Tíminn - 08.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.03.1930, Blaðsíða 1
<S)aCbfcr! o$ afgteifcslumaftur CCiman* er Hqnnpctg J>orstcinsöótttr, Samban5st>Ciðtnu. Eryfjatrtt. S^fgrEibsCa Cimans er i Sambanösþúsirui. (Dpin baglega 9—\2 f. 4» £imi H96. XIV. ár. Reykjavík, 8. marz 1930. Enska láníð Og „málstaður“ Magnúsar Guðmundssonar Eitt af verstu verkum Magnús- ar Guðmundssonar er það, þegar hann veðsetti tolltekjur íslands til tryggar enska láninu, sem rík- isstjórnin tók til að bjarga Is- landsbanka frá hruni árið 1921. Þetta óhappaverk hefir, ásamt ,,fjáraukalögunum miklu“ komið óafmáanlegu óorði á fjármála- stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Svo mikill beygur stóð öllum landslýð af meðferð M. G. á fjármunum ríkisins og láns- trausti, að jafnvel flokksmenn hans á Alþingi töldu óverjanda að gjöra hann að fjármálaráð- herra í annað sinn. Þegar Magn- úsi Guðmundssyni var bægt frá fjármálaráðherrastöðunni árið 1924 en Jón Þorláksson .tekinn i hans stað, hlaut M. G. verð- skuldað vantraust hjá sínum eig- in flokksmönnum. Ekkert nema vikaþægð og skapleysi M. G. gjörði honum mögulegt að ganga inn í ráðuneyti íhaldsmanna með slíkan dóm sinna nánustu póli- tísku vandamanna á baki. I sambandi við lántökuheimild þá, sem nú er til umræðu á Al- þingi, hefir raunasagan um Magnús Guðmundsson og enska lánið íifjast upp á ný. Það er komið glöggt fram, að ráðs- mennska M. G. árið 1921 ætlar að hafa talsvert óþægilegar af- leiðingar fyrir landið, jafnvel ó- þægilegri en almennt var álitið. Það er ekki nóg með það, að lánið er alveg óvenjulega dýrt (vextir 9,88%) og að íslenzka ríkið hafi með veðsetningu toll- teknanna auðmýkt sig meira en títt er um sjálfstæð ríki. Hitt er alvarlegra, að veðsetningin hefir orðið til þess að stórspilla fjánnálaáliti landsins, og auka erfiðleika við nýjar lántökur. Það hefir konlið í ljós glöggt og ó- tvírætt, að erlendir fjármála- menn líta svo á, að ríki, sem grípur til þess óvenjulega úrræð- is, að setja tekjur sínar að veði fyrir skuld, sé meira en lítið við- sjárvert í peningamálum. Fyrir atbeina Magnúsar Guð- mundssonar hafa Islendingar nú í 9 ár orðið að una því, að vera settir á bekk með óreiðuþjóðum í fjármálum. Þau sömu 9 ár hefir M. G. legið undir hvers manns á- mæli hér á landi fyrir óviturlega og óafsakanlega fjámiálastjórn. En nú í vetur hefir íhalds- mönnum komið í hug, að reyna að kveða niður það óorð, sem þeir hafa hlotið af Magnúsi Guð- mundssyni, með því að halda því fram bæði á Alþingi og í blöðum sínum, að tolltekjurnar hafi ald- rei verið veðsettar! Magnús Jónsson alþm. hefir tekið að sér það hlutverk að breiða þessi ósannindi út um landið. Er M. J. þessháttar iðju ekki óvanur. Er þess skemmst að minnast, er guðfræðikennai'í þessi lét hafa sig til þess, að rita Alþingistíðindi nokkur, sem vöktu á sér athygli fyrir frá- munalega óráðvandlega meðferð á sannleikanum. Ritstjóri þessa blaðs vai'ð til þess í það sinn að veita M. J. hirtingu nokkura fyrir ósannsögli hans um störf þingsins og að vekja athygli á þeirri ósvinnu, sem höf. þingsögunnar hafði framið. Einnig nú telur ritstjóri Tím- ans sér skylt að vara þjóðina við ósannsögli og frásagnafalsi Magnúsar Jónssonar. M. J. heldur því fram í Mbl.- greininni, að tolltek j urnar hafi aldrei verið veðsettar, að í samn- ingunum standi það eitt, að ekki megi veðsetja þær öðnim en veit- endum enska lánsins svo lengi, sem lánið sé ógreitt. Enska lánið var að upphæð £ 500000. Fyrir láninu eru gefin út handhafaskuldabréf, sem hljóða á £ 50, 100, 500 og 1000. Skuldabréf þessi eru undirrituð af Sveini Björnssyni sendiherra í umboði íslenzku stjómarinnar. Lánsskilyrðin eru í 19 liðum og prentuð á íslenzku og ensku á hvert einstakt skuldabréf. í lánsskilyrðunum er það tekið fram skýrt og ótvírætt, að toll- tekjurnar séu veðsettar. 