, hræðilegan ömurleika lífs- ins og miskunnarleysi mannanna. Eitt einasta valdboð hefir gjört þessa kyrlátu, ókunnu menn að óvinum okkar. Eitt valdboð gæti líka gjört þá að vinum okkar og samherjum. Á einhverju skrif- borði er skjal undirritað at’ nokkrum mönnum. Enginn okkar þekkir þessa menn, en árum sam- an eigum við ekkert hærra tak- mark en það, sem veröldin venju- lega telur rétt að fyrirlíta og meta til þyngstu refsingar. Iivað eigum við að hugsa, þegar við horfum á þessa hæglátu menn með barnslegu andlitin og post- ulaskeggið. iSérhver undirforingi er nýhðanum, sérhver kennari lærisveini sínum verri óvinur en þessir menn eru okkur. Og þó myndum við bera vopn á þá og þeir á okkur, ef þeir væru frjáls- ir menn“. Loksins kemur vopnahléið: „Allir tala um frið og vopna- hlé. Alstaðar er eftirvænting. Bregðist vonin ennþá einu sinni-, þá er öllu lokið. Vonirnar eru oí sterkar í þetta sinn, til þess að hægt sé að láta þær bregðast án þess að allt komizt í uppnám. Eí við fáum ekki frið, brýzt bylting- in út. Ég á að fá hálfsmánaðar hvíld, af því að dálítið hefir lent ofan í mig af eiturgasi. Eg sit úti í litlum garði í sólskininu allan lið- langan daginn. Bráðum fáum við vopnahléið. Ég er líka farinn að trúa því. Og þá förurn við. heim. Þá þrýtur hugsanaferil minn allt í einu. Ég get ekki með nokkru móti hugsað lengra. Það eru tilfinningarnar, sem hafa fengið vald yfir mér og hertaka hug minn. Það er lífslöngunin, það er heimþráin, það er æsku- þrótturinn. Það er einhver ofsa- legur fögnuður yfir því að vera frelsaður. En ég eygi ekkert tak- mark framundan. Hefðum við komið heir. aftur árið 1916, þá myndu hina>' sáru og ógleymanlegu minningar um liðna atburði ! afa farið eins og stormur gegnum þjóðlífið. En nú hverfum va' hoim á iejð þreyttir og niðurbrotnir. Ahuginn er kuln- aður. Við erum eins og rótlaus jurt á akri lífsíns. Við eigum engar vonir. Okkur getur aldrei framar liðið vel. Enginn skilur okkur íraman. A undan okkur geng'ur kynsloð, sem hefir lifað sama lífi og við undan- íarin ár, en hafði áður eignast lífsstarf og heimili. Og þangað hverfur hún nú aftur til að gleyma. Og á eftir okkur kemur kynslóð, sem ei' eins og við vor- um áður. Sú kynslóð mun verða okkur framandi og fara sínu fram. Sjálfir eigum við ekkert takmark? Árin munu færast yfir okkur, sumir okkar munu laga sig eftir umhverfinu, aðrir sætta sig við lífið og- sjálfa sig eins og þeir eru, og margir munu verða ráð- þrota. Árin munu líða og að síð- ustu koma æfilok okkar allra saman'. — Ég stend upp. Yfir mér er óbifanleg ió. Mánuðir og ár mega koma og líða fyrir mér. Tíminn rænii' mig engu framar; hann getur ekkert frá mér tekið. Af því að eg er einmana og af því að eg hefi einskis að vænta, horfist eg í augu við framtíðina. án ótta. Það sama líf, sem hefir borið mig áfram um undanfarin ár, hrærir ennþá limi mína. Það getur vei'ið, að eg hafi sigrast á þessu lífi. Eg veit það ekki. En | svo lengi sem það er þar, fer | það sínar eigin leiðir, lrvort sem | það í méi', sem þykist vera eg j sjálfur, vill eða ekki. . ..“. Það eru ekki fáar bækur, sem búið er að skriía um heimsstyrj- I öldina. Hinar ægilegu mannraunir • ófriðarins og þao óbotnandi djúp harm's og þjáninga,sem af honum leiddi, eru að vonum ótæmandi frásagnar- og yrkisefni. Æskulýð Evi'ópu, sem svo að segja vakn- aði til þessa lífs við fallbyssudun- ur vígvallanna, }>yrstir eftir frá- sögnurn um þá atburði, sem feð- ur og bræður voru þátttakendur í og létu eftir sig djúp spor á hverju heimili. Bækurnar, sem skrifaðar hafa verið um stríðið, eru næsta mis- jafnar. Flestar þeira hafa bók- menntagildi á borð við venjulega tldhúsrómana. Þær eru ekkert annað en lítilfjörleg tilraun til þess að græða peninga á þeirri viðkvæmni sem hinn mikli sorg- arleikur vekur í hugum mann- anna, hvert sinn, sem á hann er minnst. Én um bók Remarqes eru flest- ir á einu máli, að hún beri af öðru, sem um stríðið hefir ver- ið skrifað. Og þetta er