Tíminn - 08.03.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1930, Blaðsíða 2
i 46 TÍMINN Þá ræðst hr. H. B. á ættbæk- urnar og telur þær úrelt fyrir- komulag, því þær upplýsi aðeins svipfar dýranna en ekki eðlisfar. Þama er algerlega hallað réttu máli, því ættbækurnar ei-u fyrst og fremst til þess að upplýsa hvemig ættimar breytast, hvem- ig ákveðnar ættir fara í blöndun, og hvernig skyldleiki þolist bor- ið við ættir og einstaklinga. Af þessu leiðir það, að allar þjóðir, sem leggja alúð við að bæta bú- fé sitt, færa nákvæmar ættbækur. Má þar fyrst nefna til Englend- inga, enda standa þeir öðrum þjóðum framar um kynbætur. Sama má segja um Norðurlönd öll og Þýzkaland. Fullyrðingu sína, um einskisvirði ættbókanna vill hr. H. B. sanna með því, að þó við höfum ættartölur tiltekins kynbótagrips í 10 ættliði, verði ekki fullyrt um hvemig hann reynist. Þessi vitneskja er ekki ný, því 1880 veittu Danir fé til rannsóknar á afkvæmum kynbóta- hesta sinna, og skrifa ættbók þeirra fram að þeim tíma, og síð- an hefir gildi kynbótahesta þeirra alltaf verið rannsakað á þennan hátt, og jafnframt færð sem ná- kvæmust ættbók yfir kynið. Það er því algerlega rangt að „allir nútíma kyribótafrömuðir“ mæli á móti ættfræðinni. Þá kemst hr. H. B. að þeirri niðurstöðu, að ég kannist ekki við „ættrækt“ (hér á landi hefir sú aðferð gengið undir nafninu skyldleikarækt), og að ég fylgist ekki með á sviði erfðavísindanna. Hafi hann lesið verk þeirra höf- unda, sem hann vitnar til, þá skyldi maður halda, að hann væri þeim mun fróðari. En hvað segir svo ritsmíðin. Hún segir, að hann kann ekki að vinna nothæfan fróðleik úr ættartölum, þó lýsing- ar fylgi á öllum einstaklingum. Hann veit heldur ekki, að jafn- framt úrvalinu eru lífsskilyrðin að verki að móta kynin, og hann virðist ekki þekkja þá sígildu reglu kynbótamanna, að hefja skyldleikarækt aðeins á sterkri ætt. Hr. H. B. verður tíðrætt um vinnubrögð mín, í þágu hrossa- ræktarinnar, og munur liafi verið á, er Sigurður heitinn ráðunautur lifði, og skrifaði um sýningarnar á hverju ári. Veit hann þó ekk- ert um, hvaða gögn lágu fyrir hjá B. 1. um afskipti þess af hrossaræktinni er ég tók við. Vinnuskýrslur mínar segir hann lítið annað en upptalningu þeirra daga sem ég væri í þónustu B. I. það og það árið. öll rannsókn hans er jafn nákvæm. Ég gekk í þjónustu B. I. 15. sept. 1920, og hefi síðan verið í þjónustu þess óslitið nema tvo mánuði sumar- ið 1921. Ég afsaka ekki skýrslur mínar, því lengi voru þær að kalla, bundnar við ákVeðið form, og um skeið var ákveðið, hvað þær mættu vera langar, og leyfði það rúm ekki hugleiðingar um kynbætur. 1 skýrslu minni fyrir 1927—1928 nefni ég lítið vinnu- brögð mín, en segi í þess stað frá því, hvernig sakir stóðu þá. Hefi líka bent á hrossaættir, sem skör- uðu fram úr. Enn segir hr. H. B., að skyld- leikarækt skuli aðeins fram- kvæmd af mönnum, sem hafi full- komna þekkingu á málinu. Skyldi hann eiga við álíka þekkingu og þá, sem stendur á bak við um- rædda grein hans, þar sem hann segir aðra eins fjarstæðu og þá, að öll meiriháttar dráttarhesta- og reiðhestakyn séu til orðin fyr- ir fyrir skyldleikarækt. Arabar eru brautryðjendur hrossaræktar- innar, og notuðu þeir ekki