14. gr. hljóðar svo: „Lánið er bæði um höfuðstól og vexti, bein skuldbinding kon- ungsríkisins íslands og til frek- ari tryggingar fyrír greiðslu þess, sem þarf til að standa straum af láninu, nákvæmlega á réttum gjalddögum, tiltekur rik- isstjórnin hérmeð óafturkaUan- lega og' bindur sérstaklega til hagsmuna fyrír handhafa, alla jafnt, að skuldabréfum láns þessa tolltekjur íslands, þangað til innleystur hefir verið að fullu höfuðstóll lánsins og greiddir hafa verið allir vextir af láninu; því er hérmeð lýst yfir, að toll- tekjur þessar eru óbundnar nú. Ef tolltekjurnar eitthvert ár full- nægja ekki til að standa straum af láninu, þá mun stjórnin út- vega nægilega upphæð af al- mennum tekjum konungsríkisins og giæiða bönkunum hana fyrir- fram“. í 19. gr. stendur ennfremur: „Engin skuld eða lán, sem rík- isstjórn íslands héreftir semur um, skal ganga á undan eða til jafns við nefnd skuldabréf um tekjur ríkissjóðs, þær sem sér- staklega eru bundnar hérmeð, og ríkisstjórnin skuldbindur sig til að sjá um, að ekkert af þessum tekjum skuli ráðstafað eða faríð með þær á slíkan hátt, að þær hafi áhrif á eða dragi úr gildi þess bands, sem felst hér í. Til fullnægingar öllu þessu skuldbind eg hérmeð góða trú og tekjur konungsi'íkisins íslands og ríkisstjórn þess.“ Orðalag skuldabréfanna er svo greinilegt að ekki verður um villst. Tolltekjurnar eru ,,bundnar“ svo lengi sem eitthvað er ógreitt af láninu og íslenzka stjórnin skuldbindur sig til að sjá um að engu af þessum tekjum verði ráð- stafað svo, að það „dragi úr gildi þess bands“, sem á þeim hvílir vegna þessarar lántöku. Fyrir láninu éru alls gefin út 3400 skuldabréf, að upphæð £ 50, 100, 500 og 1000. Þessi skuldabréf eru dreifð um þvert og endilangt England í eign ein- stakra manna. Niðuiiæging Is- lands gat því á engan hátt orðið „leyndarmál" þeirra, sem önnuð- ust lántökuna, heldur er hún á vitorði alls þess fjölda manna, sem hefir skuldabréfin í höndum. Síðan enski lánssamningurinn var undirritaður, má íslenzka fjármálaráðuneytið búast við því á hverju ári, að eigendur skulda- bréfanna komi til ráðuneytisins og heimti skýrslu um þá tolla, sem innheimst hafa í ríkissjóð á árinu. Verður íslenzka ríkið þannig að sætta sig- við, að með það sé farið eins og óreiðumenn sem ekki eru fjár síns ráðandi. Illa fer það í munni Magnúsar Guðmundssonar og Magnúsar Jónssonar að þykjast vera fyriv- svarsmenn „íslenzks málstaðar“. Magnús Guðmundsson hefir með samningnum um enska lán- ið auðmýkt íslenzku þjóðina meir en nokkur maður annar inn- lendur eða erlendur. Það er þess vegna alveg dæmalaus óskamm- feilni, þegar slíkur óhappamaður er að flagga með „íslenzkum málstað“. Þjóðin á heimting á að fá að vita allan sannleikann um þetta hneykslismál. Og þvi fremur á hún kröfu til að vita þann sann- leika, sem íhaldsmenn leyfa sér að neita því opinberlega að veð- setningin hafi farið fram. M. J. hefir í Mbl. ámælt for- sætisráðherra fyrir það, að hafa gjört hin smánarlegu ákvæði lánssamningsins kunn í heyranda hljóði á Alþingi lslendinga. Eigendur að 3400 skuldabréf- um víðsvegar um England fengu þessi sömu ákvæði í hendur árið 1921. En íslendingar niáttu ekki fá að sjá þau, að dómi Magnúsar Jói'ssonar. Tíminn hefir nú lagt á borðið sjálf