viður- Itennt í öllum löndurn, án tillits til þjóðernis. Franskir, enskir og amerískir hermenn lesa hana með 1 afn mikilli aðdáun og eftirtekt og landar höfundarins. Og sú al- menna viðurkenning kemur af því, að bókin er sönn, að hún er óblutdræg, að hún talar máli allra þeirra mörgu manna, hverr- ar þjóðar sem þeir töldust til, sem fórnuðu hfshamingju sinni að rneii'a eða minna leyti á altari heimsógæfunnar. Þeir, sem sjálfir tóku þátt í stríðinu, ej'u oftast fáorðir um það, sem þar gjörðist. Lesið þið bókina eftir Remarque, segja ]>ýzku hermennirnir, þegar þeir eru spurðir um stríðið. Við höf- j um ekki annað að segja en það, sem þar stendur. En þó að bókin hafi fengið svo I mikla og almenna viðurkeimingu, i heýrast einstaka raddir í öðrum tón. Til eru menn, sem þjást af j ólæknandi frægðarblindu og heirnta af þeim orsökunj stríð á stríð ofan. Til eru líka menn, sem beinlínis hafa atvinnu af ó- friði, menn seni lifa á því að selja ófriðarþjóðum vopn. Slíkum mönnum getzt ekki að því, að skýrum myndum sé brugðið upp af hörmungum ó- friðarins. Þeir vilja ala saklaus börn upp í hetjudýrkun og draumum um æfintýri og sigur- vinninga, draumum sem rætast á þann hátt sem lýst er í „Im Westen nichts neues“. Félag þýzkra liðsforingja sam- þykkti í haust opinber mótmæli gegn því, að Remarque yrðu veitt Nobelsverðlaunin. í ríki Mussolinis er bókin bönn- Llð. Þannig hefir liöfundinum hlotn- ast sú ánægjulegasta viðurkenn- ing, sem nokkur maður getur eignast: Andstáðan frá talsmönn- um ranglætisins. mundi það ekki verða svo til- finiLanlegur liður fyrir hálfan vetur, því eitthvað þurfa þó börnin líka að borða heima Sennilega bæri bezt að hafa í skólanum sameiginlegt mötuneyti, og að heimilin legðu til allar landafurðir, — aðeins kaupstað- armatur yrði keyptur að. Mundi sá liður þá ekki verða svo til- finnanlegur og ætti það að leiða af sjálfu sér, að hann sparaðist á matarkaupum til heimilisins. Heyrst hefir einnig sú mótbára gegn heimavistarskólum, að þeir mundu verða gróðurstía spillingu og lasta. Sú mótbára er í raun- inni ekki svara verð, því hún er aðeins sprottin af vantrausti til þeirra, sem skólunum ættu að stjórna. Það ætti því að vera hægt að fyrirbyggja það, með því að velja góða menn að skól- unum. En eg þykist vita af hverju hún muni vera sprottir.. llún er sprott,in af því, að í kauptúnunum séu fastir skólar, og hvergi séu börn ósiðsamari en þar. Af því er svo dregin sú ályktun, að eins mundi fara, ef fastir skólar kæmu í sveitum. En sú ályktun er röng. Hún er röng að því leyti, að í kauptún- um eru aðeins heimangönguskól- aj’ — í sveitum heimavistarskól- ár. I kauptúnum hafa lcennararn- ir ekki umráð yfir börnunum nema 4—6 stundir daglega — í sveitunum allan sólarhringinn. I kauptúnum eiga því bömin að vera undir eftirliti foreldra sinna allan annan hluta sólarhringsins. Og þo er skólanum kennt um hegðan þeirra utan skólans. Allir sjá hversu mikil sanngirni það er. Einkurn þegar einnig er tekið tillit til þess, að sum þessi börr. eru alin upp með þeim sérgæð- ingshætti og sjálfsþótta, að ó- hæfilegt sé að keimararnir hafi nokkur ráð yfii' þeim. Þeirra eig- in viiji sé æðstur. — Þetta er því miður orðið of algengt, og það er einmitt úr þessu sem heimavistarskólai' í sveitum eiga að bæta — og geta bætt. Barhið á að læra að hlíta boðum og banni, og læra að þjóna einhverj- um æðri hugsjónum, í stað þess að dýrka sjálft sig. Ein leið er enn til þess að standa straum af skólunum fjárhagslega. — Það er með því að mynda fræðslusjóði í sveitum. Björn Guðnason bóndi í iStóra- Sandfelli í Skriðdal hefir ritað um það mál merka grein í ,.Menntamál“ 5. blað 1928. Er þetta nýmæli, sem á það skilið, að því sé veitt athygli. Þessum fræðslusjóðum á svo að verja til styrktar menntuu fátækra barna og unglinga í hreppunum. Eink- uni ætlast B. G. til, að til þeirra sé tekið þegar fjárhagslegar kreppur steðja að, svo það hafi ekki nein áhrif á menntun æsk- unnar og undirbúning