skyld- leikarækt, sama er að segja um Márana í Andalúsíu. Ekki var veðreiðakynið enska ræktað í skyldleika fram yfir daga Eclipse, og setti hann þó heimsmetið, og við myndun dráttarhesta- kynja, hefir ekki verið notuð skyldleikarækt við eitt einasta í Evrópu, og yfirleitt notuð hrein- rækt á stórum svæðum, en ekki náin skyldleikarækt. Aftur á móti hafa ýmsir notað náinn skyld- leika í ræktun sauðfjár, naut- gripa, hunda og fugla. Skal að- eins bent á tvö dæmi: Bakwell, sem ræktaði Leicesterféð og Col- lings bræður, sem ræktuðu stutt- hyrningana. Þessir menn lifðu og stöifuðu og unnu sín miklu af- rek, að fullrækta umrædd kyn áður en hr. H. B. fæddist, svo ekki gat hann sagt þeim fyrir verkum, en vafalaust hafa þeir verið gleggri á þessa hluti, en lestur hr. H. B. á ritum fræði- mannanna vitnar um að hann sé. Að endingu þykist hr. H. B. leggja fram fulla sönnun þess, að eg viti ekki vitund um hvað erfðalögmál er, en sönnunin er grein, er birtist í 23. árg. Freys, eftir norðlenzkan bónda, sem seg- ir þar frá sínum skoðunum, hverjar séu orsakir fjöruskjögurs í lömbum. Heldur hann þar fram æfagamalli skoðun, sjónhrifunum svonefndu. Neðan við greinina skrifaði eg nokkrar línur og segi þar, að þó gaman sé að þessum hugmyndum, þá bendi allar at- huganir í aðra og efniskenndari átt, skort á B lífefnum (víta- mínum). Þvínæst segi eg, í mjög fáum orðum, frá reynslu Þórðar læknis Sveinssonar á Kleppi, sem þá hafði athugað kvillann í sam- fleytt 14 ár, og gert ýmsar til- raunir til að upplýsa orsakir hans. Þessi frásögn mín var al- gerlega hlutlaus, aðeins endur- sögn á því, sem hr. Þórður Sveinsson læknir hafði sagt mér. Enginn glöggskygn maður eða merkur, myndi reyna að saka mig um, að hr. Þórður Sveinsson lælcnir fæst við þessar athuganir, til að reyna að upplýsa um or- sakir skjögursins. I stað þessar- ar eðlilegu ályktunar þýðir hr. H. B. framkomu mína svo, að eg telji ákveðin lyf í sæði hrútanna, og það þó hvert þeirra sé svo gróflega stutt, sem hann tiltek- ur. Að endingu fullyrðir hr. H. B. að áður en umræddar línur voru skrifaðar hafi það verið fullvíst, að fjöruskjögrið orsak- aðist af fæðu mæðranna um með- göngutímann. Þó er þetta mál ekki enn rannsakað til íullnustu. — Er þettað ljós vottur um rit- hátt hr. H. B. Th. A. -----o---- Jón Kjartansson og „siðferðisvottorðið“. 1 7. tbl. Isafoldar þ. á. skrif- ar Jón Kjartansson ritstjóri langt mál, sem hami nefnir „Siðferðis- vottorðið hans Lárusar í Klaustri“. Þessi ritsmíð J. K. á að vera svar við grein minni í Tímanum, 4. tbl. s. á., út af blekkingavef þeim er J. K. vafði utan um yfirlýsingu landssíma- stjórans um afskifti mín af símamáli Skaftfellinga, sem J. K. virðist hafa skilið sem „sið- ferðisvottorð". 1. Eg tel mig nú hafa allt ann- að að gera, en eltast mikið við þennan vaðal, enda óþarft, því svar mitt í Tímanum vænti eg að öllum sem þetta mál kemur við, hafi þótt fullskýrt. Þar sýndi eg með óhrekjandi rökum, að fullnaðarsamningar um sím- ann milli landssímastjóra og Skaftfellinga, gerðust ekki fyr en í tíð núveranda landssíma- stjóra. Eg birti þar meðal ann- ars útdrátt úr sýslufundar- gjörð V.