frumgögn málsins. Og blaðið mun ekki hér eftir ófremur en hingað til láta M. J. óáreittan um að segja þjóðinni ósatt um þettn mál eða ömiur, sem almenningsheill varða. o- og hrossaræktin. I 7. tölublaði „Tímans“ þ. á. er grein með yfirskriftinni: „Nokkr- ar athugasemdir um hrossarækt- ina“, og undir greimninni stend- ur Hákon Bjamason. Ástæður þess, að hann skrifar greinina, er framkoma mín, að einu og öllu, sem ráðunautai' Bún.fél.1 íslands, í hrossarækt, en mæli synda minna á ég að hafa fyllt 12. okt. s. I. er grein eftir mig, birtist í „Tím- anum“, sem sagði frá viðhorfi B. í. til hrossaræktar landsmanna, en þar sagði ég frá, að sú stefnu- breyting hefði orðið, eftir að ég tók við af Sigurði heitnum ráðu- naut, að minna væri lagt upp úr stærð hrossanna en áður, en meira upp úr góðri byggingu og góðri skapgerð. Hr. H. B. segir, að við lestur þessarar greinar, hafi vaknað hjá sér þessi spuming: „Hvaða stefna réði áðnr í hrossaræktinni, og af hverju var hætt við hana?“ Ég hefi nokkrum sinnum áður, sagt frá þessari stefnubreytingu, án þess að hr. H. B. skildi. Skal þó enn reyna, þó lítil von sé um árangur, ef dæma má eftir feng- inni reynslu. Fyrri stefnan vai' í því fólgin, að telja mikla stærð mesta kost kynbótahests. Þvi fengu þeir hestar einir verðlaun á hrossasýningum sem vom miklu stærri en meðalhestar, og áttu til stórra að telja. Segði reynslan svo, að afkvæmin væru stærri en næsta kynslóð á undan, töldust þeir góðir kynbótahestar, og skyldu notast sem hægt væri, til undaneldis, til þess að fá sem flest stór hross undan þeim. Til- raunin að stækka hrossin heppn- ast á nokkrum stöðum, en þá kom ara hrossa voru grófbygð, og því stirð og fóðurfrek. Er þessi reynsla var orðin augljós var horfið frá þessari stefnu, og nú lögð aðaláherslan á góða bygg- ingu og góða skapgerð, og fá því þau hross fulla viðurkenningu á sýningunum, sem sameina þessa kosti vel, þó þau hafi ekki meira en meðalstærð. Einnig eykur það' vonir manna um slíka grípi, ef kostii' þeirra hafa lengi verið ríkjandi í ættinni. Fullnaðardóm- ur um undaneldishest, fæst þó þá fyrst, er afkvæmi hans sýna, hví- líkui' ættfaðir hann er. Næst segir hr. H. B. að innan erfðavísindanna sé úrval talin seinleg og mjög óheppileg aðferð til þess að bæta kynstofn. Þó er engin leið til kynbóta, nema úr- val, en úrvalið byggist á þrennu: ætt, einstaklingsatgerfi og reynslu í afkvæmum. Annað mál er, að misjafnlega ríkt er gengið að rannsókn þessara undirstöðu- atriða, en hvemig ég stend þar 1 stöðu minni, veit hr. H. B. ekki, og getur því ekki dæmt það, sem merkur maður. Þá vill hr. H. B. ósanna þau orð min, að lífsskilyrði dýrateg- undanna hafi áhrif á stærð þeirra, þá talað er um marga ætt- liði og langan tíma. Segir hann, að þá verði ég flestum fremri, í erfðavísindum, ef ég geti sannað þetta. Þarna lofar hann vafalaust allt of miklu, því verkið er auð- velt og sannindin löngu þekkt. — Hr. H. B. vitnai' í nokkra þekkta arfgengisfræðinga, úr tveimur heimsálfum máli sínu til stuðn- ings, en gieymir að tilfæra orð þeirra eða lögmálsgreinar. Sjálf- ur vitnar haim, að ekki sé til nokkurs hlutar að klippa halana af músunum, þær fæði af sér mýs með hölum eftir- sem áður, og ennfremur, að feitir menn eigi ekki ávalt feita sonu. Hr. H. B. sést bara yfir það, að það er ekki halamissir gömlu músanna, held- ur halaþörf ungu múasnna, sem ræður hvort músahalarnir úr- kynjast eða ekki. Dæmið um feitu mennina er álíka uppbyggi- legt, því hr. H. B. sést yfir að feitin er forðanæring mannanna en ekki þroski, og