undir lífið. Hefir B. G. gerst frumkvöðull að sjóðsstofnun í þessu skyni í sinni sveit. — Væri vel ef fleiri gerðu slíkt hið sama. Af því að B. G. er mér sam- mála um nauðsyn heimavistar- skóla í sveitum, ætla eg að leyfa mér að tilfæra hér úr greininni nokkui' orð: „Heppilegasta leiðin, sem enn hefir verið bent á, til þess að koma á góðri barnafræðslu í sveitum, mun vera heimavistar- skólar. Væru þeir reistir á góð- um jörðum, sem kennaramir gætu fengið ábúðarrétt á, þá eru miklar líkur til þess, að margir barnakennarar í sveitum gei'ðu barnakennsluna þar að æfistarfi. Börnunum ■ yrði þá að líkindum skift niður í flokka eftii’ aldri og þroska. Iívor flokkur fengi þriggja mánaða kennslu. Kennsl- an yrði bæði greiðari og skemmti- legri bæði fyrir kennara og nem- endur“. — — „Góðir heimavistaskólar væri einhver bezta eign hvers sveitarfélags. Frá þeim mundi margt barnið, sem kemur með smáa framtíðardrauma og litla trú á mátt sinn, fara með fagrar hugsjónir og þrek til þess að láta þær rætast að rneira eða minna leyti“.------ Á undanförnum árum höfum við íslendingar átt því láni að fagna, að noltkrir alþýðuskólar hafa verið stofnaðir í sveitum þessa lands fyrir dugnað og ósérplægni einstöku ágætismanna. — Vii’ðist því æ meir og meir vera að vakna skilningur á þessu þjóðþrifamáli. Er það því einkennilegt fyrir- brigði, þegar sum blöð landöins geta varla nefnt þessa skóla, nema með andúð og ýmiskonar skætingi. Frá þjóðmenningarlegu tilliti leikur það þó ekki á tveim tungum, að með því að hlynna að sveitunum, svo þær séu ekki leng- ur olnbogabörn þjóðfélagsins, ei' þarft verk unnið. Að minnsta kosti eiga sveitabúar þó heimt- ingu á venjulegum mannréttind- um í menningarmálum á meðan, að allur betri helmingur þjóðar- mnai’ er úr sveitunum. Þetta er ekki sagt kauptúnunum til lasts, þau eru líka óðum að eignast sína menningu, ];ó hún sé ennþá lítt rótföst í íslenzkri jörð. Það væri því eðlilegt, að bæði sveitir og kauptún gleddust yfir fram- gangi hvers annars, þar sem að ]>að er um leið heill heildarinnar. En við verðum að eignast fleiri alþýðuskóla. Það verður að stefna að því í framtíðinni, að til séu nægilega margir unglinga- og al- þýðuskólar, svo að hver emasti unglingur geti átt kost á fram- haldsnámi. Gæti komið til mála að hafa þar sinhverj ar arðber- andi handiðnir, svo að fátækir unglingar gætu unnið af sér skólakostnaðinn. Betur má, ef duga skal, þó vel sé af stað farið. Jafnframt og sveitirnar beita sér fyrir stofnun heimavistarskóla, þurfa því sýslumar í hverjum landsfjórðungi með frjálsum sam- tökum að beita sér fyrir stofnun alþýðuskóla. Bezt væri, að þeir væru í eigu héraðanna, sem að þeim standa og undir þeirra um- sjá, þó þeir nytu einhvers styrks frá ríkinu. Það hefir komizt til tals að stofna heimavistarskóla í sumum sveitum hér á Austurlandi. Áhugasamur menntamaður hefir t. d. hafið máls á því á Fljóts- dalshéraði. En ekkert hefir enn orðið úr framkvæmdum. Æskilegt væri að sveitirnar tæki nú mál þessi upp að nýju og stofnuðu 1—2 heimavistarskóla á Austur- landi í framtíðinni en helzt sem fyrst. Nú þegar ætti að mynda fræðslusjóð í hverri sveit, svo þeir geti vaxið, því fyr koma þeir að tilætluðum notum. Við megum ekki bíða eftir því að þing og stjórn leggi okltur allt upp í hendurnar. Enda liafa allar um- bætur meiri áhrif, sem koma frá fólkinu sjálfu. Þeir skólar — hvort sem það eru heimavistar- skólar eða alþýðuskólar — sem við stofnum sjálf heima í sveit- unum, byggjum sjálf og eigum sjálf verða okkur alltaf miklu kærari heldur en þó að ríkið — eða einhver einstaklingur — færi okkur þá að gjöf, án þess að við hefðum neitt unnið til þeirra. Þegar heimavistarskólar verða komnir í hverja sveit, með öfl- ug'um tryggingarsjóðum, sem safnað er í á góðu árunum til vonda áranna, og tveir alþýðu- skólar í livern landsfjórðung, þá getum við fyrst hrósað okkur af alþýðumenningu okkar. ----«----

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.