-Sk. frá 20. júlí 1927, sem landssímastjóri G. J. ó. var mættur á, eingöngu til þess að semja við sýslunefndina og vís- ast hér til þess sem eg hefi áð- ur skrifað um þetta í Tímagrein minni. 2. Jón Kjartansson má út- fylla svo mörg blöð af Morgun- blaðinu og ísafold sem honum þóknast með vaðli um andstöðu mína gegn síma um Skaftafells- sýslu. Árangurinn mun ekki verða betri honum til handa, en varð af sama vaðli á kjósenda- fundunum í Skaftafelllssýslu fyrir síðustu kosningar. 3. Sömuleiðis er það mér ó- skaðlegt, þó J. K. útfylli marga dálka í nefndum blöðum með ill- girnislegum og fáránlegum get.- gátum og dylgjum, um stöðvar- stjórastöðu á Kirkjubæjar- klaustri og um „sölsun“ póstaf- greiðslu á Síðu. Mér sýnist þó rétt fyrir J. K. að upplýsa hvað- að honum kemur grunur um, að mér sé borgað margfalt meira fyrir póstafgreiðsluna, en fyr- verandi póstafgreiðslumanni. Eg hefi ekki orðið - var við þessa margfölduupphæð, heldur ná- kvæmlega þá sömu sem áður var greidd fyrir afgreiðsluna. 4. Það sem eg hefi áður skrif- að um aukalínurnar í Skaftafells- sýslu stendur allt óhrakið. Eg hefi hvergi sagt, að engum þar eystra nema mér hafi hugkvæmst að línurnar þyrftu og ættu að leggjast eins og þær endanlega voru lag'ðar — en hitt er vitan- legt, að þær lengdust mikið við breytinguna, en sem ekki gat gengið fyrir sér nema með sam- komulagi við landssímastjóra, og atvinnumálaráðherra. Þetta varð að komast í framkvæmd eins og varð, eftir að núverandi lands- símastjóri hafði skoðað stað- hætti og fullgert samninga um símann í heild sinni við hlutað- eigendur. 5. ' Landssímastjóri veit ekki til að nokkur aukalína sé enn ó- uppsett þar austurfrá, sem lof- orð hafi verið gefið um frá landssímastjóra. Hitt er vitan- legt, að hann lét leggja aðal- símalínuna sem næst býlunum meðfram Austur-Síðunni — Hörgslandshreppi — svo auð- veldara væri fyrir búendur þar að taka einkalínu. Þeir sem urðu fljótt ákveðnir þar í grennd, hafa þegar fengið símann heim til sín, t. d. Iiolt, Hólmur, Múla- kot, og Kirkjubæjarhreppur samdi í tíma svo um, við lands- símastjóra og greiddi til línunn- ai' að Iiolti úr hreppssjóði kr. 1500. Ef hreppsnefnd Hörgslands- hrepps hefði gjört hið sama eystri línunni viðvíkjandi, þá hefði sú lína einnig komizt upp á sarna tíma og hinar línurnar, og það því fremur, sem þar var enn hægra um hönd, þar sem enga aukalínustaura þurfti vegna þess að aðallínan liggur meðfram byggðinni, svo þama þurfti eigi annað en vírinn. Hér er því um engin loforð að ræða sem eigi hafa verið uppfyllt af landssím- ans hálfu. Hitt get eg fullyrt hér, að búendur á umræddu svæði fá aukalínu með ekki verri kjörum, en búendur í Kirkjubæj- arhreppi fengu; þegar þeir hefj- ast handa sjálfir, með að leggja fram það fé sem aðiir hafa orð- ið að gera. Eg geri ráð fyrir að minnar aðstoðar sem þingmanns þurfi þar ekki við, hvað sem „skyldu“ þeivri, sem J. K. minn- ist á, líður. Þá vonar J. K. að eg geri báð- um verzlunarstöðunum — Hval- sýki og Skaftárós — jafnt und- ir höfði, að því er síma snertir. Til þessa er því að svara, að þó ekkert væri annað sem mismun- inn hlýtur að gara, en það, að við Skaftárós er vandað hús, en við Hvalsýki ekkert skýli — ekkert nema „eyðisandar". Er það eitt nóg til þess að ómögulegt er að gjöra jafnt við þessa tvo staði í þessu efni. Þessi