ber því ekkert vitni um þroska þjóðarinnar, sem þeir eru fæddir af. Hr, H. B. fullyrðir, að þó eg kalli það staðreynd, að lífsskil- yrðin hafi áhrif á stærð hrossa- kynjanna, brjóti ég í bága við allar kenningar erfðavísindanna. Skal ég þó voga mér að nefna nokkur dæmi máli mínu til sönn- unar, og þau ekki svo langt sótt, að hr. H. B. hefði átt að vera ofraun að hafa þegar aflað sér þeirra af eigin sjón. — Mikill stærðarmunur er á hrossum í Skagafirði og Eyjafirði og á sama hátt má bera saman hross á Vatnsnesi vestanverðu og Ásum í 12. blað. Ilúnaþingi. Er venjulegt, þá hross flytjast úr lökum skilyrð- um í góð, að fyrstu ættliðimir, sem lifa í góðu skilyrðunum; verða mjög feitir, en er frá líður hverfur það, en stærðin vex að sama skapi þar til innflytjend- urnir hafa náð staðvana stofn- inum að stærð. Hliðstætt þessu sagði mér greindur bóndi í S.- þings, sem oft keypti ær úr mögru sveitunum út með Eyja- fii-ði vestanvei'ðum. Þá er öllum, sem séð hafa, augljós munur á beinagildleika hrossa í Hornafirði og öræfum. Er þó nokkur skild- leiki hrossa í þessum sveitum. Hafa menn ekki enn fest augu á annari orsök til þessa mismunar en að gróðurfar s’veitanna er ólíkt. — Sama máli talar saman- bui'ðui' á sauðfé í héruðum lands- ins. T. d. er mikill stærðarmunur fjár á Hólsfjöllum og Eyjafjalla- sveitum, Homströndum og Land- eyjum, uppsveitum Borgarfjarðar og Meðallandi. Er þessi staðreynd margsönnuð, að fé er misvænt, eftir landkostum héraðanna, og ekki er hægt að leiða nokkur rök* að því, að óvitrari menn eða framtaksminni hafi byggt land- kostaminni sveitimar, en öllum er Ijóst, að þeim var enn meiri þörf kynbótanna vegna aðstöðu sinn- ar. Á þessu sama lögmáli byggist það, að sjaldan heppnast að flytja húsdýrastofn úr betri lífs- skilyrðum í verri. — Ekki ómerk- ari maður en prófessor G. Sand, sem kenndi mér helztu arfgengis- lögmálin, varaði alveg sérstaklega við því tvennu, að flytja búfjár- stofn úr betri lífsskilyrðum í verri og að ávinna stærð með úr- vali. Hið fyrra framkallaði hnign- un, sem venjulega yrði hreistinni um megn, en hið síðara væri árás á þol skepnanna, þannig að vef- irnir yrðu grófari en ella ef stærðin væri áunnin á þennan óeðlilega hátt. Jótski hesturiim er ljós sönnun þess, að hægt er að auka stærð ákveðins kyns með úrvali, en hún dregur úr þolinu og eykur fóðurþörfina, þó líkams- þungi og' kraftar fáist. Til enn frekari söimunar skulu tilfærð þrjú dæmi utan úr löndum. Eins og stendur eru tvær aðalgreinar á norska hi'ossastofninum. Guð- brandsdalshesturinn og Fjarda- hesturinn. Áreiðanlegt er, að upprunalega vai' aðeins eitt hrossakyn til í Noregi. Það sem fyrst dró til stærðaraukans aust- anfjalls voru landkostirnir í Guð- brandsdalnum og síðar, er bún- aður austanfjalls var kominn í það hoif, að bændur komfóðruðu hesta sína og héldu þeim í jöfn- um holdum yfir árið, óx stærðai'- munurinn jafnt og þétt, upp 1 það sem nú er. — Fyrir nokkr- um árum voru flutt hreindýr frá Lapplandi vestur til Alaska. Hafði staðháttabreytingin þau áhrif, að hreindýrakropparnir í Alaska eru V4, þyngri en í Lapplandi. — Loks má benda á dverg-fílana, sem eru tæpir 2 metrar á hæð, en náttúrufræðingar telja þá komna af fílum sem voru 4 metr- ar á hæð, og kynið hafi smækk- að af því að lífsskilyrðin þrengdu að kosti þeirra. Eg hefi þá fært rök að því, að lífsskilyrðin séu ráðandi um stærðir dýranna, og það sé ó- hyggilegt af mönnunum, að brjóta í bága við þessi lögmál lífsins, með vali kynbótadýr- anna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.