von J. K., sem kunnugs manns, er sýnilega hin argasta blekking, eingöngu ætluð ókunn- ugum sem ruglið kynnu að lesa. Eg enda svo þessar línur með þeirri ósk til J. K., að honum mætti sem fyrst vaxa svo skiln- ingur á íslenzku máli, að hann gæti skilið, að yfirlýsing orðuð eins og landssímastjórans, er allt annars efnis en „siðferðisvott- orð“. Reykjavík, 5. marz 1930. Lárus Helgason. ----o--- íslenzkt kjöt og kjötgæði. Eftir Björn Pálsson. ------- NL Hinsvegar er auðvelt fyrir fjáreigendur að taka það fé, sem næst er afréttagirðingunum og safnast hefir að þeim, nokkru áður en fjárskilaréttir fara fram. Til þess þarf tiltölulega litla vinnu, og réttaþvælingurinn verð- ur minni, þegar fátt er réttað í einu. Það mundi í flestum tilfell- um vera betra fyrir féð að vera í heimahögum en við afréttagirð- ingarnar, og bændur gætu þá einnig byrjað að slátra fyr, ef þeir álitu það hentugt. Sumar sveitir í Skagafirði og Eyjafirði hafa svo lélegar afrétt- ir, að lömbin eru tiltölulega mög- ur, þegar þau koma af þeim á haustin. Bændum, sem fé eiga á slíkum afréttum, tekst tæplega að framleiða gott kjöt nema með því að fita lömbin, eftir að þau koma af afréttunum. Til þess að geta það þurfa þeir að smala heiðarnar fyr, því að þegar kem- ur fram á haustin, má alltaf bú- ast við frostum og jafnvel snjó, og þá verður tæplega hægt að fita fé á graslendi. Ef bændur þessir búa á landgæðisjörðum, er líklegt, að þeir geti látið fé sitt fitna dálítið á óræktuðu beiti- landi í heimalöndunum. En hafi þeir lítil og léleg beitilönd tekst þeim tæplega að fita féð, nema beita því á ræktað land eða engi. Ég býst við að mörgum finnist þetta kostnaðarsamt, og það er að sjálfsögðu miklu auðveldara að framleiða gott kjöt, þar sem af- réttir eru góðar. í þeim héruðum, sem sauðf j árræktin er aðal- atvinnuvegurinn, mega bændur samt sem áður ekki horfa of mik- ið í það að kosta nokkru til þess að bæta kjötið, því að það er ekkert aukaatriði fyrir fjáreig- endur að framleiða gott köt, sem hægt er að selja fyrir hátt verð. Kostnaður leggst alltaí töluverð- ur á hvert.kjötpund við frystingu og flutning til Englands, en sá kostnaður er jafn mikill, hvort sem kjötið er magurt eða hold- gott og selst fyrir lítið eða mikið verð. Sérhver hækkun, sem verð- ur á kjötinu, rennur því beint í vasa framleiðenda, og tekjur bænda eru ekki það miklar, að þeim veiti af að fá meira fyrir vörur sínar, ef þess er kost- ur. Fjáreigandi sem leggur inn 200 lömb fær t. d. 500—600 kr. meira fyrir kjöt sitt, ef hvert kjötpund hækkar um 1 d. eða 9 aura. Það er því ekki líklegt að það verði til skaða fyrir fjár- eigendur, þó að þeir verji dálítilli vinnu til þess að bæta kjötið. Alls staðar annarsstaðar en hér kosta bændur miklu til þess að fita lömbin, en við höfum enn mjög lítið gert, til að láta lömbin ekki horast á haustin rétt áður en þeim er slátrað. Það er alls ekki eina og mesta tjónið fyrir bændur, að þeir fá minna kjöt með því að láta lömbin verða fyr- ir miklum þvælingi í leitum og f j árskilaréttum, lifa síðan móður- laus á óræktuðu landi, þegar grösin eru orðin visin að haust- inu, og reka þau svo í sumum tilfellum langa leið til sláturhús- anna. Skaðinn liggur einkum í því, að kjötgæðin verða minni, og verðið lægra. Á næstu árum ætti að komast sæmilegt sam- ræmi í flokkun á kjöti við hin einstöku frystihús, og þó að sumstaðar hafi ekki verið tekið tillit til þess, hvort kjötið hefir Auglýsið í Tífflanum farið í fyrsta eða annan flokk, þegar f járeigendunum hefir ver- ið greitt andvirði kjötsins, þá getur það tæplega lengi gengið. Það er jafn ranglátt að borga sama verð fyrir kjöt af hold- góðum lömbum og rýrum, eins og að greiða jafn mikið fyrir vel og illa þvegna ull, þó að vel þvegna ullin seljist fyrir hærra verð. Þegar kjötið er selt í um- boðssölu ber sérhverjum kjöt- framleiðanda að fá sannvirði fyr- ir hvern kjötflokk. Á þann hátt njóta þeir verka sinna, sem eitt- hvað gera til þess að bæta kjöt sitt, en hinir, sem ekkert hirða um það, gjalda skammsýnis síns og framkvæmdaleysis. Sauðfé hér á landi er miklu mörmeira en fé af ensku fjár- kynjunum, þó að það sé ekki jafn holdgott eða feitt. Kynbæt- ur enskra fjárræktarmanna hafa einkum miðað að því að bæta kjötið. Þar sem mikil mörsöfnun hlýtur að draga úr kjötsöfnun og kjötgæðum, þá hefir þeim þótt æskilegast, að sauðféð væri með litlum mör. Þetta hefir þeim líka tekizt, því að þau fjárkynin ensku, sem óbrigðulust eru með kjötgæðin, safna mjög litlum mör. 1 flestum sauðfjárræStarlönd- um er mörinn í litlu verði, jafn- vel verðlægri en kjötið, svo að það er enginn hagur að því að eiga mömikið fé. Hér hefir mör- inn hinsvegar venjulega verið í hærra verði en kjötið. Þar sem litlu hefir skift, hvort kjötið var feitt eða magurt, meðan það var saltað og flokkað eftir þyngd, en ekki gæðum, hefir fjáreigendum líkað vel, að fé þeirra væri mör- mikið. Kjöt, sem til Englands fer, er hinsvegar metið í flokka eftir gæðum, og þegar kjötið af kindinni er mörgum sinnum meira virði en mörinn, verðum við fyrst og fremst að leggja á- herzlu á að bæta kjötið. Það er ennfremur venja að láta ným- mörinn fylgja því kjöti, sem fryst er, svo að það er aðeins nokkur hluti mörsins, sem fjár- eigendur geta notað eða selt sjálfir. Markaður fyrir mör inn- anlands held eg að hafi sízt batn- að síðari árin, svo að eg sé enga ástæðu til þess fyrir bændur, að sækjast eftir mikið meiri mör en þeir þurfa til neyzlu sjálfir. Það er ennfremur líklegt, að með aukinni ræktun og notkun véla, fjölgi sauðfé til muna, borið saman við fólkstölu, í þeim sveit- um, sem sauðfjárræktin reynist á annað boi'ð hentugri, svo að bændum mundi tæplega skorta mör, þó að hann yrði dálítið minni í fé þeirra. Kaupendum íslenzka kjötsins finnst ným- rnörinn vera óþarflega mikill, en kjötið ekki nægilega holdgott. Það mundi því vera æskilegra fyrir íslenzka fjáreigendur, að fé þeirra væri mörminna en hold- betra. Eg hefi viljað benda á þetta atriði strax, af því að eg álít að hægt sé að minnka hina óhentugu mörsöfnun með viðeig- andi kynbótum. fslenzka féð er að sjálfsögðu mismunandi hold- gott og mörmikið, og ef þeir, sem við fjárrækt fást, veittu mör og lioldasöfnun kinda sinna nákvæma eftirtekt, og' létu þau hrútlömbin lifa, sem eru hold- bezt, og þeir halda að séu mör- minnst, þá býst eg við, að féð mundi smám saman verða mör- minna. Eitstjóri: Gísli Guðmundsson, Ilólátorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.